Færsluflokkur: Bloggar

.....NÝ TÍMAMÓT....

 

Elskulegu bloggvinir og lesendur allir!

 

Hinn árlegi annáll í árslok er ekki tilbúinn...eða ósaminn kannski bara....en hann kemur...því mér finnst svo gaman að skrifa....hehe...

 

En...það verður líklega ekki fyrr en á morgun...eða hinn...þar sem tíminn er harður húsbóndi...

 

Fram að því: Njótið áramótanna á friðsaman...gleðilegan og farsælan hátt...elskið hvert annað og verið vinir!!!!

 

Skjótum burt gamla árinu og tökum fagnandi á móti því nýja...því það er fullt af spennandi hlutum...tækifærum og áskorunum...sem munu leiða okkur til aukins þroska...betra lífs og fullkomnari heims...

 

Endurminningar þínar í lok ársins sem er að líða eru besti undirbúningurinn undir næsta ár.  Það er til fólk sem lætur hlutina gerast, fólk sem sér hlutina gerast og fólk sem hefur ekki hugmynd um að nokkuð hafi gerst. Hvað með þig?

 GLEÐILEGT ÁR 2009 !!!

 


JÓLAKVEÐJA FRÁ MÉR TIL ÞÍN......

GLEÐILEG JÓL 2008

  

Er skammdegismyrkrið oss skellur á

 

og skuggana tekur að lengja

 

hin heilögu jól okkur heilsa þá

 

í hátíðleik himneskra strengja.

   

Með gleði í hjarta við fögnum þeim sið

 

sem heimsbyggðin oss hefur skapað

 

í kærleika sameinast mannkynið

 

þeim helgidóm hefur ei tapað.

  

Við skulum öll skoða hve ljósið er skært

 

og skammdegistöfranna njóta

 

huga að því sem er okkur svo kært

 

en senda burt allt þetta ljóta.

 

Þó framundan tímabil taki við strangt

þá huggun í harminum finnum 

við eigum það val að það verði ei langt

ef viljasterk jákvæðni sinnum.

  

Í bjartsýni brosum mót hækkandi sól

 

með birtunni saman í liði.

 

Nú höldum við hátíðleg gleðileg jól

 

og njótum hvers annars í friði.

 

BH 2008

 

Bestu kveðjur um góð og gleðileg jól og heillaríkt komandi ár.

MUNA: Í þessum heimi er það ekki það sem við tökum okkur, heldur það sem við gefum frá okkur sem gerir okkur rík...

 

Elskjú!!!!

                    


...ALLTAF TÍMI TIL AÐ BLOGGA...LÍKA ÞÓ JÓLIN SÉU AÐ KOMA....

      

Jæja fólks...þá eru þeir nú bara ELLEFU...dagarnir til jóla....og nóg að gera á stóru heimili...Þá fær mín bara svona...veitekkihverjuégáaðbyrjaá-kast...og fer bara að blogga!!!!

Gamla kæruleysið alltaf hérna....

Annars er ég búin að vera að velta fyrir mér hvort bloggið sé eitthvað að dala...deyja út...þar sem allir eru núna á Facebook...en ég vona ekki...maður getur ekki fengið svona góða röflútrás þar...bara sett inn eina og eina setningu...og kommentað á veggi hjá öðrum...ussususs...það fullnægir engan vegin minni skriftarþörf....

Það verður þá bara að hafa það þó fáir vafri inn hérna...mér er sko alveg sama...na na na bú bú...ég hætti sko ekki að blogga! Ekki séns!!!

  

Þegar ég verð gömul og kannski pínu hrukkótt...fer eftir ýmsu...allavega ekki sköllótt eða gráhærð....þá munu barnabörnin og barnabarnabörnin geta nýtt ömmusinnarmestaröflíheimipakkann og fengið smá hugmyndir um hvernig fólk hugsaði á þessum tíma....

  

Ég hefði sko alveg viljað að amma og ammalang hefðu skrifað dagbækur...og afakrúttin líka.....

 Þá gæti maður næstum sagt að maður hefði þekkt þau....og jafnvel skilið af hverju maður er svona eins og maður er....

Kannski er ég stereótýpa af ömmulangalang....kannski var hún líka svona bubblemouth eins og ég...alltaf að bulla og blaðra...og ófær um að halda á penna fyrir minna en tuttugu handskrifaðar síður...allavega....

 Kannski var hún líka svona dugleg að búa um rúmin eins og ég....taka til og baka....strauja...elda og þrífa....múhaha...Kannski hefði hún einmitt líka sest við skrifborðið og párað í stað þess að fara inn í eldhús og taka það í gegn...eða ryðja úr skápum til að koma meiru inn...eða farið í geymsluna og reynt að púsla henni upp á nýtt....eða hnoðað í nokkrar góðar sortir...

Úff....ma ma maður bara áttar sig ekki á hvað maður þyrfti að vera að gera...he he...

   

Neinei...þá sest maður bara við tölvuna...bloggar...ráfar um fésbókina og athugar hvort maður sé að missa af einhverju....

  Það er svosem ekki eins og jólin komi ekki þó það sé ekki allt í stafrófsröð í eldhússkápunum...eða raðað eftir litum í skápana...en auðvitað er það bara þannig hjá mér...auðvitað eru allir bláir saman...rauðir....hvítir....

Auðvitað er appelsínusafinn við hliðna á aprikósunni og mjólkin með mandarínunum....piparinn og poppkornið og kexið og kókómaltið...hvernig læt ég....

  

Magginn hamast við að selja ykkur úti í bæ raftækin og allt sem þarf til að eiga góða jól....flatskjá og heimabíó...dvd og græjur...myndavélar og kaffivélar...hrærivélar og guð má vita hvað fólk vantar akkúrat núna...og þrátt fyrir aðhaldtíma er ekkert lát á innkaupunum....svo hann verður ekki mikið sýnilegur hér fram til jóls.....en maður er að verða vanur þessum tímabilum....svo ekki brýtur hann saman þvottinn næstu dagana....maður er svosem heldur ekkert að reikna með því...

Miðormurinn sér um að allir fái eitthvað étistöff...afgreiðir sem aldrei fyrr á fullu í Krónusi...og finnst það bara gaman...

Hann er samt enn í prófum gormurinn sá arna... tíundabekkjardæmið þar í gangi...en hann gæti ekki verið áhyggjulausari...það er sko mamman sem sér um þann pakka fyrir hönd hans...vina og vandamanna...sem og landsmanna allra....bara nefna það...ég tek að mér að hafa áhyggjurnar....

     

Elstimann hrýtur enn í bælinu...er búinn í sínum prófum og hefur ekki mikið að gera annað en vera töffari...spila tölvuleiki og rétta svona eina og eina hendi til að létta undir mömmu sinni....en letidýrið er þó alltaf svolítið undirliggjandi...vantar drifkraftinn ....sem fer líklega mest í það að stækka....enda gaurinn orðin algjör síríuslengja....

    

Minstan er líka í prófum...líklega sú samviskusamasta á bænum....en gefur sér samt tíma til að gista annarsstaðar ef það er í boði....fór á Oddfellowbingó í gær með Reykásliðinu og kom náttla ekki heim....finnst svooo gott að gista í sveitinni....

   

Tanja hundastelpa var að skríða á lappir...þvílíka letilífið að vera hundur!!!

  

Maður þarf ekkert að gera...annað en lúlla...sofa og kúra...liggja og dorma...éta það sem að manni er rétt og fara nokkrum sinnum út til að losa sig við óæskilega hluti....og svo sofa meira....úffapúff...

  

Svo hérna sit ég...og blogga um allt og ekkert...en ætla að setja í fluggírin eftir smástund....sem er reyndar verulega teygjanlegt hugtak ef þið spyrjið mig....

Ætla samt að gera lista...forgangsraða og ákveða hvað verður gert og hvað ekki....Einu sinni hélt ég að ég þyrfti að gera nákvæmlega það sama og mamma gerði í denn....fylla öll kökubox heimsins....taka allt í gegn...þrífa hvern krók og kima....versla til tunglins og aftur til baka...eiga forða til tveggja mánaða að minnsta kosti...hafa allt þvegið og straujað....skreytt og fágað...og vera samt alltaf til staðar fyrir allt og alla....en ég komst að því eftir miklar pælingar að maður er náttla ekki heimavinnandi eins og hún var....og svo RÆÐUR maður hvað maður VILL gera...en ÞARF ekkert endilega að fullkomna hana...

En...auðvitað geri ég að samt....bwwwwhíií...

  

Já já....þetta er allt að gera sig...nóg að gera í arbætinu mínu...þar er ENNÞÁ aðlögun í gangi....og við eigum samt eftir að taka inn þrjú kríli....fimtán eins og tveggja ára krúttbombur á staðnum í misgóðu standi....flest þó glöð og ánægð....en sum enn með tárin í augunum þegar þeim verður hugsað til mömmu og pabba....

Í gær mætti svo jólasveinninn á staðinn...kom í garðinn við leikskólann og skemmti börnunum í myrkrinu og snjókomunni...hvað er hægt að biðja um það betra???

Jólalegri verður heimurinn ekki.....

  

Jóli var ógó skemmtilegur...hoppaði og skoppaði og datt á bossann...bara fyndinn...spjallaði við krakkana og söng með þeim jólalög...svo þau voru alsæl....

  

Þegar hann hvarf út í jólaveröldina fengu allir heitt kakó og piparkökur.... úti...og það var ótrúlega fallegt að horfa á þessi litlu stýri með stjörnur í augunum...rjóðar eplakinnar og pínu hor....og bros sem getur brætt hvað sem er...hvern sem er...ó mæ god!!!!

   Leikskólastaffið gerði sér glaðan dag síðasta föstudag...fyrir viku....en þá elduðum við á Yngstudeildinni dásamlegar fylltar kalkúnabringur...og höfðum sætar og nýjar kartöflur með....sósu og sallat og tíramísú á eftir....forrétturinn var ítalskur...parmaskinka og melóna...jammí...og svo gerðum við líka prinsessuna fyrir grænmetisæturnar...Sötruðum rautt og hvítt...bjór og jólaöl...úllala...Elstadeldin sá um að leggja á borð og skreyta og Miðdeildin vaskaði upp og gekk frá....

Skemmtinefndin sá um hinn OFURvinsæla og árlega pakkaleik...en þá fær maður númer...og má svo velja sér gjöf...skoða svo hvað hinir eru með og ef manni líst betur á þeirra pakka...má maður stela....thíhí...þetta er magnaður leikur....mikið grín...mikið gaman....

  

Við erum líka með léttvínspott á jólagleðinni...sem nokkrar skiptu með sér þetta árið...og svo fengum við líka jólapakka frá stjórunum....

Þetta var MEGAgaman...við tjúttuðum líka í SINGSTAR og ABBA-KARAOKI...svo stemman á staðnum var meiriháttar....

Enda BARA skemmtilegt fólk í mínum skóla sko....

  

Jólajólajóla....bara gaman...

  

Nú er ég búin að fá ágæta útrás hérna...ha ha...og búin að ákveða að skella mér í eldhúsið...athuga hvort eitthvað þurfi að gera þar...fá mér smá að narta...vinda tusku og toga ryksuguna aðeins um...finna jólagardínurnar... og fleiri seríur...vera ógó dúllleg í dag...

Vona líka að allir aðrir eigi flottan dag og komi því í verk sem hefur verið ákveðið....njóti þessa tíma...söngli jólalög...smakki smákökur....narti í nammigott...og fái jól í kroppinn....

Jibbí!!! Það eru að koma jól!!!!

    MUNA: Lýstu upp daginn með geislum þakklætis. - Drauma sína byggir maður alltaf í lausu lofti – síðan skiptir öllu máli að finna þeim trausta undirstöðu –

Þú ávinnur þér traust annarra þegar þú brýtur ekki loforðin sem þú gefum sjálfum/sjálfri þér.

  Njótið krúttin mín…NJÓTIÐ!!!          

.....EIN STUTT...ÞVÍ ÞAÐ GET ÉG LÍKA...NA NA NA BÚ BÚ...

           

Já..sææææææll...ákvað að pota inn einni STUTTRI hérna...sko...ég GET það alveg líka...þótt ég sé svosem frægari fyrir langlokurnar....he he...

  

Er sem sagt á lífi...hress að vanda og OFURspræk...búin að skreppa úr landi og koma heim aftur svona nokkurn veginn skammlaust...thí hí....og hef AÐEINS of mikið að gera....

Sjá myndina í fullri stærð.

  

Skrapp sem sagt til Stokkhólms með nokkra milljarða í tösku og samdi við Svíana...þeir ætla að hætta að hlusta á Dabba druslu og taka frekar mark á okkur hinum....svo nú er krónan....sem þeim finnst reyndar svolítið aumkunnarverð... komin á flot og hefur ákveðið að sökkva ekki svo við getum kannski verslað í útlöndum án þess að þurfa að borga tvo fyrir einn...þ.e. borga tvo og fá einn...ussusussu...bara svindl...kann betur við þetta á hinn veginn....

   

En Svíarnir voru sem sagt bara hressir og komnir í jólafílinginn.. Tomten farinn að vappa um stræti og torg.... jólaglöggin og piparkökurnar komnar í búðirnar og svo voru náttla Lussekatter og Stollenbrauð í öllum gluggum betri bakarameistaranna...jammí....

   

 

Ráðstefnan var fín...kannski ekkert endilega alltof full af nýjum og ferskum hugmyndum....en ágætis verkfæri til að hrista upp í manni og virkja sellurnar betur.....

  

Ég er nokkuð góð í að skilja norðurlandamálin og því dugleg að punkta niður...he he...alltaf jafn pennaglöð....en mín varð þó fyrir frekar skrýtinni reynslu þegar einn fyrirlesaranna fór að tala...talaði mjööööög hratt....en mín skildi bara ekkert hvað konukindin var að segja...hljómaði bara einhvern veginn svona.... gaggagúggúgiggigeggegógó....

  

Hinar þrjár sem með mér voru litu á mig...og vildu vita hvað um væri að vera....en ég var bara eitt spurningamerki í framan...og svo fengum við algert kast....og hlógum eins og vitleysingar.... alltaf jafn dannaðar....he he...

  

Það var ekki fyrr en deginum eftir sem við komumst að því að þessi furðuvera kom alla leið frá Finnlandi...finnsksænskan hljómaði afar undarlega...og það var huggun harmi gegn að Svíarnir voru líka í vanda með skilninginn...en okkur tókst þó að ná einhverju af innihaldinu...eða höldum það allavega...he he...

   

 

Það var gott að koma aftur heim á klakann kalda og blanka....og finna jólastemmuna bylgjast um kroppinn...flugferðin frábær....Leifsstöð komin í jólabúninginn...frostið farið að bíta í kinnarnar...og allir gluggar orðnir uppljómaðir...ohhhh...elska þetta jólajólajóla....

  

Það verður þó ekki fyrr en eftir morgundaginn sem mér gefst tími til að koma einhverjum jólaverkum að...er þó búin að setja upp eitthvað af seríum og aðventuljósum...verð mjööööög virk um helgina....skelli í allavega átta sortir...fæ bakveikina frægu...tek alla skápo og skúffur og verð jólaóð.....með tusku í annarri og jólamjöðinn í hinni...múhaha.....

   

 

Vonandi eru allir bara í góðum fíling....komnir með þessa stemmu í æð og farnir að hlakka til jólanna....sníða sér bara stakk eftir vexti og leggja áherslu á þetta hlýja...mjúka...notalega og góða....því jólin eru tíminn.....

  

Njóta þess sem er og vera ekkert að velta sér of mikið upp úr morgundeginum...hann kemur...og lausnirnar líka....

Einn nettur: 

 

Einn daginn fékk maðurinn minn skyndilega þá köllun að fara að sinna heimilisstörfunum og í einhverju bjartsýniskasti ákvað hann að þvo stuttermabolinn sinn. Hann var varla kominn inn í þvottahús þegar hann kallaði til mín "Á hvaða stillingu set ég þvottavélina elskan?"

"Það fer eftir því hvað stendur á bolnum",kallaði ég til baka.

"Húsasmiðjan" gargaði hann....


Og svo segja þeir að ljóskur séu heimskar.....
 

 

He he he...

  

 

Kominn tími á að faðma nóttina...knúsa hana og kúra með henni...skríða í skúffuna og hrjóta í nokkra tíma....ZZzzzzz....

MUNA: Morgundagurinn er nýr dagur með nýjum tækifærum til að reyna aftur. 

Það besta sem manneskja getur gert til að hvetja aðra manneskju áfram er að hlusta á hana.

Elskjú ....

...GAME BOY KYNSLÓÐIN OG FLEIRA ....ÞETTA REDDAST ALLTAF...

                               

 

       

Skemmtileg og frekar fjörug vika að baki og önnur spennandi framundan...ekki eins og það sé eitthvað leiðinlegt að vera ég...he he...

  

Familían er í fínum gír...allir hressir og sprækir...sumir með smá hósta...en við erum bara jákvæð og glöð svona á heildina litið...

  

Varð náttla að stríða Elstamanni fyrst ég fékk tækifæri til þess...thí hí...en hann kom heim þegar fréttatíminn var að klárast eitt kvöldið og ég var voða mædd þegar hann spurði:“ hæ...hvað segið þið???“

  

Ég sagði að nú væri komið endanlega í ljós að hver íslendingur skuldaði fjóra og hálfa milljón og nú yrðum við bara að fara að boirga...

 

Hann::: Neeeei????

 

Ég: Jú kallinni minn...þú skuldar fjóra og hálfa millu eftir fíflaskap útrásarmannanna...

 

Hann...Nei....ert´ekk´að grínast????

 

Ég: Nei...þetta er ekki grín...

 

Hann: Djöh...maður....skulda ég?

 

Ég: Já, fjóra og hálfa...og fjölskyldan samanlagt tuttuguogtvær millur...ekkert smá flott...ha?

 

Hann: Ég trúi þessu ekki...hvernig á ég að borga... ég meina.... vááá.... ég...vááá...ógeðslega er þetta glatað...eru allir að skulda?´´´líka smábörn???

 

Ég: Já...

 

Hann...Allt út af einhverjum vitleysingjum...

 

Ég: Já...allt út af peningaflippi einhverra hálfvita sem taka svo ekki ábyrgð á sjálfum sér...

 Hann: Ohhh...ég sem er að safna fyrir bílfprófinu...ohhh....djöhhhh...ég trúi þessu ekki...ohhh....! 

Og þá sprakk mamman...

 

  

En...þetta er svosem ekki fjarri lagii....ef aðgerðaráætlunin okkar á að endurspeigla heimsku annarra landa þá náttla enda nú blessuð börnin okkar með þessar skuldir...sem er náttla algerlega fáránlegt...

Hins vegar hef ég þá trú að þessi „Game Boy“ kynslóð sem er að vaxa upp núna...vön að fá alla hluti STRAX...svörin koma strax í næsta borði í tölvuleiknum og allt gerist svo hratt og auðveldlega...þessi kynslóð mun spjara sig...þessi kynslóð mun drífa þetta skuldadæmi af og koma klakanum í plús á stiuttum tíma...því þessi kynslóð hefur kjarkinn og þorið...og lætur ekkert stoppa sig...þau kunna ekki að bíða...og þess vegna láta þau verkin tala....milli letilúranna VERÐUR eitthvað að vera í gangi...eitthvað að gerast...

Þau hætta í vinnunni ef þeim finnst leiðinlegt...þau fara þegar þeim finnst kominn tími til...þau gera það sem þeim finnst réttast á því augnabliki...og þau munu örugglega komast í gegnum skuldirnar eins og að drekka vatn...

  

Og...kannski hafa þau líka olíuna til að markaðssetja...og endalaus sprotafyrirtæki sem þau þora að veðja á án þess að leggja fé eða áhættu í þau....þau hafa fiskinn og orkuna..álið og landbúnaðinn...og ég er viss um að þau hafa þegar lært af mistökum forveranna...

  

Þau munu leggja áherslu á að kjósa fólk en ekki flokka....enda flokkarnir að deyja út....þau munu setja á þjóðstjórn...ef hún verður ekki þegar komin... og lýðræðið mun verða mun áþreifanlegra en nú er...þau munu virða það og þau munu njóta þess....þau munu lifa lífinu í samhengi...vinna saman og gera vel...

Ég hef fulla trú á að mín elliár verði góð og að það sem ég hef lagt til í uppeldinu fái ég sannarlega til baka...mín kynslóð verður ekki geymd eða gleymd...næstum svelt...heldur fær að njóta þess að hvílast...áhyggjulaus og sátt...vitandi að öllu er óhætt...geta treyst...

Ég er sko alveg viss...

  

Ég held...að þó við berjumst við að ná stöðugleika í augnablikinu...koma hlutunum í lag og finna leiðir og lausnir...þá er framtíðin björt...ekki spurning...og við munum eiga eftir að þakka fyrir þessa kúvendingu...og koma heil og sterk út úr henni....

  

Jákvæð...bjartsýn og lífsglöð...því þetta er sko ekki neinn endir...nema kannski á kapitalimanum...flokkapólitíkinni og Davíðsheilkenninu....

 

Við fengum frábæran fyrirlesara til að koma til okkar í vinnuna á miðvikudaginn var...þar sem hann fjallaði um það að hafa GAMAN í vinnunni...

Valgeir Skagfjörð fór á kostum og við lágum í kasti allan tímann...sennilega aþþí það ER SVOOO gaman í vinnunni...he he..

  

Hann var með okkur í fjóra tíma og okkur leiddist ekki í mínútu...sem hlýtur að teljast meðmæli....en hlógum að minnsta kosti tvö aukaár ef ekki fleiri bara...

 Og svo ÖSKRUÐUM við öll saman...til að losa um spennuna...

Ó mæ god....BARA gott....

  

Ég er reyndar búin að vera kvefuð og hás alla vikuna og átti svosem ekki mikið í öskrið...en lá þó ekki á liði mínu og lét vaða...hása ljónynjan lætur sko ekkert stoppa sig...múhaha..!!!!

 

Svo var frænkuuboð á fimmtudaginn...ógeð skemmtilegt...mikið talað og mikið hlegið...

Það ríkir bara bjartsýni í þeim hópi og við erum sko ekki hræddar við framtíðina...ónei....

  

En við komumst að einu...mikilvægu...

Ef einhver var að tala um að eitthvað kostaði... tja... fimmþúsundkall...eða tíu...þá var bara enginn með...vissum ekki hvað var verið að tala um...???En um leið og eitthvað fór að snúast um milljarða...þá vorum við sko að tala saman....

Maður er bara ekki að nenna að tala um klínk...

  

Föstudagurinn var pínu heví...eða þannig...

Það er verið að stækka skólann...á að bæta við tveimur deildum...svo það er mikið rask í húsinu....rafmagnið alltaf að fara af og alls konar hlutir í ólagi...

 

Á fimmtudaginn var svo rafmagnið bara tekið af eftir hádegi...og nýbyggingin tengd við þá gömlu...svo nú átti allt að vera komið í himnalag...

Nema...þegar við erum í kaffi að morgni föstudags...sjáum við að miðdeildinni slær út...

Það var dimmt...enda klukkan korter yfir níu að morgni...svo við vissum að þær myndu koma fram og slá inn rafmagninu aftur...en vorum soldið pirripú yfir þessu verklagi rafvirkjans...

  

Kokkurinn heyrði að við vorum að tala um að deildinni hefði slegið út...svo hún rölti sér inn í þvottahús til að slá rofann aftur inn...en viti menn...þá var bara þykkur reykur og læti þarna inni...taflan neistandi og lyktin sem barst fram skelfileg...það var semsagt að kvikna í...

  

Við ákváðum því að fara inn á deildarnar okkar og koma öllum út strax...

 

Við mátum hættuna þannig að‘ við gætum klætt litla fólkið í galla og skó...og vorum ógeð snöggar að koma 45 börnum út í myrkur og kulda...

 

Og rafmagnið var náttla farið af öllu húsinu...

  

Slökkviliðið kom með látum...reykkafarar og alles...löggan og sjúkraflutningamenn...allir æá harðahlaupum... og börnin voru steinhissa á þessum látum enda höfðu þau enga hugmynd um hættuna sem hafði skapast í skólanum...

 

Elstu börnin voru þó alveg meðvituð...þau höfðu jú fengið slökkviliðið í heimsókn í síðustu viku og kunnu alveg að bregðast við..en sum vildu samt fara út með töskurnar sínar....sem þau urðu auðvitað að skilja eftir...

Þetta var ótrúlega yfirvegað allt saman...engin panikaði og allir voru með verkefnin á hreinu...

  

Slökkviliðsmennirnir kappkostuðu að segja okkur hversu vel við höfðum brugðist við...hversu flott þetta væri hjá okkur...og hversu frábærar við værum...og þar sem Valgeir Skagfjörð fyrirlesari og leikari var búinn að ítreka við okkur að TAKA hrósi með því að segja TAKK...í stað þess að koma með einhverja svona setningu eins og -æ..þetta var nú ekkert..-.þá vorum við bara mjög ánægðar og glaðar og þökkuðum hrósið kærlega...og fannst við alveg eiga það skilið...

Mogginn fór illa með okkur...setti inn frétt....og foreldrarnir sátu í vinnunni sinni og sáu allt í einu í tölvunni sinni að börnin þeirra væru stöddí miðjum eldsvoða...

Þar sem símarnir í skólanum detta út þegar rafmagnið fer...varð töluverð panik og margir komu hlaupandi til að sækja krúttmolana sína og koma þeim í öruggt skjól mömmu eða pabbafanngs...og margir fóru heim með krílin...

 En sumir foreldrar komu á óvart...he he...mættu bara þarna í allt havaríið og kvöddu barnið sitt glaðlega.“ Alltaf fjör í leikskólanum...góða skemmtun í dag elskan mín!!!!“Ég segi nú bara...þvílíkt traust sem borið er til okkar!!! Vááá!!!

...ef maður vill túlka það þannig...

  

Ástæða uppákomunnar í rafmagnstöflunni reyndist svo vera sú að elskulegur rafvirkinn...úbbs...GLEYMDI að herða eina hosuna...svo þar fór að myndast óeðlilegur hiti....

Við fengum rafmagnið aftur á um hádegisbil og gátum tekið kalda og frostna krakkapjakka inn í skólann á ný...

Á minni deild fóru þó níu af þrettán börnum heim og var ég mjög fefin...ég var ekki alveg til í að fara að láta alla hersinguna leggja sig og sofa ef ske kynni....

Það hafa líklega sjaldan eða aldrei verið svona margir karlmenn í skólanum í einu og voru þeir langt fram á dag að spá og spekúlera...skoða...rannsaka og finna orsakir á ýmsu sem kom í kjölfarið...svosem eins og öryggismálum sem ekki voru alveg að virka....

  

Mikil og góð lexía svona eftir á..enda fór allt vel...en vááá hvað adrenalínið var í miklu uppnámi EFTIR að allt fór að róast...úff!!!

  

Helgin er búin að vera með rólegasta móti...eiginlega bara sem betur fer...svo nú er maður búinn að endurhlaða batteríin og tilbúinn til að takast á við næstu viku...

Fórum í jólahlaðborð í Perlunni á laugardagskvöld og átum yfir okkur...og fórum svo heim til að leggjast á meltuna...úffpúff...namminamm....

  

Á miðvikudaginn er ég að fara úr landi...með slatta af milljörðum í tösku...til að semja við Svíana...athuga hvort þeir vilji kaupa Ískrónur í skiptum fyrir sænskar krónur og evrur..maður verður að leggja sitt af mörkum í kreppunni...eða...???

  

Í leiðinni ætla ég í Reggio Institudet til að stúdera starf með yngstu börnunum og fá nýjar og ferskar hugmyndir.. upplifa...skynja og rannsaka annarra upplifanir...tileinka mér það sem hentar mér og mínu starfi til að vinna með...enda alltaf gott að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt....

Vona bara að litli blái krúttkofinn verði enn á sama stað þegar ég kem til baka...ég er jú orðin soldið mikið tengd þessu fyrirbæri... búin að vera þarna meira og minna síðustu tuttuguogtvö ár..með smá hléi...

Farin að venjast fullkomlega draugunum sem þar búa...Jakobi...Huldu og Óla litla...og meira að segja bara kann vel að meta þau öll....

  

Bara gaman....

  

Ein góð saga í restina...æ...sorrý hvað ég blogga alltaf langar færslur.... passa bara að láta líða góðan tíma á milli...þá er hægt að lesa þetta bull mitt sem framhaldssögu á kvöldin...he he...ef einhver nennir...trúið mér...ég er alveg að fíla þessa útrás sem ég fæ...bla bla bla...

  

 ÞESSI ER GÓÐ:

  

Maðurinn hafði fundið aðra - svo hún átti að flytja út. Hún eyddi fyrsta deginum í að pakka öllu niður í kassa. Næsta dag kom flutningsbíllinn og sótti allt dótið. Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drakk flösku af Chardonnay.

Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum!

Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.

Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.

Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.....

Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega, kannski voru þar dauðar mýs eða rottur? Teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.


Meindýraeyðir var kallaður til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga.
Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega. Ekkert hjálpaði. Vinirnir hættu að koma í heimsókn.

Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu. Húshjálpin sagði upp.

Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.

Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.

Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.

Hann sagði henni söguna um rotna húsið.


Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.


Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.

Hún samþykkti það.


Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að flytja það yfir í nýja húsið.
- þar á meðal gardínustangirnar...!!!!
 Ha ha ha....!!!     

 

MUNA: Þeim tíma, sem þú nýtir til að hjálpa öðrum, er vel varið. Þú færð það endurgoldið þótt síðar verði.

- Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust

  

Eigið frábæra viku..…knúsið og brosið…..verið bjartsýn og jákvæð og látið aðra vita að ykkur sé ekki sama um neinn..…það eru allir mikilvægir…það skipta allir máli…..við erum öll frábær og yndisleg!!!!

 

Gleðjist og njótið!

  Knúúús!

....BJARTSÝNISBLOGG Í BYRJUN NÝRRAR VIKU....

       

Ótrúlega erilsöm vika að baki og sú næsta stefnir í að verða álíka...eða...????

Ég fór sem sagt að vinna á mánudaginn eftir að hafa verið í bómull í tæpar þrjár vikur...með þær ordrur frá doktornum að fara hægt af stað...thíhí...en ég var samt búin að segja honum að slíkt væri ekki að finna í orðabókum leikskólakennnara...annað hvort ertu að vinna eða ekki...svoleiðis er það nú bara...

Og þannig varð það...því á mánudag vantaði átta starfsmenn í húsið og þar af tvo á mína deild....sem þýddi það að ég vann frá 7:30-16:30....og þriðjudagurinn varð þannig líka...nema hvað ég tók Minnstuna með mér...hún var í fríi og er sko miklu betri en enginn....reddaði okkur alveg....

Það voru fimm foreldraviðtöl þessa daga...tvö börn í aðlögun og þrjú að flytjast á eldrri deild...plús eitt og annað sem ekki er í gangi á hverjum degi....

Miðvikudagurinn varð svo enn lengri...því þá var fagfundur eftir vinnudaginn svo ég kom heim um hálfníu það kvöldið...soldið slæpt....

En sem betur fer fór nú ástandið ört batnandi og ég komst heim á sómasamlegum tíma fimmtudag og föstudag...í frábært helgarfrí....

Fótaræflarnir mínir kvörtuðu hástöfum...en fengu enga áheyrn ...he he...en æí aðgerðinni tókst þeim einhvern veginn að drepa smáhluta af hægri fætinum...skemma taugar...og þar er bilaður pirringur í gangi...en auðvitað venst þetta einsog annað....

Það var samt ógeð gaman að komast aftur í vinnuna og fá að knúsa litla liðið...og það var ekki leiðinlegt að finna hversu vel þau tóku á móti mér og létu mér finnast ég mest ómissandi í heimi....mont...mont...

 

Það hefur líka hvarflað nokkrum sinnum að mér þessa viku hversu óumræðanlega heppin ég er að hafa örugga vinnu...þar sem hlutirnir eru í nokkuð góðum skorðum og ekki mikil hætta á uppsögnum eða launabreytingum af neinu tagi...það er ekki svo mikið hægt að skera af þesssum launum sem við leikskólakennarar erum að fá og því getum við bara unað glöð við okkar og þakkað fyrir að fá þó laun....annnað en margir aðrir...

Það er svo sorglegt að heyra í fólki....bæði í útvarpi...sjónvarpi og á förnum vegi....þar sem líf þess hefur gjörsamlega snúist á hvolf....allt í klessu og ekki mikil von framundan...úff...þá blæðir hjartanu mínu...og ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað...

Og það er svo skrýtið...að þó ég og Magginn höfum gengið í gegnum erfiðlieika á alla kanta og misst alla veraldlega aleigu...þá finn ég miklu meira til með öðrum...því ég veit að ég redda mér allltaf...hef næga krafta til að berjast áfram....en er ekki eins viss um að aðrir geti það...kannski vanmat dauðans...en ég get ekki að því gert...ég finn meira til með öðrum...þannig er ég bara...

Mínir nánustu hafa það ekki slæmt...sem betur fer...en ég var alveg að missa mig úr ahyggjum fyrst eftir hrunið þar sem ég á aðstandendur í bankageiranum....en sem betur fer er enginn atvinnulaus...

 

Ég man...að fyrir svona tveimur til þremur árum.... þegar launamál leikskólakennnara og starfsfólks í leikskólum var mesta hitamál kaffistofunnar...vorum við nokkrar að reyna að bensda á það...að einhvern tímann myndi þessi þensla taka enda...einhvern tímann yrði markaðurinn mettaður af viðskiptafræðingum ... hagfræðingum...bankamönnum og hvað þessar stéttir allar heita.. og þá yrði örugglega atvinnuleysi...þá yrði erfitt að fá vinnu og í einkageiranum væri enga vernd að fá....ekki þetta öryggi sem við njótum sem störfum hjá ríki og bæ....

Maður reyndi að sannfæra yngra fólkið um það að það yrði alltaf öruggt að vinna hjá ríki og bæ....umönnunarstéttirnar myndu aldrei mettast alveg og því ekki svo vitlaust að mennta sig í þeim geira....

Flestir sáu samt fjármálabransann í hyllingum...þar voru störf sem gáfu vel í aðra hönd og þar var af nógu að taka...og þar er líka skaðinn mestur akkúrat í augnablikinu....

Jákvæða við þetta allt er að við höfum nóg af mannskap í leikskólanum...í skólanum og á sjúkrahúsunum...á elliheimilunum og í heimahjúkruninni ....allt sem lítur að hinum mannlegu þáttum blómstrar nú sem aldrei fyrr...og sálgæslan er ómetanleg á þessum síðustu og verstu...bara vonandi að sem flestir fái notið hennar...og það er sannarlega kominn tími til að fólk átti sig á því að þa erum við...fólkið sjálft...sem skiptum mestu máli...við og börnin okkar...foreldrarnir..systkinin....ættingjarnir og vinirnir...maðurinn á bensínstöðinni...konan í búðinni...kallinn með hattinn...kellingin með ljótu töskuna....við erum það sem lífið snýst um... peningarnir og veraldlegu gæðin eru aukaatriði...þegar upp er staðið...

 

Þrátt fyrir allt er ég ennþá ótrúlega bjartsýn...kannski er ég bara svona vitlaus...en ég sé þetta hrun einhvern veginn sem þátt sem varð að fara eins og hann fór til að stoppa okkur í ruglinu og vitlaeysunni...enda kannski eins gott að það gerðist ekki seinna...því subbuskapurinn er þegar orðinn nógur....svona ef einhver spyr mig....

Við fáum núna tækifæri til að gera landið okkar betra...bæta mannauðinn og byggja land þar sem nóg er fyrir alla...af öllu...og tækifærin næg... möguleikarnir endalausir....lærdómurinn nýttur til að betrumbæta og þroskinn farinn að leiða til nýrra áherlsna....kapítalisminn dauður en fólkið sjálft öflugra og kraftmeira en nokkru sinni fyrr....    

 

 

 

    Nostradamus var búinn að spá fyrir um þetta allt....hvort sem fólk vill trúa því eður ei...og bæði er þessi spáddómur til í kínverskum fræðum sem og í þeim egypsku...þar sem pýramídinn gefur slíkar vísbendingar...en allir þessir þrír aðilar benda líka á það að Ísland...eyjan í norðri...muni verða það land sem muni leiða heiminn til betra lífs og breyttra aðstæðna undir forystu germanska leiðtogans...sem sumir vilkja kalla nýja Messías...en aðrir bara hinn nýja leiðtoga heimsins....

Í þessari kreppu sem mun skella á allri heimsbyggðinni...mun þessi germanski leiðtogi verða áberandi...en nota bene...hann er kannski nú þegar byrjaður að athafna sig hér á landi...ungur og óreyndur...en gáfaður og mjög mikill forystumaður og leiðtogi...af hinu góða....hver svo sem það gæti verið????

Spennandi...ekki satt?????

Vá...allt í einu fór mér að liða eins og einhverjum trúboða..sem ég er að sjálfsögðu ekki....en ég er bara svo ánægð með þessa ágætu spádóma...þeir segja mér að það verður betra líf sem bíður mín og okkar allra...það er enginn heimsendir í nánd...

 

Ég man...þegar ég bjó á Dallanum 1994-1997...þá fínkembdi ég bókasafnið og las ALLT sem skrifað var um spádóma.... nýöld.... miðla...spíritisma og hvað þetta nú heitir allt saman...og ég svaf ekki fyrir hræðslu þegar ég las Nostradamus...en ég VARÐ að lesa...drekka þetta i mig og upplifa eitthvað óútskýranlegt...eitthvað sem studdi mínar hugsanir og hugmyndir...finna hversu sterk áhrif þetta hafði á mig og styrkti mína lífssýn....

Að sjálfsögðu er ég enn að lesa...gamalt og nýtt...

Í tímaritunum Nýjir tímar var fjallað um þá umpólun sem væri þegar hafin í heiminum....og að maður ætti að taka eftir henni...með því að hlustaá fréttir meðal annars...þar sem kæm9i fram að aldrei hefði jafn mikið af ...eða jafn oft ...eða jafnmargir...eða...jafnslæmt...jafnstórt eða jafnhátt...

Það var alltaf verið að slá met í einhverju..það sem gerðist var alltaf meira en nokkru sinni....

Það dóu aldrei fleiri  í flóðum...hamförum  og slysum...það varð breyting á veðrinu,,,vatnsföllunum... sjónum....jörðinnni.. himintunglunum og bara nefnið það...breytingin var og er enn...á fullu...án þess að einhver setti það endilega í eitthvert samhengi við‘ spádóma...eða þess háttar....

Alltaf ný met...

 

Og Bíbí mín besta varð einn af mínum bestu leiðbeinendum... þessi frábær miðill ....enda mátti ég hringja í hana hvar og hvenær sem var...hún var alltaf tilbúin að hjálpa...spjalla og leiðbeina... algjör gullmoli...alltaf tilbúin að gefa af sér....og gerir enn...

Mér varð tíðrætt um þessi mál í fjölskyldunni minni og fékk svona frekar dræmar undirtektir...enda ekki allir tilbúnir að kyngja því að það væri líf eftir þetta líf...og einhver misskilningur varð líka meðal elskulegra systkina minna um það í hverju starf „þessarar“ Bíbíar fælist og hvernig hún ynni...

Ég sagði þeim frá því hvernig hún gat komið í huganum til okkar alla leið til Dalvíkur...og seinna til Noregs....og litið á meinsemdir og hvað sem um ræddi....með sitt fólk með sér...og við svo spjallað um það næsta dag í síma...ég fengið þannig ráð eða svör og unnið með...og var því hin ánægðasta...

Litlibróðir fékk einhvern veginn á tilfinninguna að Bíbí væri rafvirki...ekki veit ég eiginlega af hverju....en eftir að rafmagnið fór af heima hjá stórusys einhvern tímann...minnir að það hafi verið í sameigninni hjá henni...var búið að laga það þegar hann fór aftur og þá varð einhverjum á orði að líklega hefði Bíbí rafvirki komið....????

Og eftir það heitir þessi elska Bíbí rafvirki í minni fjölskyldu...thí hí...

 Já...við erum soldið skrýtin...fjölskyldan...he he...gaman að því...

Við erum allavega bjartsýnisfólk og trúum því að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott....

 

Næsta vika verður örugglega full af góðum lausnum og bjartari horfum...það er ég alveg viss um....ef við erum opin fyrir breytingum... þá verða þær örugglega bara góðar....

Förum inn í hana af fullum krafti og verum dugleg að styrkja náungann...segja falleg orð og vera til staðar fyrir vini og kunningja....ýta undir jákvæðnina og bjartsýnina og benda á það skemmtilega og góða sem lifið hefur uppá að bjóða...því það eru óendanlega margir möguleikar til að gera gott líf betra....

 

MUNA: „Það sem þú kennir barninu með orðum þínum eða gjörðum heldur áfram að lifa í hjarta þess að eilífu.” Hefur þú nokkur tíma óskað þess að aðrir í fjölskyldunni vissu hversu vænt þér þykir um þá og hvað þeir eru þér mikils virði?  Farðu og segðu þeim það.

    Elska ykkur öll!!!! 

.....HLÆJUM BARA INN Í HELGINA....

 

Enn einn föstudagurinn og enn ein helgin....

Það eru örugglega margir fegnir...en ég hlakka samt mest til að geta farið í vinnuna á mánudaginnn...jibbí kæ jei!!!!

Búin að fá nóg af heimaverunni..en er alveg að verða þokkaleg í fótunum bara...ég notaði tímann vel og tók smá flensu með þessu...hálsbólgu og hita....döhhh...svo ég ætti að vera góð fram á næsta haust allavegana...he he...

  

Annars allir kátir og hressir og ég ætla bara að setja inn brandara núna...búin að vera aðeins of alvarleg undanfarnar vikur.....

  

Ég er svo illa innrætt að ef mér gefst tækifæri á að stríða smá...gríp ég það...

Miðormurinn var að segja okkur að vinur hans væri svo slæmur í maganum...yrði oft illt af mat...það væri eitthvað að honum í RIFSKIRTLINUM...

 -Nú, segi ég voða alvarleg, það er ekki gott...-Ekki?, segir hann-Nei, það er slæmt...-Hvað gerir eiginlega þessi RIFSKIRTILL?-Æ, hann sér um að brjóta niður svona ber...segi ég lúmsk... jarðaber...vínber...rifsber...-Ó, er sér kirtill fyrir það?-Jájá...vissirðu það ekki?-Ha?...neeei...en...þetta eru samt ekkert endilega ber sem gera hann veikan í RIFSkirtlinum...líka alls konar annar matur.. hamborgarar og svona???-Láttu ekki mömmu þína plata þig, segir Magginn og fer að hlæja....-Mamma!!!

-Ókei...ég og var náttla byrjuð að grenja úr hlátri...þetta heitir BRISkirtill...EKKI RIFS....

  

Ha ha ha...hann er stórkostlega orðheppinn...eða...???

Nokkrir góðir:    Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.

Eiginkonan brást skjótt við og slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans.

Ha ha ha....

    

 

Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana spurði hann “Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?”
Mamman var mjög vandræðaleg og ekki tilbúinn að útskýra þetta fyrir Nonna.  “Heyrðu”, segir hún, “Þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga… og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!”
“Það er algjör tímasóun hjá þér”, sagði Nonni litli, -alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!”

Thí hí....

  

Verkamaður hringir sig inn veikan, en yfirmaður hans er ekki par sáttur við það og segir:”Þegar ég er veikur, þá ríð ég konunni minni og þá lagast ég. Þú ættir að prófa það.” Tveimur tímum síðar mætir verkamaður galvaskur:”Þetta svínvirkaði, þú átt ekkert smá flott hús!”

Obbosssííí....

 

Það var einu sinni maður sem var ekkert sérlega ánægður með að typpið á honum var svo lítið.

Hann leitar aðstoðar vinar síns sem segir honum að hann hafi farið út í skóg, þar hafi hann hitt frosk, hann hefði beðið froskinn að giftast sér og typpið á sér hafi stækkað um 10 cm, þegar froskurinn hafi sagt nei.

Maðurinn fór því út í skóginn og hitti froskinn, hann bað hann um að giftast sér, froskurinn sagði nei og typpið stækkaði um 10 cm.

Þegar heim var komið var hann ekki alveg nógu ánægður enn og ákvað að fara aftur og púff, hann stækkaði aftur um 10 cm.

Nú var hann orðinn mjög ánægður, en samt gældi hann við þá hugmynd að typpið á honum stækkaði aðeins meira.  Hann ákvað því að fara enn eina ferðina út í skóginn, þar hitti hann froskinn og bað hann um að giftast sér.

Froskurinn brást núna hinn versti við og sagði:”Þú hlýtur að vera annað hvort heimskur eða heyrnalaus. Ég sagði nei, nei, nei og hundrað sinnum nei.”

Jááá...sææææll....


Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall....

 

Múhaha...

   Þrír menn voru á gangi þegar þeir komu allt í einu að djúpri, straumharðri og vatnsmikilli á.  Þeir urðu að komast yfir á hinn bakkann en vissu ekki hvernig þeir ættu að fara að því. Sá fyrsti bað til Guðs "Kæri Guð veittu mér styrk til að komast yfir ána!" Og búmm! Guð haf honum sterka vöðva svo hann gat synt yfir ána.  Þetta þrekvirki tók þetta hann tvo klukkutíma og hann var nokkrum sinnum nær dauða en lífi. Þá sagði sá næsti "Kæri Guð, gefðu mér styrk og verkfæri til að ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gaf hónum árabát og hann var um klukkustund að róa yfir á hinn bakann. Oft var báturinn mjög nærri því að velta. Sá þriðji hafði fylgst með svaðilför hinna og lagðist á bæn.  "Kæri Guð, gefðu mer styrk, verkfæri og gáfur svo ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gerði mannin að konu.  Hún skoðaði kortið, gekk upp með ánni nokkur hundruð metra og fór svo yfir brúna. 

Ha ha ha ha ha Ha ha ha ha ha Ha ha ha....

  MUNA: “Málverkið er málað mörgum ólíkum litum, öllum jafnþörfum og mikilvægum.Berðu framar öllu virðingu fyrir sjálfum þér „-Eitt af því sem veitir mikla ánægju í lífinu er að framkvæma það sem aðrir segja að við ráðum ekki við.... -

 

Eigið öll góða helgi og verið bara róleg í rjómanum...þetta hefst allt...við gefumst aldrei upp muniði....

Knúúús....

ER STÓRASTA LAND Í HEIMI SVO BARA FULLT AF "BÍBB"...???...USSU SUSSU...!!!

 

Þó mann langi ekki að velta sér uppúr þessu krepputali alltaf stöðugt...þá er einhvern vegin allsstaðar eitthvað sem minnir mann á að þjóðfélagið sé í algjörum hnút...djúpum og illa lyktandi skít....

 

Sem betur fer er allt fínt hér í Trönuhjallanum...ég er öll að koma til eftir þessa ágætu aðgerð og fer fljótlega að vinna...knúsa litlu krílaskottin mín öll og njóta þess að vera innan um allt sakleysið og lífsgleðina....ó mæ gooood hvað ég sakna þeirra geggjað mikið....

 

Ég fór á tvo samliggjandi skipulagsdaga fyrir helgi...þá voru náttla engin kríli...en vááá...ég var alveg búin á því eftir þessa daga fyrir því...samt var bara verið að funda og skipuleggja...hlusta á fyrirlestra og þess háttar....

 

Fengum Siggu frá Blátt Áfram til að koma og segja frá starfinu og reynslunni og það var átakamikill og innihaldsríkur fyrirlestur og kom mörgum hugsunum og pælingum í gang í hausunum á okkur...úff....

 

Valgeir Skagfjörð átti að koma og hressa okkur upp en kallgreyið veiktist svo vð urðum að nota plan B....og vorum bara ógeð duglegar.....

 

Miðormurinn...afmælisbarn síðustu viku...bauð svo í kaffi á laugardaginn og var mikið fjör á staðnum.....

   

Mömmukrúttið mitt átti svo afmæli á Sunnudaginn og hittist stórfjölskyldan þar yfir kaffi og góðgæti...uhmmm...TIL HAMINGJU BESTA MAMMA Í HEIMI!!!!

 

Þar var að sjálfsögðu mikið spjallað og mikið pælt....en mest fer þó í taugar fólks hversu mikil lýgi virðist vera í gangi...enginn segir neitt og enginn sagði neitt...enginn vissi neitt og enginn heyrði neitt...allir hvítþvo sig af skömminni og skítnum...stjórnmálamenn...bankastjórar...seðlabankastjórar... eftirlitsmenn... útrásarliðið allt... kommon pípúl...koma heiðarlega fram! Viðurkenna mistökin og finna leiðir til úrbóta....BARA EKKI LJÚGA!

 

Skíturinn og ógeðið er allsráðandi og maður er eiginlega mest í sjokki vegna spillingarinnar...sem maður svosem vissi að var þerna..en að þetta væri ssvona ógeð mikið...ó mæ god!

 

Fólkið í landinu á sko mikið betra skilið en þennan viðbjóð....það þarf sko að hreinsa klakann vandlega...og fá til þess heiðarlegt fólk...með menntun við hæfi....einhverja sem hægt er að treysta...einhverja sem láta ekki spillinguna lita mannorð sitt..einhverja sem hafa metnað og vita hvernig best er að koma hlutunum í viðunandi horf...þola að hlusta á ráð reyndra manna héðan og þaðan úr heiminum og nýta sér þá þekkingu sem þegar er til...eins og til dæmis í Finnlandi....og í fleiri löndum...það þarf ekki að finna upp nýtt hjól..heldur nota það sem til er og gera betra....

 

Svo gætum við sparað með því að skera niður þingmannafjöldann..he he..ekki öskra á mig....lítið land þarf ekkert 63 kjördæmiskjörna þingmenn...þeir eru aldrei sammála um neitt og koma sér ekki að neinu verki af viti...svo ég held að svona eins og fjórir frá hverjum landsfjórðungi væri alveg nóg....myndi spara tíma og fyrirhöfn...og helling af pééééningum....

 

Þurfa ekki allir að taka þátt í að koma klakanum á flot aftur????...strandið er orðið nógu andsk..kostnaðarsamt...og fólkið í landinu á ekki að þurfa að blæða fyrir allan óbjóðinn...loforðin voru mörg og fyrirheitn ófá...ráðamenn eiga að standa við þau og það er fólkið í landinu sem á að krefjast þess að réttlætinu verði fullnægt....ALLIR EÐA ENGINN...svo einfalt er það...

 

Ef ekkert fer að gerast á allra næstu dögum missum við hæfileikaríkt og frábært fólk úr landi...það fer bara...skilur skuldirnar eftir..skítt með að verða gjaldþrota...bara betra að fara og finna sér nýtt upphaf...nýja byrjun...það er þannig sem unga fólkið okkar lítur á stöðuna...og vílar sér ekki við að koma sér burt....

 

Þeir sem eftir sitja fá þá jafnvel á sig meiri skuldir...gjaldþrot og erfiðleika,,,og ennþá meiri skít....

 

Ég hugsa til þeirra sem eru núna að reyna að átta sig á breyttri stöðu...bin there...það er ekki auðvelt að missa og það er ekki auðvelt að byrja upp á nýtt en það er sko alveg hægt...trúið mér....og það er sko ekki það versts sem getur komið fyrir mann....

 

Maður má bara ekki láta reiðina og neikvæðnina ná tökum á sér....heldur líta á þessa bitru...eða sáru... reynslu...sem part af þroskanum...part af því að verða heilli og betri manneskja...part af því að geta mistekist án þess að gefast uppp...heldur standa alltaf upp aftur...bjartsýnn og sterkur....öflugri en nokkru sinni fyrr til að takast á við næsta verkefni...

 

Versta er kannski óvissan...biðin og allar ósvöruðu spurningarnar....tilhugsunuin um hið óþekkta og hvað bíði handan hornsins....en svo kemst maður að því að það er von...það er líf...og það er meira að segja bara ekki svo slæmt líf....eftir svona áfall...

 

Ég man að við áttum erfiðast með að vita ekki hvað yrði um okkur...biðin var lööööng og maður reyndi að vera ekkert að hugsa of mikið um þetta allt..ekki velta okkur upp úr orökum og afleiðingu...óréttlæti eða að verið væri að brjóta á okkur....hatri og ljótum hugsunum.....heldur horfa bjartsýnum augum fram á við...einbeita okkur að börnunum okkar og núinu...láta hlutina ganga og vera bara dugleg að finna eitthvað skemmtilegt og skondið til að hlæja að....hafa gaman...gleyma sér og njóta....

 

OG SVO GERIST EKKI NEITT....



Eftir að þeir dæmdu dóminn þann
 
sem drap að lokum sjálfan sannleikann
 
og sýndi það að réttlæti ei finnst
 
í formi því sem áður höfðum kynnst
 
Þá höfum bara setið óáreitt
 
og síðan bara gerist ekki neitt....
  

Húsið farið, framtíðin í hnút
 
fengum boð um það að flytja út
 
dagsetning sem dregin var á frest
 
ráðherra það þakkað getum mest
 
sitjum hérna óróleg og þreytt
 
því það bara gerist ekki neitt..... 
   

Loforðin þau liggja hér og þar
 
langdregið er ráðamanna svar
 
vitum ekkert hvert er næsta skref
 
örlögin þau spunnu þennan vef
 
sem enginn getur nokkru sinni breytt
 
og svo bara gerist ekki neitt.... 
   

Óvissan er ógn sem glittir í
 
óttinn grípur um sig æ og sí
 
svör við okkar framtíð ekki til
 
hversvegna ég bara ekki skil
 
biðin virðist renna út í eitt 
 
já það bara gerist ekki neitt.... 
   

Síminn þegir, það er ekkert bréf
 
þögnin enn það eina sem ég hef
 
dagarnir þeir líða einn og einn
 
einhvernveginn tilgangur ei neinn
 
á þessu erum orðin ansi þreytt
 
ennþá bara gerist ekki neitt...



 
 Koma tímar koma ráðin góð
kvíðin missa meigum ekki móð

einhversstaðar liggur lausnin sú

stolt við skulum halda í þá trú

að okkar bíði framtíð blómum skreytt

þó ennþá bara gerist ekki neitt....
BH 2007.
  

„Ef þú getur ekki farið gegnum fjallið skaltu fara umhverfis það.Ef þú getur ekki farið kringum fjallið skaltu klífa það.Ef þú getur ekki klifið það sestu niður og hugleiddu hvort það borgi sig að skoða það sem er hinum megin. Ef svo er... byrjaðu að grafa göng.“

    

 

MUNA; Erfiður tími þarf ekki að vera niðurdrepandi ef þú lítur á hann sem nýja byrjun í lífi þínu.- Manni getur misheppnast mörgum sinnum, en hann er ekki misheppnaður fyrr en hann fer að kenna öðrum um –

 Verum bjartsýn...lítum á þessa hreinsun sem góða leið til að losa okkur við það sem við vildum aldrei hafa og byggja upp það sem við viljum virkilega... lærum...lifum...njótum!

Bros og knúúús í hvert hús!InLove 



 

....AÐGÁT SKAL HÖFÐ....

Stjörnuspá:

  

LjónLjón: Himintunglin blessa þig í dag með því að draga úr athyglissýki þinni. Notaðu tækifærið og vertu ein í friði með góðri bók - og nokkrum súkkulaðibitum..

 
   

Læt þetta fylgja með svona til að skýra af hverju ég er að háma í mig PIPP...uhmmm...ég fer alltaf eftir stjörnuspánni....það er að segja ef hún er að henta mér...thí hí...og í dag segir HÚN MÉR AÐ BORÐA SÚKKULAÐI....OG ÉG SEGI NÁTTLA EKKI NEITAKK VIÐ ÞVÍ...

   

Annars er bara allt fínt að frétta af Trönuhjallatöffurum...allir hressir og kátir og merkilega slakir miðað við ástand þjóðarbúsins...og allar þessar nýju skuldir sem við erum komin með...fimm manna familían....eru ekki sirka tíu millur á mann‘‘‘....Iss...fimmtíu millur...pís of keik...audda öxlum við ábyrgðina....sem okkur ber...

   Það er einhvern veginn þannig að þó allt sé í fokki og fjölmiðlarnir að missa sig yfir þessum látum öllum...sem er jú þeirra hlutverk...þá erum vð svo vön að basla og hafa fyrir hlutunum að við sjáum ekkert svartnætti framundan...erum bara jafn bjartsýn og venjulega og trúum að þetta eigi allt eftir að verða til góðs þegar fram líða stundir....

   

Og við erum alltaf að þroskast..

   

Mín er meira að segja búin að lesa sér til um kosti og galla þess að ganga í ESB og það segir nú meira en mörg orð...því ég er nú ekki vön að hafa sterkar pólitískar skoðanir...eins ópólitísk og ég er...en ó mæ goooood...ég er komin með skoðun á málinu...já sæll....

 

 

Ef það sem ég var að lesa stenst þá eigum við náttla ekki að hika við að ganga í ESB og það ekki seinna en í gær....og taka upp evru...eða mynttengja krónuna við evruna....því þessi blessaða ÍSkróna er ekki að gera neitt fyrir okkur annað en vera til vandræða...óstabíl og í algjöru rugli....Við erum samt sjálfstæðisríki þótt við gefum þessa blessuðu krónu eftir... kommon...Hættum að „harda“ og GERUM eitthvað.....

(harda = hanga og bíða...)

   

Og nú er ég sem sagt búin að lita bloggið mitt örlítið með pólitík....en það var bara þetta...verður ekki meira í bili...NEMA mér blöskri alveg til tunglsins og aftur til baka....

      En ég hef hins vegar gríðarlegar áhyggjur af öllum litlu eyrunum sem heyra svo mikið þessa dagana...meira en þeim er eiginlega hollt...og orðin eru svo myndræn og óhugnaleg...og valda litlum eigendum sínum ómældum áhyggjum....martröðum og endalausum ótta....   

Þegar maður er lítill...og stundum vex maður ekki upp úr því...þá sér maður hlutina nákvæmlega í því samhengi sem þeir eru sagðir..

 

 

Ísland er að sökkva...hvað sér maður???Jú...það sem sekkur kemur ekki upp aftur...það sem er lifandi og sekkur...kemur ekki lifandi upp...heldur dautt.Ef Ísland er að sökkva...eru þá allir Íslendingar að deyja???   

 

 

Og fyrirsögnin Ísland er dautt...hvað er átt við með því???...Flytjum við þá burt???

   

Að missa allt sitt...eigum við þá ekki dótið okkar lengur??? Kemur einhver og tekur ALLT...húsið...bílinn...sjónvarpið...tölvuna og leikina... köttinn... hundinn.... leikföngin okkar...fötin... útigrillið... trampólínið... og jafnvel trén og blómin okkar.

Ef Ísland er orðin fátæk þjóð...sveltum við þá eins og börnin i Afríku?

Þurfum við að sitja úti á götu og betla peninga og mat...og kannski deyja úr hungri og sjúkdómum eins og þau????

   

Bankarnir hrundu..bíddu...þeir standa þarna allir...sko....

       

  

maður þekkir nú merkin...og það er fólk INNI í þeim...geta þeir þá hrunið ofan á fólkið????

   

Þjóðarbúið er rjúkandi rúst...hvaða bú?....hvar eru þessar rústir...er búið að slökkva eldinn...getum við skoða þær?

   

Davíð Seðlabankastjóri kúkaði upp á bak í sjónvarpinu...oj..hann er fullorðinn kall...ojjj!!

   

Ráðamennirnir eru með allt niður um sig...svakalegir kjánar eru þetta...girða svona niðrum sig fyrir framan alla...oj..

   

Sigla þjóðarskútunni í strand...ó...strandaði skip???

   

Róa lífróður til að Bjarga því sem bjargað verður....hverjum þarf að bjarga???

   

Fjármálaglæponar...fara ekki ALLIR glæpókallar í fangelsi???..akkuru meiga þeir þá koma í sjónvarpið og tala og tala og tala????

   

Við erum öll sek....en mamma og pabbi gerðu ekkert??? er það annars??

   

Banki á silfurfati???.Vááá?....fékk kallinn bankann á svona silfurfati í alvöru???..Stórt fat maður...

   

Bretarnir segja að við séum Hryðjuverkamenn???...ó mæ god...eins og Osama Bin Laden???...Naujts...það er enginn búinn að sprengja neinn turn...er það nokkuð???...mamma...ætlar einhvr að sprengja turnana okkar á Íslandi????

 

 

Heimilin skulda...hver Íslendingur skuldar...ha!!!...skulda ég ?

peninga‘???...akkuru???...ég keypti ekkert sko....???

   

Allir tóku þátt í neyslufylleríinu...eru ekki bara dópistar í neyslu...ha????

  

Fólk missir vinnuna...en...pabbi og mamma eru ALLTAF í vinnunni...þau geta ekki misst vinnuna...allir þurfa að vinna...til að fá mat og borga reikninga...verðum við þá fátæk????...missum við ALLT????

   

Úff...þvílíkar hremmingar sem barnshugurinn er að fara í gegnum þessa dagana...

   

Það sem ég er að reyna að segja hérna er að sama hvað gengur á í okkar róstursama þjóðfélagi...þá VERÐUM við að PASSA orðin...passa HVERNIG við segjum hlutina...HVAR...HVENÆR og HVERS VEGNA...

      Börnin heyra...hlusta og fylgjast með...en skilja ekki hvað um er að vera....átta sig engan veginn á því sem er að gerast...og þá fer hugmyndaflugið af stað...

 

Og þeirra hugmyndir eru ekki endilega þær sömu og hinna fullorðnu...þeirra skilningur nær einfaldlega ekki yfir allar orðlíkingarnar og myndrænu lýsingarorðin sem hinir fullorðnu nota óspart til að tjá mikilfenleika orðanna....

   

Ég man til dæmis þegar það gaus í Vestmannaeyjum...ég var þá lítil skólastelpa með ímyndunarafl á við heilan her....sá allt fyrir mér í myndum og allar mínar hugsanir voru myndrænar....

Ég man að ég fékk næstum taugaáfall þegar mamma vakti mig að morgni 23 janúar 1973, afmælisdegi ömmu. Hún kom inn að vekja mig og systur mína...dró gardínurnar frá og sagði: Það er farið að gjósa í Vestmannaeyjum!Við systur settumst upp með galopin augu og spurðum hræðslulega: Hvað er Vestmannaeyjar???

Og mamma útskýrði í rólegheitum fyrir okkur að Vestmaannaeyjar væru íslenskar eyjar rétt fyrir utan suðurlandið....maður gæti séð þær frá Kömbunum í góðu veðri...Og býr einhver þar...vildum við vita...?...Verður þá ekki afmæli hjá ömmu í kvöld???

 

Já, sagði mamma....það er fullt af fólki sem býr þar og það þurftu allir að yfirgefa heimilin sín í nótt og fara með skipum og bátum í land ...og amma hefur örugglega afmælisveislu...

   

Ég fékk taugaáfall...úff...fólk sem bjó á eyju sem var soldið langt í burtu oen samt rétt hjá Íslandi..eða við hliðina á Íslandi...og var íslensk...þar var núna eldgos!!!...þetta var eins og í einhverri sögu...eða ævintýri...ekki góðu....

Og ég var að tapa mér úr ótta....Getur gosið komið hingað til okkar í Kópavog???Deyr maður í eldgosi? Er hættulegt að horfa í eldgos???   

 Ég skoðaði sjónvarpskjáinn á hverjum degi til að gá hvort gosið breyttist eitthvað...og ég SÁ það að heiman...það var reykjarmökkur þarna í fjarskanum og ég labbaði AFTURÁBAK í skólann til að vera viss um að það kæmi ekki og tæki mig...

Ég stóð á skólalóðinni og fylgdist með...til öryggis...ef ég þyrfti að hlaupa....

   

Ég hjálpaði mömmu að tína saman föt til að gefa af okkur systkinunum...til aumingja Vestmannaeyjakrakkanna sem þurftu að hlaupa út um nótt og gátu ekkert tekið með sér...ekki einu sinni dótið sitt...

   

Ég eignaðist vinkonur frá Vestmannaeyjum...og fannst þær skemmtilegar og skrýtnar...en ég vorkenndi þeim svooo...

Samt var ein skotta....aðeins yngri en ég...sem tók þessu nú bara með jafnaðargeði....en kenndi mér fulllt af Vestmannaeyjalögum..Við sungum saman...Bróðir minn Sveinn og Baldur...Bjarni sá andskoti...

Já...það MÁTTI segja ANDSKOTI...!!!

      Pabbi minn varð ósýnilegur meðan á gosinu stóð.... tryggingamaðurinn í Samvinnutryggingum...fór að vinna hjá Villa frænda (Viðlagasjóð)

 

Hann fór margar ferðir til eyja að meta tjón...bjarga dóti og skoða skemmd hús...

 Hann fór líka um allt land að hitta Vestmannaeyinga til að hugga þá...skoða dótið þeirra og láta þá hafa peninga til að kaupa nýtt dót...

Pabbi minn er svooo góður kall...

Mamma var heima með okkur fimm....sá um allt...og okkur þótti sko alveg sjálfsagt að lána pabbann okkar til að hjálpa fólkinu....við höfðum mömmu...og afa og ömmu...og allt dótið okkar var í góðu lagi...

Verst með þetta gos...og þennan reyk sem sást svo vel frá Þinghólsbrautinni...

   

Ég fékk köku hjá Vestmannaeyingunum...vinum mínum...þegar gosinu lauk...og gos og hraun..

   

Ég fékk líka stóran hraunmola frá honum „afa“ Gulla...sem bjó á móti mér....og mér þótti það afar merkilegt að eiga stein sem kom upp úr alvöru fjalli í alvöru eldgosi...vááá...

Mikið var ég ánægð þegar gosið var búið...saknaði samt eyjapistlanna sem ég hlustaði á á hverju kvöldi...og vina minna sem fluttu aftur heim...en ég skildi alveg að þau vildu fara heim til sín..samt...það gat alveg komið aftur gos?????

Þau þorðu samt....

      Systir mín...krúttið mitt sæta...GRÆDDI á gosinu...því þó hún væri bara þrettán ára fann hún manninn sinn...sem hafði flúið upp á land...og þau eru ennþá hjón....sæt og flott hjón...hefðu kannski aldrei kynnst annars...og þá ætti ég nú ekki flottustu frændsystkin í heimi...og þá væri kannski ekkert Númakrútt!!!

Nei...get ekki hugsað það...svo líklega var eldgosið ekki það versta sem gat komið fyrir....

   

Já...svona er nú heimurinn skrýtinn og skemmtilegur...

   

Ég bara ítreka enn og aftur..og aftur og enn....við fullorðnu...pössum hvað við segjum í nærveru barnanna okkar....reynum að halda þeim frá neikvæðri umræðu...reynum að gera þetta aðeins mýkra og mannlegra fyrir þau...við getum spjallað þegar þau eru sofnuð....

Það er líka bara hollt og gott fyrir alla að draga sig aðeins út úr látunum...eiga griðland þar sem börnin okkar eru aðalatriðið og við njótum þess að vera með þeim..leika og spjalla um Latabæ og Sollu stirðu....Íþróttaálfinn og Dóru Explorer...Lottu óþekku og lífið og starfið í skólanum þeirra....fótbolta nn...körfuboltann...leikritið....vinina...hvað sem er...

Það er verulega afslappandi að dvelja í þeirra heimi um stund...og losna undan áhyggjum...erfiðleikum og streitu hvunndagsins...

   

Fyrir átta árum gerði ég lítið ljóð sem ég lét fylgja handarfari litlu krílanna á deildinni minni...smá áminning um hvvað tíminn líður hratt...hvað við eigum litlu krílin okkar stutt...og ég tileinkaði það mömmunum....en auðvitað á þetta líka alveg eins við um pabbana....

    

TIL MÖMMU:

   

Þú verður stundum vansæl

 

víst er ég ósköp lítill

 

set merki um mig út um allt

 

þig þreytir vaskur trítill.

 

 

  

En einn dag verð ég eldri

 

já einn dag er ég stór

 

því tíminn líður skelfing hratt

 

þú undrast hvernig fór.

 

 

  

Hér minnismerki færðu

 

þá mannstu vel og skilur

 

hve litlar hendur hafði ég

 

þau ár sem ég var smár.

 

BH 2000     

    

„Besti arfur sem foreldrar geta gefið börnum sínum eru nokkrar mínútur af tíma sínum á hverjum degi...“

   

MUNA: Snúðu andliti þinu í birtuna og myrkrið mun aldrei ná að umlykja þig.

   

Einn af leyndardómum langs og hamingjuríks lífs er sá hæfileiki að geta fyrirgefið öllum allt áður en maður fer að hátta á kvöldin.

   

Ástarkveðja frá mér!!!!

 

 

 

 

  PS....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU DAÐAKRÚTTIÐ OKKAR...kallinn bara fimmtán....hvort sem þið trúið þvi eða ekki....

kossar og knús elsku Daði Már...Miðormur!!!! ELSKUM ÞIG EEEENDALAUST MIKIÐ!!!!

 

....ÞAÐ ER SVO MARGT EF AÐ ER GÁÐ....

 

Það er að snjóa...jibbí...eða  ekki.....en...allavega kyngir einhverjum hvítum flyksum niður úr himninum og það segir mér að nú er það bara veturinn takk kærlega....Ekki leiðinlegt...enda bara nokkrir dagar til jóla....kominn tími á að kíkja á seríurnar og fara að lýsa upp litla sæta klakann okkar sem kúrir svo aleinn úti í miðju Atlandshafi...og á kannski ekki eins marga vini og hann hélt....en fær senn að vita hver er vinur í raun og hver ekki.... 

En...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta  rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert.....  

 

Fólk er farið að taka slátur....ó mæ god...man ekki eftir að hafa heyrt svona marga tala um slátur....fólk skiptist á uppskriftum....lifrarbuff...steikt hjörtu....sviðasulta og guð má vita hvað þetta nú heitir alltsaman .....   

 

Brauðvélarnar góðu eru aftur komnar upp á borð og ég er að segja ykkur það...það er slegist um frystikisturnar sem berast til landsins...það er bið eftir slíkum varningi og þá erum við nú að tala um hagsýni....

Og húsmæðurnar eru farnar að fletta upp í jólauppskriftabókunum..... uhmmmmm...

   

 

Prjónar og garn rokseljast...föndurvörurnar eru eftirsóttari en oft áður og svo eru jólakortagerðarmenn byrjaðir að hanna og sníða.....  

Sultutauið kúrir nýsoðið í krukkunum....rabbarbarapæin tilbúin í frystinum og berjasaftin í kælinum....  

Og svo hef ég heyrt að kartöflu og grænmetisuppskeran hafi verið nokkuð góð í ár.....   

 

Þetta minnir mig á gömlu góðu...þegar maður kom heim úr skólanum....með loppna fingur og frostnar tær...fékk kakósull og brauð með smjöri og osti...og skoðaði glaður hvað mamma hafði verið að bardúsa þann daginn...enda alltaf eitthvað spennandi...nýbakað bakkelsi...nýlöguð sulta....rabbarbaragrautur...slátur og lifrarpylsa á borðum.....nýprjónuð úkkuföt á skrifborðinu mínu.....eða sokkar....eða vettlingar....ohhh....  

 

Minningin er einhvern vegin svo mjúk og hlý....en kannski var aðalatriðið að mamma var heima....tók á móti okkur systkinunum og var til staðar til að hlusta á sögur úr skólanum...nýjustu hugmyndirnar í kollunum á okkur...áhyggjuefni ef einhver voru....eða bara bullusögur og vísur sem ultu svona spontant út úr okkur við matarborðið....  

 

Núna er ég heima....og ormagormarnir mínir eru svooo ánægðir...mamma er heima þegar maður kemur heim...ekki í vinnunni...ekki á fundi...ekki að fara neitt...er bara heima.... 

 Verst að ég get ekki verið að hamast við húsmóðurstörfin í augnablikinu....svo það angar svoem ekkert af nýsoðnu slátri eða ilmandi braði hérna...en mamma er heima...og þau eeeelska að hafa það þannig....  

 

 

 

Ég sem sagt fór í aðgerðina sem til stóð og þetta gekk bara mjög vel....ég var svæfð og áður en ég hvarf inn í algleymið bað ég liðið á stofunni að hafa gaman...tala bara um skemmtilega hluti og ekki neitt fjármálakjaftæði....því ég ætlaði sko ekki að þurfa að hlusta á það í undirmevðitundinni ef.....  

 

Og vitiði hvaða lag Egill var að syngja þarna rétt áður en ég sofnaði... jújú...textinn er...."hann er kominn að niðurlotum...af fitu"...he he....ég sagðist alveg þiggja fitusog í leiðinni...fá svona tvær fyrir eina aðgerð...en veit ekki alveg hvort slíkt var framkvæmt...held ekki...enda... kommon...maður þarf smá fitulag utanásig í vetrarnæðingnum hérna...ekki spurning......

Ég held þau hafi bara skemmt sér ágætlega við að losa alla þessa skemmtilegu og skrýtnu hnúta sem voru búnir að hertaka á mér lappirnar....eftir meðgöngurnar þrjár....og nú er mín voða fín og flott...öll vafin og plástruð...í úber sexí sokkum upp að nára og líklega marin og bólgin þarna einhversstaðar innan í...he he......

Ég er búin að vera ofdekruð af kalli og börnum...og foreldrum líka...því mamman mín sæta mætti með nýlagaða bláberjasultu og heimabakað brauð ...fullan poka af lesefni og svo sátu þau hjá mér á föstudaginn svo mér leiddist örugglega ekki...gömlu hjónin...ææææ....þau eru náttla bara algjörar perlur.....  

 

 

 

Magginn hefur séð um að matreiða ofan í okkur og gert það með stæl...eins og alltaf...enda aldrei verið vandamál hjá honum að elda....hann er bara svona kall sem kann og getur allt...sama hvort það er tölvuviðgerðir...bílaviðgerð... þrif á heimilinu....samaskapur.... smíðar... parketlagnir...flísalagnir....viðhald (á hlutum sko)....rafmagnsvesen....biluð tæki.... þvottur... föndur...sala á heimilistækjum..að versla....barnauppeldi...æ...bara nefna það...og hann getur það eða gerir...án þess að mögla.... 

Minstan og Miðormurinn sáu um að baka pönnukökur í gær...undir smá umsjón og aðstoð pabba síns...en þau gerðu heimsins bestu pönnsur og voru voða stolt af því...en fannst þetta nú ekki mikið mál þar sem þau eru nú í heimilisfræði í skólanum...og þau vöskuðu meira að segja upp í stað þess að setja í uppþvottavélina...vááá...ég er að spá í hvaða aðgerð ég ætti að fara í næst...uuuuu....nei...grííín...Það er samt soldið mikið gaman að vera svona Ofdekraður sko.....  

 

 

Elstimann fékk að bjóða nokkrum gaurum heim á föstudagskvöldið...þeir voru sko búnir að plana Hryllingsmyndamaraþon og ætluðu að vaka alla nóttina....

Það gekk nú svona misjafnlega...en tveir af sex náðu að vaka allan tímann...en fóru svo heim um tíu á laugardagsmorguninn...alveg búnir á því....   

 

Þeir voru ógeð fyndnir.....skíthræddir og skelfdir...þorðu ekki einir á klósettið eða fram úr herberginu yfirhöfuð....þorðu ekki að kíkja í spegilinn af ótta við einhverja óáran...og þoldu ekkert óvænt....he he....svo auðvitað lékum við það nokkrum sinnum að bregða þeim...maður verður nú að skemmta sér smá....thí hí...en...maraþonið tókst og þeir voru alsælir.....  

 

Við hin sváfum bara svefni hinna réttlátu...alveg laus við þennan óhugnað sem þier voru staddir  í...    

 

Miðormurinn minn er manna orðheppnastur...eða ekki...en hann klúðrar svo oft því sem hann er að segja og nær því ekki að halda athygli fjölskyldunnar við málefnið þar sem við erum oft komin að köfnun úr hlátri áður en hann kemst hálfa leið með sína frásögn....   

 

Um daginn var hann að segja frá skáp sem hann er að smíða....: Hann er svona kössóttur...sex metrar svona upp og þrír eða fjórir metrar út....og svona bakvið... og með svona glerhillu í og glerlokara.....og hann ætlar að geyma snyrtidótið sitt í honum.....þessum flotta skápi....  

Og svo sá hann alvag klikkaðan Ökubílstjóra......  Ha ha ha....hann er algjör draumur í dós...  

 

  

 

Ég var búin að hugsa mér hundrað hluti til að gera meðan ég er í kyrrsetunni hérna heima...skoða blöð...lesa allavega tvær bækur...blogga...taka saman ljóð og setja á einn stað....vinna við skriftir og klára eitthvað af þessu hálfkláraða efni út um alla tölvu....mála...föndra og gera plön fyrir næstu mánuði....

Svo datt ég inn á Facebook....og nú er sko ógeð gaman í mínum bekk...he he....Spurning hversu duglegur og afkastamikill maður verður á næstu dögum....

En ég er samt að lesa tvær mjög góðar bækur...Engla og Djöfla...loksins!!!...og Um hjartað liggur leið...og hún er verulega góð...full af pælingum og góðum boðskap...ætti jafnvel að vera skyldulesning ráðamanna þessa dagana...enda veitir þeim nú ekki af ærlegri naflaskoðun...og reyna að skilja hvað það er sem skiptir í raun máli og hvað ekki...

Tilhneiging nútíma samfélags er að ala á afneitun....og bæla niður raunveruleikann...láta eins og allt sé í himnalagi til að þurfa ekki að takast á við erfiðleikana...óþægindin...Það fer gífurlega mikil orka í að afneita óörygginu...berjast gegn sársaukanum...missinum og jafnvel dauðanum....   

 

Og við notum fíknina til að styðja þessa afneitun okkar....fíkn eins og tóbak, áfengi, eiturlyf, fjárhættuspil, mat, kynlíf, óheilbrigð sambönd og hraða og streitu vinnunnar.Fíkn er í reun áráttukennnd binding sem hjálpar manni að forðast tilfinningar og til að afneita erfiðleikum lífsins.Fíknir okkar þjóna þeim tilgangi að deyfa okkur fyrir raunveruleikanum , hjálpa okkur til að forðast eigin reynslu og það versta er að samfélagð tekur af fullum krafti undir þetta allt saman....  

 

 

 

 „Þeir falla best að samfélagi okkar sem eru ekki dauðir og ekki lifandi, heldur bara –dofnir – eins komar dauðyfli. Þegar við erum dauð erum við ófær um að vinna þau störf sem samfélagið krefst, en bráðlifandi erum við stöðugt að segja „nei“ við hinu og þessu, svosem aðskilnaðarstefnu, menguðu umhverfi, kjarnorkuógninni, vopnakapphlaupinu, neyslu óhæfs drykkjarvatns og krabbameinsvaldandi fæðuu. Þannig er það í þágu samfélagsins að ýta undir það sem slævir, það sem heldur okkur uppteknum af fílnarskammtinum, það sem heldur okkur“ mátulega“  sljóum. Með þessum hætti er neyslusmfélag nútímans sjálft eins og fíkill.“ (A.W.Scharf)  

 

 

Og þannig gerum við ekki kröfur. Sljó og dofin erum við ómeðvitað meðvirk í hlutum eins og þeim sem nú hafa skollið á okkur af öllu afli. Fjármálaóreiðan slík að enginn skilur allar þessar tölur eða allar þessar upphæðir sem hafa farið um bankana okkar...tölurnar eru svo ógnandi að þær rúmast ekki í kollum okkar venjulegu neytendanna sem  millifærum krónur og aura í heimabankanum og sjáum sjaldan meira en sex stafa tölur á bankareikningum okkar.Það geta samt skotið upp kollinum sjö eða átta stafa tölur við gerð skattskýrslunnar... .en þá eru það sjaldnast eignir.....heldur skuldir...óraunhæfar tölur á blaði sem maður reynir ekki einu sinni að hugsa of mikið um...því það mun taka meira en heila mannsævi að koma þeim á núllið....  

 

Allur þessi hraði og tímaleysi er að keyra okkur í kaf....og þar vil ég meina að við höfum öll verið tekin í óæðri endann...því við gáfum okkur ekki tíma til að skoða hlutina frá öllum hliðum...meta þá og meðtaka.....velta fyrir okkur upphafi þeirra og endi....

Við bara æðum af stað án þess að vita hvert förinni er í rauninni heitið og þess vegna er kannski ekkert skrýtið að litla landið okkar bláa sitji nú í súpunni....allt keyrt áfram af fullum krafti en afleiðingarnar aldrei með í dæminu...  

 

Á meðan peningaglæponarnir léku sér að fjármunum okkar horfðum við á Range Rovera með huge stórum hjólhýsum renna út á land...á leið í flottu glæsivillurnar sínar...kúl að hafa barinn í hjólhýsinu....taka með í bæinn til að fylla á og bjóða svo glamúrliðinu í partý...með gistingu...Þeir em höfðu ekki tíma til að rúnta með gátu fengið far með þyrlunni...ekki málið....   

 

Við hin...þessi sljóu....stóðum bara þarna á gangstéttarbrúninni eða við OKURbensíndæluna og settum tvöþúsundkall á bílinn...stutt í mánaðarmót og lítið eftir á kortinu.....og skildum ekkert í hvernig menn voru allt í einu orðnir svona ógurlega ríkir...hvar...hvenær og hvernig gerðist þetta??? Hvaðan komu þessir peningar????

Voru virkilega til svona miklir peningar á Íslandi???? .... eða...áttu  þessir auðjöfrar kannski ekkert í þessu eftir allt saman....???? Voru jafnvel skuldir greiddar með skuldum??? Hverjir áttu þessar skuldir???...Nei...það gat ekki verið...þeir voru svooo ríkir...þeir voru örugglega bara að gera rétt...þeir áttu þetta allt örugglega...ha????

Að vísu heyrðist ein og ein mjóróma rödd...reyna að mótmæla...benda á eitt og annað sem ekki var að ganga upp...en hver mátti vera að því að hlusta....????....áhættumeðvitundarleysið í algleymi.....hmmm???  

 

Svo...hringdi gemsinn....og við hrukkum upp af hugsununum...ussususs...þetta gengur ekki...um að gera að drífa sig...koma við í búðinni...sækja þennan eða hinn...drífa sig heim með liðið og skutla mat í það... koma sér svo af stað á fundinn...ná kannski smástund með saumó líka....má ekki vera að því að hugsa um þetta núna...áfram...áfram....  

 

 

 Heyrðu...róleg í rjómanum góða...ekki ertu hótinu skárri...það eru allir meðvirkir...allir...hver einasti íslendingur var og er þátttakandi í þessu rugli....án þess að hafa haft hugmynd um það....svoooo sljó og meðvirk...  

 

Núna höfum við samt kærkomið tækifæri...til að slaka okkur aðeins niður...róa okkur og fara að lifa lífinu...njóta þess sem er og hætta að leita það því sem er ekki....

Núna er tíminn kominn....timinn...sem við höfum ekki haft svo óralengi....   Tími til að setjast aðeins niður og horfa út um gluggann...sjá fegurðina í náttúrunni....sjá haustið hverfa inn í vetrarríkið...sjá norðurljósin dansa á svörtum himni....sjá kertaljósin glampa í rúðunni...finna friðinn umlykja sig og finna fyrir sjálfinu...finna að maður er til...finna hugarró....finna innri ró....finna hjartsláttinn og skynja taktinn...í manni sjálfum....finna að maður er... Tími til að skilja tilganginn.... Tími til að læra að meta allt upp á nýtt....  

 

 

 

MUNA: „Sumt fólk á mikið af hlutum en margir eru ofurseldir eigum sínum. Í dag, staldraðu við, sestu niður í næði með opin augun og finndu hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn. Sjáðu nú fyrir þér þann sem þér þykir vænst um og skiptir þig mestu máli í lífinu. Upplifðu tilfinninguna sem þú finnur, leyfðu þér að dvelja með henni um stund. Það er í lagi að leyfa tárunum að renna ef þér líður þannig, þau geta komið hvort sem þú upplifir gleði, söknuð eða sorg. Skrifaðu nú niður á blað nafnið á viðkomandi og alla þá jákvæðu eiginleika sem þú sérð í henni/honum, sem hjartað þitt í einlægni segir þér. Láttu það bara fljóta eins og það birtist með þínum orðum og skrifaðu nafnið þitt undir. Næst þegar þú hittir viðkomandi, hvort sem það er í dag eða síðar. Byrjaðu á að finna hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn þinn, réttu síðan viðkomandi blaðið og deildu með honum eða henni þessari dýrmætu gjöf. "  

 

 

    

 

Segðu við sjálfa/n þig:  

Megi mér vegna vel     

Megi ég öðlast hamingju         

Megi ég finna innri ró                                

Megi ég losna undan hvers kyns þjáningu.                                

(J.Kornfield)  

 

Njótum þess að vera við sjálf, jákvæð glöð og sterk sem aldrei fyrr...!!!!   

 

 

 

 

ÁFRAM ÍSLAND!!!  

 

 

 

 Risaknús....Elskjú alltaf....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband