Bloggfærslur mánaðarins, september 2009

...OKKAR Á MILLI...

     

Ég er á eitthvað svo skrýtnum stað í lífinu núna...skil ekki sjálfa mig alveg...og finnst einhvern veginn svo margt ekki eins og það ætti að vera.. frá mér.séð ....

  

Hvað er að bögga kjeddlinguna???? Aldurinn...??? Þjóðfélagsstaðan??? Of hraðar breytingar??? Essasú??? Góð spurning....veit ekki...skil ekki...finnst samt...svona pínulítið...eins og umhverfið sé að drepa Pollýönnuna í mér...ýta einhvern veginn öllu þessu jákvæða...bjarta...glaða og skemmtilega ínnaníi út í horn og traðka á því...eða...það er allavega einhvernvegin þannig sem mér finnst ég geti skilgreint þetta skrýtna í mér...en samt ekki....

  

Það er fullt af gleði og jákvæðri orku allt í kringum mig...og ég hamast við að viðhalda henni...þiggja hana...lita hana og gefa áfram... og mér finnst allt gaman...allt fyndið...allt skemmtilegt... hressandi...jákvætt og upplífgandi...

Svo kemur þetta neikvæða...sem dregur úr manni allt sem heitir kraftur og lífsorka...drepur niður gleðina og kæfir hláturinn... gamanið...skemmtilegheitin og hressileikann...

Og ég er alltaf jafn óvarin fyrir þessu brimróti sem skellur svo skyndilega á....aldrei tilbúin...aldrei nógu snögg að forða mér...aldrei nógu glúrin að koma mér undan....

  

Ég...með alla mína lífsreynslu....hef svo sannarlega fundið fyrir lífinu sjálfu...og alltaf litið á þessa reynslu sem verkefni sem ég þarf að leysa...ætla að leysa...og nýta til betri þroska...gera að betri manneskju...efla og styrkja sálartetrið og byggja upp jafnaðargeð...æðruleysi og skilning á lífsgildunum....geta svo litið til baka og séð að ég lærði eitthvað af þessu öllu...og kenndi öðrum um leið...

  ...en svo koma þessir dagar þegar maður hreinlega spyr sig...til hvers í andskotanum er þetta eiginlega svona????

Af hverju í veröldinni þarf maður alltaf að sigla í þessum ólgusjó...klífa öldurnar og sökkva hvað eftir annað???? Taka aðra með sér í dýfunum...ná varla andanum...og vera alveg við það að gefast upp...sem...nota bene....má auðvitað ekki????

  

Ekki halda að ég sé þunglynd eða neitt þess háttar...þá væri ég líklega dauð...nei...guði sé lof...það hefur aldrei verið minn veikleiki...ég myndi frekar segja að ég hafi löngum verið harður nagli....sem kannski hefur bognað skolli oft...en aldrei brotnað...

  

Ég er fædd í eldmerkinu...Ljónið mikla og sterka...og ég held að það sé gæfa mín og mesti styrkur....því með eldinn að vopni eru allir vegir færir....

Lífssýn mín hefur löngum verið sú að reyna að sjá allt það góða og jákvæða í fari annarra...ýta undir það og reyna að draga ekki úr annarra lífskrafti....leyfa ekkert „bíbb“ í mínu lífi....

Vera jákvæð og kraftmikil....uppörvandi og hjálpsöm og láta alla finna að þeir eru mikilvægastir í geimi....

Það er líklega þess vegna sem ég valdi lífsstarfið mitt...að vinna með yngstu börnunum í leiksólanum....Það er varla hægt að finna skemmtilegra eða meira gefandi starf...hafi maður á annað borð áhuga á þessum litlu ljósberum....Og ég er svoooo endalaust þakklát fyrir það að haf einmitt valið það en ekki eitthvað annað...því það að vakna og vita að það sé heill dagur framundan með öllum þessum litlu stýrum...er mesta gleði sem til er...í mínum huga...Fyrst með mínum eigin ormagormum...sem eru alltaf skemmtileg... og svo með öllum litlu skottunum og pollunum..í leikskólanum....

Enda svo daginn aftur með fjölskyldunni...hlæja að uppákomum dagsins...upplifa dag pjakkanna minna og heyra um allt sem hefur gerst hjá þeim...og deila með þeim skemmtilegum sögum og ævintýrum....og njóta þess að vera bara ég...með þeim...með kallinum mínum....með sjálfri mér...

Svo koma þessar stundir þegar ásakanirnar byrja að klingja í kollinum á mér...af hverju þetta og af hverju hitt...af hverju þurfti þetta eða hitt að gerast...vera svona...vera hinsegin... vera ekki eins og ég vildi....Af hverju getur ekki smá snefill af allri þessari lukku sem aðrir virðast njóta lent inni í lífinu hjá mér...smá heppni...pínu eitthvað sem þarf ekki að hafa fyrir....af hverju er ég alltaf með áhyggjur...alltaf smeyk...alltaf með einhver ónot...alltaf með þessa undirliggjandi kvíðatilfinningu...alltaf með verki...alltaf að kafna úr stressi....alltaf að upplifa vonbrigði...stundum örvæntingu...jafnvel nálgast uppgjöf?????

Já..maður spyr sig....

  

Þá fara tárin að flæða....í koddann...það má enginn sjá...enginn heyra...enginn skynja....það er svo skammarlegt....það er eitthvað svo vanþakklátt...glatað...niðurlægjandi og ömurlegt....svona eins og maður kunni ekki að meta þetta mjög svo dýrmæta líf sem manni var svo ríkulega úthlutað....

  

Allt öðru vísi en þegar tárin streyma af eintómri gleði....kæti... vellíðan.. ánægju....hrifningu....aðdáun... hamingju...fíflagangi eða hvað þetta heitir nú allt saman...þetta sem fær hjartað til að taka aukakippi af eintómri gleði að vera ég....um mig....frá mér...til mín.....

  

Allar þessar tilfinningar...sem flækjast um í hausnum á mér... kroppnum....æðakerfinu...taugakerfinu...blóðrásinni og líffærunum...huganum...hjartanu..sálinni...ÁTS!!!

  

Hvernig á maður eiginlega að ná jafnvægi...ná flæðinu...ná stjórninni á þessu öllu...sem kallast líf...er líf... verður.. ...líf..?????

Í æsku dreymdi mig drauma...um framtíðina....allt sem ég ætlaði að verða...gera...geta...kunna...afreka....Ég ætlaði sko að verða fræg...nei...orðum það öðru vísi...ég yrði auðvitað fræg...ekki spurning...enda myndi ég skrifa svoddan haug af bókum...miklu miklu fleiri en hann Halldór Laxness nokkurn tímann sko...það var aldrei vafi...enda sá kall í miklu uppáhaldi...að maður nú tali ekki um Sobbeggi afi (lesist sem Þórbergur) Ann-Cath.-Wetly....Astrid Lindgren og Enid Blyton...

Það var aldrei nokkurn tíma til svo mikið sem sandkorn af efa um að ég myndi ná sömu hæðum og þau öll til saman í ritsmíðinni....

  

Ég ætlaði alltaf að vinna með börnum...það lá bara beinast við...þau voru uppspretta alls...þau voru það besta sem fyrirfannst...þau voru það sem mér fannst lífið snúast um...og þar er ég ennþá sammála litlu ljóshærðu ljónynjunni ...mér....því þau eru uppspretta alls þess fallega sem til er í henni veröld....

Og ég ætlaði auðvitað að eignast helling af börnum...allavega tíu sko...með fallegum manni...og eiga fallegt hús með garði þar sem börnin mín og nágrannanna gátu átt sínar ævintýralegustu og bestu stundir...

Ég gerði mér ekki grein fyrir kostnaðnum sem fylgir þessari eignamyndun...enda hlyti ég að vera svo rík af öllum bókaskrifnum að peningar yrðu nú ekkert vesen....je right....

  

Ég ætlaði að ferðast um heiminn...skoða allt sem mér dytti í hug að langa að skoða..skrifa um það bækur...leikrit og ljóð...og jafnvel semja tónlist...þó ég lærði aldrei á píanóið sem ég hafði aðgang að í næsta húsi...enda samræmdist það ekki mínum kröfum að þurfa að læra á annarra manna hljóðfæri sko...þótt læknishjónunum fyndist bara gaman að hafa mig þarna glamrandi á glansandi svartan flygilinn....

Ég ætlaði líka að bjarga svo mörgu...sérstaklega öllum svöngu börnunum í heiminum...börnunum sem áttu bágt...höfðu misst mömmu sína eða pabba í útlöndum og börnunum sem áttu ekkert dót....

Ég vissi ekki þá hvað það eru miklar og ógeðslegar hörmungar í þessari veröld okkar...óraði ekki fyrir öllu ógeðinu og ljótleikanum sem til er....og hversu vanmáttugur og lítils megnugur maður er gagnvart þeim.....

  

Ég ætlaði líka að verða söngkona....leikkona...dansari og leikstjóri....stofna barnakór og búa til söngleiki handa börnum....svona í anda The Sound of music og Kardemommubæjarins....

Ég ætlaði mér svo ótalmargt....var svo örugg og frjáls í huganum...með trúnaðartraustið í lagi og ekki vantaði heldur sjálfsálitið eða sjálfstraustið...styrkinn til að vilja...geta og trúa....Ég var ekki hávær í skólanum endilega...en ég stjórnaði hverfinu mínu....og örugglega heimilinu líka....

Mér fannst svoooo gaman að vera til...leika...tralla...vera með öllum krökkunum....eiga frábærar vinkonur og bestu fjölskyldu í heiminum....fá að vera ég sjálf...og vera viðurkennd sem slík....

  

Ég veit síðan ekki alveg hvað gerðist...en einhvers staðar á leiðinni óx ég upp...hvarf inn í heim hinna fullorðnu...heim reglna og skyldna...fyrirfram ákveðinna gilda...og skildi að lífið var ekki eins auðvelt og það leit út fyrir að vera....þannig séð....týndi samt aldrei barninu í sjálfri mér...en hef hamið það heilmikið...og kennt að vera ekki með of mikil læti....leyfi því nú samt alveg að rasa svona inn á milli...engin kúgun í gangi neitt...

  

Ég gerði sumt...annað ekki....er sigurvegari á mörgum sviðum...en langt í frá öllum...

  

Ég gerði leikskólakennslu að lífsstarfi mínu..og sé ekki eftir því...hef skrifað bækur...en ekki eins margar og Laxness....hef skrifað söngleik...fyrir fullorðna....hef skrifað ljóð...en ekki samið lög...hef gert barnakasettu með sögu og söngvum...sem gladdi nokkra krakkapjakka svolítið...hef ferðast helling...en ekki skrifað sérstaklega um það...hef kannski hjálpað einhverjum...en ekki bjargað mörgu í heiminum...

  

Ég týndi sjálfstraustinu og trúnni á eigin getu einhvers staðar þarna á leiðinni...veit ekki hvar eða hvenær...læt óöryggið ráða allt of miklu og reyni bara að fela það með fíflagangi....er að kafna úr einhvers konar feimni...en er að berjast við að leyfa mér það ekki...finn svo sterkt fyrir þessari ólgandi óreiðu innan í mér sem ég næ ekki að beisla...veit ekki hvað allt þetta tilfinningaflóð kallast...eða hvort það á einhver nöfn...skil ekki af hverju ég skil ekki hvernig mér líður!!!!!!

  

Ég á besta mann sem hægt er að eiga...flottustu og bestu börn sem til eru í heiminum....frábærustu foreldrana og systkinin....tengdafjölskylduna...mágana og mágkonuna.... frændsystkinin...vinkonurnar...vinina....vinnufélagana...krílin og foreldrana...skólafélagana og guð má vita hvað margir hafa orðið á vegi mínum á þessari stuttu leið minni í gegnum lífið...fyrir utan alla sem ég á eftir að hitta....og ég er óendanlega þakklát fyrir það...væri ekkert án þeirra...hefði aldrei verið neitt án þeirra....væri allavegana ekki ég...bullutröll aldarinnar...sem veit ekkert í hvorn fótinn ég á að stíga...skil ekki sjálfa mig..skil ekki tilveruna...en er samt að glotta meinlega að þessu röfli sem komið er á þennan tölvuskjá...og finnst svolítið mikið fyndið að vera ég...eftir allt....

   

Breyttu aðeins því sem þarf að breyta en hreyfðu ekki við því sem ekki þarf að breyta. Biddu Guð um hjálp til að greina þar á milli.”

  - Þeir sem hleypa sólskini inn í líf annarra geta ekki haldið því frá sjálfum sér.-

....SMÁ PÆLING BARA...

   

 

 

 

                                                      ....PÆLDU I ÞVÍ....  

Má raula við pípulag papanna...nú...eða bara búa til nýtt lag...

Á fallegri eyju í Atlandshafi er friðurinn úti nú

því frelsi þeirra sem þar búa og þeirra lýðræðistrú

var misnotuð og eyðilögð af útrásarvíkingum

sem sáu um að koma á hvolf öllum stærstu bönkunum

                                           

Og meðan stjórnin situr á fundum og veit ei hvað gera skal

er fólk að flýja umvörpum því það hefur ei annað val

burtu frá eyjunni elskulegu, burtu frá skuldunum

sem hlaðist hafa á örfáum vikum upp á heimilunum.

                                                  

Hinn almenni borgari situr í súpu sem pöntuð hér aldrei var

hann skrifaði aldrei undir Icesave eða hinar skuldirnar

heimilin eru að sökkva í fenið en björgunin engin er

því stjórnvöld vita ekkert hvernig þau eiga að hjálpa hér.

                                

Og þeir sem skulda lítið fá á eyjunni engan frið

en hinum sem skulda formúgur er verið að gefa grið

Þeir þjarma að þeim sem ekki borga á síðasta deginum

en afskrifa alla milljarðana hjá útrásarvíkingum.

                               

Í réttlátri reiði og örvæntingu með búsáhöldunum var

reynt að fá áheyrn þeirra sem stjórna en það kom aldrei svar

þó skipt var um stjórn sem svo settist á þingið og taldi sig geta breytt

áherslunum á eyjunni góðu en samt gerist ekki neitt.

                                   

Íslenska þjóðin er bæld og brotin og þess vegna ættum við

að flykkjast út á göturnar og neita að búa við

Verðbólgudrauga og válega vexti sem éta upp eignirnar

og verndina sem þeir einir fá sem að stofnuðu skuldirnar.

                        BH 2009.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband