Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2009

HRAKFALLABÁLKAR.IS Á FERÐ - NÆSTI HLUTI.

                         

Við vorum ekki alveg hætt að áreita lækninn í Búðardal...neibb....þar sem við erum saman...þar er fjör og gaman....he he...og ein uppákoman varð þegar hann Unnar mætti geitungi sem var harðákveðinn í að stinga hann...og það í vörina...en drengurinn sá er með sögu um bráðaofnæmi...svo það var ekki laust við að honum brygði....

 Heppinn að eiga mömmu Rut...hjúkkuna góðu...sem gerði það sem henni fannst réttast....gaf honum ofnæmislyf....dró broddinn út úr vörinni og  fylgdist með hver áhrifin yrðu...með lækninn á eyranu...

Ofnæmisviðbrögðin voru hressileg...en bráðaofnæmi varð ekki raunin...og eftir nokkra tíma var vörin komin í nokkuð eðlilegt horf á ný....

 Við vorum svona rétt að jafna okkur á þessari uppákomu þegar næsta sjokk kom...það kom nebbla í ljós að hún Kristín Unnur var ekki með aukabirgðir af insúlíni....sem eru henni lífsnauðsynlegar þar sem hún er sykursjúk..Gelgjan hafði átt að sjá um að taka allt sitt hafurtask með...en hafði skilið insúlínflöskurnar eftir einhvers staðar á leiðinni um húsið...Þegar lagt var af stað var hún spurð um téðar flöskur sem og aðra hluti sem fylgja sykursýkinni...og fullyrti daman blákalt að allt væri með...

Vissi samt alveg að svo var ekki...en var kannski bara ekki að nenna að hlaupa inn og sækja þær....enda löngu búin að gleyma hvar hún hafði lagt þær frá sér....obbobobb....og nú voru sko góð ráð rándýr...

  

Diddi afi vildi bruna með hana í bæinn svo hún myndi skilja hversu alvarlegt þetta væri..ef maður er ekki samviskusamur og passar upp á hlutina...þá verður maður bara að missa af því sem er í gangi....en Elnan vildi fyrst kanna hvort einhver ráð væru til áður en til þess kæmi....þar sem hún var jú ábyrgi aðilinn og hefði kannski átt að hreinlega taka þessar flöskur sjálf með í ferðina....en ekki treysta unglingnum fyrir þeim....þar sem við vorum ekki alveg í kallfæri við heimahagana...

  

Rut og gemsinn fóru í gang...og þær stöllur brenndu af stað á hjúkrunarheimili sem staðsett er í Búðardal...þar sem vel gat verið að einhver sykursjúkur dveldi þar ...og til væru aukabirgðir af insúlíni...

  

Það reyndist ekki vera...en sveitungarnir ...og læknirinn...lögðust á eitt...og eftir hundrað og fimmtíu símtöl fundu þau út að það væri ein sykursjúk stúlka í sveitinni...sem átti reyndar insúlínskammt í apótekinu í Búðardal..

  

Læknar á Landspítalanum voru líka í símanum...bæði vakthafandi og bakvaktarlæknir..þeir urðu að staðfesta að daman væri sykursjúk og  staðfesta tegund insúlínsins...hvort það passaði og svoleiðis......svo þetta var ekkert smáræðis  batterí sem fór í gang til að redda Gelgjunni...

  

Já...þetta slapp fyrir horn...en ó mæ gooood hvað fólk er viljugt og tilbúið að hjálpa...allt lagt í sölurnar til að bjarga málum...takk fyrir það...

Daman fékk því sinn skammt...og var ekki send í bæinn...en vonandi lærði hún eitthvað af þessu öllu...það gerði mamman að minnsta kosti...og allir í hópnum...

    Já gott fólk....okkur þótti þessi skammtur orðinn ágætur  í bili...tvö löskuð tjöld...þrír laskaðir bílar...þrjú löskuð börn....og svo var náttla einn hundur í lamasessi....því Skugga tókst að skera sig illa á steini í ánni við tjaldstæðiðDjúpur skurður í loppunni var að hrjá hann illilega...ræfilinn....svo hann stökk um á þremur...með einn á lofti...og fann greinilega mikið til...

Hrakfallabálkar.is alveg í stuði sko.....

  En auðvitað var samt ógó gaman hjá okkur...mikið um að vera og allir hressir...grilluðum fullt af góðum mat og höfðum það svaðalega kósí...það vantaði sko ekki....

Krakkarnir léku mafíuleikinn fyrir allan peninginn...þar sem vinsælasta morðaðferðin var að frysta fólk og stinga á hol með tjaldhælum...he he...hljómar mjöööög uppeldislegt og barnvænt...en þetta ER furðulega skemmtilegur leikur....

  

Á mánudeginum var ákveðið að pakka saman og halda í suðurátt...geyma vestrið til betri tíma...og það var ekki laust við að spæling léti á sér kræla...

  

Brunuðum inn í Búðardal og hugðumst bíða eftir öxlinum sem Flytjandi átti að koma með úr bænum...en þegar við vorum búin að væflast þarna um góða stund...skila hækjunum og fá stimpla í Vegabréfin...tjilla og tjatta....komumst við að því að varahluturinn kæmi ekki í tánið fyrr en í fyrsta lagi um niuleytið um kvöldið...og klukkan var bara fjögur....

    Ákváðum þá að skilja bara Maggann og Jennann eftir með Molann en fara á hinum þremur bílunum ...með allt hafurtaskið...og finna tjaldstæði í Borgarfirðinum....

Skildum þá eftir á kaffihúsi bæjarins...skondruðumst að Baulu og fundum út að Fossatún væri málið....

  

Það þarf náttla ekki að spyrja að heppninni...þar var allt sneisafullt og svo var rokrassgat að plaga staðinn í ofanálag...sem heillaði okkur kjellurnar ekki baun....en krakkapjakkarnir strækuðu þar sem þarna var ógó flott leiksvæði og trampólín í ofanálag....biður nokkur um meira???? Þeim fannst við frekar þreytandi...

  

En...það var ekkert pláss..

  

Við bundum vonir við lítinn stað ekki langt frá...nefnist sá Selskógur... ótrúlega krúttlegur og vinalegur staður...með rjóðrum og kósíheitum...og logni að auki..

  

Þar var ekki mikið af sléttum flötum....og þar var ansi grýtt...svo við prófuðum hvernig væri að hæla niður þarna...og það reyndist algerlega ógjörningur....

  

Þegar betur var að gáð sáum við að þarna voru nærri bara hjólhýsi og fellihýsi...sáum bara tvö tjöld....þar sem fólkið hafði gefist upp á að hæla niður og sett bara grjóthnullunga á böndin til að fjúka ekki burt....

  

Við röltum um og leituðum af okkur allan grun...en það var hvergi grasflöt þar sem hægt væri að skella upp nokkrum tjöldum og einum tjaldvagni...án vandræða...

   

Við settumst inn í Rutar bíl til að leggja á ráðin...skoða kort og finna lausn á tjaldvandanum...

  

Krakkarnir skottuðust um svæðið og vonuðust til að við færum aftur of fyndum smá pláss í Fossatúni....það væru kannski mögulega einhverjir farnir þaðan???

  Sem við sátum þarna í bílnum og rýndum í tjaldstæðakort...vegahandbók og fleira í þeim dúr...komu Unnar og Miðormurinn að bílnum til að tékka á stöðunni...

Í sömu mund bar að heljarinnar jeppa...með einbýlishús í eftirdragi...við erum að tala um huge stórt hjólhýsi hérna...og hann sló hvergi af hraðanum...kom upp að hliðinni og rúllaði meðfram bílnum okkar...þrátt fyrir feyki nóg pláss hinu megin við okkur.

  Við stirðnuðum upp...hann var svooo nálægt okkur....og strákarnir á milli...og við görguðum á strákana að færa sig...Unnar var ekki alveg með á nótunum...en sem betur fer var Miðormurinn minn búinn að átta sig á aðstæðum og náði að toga Unnar meðfram bílnum og aftur fyrir hann...Speglarnir nánast snertust...og ef gormarnir okkar hefðu staðið þarna sekúndu lengur hefðu þeir klemmst hressilega milli bílanna...

Guð minn góður hvað fólk er EKKI að fylgjast með í kringum sig!!!

  Við vorum vægast sagt mjög sjokkeraðar og hálf lamaðar...en svo kom reiðin...Ásta varð fyrst til að hendast út og á eftir bílnum og spyrja manninn hvað í veröldinni hann hefði verið að pæla...hvort hann hafi ætlað að drepa krakkana???-Hvaða krakka? Spurði FÍFLIÐ og hafði ekki meiri áhyggjur af þessu aksturslagi sínu frekar en útrásarvíkingarnir 2007.

Bölvuð beyglan...vona að hann hafi lent í heljarinnar vandræðum með þetta hjólhýsi sitt...nei...segi bara svona...

  

Við tókum ákvörðun...ætluðum að kíkja í Borganes..og ef þar væri ekkert að hafa yrði skotist heim og lúllað í heimahúsum...en haldið aftur af stað daginn eftir og þá í austurátt....

  

Magginn og Jenninn náðu okkur þar...og það var ótrúlega notalegt að setjast aftur í Molann og vera komin með sjálfstæðið í hendurnar á nýjan leik....

    

Það var skítakuldi og rok í Borgarnesi...svo við skelltum nokkrum heimalöguðum samlokum í krakkana í Hyrnunni og héldum svo heim....

  Ásta og co komu heim með okkur og sváfu á dýnum í stofunni...þau nenntu ekki til Keflavíkur...enda lítið þangað að sækja.

Adam fór svo til pabba síns og ömmu næsta dag en við hin útréttuðum nokkra hluti...redduðum skemmdum súlum og löskuðum bílum og gerðum okkur klár í næsta holl...

  Á leiðinni í Ellingsen úti á Granda keyrðum við fram á sjúkrabíl sem hafði oltið í hressilegum árekstri við einkabíl.Stuttu seinna hrindi Elnan...hún og Rut og Inga...hjúkkubeibin í Föndurhópnum...höfðu setið á matsölustað og verið að borða saman þegar þessi ósköp gengu á og þær hlaupið út til að aðstoða en Elnan hringt í 112....

Sem betur fer var þetta nú ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera og maður andar alltaf léttar þegar þannig er...

  Þegar leggja átti af stað...allar súlur heilar og búið að klassa alla bíla...varð Rut samt að fresta för til morguns þar sem heitavatnsleiðsla fór í sundur heima hjá henni...er þetta grín eða...???

Well...svona gerist stundum..og nota bene...ekki alltaf hjá mér...hmmmm???

  

Við hin brunuðum úr bænum og tókum stefnuna beint í Álfaskeið...tjaldstæði rétt utan við Flúðir....

    

Þar var rjómablíða...logn og stilla...og við vorum ekki lengi að skjóta upp fánum...nei tjöldum...og koma okkur vel fyrir...

  

Sólin vakti okkur snemma morguns og það var gjörsamlega frábært að liggja bara þarna úti....dorma...borða smá...tjatta og leika Mafíuleikinn...spila Kubb og láta Þingheim um allar áhyggjur af Icesave og ESB deilum....

  

Við nenntum varla að anda...okkur leið svo vel þarna...algerlega með sumarið í vasanum...kalt kók og fuglasöng í eyrunum allan sólarhringinn...

  

Heimasæturnar í Heiðarási og Reykási komu í dagsferð til okkar á fimmtudeginum og léku Kubb með okkur..fóru í Mafíuleikinn og grilluðu fuuullt af sykurpúðum...jammí.....

  Þær skelltu sér með okkur á Flúðir....og fóru í ísleiðangur meðan við smelltum okkur í sund.Okkar spilltu og ofdekruðu ormar kvörtuðu yfir því að laugin væri OF sóðaleg og skítug...þetta væri sko algerlega sundlaug sem sökkaði feitt....Samt skemmtu þau sér konunglega...án þess að vera með sirkussýningar og svoleiðis...eða þannig...

Áður höfðum við þó komið við í náttúrulaug að Hruna og hinir sömu krakkapjakkar baðað sig í volgri kindalaug...voða kósí...og ekki var kvartað yfir sóðaskap þá...

   Þegar við komum til baka var eitt tjaldið brunnið til ösku og matur á víð og dreif úr kæliboxunum...eitt grillið horfið og geitur farnar að narta í fortjaldið á tjaldvagninum...ó mæ gooood...!!!!...þarna náði ég ykkur...he he...þið trúðuð þessu!!!!

Nei grííín....varð að krydda smá...þetta var eitthvað svo OF ljúft eitthvað....

  Það var allt í lukkunnar velstandi...sól...hiti...allir hreinir og nýþvegnir...í heilu lagi og bæði hýbýli og farskjótar í fullkomnu lagi....

Þarf að ræða þetta eitthvað???

   

Á Föstudeginum pakkaði Rut tjaldinu...gemsanum og bíllyklunum í einu og sömu töskuna...he he...og þurfti að hringja nokkur símtöl til að finna þessa hluti...í vösum tjaldsins...samanpakkaða...snilld!!!

  Það tókst...svo hún komst í bæinn til að undirbúa næsta áfanga...en Inga og Auðunn mættu í staðinn með tvo af þremur sonum og fylltu í skarðið...bara gaman....Þau mættu líka með rigninguna...maður minn...það fór að rigna meðan þau voru að tjalda og það rigndi eldi og brennisteini....

Jarðvegurinn var svo skraufþurr að vatnið flaut ofan á og pollarnir stækkuðu og stækkuðu....og fótboltakapparnir urðu að játa sig sigraða þar sem svæðið breyttist í tjörn á einu andartaki...

  

Það hafði líka bæst í hópinn annars staðar á tjaldsvæðinu...hálfsystkini Ástu ásamt sínum pabba og fósturmömmu voru mætt á svæðið...og þar sem þau eru ágætis félagar ormanna minna...voru þau auðvitað bara með okkur...

  

Við sátum því sautján í fossandi rigningunni...inni í fortjaldinu okkar góðs... sötruðum kakó og lékum Mafíuna...eina ferðina enn....og enginn orðinn leiður...“það gerðist svolítið voðalegt í nótt.... „

  

Á laugardeginum var sólin aftur vöknuð til lífsins...og allt orðið brakandi þurrt á tjaldsvæðinu...hlýtt og notalegt...rjómalogn og stinningsblíða...

  Magginn og ég skelltum okkur á Flúðir þar sem familían var mætt á svæðið...og Bylgjulestin í banastuði á svæðinu...

Það var ágætis fjör þarna og gaman að hitta ættingjana...en óveðursskýin voru farin að hrannast upp og greinilegt að rigningin var á leiðinni.

  

Við þurftum að koma við á tjaldstæðinu..því förinni var heitið á Selfoss...þar sem Elna og Gummi og Inga og Auðunn voru farinn á undan okkur...til að versla aðeins meiri mat...

  Það komu hrikalegar þrumur...og eldingar....ó mæ ó mæ...ekki mín deild...en samt var ferlega spúkí að fylgjast með þessum veðraham.Möller familían kom á eftir okkur til að kíkja á staðinn...og við stóðum bara og horfðum á eldingarnar og hlustuðum á þrumurnar án þess að það kæmi dropi úr lofti

Þau héldu svo áfram för í Grímsnesið þar sem þau voru með bústað...en við hin brunuðum á Selfoss. Við keyrðum í gegnum hellidembur en alltaf kom sól á milli... Veðrið var ótrúlega köflótt og furðulegt.

    Beiluðum á sundinu en birgðum okkur upp af mat og gasi og fórum svo aftur til baka...á undan samferðamönnunum...til að tékka hvort ekki væri allt með felldu á tjaldstæðinu.

Ásta og Jenni höfðu pakkað og voru á heimleið þar sem Skuggi hafði fengið meðferð hjá dýralækni vegna ígerðar í meiddu loppunni...og var voða lasinn gryeið. Hann var kominn með nýjar umbúðir...skerm og svo dópaður að han hélt ekki haus...svo það var ekkert annað í stöðunni en koma honum heim.

  Við hin grilluðum ljúfmeti og nutum þess áfram að vera í útilegu.

Við sáum á veðurspánni að það átti að fara að auka í vindinn og kólna næstu daga svo okkur var ekki til setunnar boðið lengur...heldur pökkuðum og héldum heim á leið á sunnudeginum....

  Á Hellisheiðinni keyrðum við fram á slys...þar sem hestvagn hafði oltið...en sem betur fer var fólkið heilt á húfi...en um afdrif hestanna veit ég ekki.

Manni bregður samt alltaf þegar maður keyrir fram á slys...og ef þið spyrjið mig...þá gerist það aðeins of oft fyrir minn smekk...

  

Við komum þó heil heim og ótrúlega hress og glöð með viðburðarríka en skemmtilega útrás....get ekki annað en verið þakklát fyrir hversu vel allt leystist og hversu vel allt fór á endanum....

   

Næsti áfangi er svo sumarbústaðarferð í viku...og það hríslast um mann smá stress...því sá tuttugasti og sjöundi er í þeirri viku....nota bene á mánudaginn...og spurning hvort jörðin ætli sér að skjálfa hressilega þarna...eða hvort dagsetningin eigi ekki við nein rök að styðjast...

   

Ég er bara þannig að ef ég heyri svona hluti...þá á ég erfitt með að ýta þeim frá og láta sem ekkert sé....er alltof trúuð á forlögin..sem er stundum galli...og stundum kostur.....

  

http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=46852

  

Ég trúi samt að næsta vika verði björt og skemmtileg og að við komum heim úr bústaðnum full af orku...gleði og bjartsýni...tilbúin til að takast á við vetur Konung þegar þar að kemur...endurnærð eftir frábært frí...ekki spurning....

  

MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér. Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja…”  

  

„Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning,  skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást“  

Hafið það ógó gott og vonandi á sólin eftir að skína skært á okkur klakabúana.....bros og knús í hvert hús!!!!!


...HRAKFALLABÁLKAR.IS Á FERÐ...FYRSTI HLUTI....

             

Sumarið mallar áfram og ekki er nú hægt að kvarta yfir veðrinu....ó mæ gooood hvað það er búið að vera gott veður á klakanum kalda og helsærða...

Veit þetta á eitthvað??? Náttúran lætur sko ekki að sér hæða...og það fer að nálgast sumarbústaðaferð í Ölfusið....tata rata tammm!!!

   

Vestfjarðarplanið hrundi...það er svosem ekkert nýtt þegar Hrakfallabálkar.is eru annars vegar...en við erum ekki fólk sem gefst svo auðveldlega upp...svo við förum þá ferð bara næsta sumar...ekki spurning....

Við lögðum þó af stað með ákveðna áfangastaði í farteskinu og höfðum hugsað okkur að renna einn hring um vestfirðina....fimm bíla lest...byrja á Laugum í Sælingsdal, fara svo á Reykhóla og þaðan á Brjánslæk....dagsferð út með ströndinni... skoða fossinn Dynjanda...Rauðasand og jafnvel Látrabjarg....rúlla svo yfir á Þingeyri...Flateyri....Ísafjörð og í Dýrafjörðinn...Súðavík og Hólmavík...heilsa upp á drauga og forynjur...galdramenn og nornir...og snúa svo hypjunum heim eftir það....múhaha...!

Þetta var draumaplanið....

  

Reyndin varð hins vegar aðeins meira en allt önnur....he he...

   

Lögðum í ´ann úr bænum...ásamt Elnu og börnum...fimmtudaginn 9. júlí...og stefndum á Búðardal. Strumpastrætóinn stóð sig vel...hitnaði lítið sem ekkert...en við þorðum ekki annað en stoppa smástund og kæla greyið þegar við komum uppúr göngunum...og Molinn var líka aðeins farinn að kvarta...enda ekkert smá hlass að draga tjaldvagninn...plús okkur fimm innanborðs...auk alls sem okkur fylgir á ferðalögum....já sæææææll....

     

 

Ferðin gekk vel og við komum í Búðardal, kíktum í Búðina og rannsökuðum hátt og lágt....því þar fæst ALLT..og skemmtum okkur þar svolitla stund....en héldum svo áfram yfir að Laugum þar sem Ásta og co biðu okkar, en þau lögðu í´ann tveimur dögum fyrr....Það var pínu gjóla á Laugum...lognið fer víst soldið hratt þar...samt ekkert til að væla yfir...nokkuð hlýtt og sólin enn á leiðinni bak við fjöllin til að hvíla sig....

Vorum ekki lengi að henda upp náttstöðunum og koma okkur fyrir...grilla og njóta þess að vera komin af stað....

Diddi afi bættist svo í hópinn morguninn eftir og von var á Rut og hennar börnum fljótlega uppúr hádeginu...

Við skelltum okkur í sund...enda sólin hátt á lofti og ótrúlega gott veður þarna í vestrinu og hitinn yfir 20 stig....bara geggjað... 

Sundlaugin var fín og krakkarnir misstu sig aðeins...með Jenna í broddi fylkingar...og sáu um að skemmta sundlaugagestum með listilegum stökkum af stökkbrettum og ótrúlegri fimi í að hoppa á korkana sem ætlaðir eru litlu krílunum til að fljóta á....fljúga á vatninu og slæda...og það emjuðu allir af hlátri yfir þessum sirkusöpum....

   

 Magginn stökk heim í tjald til að sækja myndavél...en á meðan gerðist eitthvað...sem ekki átti að gerast....því bakkinn við sundlaugina brotnaði...og hver annar en Elstimann varð fyrir því að lenda í harðplastinu með fótinn...klemmast og skerast og guð veit hvað????? Eruð þið að spauga???Ég horfði á bólguna vaxa og blána og sá fyrir mér gifs í sex til átta vikur....ekki vesen...

Magginn kom aftur með myndavélina...smellti nokkrum myndum meðan sá slasaði klæddi sig og hentist svo út á tjaldsvæði til að sækja bílinn og koma gaurnum á heilsugæsluna í Búðardal...

 Nei...ekki halda að þetta hafi gengið OF vel...nei nei nei...ekki vaða!!!

Ég sat með sjúklingsræfilinn fyrir utan sundlaugina og beið og beið og beið...uns Diddi afi renndi í hlað og sagðist vera að sækja okkur...þar sem Molinn hefði bilað...líklega væri kúplingin farin!!! Fráááábært!!!! Við gátum ekki annað en hlegið...þetta var svooo típýskt!!!

  

Ég mokaði smá dópi í soninn og ákvað að bíða svolítið þar sem Rut hjúkka var á leiðinni...fannst best að biðja hana um kalt mat á fætinum áður en ég stormaði þessa tuttugu kílómetra inn í Búðardal.

  

Molinn stóð þarna í sólskininu...rauður og fallegur...en það hafði eitthvað klikkað í honum....greyinu....

  

Magginn og Jenninn stumruðu yfir honum meðan ég stumraði yfir Elstamanni....sem var frekar kvalinn...svo ég ákvað að fá Elnuna með mér í Búðardal og láta kíkja á kallinn...en vera ekkert að bíða eftir aðalhjúkkunni...

Heppnin var með okkur...NOT....því það hafði einmitt orðið slys...og læknirinn var í útkalli....

Hjúkkan á staðnum var ekki sérlega örugg...og kvaðst ekkert geta gert....en ég var ekki á sama máli...fannst bara ekkert ofverkið hennar að skoða krakkann...og binda kannski um löppina á honum...meta hvað henni fyndist...gefa honum verkjastillandi....vinna vinnuna sína!Koma svo!!!

Hún gerði það með semingi...var ekki viss um hvort hann væri ristarbrotinn eða ekki...vissi ekki hvort hún ætti að binda um hann eða hvort hún ætti jafnvel bara að henda okkur út og opna ekki aftur fyrr en læknirinn mætti á svæðið...og gæti þá tekið mynd...

Ég...frekjan...gaf mig ekki...og fékk gott pepp frá Elnunni...og loksins var gormurinn kominn með blátt teygjubindi um fótinn...verkjastillandi í mallann og tvær hækjur sem ég leigði handa honum svo hann gæti hreyft sig...þar sem við vorum jú í útilegu....

  

Læknirinn hitti gaurinn svo síðar um daginn og myndaði hann....komst að því að hann væri illa tognaður og skorinn...og ætti að hafa hækjurnar áfram til að hlífa fætinum.....jibbí!!!...ekki brotinn!!!

   

Á meðan læknirinn greindi fótinn...greindu Magginn og Jenninn Molann...ákváðu að þetta væri ekki kúplingin....giskuðu á pakkningu...rúlluðu svo yfir á ónýtan gírkassa en komust svo að raun um að öxullinn væri brotinn....já...úr nógu að velja svo ekki sé meira sagt....

Þar sem ég er svo heppin að vinna með ungri stúlku frá margtéðum Búðardal...þá notfærði ég mér það...enda pabbinn bifvélavirki...og eigandi að eina verkstæðinu á staðnum....

Hann var allur hinn liðlegasti og vildi allt fyrir okkur gera....fann að það var bara splitti sem var farið í öxlinum og það væri sko ekkert mál að laga það....en....þar sem Hrakfallabálkar.is áttu í hlut GAT þetta ekki verið svona einfalt...ekki lengi að minnsta kosti...enda brotnaði árans legan þegar hann setti öxulinn í pressu til að koma splittinu á sinn stað...og þá fóru nú málin að flækjast skemmtilega....

  

Við létum þetta svosem ekki stoppa okkur í að flakka um svæðið...enda með fleirum í för...sem betur fer...og fengum að dreifa okkur í bílana...og aka um Fellsströndina á laugardeginum....

  

Fyrsti áfangastaður var minnisvarði um Auði djúpúðgu...og röltum við upp að krossinum og settumst þar smástund...Elstimann hoppaði upp á hækjunum....fann samt ekki nærri eins mikið til og daginn áður og bar sig vel....

Næst var svo foss...ekki langt frá Staðarfelli....en við keyrðum niður vegslóða...röltum með á og komum að þessum svaðalega flotta stað...þar sem vatnið er heitt...og stökkpallar um allt bergið...og nú voru engir afslættir gefnir...því stökkþörfin varð gríðarleg...

Liðið hentist úr fötunum og fór að stökkva...hrikalegt...en samt svo spennandi!!! Ég var náttla með hjartað í buxunum...skíthrædd um fleiri slys og skrámur...en krakkapjakkarnir höfðu ekki svoleiðis áhyggjur...létu mig um þær...og hikuðu ekki við að láta sig gossa niður í hylinn... og Magginn og Jenninn voru ekki síðri......

Ofurhugarnir sögðu þetta magnað...nærri því betra en tívolí...og gleðin og hláturinn var endalaus...

  

Og það sem betra var....þessi hylur hafði lækningarmátt...því Elstamanni snarbatnaði í fætinum við tilhugsunina eina um að hoppa...og fór nokkrar ferðir útí....með blátt teygjubindi...án hækjanna....múhaha....

  

Hundarnir létu sig líka vaða þarna...nema Tanja ljónynja...henni fannst óþarfi að bleyta sig....við erum stundum dáldið líkar...

   

Við dvöldum þarna lengi vel...en svo fór Diddi afi að ókyrrast...enda margt að sjá á þessum hring....

  

Við sáum seli og álftir um allan sjó....kíktum að Ballará...og Dagverðanes og fundum út skyldleika Ólsaranna í hópnum....borðuðum nesti og skemmtum okkur við að horfa á labradorhund reyna að sjarma fyrir Birtu sætu...sem er Golden Retriver tík...og var ekki á þeim buxunum að láta einhvern ókunnugan abbast uppá sig....

Hún fékk mikinn stuðning í hópnum...því það voru jú fleiri hundar með í för og labradorinn Skuggi og Blandaði Rottweilerinn  Dímon voru sko heldur ekki til í að deila henni með þessum óboðna gesti...

Tanja lét hann líka finna það...enda ljónið í hópnum...svo greyið varð að láta í minni pokann og gefast upp...án þess þó að vera til í það....hann var svoooo ástfanginn!!!

  

Rut bað Jenna og Magga að kíkja á bílinn sinn...fannst hún heyra eitthvert aukahljóð...og þeir voru fljótir að greina stöðuna...ein lokan var farin í jeppanum svo þeir ráðlögðu henni að keyra í fjórhjóladrifinu svo ekki hlytust skemmdir af...já já...alltaf gaman í okkar bekk og svona....en jeppinn rúllaði og þetta var svosem allt í lagi....

     

Heimsóttum gamla verbúð og fórum í steinakastleik á bryggjunni þar....og kíktum í kaupfélagið í Skarðshlíð... þar sem við slöfruðum í okkur ís og skoðuðum gamla muni sem héngu þar um alla veggi....

  

Magginn og Jenninn hentust svo af stað í Borgarnes á móti Gummanum...sem kom færandi hendi..því Jenni hafði fundið notaðan öxul á partasölu og við sáum fram á að geta haldið förinni áfram næsta dag á Molanum....

  

Bjartsýnin er stundum alveg að drepa okkur...þeir komu til baka um miðnættið með skottið milli lappanna...því helv...öxullinn var of mjór...og passaði þar af leiðandi ekki...þrátt fyrir góðan vilja...

Það var rosa gott veður...sól og hiti...en vindur...og það var svo skrýtið að það komu strókar...svona alvöru hvirfilvindar ofan af heiðinni...og þeyttu hlutum í hringi um allt....

Þegar við komum til baka á tjaldstæðið var ein súlan í tjaldvagninum okkar brotin og tvær súlur í Rutar tjaldi....en hver segir að allt eigi alltaf að vera slétt og fellt???? Ég meina...það var ógó fyndið að sjá til dæmis dýnu fjúka í hringjum upp í fjall...eins og sjálfur Aladdín væri mættur á svæðið til að skemmta....he he...

Ákváðum að gera bara gott úr því þótt einn bíll væri óökufær og annar farinn að bila...op sá þriðji sífellt að hita sig...he he...og fórum í bíltúr út á Reykhóla á sunnudeginum.....með nesti og nýja skó....Renndum út á Stað...þaðan sem Eyjasiglingar eru farnar... og kíktum á kirkju sem stendur þarna í bæjarhlaðinu...ógó lítil og sæt....algert krútt...

Það var líka eina kirkjan sem var opin...aðrar kirkjur sem við vildum skoða voru allar læstar...m.a við Dagverðanes og á Reykhólum...spæling...

  

Prófuðum sundlaugina á Reykhólum og skemmtum okkur varlega...nutum sólarinnar...en það var hins vegar ótrúlega mikið rok....

  

Fundum okkur geggjaðan stað til að borða nesti...lítinn skógarlund í hlíðinni fyrir ofan Gilsfjörðinn...og þar var áð...með fullt af gúmmulaði...meðal annars nýbökuðum kökum...frá mér....og ég skellti meira að segja súkkíkreminu á eina þeirra þarna í skógarlundinum fagra...sólbökuðum og sætum....namminamm....

    

 

Þrátt fyrir allar hrakfarir var ekki hægt að kvarta yfir móralnum...allir hressir og glaðir og krakkapjakkarnir...níu stykki....alveg að fíla þetta....njótandi þessa frelsis og leikandi sér út í það óendanlega...Og hækjurnar urðu brátt óþarfar þar sem Elstimann var fljótur að jafna sig....Það var svo gaman að sjá hversu vel þessum hóp samdi...þrátt fyrir að aldursbilið væri nokkuð mikið...sá yngsti átta ára og þau elstu sautján...Ég er svoooo glöð og þakka fyrir hvert ár sem þau nenna að flækjast um með okkur foreldrunum....og þau smita mann svo af lífsgleðinni...fíflagangurinn ótrúlegur...bara fyndinn....

Eiginlega ætti Elstimann að skella sér í leiklistarskólann frekar en kokkinn...hann er þvílíkur leikari og spaugari að það hálfa væri hellingur....og getur látið alla veltast um af hlátri....

  

Magginn og ég vorum ekkert of sátt við að geta ekki haldið áfram í vesturátt...eins og okkur hafði dreymt um í langan tíma....en svona var þetta bara...og það kemur svosem sumar eftir þetta...ekki málið....

   

Framhald næst....svona ykkar vegna....

 

MUNA: Vera dugleg að sjá það fallega og jákvæða og vera ekkert að velta sér uppúr því sem maður fær ekki...

  Afrekum hefur aldrei verið náð með því að aðhafast ekki neitt”„Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér - og til að horfa á alstirndan himininn.“  

Njótið sumarsins elskulega fólk og eigið ótrúlega góða daga!!!!! 


...VÁ HVAÐ SUMARIÐ ER GEGGJAÐUR TÍMI!!!....

                

Jæja fólk...það er gaman að lífinu svo ekki sé meira sagt...he he...meina sko...það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast...og þrátt fyrir alla svartsýnina og dökkar framtíðarhorfur okkar ástsæla klaka...þá er svo margt að gleðjast yfir...og hlæja að...og njóta.... Við erum til dæmis í sumarfríi...og njótum þess hverja einustu sekúndu... enda ekki slæmt að geta bara slakað á og hreyft sig eftir eigin geðþótta...án þess að eiga að vera einhvers staðar á einhverjum stað á einhverjum ákveðnum tíma...obbobobboboj oboj...þetta er lífið eins og það getur gerst best...  

 

 

Vakna í fríi: Fara frammúr eftir að hafa legið og spáð í lífið og tilveruna...labba fram...pikka Moggann uppúr gólfinu...rölta með hann inn í eldhús...fá sér jarðaberjasúrmjólk og músli með súkkulaði....lesa það sem maður nennir að lesa...kveikja á tölvunni...kíkja á fésið...renna yfir fréttir af vinum...ráfa um netið....tjilla...fara í sturtu...syngja og tralla...njóta lífsins...leggja á ráðin um hvað skuli gert í dag...kannski ákveðið að gera sem minnst...kannski ákveðið að renna í bíltúr með myndavélina og fanga flott augnablik...kannski ákveðið að fara í ferðalag...og byrja þá að tína saman ting og tang...fara...vera...gera ekkert...eða gera eitthvað..ahhhh....sumarið er tíminn.....uhmmmmm.... 

Skelltum okkur í Reykjaskóg í síðustu viku og vorum með Gummanum og Elnunni....og afkvæmunum þeirra...

 

Fengum fullt af gestum og héldum upp á afmæli Didda afa með vöfflum og rjóma...og grilluðum lambalærum....kíktum á Gullfoss og Geysi...Selfoss og Minni Borg...og fengum alls konar veður...en það var heitt og bjart allan tímann.....

 Og fólk ætti bara að vita hvað það var sem við spiluðum nánast ALLAN tímann...já...spil sem passar vel á þessum síðustu og verstu....nebbla...póker!!! Og Blöffpóker!!! Já, og krakkagenginu fannst þetta bara geggjað!!! Enda búið að hlæja út í það óendanlega..og skemmta sér í botn....

 

 

Erum núna að plana Vesturferð...verður samt að koma í ljós hvernig henni verður háttað... en draumurinn er að heimsækja Súðavík og Flateyri...Þingeyri og Dýrafjörð...Ísafjörð og fleiri staði....skoða Dynjanda og kíkja á Galdrasafn....Planið var að Diddi afi yrði leiðsögumaðurinn okkar...en líklega verður hann bara með í hluta af ferðinni þar sem hann er á leið í langan göngutúr...átta daga eða svo...en...við látum það ekki aftra okkur...verst hvað bensínið er að rjúka upp úr öllu valdi...bara rugl verð á þessari nauðsynjavöru...

 

Komum í bæinn á fimmtudag til að gráta með Hlíðarendapiltunum...þetta var ein mesta hörmung sem ég hef upplifað...en ég hef enn trú á mínum mönnum...og veðja hér og nú að Atli muni stýra þeim á toppinn í lok sumars...já...hlæið bara...spyrjum bara að leikslokum....

 Tvíburakrúttin urðu sex ára síðasta fimmtudag og buðu til veislu í dag...og fengum við sko súkkulaðiköku og alls kyns gúmmulaði í Húrígúrí í dag... Þetta með sex árin er náttla bara djók...þau eru nýfædd!!! Well...skólaganga að hefjast á hausti komanda og litlustu krílin bara fullorðin...ó mæ god!!! 

Vikuna fyrir Versló ætlum við svo að vera á Suðurlandinu....en ég er nú samt aðeins farin að efast um þá áætlun...þar sem ég var að rekast á eftirfarandi grein:

  Lét Veðurstofuna vita af Suðurlandsskjálftanum 2008

með 10 daga fyrirvara:

 
Lára Ólafsdóttir, miðill á Selfossi lét jarðfræðinga á Veðurstofu Íslands vita með 10. daga fyrirvara að Suðurlandsskjálftinn myndi verða fimmtudaginn 29. maí 2008. Þetta staðfesti hún við blaðið. Hún segist líka hafa séð skjálftana fyrirfram sem urðu 17. júní 2000 á Suðurlandi og látið Veðurstofuna líka vita af þeim.


Annar skjálfti í lok júlí:


Lára segist vera búin að fá skilaboð um að það verði stór skjálfti við Krísuvík í lok júlí núna í sumar. Hún er búin að láta Veðurstofuna vita af því.
„Já, það er rétt, Lára hefur verið í sambandi við okkur og látið vita þegar hún finnur eitthvað á sér varðandi jarðhræringar. Ég get þó ekki staðfest að hún hafi látið okkur vita með 10 daga fyrirvara fyrir skjálftann 29. maí á síðasta ári en það getur vel verið að hún hafi hringt á Veðurstofuna og látið vita þó ég og mitt fólk vitum ekki af því. Núna er hún að tala um stóran skjálfta 27. júlí við Krísuvík en við getum að sjálfsögðu ekki gefið út neina viðvörun eða neitt slíkt vegna þess, við tökum svona upplýsingum hæfilega alvarlega. Við hlustum hins vegar á hvað hún hefur fram að færa eins og aðra miðla sem hafa samband við okkur og punktum það niður hjá okkur en getum ekki gert meira“, sagði Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við blaðið.
Blaðið hafði einnig samband við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftasérfræðing til að bera  orð Láru undir hann. „Já, ég kannast vel við Láru, hún hefur oft spjallað við mig í síma. Ég hlusta alltaf á fólk eins og Láru en það er algjörlega ómögulegt að segja til um hvenær stórir skjálftar verða eins og við Krísuvík, það gæti gerst á morgun eða eftir 10 ár“, sagði Ragnar.
MHH

Tekið af vef prentmets:  http://www.prentmet.is/media/files/1997.pdf

 

Já sæææææll...gott fólk...hvernig líst ykkur á þetta???

 

Það eru margir búnir að kíma þegar ég hef sagt að Völvan spáði stórum skjálfta í ár...fólki finnst ég óttaleg skræfa og kannski soldið mikið trúgjörn...en...ég er sannfærð um að þessi leiðinda skjálftabjáni MUN koma í sumar...bara efast ekki í eina sekúndu...

 

En...það stoppar mig ekkert í að vakna sæl og glöð á morgnana og fagna því að hafa heilan dag til umráða...og hafa hann eins og ég vil!!!

   

 

SMÁ HÚMÖR.... 

EF þú vilt einhvern sem borðar allt sem þú setur á borð fyrir hann og segir aldrei að þetta sé nú ekki jafn gott og hjá mömmu; ....



.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem fer út með þér hvenær sem þú vilt, hvenær sem er og eins lengi og þú vilt ...

 
.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem aldrei snertir fjarstýringuna, er sama um enska boltann og vill alveg sitja hjá þér á meðan þú ert að horfa á rómantískar bíómyndir ...


.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem nægir að fara í rúmið með þér til að hlýja þér á fótunum og þú getur ýtt niður á gólf ef hann hrýtur ...

 
....... fáðu þér hund!



Ef þú vilt einhvern sem gagnrýnir þig aldrei, er slétt sama um hversu lagleg, feit, grönn, gömul eða ung þú ert og virðist hlusta af athygli á hvert orð sem þú segir; og elskar þig skilyrðislaust ...


.......fáðu þér hund.




Hins vegar!  Ef þú vilt einhvern sem gegnir þér aldrei, tekur varla eftir því þegar þú kemur heim, skilur óhreinindi eftir sig út um allt, kúgar þig gjörsamlega, er úti langt fram á nótt, kemur heim rétt til að borða og sofa og virðist sannfærður um að þú hafir einungis verið sköpuð til að gera honum til geðs ...

 
....... þá skaltu fá þér kött!   

 

 

Ha ha ha!!!   

 

 

Ég er að hugsa um að passa mig núna að hafa þetta ekki of langt hérna...sko það er nebbla svo skrýtið...það er hringt og kvartað ef ég blogga ekki...en svo eru margir í vanda með tímann sem fer í að lesa þetta bull mitt!! Gaman að því...sorrí fólks!!!  Fer inn í vikuna með sól í hjarta....pabbalingurinn minn á afmæli á morgun og ég ætla sko að kíkja á hann...en fyrst á leikinn á Hlíðarendann...þar sem Valsararnir mæta KA mönnum....

Það verður örugglega mun skárri upplifun en síðast...ekki spurning...og ég er spennt að sjá hvernig Atli á eftir að virka á Hlíðarendanum góða...þó ég hefði alveg kosið að Willum kláraði verkefnið fram á haust....

Atli var alltaf einn af mínum uppáhalds...og hann og Toggi ættu sko alveg að geta kýlt upp stemmuna og móralinn....sjáum bara hvað setur.....

 

Og svo vona ég að vesturferðin verði að veruleika....og hlakka alveg geggjað mikið til að koma þangað...enda laaaangt síðan ég var á Skjaldfönn í sveit...

   

 

MUNA: Hverjum degi fylgir ný áskorun.Til að halda ferskleikanum og lifandi anda þarf að eiga sér stað breyting.Finndu nýjar leiðir, aðferðir og starfshætti sem eiga við í dag, annars geturðu dregist aftur úr og fallið í gleymsku.- Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust  

  

 Love U!!!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband