Bloggfærslur mánaðarins, október 2008

....AÐGÁT SKAL HÖFÐ....

Stjörnuspá:

  

LjónLjón: Himintunglin blessa þig í dag með því að draga úr athyglissýki þinni. Notaðu tækifærið og vertu ein í friði með góðri bók - og nokkrum súkkulaðibitum..

 
   

Læt þetta fylgja með svona til að skýra af hverju ég er að háma í mig PIPP...uhmmm...ég fer alltaf eftir stjörnuspánni....það er að segja ef hún er að henta mér...thí hí...og í dag segir HÚN MÉR AÐ BORÐA SÚKKULAÐI....OG ÉG SEGI NÁTTLA EKKI NEITAKK VIÐ ÞVÍ...

   

Annars er bara allt fínt að frétta af Trönuhjallatöffurum...allir hressir og kátir og merkilega slakir miðað við ástand þjóðarbúsins...og allar þessar nýju skuldir sem við erum komin með...fimm manna familían....eru ekki sirka tíu millur á mann‘‘‘....Iss...fimmtíu millur...pís of keik...audda öxlum við ábyrgðina....sem okkur ber...

   Það er einhvern veginn þannig að þó allt sé í fokki og fjölmiðlarnir að missa sig yfir þessum látum öllum...sem er jú þeirra hlutverk...þá erum vð svo vön að basla og hafa fyrir hlutunum að við sjáum ekkert svartnætti framundan...erum bara jafn bjartsýn og venjulega og trúum að þetta eigi allt eftir að verða til góðs þegar fram líða stundir....

   

Og við erum alltaf að þroskast..

   

Mín er meira að segja búin að lesa sér til um kosti og galla þess að ganga í ESB og það segir nú meira en mörg orð...því ég er nú ekki vön að hafa sterkar pólitískar skoðanir...eins ópólitísk og ég er...en ó mæ goooood...ég er komin með skoðun á málinu...já sæll....

 

 

Ef það sem ég var að lesa stenst þá eigum við náttla ekki að hika við að ganga í ESB og það ekki seinna en í gær....og taka upp evru...eða mynttengja krónuna við evruna....því þessi blessaða ÍSkróna er ekki að gera neitt fyrir okkur annað en vera til vandræða...óstabíl og í algjöru rugli....Við erum samt sjálfstæðisríki þótt við gefum þessa blessuðu krónu eftir... kommon...Hættum að „harda“ og GERUM eitthvað.....

(harda = hanga og bíða...)

   

Og nú er ég sem sagt búin að lita bloggið mitt örlítið með pólitík....en það var bara þetta...verður ekki meira í bili...NEMA mér blöskri alveg til tunglsins og aftur til baka....

      En ég hef hins vegar gríðarlegar áhyggjur af öllum litlu eyrunum sem heyra svo mikið þessa dagana...meira en þeim er eiginlega hollt...og orðin eru svo myndræn og óhugnaleg...og valda litlum eigendum sínum ómældum áhyggjum....martröðum og endalausum ótta....   

Þegar maður er lítill...og stundum vex maður ekki upp úr því...þá sér maður hlutina nákvæmlega í því samhengi sem þeir eru sagðir..

 

 

Ísland er að sökkva...hvað sér maður???Jú...það sem sekkur kemur ekki upp aftur...það sem er lifandi og sekkur...kemur ekki lifandi upp...heldur dautt.Ef Ísland er að sökkva...eru þá allir Íslendingar að deyja???   

 

 

Og fyrirsögnin Ísland er dautt...hvað er átt við með því???...Flytjum við þá burt???

   

Að missa allt sitt...eigum við þá ekki dótið okkar lengur??? Kemur einhver og tekur ALLT...húsið...bílinn...sjónvarpið...tölvuna og leikina... köttinn... hundinn.... leikföngin okkar...fötin... útigrillið... trampólínið... og jafnvel trén og blómin okkar.

Ef Ísland er orðin fátæk þjóð...sveltum við þá eins og börnin i Afríku?

Þurfum við að sitja úti á götu og betla peninga og mat...og kannski deyja úr hungri og sjúkdómum eins og þau????

   

Bankarnir hrundu..bíddu...þeir standa þarna allir...sko....

       

  

maður þekkir nú merkin...og það er fólk INNI í þeim...geta þeir þá hrunið ofan á fólkið????

   

Þjóðarbúið er rjúkandi rúst...hvaða bú?....hvar eru þessar rústir...er búið að slökkva eldinn...getum við skoða þær?

   

Davíð Seðlabankastjóri kúkaði upp á bak í sjónvarpinu...oj..hann er fullorðinn kall...ojjj!!

   

Ráðamennirnir eru með allt niður um sig...svakalegir kjánar eru þetta...girða svona niðrum sig fyrir framan alla...oj..

   

Sigla þjóðarskútunni í strand...ó...strandaði skip???

   

Róa lífróður til að Bjarga því sem bjargað verður....hverjum þarf að bjarga???

   

Fjármálaglæponar...fara ekki ALLIR glæpókallar í fangelsi???..akkuru meiga þeir þá koma í sjónvarpið og tala og tala og tala????

   

Við erum öll sek....en mamma og pabbi gerðu ekkert??? er það annars??

   

Banki á silfurfati???.Vááá?....fékk kallinn bankann á svona silfurfati í alvöru???..Stórt fat maður...

   

Bretarnir segja að við séum Hryðjuverkamenn???...ó mæ god...eins og Osama Bin Laden???...Naujts...það er enginn búinn að sprengja neinn turn...er það nokkuð???...mamma...ætlar einhvr að sprengja turnana okkar á Íslandi????

 

 

Heimilin skulda...hver Íslendingur skuldar...ha!!!...skulda ég ?

peninga‘???...akkuru???...ég keypti ekkert sko....???

   

Allir tóku þátt í neyslufylleríinu...eru ekki bara dópistar í neyslu...ha????

  

Fólk missir vinnuna...en...pabbi og mamma eru ALLTAF í vinnunni...þau geta ekki misst vinnuna...allir þurfa að vinna...til að fá mat og borga reikninga...verðum við þá fátæk????...missum við ALLT????

   

Úff...þvílíkar hremmingar sem barnshugurinn er að fara í gegnum þessa dagana...

   

Það sem ég er að reyna að segja hérna er að sama hvað gengur á í okkar róstursama þjóðfélagi...þá VERÐUM við að PASSA orðin...passa HVERNIG við segjum hlutina...HVAR...HVENÆR og HVERS VEGNA...

      Börnin heyra...hlusta og fylgjast með...en skilja ekki hvað um er að vera....átta sig engan veginn á því sem er að gerast...og þá fer hugmyndaflugið af stað...

 

Og þeirra hugmyndir eru ekki endilega þær sömu og hinna fullorðnu...þeirra skilningur nær einfaldlega ekki yfir allar orðlíkingarnar og myndrænu lýsingarorðin sem hinir fullorðnu nota óspart til að tjá mikilfenleika orðanna....

   

Ég man til dæmis þegar það gaus í Vestmannaeyjum...ég var þá lítil skólastelpa með ímyndunarafl á við heilan her....sá allt fyrir mér í myndum og allar mínar hugsanir voru myndrænar....

Ég man að ég fékk næstum taugaáfall þegar mamma vakti mig að morgni 23 janúar 1973, afmælisdegi ömmu. Hún kom inn að vekja mig og systur mína...dró gardínurnar frá og sagði: Það er farið að gjósa í Vestmannaeyjum!Við systur settumst upp með galopin augu og spurðum hræðslulega: Hvað er Vestmannaeyjar???

Og mamma útskýrði í rólegheitum fyrir okkur að Vestmaannaeyjar væru íslenskar eyjar rétt fyrir utan suðurlandið....maður gæti séð þær frá Kömbunum í góðu veðri...Og býr einhver þar...vildum við vita...?...Verður þá ekki afmæli hjá ömmu í kvöld???

 

Já, sagði mamma....það er fullt af fólki sem býr þar og það þurftu allir að yfirgefa heimilin sín í nótt og fara með skipum og bátum í land ...og amma hefur örugglega afmælisveislu...

   

Ég fékk taugaáfall...úff...fólk sem bjó á eyju sem var soldið langt í burtu oen samt rétt hjá Íslandi..eða við hliðina á Íslandi...og var íslensk...þar var núna eldgos!!!...þetta var eins og í einhverri sögu...eða ævintýri...ekki góðu....

Og ég var að tapa mér úr ótta....Getur gosið komið hingað til okkar í Kópavog???Deyr maður í eldgosi? Er hættulegt að horfa í eldgos???   

 Ég skoðaði sjónvarpskjáinn á hverjum degi til að gá hvort gosið breyttist eitthvað...og ég SÁ það að heiman...það var reykjarmökkur þarna í fjarskanum og ég labbaði AFTURÁBAK í skólann til að vera viss um að það kæmi ekki og tæki mig...

Ég stóð á skólalóðinni og fylgdist með...til öryggis...ef ég þyrfti að hlaupa....

   

Ég hjálpaði mömmu að tína saman föt til að gefa af okkur systkinunum...til aumingja Vestmannaeyjakrakkanna sem þurftu að hlaupa út um nótt og gátu ekkert tekið með sér...ekki einu sinni dótið sitt...

   

Ég eignaðist vinkonur frá Vestmannaeyjum...og fannst þær skemmtilegar og skrýtnar...en ég vorkenndi þeim svooo...

Samt var ein skotta....aðeins yngri en ég...sem tók þessu nú bara með jafnaðargeði....en kenndi mér fulllt af Vestmannaeyjalögum..Við sungum saman...Bróðir minn Sveinn og Baldur...Bjarni sá andskoti...

Já...það MÁTTI segja ANDSKOTI...!!!

      Pabbi minn varð ósýnilegur meðan á gosinu stóð.... tryggingamaðurinn í Samvinnutryggingum...fór að vinna hjá Villa frænda (Viðlagasjóð)

 

Hann fór margar ferðir til eyja að meta tjón...bjarga dóti og skoða skemmd hús...

 Hann fór líka um allt land að hitta Vestmannaeyinga til að hugga þá...skoða dótið þeirra og láta þá hafa peninga til að kaupa nýtt dót...

Pabbi minn er svooo góður kall...

Mamma var heima með okkur fimm....sá um allt...og okkur þótti sko alveg sjálfsagt að lána pabbann okkar til að hjálpa fólkinu....við höfðum mömmu...og afa og ömmu...og allt dótið okkar var í góðu lagi...

Verst með þetta gos...og þennan reyk sem sást svo vel frá Þinghólsbrautinni...

   

Ég fékk köku hjá Vestmannaeyingunum...vinum mínum...þegar gosinu lauk...og gos og hraun..

   

Ég fékk líka stóran hraunmola frá honum „afa“ Gulla...sem bjó á móti mér....og mér þótti það afar merkilegt að eiga stein sem kom upp úr alvöru fjalli í alvöru eldgosi...vááá...

Mikið var ég ánægð þegar gosið var búið...saknaði samt eyjapistlanna sem ég hlustaði á á hverju kvöldi...og vina minna sem fluttu aftur heim...en ég skildi alveg að þau vildu fara heim til sín..samt...það gat alveg komið aftur gos?????

Þau þorðu samt....

      Systir mín...krúttið mitt sæta...GRÆDDI á gosinu...því þó hún væri bara þrettán ára fann hún manninn sinn...sem hafði flúið upp á land...og þau eru ennþá hjón....sæt og flott hjón...hefðu kannski aldrei kynnst annars...og þá ætti ég nú ekki flottustu frændsystkin í heimi...og þá væri kannski ekkert Númakrútt!!!

Nei...get ekki hugsað það...svo líklega var eldgosið ekki það versta sem gat komið fyrir....

   

Já...svona er nú heimurinn skrýtinn og skemmtilegur...

   

Ég bara ítreka enn og aftur..og aftur og enn....við fullorðnu...pössum hvað við segjum í nærveru barnanna okkar....reynum að halda þeim frá neikvæðri umræðu...reynum að gera þetta aðeins mýkra og mannlegra fyrir þau...við getum spjallað þegar þau eru sofnuð....

Það er líka bara hollt og gott fyrir alla að draga sig aðeins út úr látunum...eiga griðland þar sem börnin okkar eru aðalatriðið og við njótum þess að vera með þeim..leika og spjalla um Latabæ og Sollu stirðu....Íþróttaálfinn og Dóru Explorer...Lottu óþekku og lífið og starfið í skólanum þeirra....fótbolta nn...körfuboltann...leikritið....vinina...hvað sem er...

Það er verulega afslappandi að dvelja í þeirra heimi um stund...og losna undan áhyggjum...erfiðleikum og streitu hvunndagsins...

   

Fyrir átta árum gerði ég lítið ljóð sem ég lét fylgja handarfari litlu krílanna á deildinni minni...smá áminning um hvvað tíminn líður hratt...hvað við eigum litlu krílin okkar stutt...og ég tileinkaði það mömmunum....en auðvitað á þetta líka alveg eins við um pabbana....

    

TIL MÖMMU:

   

Þú verður stundum vansæl

 

víst er ég ósköp lítill

 

set merki um mig út um allt

 

þig þreytir vaskur trítill.

 

 

  

En einn dag verð ég eldri

 

já einn dag er ég stór

 

því tíminn líður skelfing hratt

 

þú undrast hvernig fór.

 

 

  

Hér minnismerki færðu

 

þá mannstu vel og skilur

 

hve litlar hendur hafði ég

 

þau ár sem ég var smár.

 

BH 2000     

    

„Besti arfur sem foreldrar geta gefið börnum sínum eru nokkrar mínútur af tíma sínum á hverjum degi...“

   

MUNA: Snúðu andliti þinu í birtuna og myrkrið mun aldrei ná að umlykja þig.

   

Einn af leyndardómum langs og hamingjuríks lífs er sá hæfileiki að geta fyrirgefið öllum allt áður en maður fer að hátta á kvöldin.

   

Ástarkveðja frá mér!!!!

 

 

 

 

  PS....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU DAÐAKRÚTTIÐ OKKAR...kallinn bara fimmtán....hvort sem þið trúið þvi eða ekki....

kossar og knús elsku Daði Már...Miðormur!!!! ELSKUM ÞIG EEEENDALAUST MIKIÐ!!!!

 

....ÞAÐ ER SVO MARGT EF AÐ ER GÁÐ....

 

Það er að snjóa...jibbí...eða  ekki.....en...allavega kyngir einhverjum hvítum flyksum niður úr himninum og það segir mér að nú er það bara veturinn takk kærlega....Ekki leiðinlegt...enda bara nokkrir dagar til jóla....kominn tími á að kíkja á seríurnar og fara að lýsa upp litla sæta klakann okkar sem kúrir svo aleinn úti í miðju Atlandshafi...og á kannski ekki eins marga vini og hann hélt....en fær senn að vita hver er vinur í raun og hver ekki.... 

En...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta  rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert.....  

 

Fólk er farið að taka slátur....ó mæ god...man ekki eftir að hafa heyrt svona marga tala um slátur....fólk skiptist á uppskriftum....lifrarbuff...steikt hjörtu....sviðasulta og guð má vita hvað þetta nú heitir alltsaman .....   

 

Brauðvélarnar góðu eru aftur komnar upp á borð og ég er að segja ykkur það...það er slegist um frystikisturnar sem berast til landsins...það er bið eftir slíkum varningi og þá erum við nú að tala um hagsýni....

Og húsmæðurnar eru farnar að fletta upp í jólauppskriftabókunum..... uhmmmmm...

   

 

Prjónar og garn rokseljast...föndurvörurnar eru eftirsóttari en oft áður og svo eru jólakortagerðarmenn byrjaðir að hanna og sníða.....  

Sultutauið kúrir nýsoðið í krukkunum....rabbarbarapæin tilbúin í frystinum og berjasaftin í kælinum....  

Og svo hef ég heyrt að kartöflu og grænmetisuppskeran hafi verið nokkuð góð í ár.....   

 

Þetta minnir mig á gömlu góðu...þegar maður kom heim úr skólanum....með loppna fingur og frostnar tær...fékk kakósull og brauð með smjöri og osti...og skoðaði glaður hvað mamma hafði verið að bardúsa þann daginn...enda alltaf eitthvað spennandi...nýbakað bakkelsi...nýlöguð sulta....rabbarbaragrautur...slátur og lifrarpylsa á borðum.....nýprjónuð úkkuföt á skrifborðinu mínu.....eða sokkar....eða vettlingar....ohhh....  

 

Minningin er einhvern vegin svo mjúk og hlý....en kannski var aðalatriðið að mamma var heima....tók á móti okkur systkinunum og var til staðar til að hlusta á sögur úr skólanum...nýjustu hugmyndirnar í kollunum á okkur...áhyggjuefni ef einhver voru....eða bara bullusögur og vísur sem ultu svona spontant út úr okkur við matarborðið....  

 

Núna er ég heima....og ormagormarnir mínir eru svooo ánægðir...mamma er heima þegar maður kemur heim...ekki í vinnunni...ekki á fundi...ekki að fara neitt...er bara heima.... 

 Verst að ég get ekki verið að hamast við húsmóðurstörfin í augnablikinu....svo það angar svoem ekkert af nýsoðnu slátri eða ilmandi braði hérna...en mamma er heima...og þau eeeelska að hafa það þannig....  

 

 

 

Ég sem sagt fór í aðgerðina sem til stóð og þetta gekk bara mjög vel....ég var svæfð og áður en ég hvarf inn í algleymið bað ég liðið á stofunni að hafa gaman...tala bara um skemmtilega hluti og ekki neitt fjármálakjaftæði....því ég ætlaði sko ekki að þurfa að hlusta á það í undirmevðitundinni ef.....  

 

Og vitiði hvaða lag Egill var að syngja þarna rétt áður en ég sofnaði... jújú...textinn er...."hann er kominn að niðurlotum...af fitu"...he he....ég sagðist alveg þiggja fitusog í leiðinni...fá svona tvær fyrir eina aðgerð...en veit ekki alveg hvort slíkt var framkvæmt...held ekki...enda... kommon...maður þarf smá fitulag utanásig í vetrarnæðingnum hérna...ekki spurning......

Ég held þau hafi bara skemmt sér ágætlega við að losa alla þessa skemmtilegu og skrýtnu hnúta sem voru búnir að hertaka á mér lappirnar....eftir meðgöngurnar þrjár....og nú er mín voða fín og flott...öll vafin og plástruð...í úber sexí sokkum upp að nára og líklega marin og bólgin þarna einhversstaðar innan í...he he......

Ég er búin að vera ofdekruð af kalli og börnum...og foreldrum líka...því mamman mín sæta mætti með nýlagaða bláberjasultu og heimabakað brauð ...fullan poka af lesefni og svo sátu þau hjá mér á föstudaginn svo mér leiddist örugglega ekki...gömlu hjónin...ææææ....þau eru náttla bara algjörar perlur.....  

 

 

 

Magginn hefur séð um að matreiða ofan í okkur og gert það með stæl...eins og alltaf...enda aldrei verið vandamál hjá honum að elda....hann er bara svona kall sem kann og getur allt...sama hvort það er tölvuviðgerðir...bílaviðgerð... þrif á heimilinu....samaskapur.... smíðar... parketlagnir...flísalagnir....viðhald (á hlutum sko)....rafmagnsvesen....biluð tæki.... þvottur... föndur...sala á heimilistækjum..að versla....barnauppeldi...æ...bara nefna það...og hann getur það eða gerir...án þess að mögla.... 

Minstan og Miðormurinn sáu um að baka pönnukökur í gær...undir smá umsjón og aðstoð pabba síns...en þau gerðu heimsins bestu pönnsur og voru voða stolt af því...en fannst þetta nú ekki mikið mál þar sem þau eru nú í heimilisfræði í skólanum...og þau vöskuðu meira að segja upp í stað þess að setja í uppþvottavélina...vááá...ég er að spá í hvaða aðgerð ég ætti að fara í næst...uuuuu....nei...grííín...Það er samt soldið mikið gaman að vera svona Ofdekraður sko.....  

 

 

Elstimann fékk að bjóða nokkrum gaurum heim á föstudagskvöldið...þeir voru sko búnir að plana Hryllingsmyndamaraþon og ætluðu að vaka alla nóttina....

Það gekk nú svona misjafnlega...en tveir af sex náðu að vaka allan tímann...en fóru svo heim um tíu á laugardagsmorguninn...alveg búnir á því....   

 

Þeir voru ógeð fyndnir.....skíthræddir og skelfdir...þorðu ekki einir á klósettið eða fram úr herberginu yfirhöfuð....þorðu ekki að kíkja í spegilinn af ótta við einhverja óáran...og þoldu ekkert óvænt....he he....svo auðvitað lékum við það nokkrum sinnum að bregða þeim...maður verður nú að skemmta sér smá....thí hí...en...maraþonið tókst og þeir voru alsælir.....  

 

Við hin sváfum bara svefni hinna réttlátu...alveg laus við þennan óhugnað sem þier voru staddir  í...    

 

Miðormurinn minn er manna orðheppnastur...eða ekki...en hann klúðrar svo oft því sem hann er að segja og nær því ekki að halda athygli fjölskyldunnar við málefnið þar sem við erum oft komin að köfnun úr hlátri áður en hann kemst hálfa leið með sína frásögn....   

 

Um daginn var hann að segja frá skáp sem hann er að smíða....: Hann er svona kössóttur...sex metrar svona upp og þrír eða fjórir metrar út....og svona bakvið... og með svona glerhillu í og glerlokara.....og hann ætlar að geyma snyrtidótið sitt í honum.....þessum flotta skápi....  

Og svo sá hann alvag klikkaðan Ökubílstjóra......  Ha ha ha....hann er algjör draumur í dós...  

 

  

 

Ég var búin að hugsa mér hundrað hluti til að gera meðan ég er í kyrrsetunni hérna heima...skoða blöð...lesa allavega tvær bækur...blogga...taka saman ljóð og setja á einn stað....vinna við skriftir og klára eitthvað af þessu hálfkláraða efni út um alla tölvu....mála...föndra og gera plön fyrir næstu mánuði....

Svo datt ég inn á Facebook....og nú er sko ógeð gaman í mínum bekk...he he....Spurning hversu duglegur og afkastamikill maður verður á næstu dögum....

En ég er samt að lesa tvær mjög góðar bækur...Engla og Djöfla...loksins!!!...og Um hjartað liggur leið...og hún er verulega góð...full af pælingum og góðum boðskap...ætti jafnvel að vera skyldulesning ráðamanna þessa dagana...enda veitir þeim nú ekki af ærlegri naflaskoðun...og reyna að skilja hvað það er sem skiptir í raun máli og hvað ekki...

Tilhneiging nútíma samfélags er að ala á afneitun....og bæla niður raunveruleikann...láta eins og allt sé í himnalagi til að þurfa ekki að takast á við erfiðleikana...óþægindin...Það fer gífurlega mikil orka í að afneita óörygginu...berjast gegn sársaukanum...missinum og jafnvel dauðanum....   

 

Og við notum fíknina til að styðja þessa afneitun okkar....fíkn eins og tóbak, áfengi, eiturlyf, fjárhættuspil, mat, kynlíf, óheilbrigð sambönd og hraða og streitu vinnunnar.Fíkn er í reun áráttukennnd binding sem hjálpar manni að forðast tilfinningar og til að afneita erfiðleikum lífsins.Fíknir okkar þjóna þeim tilgangi að deyfa okkur fyrir raunveruleikanum , hjálpa okkur til að forðast eigin reynslu og það versta er að samfélagð tekur af fullum krafti undir þetta allt saman....  

 

 

 

 „Þeir falla best að samfélagi okkar sem eru ekki dauðir og ekki lifandi, heldur bara –dofnir – eins komar dauðyfli. Þegar við erum dauð erum við ófær um að vinna þau störf sem samfélagið krefst, en bráðlifandi erum við stöðugt að segja „nei“ við hinu og þessu, svosem aðskilnaðarstefnu, menguðu umhverfi, kjarnorkuógninni, vopnakapphlaupinu, neyslu óhæfs drykkjarvatns og krabbameinsvaldandi fæðuu. Þannig er það í þágu samfélagsins að ýta undir það sem slævir, það sem heldur okkur uppteknum af fílnarskammtinum, það sem heldur okkur“ mátulega“  sljóum. Með þessum hætti er neyslusmfélag nútímans sjálft eins og fíkill.“ (A.W.Scharf)  

 

 

Og þannig gerum við ekki kröfur. Sljó og dofin erum við ómeðvitað meðvirk í hlutum eins og þeim sem nú hafa skollið á okkur af öllu afli. Fjármálaóreiðan slík að enginn skilur allar þessar tölur eða allar þessar upphæðir sem hafa farið um bankana okkar...tölurnar eru svo ógnandi að þær rúmast ekki í kollum okkar venjulegu neytendanna sem  millifærum krónur og aura í heimabankanum og sjáum sjaldan meira en sex stafa tölur á bankareikningum okkar.Það geta samt skotið upp kollinum sjö eða átta stafa tölur við gerð skattskýrslunnar... .en þá eru það sjaldnast eignir.....heldur skuldir...óraunhæfar tölur á blaði sem maður reynir ekki einu sinni að hugsa of mikið um...því það mun taka meira en heila mannsævi að koma þeim á núllið....  

 

Allur þessi hraði og tímaleysi er að keyra okkur í kaf....og þar vil ég meina að við höfum öll verið tekin í óæðri endann...því við gáfum okkur ekki tíma til að skoða hlutina frá öllum hliðum...meta þá og meðtaka.....velta fyrir okkur upphafi þeirra og endi....

Við bara æðum af stað án þess að vita hvert förinni er í rauninni heitið og þess vegna er kannski ekkert skrýtið að litla landið okkar bláa sitji nú í súpunni....allt keyrt áfram af fullum krafti en afleiðingarnar aldrei með í dæminu...  

 

Á meðan peningaglæponarnir léku sér að fjármunum okkar horfðum við á Range Rovera með huge stórum hjólhýsum renna út á land...á leið í flottu glæsivillurnar sínar...kúl að hafa barinn í hjólhýsinu....taka með í bæinn til að fylla á og bjóða svo glamúrliðinu í partý...með gistingu...Þeir em höfðu ekki tíma til að rúnta með gátu fengið far með þyrlunni...ekki málið....   

 

Við hin...þessi sljóu....stóðum bara þarna á gangstéttarbrúninni eða við OKURbensíndæluna og settum tvöþúsundkall á bílinn...stutt í mánaðarmót og lítið eftir á kortinu.....og skildum ekkert í hvernig menn voru allt í einu orðnir svona ógurlega ríkir...hvar...hvenær og hvernig gerðist þetta??? Hvaðan komu þessir peningar????

Voru virkilega til svona miklir peningar á Íslandi???? .... eða...áttu  þessir auðjöfrar kannski ekkert í þessu eftir allt saman....???? Voru jafnvel skuldir greiddar með skuldum??? Hverjir áttu þessar skuldir???...Nei...það gat ekki verið...þeir voru svooo ríkir...þeir voru örugglega bara að gera rétt...þeir áttu þetta allt örugglega...ha????

Að vísu heyrðist ein og ein mjóróma rödd...reyna að mótmæla...benda á eitt og annað sem ekki var að ganga upp...en hver mátti vera að því að hlusta....????....áhættumeðvitundarleysið í algleymi.....hmmm???  

 

Svo...hringdi gemsinn....og við hrukkum upp af hugsununum...ussususs...þetta gengur ekki...um að gera að drífa sig...koma við í búðinni...sækja þennan eða hinn...drífa sig heim með liðið og skutla mat í það... koma sér svo af stað á fundinn...ná kannski smástund með saumó líka....má ekki vera að því að hugsa um þetta núna...áfram...áfram....  

 

 

 Heyrðu...róleg í rjómanum góða...ekki ertu hótinu skárri...það eru allir meðvirkir...allir...hver einasti íslendingur var og er þátttakandi í þessu rugli....án þess að hafa haft hugmynd um það....svoooo sljó og meðvirk...  

 

Núna höfum við samt kærkomið tækifæri...til að slaka okkur aðeins niður...róa okkur og fara að lifa lífinu...njóta þess sem er og hætta að leita það því sem er ekki....

Núna er tíminn kominn....timinn...sem við höfum ekki haft svo óralengi....   Tími til að setjast aðeins niður og horfa út um gluggann...sjá fegurðina í náttúrunni....sjá haustið hverfa inn í vetrarríkið...sjá norðurljósin dansa á svörtum himni....sjá kertaljósin glampa í rúðunni...finna friðinn umlykja sig og finna fyrir sjálfinu...finna að maður er til...finna hugarró....finna innri ró....finna hjartsláttinn og skynja taktinn...í manni sjálfum....finna að maður er... Tími til að skilja tilganginn.... Tími til að læra að meta allt upp á nýtt....  

 

 

 

MUNA: „Sumt fólk á mikið af hlutum en margir eru ofurseldir eigum sínum. Í dag, staldraðu við, sestu niður í næði með opin augun og finndu hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn. Sjáðu nú fyrir þér þann sem þér þykir vænst um og skiptir þig mestu máli í lífinu. Upplifðu tilfinninguna sem þú finnur, leyfðu þér að dvelja með henni um stund. Það er í lagi að leyfa tárunum að renna ef þér líður þannig, þau geta komið hvort sem þú upplifir gleði, söknuð eða sorg. Skrifaðu nú niður á blað nafnið á viðkomandi og alla þá jákvæðu eiginleika sem þú sérð í henni/honum, sem hjartað þitt í einlægni segir þér. Láttu það bara fljóta eins og það birtist með þínum orðum og skrifaðu nafnið þitt undir. Næst þegar þú hittir viðkomandi, hvort sem það er í dag eða síðar. Byrjaðu á að finna hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn þinn, réttu síðan viðkomandi blaðið og deildu með honum eða henni þessari dýrmætu gjöf. "  

 

 

    

 

Segðu við sjálfa/n þig:  

Megi mér vegna vel     

Megi ég öðlast hamingju         

Megi ég finna innri ró                                

Megi ég losna undan hvers kyns þjáningu.                                

(J.Kornfield)  

 

Njótum þess að vera við sjálf, jákvæð glöð og sterk sem aldrei fyrr...!!!!   

 

 

 

 

ÁFRAM ÍSLAND!!!  

 

 

 

 Risaknús....Elskjú alltaf....

....TRAUSTUR VINUR...GETUR GERT...KRAFTAVERK....

      

Dagurinn liðinn og nóttin farin að búa menn undir átök morgundagsins.

  Það er nú meira hvað búið er að ganga á í henni veröld...maður er bara ekki alveg að skilja hvernig í ósköpunum þessar aðstæður náðu að skapast....

Þetta gerðist svo fyrirvaralaust....en ég held þó að fagmenn hafi verið búnir að greina hættumerkin.....

  

Og Völva vikunnar var þegar búin að segja sitt, sagði m.a þetta um síðustu áramót:

 „Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...

... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.“

 

Við....eða frekar  þeir sem áttu að skynja hættuna...hlustuðu bara ekki á eitt eða neitt.....óðu bara áfram...og unnu ekki vinnuna sína samviskusamlega.....vildu bara græða meira og meira og meira....

           

 

VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....

   

Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus

velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus

krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann

og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.

  

 

Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð

sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð

 

útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg

fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg

  

En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll

við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll

kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar

kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.

  

Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott

Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott

Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart

Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.

  

Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár

Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár

Vildum sýna veröldinni þó við séum smá

við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.

  

Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg

sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg

Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár

tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.

  

Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við

tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið

þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk

fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.

  

Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú

aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú

knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við

að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.

 BH 2008.

 

En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og  því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....

 

Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....

       

 

Knúsvikan mikla 13.-20 okt 2008

ÁSKORUN FRÁ JÚLLA Á DALLANUM:

 Ég held að það skipti mestu fyrir okkur að halda ró okkar og huga að því sem að skiptir máli mannfólkið sjálft. hÉR http://www.julli.is/knus.htm er að finna upplýsingar um Knúsvikuna miklu og ég skora á alla að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Til þess að Knúsvikan verði að veruleika bið ég alla að segja frá henni, breiða út knúsboðskapinn og taka þátt með því að knúsa. Kíkið á http://www.julli.is/knus.htm og hefjumst síðan handa. Áfram Ísland!!! 

Ég skora á alla að vera með...knúsast endalaust og hjálpast að við að byggja upp nýtt og betra líf...saman.... 

MUNA: "Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis, eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim til hins betra. Staldraðu við, horfðu á alla demantana sem glitra allt í kringum þig. Börnin þín, makann, foreldra, vini, horfðu á trén svo falleg í haustlitunum, horfðu á allt þetta fallega í umhverfinu sem umlykur þig hvern dag. Sama hvernig ástandið er í þjóðfélaginu, þá eru þetta verðmætin sem skipta þig máli. Hugsaðu um það."

BROS OG KNÚÚÚS...Í HVERT HÚS!!!

Elskjú tú!!!!

    

...ÁGÆTIS UMHUGSUNAREFNI ÞESSA DAGANA...OG ALLTAF...:

   

 

Mér finnst þessi speki skerpa aðeins á hugsuninni og skilgreiningunni á því hvað skiptir máli og hvað ekki..... 

 

Heimspeki Charles Schultz:



Charles Schultz er höfundur teiknimyndasyrpunnar Peanuts. Þú þarft ekki að svara spurningunum.
Lestu verkefnið og þér mun verða þetta ljóst:


1. Nefndu fimm auðugustu einstaklingana í heiminum.
2. Nefndu fimm síðustu sigurvegara í fegurðarsamkeppni Evrópu.
3. Nefndu tíu einstaklinga, sem hafa unnið Nobels verðlaunin.
4. Nefndu sex leikara og leikkonur, sem unnu Óskars verðlaunin á síðasta ári.

Hvernig gekk þér?

Niðurstaðan er, að enginn okkar man fyrirsagnir gærdagsins. Þetta eru ekki annars flokks afreksmenn. Þeir eru þeir bestu á sínu sviði.En klappið deyr út.Verðlaunin missa ljómann. Afrekin eru gleymd. Viðurkenningarnar og skírteinin eru grafin með eigendum sínum.

Hér eru nokkrar aðrar spurningar. Sjáðu hvernig þér gengur með þær:

1. Skrifaðu nöfnin á fimm kennurum sem hjálpuðu þér á þinni skólagöngu.
2. Nefndu þrjá vini, sem hafa hjálpað þér á erfiðum stundum.
3. Nefndu fimm einstaklinga, sem hafa kennt þér eitthvað mikilvægt.
4. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem kunnu að meta þig að verðleikum.
5. Hugsaðu um fimm einstaklinga, sem þér þykir gott að umgangast.

Auðveldara?

Lexían: Fólkið sem skiptir þig mestu máli í lífinu eru ekki þeir, sem hafa bestu meðmælabréfin, mestu peningana eða flestu verðlaunin.
Heldur þeir, sem finnst þú skipta mestu máli.

Sendu þetta áfram til þeirra einstaklinga, sem hafa haft jákvæð áhrif á líf þitt.
Hafðu ekki áhyggjur af því, að heimurinn sé að farast í dag. Það er nú þegar
morgun í Ástralíu. (Charles Schultz)
 

Verum bjartsýn...það kemur alltaf dagur eftir hverja nótt...sama hversu dimm hún er...

 

Tökum bara undir með Júllla á Dallanum og verum góð við hvert annað...bros og knús í hvert hús...það er mikilvægast núna!!!

 MUNA:Bros á andliti þínu fegrar útlit þitt og færir þér æskuþokka og bjartsýni sem fegrunaraðgerðir og ráðgjöf geta aldrei veitt þér.Þú getur sigrast á næstum hvaða ótta sem er ef þú aðeins ákveður það. Mundu að óttinn er hvergi til nema í huganum…”    

....SUNNUDAGSÓRATORÍA....

        

Það snjóaði snemma það haustið....þurfti ekki einu sinni veturinn til....og það kom öllum á óvart...það átti enginn von á þessu...þrátt fyrir að búa á Íslandi...thí hí...

 Uhmmm...Það er eitthvað svo sjarmerandi við snjóinn...hreinleiki..friður og kyrrð...dempuð hljóð...marr og dásamleg tilfnning um kaldar tásur...rautt nef...loppna putta...rauðan sleða....Rossignolskíði...eftirvæntingu og spennu...gleði og hamingju...ósvikna  tilhlökkun....

Englar í snjónum...norðurljósin dansandi um himininn..skyndilegt stjörnuhrap og heit ósk barns um frið á jörð...burt með stríð..hungur og fátækt...burt með ofbeldi og vont fólk...bara friður á jörð....friður og allir glaðir....

Við fórum á fimmmtudaginn...Magginn og ég...í opnunarboð fyrir fjölskyldu og vini starfsmanna ILVA....og skoðuðum herlegheitin...

Skrýtin tímasetning á opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar...Korputorgs....

    

 

Allt í fokki á klakanum...allir up side down út af fjármálarugli og stjórnmálaóreiðu...allir frekar æstir og pirraðir....en svo kemur maður inn í glænýja verslun sem á að opna...og þar ríkir bara eftirvænting og spenna...brosandi andlit allsstaðar...og sama spurningin svífur yfir vötnum...HVERNIG FINNST YKKUR????

Jú jú...flott upp sett verslun með fullt af flottum vörum....sem passa inn á öll heimili í landinu....uppstillingarnar töff og stundum pínu ýktar...og verðmiðarnir frekar „out of it“...allavega á þessum síðustu og verstu....

En auðvitað þurfa hönnuðurnir að lifa...flutningsfyrirtækin þurfa líka sitt og verlunareigendur sitt....svo staffið fái nú útborgað á réttum tíma....vonandi sómasamlega....

Ég sá alveg húsgögn sem ég gæti dílað við...en mig vantar kannski fyrst og fremst að koma mér og mínum undir öruggt þak....og það stefnir ekki í það í bráð....

Trönuhjallatöffararnir verða áfram á sama stað og una því ágætlega...í bili....

  

Freistaðist til að kaupa skálar undir morgunkorn....kerti...blómavasa og serviettur...bara svona pínusmá...til að finna tötsið....en borgaði enga formúu fyrir....

  

Á meðan við spókuðum okkur um nýja verslun...smjöttuðum á franskri súkkulaðiköku... vínarbrauði og konfekti...og svolgruðum í okkur capputino og pepsi....fóru veðurguðirnir hamförum um höfðborgina og uppsveitir hennar.....og jusu snjó yfir allt og alla...svona til að minna á að vetur konungur er ekki langt undan....og til að milda hávaðann á klakanum... dempa lætin í fjármálabröskurunum....og róa örvæntingafullan lýðinn sem veit ekki hvað snýr fram og hvað aftur....

  

Tobbulingur og systirin hennar voru mættar á opnunina...spenntar og lukkulegar...símalausar og allslausar og létu skutla sér aþþí þær laaaangaði í hvítvín og solleis...en það var ekki í boði....svo þær fengu bara far með Magganum og Beggunni á Molanum góða...sem er svo heppilega á heilsársdekkjum....

   

 

Þegar við lögðum í´ann úr sveitinni var eins og við hefðum villst út um vitlausar dyr...fórum inn í þurru köldu veðri...komum út á alvhvíta jörð og snjórinn bókstaflega hrundi úr öllum himnagáttunum....

  

Það ríkti öngþveiti allsstaðar...bílar runnu...spóluðu og rásuðu um veginn...það voru flestir á sumardekkjum...enda ekki kominn tími á naglana...og það voru för upp á eyjur og út af vegum hér og þar...

  

Unglingarnir misstu sig algerlega...snjóboltarnir fuku um allt og það komu allir kaldir og blautir heim í háttinn...búnir að fá dýfu í snjóinn...smá inná sig og ferskar eplakinnarnar voru bara krúttlegastar...hláturinn allsráðandi...allt svooo fyndið....ískalt en bilaðslega fyndið...frostnu tásurnar þiðnuðu í baðkarinu með ói og æji...hlátri og hamslausri kæti...og ég get svarið það...hamingjan flæddi um öll skúmaskotin hérna...þetta var svoooo gaman...!!!

  

Það spillti ekki heldur fyrir að það var starfsdagur í skólanum á föstudaginn...frí á línuna...og Minnstan og Miðormurinn alsæl...gátu sko lúllað leeeengi....

  

Við hin fórum náttla á okkar staði á okkar tíma og það var ekkert að því...

                                   

Krílin í leikskólanum áttu ekki orð...snjór!!!...vááá!!!...úti...sjáðu!!!

  

Það er óborganleg upplifun að fara með lítil kríli út í fyrsta snjóinn...þau muna ekkert frá fyrra ári...eru enn svo lítil og saklaus...og þeim finnst þetta magnað fyrirbæri...kynnast þessu hvíta og kalda á sinn hátt...á þann hátt sem allur þeirra grunnur að lærdómi er lagður...öll þeirra leit að þekkingu hefst...í gegnum munninn...með því að smakka...og þau uppgötva tvennt...annars vegar að snjór er KALDUR og hins vegar að snjór er GÓÐUR!!!

Helgin er búin að vera fín...Magginn í fríi og alles...svo við fórum á stúfana að leita að skóm á liðið...góða og hlýja vetrarskó...eða það héldum við...nema hvað unglingarnir eru ekki alveg á sömu línu og foreldrarnir að þessu sinni...það er ekki INN að vera í KULDASKÓM...sæll....þau sáu bara kúl og töff strigaskó í öllum litum og af öllum gerðum....og Miðormurinn sá eiginlega bara ZOO YORK skó...sem eru INN og ógeð töff...að hans mati..og líklega hundruðum ef ekki þúsundum annarra unglinga...nema hvað verðflokkurinn er frekar í hærri kantinum...eða hvað???

 

Við erum allavegana bara þannig að við „Pöllum“ hlutina á þessum bæ...kaupum bara það sem við getum borgað strax...ekkert verslað upp á krít...og engir yfirdrættir á kortunum okkar...þannig er það nú bara...launin leyfa ekki slíka óráðsíu...

        

 Það er þó skemmst frá því að segja að Elstimann fann skó....bæði í Skór.is  og Hagkaup....alveg nákvæmlega eins...og það munaði fimmkalli á þessum tveimur búðum....Hann var lukkulegur og vígði þessa fínu skó í gærkvöldi...

En dagurinn í dag fer í framhaldsleit fyrir hin tvö...

Þeir funda stíft...peningakallarnir okkar...og stjórnendur litla sæta klakans...sem flýtur stjórnlaus um ólgandi Atlandshafið á meðan....

Spurning hvort þessum háu herrum tekst að bjarga okkur frá þessu slæma strandi...sem allt stefnir í... á sanngjarnan og heiðarlegan máta....

Ég gekk fram hjá þremur bönkum á föstudaginn...Landsbanka...Kaupþingi og Glitni...í Hamraborg...og ég hef ALDREI séð eins mikið af fólki í þessum bönkum....ALDREI.... Og ég er að tala um að ég labba þarna framhjá nánast daglega....

Fólk var svo alvarlegt á svipinn....sumir hvísluðust á á leiðinni í bankann sinn ...en aðrir hröðuðu sér eins og þeir væru að missa af einhverju mikilvægu....Eldri hjón gengu rólega...nærri varlega..arm í arm inn í Landsbankann...og ég fann einhvern veginn mest til með þeim...því þau voru eitthvað svo lítil og hrædd...langaði mest að taka utanum þau og hughreysta...segja að þetta væri nú ekkert svooo slæmt...þó ég viti svosem minnst um það...en þau hefðu þó að minnsta kosti hvort annað ef allt annað færi á versta veg...eða til hans þarna í neðra....sem ég held reyndar að sé ekki til....

 

Kannski er til helvíti....en það er þá bara okkar eigin jörð og okkar eigin gjörðir...sem skapa þetta staðarheiti...okkar eigin samviska...okkar eigin innri rödd...okkar eigin leið til að refsa sjálfum okkur....

Ég vona bara að enginn eigi eftir að bera skarðan hlut frá borði...að minnsta kosti ekki hinn almenni borgari...sem hefur lagt sparifé til hliðar til að tryggja sér þægilegt... áhyggjulaust og ánægjulegt ævikvöld....í trausti þess að bankinn þeirra haldi utan um og gæti þessara aura sem annar myndu hafa nýst í annað....Og ég vona að gömlu hjónin sem ég sá séu núna heima hjá sér...að borða pönnsur og sötra kaffisopa...hætt að hugsa um bankamálin...og allt í himnalagi....

 

Ég hef minni áhyggjur af hluthöfunum...þeir eru örugglega búnir að fá sinn hlut  margfaldan til baka í gegnum tíðina...þeirra auður hefur margfaldast....hratt og örugglega...og þeir fengið að njóta...tapa kannski ekki neinu þegar upp er staðið...ef þetta eru þá ekki bara innistæðulausar tölur á blaði....hvað veit ég????

                     

 

 Jæja...sæll...nú er ég kannski komin alveg að mörkunum....og hætti mér ekki nær brún hengiflugsins...

Vona bara að þessi niðursveifla þroski okkur og geri að betri og glaðari manneskjum....og Ísland að GÓÐASTA landi í heimi...!!!

    

         

ÞESSI SAGA ER TÆR SNILLD:


 
Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að
sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu.
Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög
áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.

Elsku mamma!

 Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er
þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
  Þín dóttir Guðrún.
 

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu Dóru vinkonu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í
heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég
elska þig.
Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim....
 He he he.....!!!

  

Og smá hugleiðing....:

  

ELÍFÐARHAMINGJA:

 

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

 En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.  

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.

 En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu Dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.  

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti 

 Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, Komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.  

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.  

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.  

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.  

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.  

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.  

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.  

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.  

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.  

Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.

En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!

 

Thí hí hí...!!!

        

         

 Sunnudagskvöld....búið að finna skó á alla ormagormana og allir voða happy...Kringluferðin ágætlega heppnuð og þrátt fyrir allt urðu brettaskór og gullbomsur það sem small og málið því algerlega dautt....

 

Arnan kíkti inn með tvíburakrúttin okkar krúttlegu og það var svoooo gaman að sjá þau öll...knúsa og kreista....

 

Ásta og Jenni kíktu lika við ásamt Adami Inga og horfðu meðal annars á Dagvaktina með okkur...og við gjörsamlega grenjuðum hérna...þvílíki fyndni þátturinn...þvílíka dramatíkin...ha ha ha!!!Ég er enn með tárin í augunum...já...ég grenja nebbla úr hlátri líka sko....algjör grenjari...og það þarf svosem ekki mikið til...en þessi þáttur var tær snilld...sveppirnir algerlega útfrílaðir og liðið ekkert smá klikkað...viltu sultu????.Ó mæ god!!!!

Ég brjálast!!!

Jæja elskurnar mínar allar...stórar og smáar...farið inn í vikuna með bros á vör og gleði í hjarta og við trúum því að allt þetta klandur og klúður sem litaði síðustu viku verði lagfært í þessari sem nú heilsar...ekki spurning!!!

Og svo bara Palla hlutina...eiga fyrir þeim skiljiði!!! Nýr lífsstíll sem ekki er erfitt að tileinka sér....koma svo...!!!

  

MUNA: Verkefnið verður að fjalli þegar þú hefur það fyrir framan þig í heilu lagi. Ef þú brýtur það niður í smærri einingar, sem auðveldara er að ráða við, verður miklu léttara að ljúka því og láta það ekki dragast....

 Elskjú!

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband