....BJARTSÝNISBLOGG Í BYRJUN NÝRRAR VIKU....

       

Ótrúlega erilsöm vika að baki og sú næsta stefnir í að verða álíka...eða...????

Ég fór sem sagt að vinna á mánudaginn eftir að hafa verið í bómull í tæpar þrjár vikur...með þær ordrur frá doktornum að fara hægt af stað...thíhí...en ég var samt búin að segja honum að slíkt væri ekki að finna í orðabókum leikskólakennnara...annað hvort ertu að vinna eða ekki...svoleiðis er það nú bara...

Og þannig varð það...því á mánudag vantaði átta starfsmenn í húsið og þar af tvo á mína deild....sem þýddi það að ég vann frá 7:30-16:30....og þriðjudagurinn varð þannig líka...nema hvað ég tók Minnstuna með mér...hún var í fríi og er sko miklu betri en enginn....reddaði okkur alveg....

Það voru fimm foreldraviðtöl þessa daga...tvö börn í aðlögun og þrjú að flytjast á eldrri deild...plús eitt og annað sem ekki er í gangi á hverjum degi....

Miðvikudagurinn varð svo enn lengri...því þá var fagfundur eftir vinnudaginn svo ég kom heim um hálfníu það kvöldið...soldið slæpt....

En sem betur fer fór nú ástandið ört batnandi og ég komst heim á sómasamlegum tíma fimmtudag og föstudag...í frábært helgarfrí....

Fótaræflarnir mínir kvörtuðu hástöfum...en fengu enga áheyrn ...he he...en æí aðgerðinni tókst þeim einhvern veginn að drepa smáhluta af hægri fætinum...skemma taugar...og þar er bilaður pirringur í gangi...en auðvitað venst þetta einsog annað....

Það var samt ógeð gaman að komast aftur í vinnuna og fá að knúsa litla liðið...og það var ekki leiðinlegt að finna hversu vel þau tóku á móti mér og létu mér finnast ég mest ómissandi í heimi....mont...mont...

 

Það hefur líka hvarflað nokkrum sinnum að mér þessa viku hversu óumræðanlega heppin ég er að hafa örugga vinnu...þar sem hlutirnir eru í nokkuð góðum skorðum og ekki mikil hætta á uppsögnum eða launabreytingum af neinu tagi...það er ekki svo mikið hægt að skera af þesssum launum sem við leikskólakennarar erum að fá og því getum við bara unað glöð við okkar og þakkað fyrir að fá þó laun....annnað en margir aðrir...

Það er svo sorglegt að heyra í fólki....bæði í útvarpi...sjónvarpi og á förnum vegi....þar sem líf þess hefur gjörsamlega snúist á hvolf....allt í klessu og ekki mikil von framundan...úff...þá blæðir hjartanu mínu...og ég vildi óska að ég gæti gert eitthvað...

Og það er svo skrýtið...að þó ég og Magginn höfum gengið í gegnum erfiðlieika á alla kanta og misst alla veraldlega aleigu...þá finn ég miklu meira til með öðrum...því ég veit að ég redda mér allltaf...hef næga krafta til að berjast áfram....en er ekki eins viss um að aðrir geti það...kannski vanmat dauðans...en ég get ekki að því gert...ég finn meira til með öðrum...þannig er ég bara...

Mínir nánustu hafa það ekki slæmt...sem betur fer...en ég var alveg að missa mig úr ahyggjum fyrst eftir hrunið þar sem ég á aðstandendur í bankageiranum....en sem betur fer er enginn atvinnulaus...

 

Ég man...að fyrir svona tveimur til þremur árum.... þegar launamál leikskólakennnara og starfsfólks í leikskólum var mesta hitamál kaffistofunnar...vorum við nokkrar að reyna að bensda á það...að einhvern tímann myndi þessi þensla taka enda...einhvern tímann yrði markaðurinn mettaður af viðskiptafræðingum ... hagfræðingum...bankamönnum og hvað þessar stéttir allar heita.. og þá yrði örugglega atvinnuleysi...þá yrði erfitt að fá vinnu og í einkageiranum væri enga vernd að fá....ekki þetta öryggi sem við njótum sem störfum hjá ríki og bæ....

Maður reyndi að sannfæra yngra fólkið um það að það yrði alltaf öruggt að vinna hjá ríki og bæ....umönnunarstéttirnar myndu aldrei mettast alveg og því ekki svo vitlaust að mennta sig í þeim geira....

Flestir sáu samt fjármálabransann í hyllingum...þar voru störf sem gáfu vel í aðra hönd og þar var af nógu að taka...og þar er líka skaðinn mestur akkúrat í augnablikinu....

Jákvæða við þetta allt er að við höfum nóg af mannskap í leikskólanum...í skólanum og á sjúkrahúsunum...á elliheimilunum og í heimahjúkruninni ....allt sem lítur að hinum mannlegu þáttum blómstrar nú sem aldrei fyrr...og sálgæslan er ómetanleg á þessum síðustu og verstu...bara vonandi að sem flestir fái notið hennar...og það er sannarlega kominn tími til að fólk átti sig á því að þa erum við...fólkið sjálft...sem skiptum mestu máli...við og börnin okkar...foreldrarnir..systkinin....ættingjarnir og vinirnir...maðurinn á bensínstöðinni...konan í búðinni...kallinn með hattinn...kellingin með ljótu töskuna....við erum það sem lífið snýst um... peningarnir og veraldlegu gæðin eru aukaatriði...þegar upp er staðið...

 

Þrátt fyrir allt er ég ennþá ótrúlega bjartsýn...kannski er ég bara svona vitlaus...en ég sé þetta hrun einhvern veginn sem þátt sem varð að fara eins og hann fór til að stoppa okkur í ruglinu og vitlaeysunni...enda kannski eins gott að það gerðist ekki seinna...því subbuskapurinn er þegar orðinn nógur....svona ef einhver spyr mig....

Við fáum núna tækifæri til að gera landið okkar betra...bæta mannauðinn og byggja land þar sem nóg er fyrir alla...af öllu...og tækifærin næg... möguleikarnir endalausir....lærdómurinn nýttur til að betrumbæta og þroskinn farinn að leiða til nýrra áherlsna....kapítalisminn dauður en fólkið sjálft öflugra og kraftmeira en nokkru sinni fyrr....    

 

 

 

    Nostradamus var búinn að spá fyrir um þetta allt....hvort sem fólk vill trúa því eður ei...og bæði er þessi spáddómur til í kínverskum fræðum sem og í þeim egypsku...þar sem pýramídinn gefur slíkar vísbendingar...en allir þessir þrír aðilar benda líka á það að Ísland...eyjan í norðri...muni verða það land sem muni leiða heiminn til betra lífs og breyttra aðstæðna undir forystu germanska leiðtogans...sem sumir vilkja kalla nýja Messías...en aðrir bara hinn nýja leiðtoga heimsins....

Í þessari kreppu sem mun skella á allri heimsbyggðinni...mun þessi germanski leiðtogi verða áberandi...en nota bene...hann er kannski nú þegar byrjaður að athafna sig hér á landi...ungur og óreyndur...en gáfaður og mjög mikill forystumaður og leiðtogi...af hinu góða....hver svo sem það gæti verið????

Spennandi...ekki satt?????

Vá...allt í einu fór mér að liða eins og einhverjum trúboða..sem ég er að sjálfsögðu ekki....en ég er bara svo ánægð með þessa ágætu spádóma...þeir segja mér að það verður betra líf sem bíður mín og okkar allra...það er enginn heimsendir í nánd...

 

Ég man...þegar ég bjó á Dallanum 1994-1997...þá fínkembdi ég bókasafnið og las ALLT sem skrifað var um spádóma.... nýöld.... miðla...spíritisma og hvað þetta nú heitir allt saman...og ég svaf ekki fyrir hræðslu þegar ég las Nostradamus...en ég VARÐ að lesa...drekka þetta i mig og upplifa eitthvað óútskýranlegt...eitthvað sem studdi mínar hugsanir og hugmyndir...finna hversu sterk áhrif þetta hafði á mig og styrkti mína lífssýn....

Að sjálfsögðu er ég enn að lesa...gamalt og nýtt...

Í tímaritunum Nýjir tímar var fjallað um þá umpólun sem væri þegar hafin í heiminum....og að maður ætti að taka eftir henni...með því að hlustaá fréttir meðal annars...þar sem kæm9i fram að aldrei hefði jafn mikið af ...eða jafn oft ...eða jafnmargir...eða...jafnslæmt...jafnstórt eða jafnhátt...

Það var alltaf verið að slá met í einhverju..það sem gerðist var alltaf meira en nokkru sinni....

Það dóu aldrei fleiri  í flóðum...hamförum  og slysum...það varð breyting á veðrinu,,,vatnsföllunum... sjónum....jörðinnni.. himintunglunum og bara nefnið það...breytingin var og er enn...á fullu...án þess að einhver setti það endilega í eitthvert samhengi við‘ spádóma...eða þess háttar....

Alltaf ný met...

 

Og Bíbí mín besta varð einn af mínum bestu leiðbeinendum... þessi frábær miðill ....enda mátti ég hringja í hana hvar og hvenær sem var...hún var alltaf tilbúin að hjálpa...spjalla og leiðbeina... algjör gullmoli...alltaf tilbúin að gefa af sér....og gerir enn...

Mér varð tíðrætt um þessi mál í fjölskyldunni minni og fékk svona frekar dræmar undirtektir...enda ekki allir tilbúnir að kyngja því að það væri líf eftir þetta líf...og einhver misskilningur varð líka meðal elskulegra systkina minna um það í hverju starf „þessarar“ Bíbíar fælist og hvernig hún ynni...

Ég sagði þeim frá því hvernig hún gat komið í huganum til okkar alla leið til Dalvíkur...og seinna til Noregs....og litið á meinsemdir og hvað sem um ræddi....með sitt fólk með sér...og við svo spjallað um það næsta dag í síma...ég fengið þannig ráð eða svör og unnið með...og var því hin ánægðasta...

Litlibróðir fékk einhvern veginn á tilfinninguna að Bíbí væri rafvirki...ekki veit ég eiginlega af hverju....en eftir að rafmagnið fór af heima hjá stórusys einhvern tímann...minnir að það hafi verið í sameigninni hjá henni...var búið að laga það þegar hann fór aftur og þá varð einhverjum á orði að líklega hefði Bíbí rafvirki komið....????

Og eftir það heitir þessi elska Bíbí rafvirki í minni fjölskyldu...thí hí...

 Já...við erum soldið skrýtin...fjölskyldan...he he...gaman að því...

Við erum allavega bjartsýnisfólk og trúum því að fátt sé svo með öllu illt að ei boði gott....

 

Næsta vika verður örugglega full af góðum lausnum og bjartari horfum...það er ég alveg viss um....ef við erum opin fyrir breytingum... þá verða þær örugglega bara góðar....

Förum inn í hana af fullum krafti og verum dugleg að styrkja náungann...segja falleg orð og vera til staðar fyrir vini og kunningja....ýta undir jákvæðnina og bjartsýnina og benda á það skemmtilega og góða sem lifið hefur uppá að bjóða...því það eru óendanlega margir möguleikar til að gera gott líf betra....

 

MUNA: „Það sem þú kennir barninu með orðum þínum eða gjörðum heldur áfram að lifa í hjarta þess að eilífu.” Hefur þú nokkur tíma óskað þess að aðrir í fjölskyldunni vissu hversu vænt þér þykir um þá og hvað þeir eru þér mikils virði?  Farðu og segðu þeim það.

    Elska ykkur öll!!!! 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Mér líkar svona skrýtið fólk frekar vel.

Steingrímur Helgason, 17.11.2008 kl. 00:39

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

knús kveðjur til þín elsku Begga mín:):)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 17.11.2008 kl. 10:38

3 Smámynd: Brattur

... takk fyrir jákvætt blogg... var að spá í þetta með Nostradamus og germanska leiðtogann... ætli þetta sé kannski hann Guð-ni? hann er búinn að vera ansi áberandi í fréttunum núna...

Brattur, 17.11.2008 kl. 22:23

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Well Brattur...ekki svo slæm hugmynd....

  

En hvernig líst þér á: Björgvin. G. Sigurðsson????

  Sko: björg = bjarga...vin = áfangastaður ...nú eða vinir....Svo kemur G...í millinafni...sem gæti verið Guð...eitthvað....Og svo er gaurinn Sigurðsson....... 

Sko: Bjargar vinum hinn ungi Guð til Siguurs!!!!

  

Já sæll...Ég sagðist vera skrýtin Steingrímur!!!!..he he....

  

Annars: Takk fyrir falleg orð, hrós og knús....

 

Stórt knúúús til baka!!!!

 

Bergljót Hreinsdóttir, 17.11.2008 kl. 23:32

5 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Þetta var góður lestur...... en þú verður samt að fara varlega með "fótana" þína...

En ég er svo mikið sammála þér í sambandi við það að nú er kærkomið tækifæri til að afrugla okkur og koma okkur niður á jörðina..... ruglið var orðið gengdarlaust.... og nú er tækifærið til að staldra við og endurmeta gildi okkar.... og ég held.... án þess að vera í einhverju óraunhæfu bjartsýniskasti að það eigi eftir að geras.....

Gangi þér vel ljósið mitt....

Fanney Björg Karlsdóttir, 18.11.2008 kl. 11:34

6 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndisleg lesning að venju...

Vil bara benda á að þessi Germanski er sennilega ljós yfirlitum....hann eða hún? 

Sigrún Jónsdóttir, 18.11.2008 kl. 16:24

7 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Magnaður pistill. Farðu vel með þig mín kæra.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 23.11.2008 kl. 18:40

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir mig elsku Begga mín  Sleepingog góða nóttina mín kæra

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.11.2008 kl. 00:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband