Bloggfærslur mánaðarins, júlí 2008

...OG ÞAÐ VEÐUR Á MÉR EINS OG ALLTAF....

 

                                      

 

 

Jæja...tíminn alltaf að flýta sér og svona...sumarið flýgur áfram og júlímánuður á síðustu metrunum...en...ég er enn í fríi...ligga ligga lá....og er alveg að fíla það.... 

En það gerðist eitthvað með blessaða sólina....sem skein hér dag eftir dag og gladdi okkur klakabúa endalaust með nærveru sinni....

Ekki að rigning sé eitthvað slæm....sólin er bara einhvern veginn betri á þessum árstíma... Fólk í fríi lætur samt svona vætu ekkert á sig fá....

Við Trönuhjallatöffararnir erum bara góðir..... 

Við erum búin að fara í smá útilegu....tjölduðum við sumarbústað í Reykjaskógi þar sem Tengdó höfðu leigt sælureit í vikutíma....

   

 

Pökkuðum og gerðum klárt á föstudaginn...brugðum okkur svo á Hlíðarenda til að sjá Valsarana okkar etja kappi við Keflvíkingana og ÞAR VAR SÓL...ó mæ god...við vorum að kafna.....að ég tali nú ekki um spennuna sem var þarna....jibbí kæ jei...en leikurinn hefði mátt falla okkar megin að þessu sinni...það hefði verið sanngjarnt að fá þrjú stig en ekki eitt....

Og Pálminn okkar pottþétti sagði bless..snökt snökt...

Eitt er samt betra en ekki neitt eins og hún Pollýanna sagði alltaf svo við ákváðum að vera bara glöð og kát og stormuðum austur í Reykjaskóg strax að loknum leik... 

 

Sólin var í stuði og við líka...með MAMMA MÍA diskinn í botni og hele familien sönglandi frábæru ABBALÖGIN....OH...HONEY HONEY....!!

Verð að lauma því að í framhjáhaldi að við fórum nokkrar Gaggó skólasystur og sáum MAMMA MIA...og það var geggjað!!!!..aha...alveg þess virði að fara aftur....he he...    

 

   

 

Tjilluðum svo bara í sveitinni...fórum í pottinn og höfðum það voða gott...tjöttuðum við hana Kiddu okkar „ömmu“ sem krakkarnir kölluðu svo meðan við bjuggum í Noregi...en hún er jú afasystir og býr í Osló ásamt hinni „ömmunni“ sem er konan hennar og heitir Reidun....

 

Þetta var alltaf pínu spekulasjón hérna forðum...enda börnin lítil og skildu ekki alveg af hverju það væru TVÆR ömmur þarna í Ammerud Hellinga...en voru bara fullkomlega sátt við það þar sem þær dekruðu þau í klessu.... og þau elskuðu að fara í Ormablokkina til þeirra......

 

Og ég er að segja ykkur það...það er ekki langt síðan þau uppgötvuiðu að þær eru hjón....

   

 

Þóra og Dóri voru í brúðkaupi svo amman og afinn voru barnapíur...en litla Hildur Rós var sko ekki á því að láta þau stjórna sér...enda hún orðin eins árs og farin að hafa skoðanir á lífinu takk kærlega...

 

Sofa...?...why???...til hvers þegar allt þetta skemmtilega fólk er á staðnum og til í að horfa á aðal prinsessuna...syngja...dansa og klappa og leika endalsut með hana????..hvernig dettur fólki þá í hug að maður fari að sofa?????...tala nú ekki um þegar mamma og pabbi eru ekki á staðnum til að halda reglum á lofti...????

Ónei...litla daman volaði smá....öskraði pínu...mótmælti kröftuglega og amma sagði bara að það væri allt í lagi að hún væri vakandi..kannski væri hún með í eyrunum...æi....það er svo sárt að heyra hana gráta....amma getur ekki...mamman myndi bara svæfa litla stýrið þegar hún kæmi aftur!!!!

Jibbí!!!

Og amma og Tante Kidda sungu og trölluðu stanslaust í heila klukkustund...tóku vísur Stefáns Jónssonar með trukki og dýfu...og litla prinsessan var glöð og sæl...rauðeyg af þreytu en þrjóskari en allt....brosti sigurviss og dillaði sér af kæti....he he...hún ætlaði sko EKKI að fara að sofa....na na na bú bú.... 

En hún gleymdi að reikna með leikskólakennaranum sem er orðinn nokkuð sjóaður í grátandi grislingum...þekkir nokkuð vel muninn á frekju og alvvöru....og verður bara heppilega heyrnalaus þegar frekjutónarnir eru allsráðandi.... ohhh.... leiðinlegt..... 

Ég tók völdin....vafði dömunni í sæng...labbaði aðeins afsíðis með hana í fanginu...og hún gat ekki meir.....augun rúlluðu svo sást í hvítuna...augnlokin urðu þung og hausinn ruggaði nokkrum sinnum þegar litla daman reyndi árangurslaust að halda sér vakandi....en að lokum varð hún að láta undan Óla Lokbrá og Sigtryggur vann.....nema hvað?????

Magginn og ég tjölduðum svo okkar forna og góða hústjaldi sem hefur þjónað okkur síðustu þrettán árin eða svo...og það er alveg merkilega gott skal ég segja ykkur...allar súlur heilar og fastar saman á gormum og dúkurinn sterkur og fínn...en liturinn hefur aðeins dofnað með árunum....  

Við hreiðruðum svo um okkur þarna fimm í húbba plús litla ljónynjan...með teppi og sængur...en það var sko kaldara en hell þessa nótt og við hjúfruðum okkur saman eins og litlir hvolpar til að halda á okkur hita.....brrrrrr....það var ekki nema rétt þriggja gráðu hiti og við vorum ekki með prímus eða hitara... brrrrr....

Það jákvæða við þetta var þó að það kom enginn ísbjörn...thí hí....brrrr....

Samt sváfum við nú bara nokkuð vel svona þegar við hættum að nötra og skjálfa og vorum komin með hausana og nefin djúpt undir sængurnar...

Ég hélt svo að við myndum vakna í hitakófi og svitakasti en þannig varð það nú ekki.....það var bara notalegt og allir bara í góðum málum...... 

Veðrið var þó eitthvað að breytast og þegar leið á daginn fór að rigna... 

Doddinn og Arnan, Aroninn sæti og tvíburakrúttin bestu fóru um kaffileytið og þá tókum við niður tjaldið og þáðum að kúra inni í bústað...nóg pláss og allt í gúddí.... 

Það er nebbla svo skrýtið að þó Tengdó leigi bústað þá vilja þau samt alltaf sofa í sínum ágæta húsbíl...Birninum...geta ekki hugsað sér annað...svo við hin nutum góðs af rúmunum sem stóðu auð og ónotuð....

    

 

Það rigndi og rigndi en stytti upp inn á milli og bleytan spillti ekki neinu...hafði engin áhrif,,,nema við fórum ekkert í Kubbið okkar góða.... 

Á mánudag rúlluðum við svo í bæinn í grenjandi rigningu og komum Miðorminum í vinnuna í Nóatúni....Ég var komin með mígrenið mitt skemmtilega...NOT...og því fegin að koma heim í rúmið mitt..... 

Á þriðjudag ákváðu svo Magginn og grísirnir þrír að storma aftur austur því nú skyldi veitt....en svoleiðis hobbí er ekki fyrir mig...ég finn svo til með maðkinum og fiskræflunum að það er ekki vit að bjóða mér í svoleiðis partý....betra að kúra bara heima með mitt grimma mígreni en láta morðóðu fiskiæturnar fara bara ein... 

Þau hittu restina af sumrbústaðaliðinu í Árnesi og stefnan var síðan tekin upp að Þórisvatni.....Við Harauneyjarfoss var stoppað og áð...og þótti Magganum heillaráð að spyrja útí veginn upp að vatninu góða.Var þeim þá tjáð að það væri frekar illfært öðrum en stórum jeppum...  hjálparsveitin hefði þurft að koma og aðstoða fólk þarna daginn áður...svo veiðimennirnir tóku þá ákvörðun að vaða ekki í villu og svíma...en brenndu til baka og skelltu sér bara í Brúará....gott hjá þeim... 

Ég hætti að þrjóskast...fór út í apótek og náði í min fjandanum dýrari mígrenislyf og vááá...ég varð aftur ég sjálf!!!!

 

Taflan virkar í tuttuguogfjóra tíma svo ég var alla vega seif með þá...og er enn....

Ég fór svo bara í skemmtilegt frænkuboð og við áttum frábæra kvöldstund saman...frænkurnar góðu úr föðurættinni...

Það vantaði nokkrar...en við sjö sem vorum á staðnum áttum frábæra kvöldstund og erum strax farnar að hlakka til þeirrar næstu...Bara GAMAN....mæli með svona boðum.... Magginn skilaði sér heim um miðnættið en Minnstan varð eftir í sveitinni hjá ömmu og afa.....gaurarnir áttu að vinna í morgun.... 

Miðormurinn var beðinn um að vera boltsasækir á Hlíðarenda í kvöld og þótti honum það sko ekki leiðinlegt...hann er nebbla loksins búinn að koma sér aftur af stað eftir að hafa hætt æfingum þar sem hann var eitthvað ósáttur við þá grænu....það var eitthvað sem ekki var að gera sig í þeirra herbúðum...

Ormurinn minn var farinn að missa trúna á sjálfan sig og sína færni þrátt fyrir að kennararnir hans í Hjallaskóla hafi stöðugt sagt að hann mætti bara alls ekki hætta....hann væri svo góður...með svo mikla boltatækni....en hann gat ekki hugsað sér að fara aftur í grænu deildina.... 

Guttinn minn tók svo ákvörðun...flutti sig á Hliðarendann og blómstrar þar sem aldrei fyrr.... 

Það var Evrópuleikur í kvöld...UEFA bikarinn...óskaliðið náttla Liverpool...but...hmmm...Bate frá Hvíta Rússlandi var víst staðreynd....

Þrátt fyrir ágætis spil var ekki mikið að gerast í leiknum....þeir Rauðu hefðu alveg getað klárað dæmið...en Hvítrússarnir skoruðu strax á fyrstu sekúndu og það kæfði einhvern veginn allt....líka þeirra leik....

   

 

Ég sá á Slaugubloggi, www.http;//aslaugosk.blog.is, að einhver hafði vitnað í bloggið mitt þar sem ég skrifaði um eineltið sem Elstimann mátti þola í langan tíma...og varð eiginlega bæði hissa og glöð....  

 

Sjá hér: www.http;//beggita.blog.is/blog/beggita/entry/564833/ 

Ef okkar reynsla getur hjálpað einhverjum þá er ég meir en sátt....

Þetta er svo alvarlegt...og hryllilegt....og ég er enn að velta fyrir mér hvort guttinn minn sé búinn að vinna sig alveg út úr þessu eða hvort hann eigi eftir að gera það síðar á lífsleiðinni...og það hræðir mig. 

Hann er mjög léttur í lund og kátur strákur...opinn hér heima og ræðinn....finnst lífið skemmtilegt og hefur áhuga á fullt af hlutum...en ég vakta hann samt...er alltaf að fylgjast með...hvert hann fer...með hverjum hann er...hvað var verið að gera...hvað stendur til að gera....vera alltaf með símann...setja tímamörk á útivistartímann...spyrja um líðan... hugsanir...  pælingar... hugmyndir...áhugamálin....vinina...vinnuna.. umhverfið... aðstæðurnar.... 

Ræða um freistingarnar þarna úti í hinum stóra heimi...áfengi... fíkniefni...hætturnar...glæpina....ofbeldið....misnotkunina og viðbjóðinn sem leynist svo allt of víða....það er svo óendanlega margt sem þarf að passa sig á... 

Reyna samt að vera jákvæð...ekki gera hlutina of flókna...ekki hræða....því lífið er svo ótrúlega margbreytilegt og skemmtilegt og hefur endalausa möguleika uppá að bjóða.... 

Hlusta...skynja...rannsaka...vakta...vera stöðugt á tánum....hafa yfirsýn.... Hann er kominn á þann aldur að allt er svo viðkvæmt...ástarsorgin sem hann upplifði var mjög dramatísk þó hún gengi frekar hratt yfir....tilfinningarnar eru svo ýktar....og skilningurinn á sjálfinu frekar rýr....allt svo opið...óvarið...  óljóst...loðið...en hrikalega spennandi....jafnvel ógnandi???? 

Hvernig bregst barn sem hefur lent í einelti við aðstæðum eins og því að mistakast....geta ekki...skilja ekki....ráða ekki við þetta allt...orsakir og afleiðingar....???? 

Úff...ég fæ sko hnút í magann...finn að hjartað tekur kippi og ég svitna við tilhugsunina um þetta allt...sérstaklega í ljósi þeirra atburða sem hafa verið í fréttum undanfarið...og eru alveg örugglega langt í frá einsdæmi...Og ég finn svoooo til með aðstandendum þessa drengs sem gafst upp...gat ekki meir....náði aldrei að vinna úr þessari ömurlegu lífsreynslu.... 

Lífið getur verið svo skelfilega miskunnarlaust og grimmt...jafn ljótt eins og það getur verið fallegt...jafn ömurlegt eins og það getur verið yndislegt...jafn dapurlegt eins og það getur verið gleðiríkt.... 

Ég ætla samt að halda í þá von og þá trú að drengurinn minn eigi eftir að eiga litríka og fallega framtíð og að eineltið eigi ekki eftir að fylgja honum út í lífið....að hann sé búinn að yfirvinna sorgina...vantraustið og óttann við fjöldann...og að marbletturinn á sálinni sé farinn að dofna....

En ég ætlast ekki til að hann gleymi....frekar nýti sér reynsluna þó sár sé....til aukins þroska...

Hann segist sjálfur vera búinn að fyrirgefa öllum...að hann sé sáttur og að sér líði vel....hann er ekki reiður við neinn og vill ekki hefna sín á neinum...sér engan tilgang í að erfa þetta við einn eða neinn....og ég vona að þannig verði það alltaf.... 

Og ég vona líka svo sannarlega að með allri þessari umfjöllun og allri þessari þekkingu verði hægt að uppræta þennan viðbjóð...einelti...og koma í veg fyrir að börn framtíðarinnar þurfi að kynnast því á einn eða annan hátt....að allir fái að vera þeir sem þeir eru...eins og þeir eru...það þurfa ekki allir að vera eins....við erum sannarlega alls ekki eins og það er það sem gerir heiminn svo spennandi og áhugaverðan....skemmtilegan og forvitnilegan.....

Okkur var aldrei ætlað að vera eins...við erum öll sérstök og yndisleg hvert á sinn hátt...og heimurinn væri hræðilega einslitur og fátækur ef allir væru steyptir í sama mót....

  

 

Förum inn í nóttina með fallegar hugsamir....englana yfir og allt um kring...

og njótum þess að vera til!!!

MUNA: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.Sýndu öðrum sömu virðingu og þú vilt að þeir sýni þér. Þú ert löngun þín.Hin dýpsta löngun þín er vilji þinn. Vilji þinn skapar verkin þín.

Verk þín skapa örlög þín…”

  

Lovjú krúttbomburnar mínar allar.... 

 


...LÍFIÐ ER EIN ÓVISSUFERÐ....

                           

                       

                    

Enn einn dagurinn að kveldi kominn og rólegheitin að leggjast yfir mannlífið....

Nóttin laumar sér inn um glugga og dyr og vefur hlýjum faðmi sínum þreyttar sálir sem sofna sætt og vært og dreymir nýjan dag.... 

Ég er kona mikilla pælinga...og dett oft niður í alls kyns hugsanir.... ýmist mínar eigin..eða annarra...   

Umferðin...hrðaksturinn og áfengis og dópneysla landsmanna hefur oft kveikt hjá mér ýmsar hugrenningar...mér finnst svoooo sárt hvað ótal margir þurfa að þjást vegna gáleysis einhvers...fljótfærni eða fífldirfsku....töffaragangs og hugsunarleysis...ÞAÐ ER EKKERT TÖFF AÐ VERA DAUÐUR....það er bara alveg klárlega staðreynd sem fólk ætti að spá í....

   

Ég...eins og margir....les blöðin og sé öll viðtölin sem gefa mér hugmyndir um sársaukann...kvölina og endalausu þolinmæðisvinnuna sem fórnarlömb slysa þurfa að búa við...veða aldrei aftur þau sömu....eru svift frelsinu...en verða að horfa á hvern dag sem sigur....

   

Ein lítil hreyfing...eitt lítið skref....

   

Og svo hinir sem misstu....

Þvílík sorg...þvílík takmarkalaus sorg sem slík slys skilja eftir sig....

Og endalausar spurningar...

   

Hvað EF...????

Af hverju þurfti einhver að vera á ferð á sömu stund og á sama stað og sá sem hugsaði ekki?????

Af hverju minn...þinn...hans...okkar...þeirra...hennar?????

Af hverju??????

   

Endalausar hugsanir...endalausar ásakanir...endalaust eirðarleysi...endalaus sársauki...endalaus sorg....

   

Ég sá einhvern tímann ljóð sem snerti mig afar djúpt...kom tárunum til að renna og hjartanu til að slá örar....og ég fann sársaukann hellast yfir mig þegar ég setti mig í spor þess sem talaði og þess sem orðunum var beint til...

   

Og ég fann löngun til að gera þessa túlkun á íslensku...án þess að vera með beina þýðingu....þetta bara kom.....

ÉG FÓR Í PARTÝIÐ......     

 

 

Ég fór í partýið,mamma  

 

þetta sem ég sagði þér frá

  

þú baðst mig að drekka ekki áfengi

  

vera allsgáð á bílnum mínum,mamma

  

svo ég sötraði bara kók light.

    

Ég var svo stolt af mér,mamma

  

leið svo vel líkt og þú sagðir mér.

  

fann að ég gerði þetta allt saman rétt

  

fór á bílnum og drakk ekki neitt,mamma

  

sumir sögðu það samt vera ókei.

    

Mér fannst ég sko flottust,mamma

  

heil og ótrúlega fullkomin

  

og þegar ég yfirgaf svo partýið

  

alveg edrú eins og þú baðst mig,mamma

  

gat ég alveg óhrædd ekið heim.

    

Ég fór mjög varlega,mamma

  

Og ég hugsaði sterkt heim til þín

  

örugg um að komast heil alla leið heim

  

því mig grunað sko alls ekki,mamma

  

að örlög mín væru svo grimm.   

Ég ligg á malbiki,mamma  

Heyri mann segja fjarlægum róm

  

að ungi maðurinn hafi verið drukkinn

  

hann hafði keyrt bílinn allt of hratt,mamma

  

og þess vegna er ég nú hér.

       

Það er blóð út um allt,mamma

  

ég reyni að gráta ekki neitt

  

langt í burtu heyri ég ókunna rödd

  

og hún hljómar svo dapurlega,mamma

  

segir „stelpan er að deyja“ .

     

Gaurinn vissi ekki ,mamma

  

hvaða áhættu hann tók í kvöld

  

er hann settist undir stýrið á bílnum

  

hann var svo drukkinn og ruglaður,mamma

  

hann drakk, en það er ég sem dey.

    

Því gerir fólk þetta,mamma?

vitandi að það kostar oft líf  

úff,sársaukinn flæðir um mig alla  

nístir og kvelur mig allsstaðar,mamma

  

þúsundir hnífa sem stingast í mig.

    

Segðu systu að gráta ei,mammai

  

segðu pabba að harka af sér

  

ég reyni að vera mjög sterk og dugleg

   

nú þegar ég nálgast himnahlið,mamma

  

settu „Pabbastelpa“ á steininn minn!

    

Hann hlýtur að vita það,mamma

að drukkinn ei aka skal neinn

  

maður tekur bara ekki þannig séns

  

hefðu foreldrar hans frætt hann betur,mamma

  

væri lífið að bíða mín.

    

Í nóttinni grætur hann,mamma

  

segist alls ekki muna hvað gerðist hér

  

hafi ekki keyrt hratt eða óvarlega

  

þeir segja hann sé ómeiddur,mamma

  

samt grætur hann meira en ég.

     

Æ, svo erfitt að anda,mamma

  

ég er svo skelfilega hrædd

  

ég vil ekki liggja á malbikinu

  

finn hvernig lífið mitt fjarar út,mamma

  

af hverju þarf ég að deyja?

    

Eg vildi að þú værir hér,mamma

  

að ég hvíldi í fanginu á þér

  

lægi ekki deyjandi ísköld og hrædd

  

þú veist ég elska þig endalaust,mamma

  

ég alls ekki tilbúin er.

    

Þú mátt ei gleyma mér,mamma

  

ég hefði átt að kyssa þig bless

  

ég flýtti mér svo í partýið góða

  

hefði átt að þrýsta þér að mér, mamma

  

í huganum faðma ég þig.

BH 2008.

    

Ég veit ekki hvort þetta ljóðkorn snertir þann sem það les...en það snertir mig.....

Kannski segir það einhverjum eitthvað...kannski ekki...

Kannski vekur það einhvern til umhugsunar og kemur jafnvel í veg fyrir slys....kannski ekki......

Kannski óskin mín um slysalaust land rætist...kannski ekki.....

 

 

     

MUNA: Hvatningarorð hressir sálina eins og svaladrykkur í steikjandi sólarhita. Ein getum við svo lítið en saman miklu meira!

   

Farið varlega elskurnar mínar allar…...

Lovjú til tunglsins og aftur til baka….        


...ALLTAF GAMAN Í OKKAR BEKK....

                         

Þrátt fyrir að júlí sé ekki nema rétt hálfnaður er samt farið að skyggja þarna úti í rennblautri og guðsgrænni náttúrunni og það er einhver dulúð yfir þessu öllu saman....jörðin...nóttin og við.....   

 

Safnadagurinn mikili að kveldi kominn og við búin að næra sálina af menningu og listum fyrir peninginn....Kjarvalsstaðir...Árbæjarsafn....871 + - 2....og Sjóminjasafnið að baki en blessaður öðlingurinn hann Laxness verður að bíða um stund...en við komum kallinn minn...við komum...    

 

 

 Nema hvað...Trönuhjallatöffarar án Miðormsins sem varð að afgreiða hungraða í Nóatúni...brenndum af stað um hádegi og hittum Reykásbomburnar og fórum með þeim í safnaleiðangur....  

 

 Flottasta safnið að okkar mati er Landnámssafnið...871+ - 2....ekki spurning....en þangað fórum við í fyrsta skipti í dag...  

 

Við fengum leiðsögumann til að segja okkur söguna um setrið góða og hann  Sigurður var fús til þess...mjög skemmtilegur og fræðandi ungur maður sem kann sitt fag og vel það...gat svarað ótal spurningum og var mjög stoltur af þessu flotta safni....   

 

Krakkarnir nutu þess að hlusta á hann og ganga svo um safnið og skoða ... enda verulega skemmtilega upp sett og gert þannig að það grípur alla strax... 

Og meira að segja Unglingarnir okkar góðu voru að fíla sig þarna og skemmtu sér ógeð vel...enda eru þau náttla óeðlilega fyndin...geta algerlega drepið mann....það eru engin orð til að lýsa þeim...þyrfti vídeo til að gefa smá hugmynd....ha ha ha....!!!!    

 

   

 

Alllt útsýnið sem þessir landnemar höfðu....náttúran í öllu sínu veldi...lóan og fleiri fuglar syngjandi og kurrandi...lækir seytlandi....fossar flæðandi og sjórinn sönglandi...skógurinn breiðandi úr sér yfir allt höfuðborgarsvæðið... og fjallasýnin þvílík..allur hringurinn eins og hann leggur sig.... kúúúl... 

En....einmanalegt.... 

 Engin hús...engir bílar..ekkert mannlíf að ráði...engin menning....ekkert fjör....allt eitthvað svo OFURrólegt og dauðyflislegt...hverskonar líf var það??????

Þó mér þyki gaman að velta fyrir mér þessum fyrstu árum Íslandsbyggðar get ég seint fullþakkað mínum elskulegu foreldrum að hafa fætt mig á miðri tuttugustu öldinni.... 

Nema maður hafi verið uppi á þeim tímum í öðru lífi????... wów... smalastúlka....útvegsbóndi...vinnukona eða hreppstjóri????  

 

Náttúran er ágæt í hófi...falleg...friðsæl og yndisleg á allan hátt...en ég vil hafa gæði og líf....þar sem menningin er komin á hærra plan en moldargólf...hlaðnir veggir og torfþak...langeldar...kúkur og piss úti í horni....strokkað smjör og sjálfdauðar rollur í skítugum öskum til að gúffa í sig með þurrum og sprungnum höndum sem skarta sorgarröndum dauðans....blóðug klæði...táfýla...blaut föt og prumpandi vinnuhjú... fjölþreyfnir húsbændur og dauðþreyttar húsmæður....harðsvíraðir glæpahundar...flökkukellingar og hótandi húskarlar...drykkfelldir prestar og ósvífnir sýslumenn....

 

 

 

Ó mæ god....takk mamma og pabbi...takk...takk...takk...ég er tuttugustualdarbarn!!!!....takk og aftur takk!!!!  

 

En...ég mæli með þessu safni og endilega fá leiðsögumann...þetta er rosalega flott og vel unnið allt saman og hugmyndirnar tær snilld....  

 

 

Sjóminjasafnið á Grandagarði kom á óvart...verulega skemmtilegt og ekki spillti að þar var sögð DRAUGASAGA...múhaha....  

 

Unglingarnir misstu sig...en urðu samt engum til skammar...en þau eru svo snjöll að sjá það fyndna og skemmtilega í lífinu....  Þarna sér maður alveg hvernig sjómannslífið er og var á árum áður.... sjómannsheimilin....fatnaðurinn... lúkarinn...þröngar kojurnar....aðstaðan til þvotta...saltfiskverkunin.... v innuaðstaðan... .stjórnklefainn... höfnin... fraktarar...veiðiskip og varðskip...íslenska menningin og öll þessi vinna sem ligggur að baki og enn er stunduð grimmt....  

 

Það var líka í boði að skoða varðskipið Óðinn...hann er nú hluti af sýningunni og það var mjög gaman að fara um borð og láta eins og maður væri einn af áhöfninni....Hív og hoj...!!!...Lago með hlerana....!!!       

 

 

Þarna sprangaði maður um þrönga ganga...upp og niður bratta stiga...sá vélina sem knýr skipið áfram.... hásetakabyssurnar... eldhúsið... matsalinn... sjúkraherbergið (með líkinu í...) skipstjóraklefann...brúnna  og allt þetta sem skip á að innihalda...  

 

Þetta var tilvalinn dagur til þess að flækjast um og skoða söfn þar sem regnið buldi á þakinu og rokið reif í mann og vætti hressilega þegar maður hljóp á milli bílsins og áfangastaðar....   

 

En svo verður fólk líka voða svangt í svona ferðum...svo við stormuðum í bakaríið og svo upp í Reykás til að næra vömbina...en allar sálirnar voru náttla í verulega góðum málum....  

 

    

 

Við hittum Tengdó á Sjóminjasafninu...veit ekki hvort það var tilviljun...en við drógum þau með okkur í kaffi og meðlæti og það var mikið fjör og mikið spjallað um upplifanir dagsins....  

 

Stefnan var svo tekin í Gljúfrastein svona í lok dags...en þar sem ekki allir hugðust heiðra skáldið með nærveru sinni var ákveðið að fara á einum bíl...og varð Strumpastrætóinn fyrir valinu...hmmm...kannski ábending um að fara að skoða það farartæki eitthvað Gummi minn...því blessuð rútan bilaði á leiðinni upp í Mosó svo við komumst aldrei á áfangsastað...sorry Halldór...en við komum seinna....

    

 

Ég hef reyndar gerst svo fræg að koma í heimsókn í Gljúfrastein í boði skáldsins...það eru kannski svona tuttuguogfimm ár síðan...

Ég og vinkonur mínar áttum að skrifa ritgerð um Atómstöðina og þar sem ég hef aldrei verið mjög hefðbundin manneskja þá fannst mér tilvalið að spjalla við kallinn...rabba um bókina og skrif yfir höfuð...og fá hann svona til að svara nokkrum spurningum...  

 

Ég átti meir en klukkutíma símtal við hann þar sem ég var að reyna að sannfæra hann um það að ég YRÐI að skrifa um þessa bók...sama þótt honum þætti það ekki spennandi...búinn að skipta um skoðun og svona...en hann gaf sig ekki alveg...vildi að ég skrifaði um bókina Við Heygarðshornið...

Welll...eftir miklar og „fjörugar“ rökræður...hann var reyndar svolítið hægur í máli sko...þá sagði kallinn bara að hann langaði að hitta mig og vinkonur mínar...við skyldum þá sjá til með hvort hann fengist til að ræða þessa bók eitthvað nánar....en endilega komiði....    

 

   

 

Við stöllur...Anna og Hanna...elskulegar vinkonur mínar.með alla sína þolinmæði gagnvart dyntunum í mér...fengum Simma pabba Hönnu til að keyra okkur í sveitina (réttara sagt pantaði hann það og tók með bók til að fá áletraða) og svo var stormað í Hús skáldsins... Gljúfrastein...  

 

Það fór bara vel á með okkur svona til að fyrirbyggja allan misskilning...enda er ég ekki mikið fyrir rifrildi....og það var bara helv..gaman að spjalla við skáldið....skoða húsið og fá sér smá kaffisopa hjá Auði..konunni hans....  

 

Og við fengum Halldór til þess að svara spurningum UM Atómstöðina... ræddum um nýju bókina sem þá var Við Heygarðshornið....létum hann gefa okkur skriftarsýnishorn...sitja fyrir á myndum með okkur og vera bara hinn reffilegasti....og hann var mjög hress og skemmtilegur gestgjafi...   Þetta er eitthvað sem seint gleymist og er ómetanleg minning í mínu hugskoti....enda kallinn flottur penni og í miklu uppáhaldi hjá mér....

   

 

Ég var ekki nema sjö ára þegar ég mætti með ljóð eftir hann í skólann og las upp fyrir bekkinn....

Hann pabbi er skrýtinn og sköllóttur kall

 með skinnhúfu og tekur í nefið

Kolsvart kaffi og brennivín 

er það besta sem honum er gefið....   

 

Ég gleymi ALDREI svipnum á kennaranum...ha ha ha...!!!!  

 

Og ég gleymi heldur ekki svipnum á íslenskukennaranum í MK þegar hún fékk ritgerðina um Atómsstöðina í hendur...en ég hef löngum farið mínar leiðir í skriftum og öðru í þessu lífi.... 

 

  

 

Well...ég fer alltaf út fyrir endimörk alheimsins í þessu bloggi mínu....nema hvað Strumpastrætóinn...þessi sem ég var að tala um áðan...bilaði bara sísvona...ofhitnaði og lét ófriðlega...svo Gumminn varð að koma og bjarga okkur af Suðurlandsveginum og koma okkur í Reykásinn á ný....  

 

Borðuðum þá bara aðeins meira...en snérum svo hypjunum heim til að horfa á Landsbankadeildina í imbanum...FH-Fylkir...sem fór öðruvísi en menn áttu von á...en dáldið heppilega fyrir mína menn....sorry sæta sys..   

 

Í gær stormuðum við hjónakornin ásamt Elnu og Gumma og Ingu og Auðunni á stórmyndina MAMMA MIA og ég er að segja ykkur það...þetta er TÆR SNILLD!!!! 

 

Guð minn góður hvað ég skemmti mér ógeð vel á þessari mynd...með alla þessa flottu leikara og brjálæðislega flottu söngva...og ég hló mig vitlausa þarna í Laugarásbíó...og allur salurinn með....

ÞAÐ ER SKYLDA AÐ SJÁ ÞESSA MYND....UPP MEÐ ABBAFÍLINGINN!!!! ALLIR á MAMMA MIA!!!!! I have a dream...segi ekki meir....   

 

Að sjálfsögðu vorum við svo í Frostaskjólinu á fimmtudaginn til að horfa á okkar ástkæru snillinga rúlla KR upp...þetta var svoooo flottur leikur og verulega skemmtilegur...nú erum við sko að tala saman...tralla lalla la!!!   

 

 

 

 

 Fórum í rútu...tveggja hæða...syngjandi og trallandi...veifandi fánum og með klemmur á nefjum...þar sem það er víst svo mikill skítur á túnum í vesturbænum....höfðum það upp úr einhverju lesendabréfi...svo allur var nú varinn góður.....Whistling VIÐ ERUM VALUR....FRÁ HLÍÐARENDA...!!!!   Whistling

 

Fjölskyldan er alveg í góða gírnum og þó útilegurnar séu ekki margar...eða engar kannski enn...þá líður okkur verulega vel hérna heima og svo er bara skroppið hitt og þetta þegar stemman er þannig...og þannig er sumarfríið bara...skemmtilegt...óvænt og ljúft....  

 

Maður sefur...tjillar...rúntar um... labbar... flatmagar....syngur... málar....spilar....skrappar....fer í heimsókir...fer á leiki....söfn......  

 

     

 

Næsta vika er óskrifað blað...það verður gaman að sjá hvaða minningar hún fær að geyma....en ég er viss um að hún verður full af sól og skemmtilegum viðburðum....því þannig er jú lífið.....ekki spurning!!!!   

 

MUNA: „Það sem ég upplifi núna er afleiðing fortíðar; það sem ég upplifi í framtíðinni veltur á því hvað ég geri núna.“   

 

    

 

Njótið lífsins og látið ekkert eyðileggja gleðina ykkar!!!   

 

 Lovjú truflað mikið....     

 

 


....SÆLT ER AÐ EIGA SUMARFRÍ....

 

 

                               

Sumarið og sólin ....tralla lalla la...sumarfríið og kósíheitin allsráðandi...ohhh...hvað getur maður beðið um meira???? 

Ein og hálf vika búin af sumarfríinu og ég er sko búin að hafa það ógeð gott...

Hér á bæ eru allir frískir og fínir...búið að draga saumana úr haus Elstamanns og vonandi bara öllum hrakföruum lokið í bili.....

Fórum í „útilegu“ um síðustu helgi...eða þannig....gistum allavega í VeraHvergi og geri aðrar skræfur betur!

Ég þurfti að hugsa mig um...ég er að segja ykkur það...ég er skíthrædd við þessa fjárans skjálfta alltaf stöðugt og býst við hinu versta.....OG EKKI REYNA AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞESSU SÉ LOKIÐ...jörðin er sko á stöðugu iði þarna í austrinu.....JÁ ÉG VEIT ÉG ER SKRÆFA.....þá það bara..... na na na bú bú....

Við gistum hjá Doddanum og Örnunni og ég gerði náttla herbergið lífhelt...nama hvað????.....lét Maggann fjarlægja sjónvarp og þunga hluti og setja niður á gólf....fjarlægði stóla og kassa og passaði upp á að komast út...hratt og örugglega...ef á þyrfti að halda.....he he....aldrei of varlega farið sko....tilbúin að bjarga hinum sem ekki eru á sama leveli og ég.... 

En...þrátt fyrir allt...þá var alvag yndislegt þarna í langtburtistann...sól og mikill hiti í sveitinni og tvíburakrúttin í banastuði...enda nýorðin fimm ára og að sjálfsögðu var sko haldið upp á það annan apríl....með ógó flottu afmælispartýi.....TIL HAMINGJU AFTUR OG AFTUR ELSKU KRÚTTLINGARNIR MÍNIR SÆTUSTU!!!!

Nema...þarna um helgina var sko veður til að busla í sundlauginni sem hann Aron stóribróðir gaf þeim...og Árni og Minnstan skemmtu sér konunglega þarna ofan í líka...enda ekkert smá stór laug.....og fullt af boltum til að leika með....og svo var náttla bestast að skvetta á okkur sem ekki vorum í sundfötunum.....

Tengdó höfðu skellt sér á Írska daga upp á Skaga...en þar var bæði þoka og skítakuldi....svo þau brunuðu á húsbílnum yfir heiðina og mættu í sólina og sæluna og sáu ekki eftir því.... 

Þau höfðu líklega misskilið eitthvað þarna uppfrá...höfðu séð götugrill auglýst og héldu því með tóma maga út á galeiðuna...eins og gert er á Fiskideginum mikla...nema hvað þarna var víst ætlast til að hver og einn kæmi með sinn mat á grillið....svo þau laumuðu sér skömmustuleg inn á hamborgarastað og fengu sér að borða.....

   

Við bættum þeim þennan misskilning með því að slá upp „götugrilli“ á pallinum hjá Þóru og Dóra....gerðum langborð og drösluðum grillinu hans Dodda á svæðið...svo þetta varð bara hið besta mál...ítalska fjölskyldustemman á suðupunkti og allir voða glaðir.... 

Enduðum svo kvöldið í heita pottinum á sama palli og það var sko ekki amalegt að kúra þar í hlýjunni meðan sólin var að tylla sér á hafflötinn...og nóttin breiddi ofan á sólbakaða sunnlendinga..... 

Játa það þó hér og nú að ég sofnaði ekki dúr....ekki að það hafi væst um mig...nei nei nei...bara gat ekki hætt að hugsa.....

Ég fór því fram þegar ég heyrði að litlu krílin voru komin á ról og skemmti mér með þeim þar til hinir röknuðu úr rotinu.... 

Sólin braust svo fram um hádegið og þá fórum við Trönuhjallatöffarar að hugsa okkur til hreyfings því stefnan þennan dag var tekin aðeins austar...eða í Grímsnesið...þar sem hann pabbalingur ætlaði að eyða afmælisdeginum sínum í sumarlandinu góða...sem heitir reyndar Nýlenda.....

Þar var sko líka sól og sæla...aðeins meiri gustur en í VeraHvergi.....en það truflaði ekki afmælishaldið og eyðilagði hvorki kökunart né Prins póló smjatt....TIL HAMINGJU ELSKU PABBINN MINN BESTI OG TAKK FYRIR OKKUR!!!! 

Nutum þess að vera þarna í vellystingum þar til okkur var ekki lengur til setunnar boðið.....leikur á Hlíðarenda og við misstum sko ekki af honum.... 

Þrátt fyrir að Valsarakrúttin mín séu búnir að vera eins og jarðskjálftamælar í sumar...þá nálgast þeir nú toppinn hægt og örugglega...og leikurinn á sunnudaginn var hreinasta augnakonfekt...bara tær snilld og hrikalega gamman að vera í Rauða liðinu þann daginn..... 

Það eina sem ég er ekki hress með er að verið sé að kaupa og selja leikmenn á miðju tímabili...það getur ekki verið gott fyrir neitt lið.... 

Og á morgunn....er THE leikur....Hlíðarendatröllin mæta Vesturbæjarljónunum... hó hó hó...þá verður gaman.....

       

 Elnan og ég stormuðum í Nauthólsvíkina í dag ásamt Rut og Ingu og fullt af krakkapjökkum....grilluðum og sleiktum sólina...tjöttuðum og nutum sumarsins....þar til sólin fékk nóg og fór í felur.....og það varð bara ískalt þarna á ilströndinni.....svo við pökkuðum saman og fórum heim... 

Magginn var að vinna smá fyrir afa Didda....breyta elshúsinnréttingunni hjá honum og kaupa fyrir hann ísskáp...svo nú er bara flottast hjá þeim gamla og hann alsæll..... 

Minstan er með ÞRJÁ næturgesti þessa stundina....Kristínuna, Elínuna og Hörpuna og þær tísta og hlæja endalaust þarna inni...fermingarfliss...eins og einn góður lkennari nefndi það svo skemmtilega....en Miðormurinn er líka snillingur að koma tístinu af stað...með skítugum sokkum og fleiru fíflalegu .. sem þeim finnst geggjað fyndið.....

Ég elska að hlusta á þetta....!!!!   

Ætla að gefa þessum skellibjöllum smá kvöldnasl og koma þeim í rúmið svo þær verði sprækar og hressar í sólina og fjörið í fyrramálið...kannski við skellum okkur bara í sund eða eitthvað....og svo er nú kominn tími á að dusta rykið af Kubbinu okkar góða...bara gaman að spila það....!

     

EINN NETTUR SVONA Í TILEFNI AF ÁSTANDINU Í HEILBRIGÐISKERFI LANDSINS....

 Fyrir nokkrum árum hélt læknir fram hjá konu sinni með hjúkrunarfræðingi.
Ekki leið á löngu þar til hjúkkan varð ófrísk.
Læknirinn gat ekki hugsað sér að upp kæmist um framhjáhaldið, lét hann því viðhaldið hafa fjárfúlgu og bað hana að fara til meginlands Evrópu og eiga barnið þar.
Hvernig get ég látið þig vita,þegar barnið fæðist?” spurði hjúkkan.
Sendu mér bara póstkort og skrifaðu “spaghetti” á það. Ég skal svo borga allan brúsann.”
Konan flaug til Ítalíu og segir ekki frekar af ferðum hennar.
En sex mánuðun seinna hringir eiginkona læknisins á stofuna til maka síns og segir: “Elskan, þú fékkst svo skrítið póstkort í dag. Það kemur frá Ítalíu, en ég fæ engan botn í það sem í því stendur.”
“Hafðu engar áhyggjur af því, ástin mín. Ég skoða kortið þegar ég kem heim.”
Læknirinn kom heim um kvöldmataleitið, las kortið og féll að því búnu í gólfið með hjartaslag.
Sjúkrabíll kom á staðinn og flutti lækninn með forgangi á spítala.
Eiginkonnunni varð að sjálfsögu mjög brugðið og einn úr áhöfn bílsins varð eftir til að hugga hana.
Hann spurði hana hvað gæti hafa orðið manni hennar um megn.
Konan tók upp póstkortið og las: “Spaghetti, spaghetti, spaghetti. Tvö með pylsu og kjötbollum og eitt án!

HA HA HA.....!!!!  

   

MUNA: Góðvild þín og gæska borgar sig og skilar sér margfalt til baka. Sælla er að gefa en þiggja. Viljir þú láta lánið leika við þig þarftu að skapa heppileg skilyrði. Tækifærin snúast ekki um heppni eða tilviljanir. Þau eru allstaðar. Þess vegna getur þú orðið þinnar gæfu smiður með því að skapa réttu aðstæðurnar.

  

Eigið öll góðan og sólríkan morgundag og njótið þess að það er sumar á klakanum okkar góða.....!!!!!

Lovjú endalaust.... 

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband