Bloggfærslur mánaðarins, maí 2008

...SOLDIÐ JÚRÓUÐ...SOLDIÐ SPORTÝ OG SOLDIÐ DJÚP....

 

Þá er nú Júróið búið og allir glaðir og sáttir með framlag okkar Íslendinga þarna í Serbíu, en fyrir mitt leyti eru Frikkinn og Regínan sigurvegararnir...voru ógeð flott á sviðinu og geisluðu af heilbrigði og gleði og smituðu allt og alla með þessari ótrúlega fallegu útgeislun....HÚRRA fyrir þeim og öllum sem að baki þeim standa.

Við UNNUM líka Sænsku geimveruna, danska krúttið og finnsku rokkarana....það var bara Norska María sem laumaðist einhvern veginn bakdyramegin upp í fimmta sæti...án þess að nokkur tæki eftir því...he he...heija Norge.... Bara það að KOMAST í aðalkeppnina er KLÁRLEGA SIGUR...ekki satt?

TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!!

  

Hér var að sjálfsögðu Júróstemma með tilheyrandi hamborgurum...snakki og nammi fyroir peninginn ...voða stuð og mikið hlegið og fíflast.....Vantaði kannski bara Pallann til að fullkomna júróvísjónið....en Sigmar kynnir bætti úr því...enda fantagóður og ógeð fyndinn... 

 

Það var nú ekki þynkunni fyrir að fara hér á Sunnudag...enda fólk ekki mikið fyrir sopann....en við mættum galvösk á okkar frábæra Vodafonevöll á Hlíðarenda og vorum í fantastuði....loksins komin HEIM..... 

   

 

Völlurinn bara flottur og Stuðararnir alsælir....Endurheimtum líka BongóBaldur og það er sko ekki hægt að líkja stemmningunni saman þegar hann er ekki... 

Leikurinn var hápunkturinn og þvílíka MEGAfjörið í stúkunni...wów....BARA gaman....og ekki spillti fyrir að við UNNUM leikinn og Helgi á fyrsta mark vallarins...svona formlega....bara flottastur! Og Pálmi Rafn vígði möskvana líka...GEGGJAÐUR!!!

  

Ég er búin að vera á námskeiði í Jákvæðri hugsun og það hentaði mér afar vel...svo ég ákvað að sækja meira þarna til þeirra í Lótushúsi og fór á námskeið í svonefndu Raija yoga..... 

Þetta er ótrúlega þægilegt og afslappandi og maður kemur endurnærður út eftir rúmlega eina klukkustund....mæli með þessu fyrir þá sem finnst gott að geta kúplað sig út í amstri dagsins...bara eina til tvær mínútur....og losna þannig við alla þessa þreytu sem áreitið í kringum okkur veldur...Það er enginn að segja að maður leggist á hnén og biðji bænir...þetta snýst bara um það að róa hugann...hvíla sig smá...því við hugsum hvorki fleiri né færri en 80.000 hugsanir á sólarhring....úff...maður verður þreyttur við tilhugsunina eina saman.... 

Viljiði pæla! ÁTTATÍUÞÚSUND hugsanir!

   

 

Það er hugsun á bak við ALLT sem við gerum og segjum...því ALLT byrjar með einni hugsun....Og hugsanirnar eru í raun tilfinningar okkar..sem segja okkur þá að við erum hugsanirnar....persónuleiki okkar skapast af því sem við hugsum....Hugsun er orka...ein sú vanmetnasta orka sem til er...en er þó öflugri en kjarnorka...pælið‘ í því...!

Verra er að af öllum þessum hugsunum okkar eru c.a 40 -50% NEIKVÆÐAR...og það er eitthvað sem sprettur úr uppeldi, umhverfi og öllu því áreiti sem við verðum fyrir.Pæliði hvað við myndum spara mikla orku ef við gætum sleppt þessum bneikvæðu hugsunum!Hugsanirnar getum við flokkað í fjóra hluta í rauninni, NAUÐSYNLEGAR HUGSANIR...ÓÞARFA HUGSANIR...NEIKVÆÐAR HUGSANIR...JÁKVÆÐAR HUGSANIR...

Þessar nauðsynlegu segja okkur þetta daglega... að vakna...bursta tennur... klæða okkur...vinna....Óþarfa hugsanir tengjast fortíð og framtíð...þetta endalausa EF...og HVAÐ VERÐUR....? Neikvæðu hugsanirnar leiða okkur út á brautir reiðinnar...hatursins...vonbrigðanna....éta okkur að innan og eru niðurbrjótandi og tortímandi....með því að LEYFA þær erum við að STYRKJA þær og það ætti maður náttla bara að forðast....Jákvæðu hugsanirnar byggja okkur hins vegar upp og styrkja okkur og eru svo öflugar að við finnum fyrir þeim.Maður skynjar orðin og tilfinningarnar og VEIT nákvæmlega hvort fólk meinar það sem það segir eða hvort það segi bara orðin....ALLT SEM VIÐ SENDUM FRÁ OKKUR FÁUM VIÐ TIL BAKA....

Það er af því að hver einstök hugsun sem við hugsum hefur afleiðingar...


 

   

 

Og ALLAR tilfinningar sem við þekkjum...mætum annars staðar...búa innra með okkur. Þess vegna verðum við stundum OFUR pirruð útí einhvern...það er af því okkur líður þannig innra með okkur....það er líðan sem við þekkjum...og þessi leiðindapúki sem pirrar mann er í raun að kenna manni að leita inn á við til að lagfæra þennan pirring í manni sjálfum.... 

Þegar við tökum eftir einhverju í fari annarra þá er það vegna þess að það á samhljóm í okkur sjálfum....Til þess að geta gefið öðrum eitthvað þá VERÐUR maður að eiga það sjálfur...þannig er það nú bara....

 

 

Í minni vinnu bý ég svo vel að geta farið í hvíld með litlu börnunum....hlustað á rólega tónlist og náð að gíra mig niður eftir erilsaman morgun....og litlu krílin blátt áfram ELSKA þessa stund...fá koddann sinn og teppið...dudduna og kósídýr og gleyma sér í einn til tvo tíma....Spáið ef þau myndu ekki sofa á daginn...verandi í biluðu áreiti í 8-9 klukkustundir...ó mæ god...ég biði ekki í skapið þeirra þá.... 

Bara það að liggja með lokuð augu og einbeita sér að því að hugsa um ekki neitt....kyrra hugann... gefur manni fullt af orku og krafti og það er ekkert mál að klára daginn...með brosi á vör....

  

Það er ekki vitlaust að spá svolítið í það hversu neikvæður eða jákvæður maður er og reyna að losa þessa neikvæðni og reyna að finna það jákvæða í staðinn...manni líður svo allt öðruvísi og maður finnur einhvern styrk...manni finnst maður frábær og mikilvægur og þannig á manni að líða...því allir eru frábærir og mikilvægir! 

EINN GÓÐUR: 

Pólverji nokkur þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt, þar sem það gamla
var útrunnið.
En fyrst þurfti hann að gangast undir augnskoðun hjá augnlækni, áður en
sýslumannsembættið léti Pólverjanum í té nýtt ökuskírteini.

Augnlæknirinn lét hann lesa á spjald með stöfunum

"C Z W I X N O S T A C Z".

"Getur þú lesið þetta?" Spurði augnlæknirinn.
"Lesið þetta?"  Endurtók Pólverjinn.  "Ég þekki manninn!".

OG LÍKA ÞESSI: 

Þrjár konur lentu í bílslysi, dóu og fóru til himna.

Þegar þær komu þangað sagði Lykla-Pétur við þær, “Það er aðeins ein regla á himnum: ekki stíga á endurnar!"

Þær fóru inn um hliðið og sáu að það voru ekkert nema endur út um allt. Það var eiginlega ómögulegt að stíga ekki á neina þeirra. Konurnar þrjár pössuðu sig á því að stíga ekki á neina önd, en því miður steig ein konan ofan á eina önd.

Um leið kom Lykla-Pétur með ljótasta mann sem hún hafði á ævi sinni séð.
Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði “Refsingin fyrir að stíga ofan á önd er að eyða ævinni, hlekkjuð við þennan ljóta mann!”Daginn eftir, steig önnur kona alveg óvart ofan á eina öndina. Lykla-Pétur mætti strax á svæðið með annan rosalega ljótan mann. Hann hlekkjaði þau saman eins og hann hafði gert við fyrstu konuna.

Þriðja konan sá þetta allt og vildi alls ekki eyða ævinni, hlekkjuð við ófríðan mann. Hún var því ofur varkár þegar hún steig niður fæti.

Mánuðir liðu og henni tókst að sleppa við að stíga ofan á önd. Einn dag kom Lykla-Pétur til hennar með myndarlegasta mann sem hún hafði nokkurn tíma séð. Hávaxinn, massaður, með löng augnhár og grannur.

Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman án þess að segja orð

Hamingjusama konan sagði “Hvað ætli ég hafi gert til að verðskulda það að vera hlekkjuð við þig að eilífu?”

Myndarlegi maðurinn sagði “Ég veit ekki um þig, en ég steig ofaná önd!” HA HA HA!

Frábær vika að heilsa okkur og mai bráðum á enda...spáið í það...júní er bara þarna rétt handan við hornið...og það fer að styttast í SUMARFRÍ!! Jibbí!!!!

 

 

 

MUNA:  Hugsanir líkjast töfrateppi sem sálin svífur á um alla eilífð. Sálin hvílist þegar við leyfum aðeins hinum hreinustu hugsunum að leika um hugann – hugsunum fylltum jákvæðni og góðum óskum, okkur sjálfum og öllum öðrum til handa. Slíkar hugsanir hreinsa og endurnæra hugann og færa okkur aukinn kraft.

Því ef ég hugsa jákvæðar hugsanir til annarra, hver upplifir þær þá fyrst?

  

LOVJ‘U PÍPÚL!


...UPP UPP MÍN SÁL OG ALLT MITT GEÐ...OG RASSINN MEÐ....

   

Skrönglaðist á lappir í gær og í vinnuna og var nokkuð ánægð með mig....hósta að vísu fyrir péééninginn...en ét ofnæmislyf og spreyja nasir hægri vinstri svo ég ætti að fara að verða góð....betri...best.... 

 

Eins gott að vera vel varin fyrir gróoðri og svolkeiðis því á morgun er sveitaferð með skólannn og þá er ekki spennó að vera hnerrandi og grenjandi innan um rollur,kusur og grillaðar pylsur.....

  

Og svo er Júróið annað kvöld...verður bara gaman að fylgjast með Frikkanum og Regínunni....þau VERÐA bara að komast í gegnum síuna...svo maður geti haft almennilegt partý á laugardaginn....KOMA SVO! Dallararnir...með Júllann og Adda Sím í broddi fylkingar gerðu STUÐNINGSMANNAMYNDBAND til að senda liðinu í Serbíu og ég set linkinn hérna inn svo að ALLIR geti fengið stemmuna norðan af Dalvík í æð....bara spes....  

http://www.youtube.com/watch?v=NwnOShdY7_0 

 

Skil ekki af hverju Mattinn og hans litlu stubbar sjást ekki þarna...sakna þeirra svoooo....var að vona að það myndi grilla í guttana...en....sendi bara knúúús á þá hér og nú....

  

Fínn dagur að kveldi kominn og Magginn og ég að fara út á völl að sækja Miðorminn....lendir um miðnætti og það verður frábært að fá hann heim!Búinn að hafa það MEGAgott í Danaveld...var á STRIKINU í dag þegar ég heyrði frá honum...ohhhh....geggjað!

ÁFRAM ÍSLAND!

  

MUNA:  Þegar þú ert 18 ára hefur þú áhyggjur af því hvað allir í kringum þig hugsa um þig; þegar þú ert 40 ára, er þér alveg sama hvað aðrir hugsa um þig; þegar þú ert 60 ára, þá áttar þú þig á því að enginn hefur verið að hugsa um þig í raun og veru.  

Ertu undrandi, mestan tímann, þá hefur enginn verið að spá í hvað þú ert að gera. Þeir eru allt of uppteknir af sínu eigin lífi og ef þeir eru að hugsa um þig, þá eru þeir að spá í hvað þú ert að hugsa um þá.

 Hugsaðu um það – allann þann tíma sem þú hefur eytt í að hafa áhyggjur af því hvað annað fólk heldur um hugmyndir þínar, markmið, drauma, um fötin þín, hárið þitt, heimilið.... þú hefðir frekar átt að eyða þeim tíma í að ákveða hvað þú ættir að gera til að ná markmiðum þínum og draumum.-

Lovjú MEST!   

..FLENSA FREKJA Í HEILSUBÆLINU....ÚÚÚT MEÐ HANA!!!

 

 

Helv...frekjunni tókst að skella mér hressilega...ég sem hélt að ég væri bara að fá einverja smá skíta flesnu og fór í vinnuna á miðvikudag...döh... Var kannski ekkert sú hressasta á svæðinu þann daginn...en veðrið var geggjað og allar aðstæður hinar bestu svo mér átti nú ekki að slá niður....uhmm..sól og hiti og megalogn....hvað er hægt að biðja um betra????? Þrælaðist gegnum daginn og flýtti mér svo heim til að hleypa einhverjum ástandsmatsmanni inn....skellti mér svo í sturtu og föt í sumarlegri kantinum...hóaði krakkapjökkunum saman og svo stormaði familían í fertugsafmæli Lillabrósa í svokallað Pikknikkhús við Grandagarð.

Reyndar treysti Elstimann sér ekki..með einhverja höfuðverki og magakrampa...en við hin mættum í Múmindalinn ásamt níutíuogeitthvað öðrum verulega hressum og skemmtilegum persónum.

  

Það verður aldrei ofsagt um hann Litla bróður minn að hann er mikil hugmyndavera og þar sem hann hafði nú verið að feta sig í gegnum æskuárin...rifja upp eitt og annað...gramsa  og skoða...þá fattaði hann að hann hafði einu sinni verið voða hrifinn af Múmínálfunum svo hann setti það bara sem sitt afmælisþema og var gesstum gert að taka próf áður en mætt var til veislunnar til að finna út HVAÐA persóna úr dalnum þeir voru. Þeir sem ekki nenntu að taka prófið urðu að sætta sig við að vera bara Hattifattarnir, eða draugarnir, en ég tók náttla prófið og var líklega eina Mían á staðnum...hmmmm??????

Mían er sko mjööööög frek.....

  

 

En...afmælið var snilldin ein og mjög skemmtilegt að öllu leyti....og staðsetningin líka frábær.....sjórinn...höfnin og fjallasýnin svo langt sem hún nær.....sól og stafalogn...allt til að fullkomna heildarmyndina.

 TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU KRÚTTMUNDUR OG MEGI FERTUGASTA ÁRIÐ FÆRA ÞÉR FULLT AF MEIRI GLEÐI...HEPPNI OG HAMINGJU!!!! SKÁL FYRIR HREINSA BRÓ!!!! 

Ég ætla að skrifa sér færslu um þennan krúttbangsa síðar....

 

Eins og góðum gestum sæmir kvöddum við og þökkuðum fyrir okkur áður en veislu lauk og héldum á önnur mið...mín varð að hafa snör handtök og skipta bara um galla á leiðinni...MUNA: fólk...ef maður er að gera svoleiðis gloríur þá passa sig endilega á strætóum og stærri bílum...það sést nebbla ansi vel inn í smærri bílana úr þeirra hæð...he he..... Laugaralsvöllurinn var næsti viðkomustaður og Valsmannaslagurinn tekinn og nú á móti Bláalónsbarónunum úr Grindavík....

Fengum uppreisn æru og unnum þá auðveldlega þrjú núll sko.....ekki leiðinlegt...syngist: Pálmi Pálmi Pálmi Pálmi Rafn....!!!!

  

Flýttum okkur svo heim því það þurfti að leggja lokahönd á tösku Miðormsins og leggja honum lífsreglurnar í útlöndunum.... Það var alls ekki kalt á vellinum og stemman heit...en það var einhver skjálfti farinn að bæra á sér í kroppnum á mér og reyndi ég að láta sem ekkert væri fram eftir kvöldi en varð svo að bíta í það ljóta og fúla epli að hitinn væri eitthvað að reyna að læðast aftan að mér.... 

Þegar maður er svo heppinn að veikjast sjaldan er maður líka svo heppinn að GLEYMA hversu ömurlegt það er að vera í þessu ástandi...

  

Stillti vekjarann á þrjúnúllfimm en vaknaði hálfþrjú við að ég var hreinlega að stikna....komin með skrýtnar martraðir þar sem mér var sagt að við hverja kommu sem hitinn myndi hækka mættu gestir afmælisins skála fyrir mér...jibbí!...brjáluð stemmning....OG ÞAÐ ER fjörutíuogeinnkommatveir!.... SKÁL!!!

 Ég henntist frammúr og fyrsta hugsun var að ég mætti varla fara að hrökkva uppaf núna og skemma fyrstu utanlandsferðina fyrir barninu mínu...svo ég aulaðist í lyfjaskápinn og velti því fyrir mér hvað væri sniðugast að taka svo hjartað stoppaði ekki...(???) 

Fannst best að taka bara bólgueyðandi...það myndi líklega redda mér...tók tvær og skreið uppí en var soldið heppin að Magginn vaknaði og honum fannst meira vit að taka hitalækkandi.... skynsamur kall hann Maggi...

  

Miðormurinn fór svo af stað en ég fór bara ekkert...missti af vinnu og undirbúningi að sýningunni og öllu fjörinu og svaf bara á mínu sára og auma eyra..... 

Aðfaranótt laugardags fékk ég aftur svona ótrúlega skemmtilegan hitatopp og nú ætla ég að reyna að senda ykkur sem þetta lesið í svolitla hringferð í landi draumaringulreiðarinnar:

 

Ég var aftur í afmælisveislunni og gestirnir héldu áfram að skála fyrir mér...voða gaman....SKÁÁÁLl!...og mér var svo heitt...úff...skááál!!!... frekar þreytandi ....betra að fara út...svo ég dró Maggann með og við keyrðum burt úr látunum og fórum út með sjónum...keyrðum í áttina til Dalvíkur (!) en svo ákvað Magginn allt í einu að snúa við og þá var kanturinn svo brattur að hann varð að stíga mjööög fast á bremsuna en þá gaf löppin sig og hann sagði:Þar fór hann!....og svo veiddi ég hann upp úr sjónum og vildi náttla vita hver fór hvert...og þá sagði hann...Liðþófinn í ökklanum....og ég varð svoooooo döpur....

Sá tvö menn úr einhverri björgumarsveit að æfa sig og þeir komu mér til hjálpar að drösla Magganum inn í bíl og á spítala...þar sem okkur var tjáð (hmmm) að það væri enginn liðþófi í ökklum á fólki....múúúhaha...mín varð ógó hress og hló eins og vitleysingur en skildi ekki af hverju öll þessi læti urðu þarna einhvers staðar...brothljóð og öskur...en hrökk svo upp við það að fyrir utan var lögreglan...

  

 Og já, það var reyndar VERULEIKI...því fyrir utan var löggumamma að drösla mjög reiðri og æstri konu inn í bíl en löggupabbinn kom með manninn hennar sem var búinn að vera að brjóta allt og bramla inni í íbúðinni þeirra...ekkert nýtt sko og Ikeaferð daglegt brauð eftir slíkar uppákomur...en þarna var löggumamman að ussa á þau og sussa og tala við þau eins og óiþekka unglinga “ svona...þetta er nóg...hættiði nú....!“

Og þetta var beint fyrir neðan svefnherbergisgluggann minn.... 

Úff...ég var smá stund að melta þessa uppákomu en þar sem ég var enn með yfir fjörutíou stiga hita var ég allt í einu ekki viss um hvort þetta var að gerast eða hvort þetta var partur af draumaruglinu....sem hélt áfram....því nú var ég allt í einu komin með lítið barn í fangið sem var nýfætt en það var svo dásamlega hreint og lyktaði eins og apríkósur...uhmmm...var að velta fyrir mér hver ætti það en komst svo að því að það tilheyrði systur vinkonu minnar...svo ég náttla bara skilaði þessari ótrúlega fallegu og vellyktandi stelpu og ákvað að kaupa mér bara apríkósur...uhmmm...þá gæti ég alltaf funndið lyktina af henni.....en þá var þar kona með barn á leið í sund og mér fannst svo undarlegt að konan klæddi ungabarnið sitt alveg eins og sig sjálfa....frekar skringileg mundering...en ég hjálpaði henni að koma barninu úr svo hún gæti sett það í alveg eins sundbol og sinn....fattaði svo að Arna og tvíburarnir voru að bíða eftir mér þarna í sundinu...og fór út að laug til að ná þeim uppúr...en þau vildu ekki koma...og það var lítill pjakkur með þeim sem Arnan sagði að við værum líka með og það ver sama hvað ég henti þeim oft uppþúr sundlauginni...þau komu alltaf oní aftur......og ég var svoooo þreytt...

Samt tókst þetta nú á endanum og við komum öllum út í stóran Strumpastrætó sem ég kannaðist reyndar ekkert við...en þá var Arna voða undrandi og sagði: Bíddu...hef ég ekki kynnt þig fyrir honum Hauki? Það er sko allt annað að ferðast með honum en Dodda!!!! (Who the fuck is Haukur?)

Wów hvaaaað ég var fegin að vakna...og fá mér meira af hitalækkandi töflum....púff...ég var svoooo búin eftir þessa hringavitleysu.....er einhver hissa? Og klukkan rétt hálfníu á laugardagsmorgni...

  

Fyndna var að ekki löngu eftir að ég vaknaði eftir þessa hringferð óráðs og hita hringdu Arnan og Doddinn til að bjóða þeim sem vildu koma með í Fjölskyldu og Húsdýragarðinn...á árlega Endalaustaðstandaíröðogbíðahátíð Stöðvar tvö og Vildarblabla.....Þar sem Aron var með í för ákvað Elstimann að skella sér....en það hefur hann ekki nennt að gera lengi....en Minnstan er alltaf til í að vera með tvíbbunum...og svo kom hún Kristín audda líka.... 

Við pössuðum Kát...litla voffakrúttið sem er reyndar búið að stækka helling...og voru hann og Tanja kannski ekki alveg bestu vinir í heimi til að byrja með....en fóru svo auðvitað bara að leika sér eins og lög gera ráð fyrir og urðu ágæt saman.....

  

Ég mókti áfram þennan dag en „helvítisfrekjan“ fór að reyna við Maggann og náði að koma í hann hita og slappleika....Ohhh...gaman hjá okkur....NOT! (Stundum er svo gaman að nota unglingamál..he he..) Minnstan laumaði sér í Reykásinn í gistingu og uppihaldd en Elstimann kom að sjálfsögðu heim og hugsaði voða vel um okkur og Tönjuna sætustu.... 

Ég fór reyndar til Doktor Saxa á vaktina á fimmtudaginn en hann lét EKKI vel að stjórn....venjulega segi ég nú bara mínum lækni HVAÐ sé að og HVAÐ ÉG vilji fá og hann er eiginlega alltaf sammála mér...en þessi...ó mæ god....ég VEIT að kinnholurnar eru fullar...en hann VILL að ég vinni á því sjálf...hva...ertu að segja að þetta sé þá bara íslenskt kvef?.... nei nei ...þú ert með heiftarlega VEIRUSÝKINGU.... og kappinn KROTAÐI tilvísun til apótekarans um að láta mig hafa nefúða og sagði mér svo að éta ofnæmislyfin mín því það væri greinilega eitthvað svoleiðis í gangi líka....ohhh...þessi árstími...kemur ALLTAF aftan að mér!

  

Ó mæ god...vonandi smita ég nú engan í gegnum netið... aaahhhtjúh ...og sniff sniff....þetta er mest pirrandi árstími að vera veikur á...allt að gerast og allt í gangi....og ég ÞOLI ekki að missa af....pirripú! Sorrý...búin að ausa úr mér hérna alveg fyrir allan peninginn...ah búh! Kem fljótlega með færslu um Jákvæða hugsun...og svoleiðis gotterí.... 

Ætla að klára þessa veikindahrinu NÚNA og reyna að fara í vinnu í fyrramálið...eða kannski á „hriðjudaginn“...held það sé 

skynsamara....æi...hver fann upp þetta orð????

  

En ný vika og fullt af nýjum verkefnum framundan... skemmtilegheit og meira sumar! Það er Jákvæðnin sem gildir.... 

MUNA: "Neikvæð viðhorf geta étið þig að innan eins og krabbamein. Hafnaðu þessum hugsunum og losaðu þig við þær.  Ný tækifæri blasa við þér á hverjum morgni þegar þú vaknar, þú þarft aðeins að taka eftir þeim og nýta þau"

Knús í krús krúsílús!

Lovjú!


..RÖFLAÐ FYRIR PENINGINN....

Jæja...það fór þó aldrei svo að Flensa frekja næði ekki i skottið á mér...bölvuð druslan....á versta tíma náttla! 

Búin að vera stálslegin alla helgina og svo allt í einu í gærkveldi byrjaði þessi fjárans beinverkjahrina og hitinn bara steig og steig og steig....ég var búin að gleyma hvernig þessi fjári virkar, það er svoooo langt síðan síðast...og ég má ekki vera að þessari vitleysu....ussususs....

   

 

Mai er nebbla uppskerumánuðurinn í leikskólanum og allt að gerast...erum með sýningu á föstudaginn og starfsmannafund á fimmtudag til að leggja lokahönd á herlegheitin...og svo á litli bróðir afmæli á morgun og það er blásið til heljarinnar veislu af því tilefni...enda kallinn fjörutíu ára og svona....og þá er maður bara ekkert veikur skiluru.....

  

Þamba te og bryð verkjatöflur dauðans og verð orðin OFURhress í fyrramálið....DÍLL? 

Og ekki orð um það meir....

   

Annars löng og góð helgi að baki og margt afrekað...og margt ekki.... 

Brugðum okkur til Keflavíkur á laugardaginn og urðum vitni að ótrúlegu tapi okkar manna...já...þeir voru bara ekki mættir í leikinn blessaðir...og auðvitað nýttu andstæðingarnir sér það...nema hvað?

Játa það hér og nú að þetta var hrikalegt áfall og maður var ekki viss um hvort maður væri vakandi eða sofandi...

En fall er fararheill og kannski gott að fá smá skell...það þarf nebbla að hafa fyrir hlutunum...þeir koma ekki að sjálfu sér....Koma svo Valsmenn!

  

Í upphafi leiks var móttaka í boði Landsbankans og ýmis skemmtiatriði og var það mjög flott....þarna mætast andstæðingarnir og skemmta sér saman og er Púmasveitin í Keflavík frábær heim að sækja og mikil samstaða meðal þeirra og okkar....Bara ennþá meira gaman að fara heim með þrjú stig..... 

Kíktum heim til Ástu og Jenna fyrst við vorum nú loksins komin þarna suðureftir og sáum litlu krúttíbúðina þeirra...wów...alger dúkkuíbúð...voða sæt.... 

Annars nutum við nú bara helgarinnar í botn og reyndum að hafa sem minnst af plönum.

Kíktum aðeins í Reykásinn á Sunnudaginn og lánuðum Minnstuna þangað...en hún og Kristín skvísa telja sig ekki hafa fengið að hittast alveg nógu mikið upp á síðkastið...he he...og ákváðu því að gista saman í tvær nætur....heppnar...það er nebbla skipulagsdagur í skólunum þeirra í dag....

  

Miðormurinn  minn er nú á fullu að undirbúa fyrstu utanlandsferð án foreldra eða skyldmenna...er að fara með 9.bekk til Danmerkur í viku að heimsækja danska jafnaldra...fara í dýragarð og prófa hið magnaða tívolí....

Mamman er ekki alveg í rónni...það er svooo erfitt að vera ekki í kallfæri....ótrúlega skrýtið að vera ekki að fara með....en hann er nú vanur að fara í ferðir með svona hóp og þetta verður auðvitað bara frábær skemmtun hjá þeim....

Ég var svosem bara ellefu ára þegar ég fór í mína fyrstu ferð út fyrir landssteinana... 

Ég vann ferð til Norrkjöping í Svíþjóð í ritgerðasamkeppni Norræna félagsins í Kópavogi...og að sjálfsögðu fór ég út! Veit ekki alveg hvernig upplifun foreldra minna var á þeim tíma...enginn gemsi...ekkert net....ég kunni ekki stakt orð í sænsku...og ég bara átti að hitta kennara frá Norrkjöping á flugvellinum í Stokkhólmi...var með stórt merki framan á mér og hafði mynd af kellu í vasanum....

Þetta var sko ekkert vesen...fann hana strax og fannst ekkert mál að skilja ekki sænsku.....skildi reyndar meira en ég hélt.... 

Það var aftur á móti verra að “veskan min“ skilaði sér ekki...

  

Það var alger brandari...ég var búin að bíða við færibandið sem átti að skila mér töskunni minni en það bólaði ekkert á henni. Kennarinn...Margaretha Jakobson....fór því í afgreiðsluna og röflaði um „veskan“ hægri vinstri.

Ég hins vegar pikkaði í hana og sagði á minni frábæru íslensk-sænsku að „ Jeg har ekki veski...bara taska“ 

En þau þarna á Arlanda flugvellinum héldu áfram að röfla um „veskan“ og svo fékk ég að sjá teikningar af ferðatöskum og átti að benda á hvernig mín liti út.

Ég benti strax á eina sem líktist þessari sem mamma hafði pakkað í og þá var okkur sagt að hennar yrði leitað og að við myndum fá símtal þegar hún fyndist.Ég var ógó spæld....með fulla tösku af gjöfum til fólksins sem ég átti að vera hjá í tíu daga og svo líka helling af nýjum fötum sem mamma og pabbi höfðu keypt handa mér í Englandi...m.a rauða „Liverpool“ treyju...Ég var sem sagt mætt þarna út í pilsi og bol, með þunnan jakka, sokka og skó og þar með allt upptalið.... 

„Veskan“ fór hins vegar til Kaupmannahafnar og kom til mín nokkrum dögum seinna....

  

En...ferðin var frábær og ég náði að læra heilmikið á þessum tíu dögum...enda enginn til að tala fyrir mig.....fannst hins vegar skítt að hitta hvorki Emil né Línu eða rekast á ABBA flokkinn...hélt að þau yrðu þarna á vappinu.... 

Vonandi lendir nú Miðormurinn ekki í svona uppákomu.....he he...Nei nei...það er fullorðið fólk með í för...börn í dag eru dugleg að bjarga sér á ensku og svo er hann með gemsa.....

Verður bara gaman.....

  

Elstimann kláraði samræmdu prófin á fimmtudaginn en fór ekki með krökkunum í ferðina sem fylgdi í kjölfarið...fannst RUGL að eyða 35.000,- kalli í Riverrafting og Adrennalíngarð....

Mikið ótrúlega er ég sammála honum....þetta er að verða svolítið ýkt hér á Fróni.....Þetta ferðalag er sett á laggirnar með forvarnir í huga....gott mál...en GETA þettta ALLIR? 

Ef ég hefði borgað þessa ferð fyrir hann...og ferðina fyrir Miðorminn...og kostnaðinn sem fylgdi Náttfataballinu aðfaranótt föstudags...þá hefði ég þurft að skella á borðið litlum hundraðþúsundkalli...bingó bamm!

Ég er hrædd um að launin mín þyrftu aðeins að hressast til að standa undir öllum þeim kostnaði sem fylgir því að eiga börn ef það væru alltaf svona uppákomur hjá þeim.....

  

Já fííínt...já sæll.... 

 

Þetta er röflblogg...ohhhh...mér leiðist það....örugglega bara helv..hitinn...bwööö...hætti núna!

Hefurðu pælt:

 

Þegar þú blandar saman vatni og hveiti



þá færðu lím...


en þegar þú bætir við eggjum



og sykri...




þá
færðu köku úr þessu?




Hvert fór límið! ??

VANTAR ÞIG SVAR?

Þú veist andskoti vel hvert það fór!



Það er það sem fær kökuna til að...
festast á rassinum á þér!!!

Múhaha....!  

 

MUNA: Tungan er eins og sverð eða töfrasproti; hún getur bæði sært og deytt, elskað eða læknað.

- Leyndarmálið til að komast áfram er að hefjast handa -

 

Lovjú!

...ER MÍN ALVEG AÐ MISSA SIG......?

Var að koma heim af enn einum sigurleiknum...ekki leiðinlegt...mínir menn búnir að landa þremur bikurum og Landsbankadeildin ekki hafin! Þessi byrjun lofar ótrúlega góðu sumri.....wów hvað ég er spennt....ÁFRAM VALUR!!!!!

Unnum Fimleikafélagið...erum þar af leiðandi MEISTARAR MEISTARANNA...ííjha...!!!! Já Hafnfirðingar góðir...það á að „distast á“ eins og litlu snillingarnir mínir orða það svo skemmtilega....það er komið að okkur!!!!

Pálmi Rafn Pálmason, leikmaður Vals, skýtur að marki FH í leik liðanna á Laugardalsvelli í fyrra. 

Það furða sig margir á því að ég...innfæddur Kópavogsbúinn...elti Valsarana út og suður...en það hef ég gert í mööööörg ár...eða frá því ég var tíu ára gömul...fannst Breiðablik ekkert smá hallærislegt í þessum eiturgrænu búningum...eitthvað annað en Valsmenn sem kepptu í RAUÐUM...uppáhaldslitnum mínum...og svo er ég líka PÚLARI og rautt er sko að gera helling fyrir mig...he he...Keegan átrúnaðargoðið og ég keypti Soocer og Football blöð í massavís...klippti Keegan út og skellti upp á vegg í herberginu mínu...veggfóðraði það með þessum krúttkarli og svo fengu  Valsararnir að vera innan um...geggjað flott í herberginu mínu.... 

Fjölskyldan lifir og hrærist í þessu tuðrusparki... Blikarnir í familíunni eru þrír....Valsararnir níu....FH-ingarnir sex... Antiboltisti einn...Púlararnir níu ... Man.United tveir...Tottenham þrír...WBA einn....hlutlausir nokkrir og áhugalausir einn...svo það segir sig svolítið sjálft að það getur orðið fjörugt á okkar ágætu fjölskyldufundum...!!! En...þótt fólki geti orðið heitt í hamsi eru allir sammála um það að fótbolti er TÆR SNILLD!!! 

Og hann Gísli minn...frábæri mágurinn minn...á afmæli í dag! TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ KRÚTTIÐ MITT! Þú "fyrirgefur" þetta með sigurinn í dag...er það ekki???? Þú ert fínn....  

Hér á árum áður voru skólasystkini mín aldrei sátt við þetta val mitt á fótboltaliði og létu mig finna fyrir því...ussusussu...samt allt í góðu...en ég var mjög SJÁLFSTÆÐ ung dama og lét sko ENGAN segja mér hvað mér átti að finnast eða hvað ég ætti að velja...enda segir hann pabbalingur að ég hafi alið mig upp sjálf....thí hí...mín kenning er sú að hann og mömmukrúttið mitt hafi ekki nennt þessu lengur...,búin að nota fullt af orku í að ala upp þrjá ormagorma og svo kom þessi fjórði... forhertur og frekur..ætlaði alltaf að verða góð á „hriðjudaginn“ ...nei...þá var einfaldara og betra að aðhafast sem minnst og halda bara friðinn.....svo líklega eru elstu systkinin mín voða vel upp alin...??? 

Ég er alveg þokkalega vel upp alin ef þið spyrjið mig...og nú nýtur æska landsins þessarar uppeldisaðferðar minnar...sem snýst um að vera sjálfstæð, glöð og skapandi....uppgötva...skynja og rannsaka og finna leiðirnar að svörunum sjálf....Við Malaguzzi hugsuðum alltaf helvíti líkt....Ha ha ha....

Jæja...SLÆMA... 

En....það var Hveragerði í gær...enn ein fermingin og núna herra Aron Nökkvi sjálfur...bara flottasti gaurinn....Arna og Doddi buðu heim í Lyngheiðina og var þetta hin glæsilegasta veisla....

Ég plataði Elnuna til að aðstoða mig við enn eina Rice kransakökuna...og vorum við enga stund að skella í eina....þetta er að verða framleiðsla hjá okkur bara...kannski maður fari að gera þetta að aukabúgrein...namminamm...SÚKKULAÐI...hver vill ekki vinna með það????? 

Gaurinn fékk heví gjafir og var eitt stykki trommusett þarna innan um ...svo Aron ber nú húðirnar villt og galið...með hedfón á hausnum og er líklega næsti stórtrymbill landsins...alla vega mjög upprennandi.... 

Við vorum líka í Húrígúrí fyrsta mai að fagna afmæli heimasætunnar í Borgarheiðinni...en Hildur Rós varð ársgömul 28.apríl...TIL HAMINGJU SÆTA SNÚLLA! Það var geggjað veður...sól og hiti...svo við sátum úti á palli og sleiktum þessa langþráðu sólargeisla...ohhhh...bara truflað!

Ætluðum varla að tíma að fara heim...en það var leikur....úrslit í Lengjubikarnum...maður sleppir ekki svoleiðis konfekti....og þar kom einn bikarinn enn á Hlíðarenda!!!! Trallalalla la...

Ég fór á námskeið í Jákvæðri hugsun í gærmorgun...já...alveg satt... gærMORGUN...og var nota bene búin að labba í rúma klukkustund ÁÐUR en námskeiðið hófst...nei ég er ekki að grínast....þetta getur hún....og það var svo afslappað og notalegt að ég var við það að sofna...þvílíka kyrrðin og róin þarna...úffa mæ....en ég sofnaði EKKI....tók EKKI Begguna eins og þær í Marbakkanum kalla það...og hlustaði af mikilli athygli á allt sem þarna fór fram....lærði ýmislegt gott og fer á framhaldsfund í vikunni.... 

Vinkonur mínar halda því fram að ég hafi HROTIÐ...þvílík endemis vitleysa...ég HRÝT nánast aldrei....er ekki svo mikill dóni á almannafæri...en kannski dottaði ég agnarögn....en sver...missti ekki af neinu....he he... 

Ég er nebbla snillingur að fylgjast með um leið og ég loka augunum obbulítið....get fylgst með og dormað um leið...sem ég tel nú hæfileika í sjálfu sér...en vinnufélagar og vinkonur geta hlegið sig í hel þegar þetta ástand kemur upp....well...kalla það að taka Begguna....Það hafa bara ekki allir sömu hæfileika dúllurnar mínar.... sorrý... Man í Svíþjóð forðum daga...var frekar þreytt og slæpt eftir miklar vökur...mikinn hlátur...og mikil túlkunarstörf....

Við Marbakkakonur tókum lestina frá Köben til Malmö og kíktum í heimsókn í sænskan leikskóla sem starfar í anda Reggio eins og við...og fyrirlesararnir töluðui ensku....ég miklu sterkari í sænskunni og búin að vera að þýða dönskuna í gríð og erg....heilinn minn sagði bara stopp....tek ekki við meiru...og ég tók Begguna....dormaði og dottaði...heyrði samt allt sem verið var að segja...og skaut inn OFURgáfulegum spuringum öðru hvoru...á sænsku..slakaði svo á inn á milli...en var frekar óheppilega staðstt ef út í það er farið...sat í sófa BEINT fyrir framan konugreyin.....samt á hlið svo það sást vel hvað fram fór í þessum blessaða sófa....

Hinar voru sko alveg að sofna líka...en sátu á barnastólum svo það var frekar erfitt að halla sér...dauðöfunduðu mig...en voru að míga í sig úr hlátri....samt nógu helv..kurteisar til að hlæja EKKI.... En ég get lofað ykkur því að ég er sko minnt reglulega á þetta...og ef við ætlum á námskeið eða fyrirlestur er hnippt í mína.... æ... þær eru bara frábærar....zzzzzz... 

Við erum búnar að fara í tvær námsferðir saman og sú þriðja er á undirbúningsstigi...en þá verður það MEKKA Reggiofræðanna.... Norður-Italía...sjálf Reggio Emilia í rauða beltinu.....díses hvað það hljómar veeeel..... 

Mér finnst líka tími til kominn að komast þangað þar sem ég hef unnið í anda Reggio í 21 ár...og ól sjálfa mig upp eftir þessari vinnuaðferð...he he...2010...það verður THE ár..... 

En ég er ekki svona skipulögð persónulega....er ekki enn komin með plön fyrir sumarið 2008...það verður líklega bara að koma í ljós hvað drífa mun á daga familíunnar þetta sumarið....verður bara spennó... 

Elstimann þreytir samræmd próf þessa dagana og tekur því með jafnaðargeði...mamman er líklega stressaðri en unglingurinn .... fær í magann milli níu og tólf dagana sem krakkinn situr sveittur og svarar spurningum og er ekki róleg fyrr en hún veit að tíminn er búinn...þetta er náttla bara bilun..... 

Iss...það á bara að hafa gaman af lífinu....njóta þess að vera til og finna það jákvæða og skemmtilega í tilverunni...ekki láta neikvæðnina og svartsýnina skemma spennuna sem fylgir því að upplifa nýjan dag..... 

Flott vika framundan...heil að þessu sinni...en verður örugglega fljót að líða eins og allar aðrar..... 

MUNA:“ Heimurinn er fullur af vandamálum.Himinninn er fullur af lausnum.Trúðu og framkvæmdu eins og þér sé ómögulegt að mistakast.“  

Eigið frábæran tíma í nýrri viku og njótið! 

Lovjú gæs!


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband