Bloggfærslur mánaðarins, apríl 2009

...ÉG VERÐ AÐ SEGJA YKKUR.....

          

Ég má til með að segja smá sögu hérna...aþþí hún er svo ógó krúttleg....

Í gærkveldi...eftir ótrúlega magnaðan fótboltaleik...ákváðum við hjónakornin að fara bara í bíltúr...róa taugarnar og taka myndavélina með....

Minnstan slóst í hópinn og við rúntuðum hingað og þangað... 

Við stífluna í Ártúnsholti vildi Magginn mynda einhvern foss sem hann sagði vera þarna í grenndinni og Minnstan skokkaði með...

Ég ákvað hins vegar að sitja eftir í bílnum og hlusta á Mugison og Hemma Gunn...og pára nokkur orð á blað...kannski ljóð eða eitthvað....

  

Það var myrkvað þarna...en í skiminu frá einum götuvitanna sá ég þokkalega til að skrifa....og hafði meira að segja soldið fyrir því sko...

Ég sökkti mér í verkefnið...en skyndilega...var bankað á bílrúðuna....obbobobb hvað mér brá!!!Ég horfði í augun á ókunnum manni...með hjálm...og skrúfaði ofurvarlega niður rúðuna...og bauð gott kvöld...með hjartað á tvöhundruðogtuttugu...Honum virtist létt...en spurði hvort það væri í lagi með mig...hvort ég væri ókei??? Já...ég hélt það mú...???

Hann sagðist hafa hjólað framhjá...fannst bíllinn standa á furðulegums stað...og sá bara einhverja hrúgu í ankannalegri???....stellingu...eða svo virtist honum allavega....

  

Ég sannfærði hann um að allt væri í fínu lagi...ég hefði það bara mjög gott...en mér fannst frábært að hann skyldi tékka....en ekki bara hjóla framhjá...án þess að vita hvort eitthvað voveiflegt væri á seyði....alvöru samferðamaður...sem lét sig aðra varða....

Ég meina...ég hefði getað verið dauð...eða slösuð...undir einhvers konar áhrifum...eða hvað það nú er sem hent getur fólk....og hann athugaði máli...en hjólaði ekki bara áfram...veltandi fyrir sér því sem hann sá...

  

Mér finnst ég einhvern vegin ekki hafa þakkað þessum manni nógsamlega...var eiginlega bara of hissa...svo ef þið þekkið hann...þá skiliði kæru þakklæti....frá mér....

    

Í BÍLNUM VIÐ STÍFLUNA....

  

Sit í bíl og skrifa orð á blað

 

sit og gleymi alveg stund og stað

 

orðin renna frá mér ótt og títt

 

á blaðsíðunum skapa eitthvað nýtt

 

hugurinn á heljarinnar ferð

 

heltekinn af minni ljóðagerð

 

ég húki ein í myrkum bíl við veg

 

og tilveran er alveg yndisleg.

  

Myrkrið grúfir yfir bílinn minn

 

og fyrir utan velkist heimurinn

 

ég sökkvi mér í orðagjálfrið eitt

 

og eftir öðrum hlutum tek ei neitt

 

en skyndilega þögnin rofin er

 

það bankað er á rúðuna hjá mér

 

þótt hrokkið hafi við þá er ég góð

 

í augu ókunns manns ég horfi hljóð.

  

Hann hugðist bara hjóla þennan veg

 

en fannst mín staða eitthvað undarleg

 

bíllinn þarna einn og ljósalaus

 

og veran inn í honum hengdi haus

 

af hugulsemi sýndi kærleik sinn

 

að staðnæmast við dimman bílinn minn

 

og kanna hvort þar eitthvað væri að

 

hvort eitthvað gruggugt hefði átt sér stað.

 

Við horfumst svo í augu augnablik

 

og á hann sé ég koma soldið hik

 

spyr samt hvort mér líði ekki vel

 

ég sé að honum er ekki um sel

 

En hugga strax og skýri róleg frá

 

veru minni þarna, þar og þá

 

segi honum að ég sé ekki ein

 

og enginn hafi unnið mér neitt mein.

   

Hann anda varpar léttar er hann fer

 

með þakklæti og kveðjusöng frá mér.

 

ég sit og horfi á hann hjóla burt

 

af hugulsemi hafði hann mig spurt

 

hvort væri allt í lagi konu hjá

 

sem þakkar það og gleðst yfir að sjá

 

að Miskunnsamur samverji fer um

 

á Íslandi á krepputímunum.

 

BH 2009.

      

 

 MUNA: Betra er að ljúka smáverkinu en skilja stórvirkið eftir ólokið.

-Stígðu í fyrsta þrepið í góðri trú.  Þú þarft ekki að sjá allann stigann. Stígðu fyrsta skrefið -

-Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér..…og til að horfa á alstirndan himininn…

ES: Vitiði hvað Magginn sagði þegar ég sagði honum frá þessari óvæntu heimsókn???"...Ógó praktískur: Af hverju kveiktirðu ekki ljósið í bílnum?????

Döhhhhh.....


...JIBBÍ JEI...JIBBÍ JIBBÍ JIBBÍ JEI....!!!

        

Ég fann tíma til að setjast niður og blogga...jess!!!

  

Ég er sko ekki hætt og þó það hafi fækkað heimsóknum hingað inn þá held ég samt áfram...enda slétt sama hvað öðrum finnst...he he...

  

Páskahelgin á enda runnin og ég get svo svarið það...ég hefði gefið mikið fyrir framlengingu á því...allavega svona fimm daga...svo ljúft og gott var það að slaka á með fólkinu sínu...njóta þess og hafa gaman...

  

En fyrir páska ...nánar tiltekið þann 5. apríl vöknuðum við Trönuhjallatöffarar óvenju snemma...

  

Minnstan var rifin á fætur og strax klukkan átta var Matthildur Björg...ofurfrænka...farin að flétta dömuna og krulla og gera ógó fína...enda fermingardagurinn runninn upp....

  

Mikill undirbúningur að baki og dagurinn loksins kominn...bara gaman...

  

Við vorum þegar á föstudag búin að skreyta salinn hátt og lágt með dyggri aðstoð Elnu...Ástu og Jenna og var þemað í ár bleikur...nema hvað????

  

Ég var búin að ákveða alla hluti og var því bara verkstjórinn...stjórnaði öllum hægri vinstri og var mjööög ánægð með árangurinn....

Laugardagurinn fór í að elda matinn og gera allt klárt fyrir veisluna...við vorum með hamborgarhrygg og Roast Beef...Lambakjötspottrétt fjölskyldunnar og kjúklingapastasdallat...hrísgrjón og kartöflusallat a la Elna...sósu og remolaði...steiktan lauk og kartöflustrá og Litli bróðir og flottasta mágkonan mín bökuðu brauðið...lurkana góðu sem familían blátt áfram elskar...

Og svo var kransakaka og Rice Chrispieskaka...konfekt og Qality Street með kaffinu...bara dásamlegt allt saman...

Þegar svo daman var tilbúin var öll fjölskyldan í startholunum og því ekki eftir neinu að bíða...svo við brenndum upp í Hjallakirkju.

 

Athöfnin var frábær....prestarnir líflegir og skemmtilegir...kórinn hress og vel syngjandi og allt voða afslappað og skemmtilega lifandi...

Ömmurnar og afarnir mættu í kirkjuna með okkur, Biddý frænka og Ásta og Jenni auk Adams Inga og Péturs svo daman fékk aldeilis athyglina og samfylgd upp að altarinu....

 

Þetta var samt ótrúlega skrýtin tilfinning...að horfa á eftir Minnstunni sinni inn í fullorðinna manna tölu...litla skottan...sem manni finnst alltaf eiga að vera Minnstan...bara orðin „fullorðin“...svo ótrúlega falleg og yndisleg á alla kanta...

Ég hef reyndar þá trú...að þrátt fyrir að vera langminnst þarna í fermingarhópnum...þá á þessi stelpuskotta eftir að verða með hávaxnari stelpunum síðar á unglingsárunum....bíðum bara róleg...

Bæði Elstimann og Miðormurinn voru minnstir í sínum fermingum...en eru nú orðnir verulega hávaxnir...og löngu vaxnir upp fyrir foreldrana...he he....

  

Eftir ljúfa stund í kirkjunni var svo skondrast heim í Trönuhjallann til að gúffa í sig smá hádegismat og svo var strikið tekið í salinn góða þar sem allur undirbúningur fyrir gestakomuna fór á fullt....

  

Veislan gekk svo súper vel og það var vel borðað...sem hlýtur að teljast hrós....

  

 

Daman ljómaði allan tímann og var virkilega að njóta dagsins....enda allt gert til að hafa hann sem fullkomnastan...

  

 

Skvísan fékk flottar gjafir og fullt af peningum og ég er að segja það...það þurrkaðist ekki af henni brosið allan daginn...og langt framá nótt....

  

Svo...nú á ég bara fullorðin börn...he he....

    

Samt ekki svooo fullorðin...allavega yngdust þau helling daginn fyrir páska....og linntu ekki látum við mömmuna sína fyrr en þau fengu hana til að  útbúa ratleik...þar sem páskaeggin voru falin í vísum og gátum....Ekki það að minni leiðist það...ónei...minni finnst það ógó gaman...en ég hélt samt að ungahópurinn væri vaxinn upp úr þannig leik....nennti þessu ekki...En þannig var það barasta ekki...   

Það tók þau 52. mínútur að finna eggin...en það er algjört skilyrði að eggjanna er ekki leitað...það er alveg bannað að opna skápa eða kíkja á staði sem ekki eru tilgreindir í vísbendingunum.....heldur verður að leita vísbendinganna og finna hverja og eina í réttri röð til að finna eggin góðu....

  

Leikurinn heppnaðist vel...en það er af sem áður var að liðið sé vaknað klukkan sex eða sjö á páskadag....he he...það var sko ekki farið á fætur fyrr en um hádegi svo hópurinn rétt náði að leita og finna eggin áður en við áttum að mæta í páskaboð í Funalindina....til pabbalings og mömmukrúttsins...

  

Og ungunum mínum barst liðsauki...því kærasta Elstamanns var hér þessa páska og hún tók þátt í leitinni með þeim....

    

 

Já...það er að fjölga í Trönuhjallanum...svona öðru hvoru allavega...þegar hún er í heimsókn....og fær að gista....obbobobb...en ekkert umfram það...ekki vaða hérna....

  

Magginn og eg erum oft að pæla í hvenær það verði þannig að í stað þriggja ormagorma verði sex stykki í húsinu...vonandi samt ekki alveg strax...íbúðin er kannski aðeins of lítil fyrir það....Miðormurinn sefur í holinu...undir tölvuborðinu þegar daman gistir hjá Elstamanni...thí hí...

  

En sem sagt...fermingin var yndisleg og páskarnir komu sem kallaðir....því þreytan var orðin töluverð....mikið álag heima og í vinnu og það er náttla ekkert smáræði að ferma einn ungling sko...afrek út af fyrir sig...

  

Við fórum einn rúnt um Reykjanesið með myndavélina góðu á Skírdag...og tókum fullt af flottum og skemmtilegum myndum og svo tjilluðum við alveg fyrir peninginn...

  

 

Magginn fór þó að vinna á laugardag...en Minnstan og ég skelltum okkur í Reykásinn með albúm og skrapp og skröppuðum með heimavarnarliðinu þar á bæ allan daginn....

 

  

Ekki spilltu góðir fótbolta og körfuboltaleikir...og þrátt fyrir að vera eldrauðir Valsarar gátum við ekki annað en fylgst með körfuboltaeinvígi KR-inga og Grindvíkinga...en héldum náttla ekki endilega með neinum...nema kannski Jakobi...EKKI KR...BARA Jakobi...en BARA af því hann er að vinna í litla bláa krúttkofanum og var þar líka sem barn....

  

Leikirnir voru náttla bara tær snilld og maður sá takta sem eru sjaldséðir hér á klakanum kalda og góða...en síðasti leikurinn var samt nærri búin að sprengja blóðþrýstingsmörk margra aðdáenda liðanna...

  

Ótrúlega notaleg helgi að baki og mikið af stuttum og góðum fríum framundan..það er ekki leiðinlegt....

  

Læt páskaleikinn fljóta með hérna inn og vona að höfundaréttur sé virtur...ef einhver vill nota leikinn er það í góðu lagi...svo fremi sem það komi fram að hann er mín hugarsmíði..

  

Og talandi um það...nú er ég bara að bíða eftir viðbrögðum útgefanda við bókinni minni...ógó spennandi...og vonandi er hún útgáfuhæf....7-9-13....

   

Æ...sorrý...verð að láta þennan flakka....

   

Kynmök,dáleiðsla ætli þetta sé rétt?

   

Kona ein kom heim til sín og sagði við eiginmanninn; “Veistu að höfuðverkjakösin sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru alveg horfin”. “Hvað segiru, hvað gerðist?” spurði maðurinn.

 

“Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að standa fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka; Ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk. Og ég hef ekki fengið höfuðverk síðan. Þetta virkaði svona æðislega vel.”

 

“Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur.” Sagði maðurinn. Þá sagði eiginkonan; “Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin. Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?” Eiginmaðurinn samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom hann heim og þreif konuna í fangið, reif hana úr fötunum og bar hana inní svefnherbergi, lagði hana í rúmið og sagði “Bíddu smá, ég verð enga stund”. Svo fór hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu seinna og seinni ástarleikurinn með konunni var enn betri en sá fyrri og annað eins hafði eiginkonan ekki upplifað árum saman.

 

Konan settist upp í rúminu en eiginmaðurinn sagði þá; “ Ekki hreyfa þig, ég kem eftir smá” og svo dreif hann sig aftur inná baðherbergið. Konan var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð fyrir framan spegilinn og endurtók í sífellu, “Hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín.

 

” Jarðarför hans fer fram næsta föstudag.

    

Ég brjálast!!! Ha ha ha!!!

 

MUNA: Hafa gaman af lífinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða...það er svo eeeendalaust margt til sem getur glatt mann og komið til að hlæja....“Til þess að fólk viti að þú elskir það þarftu að gefa því eitthvað af tíma þínum”   

 

Elskjú !!!! 


...AF OKKUR ER ÞETTA HELST:....

          

Úff...tek áskorununum og blogga smá....

  

Ekki eins og mér finnist það ekki gaman sko...það er bara þetta með tímann og mig...við erum stundum ekki alveg í takt....

  

Ferming heimasætunnar nálgast óðfluga og púslin eru nánast öll að smella á sinn stað....er að fara yfir fatamálin þessa stundina sem og gera innkaupalistann...er svo heppin að eiga einn til að miða við og því er málið nú ekki sérlega flókið....

Fæ salinn góða seinnipart föstudags og þá er bara að byrja að skreyta..jibbí!!!

Verður gaman að leika sér með bleika litinn...er nebbla sko búin að prófa bláan og limegrænan....

   

Við Minnstan erum búnar að vera duglegar að sanka að okkur hinu og þessu og erum hrikalega spenntar að sjá árangurinn....

  

Á laugardaginn fórum við í Reykásinn þar sem ég fékk hjálp við Rice Chrispies kökuna...miklu skemmtilegra að gera hana með Elnunni skiluru...og á meðan dundaði Matthildur við hárið á fermingarskvísunni og þær komust að mjög góðri niðurstöðu....

Magginn tók svo slatta af myndum af fermingardömunni í sparifötum og hversdagslegum fötum...og tókst mjög vel til...myndirnar ótrúlega skemmtilegar og flottar og daman alsæl...enda eeeelskar hún að pósa....

Veit ekki hvaðan hún hefur það....????

  

Undirbúningur sem sagt á lokastigi og allir farnir að hlakka til stóra dagsins...

  

Hugsa sér...ÞRIÐJA OG SÍÐASTA FERMINGIN...á FJÓRUM árum...þetta er náttla bara bilun...eða snilld...maður ryðgar ekki í veislufræðunum á meðan....hehe....

  

Alltaf gaman....

     

Trönuhjallatöffararnir annars bara frískir og sprækir og Elstimann alveg búinn að ná sér eftir slysið leiðinlega....

Nóg að gera í vinnunni hjá okkur Magganum og við ótrúlega þakklát og glöð að hafa vinnu á þessum síðustu og verstu....ekki allir svo heppnir...því miður....

Og þegar þessum stóra undirbúningi lýkur hefst annar stór...en við erum sem sagt búin að ákveða að flytja...koma okkur héðan burt...því þó Trönuhjallinn sé yndislegur...þá er ýmislegt á kreiki sem ekki hentar okkur að búa við...og svo erum við náttla komin með svo stóra strákapjakka að það er eiginlega ekki lengur hægt að bjóða þeim að búa í sama herbergi...þó það sé risastórt....

  

Og hver vill fá reykt gras inn um gluggann hjá sér alla daga...nei maður spyr sig...???..ekki það að maður sé ekki slakur sko...sofi vel og svona...nei grííín....!!!!

Yrði ekki hissa þó einhvers konar blómarækt yrði upprætt hérna einhvers staðar innanhúss...svei mér þá...enda klakabúar sumir hverjir afar iðnir við að rækta þessa iðagrænu blómategund....allavega miðað við fréttaflutning síðustu vikna....svo...af hverju ekki grannar vorir?????

Það er kannski alveg hægt að verða ríkur á þessum varningi...??? Kannski bara illa misskilinn fjárfestingaleið....???...nei...segi bara svona...

Eru ekki annars allir að reyna að finna sér einhvers konar sprota?????

     

Hey...tveir góðir:

  

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"



Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt. Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"



Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. "Nei, ætli það...ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

  

Ha ha ha!!!

     

 

 

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna,sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
-Heyrðu elskan...fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.




Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu.  Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !



Ég verð að játa að ég á skynsama konu! Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: 
-Ekki vandamálið...drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur...ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt túbusjónvarp!...eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi... 



Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

 

 

Thí hí...

 

 

   

Jæja…nóttin farina ð faðma okkur hérna á hjara eraldar…tunglið glottir og stjörnurnar kíkja forvitnar inn um gluggana til að dást að sofandi manneskjum sem hjúfra sig undir hlýjum sængum sem skýla þeim fyrir frostköldum vindinum sem nauðar þarna utan við gluggann…og dreyma um betri tíð með blóm í haga…sæta langa sumardaga….

  

MUNA: Það eru ekki einstöku, stóru verkin þín sem skipta sköpum um hver þú raunverulega ert heldur smáatriðin sem þú sinnir í daglega lífinu.

- Ef þú vilt vera hamingjusamur, settu þér þá markmið sem endurspeglar hugsanir þínar, leysir úr læðingi orkuna þína og lýsir vonum þínum og þrám. -

Það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað.

  

-Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfið en góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri. Réttu samferðarfólki þínu hönd vinátturnar.

Lovjú alltaf....

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband