Færsluflokkur: Bloggar
...HVER SAGÐI AÐ LÍFIÐ VÆRI SALTFISKUR...????
16.3.2009 | 23:13
Obbobobb...langt síðan síðast....en ekki endilega af því ekkert sé að gerast á þessum bæ...neineinei ...frekar hitt...allt að gerast og lítill tími til að setjast við tölvuna...en...nú er mér má...
Er semsagt á fullu að undirbúa fermingu heimasætunnar og flestir hlutir að smella saman...fötin...hárið...skreytingarnar...boðskortin...maturinn...og allt hitt....og ekki laust við að daman sé farin að hlakka til stóra dagsins.....bara gaman....
Árshátíð bæjarins var haldin með pompi og prakt að vanda...Fífan skreytt með gulli og eldi og snarkandi bálköstur á öllum skjám milli skemmtiatriða....Síðustu ár hafa þeir á Brodway séð um matinn handa okkur og sló gegn....í slegið ...maturinn snilld...þjónustan snilld og serveringin fullkomin...allir fengið matinn sinn á réttum tíma og öll tímaplön haldist hundrað prósent...
Í ár voru 1.800 manns í Fífunni og veislan í höndum Múlakaffis...sem er þekkt fyrir frábæran mat og flotta þjónustu....En...það kom babb í bátinn....babb...sem hefði mátt losna svo auðveldlega við...ef menn hefðu bara látið vaða....Það var byrjað að bera fram súpuna og allt virtist ganga fullkomlega...þangað til allt í einu...súpan hætti að kom ´salinn....Og við biðum...og biðum...og biðum....en ekki kom súpan...rjómalöguð villisveppasúpan....Þjónarnir helltu afsakandi meira af hvítvíni í glös og báru fram meira brauð...en enginn vissi neitt um súpuna....Það fór að hvissast um salinn að það hefði ekki verið næg súpa og að verið væri að sjóða meira....svo fór að berast um að kokkurinn hefði óvart hellt súpunni niður....svo kom saga um að þjónarnir hefðu sullað súpubala um koll....svo sagan um að kokkurinn hefði misreiknað sig...og loks sagan sem enn stendur...að bílstjóri sem flutti matinn hafi óvart hellt niður 163 skömmtum en ekki látið vita.....Borðahaldið byrjaði átta...en súpan kom loks á síðustu borðin um hálf ellefu...já sææææll.... bragðgóð....en skelfilega þunn....máttlaus tilraun til að redda sér út úr ógöngunum...sumir sögðu með Campbellsúpu...aðrir Maggi....en súpan skilaði sér á endanum og hvítvínið var aðeins farið að hreyfa blóðið....Hefði líklega verið heiðarlega að láta Örninn bara tilkynna mistökin og láta okkur sem ekki fengum súpu sætta okkur við það...fá matinn inn í sal og allir sáttir....
Aðalrétturinn var því eki borinn á borð fyrr en um ellefu og eftir hann voru ekki sérlega margir sem hentu sér yfir eftirréttinn um hálftólf.... en létu sig frekar vaða á dansgólfið....enda matarlystin löngu drukkin burt....
En...þetta var nú ekki það eina sem við Magginn og ég díluðum við þetta kvöldið....Elstimann sá um það...
Meðan við biðum eftir súpunni hringdu vinir hans til að segja okkur að kauði hefði dottið fyrri utan heima og að þeir væru búnir að hringja á sjúkrabíl...Við urðum náttla oggulítið óróleg...ég hringdi strax upp á slysó en sjúkrabíllinn var ekki kominn....sagði að við værum stödd á árshátíð en gaf upp símann og bað um að við yrðum látin vita hvað væri í gangi....Hringdi svo í Mömmukrúttið og pabbalinginn sem snöruðu sér út í bíl og rúlluðu uppeftir til að tékka á stöðunni...Við vorum tvístígandi...var þetta alvarlegt eða voru vinir hans að ofmeta aðstæður?Fengum svo að vita að kallinn væri soldið lemstraður en að við ættum bara að vera kyrr..amman og afinn sæju um guttann...
Soldið erfitt...en tilhugsunin um að koma uppeftir angandi af áfengi ver ekki sérlega spennandi....þrátt fyrir að ekki væri búið að sulla neitt mikið....
Svo kom næsta símtal...allt í lagi...ekki hafa áhyggjur...Ása læknisfrænka er á staðnum og sér um ormagorminn...og amma og afi pollróleg á staðnum...Úff...soldið erfitt....soldið mikið erfitt....Drengurinn ekki háls eða höfuðkúpubrotinn...bara slæmur heilahristingur ...brotið nef og rifin augabrún sem var bróderuð með hraði.......eruð þið viss um að við eigum ekki að koma????
<neineinei...engar áhyggjur....hann er í góðum höndum...þið getið ekkert gert...
Svo við sátum í Fífunni og átum siðbúinn kvöldmatinn og vorum frekar óróleg...
Næsta símtal...amma og afi á heimleið...pjakkurinn farinn að lúlla á slysó og ekkert meira hægt að gera í stöðunni....hann væri í bestu höndum í heimi og honum liði vel eftir aðstæðum...Újé...hvers konar foreldrar erum við eiginlega????
Þegar við svo komum heim í Trönuhjallann féllust okkur algerlega hendur...Það var aðeins of mikið blóð við innganginn...og inn...og eftir veggnum upp stigann...Hjálp!!!!
Ég fór rakleitt í símann...notabene...ég var varla búin að sötra meira en yfirborðið af hvítvíninu... einn bjór og smá af fordrykk...svo ég var í fínu lagi....enda léleg í drykkjunni alla jafna...finnst bara gaman að vera með...Slysó má ekki gefa upplýsingar um líðan sjúklinga í síma...en mér tókst að kreista það út að strákurinn minn stóri væri sofandi og allt í góðu lagi...
Daginn eftir komum við svo upp á slysó með angistarsvip dauðans og samviskubit aldarinnar...en Elstimann bar sig vel....sáttur við ömmu og afa og læknafrænkuna góðu...
Illkvittna vonda mamman fékk móðursýkislegt hláturskast þegar hún barði barnið augum...enda sjónin frekar ...já...segi ekki meir.... hornin og halinn á sínum stað...múhaha...
Krakkagreyið fékk svo að koma heim með okkur og var frekar fegin að sleppa af spítalanum...enda ekki sérlega spennandi að liggja þarna og móka...betra að vera bara í sínu góða rúmi og hafa allt sitt á hreinu....
Hvað gerðist?...jú...hann var að hoppa niður af lágum vegg við bílaplanið...kannski hoppaði hann yfir...man það ekki...en allavega var gangstéttin fyrir neðan það hál að salíbunan endaði niður brekkuna við innganginn og á steinröri sem gegnir hlutverki affalls....andlitið beint á rörið....stóð svo upp...ringlaður...man ekki meir...en vinir hans sáu hann detta beint framfyrir sig á stéttina...ÁTS!!!
Í alvöru...ef ég hefði heyrt þessa sögu aðeins fyrr...þá hefði ég nú ekki setið og slafrað í mig súpugutlinu í rólegheitum sko....
En...þriðja heilahristingstilfellið á sirka fjórum árum...alveg með ólíkindum hvað þessi hauskúpa þolir....
Gaurinn er svo búinn að vera heima síðastliðna viku...og ég reyndi að bæta brot mitt með því að vera heima hjá honum á mánudeginum og vera góða hjúkkan...og besta mamman....
Hann er allur að koma til...en kvartaði mest yfir doða í höndum og fótum...bakverk og mjaðmaverk...en fannst rosalega krípí að vera ekki illt í höfðinu...bara einhvern veginn dofinn....Og svo kastaði hann upp í nokkra daga...gat ekkert borðað en fannst hann óendanlega þyrstur....
Í gær var hann samt nokkuð brattur...sagðist vera svo ánægður að þurfa að biðja um verkjatöflu...því nú væri doðinn farinn og hausverkurinn kominn...þessar bylgjur sem hann kannaðist vel við frá síðustu höfuðhöggum....Hmmm...maður spyr sig....hvernig er hægt að vera fegin að hafa loksins almennilegan höfuðverk????Kannski bara það að þá veit maður að maður er í lagi....????
Fyndnasta uppákoma ever varð daginn eftir þetta slys...Einn af þessum snarklikkuðu íbúum þessa húss kom röltandi í rólegheitum niður tröppurnar og að innganginum...sá blóðpolla og slettur og snarstoppaði...henti sér á fjóra fætur...skreið að blóðinu og gargaði:What a fuck! What a fuck!...stökk svo á fætur og hljóp á harða spretti burt frá húsinu...Við...kvikindin...lömuðumst úr hlátri....og gáfum okkur þá skýringu að líklega hefði greyið talið sig hafa myrt einhvern...en ekki munað neitt frá gærdeginum...he he...
Þegar mamman var alveg viss um að allt yrði í lagi á heimilinu...eða reyndi að sannfæra sig um það....brá hún sér af bæ og fór í húsmæðraorlof austur í sveitir...
Trúið mér...það var geggjað....mikið hlegið... fíflast... skrappað og hamast í boðskortagerðinni...og afraksturinn hinn ágætasti....
Abba sáu um að halda okkur föndurgellunum...eða kroppkonunum...við efnið...síðurnar fæddust hver af annarri...hver annarri betri...potturinn yljaði....maturinn var ekki slæmur...enda eðalkonur á ferð... namminamminamm...dúllast og dekrast fyrir allan peninginn og stemman algerlega í toppi....
Komum endurnærðar heim í gær og létum allar þessar veðurtegundir ekkert hrella okkur...Mætti svo hress og tvíefld til leiks í litla bláa krúttkofann...og fékk endalaust mikið af knúsi í allan dag....
Vikan liggur svo þarna fyrir framan...óskrifuð...en örugglega tíðindamikil...enda aldrei logn í mínu lífi...ha ha ha!!!!
Vona að allir eigi frábæra viku framundan...með fullt af hlátri...gleði og góðum uppákomum....Stefndu á tunglið og þú gætir gripið stjörnu í leiðinni...
MUNA: Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfiðEn góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri.Réttu samferðarfólki þínu hönd vinátturnar.- Það skiptir ekki mestu að bæta árum við líf sitt, heldur hitt, að bæta lífi við ár sín -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:15 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
....TJILLIRALLIREI....
5.3.2009 | 23:53
Jæja tíminn bara alltaf á harðahlaupum og maður nær varla andanum .
Erum náttla bara hress og spræk Trönuhjallatöffararnir .höfum alveg verið laus við flensu frekju kvefpestir og magakveisur og hvað þetta nú heitir allt saman sem er að herja á landsmenn þessa dagana
Segi bara 7 9 13 og vona að heilsan haldist svona góð sem allra lengst .
Magginn minn einhenti er allur að koma til verkirnir þó enn stöðugir og svona en þetta er nagli....þessi elska og hann lætur sig bara hafa þetta farinn að vinna og hamast í sjúkraþjálfu og svo er bara að vona að handleggurinn verði betri en glænýr ..
Miðormurinn og Minnstan eru á árshátíð þessa stundina fóru héðan glerfín og flott og full af spenningi og tilhlökkun enda öllu tjaldað til í skólanum .alger snilld er mér sagt .
Elstimann er enn að leita að vinnu farinn að örvænta örlítið en hann hlýtur að drtta niður á eitthvað þrátt fyrir dapurt útlit á vinnumarkaði það þýðir ekkert annað en vera bara bjartsýnn .
Litlu krílin mín í bláa krúttkofanum blómstra og dafna hafa átt töff tímabil með lngnabólgu RS vírusi Barkabólgu eyrnabólgum .hósta og hita og horframleiðslan óendanleg ..en samt eru allir glaðir og kátir .og þessir ljósálfar gefa manni endalausa orku og kraft gleði og trú á lífið sjálft og tilgang þess .
Og framundan er svo þriðja og síðasta fermingin á heimilinu ó mæ god etta er náttla bara bilunLitla snúllan mín að fermast .verða fullorðin úffamæ ekkert smá skrýtið
Við erum á góðri leið með allan undirbúning en erum samt ekki enn búin að fá endanlegt svar um salinn hóst hóst svo ef einhver á sal á lausu þá má hafa samband dagurinner 5.apríl takk kærlega en ég er bjartsýn eins og alltaf Pollýanna á staðnum .tjillirilli rei þetta verður bara gaman .
Árshátíð bæjarins er svo framundan á laugardaginn og þrátt fyrir kreppuna ætlar Gunnar vinur okkar að blása til veislu kýla bara á þetta hressa upp á bæjarstarfsmenn og ýta áhyggjunum til hliðar smá stund Fífan verður gylt og flott og það eru bara allir að verða nokkuð spenntir .Verður flott eins og alltaf ekki spurning .
Og svo erum við komin á fullt að leita að stærra húsnæði....
Svo það er ekki eins og maður sé verkefnalaus hér á bæ eða vanti eitthvað að gera .alltaf nóg .og meira en það .
...bara gaman....
Fann nokkra góða .og vona að þeir komi ekki öllu í bál og brand thí hí borgar sig að þekkja sína....
Við konan mín lágum uppi í rúmi og horfðum á Villtu vinna milljón.Ég snéri mér að henni og sagði, Villtu gera do do ? Hún svaraði, NeiÉg spurði, Er þetta þitt lokasvar ?Hún leit ekki einu sinni á mig er hún svaraði JáÉg sagði, Þá langar mig að hringja í vinkonu...og þá fór allt í bál og brand .
Ég spurði konuna mina, Hvert langar þig að fara á brúðkaupsafmælinu okkar ? Mér hlýnaði um hjartarætur að sjá hvernig hún lifnaði öll við og horfði á mig með aðdáun er hún svaraði,Eitthvert sem ég hef ekki farið lengi Með það í huga kom ég með uppástungu, Hvað með eldhúsið ?...og þá fór allt í bál og brand .
Farið stilt og góð inn í helgina sparið ekki húmorinn og hlæjið eins og vitleysingar það gerir þetta alt svo miklu betra .jákvæð björt og brosandi eins og Bylgjan
MUNA: Ástin er búin töfrum.Hún er málið sem heyrnarlausir heyra,söngurinn sem fatlaðir dansa eftir og sólsetrið sem blindir fá að sjá.- Trúðu og framkvæmdu eins og þér sé ómögulegt að mistakast
Elskjú!
Bloggar | Breytt 6.3.2009 kl. 00:02 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
...LÆRÐU LEXÍURNAR ÞÍNAR....
24.2.2009 | 01:00
Nokkrar góðar lexíur....
Lexía 1:
Maður fer í sturtu rétt í þann mund, er konan hans er að ljúka sinni og dyrabjallan hringir.
Konan vefur um sig handklæði og hleypur til dyra.
Hún opnar hurðina og úti stendur Biggi úr næsta húsi.
Áður en henni tekst að koma upp orði segir Biggi: "Ég gef þér hundraðþúsund ef þú lætur handklæðið falla".
Hún hugsar sig um smá stund og lætur svo handklæðið falla og stendur nakin fyrir framan Bigga. Eftir nokkrar sekúndur lætur Biggi hana fá hundraðþúsund og fer.
Konan vefur handklæðinu aftur utan um sig og fer aftur inn.
Þegar hún kemur inn á bað spyr eiginmaðurinn: "Hver var þetta?"
"Þetta var Biggi í næsta húsi", svarar hún.
"Frábært", segir maðurinn, "nefndi hann eitthvað um þessi hundraðþúsund sem hann skuldar mér?"
Boðskapur sögunnar:
Ef þú deilir mikilvægum upplýsingum varðandi lán og áhættu með hluthöfum tímanlega geturðu verið í aðstöðu til að koma í veg fyrir óþarfa afhjúpun...
Lexía 2:
Prestur bauð nunnu far. Hún settist inn og krosslagði fætur, sem varð til að bera fót hennar.
Presturinn missti næstum stjórn á bílnum. Eftir að hafa náð stjórninni aftur, strauk hann hendinni laumulega upp eftir fæti hennar.
Nunnan sagði þá: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn dró að sér hendina, en þegar hann skipti um gír strauk hann hendinni aftur upp eftir fæti hennar.
Aftur segir nunnan: "Mundu eftir Orðskviðunum 10:4".
Presturinn afsakaði sig og sagði: "Fyrirgefðu systir, holdið er veikt".
Er þau renna í hlað við klaustrið andvarpar nunnan þunglega og fer sína leið.
Þegar presturinn kemur í kirkjuna flettir hann upp Orðskviðunum 10:4. Þar stóð: " Snauður verður sá, er með hangandi hendi vinnur, en auðs aflar iðin hönd".
Boðskapur sögunnar:
Ef þú ert ekki vel upplýstur í starfi þínu gætirðu misst af stórkostlegum tækifærum....
Lexía 3:
Sölumaður, ritari og deildarstjóri eru á leið í mat þegar þau finna fornan olíulampa.
Þau nudda lampann og út kemur töfraandi. Andinn segir: "Ég veiti hverju ykkar eina ósk".
"Ég fyrst! Ég fyrst!", segir ritarinn. "Ég vil vera á Bahamaeyjum á hraðbát algerlega áhyggjulaus". Og púff! Hún er horfin.
"Næst ég! Næst ég!", segir sölumaðurinn. "Ég vil vera á Hawaii að slaka á með einkanuddara og endalausar birgðir af Pina Colada og ástinni minni". Og púff! Hann er horfinn.
"Allt í lagi, það er komið að þér", segir andinn við deildarstjórann.
Deildarstjórinn segir: "Ég vil að þessi tvö verði komin aftur á skrifstofuna eftir mat".
Boðskapur sögunnar:
Alltaf láta yfirmanninn tala fyrst.....
Ha ha ha!!!!
EIGIÐ GÓÐAN DAG!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
...EIGIN GÆFU SMIÐUR...........
15.2.2009 | 14:31
Ljón: Það er mikil togstreita innra með þér svo að þú átt erfitt með að einbeita þér. Nú er sú törn á enda og komið að því að þú njótir næðis um stund.
Ekki amalegur boðskapur að morgni sunnudags....
Það skrýtna er að þetta er svo innilega rétt að það eiginlega er ekki fyndið...
Í nokkuð mörg ár meira að segja hef ég verið að kvelja sjálfa mig með ákveðnum hlut....hlut sem er mér svo ótrúlega mikilvægur en ég hef haldið niðri með hræðsluáróðri við sjálfa mig...ótta og þrjósku dauðans.
Kannski fíflalegt að segja frá en ekki sérlega notalegt að bera....og kannski líka betra að opinbera til að forðast þann pytt að skríða í aftur...
Ég muldi mitt eigið sjálfstraust niður í mylsnu og trúna á eigið ágæti líka...á þessum vettvangi að minnsta kosti og svo hef ég nagað sjálfa mig að innan...og kvalið...svolítið meðvitað...en töluvert ómeðvitað líka....
Ég er sem sagt að tala um skriftirnar mínar....Ég hef nærst og blómstrað í gegnum lífið á því að skrifa sögur og búa til alls konar heima þar sem ég ræð öllum aðstæðum...upphafi...miðju og endi...Ég hef frá því ég var agguponsa skreytt umhverfið mitt með frásögnum...sönnum og ósönnum...bullað og ruglað og hlegið manna hæst að öllu saman..notið þess að skálda upp heilu fráagnirnar og oft fengið hrós fyrir....Ég labbaði milli húsa...lítil skotta...og sagði fólki alls konar sögur...bjó til frásagnir af fjölskyldunni minni og aðstæðunum heima....og ef mig langaði í til dæmis vorkunn..þá fékk fólk að heyra hvað allir væru vondir heima hjá mér... úff...skammastín addna....en ef ég var bara að fanga athygli..sníkja nammi eð eitthvað...þá sagði ég frjálslega frá skemmtilegum uppákomum á heimilinu...Fólk hló og klappaði mér á hausinn...sagði að ég væri nú meiri skáldkonan...og ég myndi örugglega skrifa bækur þegar ég yrði stór...Það þótti minni nú afar merkilegt...bókaormurinn sjálfur....hugsa sér...að skrifa bækur og vita að þær yrðu lesnar alls staðar og hvergi...???Ég hafði mikið dálæti á Þórbergi og Halldóri Laxness...og ætlaði mér fljótt að skrifa miklu fleiri bækur en þeir..
Markið kannski sett aðeins of hátt...en alveg í samræmi við sjálfsálit og trú á eigið ágæti á þessum tíma....
Á skólaárunum naut ég þess út í það óendanlega að skrifa sögur og ritgerðir... elskaði íslenskutímana og stafsetninguna...fílaði í tætlur að fá að lesa upp sögur og ljóð og datt ekki í hug annað en að þetta væri frábært hjá mér...búin að heyra það heima og hjá kennaranum...og fékk svo líka klapp frá bekkjarfélögunum....
Sat heima og skrifaði heilu bækurnar um spæjara...ræningja...tatara....fátæk börn....börn sem áttu enga foreldra en spjöruðu sig samt... börn sem voru í leynifélögum og björguðu fólki....og guð má vita hvað þetta fjallaði allt um..mér var eiginlega alveg sama ...bara skrifa...skrifa og skrifa meira....Þess á milli sat ég við bókaskápinn heima og las...þræddi bókasöfnin og sankaði að mér bókum....bjó til leiki og leikrit úr þeim og kom þeim inn í dúkkó og barbíleiki....eltingaleiki....feluleiki og meira að segja hjólaleiki...
Ég elskaði að vera með vinkonum og vinum...en ég elskaði jafn mikið að vera ein með dúkkunum mínum og stjórna þeim...ráða öllu sjálf...láta þær vera þessi eða hinn...búa til nöfn... og leikritið var óendanlegt...hugmyndaflugið ótæmandi...
Mamma og pabbi pikkuðu út sögur og sendu í útvarpsþætti og alls kyns keppnir...blöð og tímarit...og mér þótti sko ekkert að því....
Ég fékk verðlaun og viðurkenningar og var voða glöð með það....var boðið nokkrum sinnum í útvarpið..og fór meira að segja alein til Svíþjóðar í viku...verðlaun fyrir ritgerð um Norðurlöndin...skemmti mér bara vel og hafði sko ekki áhyggjur af því að geta ekki talað....ég bara talaði....
Þetta var ljúft...ég var svo örugg og ég vissi svo vel að ég gat....og það kom aldrei neinn sem sagði að eitthvað væri ekki nógu gott...að ég ætti að breyta einhverju eða gera öðruvísi...ég mátti hafa þetta allt alveg eins og mér sýndist....
Eina breytingin á unglingsárunum og menntaskólaárunum var að maður fékk einkunnir...átti að setja ritgerðirnar upp á ákveðinn hátt og svoleiðis...en það var ekki flókið að fylgja þeirri skipun...og ég naut mín....Og í ritgerðarprófunum spændi ég upp arkirnar...hafði svo miklu frá að segja...og fékk stundum pot frá skólafélögunum...sem fannst bara að ég ætti að skrifa fyrir mína hönd og þeirra allra....
Ég spáði einstaka sinnum í það að aumingja kennararnir þyrftu að lesa ógó mikið þegar ég átti í hlut...en þeir kvörtuðu aldrei...
Í Fósturskólanum hélt ég áfram...og fékk bara klapp á öxl...sprengdi einhvern tímann einkunnaskalann...og svo voru barnabókmenntatímarnir alveg að gera eitthvað fyrir mig sko...vááá hvað ég naut mín!!!
Svo fór maður nú út í lífið...bjó til sögur og söngtexta í leikskólanum og fyrir krílin heima....tók svo stóra ákvörðun og ákvað að skrifa bók...láta verða að þessu....
Fékk pepp við að fá birta sögu í bók ásamt mörgum þekktum höfundum og fannst það eitt og sér mjög skemmtilegt...en vildi samt frekar skrifa mína eigin....
Ég skrifaði og fékk gefna út mína fyrstu bók....og fékk fína ritdóma...góða sölu og fannst þetta nú ekki sérlega flókið...svo ég byrjaði á næstu....Ég var reyndar akkúrat komin á þann stað í lífinu að verða mamma...og tók það með trompi eins og annað...átti þrjú börn á fjórum árum og þótti það nú ekki sérlega mikið mál...enda krílin algerlega yndisleg....og ég fékk alltaf næði til að skrifa...því þau voru sofnuð rétt eftir kvöldmat og því nægur tími til að setjast við tölvuna...og leika sér....
Og Magginn sá um að þrífa og taka til....svo ég gæti setið í tölvuherberginu án þess að hafa nagandi samviskubit út af heimilinu...
Ég skrifaði sögur.....og ég skrifaði revíu....sem ég svo fékk meira að segja að vera með í að flytja hjá leikfélaginu á Dallanum....og vááá hvað ég skemmti mér...þetta var bara gaman!!!
Ég var meira fyrir að gera sögurnar og leikþættina en ljóðin...en var samt alltaf öðru hvoru að skrifa bundið mál...og búa til texta við hin og þessi lög og flytja með vinnufélögum og vinum...á árshátíðum og þorrablótum...stundum fjölskyldunni líka....
Það besta var að ég var ALDREI í vafa um eigið ágæti...hrópaði það svosem ekkert á torgum endilega...en innaníið var í fínu lagi....
Þegar ég skrifaði bók númer tvö var ég alveg sannfærð um að allir sem hana myndu lesa myndu verða jafn hrifnir af persónunum og ég því ég elskaði þær alveg í botn...þótti gríðarlega vænt um þær og varð stundum að minna sjálfa mig á að þær væru ekki lifandi...heldur tilbúnar....en ég hafði miklar væntingar og hlakkaði gífurlega til að koma þessum persónum inn á heimili landans.....
Ég bjó í Noregi á þessum tíma...sem var galli...
Ég sendi bókina til Íslands...og hún kom út í jólabókaflóðinu ´98.... og... drukknaði þar...Ég fékk enga dóma...engin komment...ekkert...
Hún seldist svosem þokkalega...en ekki nærri eins vel og ég hafði trúað...Og þarna....hrundi sjálfstraustið....styrkurinn og trúin...algerlega...Ég brotnaði að innan....fannst ég alveg ómöguleg og auðvitað hafði enginn áhuga á þessari bók...ég væri langt í frá nógu góð til að vera að skrifa....fáránleg hugmynd...að láta sér detta það í hug...!!!Og svo tók við skrýtið tímabil...þar sem ég skrifaði ekki mikið....varla neitt...nema fyrir skúffuna kannski....samdi ljóð fyrir ættingjana ef þeir báðu um það...en fannst þessum kafla í lífinu að mestu leyti lokið...skelfilegur sannleikur...sem hefur kostað nokkur sölt tár...segi ekki meir..en Pollýanna sagði samt aldrei neitt...
Og það var erfitt...ó mæ gooood....því það var bara ekki ég....að skrifa ekki fyrir einhverja...geta ekki skemmt öðrum eða glatt með orðunum....og sama hversu mikið ég heyrði um bókina mína frá almenningi...úr bókabúðum og frá ættingjum....þá var þetta ekki frábær bók...þau sögðu það bara til að gleðja mig....hughreysta og vera almennileg....ég hafði enga trú á að þeim þætti í rauninni nokkuð í hana varið...
Ég hef enn ekki einu sinni lesið hana í heild fyrir mín eigin börn...en þau nældu sér í hana sjálf og lásu í skólanum...og einn bekkjarkennarinn tók hana sem valbók í nestistímanum og las fyrir bekkinn...en þetta var náttla nokkrum árum seinna....þegar við vorum aftur flutt heim og börnin farin að ganga í skóla....
Ég fór að heyra skemmtilegar athugasemdir og eignaðist nokkra aðdáendur....en það var bara einhvern veginn of seint....
Magginn gerði allt til að hvetja mig áfram...fór að ýta við mér með reglulegu millibili...hvatti mig til að setjast við tölvuna og skrifa bara eitthvað...eitthvað sem ég gæti eytt aftur....eða geymt...það þyrfti enginn að sjá það einu sinni...bara skrifa..því það væri mín næring...minn lífskraftur...
Ég þrjóskaðist náttla við...eins og andskotinn sjálfur....en laumaðist þó svona inn á milli að hnoða saman textum...sem ég ýmist eyddi aftur eða geymdi....
Einhvern tímann var ég heima með gesti sem fóru að tala um blogg...Ég var rosa hissa...blogguðu þær??? Jájá, þær blogguðu og það var geggjað gaman...Ég kíkti á þetta um kvöldið og fannst soldið spennó...svo ég bjó mér til síðu....en sagði nú ekki mörgum frá...laumaði mér inn á bloggar.is og var ekki lengi að finna mig á þessum vettvangi...
Mér var hins vegar slétt sama hvort einhver kíkti á þetta blogg mitt...og ég kommentaði sjaldan eða aldrei hjá öðrum....þó ég væri fastur lesandi á mörgum síðum....
Það var eiginlega ekki fyrr en Lóan mín yndislega fór að blogga se ég fór að setja inn eitt og eitt komment....og fá á móti fleiri heimsóknir inn á mína eigin síðu...Það gaf nú soldið kikk ef þið spyrjið mig....það hreyfði við einhverju innra með mér...og ég fann að það var eitthvað þarna sem ég hafði lokað kyrfilega á...löngunin fór að bæra á sér og ég hugsaði með mér að kannski....ætti ég bara að prófa aftur????
Ég gerði það....og á ýmislegt til...en það var bara eitt sem truflaði...ég þorði ekki að klára...því þá væri ég komin á þennan punkt að þurfa kannski að fara af stað út fyrir öryggið og fá kannski annan skell....
Ég er því búin að draga lappirnar...leeeeengi....en síðustu helgi tók ég mig saman í andlitinu og KLÁRAÐI bók...kláraði að skrifa bókina sem ég er búin að vera með í allavega fimm ár í vinnslu....og meira að segja með frábæran yfirlesara sem var farin að banka harkalega á dyrnar...því hana vantaði endinn...!!!
Ég var ótrúlega stolt af sjálfri mér...klukkan hálfsex að morgni sunnudags...búin...búin...Búin!!!
Svo sat ég og horfði á tölvuskjáinn og hugsaði....spurði sjálfa mig hvað ég ætlaði nú að gera???Eftir töluvert langa mæðu...tók ég ákvörðun...ég ætla allavega að prófa að fara til útgefanda...og sjá svo til....
Þetta var sigur. Þetta var mikill persónulegur ávinningur fyrir mig í minni gríðarlega miklu innri togstreitu....
Og til að hætta ekki við að reyna allavega...þá ákvað ég að blogga...svo ég eigi erfiðara með að bakka út...eða geti það jafnvel ekki...því ég veit ég á vini....
...og þó ég spái ekkert endilega svo mikið í hvort ég fái 3 eða 300 heimsóknir á bloggið mitt...þá líður mér bara alltaf svo vel því þá er ég búin að fá útrás...án þess að troða herlegheitunum ofan í skúffu...kannski gleðja einn eða tvo...kannski skapa umræðu við einn eða tvo...en gefa ekki sjálfri mér færi á að grafa þennan neista...sem sumir kalla hæfileika...henda út í tómið...þar sem ekkert er.....
Og nú er ég búin að rasa hérna út....fá útrás fyrir hugsunum og tilfinningum...og er tilbúin til að takast á við það sem kemur næst...hvað sem það svosem verður...Feimin...en stolt....
Eigið öll góðan dag...þið sem nenntuð að klóra ykkur í gegnum þetta uppgjör mitt...
MUNA:Verkefnið verður að fjalli þegar þú hefur það fyrir framan þig í heilu lagi.
Ef þú brýtur það niður í smærri einingar, sem auðveldara er að ráða við, verður miklu léttara að ljúka því og láta það ekki dragast.
Elskjú...
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
....HUGSA SÉR...EF...
7.2.2009 | 19:44
Það er eins og öll lætin og óróleikinn sem hafa skapast á klakanum undanfarna mánuði ýti undir það að maður fer sjálfur að ókyrrast...skoða umhverfið og aðstæðurnar og taka svo sjálfan sig í djúpa naflaskoðun....
Pælingarnar um það hver maður er og hvaða tilgang líf manns hafi eru mun áleitnari og eins hvaða framtíð bíði manns...hvers konar aðstæður eru að skapast eða munu skapast???...hvað bíður barnanna minna???hvað bíður barnanna þeirra???barna framtíðarinnar????
Hvað erum við að gera landinu okkar og hvað erum við að leyfa öðrum að gera landinu okkar og okkur sjálfum???
Hvernig eigum við sem þjóð að bæta þann skaða sem nú þegar er skeður og koma í veg fyrir stærri og meiri skaða...og passa að þetta eða eitthvað svipað geti nokkurn tímann endurtekið sig...'???
Maður er svo ringlaður...skilur ekki hvernig í ósköpunum allt gat farið á hvolf...án þess að nokkur fengi við það ráðið...og það er bara mjög flókið að átta sig á hverjir eru sekir og hverjir ekki...
Þeir sem eiga stærstan hlut í hruninu vilja meina að við sem byggjum landið séum jafnsek...en ég er ekki tiilbúin að kyngja því...ég varð aldrei vör við neitt góðæri og ég naut ekki góðs af þessum auði sem átti að vera til hér á landi...ég ætla ekki að axla þeirra ábyrgð...hef nóg með mína...ég segi nei við þeirra ásökunum en horfi ásakandi á þá...og spyr: Hvað ætlið þið að gera??? Flýja land og velta ykkur upp úr vellystingunum sem bíða ykkar annarsstaðar...eða standa með sjálfum ykkur og koma klakanum á flot aftur...án skuldbindinga...án ofurlauna...án valdagræðgi...án þess að fá eitthvað í staðinn...annað en endurheimt stolt þjóðar sem vissi ekki að það væru svikarar á meðal vor...þjóð sem trúði því að útrásin væri heillavænleg...vel skipulögð og trygg...væri landinu til framdráttar og framtíðinni til sóma....????
En Júdasarheilkennið var of ríkt í ykkur.....
Af hverju var ekki allt þetta fé notað til að lækka skatta...hækka laun og bæta aðstöðu þeirra sem byggja þetta land???
Það hefði verið hægt að gera stórkostlega hluti hérna fyrir þessa aura...og það hefði þá svo sannarlega verið réttnefni að Ísland væri besta...ríkasta og stórasta land í heiminum....
Hugsa sér...ef til dæmis lyfin sem sumt fólk verður að taka...væru ókeypis...hjartalyf...blóðþrýstingslyf...lyf sykursjúkra... asthmasjúkra ... flogaveikra...krabbameinssjúkra...geðsjúkra...og guð má vita hvað þetta allt saman heitir...hugsa sér ef það væri þannig að lyfjakostnaðurinn væri ekki að sliga sum heimili....
Og hugsa sér...ef tannlæknaþjónustan væri greidd að fullu niður af ríkinu...þá gætu ALLIR nýtt sér hana...sem og hjartavernd... krabbameinseftirlit... augnlækningar...bæklunarlækningar...já..allt þetta sem fólk á að geta haft aðgang að og huga þannig að heilsu sinni...en er of dýrt fyrir suma og ótrúlega margir hafa hreinlega ekki efni á að nýta...
Hugsa sér ef þessir peningar hefðu komið heilbrigðisstéttunum til góða...umönnunarstéttunum....ófaglærða fólkinu sem heldur landinu gangandi með ómissandi störfum sínum....í leikskólum...á spítulum...á elliheimilum...í verslunum...á þjónustustöðvum....veitingastöðum... fiskverkunarfólkið... sorphirðufólkið....matvinnslufólkið....
Hugsa sér ef skólakerfið hefði líka fengið svolitla sneið...hærri laun og fleira fagfólk...meira rekstrarfé og betri aðstæður fyrir börnin okkar... öruggara umhverfi...betri og markvissari leiðir til að koma í veg fyrir hluti eins og einelti....ókeypis matur í skólunum og ókeypis þjónusta fyrir börnin í leikskólunum...þar sem grunnurinn að framtíðinni er lagður...
Hugsa sér ef fatlaðir einstaklingar hefðu betri aðstæður að lifa við...meiri þjónustu...tryggari aðstæður...skjótari aðgang að öllu sem þeir þurfa svo sárlega á að halda...minni bið...markvissari þjálfun...minna óörggi...sterkari einstaklingar....
Hugsa sér ef vegirnir okkar hefðu líka fengið svolítið meira...einbreiðar brýr heyrðu fortíðinni til....tvíbreiðir þjóðvegir allan hringinn...öflugra vegaeftirlit...minni slysahætta...færri slys...og enn færri fórnarlömb slíkra slysa....minni sársauki og ennþá minni þjáning...
Hugsa sér ef peningarnir hefðu líka verið notaðir til að koma þaki yfir alla þá sem búa á götum borgarinnar...byggt upp aðstöðu til að aðstoða það fólk....veita skjól...mat og hreinlætisaðstöðu...finna lausnir og jafnvel létt störf sog hobbíaðstöðu til að hafa eitthvað annað við að vera en ráfa um....styrkja og styðja...hugga og uppörva...
Hugsa sér hvað margir hefðu það betra í dag...ef peningunum hefði verið varið í þessa hluti eða einhverja hliðstæða...í stað þess að vera tímabundin skemmtun og ánægja nokkurra aðila...leiktæki ofurhugaðra gamblara sem sáu bara daginn í dag...en skildu ekki að það kemur nótt og annar morgunn...nýr dagur sem krefst jafn mikils og gærdagurinn...
Hugsa sér hvað lýðveldið Ísland væri flott í dag...ef......
Núna standa byggingasvæðin tóm..kranarnir kyrrir við hálfbyggð húsin......minnismerki um góðæri fárra auðjöfra sem gleymdu að hugsa dæmið til enda...
Núna standa fyrirtæki auð og yfirgefin...verslanir tæmdar og bílasölurnar smekkfullar af óseljanlegum Range Rowerum og Hömmerum... jeppum...fyrirtækjabílum...sendibílum og vinnubílum....smábílum og hjólhýsum...fellihýsum og kerrum...sem eru svo sligaðir af okurlánum að enginn getur keypt eða selt...
Núna sitjka margir og sjá ekki framtíðina...atvinnulausir... verkefnalausir...vonlausir... skuldugir upp fyrir eyru....og geta ekki staðið við skuldbindingarnar sem skyndilega urðu óyfirstíganlegar...
Núna riða heimilin til falls...hamarinn verður þyngri og þyngri í höndum uppboðsaðilanna...sýslumennirnir klóra sér í hausnum og lögmennirnir vita ekki hvaða mál þeir eiga að draga úr bunkanum næst...
Núna situr gamla ríkisstjórnin og horfir með hæðnissvip á nýju stjórnina sem hamast við að gera eitthvað...en veit varla hvar skal byrja...af nógu er jú að taka....og spurning hvaða lausnir finnast þar...eða hvort einhverjar lausnir séu yfirhöfuð til???? Tjah...maður spyr sig????
Maður reynir að vera bjartsýnn...trúa á að þetta sé í rauninni bara gott svona til lengri tíma litið...þetta hafi þurft að gerast til að stöðva tímann...staldra við og skoða hlutina upp á nýtt...sjá heildarmyndina...átta sig á því hvað það er sem skiptir í rauninni máli og hvað það er sem er ekki þess virði að eyða orku og tíma í...
það má aldrei missa trúna....því þó allt sé dökkt í augnablikinu...þá birtir alltaf upp um síðir...það er bara lögmál sem maður verður að halda fast í...trúin er það sem heldur manni á floti...trúin á að hlutirnir verði betri á morgunn...ennþá betri næsta dag...og fari svo bara batnandi með hækkandi sól....
En...maður skilur svosem að það er ekki endalaust hægt að leika Pollýönnuleikinn...það er ekki alltaf alveg að virka...
"Ha ha ha...iss..þó maður missi húsið sitt..vinnuna og bílinn..ha ha ha...það hefði getað verið verra...ha ha ha...þó við höfum ekkert að éta...eigum ekki fyrir leigunni eða getum ekki hitað kofann..ha ha ha...þetta hefði getað orðið miklu verra...je wright!!!"
Nei...sá leikur er ekki alltaf að gera sig...góður að vissu marki...en stenst ekki alveg allar aðstæður....
Skrýtið að ég segi þetta....oft nefnd Pollýanna sjálf...He he....
Skrýtið...ég ætlaði ekkert að skrifa þetta...,ég ætlaði að blogga um allt aðra hluti...alltallt aðra hluti...en þetta er greinilega eitthvað sem varð að fá útrás....eitthvað sem lá þungt á mér...losnaði úr læðingi og læddist í gegnum lyklaborðið....
Jæja...þá það...hitt kemur bara seinna....verður voða spennó...he he...
MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér.Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja
Njótið helgarinnar elskulegust!!!!
Lovjú!!!!
Bloggar | Breytt 8.2.2009 kl. 13:23 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (6)
HVAÐ GERÐU ÞEIR ÞÉR, ÍSLAND???
4.2.2009 | 18:19
Er reiðarslagið dundi yfir ráðvillt Ísaland
og risarnir í útrásinni sigldu öllu í strand
Svo vanmáttug ég sat og vissi ekkert í minn haus
veröld virtist hrunin,ég var alveg varnarlaus.
Þó ekki væru peningar að plaga lífið mitt
persónuleg mál í höfn og ég og bankinn kvitt
Þá leið mér eins og látist hefði ástvinur mjög kær
líðanin var hræðileg, ég tók mér þetta nær.
Að skilja þessar upphæðir sem nefndar voru þá
er þraut sem mér var engan veginn mögulegt að ná
Milljarðar og billjarðar sem enginn gat gert skil
upphæðir í peningum sem aldrei voru til.
Þó fannst mér svikin verri, að ég tali ekki um
skítlegheitin sem að viðhöfð voru í bönkunum
Óþverrinn og óheilindin falinn allmörg ár
ótrúlegt að enginn hafi stöðvað þetta fár.
Almúginn sem hafði ei um skítinn grænan grun
stendur eftir slipp og snauður eftir þetta hrun
Heimilin á heljarþröm, af krónu engin not
Óöryggið endalaust og allt á leið í þrot.
Atvinnan svo tvísýn öll og framtíð dimm og grá
enginn veit hve ástand þetta lengi vara má
svo vont og sárt mér finnst að sjá hvar skaðinn mestur er
stoltið helsært, staðan slík að illa hjartað sker.
Ráðamenn svo rænulausir sannfærðu ei neinn
svikin voru opinber og hvergi skjöldur hreinn
enga miskunn sýndu landsmenn þessum hnípna her
mótmæltu uns stjórnin neyddist til að segja af sér.
Í stjórnleysi og glundroða við flutum stefnulaus
fólkið krafðist réttlætis og þoldi ekkert raus
búsáhaldabyltingin hún skilað hefur því
að landið okkar endurheimtir kannski traust á ný.
Hvað verður um þig landið mitt er óljóst enn um sinn
ég held þó að með tímanum þá hýrni klakinn minn
Hið Nýja Ísland verður byggt á heiðarlegan hátt
hérna munu Íslendingar heilir lifa í sátt.
Bergljót Hreinsdóttir 2009.
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:01 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
...Á TÍMUM BÚSÁHALDABYLTINGARINNAR...
31.1.2009 | 16:00
Það er kominn tími á blogg....
Nóg um að vera hér í Trönuhjallanum og ekki laust við að maginn í manni taki stundum góða vindingu eins og aflmikil þvottavél frá Whirlpool eða eitthvað....
Núna er Magginn nýviðgerður...var í aðgerð á öxl á fimmtudaginn...og ég sem ætlaði aldeilis að dekra hann til tunglsins...lá dauð...af mígreni...og gat ekkert gert aannað en hlaupið á klósettið og kastað upp milli þess sem ég kvaldist undir teppi...
Svo Miðormurinn tók hlutverkið að sér....eldaði matinn...hlúði að okkur og passaði uppá að okkur skorti ekki neitt...ógó duglegur...og krúttlegur...
Skellti sér svo í Húrígúrí í gær og ætlar að vera alla helgina...flottur strákur....
Elstimann tók þá ákvörðun að taka sér hlé í skóla...leita að vinnu...og reyna eitthvað nýtt....og þó mamman sé ekkert sérlega sátt með það..þá er hún samt alveg á því að kannski sé þetta ekkrt svo heimskulegt þar sem áhuginn er ekki til staðar...og því ekki mikills árangurs að vænta...þá er kannski bara betra að leggja áherslu á aðra hluti...þar til löngunin kviknar aftur...og skólinn verður áhugaverður á ný....
Við ætlum að virða hans val...og styðja hann í því sem hann vill gera....það er víst hlutverk foreldra...myndi ég halda....og hann Elstimann er flottur gaur...búinn að hugsa málið vandlega...svo ég trúi að hann finni sig fljótlega aftur...herðist og nái að setja sér markmið í lífinu....
Minnstan er bara alltaf jafn full af orku og endalaust dugleg...hamast í fimleikum og skilar flottum einkunnum úr skólanum...er lífsglöð og dugleg stelpa og ótrúlega viljug að hjálpa til heima...og nostra við Tönju hundastelpu...
Þó ég sé kraftmikil og hörkudugleg kona...he he...svona alla jafna...þá er stundum eins og ég lamist bara svona allt í einu....þegar allar þessar hugsanir um allt þetta ástand alls staðar verður svo yfirþyrmandi og öflugt....togar mig niður og ég skil ekki hvernig á að koma þessu öllu í farveg sem verður ásættanlegur... lífvænlegur....sanngjarn....ÓMG!!!!
Þjóðfélagið logar..búsáhaldabyltingin hefur skilað sínu og stjórnin er fallin...en það leið ekki nema korter áður en þeir... sem áður leiddu okkur áfram og töldu okkur trú um að þeir væru svoooo SAMstíga...SAMræmdir.....SAMmála...allir svoooo SAM...eitthvað....hófu að naga í SAMverjann....hvítþvo sig....hreinsa af öllu bullinu....skíta SAMstarfsaðilann út...bara strax og það varð ljóst að þessi SAMvinna var ekki lengur til staðar....
Þetta er eins og að hlusta á elstu börnin í leikskólanum...ÉG gerði það ekki!...HANN gerði það!...NEI! HÚN GERÐI ÞAÐ!!!...NEIIII!!!...HANN GERÐI MEIRA!!!! HÚN BYRJAÐI!...NEI HANN...ÞETTA ER EKKI MÉR AÐ KENNA...!!!!ú víst! Þú ætlaðir að gera það!!!...nei ég ætlaði það ekki!!!...Jú!.... Nei!Asni...ég ætla aldrei að leika við þig aftur!Mér er alveg sama...þú mátt heldur aldrei koma í afmælið mitt!!!
Buhu....!!!!
Það er eins og eitthvað losni úr læðingi...eðli manneskjunnar er bara einhvern veginn þannig að hafi hún gert mistök er betra að afneita þeim og útiloka en feisa bara og takast á við....
Og þetta endalausa baknag alltaf stöðugt....kemur um leið og einhver snýr baki við andstæðingi sínum...eða eins og hérna...SAMverja sínum....klínir öllu ógeðinu í bakið á honum...og telur sig svo ógeðslega æruhreinan á eftir...ullabjakk!!!!
Versta er að við erum jú öll að reyna að tjasla saman því sama...þessu eina Íslandi sem við eigum...koma skikki á þetta fokking hrun og gera landið aftur að friðsælum heimavelli.....þar sem lífið gengur sinn vanagang...fólk vinnur...étur og sefur....hittir vini og fjölskyldu þess á milli...karpar um krónuna og stjórnmálin....spjallar um daginn og veginn...ber saman uppeldisaðferðir og uppskriftir ...skiptist á skemmtilegum hugmyndum...og ákveður sjálft hvert skal stefna....hvað skal kaupa....uppá hvað skal skrifa....og getur TREYST því að allra hagur sé það sem stjórnvöld hugsa um....og að haldið sé vel um alla tauma.... fjármál...rafmagn...orku...fiskveiðar...heilbrigði landsmanna í öndvegi og bakhjarlinn sterkur og styrkur.... Nú er ég alveg að fara að æla...Þetta er nú meiri vitleysan....óþverrinn og vibbaskapurinn allt um kring...og enn situr Davíð og borar í nefið....hlær að okkur og skilur ekki hvað við erum vitlaus...því hann ÆTLAR EKKI að fara....aldrei...aldrei...aldrei....na na na bú bú....!
Maður prísar sig sælan að hafa vinnu...þakkar það á hverjum morgni að geta vaknað....komið sér á lappir og hlakkað til að knúsa krílin í skólanum....notið þess að eiga vinnufélaga og stressast pínu yfir hlutunum sem eru ekki alveg farnir að virka....bölvað pínu en brosað helling...hentst af stað....örlítið seinn....og verið fagnað af einhverjum sem er glaður að sjá mann...heilsað vinnufélögum og fíflast í þeim....verið í vinnunni og notið....án þess að óttast að missa hana...þetta er að verða eitthvað sem flokkast undir munað...pæliði í því!
En...ég finn samt fyrir svolitlum kvíða svona inn á milli....fyrir framtíð landsins okkar...börnunum okkar og barnabörnunum...hvernig þjóðfélagi munu þau búa í???Hvers konar hluti munu þau setja í forgang???Hvers konar landslag munu þau skapa fyrir líf sitt????
Munu þau læra af okkar kynslóð? Munu þau skilja spillinguna og vitfirrringuna sem hér tröllreið öllu í upphafi tuttugustuogfyrstu aldarinnari? Munu þau gæta þess að falla ekki í sama forarpyttinn??? Munu þau gefa skít í valdagræðgina.... peningafíknina...lýgina...óheiðarleikann...ljótleikann????Munu þau skilja...að til að lifa í sátt og samlyndi þurfa allir að vera heiðarlegir...koma hreint fram...vera þeir sjálfir..?...og umfram allt bera virðingu fyrir sjálfum sér og samferðafólkinu????
Ég er að reyna að trúa því. Horfi jákvæð til framtíðar...til nýs Íslands...til nýrra tíma....nýrra áherslna...nýrra sjónarhorna....Ég er að reyna að sjá fyrir mér lífið eftir...ja...sirka fimm ár...tíu... tuttuguogfimm....fimmtíu kannski....
Þetta verður allt annað líf.....
En...fyrt þarf að byrja hreingerningarnar...tiltektina....sjá hlutina í einni heildarmynd...og byrja að vinna okkur upp úr þessum skítahaug...koma hlutunum þannig fyrir að allir fái notið bernsku sinnar...æsku....unglingsára.... fullorðinsára....elliára....
Þá fyrst verður gott að búa á Íslandi.....
Skrýtið....
Ég hef aldrei talist pólitísk manneskja...eiginlega bara fundist þetta lið á Alþingi herfilega leiðinlegt allt upp til hópa....röflandi um alla hluti...þurfandi að taka marga fundi í að ákveða smotterí....aldrei smmála um nokkurn skapaðan hlut og eiginlega bara ósammála til að vera ósammála...Núna er ég allt í einu farin að hafa sterkar skoðanir...ekkert væl og vol hérna lengur takk...ef fólk vinnur ekki vinnuna sína...þá bara má það taka pookann sinn og fara...sársaukalaust af minni hálfu...hætt að finna til með þeim sem tapa...hætt að vorkenna þessum greyjum sem ekki fengu kosninguna í það eða það skiptið...meira að segja hætt að setja samasemmerki milli stjórnmálamannskins og persónunnar....
Í vinnunni stendur maður sig....ef maður er veikur eða treystir sér ekki til að vinna...þá fer maður heim....ekkert ææ og óó lengur....annað hvort er maður í vinnunni eða ekki....punktur og basta....
Ég vel sjálf hvort ég er veik í vinnunni eða fer heim...og ef ég vel að vera...þá verð ég bara að standa mína vakt...en ligg ekki í sófanum og ætlat til að hinir taki mín verkefni að sér....vorkenni mér...aumki sig yfir mig....ef ég vel að fara heim...þá er það í þeirra höndum að skipta milli sín verkefnunum....en þá er ekki stólað á mig...þá stólar fólk á sjálft sig...þá sem eru á staðnum...og ég verð að treysta þeim...hef í raun ekkert um málið að segja...Þannig hljóta hlutirnir að ganga fyrir sig allsstaðar....og ég er hætt að vorkenna þeim sem ekki taka ábyrgð á sjálfum sér...eða verkum sínum...alveg hætt....og það er stórt þroskamerki hjá mér...
Klöppum fyrir því....
Allir hafa sinn djöful að draga...
Ég finn til með þessum persónum sem nú glíma við erfið og þung veikindi...finn mjög mikið til með þeim...og vona sannarlega að þær komi heilar og sterkar út úr þeim...en hitt er svo annað....að það afsakar ekki ástandið eða tildrög þess...það gerir forystumennina ekkert betri...aumkunnarverðari eða heiðarlegri....þetta eru tveir aðskildir þættir sem fólk verður að passa að súrra ekki saman...Þetta er annað stórt þroskamerki hjá mér....
Djöh...hvað ég er að þroskast þessa dagana....he he...
Ég fór í bæinn...án búsáhalda þó...en ákvað að hætta mér inn á svæðið...finna hjartsláttinn...taka púlsinn á aðstæðunum...og ég fann að ég var partur af þessari heild....
Þó ég hafi ekki stormað á alla fundina...barið potta og pönnur...eða kveikt elda...þá var ég partur af heildinni...og það söng í hausnum á mér...og syngur enn...takturinn...rythminn...bomm bomm bomm...krafan um réttlæti á Íslandi....
Í fyrra skiptið var hatrið allsráðandi...stígandinn magnaður og hávaðinn ótrúlegur....og ég fékk í magann....var smeyk...tók nokkrar myndir og kom mér svo burt....en í seinna skiptið var allt annar andi....engin reiði...ekkert hatur...bara sterkur og ákveðinn vilji...kraftmikill og stöðugur...og þessi styrkur fólksins smitaði út frá sér....mér leið vel....fékk ekki í magann...gat brosað og hlegið og tekið fullt af myndum....og var stolt af að vera íslendingur...
Enn eitt þroskamerkið....
Í Trönuhjallanum erum við ekkert alltaf sammála um þessa blessuðu pólitík...verðum aldrei sammála um leiðirnar til árangurs...forystusauðina og flokkana....en það gerir ekkert til....það er lýðræði á heimilinu....enginn einn sem hefur rétt fyrir sér...ekkert eitt er endilega rétt...enginn einn sannleikur...það má...og það er virt...
Við erum bara jákvæð...og bjartsýn...bíðum frétta af nýrri stjórn...og vonum að Jóhanna nái að standa undir væntingum...þar sem hennar tími er jú greinilega kominn.......kannski það eigi við um okkur líka????
MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér.
Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja
PS: Allir sem lesa verða að skilja eftir upplýsingar um skóstærð og uppáhalds drykk...svo ég fái smá nasaþef af því hverjir lesa bloggið mitt...bara svona smá forvitni skiljiði....koma svo...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
...JÁ, ÞAÐ ER FJÖR....
17.1.2009 | 21:33
Árið aðeins farið að rúlla af stað og mánuðurinn hálfnaður...þetta er náttúrulega bara bilun!!! Það voru jú áramót í gær....
Trönuhjallatöffarar eru í góðum gír og árið leggst ekkert voða illa í okkur hérna...finnst eiginlega óþarfi að verið sé að tönglast endalaust á hvað árið VERÐI erfitt...betra að leyfa því að koma og sjá svo til í árslok HVORT það var ekki bara alveg sæmilegt þrátt fyrir allt...allavega óþarfi að byggja upp kvíða og óöryggi fyrir einhverju sem við vitum ekki hvernig á eftir að þróast....kannski verða hlutirnir ekki eins svartir eftir allt???
Auðvitað erum við í djúpum skít...það er ekki spurningin....en við meigum ekki endalaust velta okkur upp úr þessum vibba...heldur reyna að lifa fyrir líðandi stund og reyna að einblína frekar á það góða og jákvæða sem er allt í kringum okkur...það er svoooo margt....
Auðvitað er skelfilegt að missa vinnuna...missa húsið sitt...missa fótfestuna...en ég get sagt það alveg hundrað prósent...maður lifir af....
Annars ætla ég nú ekkert að vera með einhverjar ræður hérna um ástandið...þetta helvítis fokking fokk eins og það er kallað...ég vil miklu frekar ýta þessu frá og gleyma stund og stund....
Hér í húsinu er búið að ganga á ýmsu vægast sagt og við erum að kynnast hlutum sem eru okkur alveg óþekktir...sem betur fer...en það er dópheimurinn...óreglan og vitleysan sem því fylgir....
Við erum búin að eiga erilsamar nætur þar sem í einni íbúðinni í blokkinni hefur sest að fólk sem hefur farið illa út af sporinu....
Hér er löggan liggur við daglegt brauð...og maður hikar ekki við að hringja í þá...láta þá koma og fjarlægja fólk sem er ekki alveg með fulle femm...vafrar um húsið....lemur og ber í hurðir og glugga...reynir að brjóta útidyrahurðina...klifrar upp á svalir til að reyna að komast einhvern veginn inn...og guð má vita hvað og hvað...
Löggan er sífellt kölluð út og alls konar vesalingar fjarlægðir vegna óspekta...árása og hávaða....og það er ekki laut við að íbúarnir séu óttaslegnir...jafnt börn sem fullorðnir...
Granninn á Hlíðarveginum var bara brandari borið saman við þetta rugl....he he...
Magginn og ég erum þegar farin af stað að leita að öðru húsnæði...þetta er ekki að virka lengur....börnin okkar eiga ekki að þurfa að lifa við þennan ósóma...sífellt hrædd og óörugg...þora ekki að vera ein heima og hrökkva upp á næturnar við öskur...barsmíðar...högg og hamagang...bölv og ragn...grát og hótanir ...
Og það er ekki eins og mann langi endilega að vera mikið á ferli hér í kring vitandi af dópsölum....árásargjörnum einstaklingum og óútreiknanlegum náungum hægri vinstri...svo Tanja fer bara stutta túra þessa dagana...bara út að gera stykkin og svo inn aftur...
Ég finn mikið til með fólki sem á svona bágt...hefur misst fótana og lætur dóp og vímuefni stjórna sér og sínu lífi...en ég get harla lítið gert til að hjálpa...hef reynt að aðstoða einn gaurinn hérna en það er alls ekki óhætt...sama kvöld sparkaði hann upp hurð inn í íbúð þar sem hann þekkti engann...en var trytlltur af pirringi og vildi kála öllu og öllum...með hníf...
Það er ekki grín að vita að nú sofa íbúar með hamra og kúbein við hlið sér til að verjast ef eitthvað óvænt gerist...
Þetta er bara alveg eins og í lélegri amerískri mynd...ussususu...
En jólin voru frábær og áramótin líka...við nutum þess að vera í fríi...fara í jólaboð og borða helling af alls konar gúmmulaði...jammí....
Við fengum fullt af flottum jólagjöfum og ánægja og gleðin skein úr hverju andliti....bara meiriháttar...
Vorum mikið með fjölskyldunni og fundum hvað það er frábært að eiga góða að...vera innanum fólkið sitt og bara tjatta og njóta þess að vera saman...
Krakkapjakkarnir voru alsælir og höfðu það verulega huggó...snéru náttla sólarhringnum alveg við og það tók svolítinn tíma að koma lífinu aftur í réttar skorður á ný þegar skólinn byrjaði....
Maður er sko bara strax farinn að hlakka til páskanna...he he...en fyrst verðum við þó að ferma heimasætuna á bænum....
Hugsa sér...ég er að fara að ferma í þriðja sinn á fjórum árum...obbobobb...ekki hugsaði maður þetta dæmi til enda þegar maður var að búa blessuð börnin til...múhaha....!!!
Bara gaman...
Einn nettur...:
Hjón nokkur voru stödd á jólahlaðborði.
Þegar eiginmanninum þótti konan vera búin að fara einu sinni of oft að
borðinu, hnippir hann í hana og hvíslar að henni:
-Heyrðu góða mín, þú ættir nú að fara varlega í kræsingarnar, þú ert farin
að líkjast heybindivél í vextinum svona mikil utanum þig!
Konunni sárnaði auðvitað sem von var en lét þó ekki á neinu bera.
Um kvöldið þegar hjónin eru komin upp í hjónasængina ætlar karluglan að fara
að gera sér dælt við betri helminginn og strýkur konu sinni lauslega um
axlir.
Hún snýr sér þá rólega við og segir: - Þér dettur þó ekki í hug að
maður fari að starta heilli heybindivél fyrir eitt lítið strá ????!!!
Thí hí hí...
Laugardagskvöld og rólegheitin alveg yndisleg...bara vonandi að þau endist eitthvað fram á nóttina...maður veit aldrei....er á meðan er...
En...einbeitum okkur að hvert öðru...verum hugulsöm og sýnum náungakærleik...komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur...það er lífsspeki sem maður ætti alltaf að fylgja....
MUNA: Sá sem setur sig í spor annarra er góður hlustandi.
Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning, skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást...
PS: Ég sé að ung stúlka sem hefur lent í hrikalegu einelti er farin að blogga um þessa reynslu sína. Mig langar að benda fólki á að lesa færslurnar hennar og reyna að setja sig aðeins í spor þeirra sem þurfa að lifa við slíkan óþverra og viðbjóð...
Linkurinn inn á síðuna hennar er: www.http://holmfridurge.blog.is/blog/holmfridurge/
Endilega kíkið á þetta....
Knúúús!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...ANNÁLLINN 2008...SEINNI HLUTI...
10.1.2009 | 00:14
ÁRIÐ 2008 Í STUTTU MÁLI:
Það er svosem ekkert sem mun standa uppúr í sjálfu sér þegar þess verður minnst í framtíðinni...uuuu...nema kannski skemmtileg fjölskylduferð um vesturlandið verði það sem allir munu minnast með sérlegri hlýju og gleði....nokkrir ágætis leikir hjá Völsurunum mínum bestu...og líklega stærsti viðburður síðari ára: Silfurvinningurinn í Kína sem Óli Stefáns og félagar lönduðu....úff já...allt þetta OFURfrábæra Ólympíuleikamót...með allri þeirri spennu og eftirvæntingu...tárum og gleði sem þessum stórsigri fylgdi...stoltinu og gæsahúðini....við þá upplifun að vera íslendingur...
ORÐ ALDARINNAR: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli: Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."
...og að sjálfsögðu var svo Ólinn kjörinn íþróttamaður ársins....nema hvað???
Ágúst 2008: EF ÞESSI MAÐUR VERÐUR EKKI KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS..OG HELST LÍKA MAÐUR ÁRSINS...ÞÁ VERÐ ÉG ILLA SVIKIN...HANN Á ÞAÐ KLÁRLEGA MEST SKILIÐ.....án þess að á nokkurn annan sé hallað...ekki misskilja mig...Ég skora á íþróttafréttamenn og fjölmiðla að stuðla að því að hann verði kjörinn..
Það glittir líka í Árshátíð bæjarins...viðburðarríka vinnudaga...skemmtilega Nornafundi...hressileg föndurkvöld...endalausan hlátur og skondnar uppákomur... ógleymanlegar stundir með frábæru fólki og lífsfyllingin sem þeim fylgir....
Kannski rifjast líka upp seinna meir sjöunda aðgerðin á hné Maggans... æðahnútaviðgerðin á mér...útskrift Elstamanns úr tíunda bekk og upphaf Menntaskólagöngu hans...frænkuboðin góðu....vera Þýskalandsfaranna hér í ár...og bölvaður jarðskjálftinn þarna á Suðurlandinu.....endurreisn heimila ættingjanna í Húrígúrí....og gleðin og léttirinn yfir þv+í að ekki fór verr...
Mai 2008: Ég átti að vinna til hálfþrjú þennan fimmtudag...en það komu upp hlutir sem ekki voru fyrirséðir...svo ég vann lengur...Ég var að rabba við eina móðurina við sandkassann þegar ég heyrði þetta skrýtna hljóð...og fór að líta í kringum mig. Það virtist enginn taka eftir neinu...en svo byrjaði allt að titra og skjálfa...það kom bylgja...það kom högg...og ég hélt í alvöru að dótaskúrinn myndi hrynja þarna rétt við nefið á mér....
Börnin stöldruðu aðeins við...litu upp úr leikjum...nokkur spurðu...hvað var þetta?...en svo voru þau öll niðursokkin í leik á ný....enda vön svolitlu raski þessa dagana þar sem vinnuvélar eru að athafna sig bak við leikskólann...
Þeir sem voru inni að undirbúa útskrift elstu barna komu hlaupandi út....og þessi skjálfti var ógeð laaaangur.....ó mæ god...þetta er svooo óþægilegur andsk....
Mér varð hugsað austur til allra minna ættingja og vina...fyrst þessi var svona hressilegur hérna megin...hvernig var þá umhorfs hinum megin heiðarinnar?
Við stóðum þarna...starfsfólk og foreldrar...og svo allt í einu fórum við að hlæja...þetta var eitthvað svo geðveikt eitthvað...stóðum og hlógum...að skíta í okkur úr hræðslu....maður átti sko ekki von á þessu...brá svo...og þá er eins og eitthvað losni úr læðingi....í stað þess að öskra og hræða börnin...þá var farið að hlæja.....og allir urðu að tala um þessa óþægilegu upplifun...
Mér fannst ég verða að vita hvar liðið mitt væri og fór inn á deild að hringja...en þá gall gemsinn minn úr töskunni og auðvitað var Magginn að tékka á kellu sinni...veit hvað hún er hamfara og veðurhrædd manneskja...svo hann varð að kanna hvort ég væri nokkuð búin að tapa mér....en ég var bara nokkuð góð sko....Það svaraði enginn heima svo þá vissi ég að krakkapjakkarnir væru líklega útivið...en aumingja litla hundastelpan var hins vegar ein heima....æ..æ...
Fékk svo fréttir af skjálftasvæðinu sjálfu þar sem útlitið var mjög svart og heimilin í klessu.....allt brotið og bramlað og þetta leit sko ekki vel út....
Magginn vildi að við færum austur eftir vinnu að hjálpa...en svo komu skilaboð um að vera ekki að fara inn í húsin...svo fólkið okkar kom bara í bæinn....allir skelkaðir...en mjög rólegir og yfirvegaðir....og sögurnar...díses!!!....
Fall bankanna gleymist náttla aldrei...hryðjuverkalög Bretanna og mannorð heillar þjóðar sem var lagt í rúst á einni nóttu...sært stolt íslendinga...endalaus og óbætanleg tjón þeirra sem síst skyldi... óráðsían og ruglið sem hefur tekið völdin hér og allt þetta ömurlega....sem maður grefur sem fyrst í gröf gleymskunnar og horfir björtum augum...hress og afslappaður...til framtíðar....Þetta verður bara eitthvert BÍBBminninganna....
Oktober 2008: En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....
Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Og....
...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert....."
Þetta verður kannski í mínum huga ár hinna miklu pælinga...naflaskoðuunar og tilrauna til að skilja þetta hugtak sem við nefnum LÍF....og hlutverk okkar mannfólksins á jörðinni...og þá sérstaklega tilganginn með mér sjálfri...
September 2008: En ég er svooo mikið að spá í þetta dæmi...HVER ER ÉG...HVERS VEGNA ER ÉG HÉR...HVER ER TILGANGURINN MEÐ MÉR HÉR...OG HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ VERA AÐ LÆRA HÉRNA Í ÞESSU LÍFI...???
Ég er þeirrar trúar að við deyjum í rauninni aldrei...heldur flytjumst bara á milli lífa...þegar við erum búin að klára það sem við lögðum upp með í einu lífi..þá förum við héðan...með reynsluna og þekkinguna sem við vorum að nema ... til að geta nýtt okkur í því næsta...Ég trúi því að við eigum öll fjöldamörg líf að baki...og örugglega ágætis slatta eftir...
Og við veljum okkur líf...tímann...staðinn...verkefnið...hlutverkið....
Verkefni okkar er að læra, að nálgast guðdóminn gegnum þekkingu. Við vitum svo lítið.Með þekkingunni nálgumst við Guð og svo getum við hvílst. Svo komum við til baka og hjálpum öðrum... (Brian L.Weiss.)Ég held að ég sé að læra þolinmæði og jákvæðni í þessu lífi.
Ég tel mig þó mjög þolinmóða og jákvæða manneskju að eðlisfari...en auðvitað á ég óþolinmæði og neikvæðni til...sérstaklega gagnvart þessum dauðu...ómerkilegu hlutum...sem skipta samt svo déskoti miklu máli í daglega lífinu...Ég hef litla þolinmæði gagnvart peningum og svoleiðis leiðinlegheitum...vil bara eiga fyrir hlutunum...borga þá og eiga svo afgang til að brauðfæra börnin mín...Mér finnst bara að hlutirnir eigi að smella...áreynslulaust...en það eru þeir svo sannarlega ekki að gera...Og ég hef litla þolinmæði gagnvart heimskulegum hlutum eins og ofbeldi... misnotkun...valdagræðgi og lygum hægri vinstri...Skil ekki af hverju við lærum aldrei neitt af sjálfum okkur og því vonda og ljóta sem við erum búin að vera að gera líf eftir líf eftir líf....(he he..ég á ljóð um þetta...)
Ég er ekki upptekin af lífsgæðakapphlaupinu sem slíku....mér er alveg sama þó ég eigi ekki mikið af flottum eða dýrum hlutum...þeir nýtast mér hvort sem er ekki þegar ég fer héðan....Maggin og ég höfum stundum verið að hlæja og gera grín að því að við erum hálfgerðir Góðir hirðar...enda höfum við erft þá hluti sem hiinir í familíunni eru hættir að nota...en það hefur sannarlega komið sér vel...og við erum bara nokkuð sátt....
Kannski finnst einhverjunm við metnaðarlítil???...þá það...
Hins vegar mættu hlutirnir stundum vera aðeins einfaldari og auðveldari...svona ef einhver spyr mig...svo við gætum kannski slakað aðeins á og hnútarnir í magaræflunum okkar leystst upp...
Mér finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera búin að læra eitthvað sem ég er greinilega ekki að ná að gera...og þess vegna sé sífelld endurtekning á hinum ýmsustu óförum og óvæntu uppákomum í mínu lífi...en HVAÐ það er...er mér hulin ráðgáta...
Það er einhvern veginn sama hvernig við reynum að forðast það að lenda í þessum gildrum...við erum alltaf að flækjast einhvern veginn í þeim... Við reynum að vera jákvæð og bjartsýn...skilja tilgang hvers hlutar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir...gera gott úr öllu og taka á því sem okkur ber að taka á...Horfa fram á við...Hakuna Matata....
Svo koma alveg tímabil sem maður er ansi góður í að gera lítið úr sjálfum sér...missir einhvern veginn fótfestuna smástund...brýtur sig niður og sér ekkert jákvætt eða gleðilegt við sig....eða hlutina það augnablikið.... Það er svosem líka á slíkum stundum sem tárin trilla niður kinnarnar og maður sér einhvern veginn ekki alveg fyrir endann....Samt er það svolítið merkilegt að við erum aldrei leið eða niðurbrotin bæði í einu...þegar annað er dapurt og svartsýnt er hitt okkar jákvætt og bjartsýnt...og getur styrkt og huggað...bent á það góða í lífinu og gert hlutina miklu fallegri en þeir eru þá stundina...
Þetta er náttla bara bestast....
Ágúst 2008:Mér finnst líka heimspekin sem Óli bíbb notar svo ógó flott....akkúrat eins og ég hugsa...og reyni að lifa eftir....
Reyni að sjá alltaf það góða og jákvæða í öllu og öllum...trúa að það sé eitthvað gott í öllum...trúa að hið ómögulega sé mögulegt og að með bjartsýni, jákvæðni og gleði geti ég sigrast á öllum erfiðleikum sem verða á vegi mínum...það er að segja..líta á vandamál og erfiðleika sem verkefni...sem eru lögð fyrir mig til að þroska mig og hjálpa mér að fá sem mest út úr lífinu mínu.....
Og trúið mér...ég veit alveg hvað mótlæti er....Ég nenni samt ekki að velta mér uppúr vandamálunum...heldur geri mitt besta til að leysa þau....stundum tekst það...stundum ekki....En þannig lærir maður og þroskast...Bíbb erfitt...en bíbb þess virði...he he...
Stundum er maður alveg að gefast upp...en þá neyðist maður til að staldra við og spyrja sig erfiðra og krefjandi spurninga....og niðurstaðan er undantekningalaust sú að maður velur að halda áfram....sjá það jákvæða og trúa að eitthvað betra bíði manns handan hornsins....
Kannski var þetta bara ágætis ár eftir allt saman...!
En...nýtt ár er hafið...2009 hefur heilsað og varað í heila viku...viku sem var ein sú lengsta í manna minnum...en jafnframt áminning um hversu hratt tíminn flýgur...því mani finnst eiginlega eins og áramótin hafi verið í gær....
GLEÐILEGT ÁR ALLIR MÍNIR BLOGGVINIR OG LESENDUR ÞESSARAR SÍÐU...ÉG ER STOLT AÐ EINHVER NENNI AÐ KÍKJA HINGAÐ INN...nenni að lesa bullið í mér og pælingarnar...pæla jafnvel með mér....já æææææll.... ég ELSKA að fá komment...finna nálægð ykkar og njóta þess að geta kannski gefið einhverjum eitthvað...þótt lítið sé!!!
Ég veit ég er óttalegur bubblemouth...en mér finnst bara svo gaman að skrifa....svo þið fyrirgefið langlokurnar...þær eru bara svo mikið ég....
Verið dugleg að láta frá ykkur heyra...ég verð áfram hér...því þótt fésbókin sé skemmtileg þá finnst mér bloggið betra....ekki spurning....
Eigið gott og gæfuríkt ár !!!!
MUNA: Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.Lífið er ekki þeir dagar sem liðnir eru, heldur þeir dagar sem við munum eftir .
Elskjú....ALLTAF...
Bloggar | Breytt 11.1.2009 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
...ANNÁLL 2008...FYRRI HLUTI...
10.1.2009 | 00:00
Þá er það nú á enda runnið...blessað árið 2008...og verður ekki grátið sérstaklega svona ef þið spyrjið mig....
En það er einhvern veginn þannig að þegar svona tímamót renna upp...þá fer allt af stað í kollinum á manni...því við vitum svo vel hvað við höfðum...en höfum ekki hugmynd um gvað við fáum...
Heimilislífið var í góðum gír þetta ár...enginn lagður í einelti..enginn slasaðis...7 9 13...allir hressir og sprækir...tóm gleði og hamingja...svo þá er maður nú ekkert að væla neitt...
Fjármálin voru meira að segja bara nokkuð sæmileg þetta árið...já sæææælll....enda við búin að fara í gegnum hreinsunareldinn...og komin á þokkalega lygnan sjó...Hefðum svosem viljað hafa meira...fá smá smakk af góðærinu...nokkra mola úr veislunni miklu...en við erum svosem ekket að gráta Gvend...hann er hvort sem er löngu dauður...he he...
Ég var samt að rifja það upp með sjálfri mér um daginn...og gat ekki annað en glott hressilega...þegar við bjuggum á Dallanum forðum daga...sirka eitt fermingarbarn síðan...ég með laun leikskólakennarans og Magginn með ræfils námslán...Íbúðin í bænum átti að borga sig sjálf á meðan við þ.ereyttum þorrann og Góuna norðan heiða...en leigjendurnir voru ekki alveg í takt við okkur....þó það sé nú önnur saga....
Allavega...ég fékk útborgað einu sinni í mánuði eins og lög gera ráð fyrir...en þau laun voru oft töff...og það kom nokkrum sinnum fyrir að þegar búið var að draga af mér húsaleiguna...leikskólagjöldin og hitaveituna...þá kom ég út í mínus...og haldið ykkur fast...ég fékk MÍNUS laun á bankabókina mína...ha ha ha!!!Já...það er ekki lýgi...nokkrum sinnum kom það óvart fyrir að á bankabókinni voru-12.645,- kall eða -8.879,-....Þau í Sparisjóði Svarfdæla skildu reyndar aldrei þessa útreikninga hjá launadeildinni..Klóruðu sér gjarnan í hausnum og vissu ekki hvernig átti að bakfæra þennan mínus...en þar sem ekki er djúpt á hornin og halann þá sat ég...púkinn...og hló að þessu öllu saman...múhaha....!!!!
Í ár hafa launin þó haldist nokkuð stöðug...stundum farið aðeins upp...en aldrei niður....sem betur fer...enda ekki af miklu að taka...laun eru samt alltaf laun og maður verður bara að lifa í samræmi við þau...fyrri aldur og skóstærð...Ég er náttla bara sátt...
Húsnæðismálin eru bara í ágæta gírnum...en við erum svona aðeins farin að horfa til nánustu fraamtíðar...langar að fara í aðeins stærra húsnæði og geta treyst á okkur sjálf á nýjan leik...það er ekki spennandi að vera þiggjandi...og alls ekki gaman að vera upp á aðra kominn...Nýtt ár verður samt að skera úr um hvaða stefnu þessi mál taka...við erum að minnsta kosti þakklát fyrir það sem við höfum...og ef svo fer að við verðum að bíða betra færis...þá bíðum við...
Krakkapjakkarnir eru sáttir og glaðir...og það er það besta í heiminum...glöð og hamingjusöm börn...sátt við sitt...njóta þess sem er og taka því sem kemur....algjör snlld...
Þrátt fyrir þetta skelfilega ástand sem skall á okkur á haustmánuðum þá eru nú ekki miklar breytingar á okkar bæ...við erum þegar búin að takast á við slík áföll og getum miðlað af reynslunni ef einhvern vantar ráð...ef það er eitthvað sem ekki skortir í okkar líf...þá er það reynslan...he he...
Ekki áttum við nú digra sjóði í peningabréfum eða bankahólfum og vorum því alveg róleg þegar bankarnir féllu...höfðum meiri áhyggjur af okkar fólki...bæði starfsmönnum banka sem og þeim sem áttu bakland í sjóðum til elliárannna....Það er gjörsamlega ömurlegt til þess að vita að þeir sem geymdu sér gull til mögru áranna standi allt í einu uppi slippir og snauðir...í stað þess að hafa bara getað notið þess að eyða þessum aurum sínum og njóta þeirra sjálir...en hvern hefði grunað að heilir þrír bankar myndu falla á einni viku...allir stærstu og grónustu bankar landsins????
Ég man samt að rétt eftir að ég flutti aftur heim frá Noregi...þá var Viðbótarlífeyrissparnaðurinn eitthvað alveg nýtt að byrja og við í leikskólanum fengum heimsókn í kaffistofuna...
Þangað mættu tvær uppábúnar konur...óskaplega fínar og vel til hafðar og sögðu okkur allt um þessa nýju leið til bættrar og betri framtíðar...Við sátum þarna allar og drukkum í okkur fróðleikinn...spurðum um allt sem var óljóst og fengum greinargóð svör...Ég var samt eitthvað efins...vildi vita hvað myndi gerast EF bankinn...sem í þessu tilfelli var Landsbankinn...færi á hausinn??? Myndum við þá tapa þessum sparnaði???
Kaffistofan nötraði...því bæði dömurnar tvær og samstarfsmenn mínir BILUÐUST úr hlátri....Bankinn fer ekki á hausinn...það er eiginlega það eina örugga í þessu lífi sagði önnur þeirra og vorkenndi mér örugglega að spyrja svona heimskulegrar spurningar...Ég var samt ekkert alveg örugg...en ákvað að fylgja fordæmi hinna og skrá mig í þennan sparnað...En ég vildi vita hvað væri öruggast...???Þær hlógu smá en sögðu svo að ef ég væri svona hrædd um þetta þá væri til leið sem héti lífeyrisbók...hún væri nú ekki með eins háa vexti...en hún væri tryggð...og örugg...Og ég valdi hana...Til að kóróna efann þá ætlaði Magginn líka í þennan sparnað...svo ég bað hann að fara í SPK...ekki hafa öll eggin í sömu körfunni...sem hann og gerði....
Hugsa sér...þetta hvarflaði að manni....en var samt einhvern veginn eitthvað sem manni fannst auðvitað ekki getað gerst...þar sem Landsbankinn hefur jú alltaf verið til....
Þrátt fyrir allt þetta hrun...allt þetta tap og allt þetta erfiða sem nú fer í hönd...þá held ég að þetta sé ekki eins slæmt og það lítur út fyrir...Auðvitað á eftir að koma hellingur af ógeði upp á yfirborðið...fullt af spillingu...lygum...peningaþvætti og þess háttar vibba...en mikið rosalega verður klakinn okkar hreinn og ómengaður þegar búið verður að þrífa þennan ósóma...koma hlutunum í lag...og heiðarleikinn fer aftur að verða orð sem mark er á takandi...
FRAMHALD.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)