...Á TÍMUM BÚSÁHALDABYLTINGARINNAR...

    

Það er kominn tími á blogg....

  

Nóg um að vera hér í Trönuhjallanum og ekki laust við að maginn í manni taki stundum góða vindingu eins og aflmikil þvottavél frá Whirlpool eða eitthvað....

  

Núna er Magginn nýviðgerður...var í aðgerð á öxl á fimmtudaginn...og ég sem ætlaði aldeilis að dekra hann til tunglsins...lá dauð...af mígreni...og gat ekkert gert aannað en hlaupið á klósettið og kastað upp milli þess sem ég kvaldist undir teppi...

Svo Miðormurinn tók hlutverkið að sér....eldaði matinn...hlúði að okkur og passaði uppá að okkur skorti ekki neitt...ógó duglegur...og krúttlegur...

Skellti sér svo í Húrígúrí í gær og ætlar að vera alla helgina...flottur strákur....

Elstimann tók þá ákvörðun að taka sér hlé í skóla...leita að vinnu...og reyna eitthvað nýtt....og þó mamman sé ekkert sérlega sátt með það..þá er hún samt alveg á því að kannski sé þetta ekkrt svo heimskulegt þar sem áhuginn er ekki til staðar...og því ekki mikills árangurs að vænta...þá er kannski bara betra að leggja áherslu á aðra hluti...þar til löngunin kviknar aftur...og skólinn verður áhugaverður á ný....

Við ætlum að virða hans val...og styðja hann í því sem hann vill gera....það er víst hlutverk foreldra...myndi ég halda....og hann Elstimann er flottur gaur...búinn að hugsa málið vandlega...svo ég trúi að hann finni sig fljótlega aftur...herðist og nái að setja sér markmið í lífinu....

  

Minnstan er bara alltaf jafn full af orku og endalaust dugleg...hamast í fimleikum og skilar flottum einkunnum úr skólanum...er lífsglöð og dugleg stelpa og ótrúlega viljug að hjálpa til heima...og nostra við Tönju hundastelpu...

    

Þó ég sé kraftmikil og hörkudugleg kona...he he...svona alla jafna...þá er stundum eins og ég lamist bara svona allt í einu....þegar allar þessar hugsanir um allt þetta ástand alls staðar verður svo yfirþyrmandi og öflugt....togar mig niður og ég skil ekki hvernig á að koma þessu öllu í farveg sem verður ásættanlegur... lífvænlegur....sanngjarn....ÓMG!!!!

  

Þjóðfélagið logar..búsáhaldabyltingin hefur skilað sínu og stjórnin er fallin...en það leið ekki nema korter áður en þeir... sem áður leiddu okkur áfram og töldu okkur trú um að þeir væru svoooo SAMstíga...SAMræmdir.....SAMmála...allir svoooo SAM...eitthvað....hófu að naga í SAMverjann....hvítþvo sig....hreinsa af öllu bullinu....skíta SAMstarfsaðilann  út...bara strax og það varð ljóst að þessi SAMvinna var ekki lengur til staðar....

Þetta er eins og að hlusta á elstu börnin í leikskólanum...ÉG gerði það ekki!...HANN gerði það!...NEI! HÚN GERÐI ÞAÐ!!!...NEIIII!!!...HANN GERÐI MEIRA!!!! HÚN BYRJAÐI!...NEI HANN...ÞETTA ER EKKI MÉR AÐ KENNA...!!!!ú víst! Þú ætlaðir að gera það!!!...nei ég ætlaði það ekki!!!...Jú!.... Nei!Asni...ég ætla aldrei að leika við þig aftur!Mér er alveg sama...þú mátt heldur aldrei koma í afmælið mitt!!!

Buhu....!!!!

Það er eins og eitthvað losni úr læðingi...eðli manneskjunnar er bara einhvern veginn þannig að hafi hún gert mistök er betra að afneita þeim og útiloka en feisa bara og takast á við....

 

Og þetta endalausa baknag alltaf stöðugt....kemur um leið og einhver snýr baki við andstæðingi sínum...eða eins og hérna...SAMverja sínum....klínir öllu ógeðinu í bakið á honum...og telur sig svo ógeðslega æruhreinan á eftir...ullabjakk!!!!

 Versta er að við erum jú öll að reyna að tjasla saman því sama...þessu eina Íslandi sem við eigum...koma skikki á þetta fokking hrun og gera landið aftur að friðsælum heimavelli.....þar sem lífið gengur sinn vanagang...fólk vinnur...étur og sefur....hittir vini og fjölskyldu þess á milli...karpar um krónuna og stjórnmálin....spjallar um daginn og veginn...ber saman uppeldisaðferðir og uppskriftir ...skiptist á skemmtilegum hugmyndum...og ákveður sjálft hvert skal stefna....hvað skal kaupa....uppá hvað skal skrifa....og getur TREYST því að allra hagur sé það sem stjórnvöld hugsa um....og að haldið sé vel um alla tauma.... fjármál...rafmagn...orku...fiskveiðar...heilbrigði landsmanna í öndvegi og bakhjarlinn sterkur og styrkur.... Nú er ég alveg að fara að æla...

Þetta er nú meiri vitleysan....óþverrinn og vibbaskapurinn allt um kring...og enn situr Davíð og borar í nefið....hlær að okkur og skilur ekki hvað við erum vitlaus...því hann ÆTLAR EKKI að fara....aldrei...aldrei...aldrei....na na na bú bú....!

  

Maður prísar sig sælan að hafa vinnu...þakkar það á hverjum morgni að geta vaknað....komið sér á lappir og hlakkað til að knúsa krílin í skólanum....notið þess að eiga vinnufélaga og stressast pínu yfir hlutunum sem eru ekki alveg farnir að virka....bölvað pínu en brosað helling...hentst af stað....örlítið seinn....og verið fagnað af einhverjum sem er glaður að sjá mann...heilsað vinnufélögum og fíflast í þeim....verið í vinnunni og notið....án þess að‘ óttast að missa hana...þetta er að verða eitthvað sem flokkast undir munað...pæliði í því!

En...ég finn samt fyrir svolitlum kvíða svona inn á milli....fyrir framtíð landsins okkar...börnunum okkar og barnabörnunum...hvernig þjóðfélagi munu þau búa í???Hvers konar hluti munu þau setja í forgang???Hvers konar landslag munu þau skapa fyrir líf sitt????

Munu þau læra af okkar kynslóð? Munu þau skilja spillinguna og vitfirrringuna sem hér tröllreið öllu í upphafi tuttugustuogfyrstu aldarinnari? Munu þau gæta þess að falla ekki í sama forarpyttinn??? Munu þau gefa skít í valdagræðgina.... peningafíknina...lýgina...óheiðarleikann...ljótleikann????Munu þau skilja...að til að lifa í sátt og samlyndi þurfa allir að vera heiðarlegir...koma hreint fram...vera þeir sjálfir..?...og umfram allt bera virðingu fyrir sjálfum sér og samferðafólkinu????

Ég er að reyna að trúa því. Horfi jákvæð til framtíðar...til nýs Íslands...til nýrra tíma....nýrra áherslna...nýrra sjónarhorna....Ég er að reyna að sjá fyrir mér lífið eftir...ja...sirka fimm ár...tíu... tuttuguogfimm....fimmtíu kannski....

Þetta verður allt annað líf.....

  

En...fyrt þarf að byrja hreingerningarnar...tiltektina....sjá hlutina í einni heildarmynd...og byrja að vinna okkur upp úr þessum skítahaug...koma hlutunum þannig fyrir að allir fái notið bernsku sinnar...æsku....unglingsára.... fullorðinsára....elliára....

  

Þá fyrst verður gott að búa á Íslandi.....

  

 

Skrýtið....

 

 

Ég hef aldrei talist pólitísk manneskja...eiginlega bara fundist þetta lið á Alþingi herfilega leiðinlegt allt upp til hópa....röflandi um alla hluti...þurfandi að taka marga fundi í að ákveða smotterí....aldrei smmála um nokkurn skapaðan hlut og eiginlega bara ósammála til að vera ósammála...Núna er ég allt í einu farin að hafa sterkar skoðanir...ekkert væl og vol hérna lengur takk...ef fólk vinnur ekki vinnuna sína...þá bara má það taka pookann sinn og fara...sársaukalaust af minni hálfu...hætt að finna til með þeim sem tapa...hætt að vorkenna þessum greyjum sem ekki fengu kosninguna í það eða það skiptið...meira að segja hætt að setja samasemmerki milli stjórnmálamannskins og persónunnar....

 

 

Í vinnunni stendur maður sig....ef maður er veikur eða treystir sér ekki til að vinna...þá fer maður heim....ekkert ææ og óó lengur....annað hvort er maður í vinnunni eða ekki....punktur og basta....

Ég vel sjálf hvort ég er veik í vinnunni eða fer heim...og ef ég vel að vera...þá verð ég bara að standa mína vakt...en ligg ekki í sófanum og ætlat til að hinir taki mín verkefni að sér....vorkenni mér...aumki sig yfir mig....ef ég vel að fara heim...þá er það í þeirra höndum að skipta milli sín verkefnunum....en þá er ekki stólað á mig...þá stólar fólk á sjálft sig...þá sem eru á staðnum...og ég verð að treysta þeim...hef í raun ekkert um málið að segja...Þannig hljóta hlutirnir að ganga fyrir sig allsstaðar....og ég er hætt að vorkenna þeim sem ekki taka ábyrgð á sjálfum sér...eða verkum sínum...alveg hætt....og það er stórt þroskamerki hjá mér...

Klöppum fyrir því....

    

Allir hafa sinn djöful að draga...

 

 

Ég finn til með þessum persónum sem nú glíma við erfið og þung veikindi...finn mjög mikið til með þeim...og vona sannarlega að þær komi heilar og sterkar út úr þeim...en hitt er svo annað....að það afsakar ekki ástandið eða tildrög þess...það gerir forystumennina ekkert betri...aumkunnarverðari eða heiðarlegri....þetta eru tveir aðskildir þættir sem fólk verður að passa að súrra ekki saman...Þetta er annað stórt þroskamerki hjá mér....

 

Djöh...hvað ég er að þroskast þessa dagana....he he...

 

Ég fór í bæinn...án búsáhalda þó...en ákvað að hætta mér inn á svæðið...finna hjartsláttinn...taka púlsinn á aðstæðunum...og ég fann að ég var partur af þessari heild....

Þó ég hafi ekki stormað á alla fundina...barið potta og pönnur...eða kveikt elda...þá var ég partur af heildinni...og það söng í hausnum á mér...og syngur enn...takturinn...rythminn...bomm bomm bomm...krafan um réttlæti á Íslandi....

Í fyrra skiptið var hatrið allsráðandi...stígandinn magnaður og hávaðinn ótrúlegur....og ég fékk í magann....var smeyk...tók nokkrar myndir og kom mér svo burt....en í seinna skiptið var allt annar andi....engin reiði...ekkert hatur...bara sterkur og ákveðinn vilji...kraftmikill og stöðugur...og þessi styrkur fólksins smitaði út frá sér....mér leið vel....fékk ekki í magann...gat brosað og hlegið og tekið fullt af myndum....og var stolt af að vera íslendingur...

Enn eitt þroskamerkið....

  

Í Trönuhjallanum erum við ekkert alltaf sammála um þessa blessuðu pólitík...verðum aldrei sammála um leiðirnar til árangurs...forystusauðina og flokkana....en það gerir ekkert til....það er lýðræði á heimilinu....enginn einn sem hefur rétt fyrir sér...ekkert eitt er endilega rétt...enginn einn sannleikur...það má...og það er virt...

  Við erum bara jákvæð...og bjartsýn...bíðum frétta af nýrri stjórn...og vonum að Jóhanna nái að standa undir væntingum...þar sem hennar tími er jú greinilega kominn....

...kannski það eigi við um okkur líka????

MUNA: „Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér. 

Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja”  

PS: Allir sem lesa verða að skilja eftir upplýsingar um skóstærð og uppáhalds drykk...svo ég fái smá nasaþef af því hverjir lesa bloggið mitt...bara svona smá forvitni skiljiði....koma svo...!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Anna Einarsdóttir, 31.1.2009 kl. 16:19

2 identicon

Hobbitaskóstærð 36 og Egils appelsín skal það vera!

Skotthildur Skarphéðinsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:28

3 identicon

stærð 38 og vatn ;) 

Birna Ragnars (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 16:59

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

nr. 39.....Egils Malt og Appelsín, svona spari en rauðvín þess á milli

Sigrún Jónsdóttir, 31.1.2009 kl. 17:53

5 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Mér finnst hvítvín obboslega gott í skóm nr. 38.

Og svo ætla ég sko ekki að bjóða þessu liði í afmælið mitt ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 31.1.2009 kl. 18:57

6 Smámynd: Steingrímur Helgason

47, vokdafrír zkrúfdræwer.

Steingrímur Helgason, 31.1.2009 kl. 22:10

7 identicon

Góður pistill...!!!

Hið rammíslenska Egils Malt og Appelsín fær mitt atkvæði og skóstærðin... 38

Elna Kristjánsdóttir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 22:28

8 Smámynd: Sigrún Óskars

innlitskvitt - gaman að lesa bloggið þitt.

Mér finnst kaffi best í skóm númer 41

Sigrún Óskars, 31.1.2009 kl. 23:48

9 identicon

Held ég verði að segja ííííískaldur bjór og skóstærðin svona rokkar milli 43 og 44

Torfi Geir (IP-tala skráð) 31.1.2009 kl. 23:53

10 Smámynd: Brattur

Steingrímur 47!!! þetta eru breiðskífur... ég er það bara dvergur í skóm númer 43 og drekk ískalt jólaöl til að reyna að stækka...

Brattur, 1.2.2009 kl. 12:37

11 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Þú ert ekkert sma mikilvirk í skrifum þínum.

Ég nota skó númer 39 - 40  og það jafnast ekkert á við malt og appelsín.

Ingibjörg Friðriksdóttir, 1.2.2009 kl. 12:41

12 identicon

Hehehe skemmtileg færsla hjá þér Beggan mín ;)

B.t.w... ég nota skó númer 37.. og íslenska vatnið besti drykkurinn  ;)

Bryndís Frænka (IP-tala skráð) 2.2.2009 kl. 14:30

13 identicon

37 og kristall ;)

Diljá (IP-tala skráð) 3.2.2009 kl. 23:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband