...JÁ, ÞAÐ ER FJÖR....

          

    

Árið aðeins farið að rúlla af stað og mánuðurinn hálfnaður...þetta er náttúrulega bara bilun!!! Það voru jú áramót í gær....

 

Trönuhjallatöffarar eru í góðum gír og árið leggst ekkert voða illa í okkur hérna...finnst eiginlega óþarfi að verið sé að tönglast endalaust á hvað árið VERÐI erfitt...betra að leyfa því að koma og sjá svo til í árslok HVORT það var ekki bara alveg sæmilegt þrátt fyrir allt...allavega óþarfi að byggja upp kvíða og óöryggi fyrir einhverju sem við vitum ekki hvernig á eftir að þróast....kannski verða hlutirnir ekki eins svartir eftir allt???

 

Auðvitað erum við í djúpum skít...það er ekki spurningin....en við meigum ekki endalaust velta okkur upp úr þessum vibba...heldur reyna að lifa fyrir líðandi stund og reyna að einblína frekar á það góða og jákvæða sem er allt í kringum okkur...það er svoooo margt....

 

Auðvitað er skelfilegt að missa vinnuna...missa húsið sitt...missa fótfestuna...en ég get sagt það alveg hundrað prósent...maður lifir af....

 

Annars ætla ég nú ekkert að vera með einhverjar ræður hérna um ástandið...þetta „helvítis fokking fokk“ eins og það er kallað...ég vil miklu frekar ýta þessu frá og gleyma stund og stund....

   

Hér í húsinu er búið að ganga á ýmsu vægast sagt og við erum að kynnast hlutum sem eru okkur alveg óþekktir...sem betur fer...en það er dópheimurinn...óreglan og vitleysan sem því fylgir....

 

Við erum búin að eiga erilsamar nætur þar sem í einni íbúðinni í blokkinni hefur sest að fólk sem hefur farið illa út af sporinu....

 

Hér er löggan liggur við daglegt brauð...og maður hikar ekki við að hringja í þá...láta þá koma og fjarlægja fólk sem er ekki alveg með fulle femm...vafrar um húsið....lemur og ber í hurðir og glugga...reynir að brjóta útidyrahurðina...klifrar upp á svalir til að reyna að komast einhvern veginn inn...og guð má vita hvað og hvað...

 

Löggan er sífellt kölluð út og alls konar vesalingar fjarlægðir vegna óspekta...árása og  hávaða....og það er ekki laut við að íbúarnir séu óttaslegnir...jafnt börn sem fullorðnir...

 

Granninn á Hlíðarveginum var bara brandari borið saman við þetta rugl....he he...

  

Magginn og ég erum þegar farin af stað að leita að öðru húsnæði...þetta er ekki að virka lengur....börnin okkar eiga ekki að þurfa að lifa við þennan ósóma...sífellt hrædd og óörugg...þora ekki að vera ein heima og hrökkva upp á næturnar við öskur...barsmíðar...högg og hamagang...bölv og ragn...grát og hótanir ...

 

Og það er ekki eins og mann langi endilega að vera mikið á ferli hér í kring vitandi af dópsölum....árásargjörnum einstaklingum og óútreiknanlegum náungum hægri vinstri...svo Tanja fer bara stutta túra þessa dagana...bara út að gera stykkin og svo inn aftur...

 

Ég finn mikið til með fólki sem á svona bágt...hefur misst fótana og lætur dóp og vímuefni stjórna sér og sínu lífi...en ég get harla lítið gert til að hjálpa...hef reynt að aðstoða einn gaurinn hérna en það er alls ekki óhætt...sama kvöld sparkaði hann upp hurð inn í íbúð þar sem hann þekkti engann...en var trytlltur af pirringi og vildi kála öllu og öllum...með hníf...

 

Það er ekki grín að vita að nú sofa íbúar með hamra og kúbein við hlið sér til að verjast ef eitthvað óvænt gerist...

 

Þetta er bara alveg eins og í lélegri amerískri mynd...ussususu...

   

En – jólin voru frábær og áramótin líka...við nutum þess að vera í fríi...fara í jólaboð og borða helling af alls konar gúmmulaði...jammí....

 

Við fengum fullt af flottum jólagjöfum og ánægja og gleðin skein úr hverju andliti....bara meiriháttar...

 

Vorum mikið með fjölskyldunni og fundum hvað það er frábært að eiga góða að...vera innanum fólkið sitt og bara tjatta og njóta þess að vera saman...

 

Krakkapjakkarnir voru alsælir og höfðu það verulega huggó...snéru náttla sólarhringnum alveg við og það tók svolítinn tíma að koma lífinu aftur í réttar skorður á ný þegar skólinn byrjaði....

 

Maður er sko bara strax farinn að hlakka til páskanna...he he...en fyrst verðum við þó að ferma heimasætuna á bænum....

 

Hugsa sér...ég er að fara að ferma í þriðja sinn á fjórum árum...obbobobb...ekki hugsaði maður þetta dæmi til enda þegar maður var að búa blessuð börnin til...múhaha....!!!

 

Bara gaman...

  

Einn nettur...:

 

Hjón nokkur voru stödd á jólahlaðborði.
Þegar eiginmanninum þótti konan vera búin að fara einu sinni of oft að
borðinu, hnippir hann í hana og hvíslar að henni:
-Heyrðu góða mín, þú ættir nú að fara varlega í kræsingarnar, þú ert farin
að líkjast heybindivél í vextinum svona mikil utanum þig!
Konunni sárnaði auðvitað sem von var en lét þó ekki á neinu bera.
Um kvöldið þegar hjónin eru komin upp í hjónasængina ætlar karluglan að fara
að gera sér dælt við betri helminginn og strýkur konu sinni lauslega um
axlir.
Hún snýr sér þá rólega við og segir: - Þér dettur þó ekki í hug að
maður fari að starta heilli heybindivél fyrir eitt lítið strá ????!!!

 

Thí hí hí...

 

Laugardagskvöld og rólegheitin alveg yndisleg...bara vonandi að þau endist eitthvað fram á nóttina...maður veit aldrei....er á meðan er...

 

En...einbeitum okkur að hvert öðru...verum hugulsöm og sýnum náungakærleik...komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur...það er lífsspeki sem maður ætti alltaf að fylgja....

 

MUNA: „Sá sem setur sig í spor annarra er góður hlustandi. 

 

Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning,  skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást...“ 

   

PS: Ég sé að ung stúlka sem hefur lent í hrikalegu einelti er farin að blogga um þessa reynslu sína. Mig langar að benda fólki á að lesa færslurnar hennar og reyna að setja sig aðeins í spor þeirra sem þurfa að lifa við slíkan óþverra og viðbjóð...

Linkurinn inn á síðuna hennar er: www.http://holmfridurge.blog.is/blog/holmfridurge/

Endilega kíkið á þetta....

Knúúús!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Gangi ykkur vel Trönuhjallatöffarar.

Hrönn Sigurðardóttir, 18.1.2009 kl. 12:51

2 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

ÓmæGod! þvílíkt lið og að þurfa að búa í sama húsi! Við lentum í svipuðu og fannst nóg um þó það hafi ekki verið svona slæmt eins og þú lýsir. 

Ljós og kveðjur

Ragnhildur Jónsdóttir, 18.1.2009 kl. 17:40

3 identicon

hveeeeenær kemur næsta blogg kæra frænka ?

diljá (IP-tala skráð) 25.1.2009 kl. 01:19

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband