....ÞAÐ ER SVO MARGT EF AÐ ER GÁÐ....

 

Það er að snjóa...jibbí...eða  ekki.....en...allavega kyngir einhverjum hvítum flyksum niður úr himninum og það segir mér að nú er það bara veturinn takk kærlega....Ekki leiðinlegt...enda bara nokkrir dagar til jóla....kominn tími á að kíkja á seríurnar og fara að lýsa upp litla sæta klakann okkar sem kúrir svo aleinn úti í miðju Atlandshafi...og á kannski ekki eins marga vini og hann hélt....en fær senn að vita hver er vinur í raun og hver ekki.... 

En...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta  rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert.....  

 

Fólk er farið að taka slátur....ó mæ god...man ekki eftir að hafa heyrt svona marga tala um slátur....fólk skiptist á uppskriftum....lifrarbuff...steikt hjörtu....sviðasulta og guð má vita hvað þetta nú heitir alltsaman .....   

 

Brauðvélarnar góðu eru aftur komnar upp á borð og ég er að segja ykkur það...það er slegist um frystikisturnar sem berast til landsins...það er bið eftir slíkum varningi og þá erum við nú að tala um hagsýni....

Og húsmæðurnar eru farnar að fletta upp í jólauppskriftabókunum..... uhmmmmm...

   

 

Prjónar og garn rokseljast...föndurvörurnar eru eftirsóttari en oft áður og svo eru jólakortagerðarmenn byrjaðir að hanna og sníða.....  

Sultutauið kúrir nýsoðið í krukkunum....rabbarbarapæin tilbúin í frystinum og berjasaftin í kælinum....  

Og svo hef ég heyrt að kartöflu og grænmetisuppskeran hafi verið nokkuð góð í ár.....   

 

Þetta minnir mig á gömlu góðu...þegar maður kom heim úr skólanum....með loppna fingur og frostnar tær...fékk kakósull og brauð með smjöri og osti...og skoðaði glaður hvað mamma hafði verið að bardúsa þann daginn...enda alltaf eitthvað spennandi...nýbakað bakkelsi...nýlöguð sulta....rabbarbaragrautur...slátur og lifrarpylsa á borðum.....nýprjónuð úkkuföt á skrifborðinu mínu.....eða sokkar....eða vettlingar....ohhh....  

 

Minningin er einhvern vegin svo mjúk og hlý....en kannski var aðalatriðið að mamma var heima....tók á móti okkur systkinunum og var til staðar til að hlusta á sögur úr skólanum...nýjustu hugmyndirnar í kollunum á okkur...áhyggjuefni ef einhver voru....eða bara bullusögur og vísur sem ultu svona spontant út úr okkur við matarborðið....  

 

Núna er ég heima....og ormagormarnir mínir eru svooo ánægðir...mamma er heima þegar maður kemur heim...ekki í vinnunni...ekki á fundi...ekki að fara neitt...er bara heima.... 

 Verst að ég get ekki verið að hamast við húsmóðurstörfin í augnablikinu....svo það angar svoem ekkert af nýsoðnu slátri eða ilmandi braði hérna...en mamma er heima...og þau eeeelska að hafa það þannig....  

 

 

 

Ég sem sagt fór í aðgerðina sem til stóð og þetta gekk bara mjög vel....ég var svæfð og áður en ég hvarf inn í algleymið bað ég liðið á stofunni að hafa gaman...tala bara um skemmtilega hluti og ekki neitt fjármálakjaftæði....því ég ætlaði sko ekki að þurfa að hlusta á það í undirmevðitundinni ef.....  

 

Og vitiði hvaða lag Egill var að syngja þarna rétt áður en ég sofnaði... jújú...textinn er...."hann er kominn að niðurlotum...af fitu"...he he....ég sagðist alveg þiggja fitusog í leiðinni...fá svona tvær fyrir eina aðgerð...en veit ekki alveg hvort slíkt var framkvæmt...held ekki...enda... kommon...maður þarf smá fitulag utanásig í vetrarnæðingnum hérna...ekki spurning......

Ég held þau hafi bara skemmt sér ágætlega við að losa alla þessa skemmtilegu og skrýtnu hnúta sem voru búnir að hertaka á mér lappirnar....eftir meðgöngurnar þrjár....og nú er mín voða fín og flott...öll vafin og plástruð...í úber sexí sokkum upp að nára og líklega marin og bólgin þarna einhversstaðar innan í...he he......

Ég er búin að vera ofdekruð af kalli og börnum...og foreldrum líka...því mamman mín sæta mætti með nýlagaða bláberjasultu og heimabakað brauð ...fullan poka af lesefni og svo sátu þau hjá mér á föstudaginn svo mér leiddist örugglega ekki...gömlu hjónin...ææææ....þau eru náttla bara algjörar perlur.....  

 

 

 

Magginn hefur séð um að matreiða ofan í okkur og gert það með stæl...eins og alltaf...enda aldrei verið vandamál hjá honum að elda....hann er bara svona kall sem kann og getur allt...sama hvort það er tölvuviðgerðir...bílaviðgerð... þrif á heimilinu....samaskapur.... smíðar... parketlagnir...flísalagnir....viðhald (á hlutum sko)....rafmagnsvesen....biluð tæki.... þvottur... föndur...sala á heimilistækjum..að versla....barnauppeldi...æ...bara nefna það...og hann getur það eða gerir...án þess að mögla.... 

Minstan og Miðormurinn sáu um að baka pönnukökur í gær...undir smá umsjón og aðstoð pabba síns...en þau gerðu heimsins bestu pönnsur og voru voða stolt af því...en fannst þetta nú ekki mikið mál þar sem þau eru nú í heimilisfræði í skólanum...og þau vöskuðu meira að segja upp í stað þess að setja í uppþvottavélina...vááá...ég er að spá í hvaða aðgerð ég ætti að fara í næst...uuuuu....nei...grííín...Það er samt soldið mikið gaman að vera svona Ofdekraður sko.....  

 

 

Elstimann fékk að bjóða nokkrum gaurum heim á föstudagskvöldið...þeir voru sko búnir að plana Hryllingsmyndamaraþon og ætluðu að vaka alla nóttina....

Það gekk nú svona misjafnlega...en tveir af sex náðu að vaka allan tímann...en fóru svo heim um tíu á laugardagsmorguninn...alveg búnir á því....   

 

Þeir voru ógeð fyndnir.....skíthræddir og skelfdir...þorðu ekki einir á klósettið eða fram úr herberginu yfirhöfuð....þorðu ekki að kíkja í spegilinn af ótta við einhverja óáran...og þoldu ekkert óvænt....he he....svo auðvitað lékum við það nokkrum sinnum að bregða þeim...maður verður nú að skemmta sér smá....thí hí...en...maraþonið tókst og þeir voru alsælir.....  

 

Við hin sváfum bara svefni hinna réttlátu...alveg laus við þennan óhugnað sem þier voru staddir  í...    

 

Miðormurinn minn er manna orðheppnastur...eða ekki...en hann klúðrar svo oft því sem hann er að segja og nær því ekki að halda athygli fjölskyldunnar við málefnið þar sem við erum oft komin að köfnun úr hlátri áður en hann kemst hálfa leið með sína frásögn....   

 

Um daginn var hann að segja frá skáp sem hann er að smíða....: Hann er svona kössóttur...sex metrar svona upp og þrír eða fjórir metrar út....og svona bakvið... og með svona glerhillu í og glerlokara.....og hann ætlar að geyma snyrtidótið sitt í honum.....þessum flotta skápi....  

Og svo sá hann alvag klikkaðan Ökubílstjóra......  Ha ha ha....hann er algjör draumur í dós...  

 

  

 

Ég var búin að hugsa mér hundrað hluti til að gera meðan ég er í kyrrsetunni hérna heima...skoða blöð...lesa allavega tvær bækur...blogga...taka saman ljóð og setja á einn stað....vinna við skriftir og klára eitthvað af þessu hálfkláraða efni út um alla tölvu....mála...föndra og gera plön fyrir næstu mánuði....

Svo datt ég inn á Facebook....og nú er sko ógeð gaman í mínum bekk...he he....Spurning hversu duglegur og afkastamikill maður verður á næstu dögum....

En ég er samt að lesa tvær mjög góðar bækur...Engla og Djöfla...loksins!!!...og Um hjartað liggur leið...og hún er verulega góð...full af pælingum og góðum boðskap...ætti jafnvel að vera skyldulesning ráðamanna þessa dagana...enda veitir þeim nú ekki af ærlegri naflaskoðun...og reyna að skilja hvað það er sem skiptir í raun máli og hvað ekki...

Tilhneiging nútíma samfélags er að ala á afneitun....og bæla niður raunveruleikann...láta eins og allt sé í himnalagi til að þurfa ekki að takast á við erfiðleikana...óþægindin...Það fer gífurlega mikil orka í að afneita óörygginu...berjast gegn sársaukanum...missinum og jafnvel dauðanum....   

 

Og við notum fíknina til að styðja þessa afneitun okkar....fíkn eins og tóbak, áfengi, eiturlyf, fjárhættuspil, mat, kynlíf, óheilbrigð sambönd og hraða og streitu vinnunnar.Fíkn er í reun áráttukennnd binding sem hjálpar manni að forðast tilfinningar og til að afneita erfiðleikum lífsins.Fíknir okkar þjóna þeim tilgangi að deyfa okkur fyrir raunveruleikanum , hjálpa okkur til að forðast eigin reynslu og það versta er að samfélagð tekur af fullum krafti undir þetta allt saman....  

 

 

 

 „Þeir falla best að samfélagi okkar sem eru ekki dauðir og ekki lifandi, heldur bara –dofnir – eins komar dauðyfli. Þegar við erum dauð erum við ófær um að vinna þau störf sem samfélagið krefst, en bráðlifandi erum við stöðugt að segja „nei“ við hinu og þessu, svosem aðskilnaðarstefnu, menguðu umhverfi, kjarnorkuógninni, vopnakapphlaupinu, neyslu óhæfs drykkjarvatns og krabbameinsvaldandi fæðuu. Þannig er það í þágu samfélagsins að ýta undir það sem slævir, það sem heldur okkur uppteknum af fílnarskammtinum, það sem heldur okkur“ mátulega“  sljóum. Með þessum hætti er neyslusmfélag nútímans sjálft eins og fíkill.“ (A.W.Scharf)  

 

 

Og þannig gerum við ekki kröfur. Sljó og dofin erum við ómeðvitað meðvirk í hlutum eins og þeim sem nú hafa skollið á okkur af öllu afli. Fjármálaóreiðan slík að enginn skilur allar þessar tölur eða allar þessar upphæðir sem hafa farið um bankana okkar...tölurnar eru svo ógnandi að þær rúmast ekki í kollum okkar venjulegu neytendanna sem  millifærum krónur og aura í heimabankanum og sjáum sjaldan meira en sex stafa tölur á bankareikningum okkar.Það geta samt skotið upp kollinum sjö eða átta stafa tölur við gerð skattskýrslunnar... .en þá eru það sjaldnast eignir.....heldur skuldir...óraunhæfar tölur á blaði sem maður reynir ekki einu sinni að hugsa of mikið um...því það mun taka meira en heila mannsævi að koma þeim á núllið....  

 

Allur þessi hraði og tímaleysi er að keyra okkur í kaf....og þar vil ég meina að við höfum öll verið tekin í óæðri endann...því við gáfum okkur ekki tíma til að skoða hlutina frá öllum hliðum...meta þá og meðtaka.....velta fyrir okkur upphafi þeirra og endi....

Við bara æðum af stað án þess að vita hvert förinni er í rauninni heitið og þess vegna er kannski ekkert skrýtið að litla landið okkar bláa sitji nú í súpunni....allt keyrt áfram af fullum krafti en afleiðingarnar aldrei með í dæminu...  

 

Á meðan peningaglæponarnir léku sér að fjármunum okkar horfðum við á Range Rovera með huge stórum hjólhýsum renna út á land...á leið í flottu glæsivillurnar sínar...kúl að hafa barinn í hjólhýsinu....taka með í bæinn til að fylla á og bjóða svo glamúrliðinu í partý...með gistingu...Þeir em höfðu ekki tíma til að rúnta með gátu fengið far með þyrlunni...ekki málið....   

 

Við hin...þessi sljóu....stóðum bara þarna á gangstéttarbrúninni eða við OKURbensíndæluna og settum tvöþúsundkall á bílinn...stutt í mánaðarmót og lítið eftir á kortinu.....og skildum ekkert í hvernig menn voru allt í einu orðnir svona ógurlega ríkir...hvar...hvenær og hvernig gerðist þetta??? Hvaðan komu þessir peningar????

Voru virkilega til svona miklir peningar á Íslandi???? .... eða...áttu  þessir auðjöfrar kannski ekkert í þessu eftir allt saman....???? Voru jafnvel skuldir greiddar með skuldum??? Hverjir áttu þessar skuldir???...Nei...það gat ekki verið...þeir voru svooo ríkir...þeir voru örugglega bara að gera rétt...þeir áttu þetta allt örugglega...ha????

Að vísu heyrðist ein og ein mjóróma rödd...reyna að mótmæla...benda á eitt og annað sem ekki var að ganga upp...en hver mátti vera að því að hlusta....????....áhættumeðvitundarleysið í algleymi.....hmmm???  

 

Svo...hringdi gemsinn....og við hrukkum upp af hugsununum...ussususs...þetta gengur ekki...um að gera að drífa sig...koma við í búðinni...sækja þennan eða hinn...drífa sig heim með liðið og skutla mat í það... koma sér svo af stað á fundinn...ná kannski smástund með saumó líka....má ekki vera að því að hugsa um þetta núna...áfram...áfram....  

 

 

 Heyrðu...róleg í rjómanum góða...ekki ertu hótinu skárri...það eru allir meðvirkir...allir...hver einasti íslendingur var og er þátttakandi í þessu rugli....án þess að hafa haft hugmynd um það....svoooo sljó og meðvirk...  

 

Núna höfum við samt kærkomið tækifæri...til að slaka okkur aðeins niður...róa okkur og fara að lifa lífinu...njóta þess sem er og hætta að leita það því sem er ekki....

Núna er tíminn kominn....timinn...sem við höfum ekki haft svo óralengi....   Tími til að setjast aðeins niður og horfa út um gluggann...sjá fegurðina í náttúrunni....sjá haustið hverfa inn í vetrarríkið...sjá norðurljósin dansa á svörtum himni....sjá kertaljósin glampa í rúðunni...finna friðinn umlykja sig og finna fyrir sjálfinu...finna að maður er til...finna hugarró....finna innri ró....finna hjartsláttinn og skynja taktinn...í manni sjálfum....finna að maður er... Tími til að skilja tilganginn.... Tími til að læra að meta allt upp á nýtt....  

 

 

 

MUNA: „Sumt fólk á mikið af hlutum en margir eru ofurseldir eigum sínum. Í dag, staldraðu við, sestu niður í næði með opin augun og finndu hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn. Sjáðu nú fyrir þér þann sem þér þykir vænst um og skiptir þig mestu máli í lífinu. Upplifðu tilfinninguna sem þú finnur, leyfðu þér að dvelja með henni um stund. Það er í lagi að leyfa tárunum að renna ef þér líður þannig, þau geta komið hvort sem þú upplifir gleði, söknuð eða sorg. Skrifaðu nú niður á blað nafnið á viðkomandi og alla þá jákvæðu eiginleika sem þú sérð í henni/honum, sem hjartað þitt í einlægni segir þér. Láttu það bara fljóta eins og það birtist með þínum orðum og skrifaðu nafnið þitt undir. Næst þegar þú hittir viðkomandi, hvort sem það er í dag eða síðar. Byrjaðu á að finna hjartað þitt, hlustaðu á hjartsláttinn þinn, réttu síðan viðkomandi blaðið og deildu með honum eða henni þessari dýrmætu gjöf. "  

 

 

    

 

Segðu við sjálfa/n þig:  

Megi mér vegna vel     

Megi ég öðlast hamingju         

Megi ég finna innri ró                                

Megi ég losna undan hvers kyns þjáningu.                                

(J.Kornfield)  

 

Njótum þess að vera við sjálf, jákvæð glöð og sterk sem aldrei fyrr...!!!!   

 

 

 

 

ÁFRAM ÍSLAND!!!  

 

 

 

 Risaknús....Elskjú alltaf....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Svakalegt sælgæti eru þessar færzlur þínar..

Steingrímur Helgason, 20.10.2008 kl. 19:08

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Yndislegar minningar, mér er hrikalega kalt og hefði helst kosið að prjóna mér lopasokka..... alveg þangað til ég mundi eftir því að ég kann ekki að prjóna hæl, vegna þess að ég var rekin úr þeim handavinnutíma fyrir hortugheit! Ótrúlegt? Og góð speki hjá þér eins og alltaf!

Gaman að sjá þig á fésbók :) 

Hrönn Sigurðardóttir, 20.10.2008 kl. 19:09

3 Smámynd: Dísa Dóra

Frábær færsla sem bæði fær mann til að minnast gömlu góðu tímanna og gömlu eyðslutímanna

Dísa Dóra, 20.10.2008 kl. 21:03

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.10.2008 kl. 21:53

5 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Hæ þú ert alveg fráfær eins og venjulega

góðan bata mín kæra

knús frá danaveldi

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:18

6 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Hæ aftur frábær átti þetta að vera

kveðja erla perla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 20.10.2008 kl. 23:20

7 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Það er yndislegt og eitthvað svo róandi að lesa skrifin þín kæra Bergljót.  Takk fyrir mig

Sigrún Jónsdóttir, 21.10.2008 kl. 00:35

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knúsi knús og hlýjar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 21.10.2008 kl. 15:18

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg segi eins og Sigrún það er róandi að lesa skrifin þín.

Takk fyrir mig

Anna Margrét Bragadóttir, 22.10.2008 kl. 23:54

10 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Hvar var kartöfluuppskeran góð ? 

Þú ert gullmoli Bergljót. 

Anna Einarsdóttir, 24.10.2008 kl. 23:06

11 Smámynd: Brattur

... þú ert rosalega jákvæð og skemmtileg...

Brattur, 24.10.2008 kl. 23:19

12 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Manni hlýnar öllum innan í sér. Góðan bata!

Þórdís Guðmundsdóttir, 25.10.2008 kl. 18:57

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband