ER STÓRASTA LAND Í HEIMI SVO BARA FULLT AF "BÍBB"...???...USSU SUSSU...!!!

 

Þó mann langi ekki að velta sér uppúr þessu krepputali alltaf stöðugt...þá er einhvern vegin allsstaðar eitthvað sem minnir mann á að þjóðfélagið sé í algjörum hnút...djúpum og illa lyktandi skít....

 

Sem betur fer er allt fínt hér í Trönuhjallanum...ég er öll að koma til eftir þessa ágætu aðgerð og fer fljótlega að vinna...knúsa litlu krílaskottin mín öll og njóta þess að vera innan um allt sakleysið og lífsgleðina....ó mæ gooood hvað ég sakna þeirra geggjað mikið....

 

Ég fór á tvo samliggjandi skipulagsdaga fyrir helgi...þá voru náttla engin kríli...en vááá...ég var alveg búin á því eftir þessa daga fyrir því...samt var bara verið að funda og skipuleggja...hlusta á fyrirlestra og þess háttar....

 

Fengum Siggu frá Blátt Áfram til að koma og segja frá starfinu og reynslunni og það var átakamikill og innihaldsríkur fyrirlestur og kom mörgum hugsunum og pælingum í gang í hausunum á okkur...úff....

 

Valgeir Skagfjörð átti að koma og hressa okkur upp en kallgreyið veiktist svo vð urðum að nota plan B....og vorum bara ógeð duglegar.....

 

Miðormurinn...afmælisbarn síðustu viku...bauð svo í kaffi á laugardaginn og var mikið fjör á staðnum.....

   

Mömmukrúttið mitt átti svo afmæli á Sunnudaginn og hittist stórfjölskyldan þar yfir kaffi og góðgæti...uhmmm...TIL HAMINGJU BESTA MAMMA Í HEIMI!!!!

 

Þar var að sjálfsögðu mikið spjallað og mikið pælt....en mest fer þó í taugar fólks hversu mikil lýgi virðist vera í gangi...enginn segir neitt og enginn sagði neitt...enginn vissi neitt og enginn heyrði neitt...allir hvítþvo sig af skömminni og skítnum...stjórnmálamenn...bankastjórar...seðlabankastjórar... eftirlitsmenn... útrásarliðið allt... kommon pípúl...koma heiðarlega fram! Viðurkenna mistökin og finna leiðir til úrbóta....BARA EKKI LJÚGA!

 

Skíturinn og ógeðið er allsráðandi og maður er eiginlega mest í sjokki vegna spillingarinnar...sem maður svosem vissi að var þerna..en að þetta væri ssvona ógeð mikið...ó mæ god!

 

Fólkið í landinu á sko mikið betra skilið en þennan viðbjóð....það þarf sko að hreinsa klakann vandlega...og fá til þess heiðarlegt fólk...með menntun við hæfi....einhverja sem hægt er að treysta...einhverja sem láta ekki spillinguna lita mannorð sitt..einhverja sem hafa metnað og vita hvernig best er að koma hlutunum í viðunandi horf...þola að hlusta á ráð reyndra manna héðan og þaðan úr heiminum og nýta sér þá þekkingu sem þegar er til...eins og til dæmis í Finnlandi....og í fleiri löndum...það þarf ekki að finna upp nýtt hjól..heldur nota það sem til er og gera betra....

 

Svo gætum við sparað með því að skera niður þingmannafjöldann..he he..ekki öskra á mig....lítið land þarf ekkert 63 kjördæmiskjörna þingmenn...þeir eru aldrei sammála um neitt og koma sér ekki að neinu verki af viti...svo ég held að svona eins og fjórir frá hverjum landsfjórðungi væri alveg nóg....myndi spara tíma og fyrirhöfn...og helling af pééééningum....

 

Þurfa ekki allir að taka þátt í að koma klakanum á flot aftur????...strandið er orðið nógu andsk..kostnaðarsamt...og fólkið í landinu á ekki að þurfa að blæða fyrir allan óbjóðinn...loforðin voru mörg og fyrirheitn ófá...ráðamenn eiga að standa við þau og það er fólkið í landinu sem á að krefjast þess að réttlætinu verði fullnægt....ALLIR EÐA ENGINN...svo einfalt er það...

 

Ef ekkert fer að gerast á allra næstu dögum missum við hæfileikaríkt og frábært fólk úr landi...það fer bara...skilur skuldirnar eftir..skítt með að verða gjaldþrota...bara betra að fara og finna sér nýtt upphaf...nýja byrjun...það er þannig sem unga fólkið okkar lítur á stöðuna...og vílar sér ekki við að koma sér burt....

 

Þeir sem eftir sitja fá þá jafnvel á sig meiri skuldir...gjaldþrot og erfiðleika,,,og ennþá meiri skít....

 

Ég hugsa til þeirra sem eru núna að reyna að átta sig á breyttri stöðu...bin there...það er ekki auðvelt að missa og það er ekki auðvelt að byrja upp á nýtt en það er sko alveg hægt...trúið mér....og það er sko ekki það versts sem getur komið fyrir mann....

 

Maður má bara ekki láta reiðina og neikvæðnina ná tökum á sér....heldur líta á þessa bitru...eða sáru... reynslu...sem part af þroskanum...part af því að verða heilli og betri manneskja...part af því að geta mistekist án þess að gefast uppp...heldur standa alltaf upp aftur...bjartsýnn og sterkur....öflugri en nokkru sinni fyrr til að takast á við næsta verkefni...

 

Versta er kannski óvissan...biðin og allar ósvöruðu spurningarnar....tilhugsunuin um hið óþekkta og hvað bíði handan hornsins....en svo kemst maður að því að það er von...það er líf...og það er meira að segja bara ekki svo slæmt líf....eftir svona áfall...

 

Ég man að við áttum erfiðast með að vita ekki hvað yrði um okkur...biðin var lööööng og maður reyndi að vera ekkert að hugsa of mikið um þetta allt..ekki velta okkur upp úr orökum og afleiðingu...óréttlæti eða að verið væri að brjóta á okkur....hatri og ljótum hugsunum.....heldur horfa bjartsýnum augum fram á við...einbeita okkur að börnunum okkar og núinu...láta hlutina ganga og vera bara dugleg að finna eitthvað skemmtilegt og skondið til að hlæja að....hafa gaman...gleyma sér og njóta....

 

OG SVO GERIST EKKI NEITT....



Eftir að þeir dæmdu dóminn þann
 
sem drap að lokum sjálfan sannleikann
 
og sýndi það að réttlæti ei finnst
 
í formi því sem áður höfðum kynnst
 
Þá höfum bara setið óáreitt
 
og síðan bara gerist ekki neitt....
  

Húsið farið, framtíðin í hnút
 
fengum boð um það að flytja út
 
dagsetning sem dregin var á frest
 
ráðherra það þakkað getum mest
 
sitjum hérna óróleg og þreytt
 
því það bara gerist ekki neitt..... 
   

Loforðin þau liggja hér og þar
 
langdregið er ráðamanna svar
 
vitum ekkert hvert er næsta skref
 
örlögin þau spunnu þennan vef
 
sem enginn getur nokkru sinni breytt
 
og svo bara gerist ekki neitt.... 
   

Óvissan er ógn sem glittir í
 
óttinn grípur um sig æ og sí
 
svör við okkar framtíð ekki til
 
hversvegna ég bara ekki skil
 
biðin virðist renna út í eitt 
 
já það bara gerist ekki neitt.... 
   

Síminn þegir, það er ekkert bréf
 
þögnin enn það eina sem ég hef
 
dagarnir þeir líða einn og einn
 
einhvernveginn tilgangur ei neinn
 
á þessu erum orðin ansi þreytt
 
ennþá bara gerist ekki neitt...



 
 Koma tímar koma ráðin góð
kvíðin missa meigum ekki móð

einhversstaðar liggur lausnin sú

stolt við skulum halda í þá trú

að okkar bíði framtíð blómum skreytt

þó ennþá bara gerist ekki neitt....
BH 2007.
  

„Ef þú getur ekki farið gegnum fjallið skaltu fara umhverfis það.Ef þú getur ekki farið kringum fjallið skaltu klífa það.Ef þú getur ekki klifið það sestu niður og hugleiddu hvort það borgi sig að skoða það sem er hinum megin. Ef svo er... byrjaðu að grafa göng.“

    

 

MUNA; Erfiður tími þarf ekki að vera niðurdrepandi ef þú lítur á hann sem nýja byrjun í lífi þínu.- Manni getur misheppnast mörgum sinnum, en hann er ekki misheppnaður fyrr en hann fer að kenna öðrum um –

 Verum bjartsýn...lítum á þessa hreinsun sem góða leið til að losa okkur við það sem við vildum aldrei hafa og byggja upp það sem við viljum virkilega... lærum...lifum...njótum!

Bros og knúúús í hvert hús!InLove 



 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf uppörvandi - alltaf góð! Þau eru heppin sem eiga þig að bæði heima og í vinnu

Hrönn Sigurðardóttir, 5.11.2008 kl. 11:09

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf jafn notalegt að lesa pistlana þína 

Sigrún Jónsdóttir, 5.11.2008 kl. 20:39

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

MySpace and Orkut Butterfly Glitter Graphic - 1Ljúfar kveðjur inn í góðan dag og láttu þér líða vel elsku vinkona

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.11.2008 kl. 10:10

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Alltaf gott að líta við hér

Góða helgi mín kæra ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 6.11.2008 kl. 15:35

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband