Bloggfærslur mánaðarins, ágúst 2008
...HEPPIN AÐ VERA ÍSLENDINGUR...
27.8.2008 | 23:24
Vá...ég er svo hrærð...er búin að vera hálf snöktandi síðustu daga...vegna nokkurra OFURgaura...sem UNNU silfrið á Ólympíuleikunum í Kína....og um leið HJARTA HEILLAR ÞJÓÐAR....sniff sniff....svoooo stoooolt....og glöð...og þakklát....sniff sniff.....
Búin að horfa á alla leikina og finna spennuna magnast og hnútinn í maganum stækka...trúa á þessa gaura....senda ljós og orku á þá og fagna eeeendalaust ....vera svoooo stolt að vera ÍSLENDINGUR....og búa á STÓRASTA landi í heimi.....sniff sniff....
Þegar leikurinn á móti Spánverjum var leikinn kom ekkert annað til greina en að horfa...þó hann væri spilaður í hádegi á föstudegi....isspiss...við settum bara upp sjónvarp í sal leikskólans og poppuðum handa litla fólkinu....settum svo alla fyrir framan imbann og þau voru alveg að fíla þetta...og kölluðu ÁFRAM ÍSLAND...átu popp og fögnuðu þegar íslensku OFURhetjurnar skoruðu....ólei ólei ólei ólei...!!!
Skildu ekki af hverju SUMT FULLORÐNA FÓLKIÐ VAR AÐ VÆLA...þurrka tár....hslló....þeir UNNU!!!! Af hverju ertu að gráta Begga?????
Er það von að börnin spyrji...ekki skil ég af hverju tárakirtlarnir auka alltaf vatnsframleiðsluna hjá mér þegar ég er glöð...og stolt...!!!!
Ég held samt að ég sé ekkert sú eina...hmmm???....
Og við stormuðum á Hlíðarenda á sunnudagsmorguninn til að blanda geði og njóta úrslitaleiksins....og BARA þegar Pálmi söng Ísland er land þitt...byrjuðu tárin að trilla niður kinnarnar..og ekki bara á mér..heldur mörgum öðrum þarna í Vodafonehöllinni....Og silfrið varð staðreynd.....GEGGJAÐ FLOTT HJÁ STRÁKUNUM OKKAR!!! Þetta er bara tær snilld...eitthvað sem þessarar aldar börn munu ALDREI gleyma....
Við ERUM BEST...ekki spurning....LANGFLOTTUST...og BEST...
Mér finnst líka heimspekin sem Óli bíbb notar svo ógó flott....akkúrat eins og ég hugsa...og reyni að lifa eftir....
Reyni að sjá alltaf það góða og jákvæða í öllu og öllum...trúa að það sé eitthvað gott í öllum...trúa að hið ómögulega sé mögulegt og að með bjartsýni, jákvæðni og gleði geti ég sigrast á öllum erfiðleikum sem verða á vegi mínum...það er að segja..líta á vandamál og erfiðleika sem verkefni...sem eru lögð fyrir mig til að þroska mig og hjálpa mér að fá sem mest út úr lífinu mínu.....
Og trúið mér...ég veit alveg hvað mótlæti er....
Ég nenni samt ekki að velta mér uppúr vandamálunum...heldur geri mitt besta til að leysa þau....stundum tekst það...stundum ekki....En þannig lærir maður og þroskast...
Bíbb erfitt...en bíbb þess virði...he he...
Stundum er maður alveg að gefast upp...en þá neyðist maður til að staldra við og spyrja sig erfiðra og krefjandi spurninga....og niðurstaðan er undantekningalaust sú að maður velur að halda áfram....sjá það jákvæða og trúa að eitthvað betra bíði manns handan hornsins....
Þessi dæmisaga hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár...og endurspeiglar í rauninni lífssýn mína fullkomlega....
HVERN KOSTINN VELUR ÞÚ????
Jón vinur minn er rekstrarstjóri á veitingastað. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar einhver spyr hann hvernig hann hafi það, þá svara hann alltaf, "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar!". Margir þjónar á veitingastöðunum sem hann hefur unnið á, hafa skipt um vinnustað, svo þeir gætu fylgt honum þegar hann hefur skipt um vinnustað. Ástæðan er jákvæða viðmótið hjá Jóni og hversu hvetjandi hann er alltaf. Ef einhver starfsmaðurinn átti slæman dag, þá var Jón mættur, talandi um hvernig hægt væri að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu. - Ég tók eftir þessu og það vakti forvitni mína, svo einn daginn fór ég til Jóns og spurði hann, "Ég næ þessu ekki, enginn getur verið svona jákvæður,alla daga, öllum stundum. Hvernig ferðu að þessu?" "Sjáðu nú til" svaraði Jón, "á hverjum morgni þegar ég vakna og segi við sjálfan mig, í dag á ég tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi. Ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Í hvert skipti þegar eitthvað slæmt kemur fyrir, get ég valið að verða fórnarlambið eða ég get valið að læra eitthvað á þessu atviki. Ég vel alltaf að læra eitthvað Í hvert skipti sem einhver kemur til mín kvartandi, get ég valið að samþykkja þeirra kvartanir eða ég get bent á jákvæðu hliðarnar á málinu og lífinu sjálfu. Ég vel alltaf jákvæðu hliðarnar." "Já, en það er nú ekki alltaf auðvelt" mótmælti ég. "Jú það er það" sagði Jón. "Lífið snýst allt um valkosti. Þegar þú ert búinn að sneiða í burtu allan óþarfann, þá eru valkostir í hverri stöðu. Þú velur hvernig þú bregst við þessari stöðu. Þú velur hvernig aðrir hafa áhfrif á þitt skap. Þú velur að vera í góðu skapi eða vondu skapi. Það er þinn valkosturhvernig þú lifir þínu lífi." Nokkrum árum seinna frétti ég, að Jón hefði af slysni gert nokkuð sem þú átt aldrei að gera í veitingageiranum, hann skildi lagerdyrnar eftir opnar eitt kvöldið og var rændur af þremur vopnuðum mönnum. Á meðan að hann var að reyna að opna peningaskápinn, skjálfhentur og sveittur runnu hendur hans af talnalásnum, ræningjana greip skyndireiði og þeir skutu hann. Sem betur fer fannst Jón fljótlega og var strax komið á spítala. Eftir 18 klukkustunda skurðaðgerð og margar vikur í gjörgæslu, var Jón útskrifaður af spítalanum með byssukúlubrot ennþá í líkama hans. Ég hitti Jón um það bil sex mánuðum eftir slysið. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, svaraði hann ", "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar ! Viltu sjá örin mín ?" Ég hafði ekki áhuga á því, en spurði hvaða hugsanir hann hefði haft meðan að ránið átti sér stað"."Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði átt að læsa lagerdyrunum. " Svaraði hann. "Síðan eftir þeir skutu mig, á meðan ég lá á gólfinu, mundi ég að ég átti tvo valkosti. Ég gat valið að lifa eða ég gat valið að deyja. Ég valdi að lifa." "Varstu ekki hræddur ?" spurði ég. Jón hélt áfram "Fólkið í sjúkraliðinu var frábært. Þau sögðu mér aftur og aftur að þetta yrði allt í lagi. En þegar mér var rúllað inná neyðarvaktina og ég sá á svipnum á læknunum oghjúkrunarfólkinu, þá varð ég verulega hræddur. Í augum þeirra las ég. "Þessi er dauðans matur". Þá vissi ég að ég yrði að gera eitthvað". "Og hvað gerðirðu ?" spurði ég. "Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona kallandi til mín" sagði hann. "Hún spurði hvort ég hefði ofnæmi fyrir einhverju." "Já, svaraði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hættu að vinna, litu upp og biðu eftir framhaldinu". Ég dró djúpt andann og öskraði, 'Byssukúlum ! Á meðan þau hlógu, sagði ég þeim að 'ég kysi að lifa. gerið þið það að framkvæma aðgerðina eins og ég sé lifandi, en ekki dauður." Jón lifði þetta af vegna hæfileika læknanna, en líka vegna hans einstaka viðmóts. Ég lærði af honum að á hverjum degi getum við valið að njóta lífsins eða hata það. Það eina sem er raunverulega þitt, sem enginn á að geta stjórnað nema þú, eða tekið frá þér, er þitt viðmót, svo þú skalt fara vel með það og allt annað í lífinu mun verða miklu auðveldara.
Ótrúlega flott saga og ógó rétt líka....eða...mér finnst það að minnsta kosti...
Og í gleðivímunni er maður bara nett kátur og glaður...lífið að taka á sig þessa hversdagslegu rútínu sem maður vill hafa... vakna... borða... vinna... vera með fjölskyldu og vinum...njóta hvers dags...og sofna sáttur....
Ormagormarnir eru komnir á fullt í skólanum...og eru alsælir...finnst þetta bara mega gott og fara full tilhlökkunar inn í veturinn...
ELSTIMANN er orðinn MENNTSKÆLINGUR...er byrjaður í MK...og finnst það GEGGJAÐ...er alveg að fíla þennan skóla og krakkana sem hann er með....og svo er busavígslan í næstu viku...ó mæ god...ég man......
Gamli MK-ingurinn er kominn á kreik....walking memory lane....
MIÐORMURINN er kominn í tíunda bekk... og finnst það ekki leiðinlegt....spennandi vetur framundan og svo er hann aftur kominn á fullt í fótboltann...orðinn gjaldgengur Valsari og farinn að keppa með þriðja flokki...mikill sigur fyrir hann!!!
MINNSTAN er líka að fara inn í skemmtilegan vetur...áttundi bekkurinn framundan...fimleikarnir orðnir umsvifameiri og markvissari... og svo FERMIST daman í vor...obbosí....
Litlu krílakrúttin mín eru sem sagt orðin stór og nánast fullorðin...sniff sniff...og fyrir það get ég ekki annað en verið óendanlega þakklát...sniff sniff...
Magginn og ég förum svo inn í þennan vetur með bjartsýnina og trúna á að öll él birti upp um síðir að leiðarljósi...það er mjöööög erfitt að vera í okkar sporum...en við erum naglar...stöndum saman... og gefumst ALDREI upp...vonleysi og uppgjöf er ekki til í okkar orðabókum....klárlega bara algjört bíbb....
Hvað leikskólamál varðar...þá hélt ég að það væri einhves konar kreppa í þjóðfélaginu....og bjóst við að umsóknir um starf í leikskólanum myndu streyma inn...en það er nú ekki alveg svo einfalt...okkur vantar fólk...en erum vissar um að það leysist örugglega fljótlega.....ekki spurning....
ORÐ ALDARINNAR: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli: Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."
EF ÞESSI MAÐUR VERÐUR EKKI KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS..OG HELST LÍKA MAÐUR ÁRSINS...ÞÁ VERÐ ÉG ILLA SVIKIN...HANN Á ÞAÐ KLÁRLEGA MEST SKILIÐ.....án þess að á nokkurn annan sé hallað...ekki misskilja mig...
Ég skora á íþróttafréttamenn og fjölmiðla að stuðla að því að hann verði kjörinn..
MUNA: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar, en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á dyrnar sem lokuðust að við tökum ekki eftir öllum þeim dyrum sem standa opnar -
Lovjú til tunglsins..heilan hring í kringum það og aftur til baka....
Bloggar | Breytt 28.8.2008 kl. 01:13 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
...ALLT EINS OG BLÓMSTRIÐ EINA OG SANNA....
19.8.2008 | 01:47
Obbobobbobobbobobb....það er farið að hausta!!!! Sumarið svona um það bil að hverfa út í óendanleikann og haustið að ríða húsum....Samt eigum við nú eftir eina hitabylgju...ekki spurning...og nokkra heita sólardaga...milt haust og fallegt og svo koma jólin.......127...126...125....
Og ég er að verða árinu eldri...úffapúff...það gerist í nótt...hviss bamm búmm....og mér er sko alveg sama...því ég er sko ekki árinu eldri en mér finnst....alltaf ung í anda.....na na na bú bú....!
Ágúst er alltaf flottur...með öllum sínum sjarma...rökkrinu...kertaljósunum.... rómantíkinni og öllum dögunum....afmælisdögum.... verslunarmannadögum... fiskidögum....dönskum dögum....ástarviku....blómstrandi dögum... gleðidögum....menningarnótt....og skóladögum.....
Allt að komast í rútínuna og allir glaðir með það.....
Trönuhjallatöffarar bara nokkuð brattir þessa dagana...búnir að hafa það ógó gott í fríinu og njóta þess að vera bara svona í óreglunni....sofna seint og vakna snemma...eða sofna snemma og vakna seint.....dagarnir fljóta áfram og það er allt svo slakt og rólegt.....
Meira að segja hundastelpan er að fíla þetta....finnst svooo kósí að hafa krakkapjakkana heima...kúra með þeim eða skreppa út í sólina....bara sæl og sæt.....
Og litlu krúttin mín í Marbakkanum mínum eru að stækka...herregud...allir svo fullorðnir eitthvað...hættir með snuð og sumar bleyjur foknar...og sum kríli klaga mömmur sínar hástöfum...kannski ekki alveg með í ráðum...he he...
Krúttlingarnir að byrja á miðdeildinni og nýjar krúttbombur farnar að banka á.....
Æ...það er bara gott að byrja að vinna aftur.... Við skelltum okkur á Blómstrandi daga....og Húrígúrí var bara nokkuð kjurt á sínum stað þessa helgina....Miðormurinn fór á undan...tók forskot á sæluna og fór á fimmtudag....en Magginn og ég....Elstimann og Minnstan...og Tanja litla hundastelpa.. settumst glöð inn í Raða Molann og drifum okkur af stað.... Ætluðum sko að fara á laugardag þar sem síðasta vika var frekar strembin...fyrsta vinnuvikan og svefninn frekar í minna lagi..allt Kínverjum að kenna.... En....það var pressa..og við ákváðum að hunskast af stað í gleðina.... Ætluðum fyrst að grilla með Lyngholtsgenginu en þar sem tíminn var orðinn nokkuð naumur...ákváðum við að fóðra mannskapinn bara á leiðinni og völdum stað við borgarmörkin....ó mæ god....ekki rómantískasti staður Reykjavíkurborgar...en ágætis fúdd svona þegar maður fékk skammtinn sinn...
Og þá erum við að tala um erfiða fæðingu....
Ung stúlka...soldið þreytt og soldið úti á túni...bauðst til að taka pöntunina...ekki málið...Okkur fannst þetta ósköp einfalt: EINA FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ...SEM INNIHELDUR FJÓRA HAMBORGARA, FRANSKAR OG TVEGGJA LÍTRA KÓK MÍNUS TÓMATAR Á EINN HAMBORGARA.... Hljómar mjög einfalt og fljótlegt....ætti ekki að vera að flækjast fyrir neinum...En ungfrúin góða var líklega soldið mikið þreytt....Tók sér góðan tíma í að skrifa niður á miðann...eða réttara sagt merkja við hamborgaratilboðið...Sótti svo kókið eftir langa mæðu...setti á borðið...snéri sér svo að kælinum og spurði: Viljiði kók með? Já, svöruðum við bæði og horfðum spurnaraugum til skiptis á stúlkuna og flöskuna á borðinu. Er þetta ekki kókið sem fylgir með? Já, sko...það fylgir hálfslítrakók með...Nú? Er ekki tveggjalítra flaskan innifalin í tilboðinu? Jú...sko...hamborgara...ekki osta...Ó????...en við erum ekki með ostborgara....???? Ha?...stúlkukindin ranghvolfdi augunum og horfði tómlega á okkur...Hún teygði sig í miðann góða....Þið eruð með hamborgaratilboð og kók og einn auka ostborgara með tómötum...Neeeei....bara hamborgaratilboðið með gosinu og einn án tómata... mannstu??? Ha???? Hún horfði hissa á miðann sem hún hafði fyllt út sjálf...Ó...ekki osta? Nei...BARA hamborgaratilboðið skiluru...MEÐ kókinu....og einn á EKKI að vera með tómötum....!Já...sorrý...Hún reif miððann og tók nýjan til að fylla á....Bíddu....ostborgari...NEEEI...BARA venjulegir hamborgarar með ENGUM osti..mannstu...og einn á að vera ÁN tómata.... Já...ókei...það er ekki tómatsósa á þessum borgurum.. WHAT?? Hver var að tala um tómatsósu hérna??? Við settumst niður og horfðum örmagna á staffið hlaupa um með alls konar jukkborgara á diskum...og fólk streyma til baka með vitlausar pantanir...Þetta var mjööög spennandi....Skyndilega stóð náungi við borðsendan....Voruð þið með hamborgara? Já, fjóra...sko... fjölskyldutilboð... Já,, ókei...hér er einn...Hann fór en skildi eftir disk.... með OSTborgara...Ég vappaði með diskinn að dömunni okkar góðu og skilaði OSTborgaranum..ekki rétt pöntun sagði ég þolinmóð og brosti uppörvandi til hennar...Ó??? Hún tók diskinn...labbaði með ískaldann borgarann um salinn en enginn kannaðist við hann...Loks birtist sveit vaskra drengja með fjóra diska....af heitum hamborgurum...Hver þessara er ekki með tómötum...spurði Magginn vingjarnlega? Þeir litu hvor á annan..á diskana og aftur á okkur...Ekkert mál, sagði ég svöng...við finnum út úr því... Fjölskyldan hóf rannsóknarvinnuna og niðurstaðan var sú að þeir voru allir ÁN tómata!!!! !Welll...við nentum ekki að tuða....svöng og til í að komast sem fyrst af stað í sveitina....En á meðan við snæddum þessa svosem ágætu máltíð skemmtum við okkur á kostnað þreyttu stúlkunnar...sem vafraði í hringi með diska....fann ekki eigendur eða var send til baka með vitlausar pantanir...og ég vonaði fyrir hennar hönd að vaktinni hennar færi að ljúka....
Máltíðinni lauk að minnsta kosti...og við brenndum yfir heiðina og beint í íþróttahúsið til að taka þátt í skemmtuninni...
Það voru minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur...ógó flottir...með öllum fínu lögunum og ég sat með gæsahrollinn...enda mikill aðdáandi Vísnavina á mínum Menntaskólaárum.... Þarna var fín stemmning...allir glaðir og til í að hafa gaman... Eftir þessa skemmtun tók önnur við...meistari Meas og Senuþjófarnir...en það var ekki aað gera neitt fyrir okkur...svo við fórum bara heim.... Laugardaguinn var fínn....misstum okkur yfir landsleiknum þar sem strákarnir okkar fóru á kostum og náðu að hemja helv...danina...nei þeir eru ágætir...en það er alltaf svoooo ljúft að þvælast fyrir þeim...best að vinna en næstbest að jafna á síðustu stundu...og stela stigi...na na na bú bú...! Röltum svo í bæinn og fengum ís fyrir peninginn...enda Kjörísdagurinn og þá fá allir eins mikinn ís og þeir geta torgað....Og þarna er ekki bara þessi hefðbundni...heldur alls konar brögð og óbrögð....
Cocoa puffs....karrý og kókos...pina colada....amaretto... kókosbollu....peru...konfekt...banana...marylandkex...marsipan....og guð má vita hvað þeim datt í hug þarna þessum snillingum í Kjörís....
Þarna var handverksmarkaður...spákona...barnasöngkeppni... boðið upp á salíbunu yfir fossinn...tónleika með Magnanum og Á móti sól...leiktæki og fleira og fleira....og allir virtust hafa gaman af... Við drifum okkur svo heim að grilla og skreyta familíuna því við tilheyrðum bleika hverfinu og áttum að vera í eða með eitthvað bleikt...ekki vandamálið.....einn bleikur dúkur...ein skæri...og málið er leyst.... Bleika hersveitin stormaði svo í Lystigarðinn til að taka þátt í brekkusöng og flugeldasýningu.... Trúbadorinn var soldið ekki búinn að læra lögin....en hann virtist hafa kóperað sönglistann hans Árna Johnsen...og hvað er svosem að því???? Það var ball í íþróttahúsinu með Magnanum góða og hljómsveitinni Á móti sól...og við ætluðum að fara...Byrjuðum smá upphitun í Lyngheiðinni ásamt nokkrum góðum...og vorum svo ferjuð í íþróttahúsið...Sæll....það var röð alla leið til tunglsins og aftur til baka....og hún haggaðist ekki...
Eftir að hafa staðið þarna um stund ákváðum við bara að finna diska með Magnanum heima og halda bara partý....
Það var sungið og raulað og djammað og tjúttað eins og enginn væri morgundagurinn....og þegar haninn galaði í þriðja sinn skriðu síðustu en ekki sístu ´þátttakendur í skúffu og hrutu +i takt....zzzzzzzzzSem betur fer er ég ekki mikið fyrir það að sötra...finnst kókið bara bestast og smá Amarulla....svo það voru engir iðnaðarmenn í mínum haus...en það verður nú ekki sagt um alla á staðnum...og sumir eru eitthvað að spá í að hætta bara þessu bulli og láta bjórinn bara nægja...í takmörkuðu magni... Tjilluðum eitthvað fram á daginn en svo var okkur Völsurum ekki til setunnar boðið...leikur á Hlíðarenda og við voða happý með það...
Eigum við að ræða það eitthvað frekar????
Fórum grátandi heim í Trönuhjallann að leik loknum...allavega snöktandi...eða með tár í augum og hnút í maga...og ógeð vonsvikin með hetjurnar okkar rauðu...buhu...
En...við erum Valur...frá Hlíðarenda...og við stöndum auðvitað saman í blíðu og stríðu.....eða eins og Púlararnir segja...You never walk alone....
Obbosí...klukkan orðin afmæli og Magginn og krakkapjakkarnir búnir að syngja afmælissönginn....og gefa mömmunni pakka......snökt snökt...þau eru svo MEGAfrábær..... Minnstan kom með englabox...og las texta...þar sem hún segir að ef mammsan verði leið eigi hun bara að opna boxið...því þó það sýnist tómt...þá er það fullt af ást og kossum....snökt snökt...bara sætt.... Og svo fékk múttukrúttið nýja myndavél....wów...ekkert smá flotta.....Eeeeelska að taka myndir....kúúúl!!!!
Takk fyrir mig elsku krúttin mín bestu...takk og takk og takk...!!!
Nóttin farin að faðma okkur að sér og tími til að leyfa henni að vagga okkur inn í draumalandið góða.....vinnudagur á morgun og mammsan á að mæta snemma...opna krúttkofann og taka á móti fyrstu gullmolunum sem mæta glaðir og hressir inn í nýjan dag....
Eigið bjartan og fallegan nítjánda ágúst!!!
MUNA: Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki!
Lovjú öll!!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:57 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
...ÞÚSUND MILLJÓN ÞAKKIR OG ENDALAUST KNÚÚÚS.....
12.8.2008 | 19:37
Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er hissa...glöð og óendanlega þakklát fyrir viðbrögðin viðsíðustu bloggfæslu...
Með því að fá svo marga til að lesa og heyra um þennan viðbjóð sem ég sagði frá í síðustu færslu hafið þið gefið henni sem lenti í þessari erfiðu lífsreynslu ótrúlega mikið og hún er endalaust þakklát fyrir stuðninginn og styrkinn sem skín í gegnum kommentin og tölurnar á heimsóknarteljaranum....
Ég hef aldrei séð annað eins!
Og um leið er ég svo ánægð að hafa komið þessari sögu hennar á framfæri...en ekki þagað....og látið eins og ekkert hefði í skorist...Helst hefði ég viljað hrópa nafn þessa manns á strætum og torgum...látið allan heiminn vita hver hann er og hvar hann býr..sorinn sjálfur...svona öðrum til varnar...en maður er alltaf að hugsa um aðstandendurna...
Vonandi heyrir hann samt einhversstaðar einhvrn tala um þessa tilteknu bloggfærslu....
Hún sendi honum bréf...þar sem hún tjáði honum upplifun sína og þá hryllilegu vanlíðan sem hann hafði valdið henni...sendi sem ábyrgðarpóst til að tryggja að hann fengi það í hendur...og þrátt fyrir nagandi óttann við símhringingu frá honum var hún mjög stolt af sjálfri sér að hafa sent það....en ekki samþykkt framkomu hans með þögninni....
TIL UMHUGSUNAR....
Í lífi sérhvers manns er margt að gerast
og mikilvægt að nýta sér þann auð.
Ei láta sig að feigðarósi berast
því þannig verður lífsgangan svo snauð.
Hvert atvik sem þú lifir mun þig móta
og orð og gjörðir huga þinn fá fyllt.
Þú getur eignast ævi, grimma ljóta
en einnig bjarta framtíð ef þú vilt
Því skaltu aðeins heyra það sem bætir
en henda því sem skemmir, meiðir þig
Og þó að viðmót einhvers særir, grætir
má nota það til þess að þroska sig.
Reynsla þín er sjóður sem þú safnar
já, verðmæti sem nýtast munu þér.
Ef vandar þig, þú þroskast vel og dafnar
sú ábyrgð öll í þínum höndum er.
BH 2006.
Þúsund milljón þakkir allir saman...og stórt knús til ykkar frá mér og Perlunni minni sem valdi að lifa áfram......
MUNA: Langi þig til að gefa einhverjum góða gjöf veittu þeim athygli og brot af tíma þínum.
Bloggar | Breytt 13.8.2008 kl. 00:22 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (12)
ER HÆGT AÐ FÁ ALLT FYRIR PENINGA????
9.8.2008 | 01:38
Sönn saga úr nútímanum....sem gerðist fyrir alltof stuttu síðan....
Kynni þeirra hófust fyrir átta árum síðan, þau voru bæði að byggja sig upp og bæta heilsuna á til þess gerðum stað og þau náðu vel saman þrátt fyrir mikinn aldursmun.
Þau gátu talað um allt milli himins og jarðar og henni fannst hún geta sagt honum allt. Þetta var vinátta sem var hlý og einlæg og mjög gefandi fyrir báða aðila.
Eftir veruna þarna fóru þau í sitthvora áttina, hann heim á býlið sitt til konu og barna, hún heim til sonar síns og hélt áfram streði einstæðrar móður.
Þau héldu sambandi, áfram á vináttunótunum og það var djúpur og einlægur skilningur sem ríkti í þessari vináttu. Hún taldi sig heppna að geta spjallað við sér eldri og lífsreyndari mann sem átti stundum ráð og var bæði upprörvandi og skemmtilegur í spjallinu.Hún eignaðist mann og fleiri börn og þau fóru stundum í heimsókn til mannsins og fjölskyldu og áttu góðar stundir hjá þessum öðlingi í sveitinni.
Líf hennar var enginn dans á rósum, hún varð að takast á við alls kyns mótlæti eins og gengur, sinna uppeldinu, heimilinu og öllu sem því fylgir.Og hún þurfti að takast á við sjálfa sig og sína kvilla,meðal annars sjúkdóm sem er mikið þunglyndi.
Henni gekk ágætlega að finna taktinn í lífinu eftir að hún hafði farið djúpt niður á botn og það virtist sem lyfin væru að gera sitt gagn.
Hún átti og á enn fullt af góðum vinum og aðstandendum sem hafa alltaf staðið með henni og munu alltaf gera. Og hún gat alltaf bjallað í gamla vininn sem var svo uppörvandi og þægilegur áheyrandi, góður vinur.
Hann hafði samband við hana í vetur og kvaðst langa að hjálpa henni meira, sagðist vera að selja jörð og að hann væri bún að heita á hana...ef jörðin myndi seljast myndi hún ekki þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur meir í þessu lífi.Hún, hógvær eins og alltaf, sagði þetta alveg óþarft, hann þyrfti nú ekkert að gefa henni neitt, hann væri góður vinur og hún væri þakklát fyrir það...en auðvitað var tilhugsunin um að losna við fjárhagsvandann ótrúlega lokkandi og ljúf.En, það hefur aldrei verið hennar stíll að væla eða kvarta, svo hún sagði enn og aftur að hann þyrfti nú ekkert að vera að heita á hana...
Hann hins vegar stóð fastar á því en fótunum, þegar jörðin myndi seljast myndi hann láta hana hafa áheitin og hún myndi algerlega losna við þessar áhyggjur, hún ætti það sannarlega skilið því hún væri algjör perla, sem hún svo sannarlega er. Skínandi og gullfalleg perla.
Hún heyrði frá honum af og til, jörðin seldist, kaupin gengu til baka, hann vonaði að ekki liði langur tími þar til hún myndi seljast aftur og kaupin standa. Loforðið um áheit hans stæði enn eins og stafur á bók.
Hún reyndi að hugsa ekkert um þessa aura, fannst þeir fjarlægir og ekkert erindi eiga til sín, en auðvitað laumuðust draumarnir inn bakdyrameigin... tilhugsunin um að losna við skuldahalann og geta staðið í skilum með allt sitt kítlaði og hún sá fyrir sér betri tíð með blóm í haga....
Og svo kom símtalið...komdu!....jörðin er seld og þú mátt sækja þinn hlut....við skulum ganga frá því strax!
Hún var ekki viss...en fékk alls staðar skilaboð um að taka bara við þessu...hann hefði heitið á hana og hún mætti til að taka við því.Maðurinn vildi henni vel og hún skyldi alls ekki vanmeta það.
Hún var efins...fannst þetta aðeins of gott til að geta verið satt...
Og hún fór...dreif sig í sveitina..svolítið kvíðn...en með væntingarnar í hjartanu...jibbí! þetta var að gerast...þetta var satt....!
Hún var ekki með neina upphæð í hausnum...en vissi að hann hafði fengið nokkra tugi milljóna svo....????
Hann var heima og þau hjónin fögnuðu henni eins og kærri dóttur. Hún var glöð og faðmaði þau að sér eins og henni einni er lagið...til að sýna vináttu sína og trúnað...
Hann bauð henni með sér í bíltúr til að spjalla og hún fór með honum...full eftirvæntingar og gleði.
En þetta var of gott til að geta verið satt...nákvæmlega eins og hún hafði óttast innst inni.
Hann sagðist hafa heitið henni þúsund krónum á milljón...auðreiknað dæmi...ekki sérlega há upphæð...langt frá hennar vonum og væntingum....upphæð sem myndi ekki breyta neinu fyrir hana í raun...En hún bar sig vel og þakkaði honum fyrir...bljúg og brosandi,,,með hjartslátt af vonbrigðum.
Hann fékk hana til að labba með sér upp að útihúsum sem tilheyra sveitinni hans...og gerðist æri nærgöngull....hann vildi sem sagt eitthvað fyrir sinn snúð...Henni dauðbrá..maðurinn var jú á áttræðisaldri og það hafði aldrei hvarflað að henni að hann gæti átt svona hlið...
Hún ýtti honum frá...algerlega eyðilögð og niðurbrotin...og fann reiðina hellast yfir sig...og vonbrigðin...og sársaukann....
Henni fannst hún algjört fíf..hvernig datt henni í hug að einhver kall úti í sveit vildi gefa henni eitthvað.... hvernig datt henni í hug að koma alla þessa leið og halda að þarna væri virkilega manneskja sem vildi henni svona mikið og vel?Hún hafði vitað það innst inni allan tímann að þetta væri of gott til að vera satt..en hún hafði ekki hlustað á sína innri rödd...Hvers vegna hafði hún ekki bara farið eftir innsæinu og látið hann leggja inn á reikninginn hennar ef hann virkilega ætlaði sér að gefa henni einhverja summu....?
Í stað þess að upplifa einlæga gleði og þakklæti var hún komin í þessar ömurlegu og niðurbrjótandi aðstæður...alein og hjálparvana...svo lítil...og ein....
Hann brást ekki vel við...hann hafði haft væntingar um að fá eitthvað frá henni....fjörutíu árum yngri manneskjunni....hann hafði haldið að hún myndi þekkjast hann og hans ógeðslegu væntingar...vitandi um konuna sína inni í bænum og manninn hennar marga kílómetra í burtu....
Hún náði að ýta honum frá og segja honum vilja sinn....hún vildi ekki að hann snerti sig...kyssti og káfaði á henni... og hann....fyrrverandi vinur hennar... var orðinn að hrukkóttu skrímsli....sem lúffaði og sagði henni að koma inn í bíl...konan hans væri með mat fyrir þau...
Hann sagði henni að láta sem ekkert væri....þiggja matinn og halda andlitinu...
Og hún hlýddi....fylgdi honum eins og hundur inn í bæ....þáði mat og reyndi að spjalla glaðlega við bóndakonuna yndislegu sem var bara hlý og nærgætin...eins og alltaf...
En hún grét inni í sér...langaði að öskra og æpa....segja konunni og öllum heiminum hvaða mann eiginmaðurinn hefði að geymna....en hún gerði það ekki.....var bara góða stelpan og lét eins og allt væri í himnalagi....
Hún varð feignari en orð fá lýst að komast burtu frá þessum viðbjóðslega bæ sem hún mun aldrei nokkurn tímann heimsækja aftur....en innra með henni háðu hið góða og illa mikið stríð....loks brast stíflan og hún keyrði grátandi áleiðis heim...
Hún fékk taugaáfall...byrjaði að skjálfa og nötra og var svo lánsöm að komast til elskulegrar frænku sinnar sem tók henni opnum örmum og umvafði hana allri sinni ást og kærleka....talaði uppörvandi til hennar og reyndi að hjálpa henni eftir megni....
Eiginmaðurinn fékk líka áfall...og skildi ekki af hverju hann hafði leyft henni að fara einni í þessa óvissuferð...sem átti jú að verða hennar mesta gæfa....
Hver hefði trúað að málin myndu þróast á þennan veg???
Hún átti erfiða nótt og ennþá verri dag....ömurlegheitin helltust yfir hana og hún sökk beint á bólakaf í þunglyndi...sá enga framtíð...enga birtu....engan tilgang....ekkert ljós...
Hún bara grét og grét og grét...og fannst hún algerlega einskis virði....
Hún sá ekki brosin á andlitum barnanna sinna...ástina í augum eiginmannsins.... kærleikann í kringum sig...sólina á himninum og stjörnurnar sem blikuðu skært í sumarhúminu...hún sá ekkert nema sortann....
Hún ákvað að binda endi á þetta....komast burt frá þessu eymdarlífi og um leið losa heiminn við sig...
Besta mamma í heimi kom og gerði allt sem hún gat til að gera henni lífið bærilegra og betra....og þær ákváðu að hún myndi fara með henni heim þar sem þær gætu talað og grátið saman í næði.....því besta mamma skilur mann best....
Deginum sem hún lagði af stað gleymir hún aldrei...hún var alveg ákveðin.....ætlaði að finna sér stað á bjargbrúninni ofan við bæinn og keyra framaf...með ekkert belti....það hlyti að duga til að losa hana frá þessu helvíti sem heimurinn var þetta augnablik...
Áður en hún lagði af stað kom sonur hennar hlaupandi...með útbreiddan faðm og ætlaði aldrei að hætta að faðma hana...kyssa og segja henni hversu heitt hann elskaði hana.....eitthvað sem hann var ekki vanur að gera...eitthvað sem fékk hjarta hennar til að blæða...eitthvað sem kom hreyfingu á hugsanirnar....og hún yfirgaf heimilið sitt grátandi....
Hún var alveg ákveðin.....skimaði eftir heppilegum stað og ætlaði ekki að snúa aftur....alveg ákveðin...
Í útvarpinu var einhver rödd sem talaði í fjarlægð....um eitthvað sem hún skildi ekki og skynjaði ekki í gegnum hugsanirnar um endalokin...en skyndilega sagði röddin í tækinu: Þú skiptir máli.....
Hún hrökk við....orðin lömuðu hana eitt andartak og skyndilega rofaði til í hausnum á henni...hún sá son sinn fyrir sér ...augun sem tjáðu henni ást sína í fullri einlægni...einlægni barns sem kann ekki að ljúga....kann ekki að vera falskt...þekkir ekki enn heiminn nógu vel til að kunna að látast..... þykjast.... barns sem segir bara það sem er sannleikur...og meinar það sem það segir....frá innstu hjartarótum...hvert einasta orð...
Og hún þakkaði guði i huganum fyrir að hafa komið vitinu fyrir sig....hún fann að hún gat ekki farið...var of mikilvæg til þess að láta einhvern kall úti í sveit hafa svona mikil áhrif á sig....gamlan kallskratta sem hafði ekkert með hennar líf að gera....hún var einum vininum fátækari en heilu lífi ríkari....
Og það var svoooo gott að koma heim......
Vitiði...þetta er ekki skáldskapur...þetta er heilagur sannleikur úr íslenska hversdagslífinu.....og ég bara get ekki annað en grátið af skömm og niðurlægingu fyrir hönd hennar sem fyrir þessu varð...þvílíkur og annar eins viðbjóður...og ég spyr mig: Er hún sú eina...fyrsta...eða eru margar konur þarna úti sem bera ör eftir þennan karlskratta....?
Miðað við að hann segir henni að láta sem ekkert sé gagnvart konu sinni finnst mér eins og þetta sé ekki í fyrsta eða eina skiptið sem hann leikur þennan leik....
Þarna er ljótleikinn í allri sinni mynd...traðkað illilega á tilfinningum og heiðarleika...trúnaðartrausti og einlægri vináttu...
Hvernig á hún að geta treyst fólki eftir þessa reynslu?
Bloggar | Breytt s.d. kl. 01:46 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (19)
...LÍFIÐ.....
7.8.2008 | 15:39
Árla morguns mætir hingað sál ein agnarsmá
með boðskap guðs um gleðina og trú hans manninn á.
Hve dýrmætt þetta augnablik og dagsins besta stund
dásamlegur sannleikur um ykkar fyrsta fund.
Með ástina og kærleikann hún kemur hingað inn
kveikir hjá þér fallegt ljós sem lýsir huga þinn
Þú faðmar þessa litlu sál sem fögnuð með sér ber
fundið hefur aldrei þessa líðan inní þér.
Og litla sálin dafnar vel í lífsins gönguferð
ljúfur engill himni frá af fullkomnustu gerð.
Í augum þínum ekkert barn er fegurra en þitt
ekki síst er nálgast þig með bjarta brosið sitt
Með hverjum degi dýpri verður ást hennar á þér
deilir með þér lífinu, þér gefur allt af sér
Þú fylgist stolt með framförum og segir öllum frá
hve flínk og dugleg daman sé í dótið sitt að ná.
Segir líka nokkur orð, það nálgast kraftaverk
Þú nýtur þess hve hún er falleg, ákveðin og sterk.
Syngur litla lagið sem þú raulaðir í gær
lærði það og allur heimur heyra það nú fær.
Hún skilur fljótt að heimurinn er stærri en hún hélt
frá hundinum í næsta húsi heyrist glaðvært gelt
Fiðrildin í garðinum þau fljúga upp í loft
fuglarnir á trjágreinarnar setjast líka oft.
Að uppgötva og skynja heiminn skemmtun endalaus
skrýtið hvernig vatnið breyttist daginn sem það fraus
sólskinið er heitt og sendir birtu út um allt
á stjörnubjörtu vetrarkvöldi tunglinu er kalt.
Ó hvílík sorg er fugl hún fann sem hreyfðist ekki meir
Hve undarlegt er inní manni þegar eitthvað deyr
En þó að kisa kannski hafi litla fuglinn deytt
Þá var það óvart,litlar kisur skilja ekki neitt.
Lífið æðir áfram, litla stúlkan verður stór
leikur frú í leikriti og syngur með í kór.
Þú full af stolti út í sal með gleðibros á vör
segja vildir heiminum frá hennar frægðarför.
Árin áfram þjóta hjá og allt í einu er
Litla stúlkan fullorðin, að heiman brátt hún fer.
Þú skilur ekki hvernig tíminn tæmdist svona fljótt
og trúir vart að orðið hafir amma nú í nótt.
Í nótt kom lítil sál til jarðar óskaplega smá
með boðskap guðs um gleðina og trú hans manninn á
hve dásamlegt að vita það að drottinn trúir enn
á dýrmætustu sköpun sína, jarðarinnar menn.
BH 2004.
Bloggar | Breytt 9.8.2008 kl. 01:55 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
EIN LÉTT GÁTA.....
6.8.2008 | 23:43
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (11)
....TRÖNUHJALLATÖFFARAR Í TÍUNDA GÍR....
1.8.2008 | 02:19
Sólin sólin sólin....skín og skín og skín...og auðvitað er það bara gaman.....því þannig á einmitt sumarið að vera....bjart...hlýtt og fullt af gleði og ævintýrum....
Vorum að koma úr rosa skemmtilegri ferð sem var farin undir stjórn Didda afa en þó hann sé ekki blóðafi barnanna þá er hann svona teygjuafi og gengst við þeim öllum....finnst krakkar skemmtilegir og gæti örugglega hugsað sér að eiga endalaust mörg barnabörn...á fjögur alvöru og allavega þrjú teygju....bara kúl....
Og hann er alltaf til í tuskið....þekkir landið eins og lúkurnar á sér og það er ævintýri að vera með honum á ferð og flugi....
Brunuðum úr bænum á föstudaginn á fjórum bílum...Molanum.... Diddajeppa... Strumpastrætó og Birninum... og tókum stefnuna á Hvammstanga. Það var mikil umferð í norðurátt en allt gekk þó vel og ökumenn virtust batra salla rólegir.
Þar sem bensínstöðvarnar eru með leiki í gangi stoppuðum við kannski heldur oftar en þurfa þótti...en stimpilleikur er eitthvað sem krakkarnir fíla og þá er það bara í lagi...Olís og N1 fyrir allan peninginn....
Við Baulu sáum við nokkra ferðalanga á leið í Riverrafting...pólverjar ásamt íslenskum fararstjóra sem Diddi afi þekkti náttla....og þeir óku af stað aðeins á undan okkur....en þegar við komum efst í Borgarfjörðinn...í svonefndan Norðurárdal....sáum við að einn af bílunum með pólverjunum hafði farið útaf...endastungist illa og allavega einn maður kastast út....
Þar sem nokkrir bílar á undan stoppuðu og fólk hljóp út til að aðstoða ákváðum við að halda áfram...þrátt fyrir að Magginn sé fyrrverandi slökkviliðsmaður og við bæði með próf í fyrstu hjálp...það er engin ástæða að hópast að svona slysi og gera hinum slösuðu erfiðara fyrir...
Við vonuðum bara að mennirnir væru ekki illa slasaðir og að sjúkrabíll kæmi sem fyrst....
Við mættum honum uppi á háheiðinni...sem og læknabíl.....gott mál... en þarna uppi var hons vegar dimmt og drungalegt...þykk þoka og rigningarúði....og huldufólkið örugglega á ferð.....frekar óþægileg skilyrði....
Stoppuðum á Brú og snæddum síðbúinn kvöldverð og þar var slysið aðal umræðuefni staðarins....
Hrútafjörðurinn skartaði sínu fegursta og var fallegt að keyra í áttina að sólarlaginu....
Komum á Hvammstanga um ellefuleytið og þótti krökkunum staðurinn frekar skrýtinn ..enda var búið að strengja þvottasnúrur á milli stauranna í bænum og hengja fullt af fötum á...en ég giskaði á að það væru þvottadagar á Hvammstanga...einhvers konar hátiíð alla vega...og okkur fannst þetta ferlega krúttað...
Keyrðum gegnum Hvammstanga og út á nesið en þar átti að vera tjaldstæði alveg við sjóinn...voða kósí að sofa við öldugljáfur og sjávarilm....
Hitt var þó verra að það var þoka með ströndinni....ískuldi og rokrassgat sem hífði hvítfyssandi öldurnar hátt á loft....svo við snérum aftur á Hvammstanga og reistum tjöldin...í logni og notalegri golu.....
Nóttin var svo bara nokkuð fín...en það voru svo skrýtin hljóð þarna úti...og ég get svo svarið að ég heyrði í ísbirni...enda við á ísbjarnarslóðum og hver vissi nema blessaður björninn sem aldrei fannst ætti leið um tjaldsvæðið neðan við hlíðina sem hann hefur haldið til í...???
Ég lá í tjaldinu og velti fyrir mér hvernig svona ísbirnir hugsa...og vonaði að þessi blessaði björn væri ekki sérlega hrifinn af fagurbláum tjöldum....og svo var náttla Tanja ljónynja á svæðinu....
Það var ekki leiðinlegt að vakna í glampandi sól um sjöleytið næsta morgun og við ákváðum að halda áfram ferðinni...tókum upp tjöldin eftir morgunmatinn og héldum aftur út á nesið góða....
Stoppuðum við Ánastaðastapa og gengum niður að honum til að taka myndir...en Ánastaðastapi er eins og galdrahattur í laginu...mjög flottur klettur....
Vorum líka að leita að sel en þarna sáust bara endur og sjófuglar....
Næsta stopp var svo á þessu fína tjaldstæði sem við heimsóttum kvöldið áður...en nú var sko komin glampandi sól og hitinn vel yfir tuttugut gráðurnar....
Krakkarnir prófuðu að veiða smá og fékk Kristján júnior tvo fiska....sem hann svo sleppti eftir myndatökur....
Sátum þarna heillengi í sólinni...grilluðum pylsur og nutum þess í botn að vera úti í góða veðrinu...og öllum þessum hita....
Frá þessu nesi horfir maður yfir á strandirnar..og í átt að Hólmavík....
Diddi afi smalaði svo öllum úr sólbaðinu og vildi ólmur halda áfram för...hafði margt að sýna okkur og tíminn því dýrmætur....þessi blessaði tími....
Héldum því áfram út nesið og stoppuðum nokkrum sinnum til að berja augum ýmis náttúruundur.....og seli.....
Eitt það flottasta sem við sáum var Hvítserkur...klettur sem stendur bara einn og sér úti í Húnaflóanum og maður skilur ekki hvernig hann hefur getað haldist uppi í öll þessi ár án þess að falla um koll...því undirstöðurnar virðast ekki sérlega traustar...en flottur er hann....
Og Borgarvirkið...þar sem víkingarnir áttu sér skjól og börðust við óvinina...ógó flott virki og vel hlaðið....bara kúl....
Héldum svo sem leið lá á Blönduós og kældum okkur með ís...og áfram á Sauðárkrók...þar sem við tjölduðum á...að við héldum...eina tjaldsvæði bæjarins...en komumst svo að síðar að annað mun fjölskylduvænna væri ofar í bænum....svo við vorum bara með hinum unglingunum í partýfíling og létum okkur hafa það að hlusta á dynjandi tónlist...píkuskræki...öskur...hrossahlátur og stórkarlaröfl...laaaangt fram á morgun.....jeræt....
Eitthvað hafði okkur nú förlast illa með að blása í blessaða dýnuna okkar því Magginn og ég vöknuðum á loftlausum dýnum með harða jörðina undir okkur og vorum kannski obbolítið stirð svona í morgunsárið...ojojoj...en liðkuðumst nú þegar líða tók á daginn....he he...
Við...morgunhanarnir...átum svo morgunmatinn í þessari fínu þögn meðan nátthrafnarnir hrutu í takt hver við annan...og það var sko ekki slæmt að sitja og hlusta á náttúruna kvaka og slafra í sig góðmetinu....
Tókum svo saman og skelltum okkur í gömlu góðu laugina á Króknum til að skola af okkur mesta skítinn....ferðarykið aðeins farið að angra mannskapinn og því voða gott að skella sér í sund.....
Grettislaug
Næsti áfangastaður var svo Grettislaug og Glerhallavík...
Krökkunum þótti sagan um Gretti sterka Ásmundarson mjög spennandi og fannst ótrúlegt að hann hefði getað synt alla leið til Drangeyjar með eldinn forðum daga....enda langt út í eyjuna og sjórinn örugglega jökulkaldur....
Vorum að spá í að sigla með bóndanum út í eynna en það var allt fullt svo við eigum það bara inni seinna....
Glerhallavík er ótrúlega flott vík þar sem aldan skilar á land geggjuðum steinum...kórölum og kristöllum...hvítum....glærum...grænum..bláum og bleikum....
Steinasjúka ég ætlaði aldrei að fást til að koma þaðan...þvílíki staðurinn...aldan svo róandi...sandurinn heitur af sólinni...rekaviður um alla fjöru og steinarnir...maður minn lifandi og kátur...ég eeeeelska steina.....engla og steina....úffamæ....gæti búið í svona fjöru.....og verið afar hamingjusöm með steinunum...öldunni og englunum mínum öllum....ekki vandamálið....
En liðið var hungrað...svo við neyddumst til að drattast aftur að bænum og grilla hamborgara ofan í gengið okkar....jammí....
Ormagormarnir skelltu sér svo í Grettislaugina...sjóðandi heita og lokkandi...og nutu þess í botn ....enda ekki amalegt að setja sig í spor stórmenna eins og hans Grettis.....wów....
Í Varmahlíð hittum við Rut og Gunna og vildu pjakkarnir þeirra ólmir tjalda með okkur en þau áttu stefnumót við Lísbet og Pétur í Húsafelli...svo við ákváðum að kíkja á þau þangað...næsta dag....ef veðrið yrði skikkanlegt....
Við tímdum hins vegar ekki að fara strax úr hitanum og sólinni í Skagafirðinum og ákváðum að tjalda bara þarna á staðnum...
Kíktum á Steinsstaði og könnuðum aðstæður en fannst betra að vera í Lauftúni og komum okkur vel fyrir á meðan við hlustuðum á lýsingu af leikjum kvöldsins og gátum fagnað FIMM sinnum úti í guðs grænni...því Valsararnir okkar voru í stuði í Grindavíkinni....ó mæ god...fyrsti og eini leikur sumarsins sem við vorum ekki á....eru þetta skilaboð eða??????
Þarna í Lauftúni er heitur pottur og skriðu pjakkarnir ofan í hann á meðan við grilluðum og gerðum klárt í síðbúinn kvöldmat...
Amma Fríða og afi Bjössi skoruðu svo á okkur í krikket og unnu auðvitað...en það var sko allt í lagi...við vorum voða flínk þrátt fyrir litla æfingu og allir kláruðu að lokum....
Diddi afi...
Diddi afi leiðsögumaður kvaddi okkur þarna...búinn með sinn þátt í ferðinni og varð að koma sér heim....þessir blessuðu ellismellir eru svo bissí alltaf....he he...en hann fer sko með okkur vestfirðina næsta sumar...það er á kristaltæru....
Grilluðum svo banana og tróðum súkkulaði og rjóma í þá og slöfruðum í okkur sem nætursnarli...gamli skátamórallinn þarna...en það skondna var að unglingunum þótti þetta ekki sérlega gott...gáfust upp í fyrstu bitum svo við eldra gengið sátum uppi með nammilaðið...úff....frekar þungt í maga svona rétt fyrir svefn...en namminamm samt...slurp og slurp...
Við ætluðum ekki að trúa okkar eigin augum þegar við vöknuðum næsta morgun...sól og meiri sól...hitinn mikill...en rokið alveg að feykja okkur á haf út.....
Ég þurfti að festa tjaldið betur...taka niður skjólveggina sem við höfðum sett upp kvöldið áður og rúlla upp skyggninu á tjaldinu.....
Elnan kom og aðstoðaði mig og svo komu Gumminn og Magginn líka...vorum alveg að fjúka til Reykjavíkur...en samt gátum við legið úti á dýnum í sólbaði þangað til ormagormarnir vöknuðu....
Fyndið...þetta er sko aldurinn...við vorum alltaf fyrst á fætur...við miðaldragengið...en ellismellirnir og unga fólkið svaf langt fram á dag...nema þegar við rifum þau á lappir til að halda áfram ferðinni....
Gullin mín og demantarnir.....
Við tókum saman og fórum að Glaumbæ til að skoða þann forna stað og það þótti okkur öllum verulega skemmtilegt....
Þetta var ríkmannlegur bær til forna...prestsetur....og gaman að skoða alla munina sem þarna eru....
Þrátt fyrir að þarna hafi verið ríkidæmi....löng göng og mörg herbergi.....stór baðstofa og sérherbergi fyrir prestinn og hans frú...þá get ég enn og aftur ekki fullþakkað það að vera tuttugustualdarbarn....
Hugurinn fór á fleygiferð og ímyndunaraflið var alveg að gera útaf við mig...hvernig fólk bjó þarna...hvernig börn...hvernig var móorallinn... lyktin....hljóðin.....bragðið af matnum....????
Leið fólkinu vel...var það ánægt...glatt...hamingjusamt...????
Var mikið spjallað...hlegið...sungið....kveðið....raulað...????
Var komið vel fram við alla...með vinsemd...virðingu...hlýju....væntumþykju????
Var gaman að vera til á þessum tíma????
Ætli margir hafi dáið þarna í þessari baðstofu????
Það var að minnsta kosti mjög þægilegt andrúmsloft þarna og nokkuð gott loft líka þrátt fyrir moldarlykt og rakasagga...en þessum bæ er vel við haldið og greinilegt að þarna er þess vandlega gætt að halda vel utan um og geyma söguna...söguna sem gefur okkur tuttugustualdarbörnunum smá innsýn inn í líf forfeðranna....
Kirkjan er mjög falleg þarna á staðnum og enn í notkun...og kirkjugarðurinn er líka notaður enn þann dag í dag....um það fræddu nokkrar hressar konur okkur...en þær voru þarna samankomnar að snyrta og hirða leiði ættingja sinna þar sem útför aldraðs föður þeirra átti að fara fram næsta dag og því skemmtilegra að hafa hlutina snyrtilega og aðgengilega.....
Eftir að hafa átt góðan tíma þarna í Glaumbæ skelltum við okkur út í sólina og kýldum vambirnar....ótrúlegt hvað maður þarf alltaf að vera að éta í þessum ferðum.....
Ákváðum þarna að fara í Húsafell...þar var líka sól og hiti samkvæmt upplýsingafulltrúum okkar þar og okkar beðið með óþreyju.....
Tengdó ákváðu að kveðja okkur við Baulu...kominn tími á þau að halda heim...en við hin keyrðum áfram í Húsafell....
Það var voða kósí að koma þarna inn í kjarrið í Borgarfirðinum....það er eitthvað svo hlýlegt við það og það minnir mig alltaf á æskuárin....því ég var jú í Borgarfirði á hverju sumri í sumrbústað Samvinnutryggingamanna....Valaskjálf eða Hlíðskjálf...og stundum í Gimli þegar hann bættist við......rétt hjá Bifröst...ohhhh....það var ALLTAF gaman þá.....
Það var frábært veður og við sátum og kjöftuðum langt fram á nótt...
Gönguarpar
Pétur vildi svo ólmur koma okkur af stað í göngu strax næsta morgunn...svona einn til einn og hálfur tími...sagði hann sko....og við trítluðum af stað í hitanum....en það var soldið skýjað og því datt engum í hug að það myndi bresta á með steikjandi sól stuttu síðar...og fötin fengu fljótt að fjúka.....
Gengum að svonefndum Ármótum þar sem Hvítá rennur saman við bergvatnsá sem ég kann ekki að nefna...
Skoðuðum Hundafossana og sátum lengi við ótrúlega flott vatn sem ég veit ekki til að heiti neitt...en það var að minnsta kosti bergvatn og ískalt...krakkarnir þömbuðu endalaust úr því og sátu með tásurnar ofan í.....
Katrínu litlu fannst þó vatnið heldur kalt...maður fær sko hausverk í tærnar af þessu vatni...sagði hún kát....prófiði bara...
Ha ha ha...!!!
Eftir gönguna...sem tók nærri ÞRJÁ tíma....var svo borðað...pakkað og farið í sund....uhmmmm....það var algjör nautn....það var svooooo heitt.....
Á heimleiðinni stoppuðum við í Reykholti til að sýna krökkunum Snorralaug....en þau fengu nú ekki að baða sig í henni....og svo kíktum við á Deildartunguhver....kjömmsuðum á safaríkum tómötum sem þarna voru seldir og önduðum að okkur ilmandi hveralyktinni.....
Ótrúlega magnað svæði og ótrúlega magnað land sem við búum á....
Næst þegar við förum þarna uppeftir ætlum við svo að taka fossana.... Barnafossa...Hraunfossa...Glanna og Paradísarlaut.....og hellana....
Enduðum ferðina góðu í Reykásnum þar sem við grilluðum hamborgara og gengum frá dótinu sem við fáum að geyma þar...og svo var haldið heim í Trönuhjallann...og við erum að tala um hamingjusönustu börn í heimi...þeim finnst svo skemmtilegt að ferðast og vera með okkur.....og guð hvað ég vona að það endist nú bara sem allra lengst....
Ég hef að minnsta kosti ekki ennþá áhyggjur af verslunarmannahelginni...en vona að við getum bara verið í útlöndum með unglingana svona þangað til þau verða nógu þroskuð til að fara ekki bara á hátíðir til að djamma og drepast úti í guðsgrænu.....
Nei...segi bara svona.....
Í gær var svo heitasti dagur þessa árs að ég held....fór í tuttuguuogsjö gráður...og við vorum bókstaflega að kafna....
Kristín varð tólf ára og við fórum með henni í Árbæjarsafnið þar sem við skoðuðum eitthvað af húsunum og sátum svo UNDIR TRJÁNUM Í SKUGGA og borðuðum afmælisköku...snúða og tebollur.....og þömbuðum drykki eins og enginn væri morgundagurinn....
Elstimann nennti þó ekki með...Leó hinn norðlenski í bænum og búinn að bíða eftir að stóri kallinn kæmi í bæinn....og þeir skelltu sér á Batmann í bíó...og skemmtu sér ofurvel....
Miðormurinn fór með Unnari Erni að hoppa í fossinn í Elliðarárdalnum og þeir komu svona rétt til að fá sér í svanginn og heiðra afmælisbarnið en fóru svo aftur að kæla sig þegar þeir voru orðnir saddir....
Ég spurði Miðorminn minn hvað þessir búningar hétu sem konurnar í safninu skörtuðu...he he...og hann hugsaði sig um...sagði svo...þetta eru LANDSBÚNINGAR... hmmmmm???... en Matthildur toppaði hann í þetta sinn því hún sagði...neinei....þessir búningar kallast UPPSTÚF!!!!
Já sæll...síðast þegar ég vissi var það nú sósa......
Magginn og ég fórum svo í göngu í gærkvöldi um hundraðogeinn og hittum að sjálfsögðu eina aðal miðbæjarrottuna...hann litla krúttlega brósa minn...en hann var ásamt fleirum að spila kubb í Hljómskálagarðinum....bara kátur með lífið og tilveruna...enda nýbúinn að gifta fósturdóttur sína...hana Hallgerði...og það var hin flottasta veisla....tóm gleði....
Við röltum meðfram tjörninni í sól og hita....klukkan að ganga ellefu....tókum myndir og fengum okkur svo ís svona til að fullkomna stemmninguna....
Er hægt að hafa það betra?????
Af hverju er ekki alltaf sumar??????
MUNA: Þú getur ekki upplifað sanna gleði með því að hugsa um fortíðina eða framtíðina. Gleðin lifir í núinu.
Knúúús í klessu...allir.....!
Bloggar | Breytt 3.8.2008 kl. 01:11 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)