...ALLT EINS OG BLÓMSTRIÐ EINA OG SANNA....

 

                          

Obbobobbobobbobobb....það er farið að hausta!!!! Sumarið svona um það bil að hverfa út í óendanleikann og haustið að ríða húsum....Samt eigum við nú eftir eina hitabylgju...ekki spurning...og nokkra heita sólardaga...milt haust og fallegt og svo koma jólin.......127...126...125.... 

Og ég er að verða árinu eldri...úffapúff...það gerist í nótt...hviss bamm búmm....og mér er sko alveg sama...því ég er sko ekki árinu eldri en mér finnst....alltaf ung í anda.....na na na bú bú....! 

Ágúst er alltaf flottur...með öllum sínum sjarma...rökkrinu...kertaljósunum.... rómantíkinni og öllum dögunum....afmælisdögum.... verslunarmannadögum... fiskidögum....dönskum dögum....ástarviku....blómstrandi dögum... gleðidögum....menningarnótt....og skóladögum.....

Allt að komast í rútínuna og allir glaðir með það.....

 

 

 

  Trönuhjallatöffarar bara nokkuð brattir þessa dagana...búnir að hafa það ógó gott í fríinu og njóta þess að vera bara svona í óreglunni....sofna seint og vakna snemma...eða sofna snemma og vakna seint.....dagarnir fljóta áfram og það er allt svo slakt og rólegt.....

Meira að segja hundastelpan er að fíla þetta....finnst svooo kósí að hafa krakkapjakkana heima...kúra með þeim eða skreppa út í sólina....bara sæl og sæt.....

Og litlu krúttin mín í Marbakkanum mínum eru að stækka...herregud...allir svo fullorðnir eitthvað...hættir með snuð og sumar bleyjur foknar...og sum kríli klaga mömmur sínar hástöfum...kannski ekki alveg með í ráðum...he he...

Krúttlingarnir að byrja á miðdeildinni og nýjar krúttbombur farnar að banka á.....

Æ...það er bara gott að byrja að vinna aftur....    Við skelltum okkur á Blómstrandi daga....og Húrígúrí var bara nokkuð kjurt á sínum stað þessa helgina....Miðormurinn fór á undan...tók forskot á sæluna og fór á fimmtudag....en Magginn og ég....Elstimann og Minnstan...og Tanja litla hundastelpa.. settumst glöð inn í Raða Molann og drifum okkur af stað.... Ætluðum sko að fara á laugardag þar sem síðasta vika var frekar strembin...fyrsta vinnuvikan og svefninn frekar í minna lagi..allt Kínverjum að kenna.... En....það var pressa..og við ákváðum að hunskast af stað í gleðina.... Ætluðum fyrst að grilla með Lyngholtsgenginu en þar sem tíminn var orðinn nokkuð naumur...ákváðum við að fóðra mannskapinn bara á leiðinni og völdum stað við borgarmörkin....ó mæ god....ekki rómantískasti staður Reykjavíkurborgar...en ágætis fúdd svona þegar maður fékk skammtinn sinn...

Og þá erum við að tala um erfiða fæðingu....

   Ung stúlka...soldið þreytt og soldið úti á túni...bauðst til að taka pöntunina...ekki málið...Okkur fannst þetta ósköp einfalt: EINA FJÖLSKYLDUMÁLTÍÐ...SEM INNIHELDUR FJÓRA HAMBORGARA, FRANSKAR OG TVEGGJA LÍTRA KÓK MÍNUS TÓMATAR Á EINN HAMBORGARA.... Hljómar mjög einfalt og fljótlegt....ætti ekki að vera að flækjast fyrir neinum...En ungfrúin góða var líklega soldið mikið þreytt....Tók sér góðan tíma í að skrifa niður á miðann...eða réttara sagt merkja við hamborgaratilboðið...Sótti svo kókið eftir langa mæðu...setti á borðið...snéri sér svo að kælinum og spurði: Viljiði kók með? Já, svöruðum við bæði og horfðum spurnaraugum til skiptis á stúlkuna og flöskuna á borðinu. Er þetta ekki kókið sem fylgir með? Já, sko...það fylgir hálfslítrakók með...Nú? Er ekki tveggjalítra flaskan innifalin í tilboðinu? Jú...sko...hamborgara...ekki osta...Ó????...en við erum ekki með ostborgara....???? Ha?...stúlkukindin ranghvolfdi augunum og horfði tómlega á okkur...Hún teygði sig í miðann góða....Þið eruð með hamborgaratilboð og kók og einn auka ostborgara með tómötum...Neeeei....bara hamborgaratilboðið með gosinu og einn án tómata... mannstu??? Ha???? Hún horfði hissa á miðann sem hún hafði fyllt út sjálf...Ó...ekki osta? Nei...BARA hamborgaratilboðið skiluru...MEÐ kókinu....og einn á EKKI að vera með tómötum....!Já...sorrý...Hún reif miððann og tók nýjan til að fylla á....Bíddu....ostborgari...NEEEI...BARA venjulegir hamborgarar með ENGUM osti..mannstu...og einn á að vera ÁN tómata.... Já...ókei...það er ekki tómatsósa á þessum borgurum.. WHAT?? Hver var að tala um tómatsósu hérna??? Við settumst niður og horfðum örmagna á staffið hlaupa um með alls konar jukkborgara á diskum...og fólk streyma til baka með vitlausar pantanir...Þetta var mjööög spennandi....Skyndilega stóð náungi við borðsendan....Voruð þið með hamborgara? Já, fjóra...sko... fjölskyldutilboð... Já,, ókei...hér er einn...Hann fór en skildi eftir disk.... með OSTborgara...Ég vappaði með diskinn að dömunni okkar góðu og skilaði OSTborgaranum..ekki rétt pöntun sagði ég þolinmóð og brosti uppörvandi til hennar...Ó??? Hún tók diskinn...labbaði með ískaldann borgarann um salinn en enginn kannaðist við hann...Loks birtist sveit vaskra drengja með fjóra diska....af heitum hamborgurum...Hver þessara er ekki með tómötum...spurði Magginn vingjarnlega? Þeir litu hvor á annan..á diskana og aftur á okkur...Ekkert mál, sagði ég svöng...við finnum út úr því... Fjölskyldan hóf rannsóknarvinnuna og niðurstaðan var sú að þeir voru allir ÁN tómata!!!! !Welll...við nentum ekki að tuða....svöng og til í að komast sem fyrst af stað í sveitina....En á meðan við snæddum þessa svosem ágætu máltíð skemmtum við okkur á kostnað þreyttu stúlkunnar...sem vafraði í hringi með diska....fann ekki eigendur eða var send til baka með vitlausar pantanir...og ég vonaði fyrir hennar hönd að vaktinni hennar færi að ljúka.... 

Máltíðinni lauk að minnsta kosti...og við brenndum yfir heiðina og beint í íþróttahúsið til að taka þátt í skemmtuninni...

 Það voru minningartónleikar um Bergþóru Árnadóttur...ógó flottir...með öllum fínu lögunum og ég sat með gæsahrollinn...enda mikill aðdáandi Vísnavina á mínum Menntaskólaárum.... Þarna var fín stemmning...allir glaðir og til í að hafa gaman... Eftir þessa skemmtun tók önnur við...meistari Meas og Senuþjófarnir...en það var ekki aað gera neitt fyrir okkur...svo við fórum bara heim.... Laugardaguinn var fínn....misstum okkur yfir landsleiknum þar sem strákarnir okkar fóru á kostum og náðu að hemja helv...danina...nei þeir eru ágætir...en það er alltaf svoooo ljúft að þvælast fyrir þeim...best að vinna en næstbest að jafna á síðustu stundu...og stela stigi...na na na bú bú...! Röltum svo í bæinn og fengum ís fyrir peninginn...enda Kjörísdagurinn og þá fá allir eins mikinn ís og þeir geta torgað....Og þarna er ekki bara þessi hefðbundni...heldur alls konar brögð og óbrögð.... 

 

Cocoa puffs....karrý og kókos...pina colada....amaretto... kókosbollu....peru...konfekt...banana...marylandkex...marsipan....og guð má vita hvað þeim datt í hug þarna þessum snillingum í Kjörís....

Þarna var handverksmarkaður...spákona...barnasöngkeppni... boðið upp á salíbunu yfir fossinn...tónleika með Magnanum og Á móti sól...leiktæki og fleira og fleira....og allir virtust hafa gaman af... Við drifum okkur svo heim að grilla og skreyta familíuna því við tilheyrðum bleika hverfinu og áttum að vera í eða með eitthvað bleikt...ekki vandamálið.....einn bleikur dúkur...ein skæri...og málið er leyst.... Bleika hersveitin stormaði svo í Lystigarðinn til að taka þátt í brekkusöng og flugeldasýningu.... Trúbadorinn var soldið ekki búinn að læra lögin....en hann virtist hafa kóperað sönglistann hans Árna Johnsen...og hvað er svosem að því???? Það var ball í íþróttahúsinu með Magnanum góða og hljómsveitinni Á móti sól...og við ætluðum að fara...Byrjuðum smá upphitun í Lyngheiðinni ásamt nokkrum góðum...og vorum svo ferjuð í íþróttahúsið...Sæll....það var röð alla leið til tunglsins og aftur til baka....og hún haggaðist ekki... 

Eftir að hafa staðið þarna um stund ákváðum við bara að finna diska með Magnanum heima og halda bara partý....

   Það var sungið og raulað og djammað og tjúttað eins og enginn væri morgundagurinn....og þegar haninn galaði í þriðja sinn skriðu síðustu en ekki sístu ´þátttakendur  í skúffu og hrutu +i takt....zzzzzzzzzSem betur fer er ég ekki mikið fyrir það að sötra...finnst kókið bara bestast og smá Amarulla....svo það voru engir iðnaðarmenn í mínum haus...en það verður nú ekki sagt um alla á staðnum...og sumir eru eitthvað að spá í að hætta bara þessu bulli og láta bjórinn bara nægja...í takmörkuðu magni... Tjilluðum eitthvað fram á daginn en svo var okkur Völsurum ekki til setunnar boðið...leikur á Hlíðarenda og við voða happý með það...

Eigum við að ræða það eitthvað frekar????

   Fórum grátandi heim í Trönuhjallann að leik loknum...allavega snöktandi...eða með tár í augum og hnút í maga...og ógeð vonsvikin með hetjurnar okkar rauðu...buhu...

En...við erum Valur...frá Hlíðarenda...og við stöndum auðvitað saman í blíðu og stríðu.....eða eins og Púlararnir segja...You never walk alone....

   Obbosí...klukkan orðin afmæli og Magginn og krakkapjakkarnir búnir að syngja afmælissönginn....og gefa mömmunni pakka......snökt snökt...þau eru svo MEGAfrábær..... Minnstan kom með englabox...og las texta...þar sem hún segir að ef mammsan verði leið eigi hun bara að opna boxið...því þó það sýnist tómt...þá er það fullt af ást og kossum....snökt snökt...bara sætt.... Og svo fékk múttukrúttið nýja myndavél....wów...ekkert smá flotta.....Eeeeelska að taka myndir....kúúúl!!!!

Takk fyrir mig elsku krúttin mín bestu...takk og takk og takk...!!!

   Nóttin farin að faðma okkur að sér og tími til að leyfa henni að vagga okkur inn í draumalandið góða.....vinnudagur á morgun og mammsan á að mæta snemma...opna krúttkofann og taka á móti fyrstu gullmolunum sem mæta glaðir og hressir inn í nýjan dag.... 

Eigið bjartan og fallegan nítjánda ágúst!!!

    MUNA: Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki! 

 Lovjú öll!!!!!

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með daginn!

Ljón eru frábær!!

Hrönn Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 08:50

2 identicon

Elsku Begga frænkan mín !!

Innilega til hamingju með daginn

Eigðu yndislegan dag

Knús og kossar frá okkur í Firðinum

Bryndís Frænka (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 09:21

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Skemmtileg færsla

Til hamingju með afmlið Begga mín og eigðu besta dag í heimi

Stórt afmælisknús til þín

Anna Margrét Bragadóttir, 19.8.2008 kl. 10:20

4 identicon

Elsku hjartans Begga mín!

Innilega til hamingju með daginn.  Þú ert yndisleg manneskja og mér finnst mikil forréttindi að vera í sömu fjölskyldu og þú.  Takk fyrir góða helgi elskulegust.

Eigðu svo frábæran dag í sólinni sem færir þér yl.  Knúsaðu afmælisbarn morgundagsins frá mér líka, hún gaf þér einhverja þá fallegustu gjöf sem ég hef heyrt um, ótrúlega einlægt og fallegt hjá henni

Lovjú

P.s.  hvar keyptuð þið þessa hamborgara?  Þetta er einhver kostulegasta afgreiðsla á matsölustað sem ég hef heyrt um!!! BWAHA HA HA HA

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 10:32

5 Smámynd: Dísa Dóra

Innilega til hamingju með afmælið

Gat nú ekki annað en skellihlegið við að lesa um hamborgaraævintýrið ykkar haha

Dísa Dóra, 19.8.2008 kl. 11:51

6 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Grrrrr! Ljónaafmæliskveðjur! Ég á líka afmæli í dag!

Þórdís Guðmundsdóttir, 19.8.2008 kl. 13:57

7 identicon

Begga mín. Hógværðin alveg að fara með þig, ég og krúttmolinn þinn, hann Guðmundur Ingi töluðum lengi við þig í gær og þú sagðir ekki orð um afmælisdaginn þinn uss.....ég get nú alveg tekið þetta á mig líka ætlaði svo að muna eftir honum en man það núna.

Innilega til hamingju með afmælið elsku Begga okkar alltaf jafn flott og alltaf jafn einstök. Klísturskossar frá Ginga þínum og mér .

Kv,

Ingunn og Guðmundur Ingi.

Ingunn og Guðmundur Ingi (IP-tala skráð) 19.8.2008 kl. 14:51

8 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Innilega til hamingju með afmælið skvísa.  Það er víða þreytt afgreiðslufólk þar sem maður kíkir við í dag, en svosem ekkert hægt að gera nema brosa, tekur því varla að fara á límingunni yfir svona hlutum.   Birthday Song 

Ásdís Sigurðardóttir, 19.8.2008 kl. 15:37

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hjartanlega til hamingju með afmælisdaginn, elskulega bloggvinkona. - Vonandi hefur dagurinn verið þér ljúfur og skemmtilegur. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 19.8.2008 kl. 22:00

10 Smámynd: Linda litla

Til hamingju með daginn

Linda litla, 20.8.2008 kl. 00:37

11 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Til hamingju með daginn, ég hélt að ég ætti met í löngum bloggfærslum en þú ert enn betri í því en ég!

Gaman að lesa um þessa yndislegu afmælisgjöf til þín frá börnunum þínum.

kær kveðja erla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 20.8.2008 kl. 19:47

12 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Til hamingju með afmælið í síðustu viku ! 

Ég varð ferlega glöð þegar þið loksins fenguð hamborgarana...   Díííí, ég var farin að halda að þú værir enn að bíða eftir afgreiðslu.

Anna Einarsdóttir, 23.8.2008 kl. 22:54

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband