...HEPPIN AÐ VERA ÍSLENDINGUR...

 

Vá...ég er svo hrærð...er búin að vera hálf snöktandi síðustu daga...vegna nokkurra OFURgaura...sem UNNU silfrið á Ólympíuleikunum í Kína....og um leið HJARTA HEILLAR ÞJÓÐAR....sniff sniff....svoooo stoooolt....og glöð...og þakklát....sniff sniff.....

  

Búin að horfa á alla leikina og finna spennuna magnast og hnútinn í maganum stækka...trúa á þessa gaura....senda ljós og orku á þá og fagna eeeendalaust ....vera svoooo stolt að vera ÍSLENDINGUR....og búa á STÓRASTA landi í heimi.....sniff sniff....

Þegar leikurinn á móti Spánverjum var leikinn kom ekkert annað til greina en að horfa...þó hann væri spilaður í hádegi á föstudegi....isspiss...við settum bara upp sjónvarp í sal leikskólans og poppuðum handa litla fólkinu....settum svo alla fyrir framan imbann og  þau voru alveg að fíla þetta...og kölluðu ÁFRAM ÍSLAND...átu popp og fögnuðu þegar íslensku OFURhetjurnar skoruðu....ólei ólei ólei ólei...!!!

Skildu ekki af hverju SUMT FULLORÐNA FÓLKIÐ VAR AÐ VÆLA...þurrka tár....hslló....þeir UNNU!!!! Af hverju ertu að gráta Begga?????

  

Er það von að börnin spyrji...ekki skil ég af hverju tárakirtlarnir auka alltaf vatnsframleiðsluna hjá mér þegar ég er glöð...og stolt...!!!!

  

Ég held samt að ég sé ekkert sú eina...hmmm???....

Og við stormuðum á Hlíðarenda á sunnudagsmorguninn til að blanda geði og njóta úrslitaleiksins....og BARA þegar Pálmi söng Ísland er land þitt...byrjuðu tárin að trilla niður kinnarnar..og ekki bara á mér..heldur mörgum öðrum þarna í Vodafonehöllinni....Og silfrið varð staðreynd.....GEGGJAÐ FLOTT HJÁ STRÁKUNUM OKKAR!!! Þetta er bara tær snilld...eitthvað sem þessarar aldar börn munu ALDREI gleyma....

Við ERUM BEST...ekki spurning....LANGFLOTTUST...og BEST...Whistling

Mér finnst líka heimspekin sem Óli „bíbb“ notar svo ógó flott....akkúrat eins og ég hugsa...og reyni að lifa eftir....

Reyni að sjá alltaf það góða og jákvæða í öllu og öllum...trúa að það sé eitthvað gott í öllum...trúa að hið ómögulega sé mögulegt og að með bjartsýni, jákvæðni og gleði geti ég sigrast á öllum erfiðleikum sem verða á vegi mínum...það er að segja..líta á vandamál og erfiðleika sem verkefni...sem eru lögð fyrir mig til að þroska mig og hjálpa mér að fá sem mest út úr lífinu mínu.....

  

Og trúið mér...ég veit alveg hvað mótlæti er....

Ég nenni samt ekki að velta mér uppúr vandamálunum...heldur geri mitt besta til að leysa þau....stundum tekst það...stundum ekki....En þannig lærir maður og þroskast...

„Bíbb“ erfitt...en „bíbb“ þess virði...he he...

  

Stundum er maður alveg að gefast upp...en þá neyðist maður til að staldra við og spyrja sig erfiðra og krefjandi spurninga....og niðurstaðan er undantekningalaust sú að maður velur að halda áfram....sjá það jákvæða og trúa að eitthvað betra bíði manns handan hornsins....

  

Þessi dæmisaga hefur verið í uppáhaldi hjá mér í mörg ár...og endurspeiglar í rauninni lífssýn mína fullkomlega....

    

 

HVERN KOSTINN VELUR ÞÚ????

Jón vinur minn er rekstrarstjóri á veitingastað. Hann er alltaf í góðu skapi og hefur alltaf eitthvað jákvætt að segja. Þegar einhver spyr hann hvernig hann hafi það, þá svara hann alltaf, "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar!". Margir þjónar á veitingastöðunum sem hann hefur unnið á, hafa skipt um vinnustað, svo þeir gætu fylgt honum þegar hann hefur skipt um vinnustað. Ástæðan er jákvæða viðmótið hjá Jóni og  hversu hvetjandi hann er alltaf. Ef einhver starfsmaðurinn átti slæman dag, þá var Jón mættur, talandi um hvernig hægt væri að horfa á jákvæðu hliðarnar á málinu. - Ég tók eftir þessu og það vakti forvitni mína, svo einn daginn fór ég til Jóns og spurði hann, "Ég næ þessu ekki, enginn getur verið svona jákvæður,alla daga, öllum stundum. Hvernig ferðu að þessu?" "Sjáðu nú til" svaraði Jón, "á hverjum morgni þegar ég vakna og segi við sjálfan mig, í dag á ég tvo valkosti, ég get valið að vera í góðu skapi, eða ég get valið að vera í vondu skapi. Ég vel alltaf að vera í góðu skapi. Í hvert skipti þegar eitthvað slæmt kemur fyrir, get ég valið að verða fórnarlambið eða ég get valið að læra eitthvað á þessu atviki. Ég vel alltaf að læra eitthvað Í hvert skipti sem einhver kemur til mín kvartandi, get ég valið að samþykkja þeirra kvartanir eða ég get bent á jákvæðu hliðarnar á málinu og lífinu sjálfu. Ég vel alltaf jákvæðu hliðarnar." "Já, en það er nú ekki alltaf auðvelt" mótmælti ég. "Jú það er það" sagði Jón. "Lífið snýst allt um valkosti. Þegar þú ert búinn að sneiða í burtu allan óþarfann, þá eru valkostir í hverri stöðu. Þú velur hvernig þú bregst við  þessari stöðu. Þú velur hvernig aðrir hafa áhfrif á þitt skap. Þú velur að vera í góðu skapi eða vondu skapi. Það er þinn valkosturhvernig þú lifir þínu lífi." Nokkrum árum seinna frétti ég, að Jón hefði af slysni gert nokkuð sem þú átt aldrei að gera í veitingageiranum, hann skildi lagerdyrnar eftir opnar eitt kvöldið og var rændur af þremur vopnuðum mönnum.  Á meðan að hann var að reyna að opna peningaskápinn, skjálfhentur og sveittur runnu hendur  hans af talnalásnum, ræningjana greip skyndireiði og þeir skutu hann. Sem betur fer fannst Jón fljótlega og var strax komið á spítala. Eftir 18 klukkustunda skurðaðgerð og margar vikur í gjörgæslu, var Jón útskrifaður af spítalanum með byssukúlubrot ennþá í líkama hans. Ég hitti Jón um það bil sex mánuðum eftir slysið. Þegar ég spurði hann hvernig hann hefði það, svaraði hann ", "Ef ég hefði það betra, þá væri ég tvíburar ! Viltu sjá örin mín ?" Ég hafði ekki áhuga á því, en spurði hvaða hugsanir hann hefði haft meðan að ránið átti sér stað"."Það fyrsta sem ég hugsaði var að ég hefði átt að læsa lagerdyrunum. "  Svaraði hann. "Síðan eftir þeir skutu mig, á meðan ég lá á gólfinu, mundi ég að ég átti tvo valkosti. Ég gat valið að lifa eða ég gat valið að deyja. Ég valdi að lifa."  "Varstu ekki hræddur ?" spurði ég. Jón hélt áfram "Fólkið í sjúkraliðinu var frábært. Þau sögðu mér aftur og aftur að þetta yrði allt í lagi. En þegar mér var rúllað inná neyðarvaktina og ég sá á svipnum á læknunum oghjúkrunarfólkinu, þá varð ég verulega hræddur. Í augum þeirra las ég. "Þessi er dauðans matur". Þá vissi ég að ég yrði að  gera eitthvað". "Og hvað gerðirðu ?" spurði ég. "Það var þarna stór og mikil hjúkrunarkona  kallandi til mín" sagði hann. "Hún spurði hvort ég hefði ofnæmi fyrir einhverju." "Já, svaraði ég. Læknarnir og hjúkrunarfólkið hættu að vinna, litu upp og biðu eftir framhaldinu". Ég dró djúpt andann og öskraði, 'Byssukúlum !“ Á meðan þau hlógu, sagði ég þeim að 'ég kysi að lifa. gerið þið það að framkvæma aðgerðina eins og ég sé lifandi, en ekki  dauður." Jón lifði þetta af vegna hæfileika læknanna, en líka vegna hans einstaka viðmóts. Ég lærði af honum að á hverjum degi getum við valið að njóta lífsins eða hata það. Það eina sem er raunverulega þitt, sem enginn á að geta stjórnað nema þú, eða tekið frá þér, er þitt viðmót, svo þú skalt fara vel með það og allt annað í lífinu mun verða miklu auðveldara.  

Ótrúlega flott saga og ógó rétt líka....eða...mér finnst það að minnsta kosti...

Og í gleðivímunni er maður bara nett kátur og glaður...lífið að taka á sig þessa hversdagslegu rútínu sem maður vill hafa... vakna... borða... vinna... vera með fjölskyldu og vinum...njóta hvers dags...og sofna sáttur....

 

Ormagormarnir eru komnir á fullt í skólanum...og eru alsælir...finnst þetta bara mega gott og fara full tilhlökkunar inn í veturinn...

ELSTIMANN er orðinn MENNTSKÆLINGUR...er byrjaður í MK...og finnst það GEGGJAÐ...er alveg að fíla þennan skóla og krakkana sem hann er með....og svo er busavígslan í næstu viku...ó mæ god...ég man......

Gamli MK-ingurinn er kominn á kreik....walking memory lane....

  

MIÐORMURINN er kominn í tíunda bekk... og finnst það ekki leiðinlegt....spennandi vetur framundan og svo er hann aftur kominn á fullt í fótboltann...orðinn gjaldgengur Valsari og farinn að keppa með þriðja flokki...mikill sigur fyrir hann!!!

  

MINNSTAN  er líka að fara inn í skemmtilegan vetur...áttundi bekkurinn framundan...fimleikarnir orðnir umsvifameiri og markvissari... og svo FERMIST daman í vor...obbosí....

  

Litlu krílakrúttin mín eru sem sagt orðin stór og nánast fullorðin...sniff sniff...og fyrir það get ég ekki annað en verið óendanlega þakklát...sniff sniff...

Magginn og ég förum svo inn í þennan vetur með bjartsýnina og trúna á að „öll él birti upp um síðir“ að leiðarljósi...það er mjöööög erfitt að vera í okkar sporum...en við erum naglar...stöndum saman... og gefumst ALDREI upp...vonleysi og uppgjöf er ekki til í okkar orðabókum....klárlega bara algjört “bíbb“.... 

Hvað leikskólamál varðar...þá hélt ég að það væri einhves konar kreppa í þjóðfélaginu....og bjóst við að umsóknir um starf í leikskólanum myndu streyma inn...en það er nú ekki alveg svo einfalt...okkur vantar fólk...en erum vissar um að það leysist örugglega  fljótlega.....ekki spurning....  

ORÐ ALDARINNAR: „“Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli: „Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."

EF ÞESSI MAÐUR VERÐUR EKKI KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS..OG HELST LÍKA MAÐUR ÁRSINS...ÞÁ VERÐ ÉG ILLA SVIKIN...HANN Á ÞAÐ KLÁRLEGA MEST SKILIÐ.....án þess að á nokkurn annan sé hallað...ekki misskilja mig...

Ég skora á íþróttafréttamenn og fjölmiðla að stuðla að því að hann verði kjörinn..

 

MUNA: Þegar einar dyr lokast opnast aðrar, en við horfum oft svo lengi og með svo mikilli eftirsjá á dyrnar sem lokuðust að við tökum ekki eftir öllum þeim dyrum sem standa opnar  -

Lovjú til tunglsins..heilan hring í kringum það og aftur til baka....

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Mér finnst Óli æðislegur og allir þessir peyjar reyndar.  Þekki vel til Ásgeirs og Loga, þeir eru bekkjarbærður sonar míns og hef ég þekkt þá síðan þeir voru 6 ára, yndislegir drengir og ég er þvílíkt stolt af þeim.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 27.8.2008 kl. 23:27

2 identicon

Frábær pistill hjá þér  -   takk kærlega 

Edda (IP-tala skráð) 27.8.2008 kl. 23:41

3 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg var ein heima þegar þeir voru að spila við Spánverja,þegar leikurin var búin átti ég alveg erfitt með að halda aftur að tárunum.

Það er búið að vera svo æðislegt að fylgjast með þeim í Kínalandi.

Maður er algjörlega að springa af stolti

Knús knús á þig

Anna Margrét Bragadóttir, 28.8.2008 kl. 00:05

4 Smámynd: Pálína Ásbjörnsdóttir

Vá Begga, æðislegt að lesa þig svona i morgunsárið, algörlega frábært pepp inn í daginn:)   Takk fyrir kærlega.

kveðja, Pálína

Pálína Ásbjörnsdóttir, 28.8.2008 kl. 10:50

5 Smámynd: Dísa Dóra

Mjög svo sönn sagan og segi það með þér að hún er eitt af mínum uppáhöldum. 

Mér finnst Óli líka með mjög svo yndislega lífssýn og frá mínum bæjardyrum séð þá hefur hann mjög svo Búddíska lífssýn.

Dísa Dóra, 28.8.2008 kl. 11:23

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Flott dæmisagan - sönn og vekur mann til umhugsunar. Líka þetta með dyrnar - þetta er líka svo satt.

Takk fyrir góða færslu

Sigrún Óskars, 28.8.2008 kl. 20:50

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Smjúts á þig. 

Anna Einarsdóttir, 28.8.2008 kl. 23:24

8 Smámynd: Linda litla

Þú skrifar alltaf svo fallega og vel. Það er svo gott að lesa bloggið þitt. Varðandi silfrið, strákana og tárin..... ég verð víst að viðurkenna það að ég myndi ALDREI  viðurkenna að ég væri að gráta yfir íþróttum, en gæti ekki þrætt fyrir það ef að einhver sæji til mín hehehhehehe En ég skal sko alveg viðurkenna það að ég fæ svaðalegar GÆSABÓLUR þegar eitthvað er í gangi og meira segja fékk ég gæsabólur við lesturinn á þessari færslu.

Hafðu það gott Begga mín og takk fyrir mig.

Njóttu helgarinnar.

Linda litla, 29.8.2008 kl. 14:15

9 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Takk fyrir þennan pistil.......

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 30.8.2008 kl. 22:56

10 identicon

Hæ frænka.

Flott dæmisaga og gott að hafa hana í huga ekki spurning:) Íslenska handboltaliðið allt saman á að vera "Íþróttamenn ársins"

;)

Gaman að lesa pistlana þína kæra frú Begga.

Ragnhildur Sif Reynisdóttir (IP-tala skráð) 1.9.2008 kl. 23:09

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband