...ÞÚSUND MILLJÓN ÞAKKIR OG ENDALAUST KNÚÚÚS.....

 

                          

              

Þið getið ekki ímyndað ykkur hvað ég er hissa...glöð og óendanlega þakklát fyrir viðbrögðin við‘síðustu bloggfæslu...

Með því að fá svo marga til að lesa og heyra um þennan viðbjóð sem ég sagði frá í síðustu færslu hafið þið gefið henni sem lenti í þessari erfiðu lífsreynslu ótrúlega mikið og hún er endalaust þakklát fyrir stuðninginn og styrkinn sem skín í gegnum kommentin og tölurnar á heimsóknarteljaranum....

Ég hef aldrei séð annað eins!

Og um leið er ég svo ánægð að hafa komið þessari sögu hennar á framfæri...en ekki þagað....og látið eins og ekkert hefði í skorist...Helst hefði ég viljað hrópa nafn þessa manns á strætum og torgum...látið allan heiminn vita hver hann er og hvar hann býr..sorinn sjálfur...svona öðrum til varnar...en maður er alltaf að hugsa um aðstandendurna...

Vonandi heyrir hann samt einhversstaðar einhvrn tala um þessa tilteknu bloggfærslu....

  

Hún sendi honum bréf...þar sem hún tjáði honum upplifun sína og þá hryllilegu vanlíðan sem hann hafði valdið henni...sendi sem ábyrgðarpóst til að tryggja að hann fengi það í hendur...og þrátt fyrir nagandi óttann við símhringingu frá honum var hún mjög stolt af sjálfri sér að hafa sent það....en ekki samþykkt framkomu hans með þögninni....

TIL UMHUGSUNAR....

      

Í lífi sérhvers manns er margt að gerast

og mikilvægt að nýta sér þann auð.
Ei láta sig að feigðarósi berast
því þannig verður lífsgangan svo snauð. 

Hvert atvik sem þú lifir mun þig móta
og orð og gjörðir huga þinn fá fyllt.
Þú getur eignast ævi, grimma ljóta
en einnig bjarta framtíð ef þú vilt 

Því skaltu aðeins heyra það sem bætir
en henda því sem skemmir, meiðir þig
Og þó að viðmót einhvers særir, grætir
má nota það til þess að þroska sig.


Reynsla þín er sjóður sem þú safnar
já, verðmæti sem nýtast munu þér.
Ef vandar þig, þú þroskast vel og dafnar
sú ábyrgð öll í þínum höndum er.

BH 2006. 

                 

 

  Þúsund milljón þakkir allir saman...og stórt knús til ykkar frá mér og Perlunni minni sem valdi að lifa áfram......

MUNA: Langi þig til að gefa einhverjum góða gjöf veittu þeim athygli og brot af tíma þínum.

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Stórt knús til baka. 

Hvenær ætlar þú að gefa út ljóðabók ?  Ljóðin þín eru listaverk kona.

Anna Einarsdóttir, 12.8.2008 kl. 20:15

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott hjá þér Begga mín, þetta var góð hugmynd hjá þér, kær kveðja á þig og vinkonu þína.

Ásdís Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:30

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Knúsaðu hana frá mér og mig langar að ítreka það hvað ég var fegin að hún valdi lífið!

Eru ljóðin eftir þig? Ég fæ gæsahúð af að lesa þau - þau eru svo falleg Ég mundi vilja hafa þau öll í einni bók og geta lesið eitt á dag!

Hrönn Sigurðardóttir, 12.8.2008 kl. 20:46

4 Smámynd: Brattur

... tek undir með þeim hérna að ofan... mikið ferlega gerir þú falleg ljóð...

Brattur, 12.8.2008 kl. 21:47

5 Smámynd: Dísa Dóra

Ljóðin þín eru algjör snilld það er sko svo sannarlega rétt.

Gott að bloggfærslan hjálpaði vinkonu þinni að sjá virkilega skoðanir fólks á svona málum.  Ég segi enn og aftur að hún er hetja fyrir að hafa valið lífið.

Dísa Dóra, 12.8.2008 kl. 21:53

6 Smámynd: Sigrún Óskars

Það er gott hjá þér að koma þessari sögu á framfæri. Stórt knús til baka til þín og hetjunar sem valdi lífið.

Ljóðið er svo fallegt - ættir að setja þetta í bók og leyfa fleirum að njóta en þeirra sem rekast á bloggið þitt. Kærleikskveðja

Sigrún Óskars, 12.8.2008 kl. 22:54

7 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Las söguna,hræðileg lífsreysla,sendi konunni sem lenti í þessu risa knús

Ljóðið er fallegt er sammála hinum þú ættir að gefa út bók,og leyfa fleirum að njóta skrifa þinna.

Hafðu það gott kæra bloggvinkona

Anna Margrét Bragadóttir, 13.8.2008 kl. 09:53

8 Smámynd: Van De Irps

Hellú Beggitan mín.. Þetta var nú meiri sagan.. en gott hjá þér að vekja athygli á henni.. Ljóðið flott eins og allt sem þú ritar niður.. ert svo ÓGEÐklár   Ég er á fullu að koma mér í vinnugírinn.. nýt þess sem eftir er af sumarfríinu í botn en hlakka samt til að hitta ykkur á mánudaginn og sjá garðinn og nottla ykkur

Knús á ykkur og ég bið að heilsa í arbætið

Irps

Van De Irps, 13.8.2008 kl. 11:08

9 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.8.2008 kl. 11:43

10 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Mikið rosalega er þetta fallega ort,  Bergljót, þú er Ljóðskáld,  og það gott ljóðskáld.  - Þakka þér fyrir þetta. - Það er ég viss um að pistillinn þinn og ljóðin þín hafa bjargað fleiri mannslífum en þig grunar. 

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 13.8.2008 kl. 23:56

11 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Yndislegt  ljóð þú greinilega býrð yfir miklum hæfileikum á þessu sviði.

kveðja frá danaveldi

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 15.8.2008 kl. 21:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband