....SUNNUDAGSÓRATORÍA....

        

Það snjóaði snemma það haustið....þurfti ekki einu sinni veturinn til....og það kom öllum á óvart...það átti enginn von á þessu...þrátt fyrir að búa á Íslandi...thí hí...

 Uhmmm...Það er eitthvað svo sjarmerandi við snjóinn...hreinleiki..friður og kyrrð...dempuð hljóð...marr og dásamleg tilfnning um kaldar tásur...rautt nef...loppna putta...rauðan sleða....Rossignolskíði...eftirvæntingu og spennu...gleði og hamingju...ósvikna  tilhlökkun....

Englar í snjónum...norðurljósin dansandi um himininn..skyndilegt stjörnuhrap og heit ósk barns um frið á jörð...burt með stríð..hungur og fátækt...burt með ofbeldi og vont fólk...bara friður á jörð....friður og allir glaðir....

Við fórum á fimmmtudaginn...Magginn og ég...í opnunarboð fyrir fjölskyldu og vini starfsmanna ILVA....og skoðuðum herlegheitin...

Skrýtin tímasetning á opnun nýrrar verslunarmiðstöðvar...Korputorgs....

    

 

Allt í fokki á klakanum...allir up side down út af fjármálarugli og stjórnmálaóreiðu...allir frekar æstir og pirraðir....en svo kemur maður inn í glænýja verslun sem á að opna...og þar ríkir bara eftirvænting og spenna...brosandi andlit allsstaðar...og sama spurningin svífur yfir vötnum...HVERNIG FINNST YKKUR????

Jú jú...flott upp sett verslun með fullt af flottum vörum....sem passa inn á öll heimili í landinu....uppstillingarnar töff og stundum pínu ýktar...og verðmiðarnir frekar „out of it“...allavega á þessum síðustu og verstu....

En auðvitað þurfa hönnuðurnir að lifa...flutningsfyrirtækin þurfa líka sitt og verlunareigendur sitt....svo staffið fái nú útborgað á réttum tíma....vonandi sómasamlega....

Ég sá alveg húsgögn sem ég gæti dílað við...en mig vantar kannski fyrst og fremst að koma mér og mínum undir öruggt þak....og það stefnir ekki í það í bráð....

Trönuhjallatöffararnir verða áfram á sama stað og una því ágætlega...í bili....

  

Freistaðist til að kaupa skálar undir morgunkorn....kerti...blómavasa og serviettur...bara svona pínusmá...til að finna tötsið....en borgaði enga formúu fyrir....

  

Á meðan við spókuðum okkur um nýja verslun...smjöttuðum á franskri súkkulaðiköku... vínarbrauði og konfekti...og svolgruðum í okkur capputino og pepsi....fóru veðurguðirnir hamförum um höfðborgina og uppsveitir hennar.....og jusu snjó yfir allt og alla...svona til að minna á að vetur konungur er ekki langt undan....og til að milda hávaðann á klakanum... dempa lætin í fjármálabröskurunum....og róa örvæntingafullan lýðinn sem veit ekki hvað snýr fram og hvað aftur....

  

Tobbulingur og systirin hennar voru mættar á opnunina...spenntar og lukkulegar...símalausar og allslausar og létu skutla sér aþþí þær laaaangaði í hvítvín og solleis...en það var ekki í boði....svo þær fengu bara far með Magganum og Beggunni á Molanum góða...sem er svo heppilega á heilsársdekkjum....

   

 

Þegar við lögðum í´ann úr sveitinni var eins og við hefðum villst út um vitlausar dyr...fórum inn í þurru köldu veðri...komum út á alvhvíta jörð og snjórinn bókstaflega hrundi úr öllum himnagáttunum....

  

Það ríkti öngþveiti allsstaðar...bílar runnu...spóluðu og rásuðu um veginn...það voru flestir á sumardekkjum...enda ekki kominn tími á naglana...og það voru för upp á eyjur og út af vegum hér og þar...

  

Unglingarnir misstu sig algerlega...snjóboltarnir fuku um allt og það komu allir kaldir og blautir heim í háttinn...búnir að fá dýfu í snjóinn...smá inná sig og ferskar eplakinnarnar voru bara krúttlegastar...hláturinn allsráðandi...allt svooo fyndið....ískalt en bilaðslega fyndið...frostnu tásurnar þiðnuðu í baðkarinu með ói og æji...hlátri og hamslausri kæti...og ég get svarið það...hamingjan flæddi um öll skúmaskotin hérna...þetta var svoooo gaman...!!!

  

Það spillti ekki heldur fyrir að það var starfsdagur í skólanum á föstudaginn...frí á línuna...og Minnstan og Miðormurinn alsæl...gátu sko lúllað leeeengi....

  

Við hin fórum náttla á okkar staði á okkar tíma og það var ekkert að því...

                                   

Krílin í leikskólanum áttu ekki orð...snjór!!!...vááá!!!...úti...sjáðu!!!

  

Það er óborganleg upplifun að fara með lítil kríli út í fyrsta snjóinn...þau muna ekkert frá fyrra ári...eru enn svo lítil og saklaus...og þeim finnst þetta magnað fyrirbæri...kynnast þessu hvíta og kalda á sinn hátt...á þann hátt sem allur þeirra grunnur að lærdómi er lagður...öll þeirra leit að þekkingu hefst...í gegnum munninn...með því að smakka...og þau uppgötva tvennt...annars vegar að snjór er KALDUR og hins vegar að snjór er GÓÐUR!!!

Helgin er búin að vera fín...Magginn í fríi og alles...svo við fórum á stúfana að leita að skóm á liðið...góða og hlýja vetrarskó...eða það héldum við...nema hvað unglingarnir eru ekki alveg á sömu línu og foreldrarnir að þessu sinni...það er ekki INN að vera í KULDASKÓM...sæll....þau sáu bara kúl og töff strigaskó í öllum litum og af öllum gerðum....og Miðormurinn sá eiginlega bara ZOO YORK skó...sem eru INN og ógeð töff...að hans mati..og líklega hundruðum ef ekki þúsundum annarra unglinga...nema hvað verðflokkurinn er frekar í hærri kantinum...eða hvað???

 

Við erum allavegana bara þannig að við „Pöllum“ hlutina á þessum bæ...kaupum bara það sem við getum borgað strax...ekkert verslað upp á krít...og engir yfirdrættir á kortunum okkar...þannig er það nú bara...launin leyfa ekki slíka óráðsíu...

        

 Það er þó skemmst frá því að segja að Elstimann fann skó....bæði í Skór.is  og Hagkaup....alveg nákvæmlega eins...og það munaði fimmkalli á þessum tveimur búðum....Hann var lukkulegur og vígði þessa fínu skó í gærkvöldi...

En dagurinn í dag fer í framhaldsleit fyrir hin tvö...

Þeir funda stíft...peningakallarnir okkar...og stjórnendur litla sæta klakans...sem flýtur stjórnlaus um ólgandi Atlandshafið á meðan....

Spurning hvort þessum háu herrum tekst að bjarga okkur frá þessu slæma strandi...sem allt stefnir í... á sanngjarnan og heiðarlegan máta....

Ég gekk fram hjá þremur bönkum á föstudaginn...Landsbanka...Kaupþingi og Glitni...í Hamraborg...og ég hef ALDREI séð eins mikið af fólki í þessum bönkum....ALDREI.... Og ég er að tala um að ég labba þarna framhjá nánast daglega....

Fólk var svo alvarlegt á svipinn....sumir hvísluðust á á leiðinni í bankann sinn ...en aðrir hröðuðu sér eins og þeir væru að missa af einhverju mikilvægu....Eldri hjón gengu rólega...nærri varlega..arm í arm inn í Landsbankann...og ég fann einhvern veginn mest til með þeim...því þau voru eitthvað svo lítil og hrædd...langaði mest að taka utanum þau og hughreysta...segja að þetta væri nú ekkert svooo slæmt...þó ég viti svosem minnst um það...en þau hefðu þó að minnsta kosti hvort annað ef allt annað færi á versta veg...eða til hans þarna í neðra....sem ég held reyndar að sé ekki til....

 

Kannski er til helvíti....en það er þá bara okkar eigin jörð og okkar eigin gjörðir...sem skapa þetta staðarheiti...okkar eigin samviska...okkar eigin innri rödd...okkar eigin leið til að refsa sjálfum okkur....

Ég vona bara að enginn eigi eftir að bera skarðan hlut frá borði...að minnsta kosti ekki hinn almenni borgari...sem hefur lagt sparifé til hliðar til að tryggja sér þægilegt... áhyggjulaust og ánægjulegt ævikvöld....í trausti þess að bankinn þeirra haldi utan um og gæti þessara aura sem annar myndu hafa nýst í annað....Og ég vona að gömlu hjónin sem ég sá séu núna heima hjá sér...að borða pönnsur og sötra kaffisopa...hætt að hugsa um bankamálin...og allt í himnalagi....

 

Ég hef minni áhyggjur af hluthöfunum...þeir eru örugglega búnir að fá sinn hlut  margfaldan til baka í gegnum tíðina...þeirra auður hefur margfaldast....hratt og örugglega...og þeir fengið að njóta...tapa kannski ekki neinu þegar upp er staðið...ef þetta eru þá ekki bara innistæðulausar tölur á blaði....hvað veit ég????

                     

 

 Jæja...sæll...nú er ég kannski komin alveg að mörkunum....og hætti mér ekki nær brún hengiflugsins...

Vona bara að þessi niðursveifla þroski okkur og geri að betri og glaðari manneskjum....og Ísland að GÓÐASTA landi í heimi...!!!

    

         

ÞESSI SAGA ER TÆR SNILLD:


 
Mamman gekk fram hjá herbergi dóttur sinnar og varð nokkuð undrandi að
sjá að það var búið að búa um rúmið og taka vel til í öllu herberginu.
Hún sá að það var umslag á miðju rúminu og á því stóð: TIL MÖMMU. Mjög
áhyggjufull opnaði hún umslagið og las skjálfhent bréfið sem í því var.

Elsku mamma!

 Það hryggir mig nokkuð að þurfa að segja þér með bréfi þessu að ég er hlaupin að heiman. Ég geri þetta svona til að koma í veg fyrir að þið pabbi reiðist mér. Ég hef að undanförnu fundið sterkar tilfinningar til Ahmeds og hann er svo yndislegur þrátt fyrir öll götin, húðflúrin, skeggið og mótorhjólagallana sína. En það er ekki bara það mamma mín að ég ber svona sterkar tilfinningar til hans því að ég er ólétt og Ahmed segir mér að hann sé svo glaður með það. Hann er
þegar búinn að kaupa hjólhýsi fyrir okkur að búa í og hann er búinn að safna helling af eldivið til að halda á okkur hita í allan vetur. Hann er búinn að segja mér að hann langi til að eignast með mér fullt af börnum og ég er svo innilega sammála honum með það. Ahmed hefur kennt mér það að marijuana gerir engum illt í raun og veru og ætlar hann að rækta nóg af því fyrir okkur þannig að við munum eiga nóg af því afgangs til að skipta á því og kókaíni og E-töflum handa okkur báðum. En ég vona líka að vísindamenn finni fljótlega lækningu á AIDS svo að Ahmed mínum batni, hann á það svo skilið!! En ég bið þig að hafa ekki áhyggjur mamma mín því að ég er nú orðin 15 ára og kann alveg að sjá um mig sjálfa. Þar að auki er Ahmed orðinn orðinn þrítugur þannig að hann veit vel hvað hann er að gera. Einhvern daginn ætla ég svo að koma í heimsókn svo að þú getir hitt öll barnabörnin þín.
  Þín dóttir Guðrún.
 

PS: Mamma, ekkert að ofansögðu er satt. Ég er í heimsókn hjá Siggu Dóru vinkonu í næsta húsi. Mig langaði bara að láta þig vita að það er margt verra í
heiminum en einkunnaspjaldið mitt sem er í efstu skrifborðskúffunni. Ég
elska þig.
Láttu mig vita þegar það er óhætt fyrir mig að koma heim....
 He he he.....!!!

  

Og smá hugleiðing....:

  

ELÍFÐARHAMINGJA:

 

Þegar ég var yngri, vóg ég nokkrum kílóum minna. Ég þurfti aldrei að halda maganum inni þegar ég fór í þröngan kjól.

 En nú, þegar ég er orðin eldri, hefur líkami minn brotist til frelsis. Og um þann hluta hans sem einu sinni var mitti, eru þægileg teygjanleg efni.  

Ítölsku skórnir þurfa að vera tveim númerum stærri en áður, ef ég kem þá fótunum yfirleitt í þá, og skrefbótin á sokkabuxunum sígur allt of oft niður undir hné.

 En ég hef einnig lært að það skiptir engu máli hvað gerist, eða hversu Dimmt virðist yfir öllu í dag. Lífið heldur áfram og á morgun kemur betri dagur.  

Ég hef lært, að það segir mikið til um manneskjuna hvernig hún bregst við þessum þremur hlutum 1. Rigningardegi 2. Týndum farangri 3. Flæktu jólatrésskrauti 

 Ég hef lært, að óháð því hvernig samband okkar er við foreldra okkar, Komum við til með að sakna þeirra, þegar þau eru horfin á braut.  

Ég hef lært, að það að verða sér úti um peninga og hluti, er ekki það sama og að skapa sér líf.  

Ég hef lært, að af og til býður lífið okkur upp á annað tækifæri.  

Ég hef lært, að maður getur ekki farið í gegnum lífið með hornabolta-hanska á báðum höndum. Öðru hvoru verður maður líka að gefa boltann til baka.  

Ég hef lært, að þegar ég ákveð eitthvað beint út frá hjartanu, þá hef ég yfirleitt hitt á hina einu réttu ákvörðun.  

Ég hef lært, að þó að ég sé sár, þurfi ég ekki að særa aðra.  

Ég hef lært, að á hverjum degi eigi maður að rétta öðrum höndina. Allir þurfa hlýjar hugsanir og vinalegt klapp á axlirnar.  

Ég hef lært, að ég er alltaf að læra eitthvað nýtt.  

Ég hef lært, að það sem þú segir og gerir vill gleymast, en fólk gleymir ekki hvernig þú lætur því líða.  

Sendu þessa orðsendingu til að minnsta kosti fimm frábærra kvenna í dag og eitthvað gott verður á vegi þínum... Þú hefur í það minnsta sagt öðrum konum að þér finnst þær frábærar, og kannski færðu þær til að brosa.

En ef þú ekki gerir þetta... þá bilar rennilásinn og sokkabuxurnar rúlla niður á hæla, þangað sem ítölsku skórnir meiða þig...!

 

Thí hí hí...!!!

        

         

 Sunnudagskvöld....búið að finna skó á alla ormagormana og allir voða happy...Kringluferðin ágætlega heppnuð og þrátt fyrir allt urðu brettaskór og gullbomsur það sem small og málið því algerlega dautt....

 

Arnan kíkti inn með tvíburakrúttin okkar krúttlegu og það var svoooo gaman að sjá þau öll...knúsa og kreista....

 

Ásta og Jenni kíktu lika við ásamt Adami Inga og horfðu meðal annars á Dagvaktina með okkur...og við gjörsamlega grenjuðum hérna...þvílíki fyndni þátturinn...þvílíka dramatíkin...ha ha ha!!!Ég er enn með tárin í augunum...já...ég grenja nebbla úr hlátri líka sko....algjör grenjari...og það þarf svosem ekki mikið til...en þessi þáttur var tær snilld...sveppirnir algerlega útfrílaðir og liðið ekkert smá klikkað...viltu sultu????.Ó mæ god!!!!

Ég brjálast!!!

Jæja elskurnar mínar allar...stórar og smáar...farið inn í vikuna með bros á vör og gleði í hjarta og við trúum því að allt þetta klandur og klúður sem litaði síðustu viku verði lagfært í þessari sem nú heilsar...ekki spurning!!!

Og svo bara Palla hlutina...eiga fyrir þeim skiljiði!!! Nýr lífsstíll sem ekki er erfitt að tileinka sér....koma svo...!!!

  

MUNA: Verkefnið verður að fjalli þegar þú hefur það fyrir framan þig í heilu lagi. Ef þú brýtur það niður í smærri einingar, sem auðveldara er að ráða við, verður miklu léttara að ljúka því og láta það ekki dragast....

 Elskjú!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Hæ hæ elsku Begga okkar.

Það á nú bara að vera skylda að lesa bloggið þitt sérstaklega á þessum síðstu og verstu tímum. Fer inn í vikuna full bjartstýni um að nú fari hlutirnir að snúast við á þessu skeri. Kossar og knús til hennar Beggu okkar, hlökkum til að sjá ykkur eftir viku.

Kv,

Ingunn og Gingi.

Ingunn og Guðmundur Ingi (IP-tala skráð) 5.10.2008 kl. 23:43

2 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

....takk fyrir mig, ljúft að lesa þig fyrir nóttina

Sigrún Jónsdóttir, 6.10.2008 kl. 00:12

3 Smámynd: Steingrímur Helgason

Þetta var skemmtilestur, takk.

Steingrímur Helgason, 6.10.2008 kl. 00:20

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Þú ert helt frábær

Hrönn Sigurðardóttir, 6.10.2008 kl. 08:30

5 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og yndislegar ljúfar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 6.10.2008 kl. 19:06

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband