...SOLDIÐ DJÚP....

            

Það er alveg með ólíkindum hvað það getur rignt endalaust á klakanum þessa annars ágætu haustdaga sem hafa heilsað okkur þetta árið...

  

Mér finnst eins pg það ahfi rignt í meira en mánuð...kannski ekki alveg hvern dag...en nánast sundurlaust að kalla....og mér finnst það frekar þreytandi.

  

Í mínum huga á haustið að vera ferskt...svolítið kalt...þurrt og hressandi...þannig að mann laaaangi út í göngutúr...til að upplifa alla fegurðina...litbrigði náttúrunnar...ferskleikann og lyktina sem er svo ótrúlega sértök og yndisleg....

  

En það er alltaf rigning....bleyta og slagveður...

                        

Reyndar er mjög gaman að leika úti í rigningu...sulla...drullumalla og búa til fossa...vötn og læki....gera stíflur og fara í sturtu undir ónýtum þakrennum...verða blautur og kaldur og þegar maður hefur fengið nóg...fara inn...í þurr föt...fá heitt kakó og kringlur....og verða hlýtt aftur....

En...það eru nú takmörk fyrir öllu...

Þegar ég labba heim verð ég rennandi hundblaut og það sullar og bullar í skónum mínum...og það er ekki sérlega skemmtilegt ALLA daga...þó það sé fyndið svona einn og einn dag...

 

Og krakkapjakkarnir líka...sískiptandi um föt og skó...því það er ekki INN að vera í stígvélum sko...allavega ekki hjá unglingsstrákum með dífæ og læti....

  

Og á vellinum...var maður blautur og niðurrigndur...reynandi að hrópa hvatningarorð til sinna manna...sem spóla í blautu grasinu...detta...og eiga erfitt með að fóta sig almennilega....

Leiktíðin er liðin...og þrátt fyrir miklar og stórar væntingar varð ekki allt eins og maður hefði kosið...en það voru líka ansi margir þætir sem komu þar við sögu...sem ég ætla ekki að þreyta neinn á hér...

 

Mínir menn enduðu sumarið í fimmta sæti...grátlegt..en blaáköld staðreynd...óásættanlegt...en ekkert sem hægt er að breyta héðan af...

.  

En ég finn samt meira til með Keflvíkingunum...sem voru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar...en misstu af titlinum á síðasta augnablikinu....aumingjans kallarnir...

Þið...krúttin mín í Mafíunni...sæta sys og fjölskylda...erfitt að segja það...en TIL HAMINGJU með þennan snilldarárangur ykkar...áttuð þetta skilið...enda lokaspretturinn ótrúlegur...Getum við ekki bara gert díl?...þið núna..við næst..við svo..við aftur ..???

Múhaha....

                        

Nú er Númakrúttið mitt voða ánægt og glatt....enda kemur ekkert til greina hjá þessum snillingi annað en að VINNA BIKAR....

 

Verð að segja smá sögu af þessum litls snillingi...sem er bara þriggja ára...en samt farinn að æfa á fullu með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar....

Hann var beðinn að koma og leiða FH-ing inn á völlinn þegar þeir léku gegn Aston Villa á Laugardalsvelli fyrr í haust...og hann horfði stórum augum á mömmu sína...spurði: Ha?...akkuru þarf að leiða þá???...vita þeir ekki hvert þeir eiga að fara eða hvað????

He he...bara flottastur!!

                       

  

Ég er annars búin að vera svoooo mikið að hugsa og pæla....soldið djúp á þessum síðustu og verstu....

  

En ég er svooo mikið að spá í þetta dæmi...HVER ER ÉG...HVERS VEGNA ER ÉG HÉR...HVER ER TILGANGURINN MEÐ MÉR HÉR...OG HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ VERA AÐ LÆRA HÉRNA Í ÞESSU LÍFI...???

  

Ég er þeirrar trúar að við deyjum í rauninni aldrei...heldur flytjumst bara á milli lífa...þegar við erum búin að klára það sem við lögðum upp með í einu lífi..þá förum við héðan...með reynsluna og þekkinguna sem við vorum að nema ... til að geta nýtt okkur í því næsta...

Ég trúi því að við eigum öll fjöldamörg líf að baki...og örugglega ágætis slatta eftir...

Og við veljum okkur líf...tímann...staðinn...verkefnið...hlutverkið....

  

„Verkefni okkar er að læra, að nálgast guðdóminn gegnum þekkingu. Við vitum svo lítið.Með þekkingunni nálgumst við Guð og svo getum við hvílst. Svo komum við til baka og hjálpum öðrum...“ (Brian L.Weiss.)

Ég held að ég sé að læra þolinmæði og jákvæðni í þessu lífi.

Ég tel mig þó mjög þolinmóða og jákvæða manneskju að eðlisfari...en auðvitað á ég óþolinmæði og neikvæðni til...sérstaklega gagnvart þessum dauðu...ómerkilegu hlutum...sem skipta samt svo déskoti miklu máli í daglega lífinu...

Ég hef litla þolinmæði gagnvart peningum og svoleiðis leiðinlegheitum...vil bara eiga fyrir hlutunum...borga þá og eiga svo afgang til að brauðfæra börnin mín...

Mér finnst bara að hlutirnir eigi að smella...áreynslulaust...en það eru þeir svo sannarlega ekki að gera...

Og ég hef litla þolinmæði gagnvart heimskulegum hlutum eins og ofbeldi... misnotkun...valdagræðgi og lygum hægri vinstri...

Skil ekki af hverju við lærum aldrei neitt af sjálfum okkur og því vonda og ljóta sem við erum búin að vera að gera líf eftir líf eftir líf....(he he..ég á ljóð um þetta...) 

  

Ég er ekki upptekin af lífsgæðakapphlaupinu sem slíku....mér er alveg sama þó ég eigi ekki mikið af flottum eða dýrum hlutum...þeir nýtast mér hvort sem er ekki þegar ég fer héðan....

                       

 

Maggin og ég höfum stundum verið að hlæja og gera grín að því að við erum hálfgerðir Góðir hirðar...enda höfum við erft þá hluti sem hiinir í familíunni eru hættir að nota...en það hefur sannarlega komið sér vel...og við erum bara nokkuð sátt....

  

Kannski finnst einhverjunm við metnaðarlítil???...þá það...

  

Hins vegar mættu hlutirnir stundum vera aðeins einfaldari og auðveldari...svona ef einhver spyr mig...svo við gætum kannski slakað aðeins á og hnútarnir í magaræflunum okkar leystst upp...

Mér finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera búin að læra eitthvað sem ég er greinilega ekki að ná að gera...og þess vegna sé sífelld endurtekning á hinum ýmsustu óförum og óvæntu uppákomum í mínu lífi...en HVAÐ það er...er mér hulin ráðgáta...

 

Það er einhvern veginn sama hvernig við reynum að forðast það að lenda í þessum gildrum...við erum alltaf að flækjast einhvern veginn í þeim...

  Við reynum að vera jákvæð og bjartsýn...skilja tilgang hvers hlutar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir...gera gott úr öllu og taka á því sem okkur ber að taka á...

Horfa fram á við...Hakuna Matata....

                  

Svo koma alveg tímabil sem maður er ansi góður í að gera lítið úr sjálfum sér...missir einhvern veginn fótfestuna smástund...brýtur sig niður og sér ekkert jákvætt eða gleðilegt við sig....eða hlutina það augnablikið....

Það er svosem líka á slíkum stundum sem tárin trilla niður kinnarnar og maður sér einhvern veginn ekki alveg fyrir endann....

Samt er það svolítið merkilegt að við erum aldrei leið eða niðurbrotin bæði í einu...þegar annað er dapurt og svartsýnt er hitt okkar jákvætt og bjartsýnt...og getur styrkt og huggað...bent á það góða í lífinu og gert hlutina miklu fallegri en þeir eru þá stundina...

Þetta er náttla bara bestast....

 

Og það líður aldrei langur tími þar til við erum bæði farin að skellihlæja og sjá dapurleikann og erfiðleikana á fyndinn hátt.....

  

Herra Bækli vill til dæmis krukka í öxlina á Magganum...þar sem sinar og taugar hafa klemmst og gróið inn í vöðva þegar hann datt og braut á sér olnbogann þarna í flutningunum forðum daga....og Magganum óar við að fara í áttunda sinn í svæfingu...munandi alltof vel vanlíðanina sem þessu brölti fylgir og baslið í kringum þetta allt....verkir...skortur á hreyfigetu og það að vera frá vinnu...enn einu sinni...

  

Ég á að fara í smá viðhaldsaðgerð þar sem æðarnar í fótunum á mér eru ekki til friðs...og við vorum að grínast með að gera þetta kannski bara á sama tíma svo við hefðum félagsskap hvort af öðru ..gætum spilað eða eitthvað...he he...tveir BÆKLINGAR...saman...

  

Það verður þó ekki þar sem Magginn ætlar nú ekki út í þennan bissniss fyrr en jólavertíðinni góðu lýkur....enda nauðsynlegt að hafa alla starfsmenn klára í það fjör....og ég ætla að drífa mig svo ég verði komin á gott skrið þegar jólaundirbúningurinn hefat...því ég eeeelska jólin!!!

Húsnæðismálin eru svo einn hausverkur...enda krónan í frjálsu falli og allt að far til andsk....En við verðum þó Trönuhjallatöffarar fram á vor að minnsta kosti...

Vonandi verða þá launahækkanirnar orðnar verulegar...krónan orðin öflug og sterk og bankarnir tilbúnir að lána aurana „sína“....

                    

  En...hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman???? Hvað er ég eiginlega búin að afreka eða á eftir að afreka í lífsins skóla sem nýtist mér áfram....hefur þroskað mig og getur fylgt mér inn í  næsta líf????

Tjah...þegar stórt er spurt...

  „Þolinmæði og rétt tímasetning....allt kemur sem á að koma. Það er ekki hægt að flýta lífi, það er ekki hægt að reka líf eftir stundaskrá eins og svo margt fólk vill. Við verðum að taka á móti því sem til okkar kemur á hverjum tíma og biðja ekki um neitt annað. En lífið er endalaust og því deyjum við aldrei, við fæddumst aldrei í raun og veru. Við göngum aðeins í gegnum mismunandi stig.Það er enginn endir. Mannverur búa yfir mörgum víddum. En tíminn er ekki eins og við sjáum hann. Tíminn er fremur þær lexíur sem lærast.“ (Brian L.Weiss.)  

 

Aðeins of djúp????

  

Well..svona er ég bara ...það er bara ekkert flóknara en það...

Og nú er ný vika hafin...með rigningarsudda og pollum hér og þar...allsstaðar...En ég hef á tilfinningunni að hún verði góð...ekki spurning....Hugsa bara eins og Bubbinn....og þakka fyrir það á morgnana að maður er hvorki geðveikur né dauður....   

                                      


AÐ VAKNA AÐ MORGNI.... 



Ég hef stundum hugleitt hve heppin ég er


að vakna hvern einasta dag.


Svo eldhress og stálslegin frammúr ég fer


og uni því vel mínum hag. 

 



Það er ekki gefið að heilsan sé góð


þó oftast það daglegt sé brauð.


Við ættum að þakka í sál okkar hljóð


að við hvork´erum  geðveik né dauð!.  

 

BH 2006.

                       

 

 

MUNA: Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki. Mistök eru tækifæri til að byrja uppá nýtt, á skynsamari hátt.        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Frábærar hugleiðingar, settar fram af frábærum penna

Sigrún Jónsdóttir, 29.9.2008 kl. 00:49

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér Begga! Góður pistill!!

Hrönn Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 08:28

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 29.9.2008 kl. 09:21

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þú ert frábær ekki spurning. Léttir lund og gleður geð. Hafðu það sem allra best í dag og ávallt mín kæra.

Ásdís Sigurðardóttir, 29.9.2008 kl. 11:47

5 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þú ert yndislegur penni, það er svo gaman að lesa bloggið þitt.

Kærleiks kveðjur

Vibba

Vilborg Auðuns, 29.9.2008 kl. 19:10

6 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

alltaf gaman að lesa hugrenningar þínar.... hvort sem þær eru djúpar eða ekki.....

Fanney Björg Karlsdóttir, 29.9.2008 kl. 20:04

7 identicon

Ekki get ég sagt þér hvað það er sem þið eigið að vera að læra af þessum hremmingum öllum. En það veit ég að sterkara og jákvæðara fólk er vandfundið. Bið Guð um að vaka yfir ykkur Begga mín.

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 29.9.2008 kl. 22:51

8 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Gott að lesa það sem þú skrifar,maður er alltaf ríkari eftir að hafa lesið bloggið þitt.

Eigðu góða viku þú frábæra kona

Anna Margrét Bragadóttir, 30.9.2008 kl. 11:05

9 identicon

Alltaf gaman að lesa bloggin þín elsku frænka

Takk æðislega fyrir upptökuna .. Númi er svooo stolltur þegar hann horfir á þetta

Knús & kossar til þín

 Bryndís & Númi

Bryndís Frænka (IP-tala skráð) 30.9.2008 kl. 16:56

10 identicon

Elskulega vinkona orðanna, vinkona góða veðursins og  íspinnaáts í sólskini, þar sem heldri manna dætur dilla sér í þar til gerðum rólum í garðinum, svífa dreymnum augum yfir gesti og gangandi og bíða þess eins að upp hefjist raust ljóshærðu ljóðakonunnar miklu  úr vesturbænum í Kópavogi þar sem kvöldin voru löng og köld nema ef hoppað var í teygjutvist í grasinu.

Munið þið öskuhaugana í vestri? Hvað maður gat fundið þar heilu fjársjóðina, hringa merkta sigurjóni að eilífu og guðlaugu með skartið sitt alt út skorið í víkingamyndum eftir erinhvern alkóhólista.Þar var sungið! Og boðið upp á hundasúrur!

Nú verður ekki meira flutt úr dánarbúi tímans, fylgist frekar með næsta þætti þegar Camelot kemur og biðst til að laga hús ljóðakonunnar sem þá hropar upp yfir sig í brennheitri þrá og biður okkur að gleyma ekki hver þar se sem stöðvaði fallvötnin á heiðinni, hvar ljúfur lækjarkliður náði hlustum senditíka njósnadeildarinnar. Og var þá ekki ljúfan góða úr vesturbænum mætt upp á steininn og  horfði á fegurð himinsins og hóf söng sinn svo fagurlega sem væru þar þrír gullslengir fiskar sem syntu gegnum tímann,hnarreistir og svipdillandi eins og þeir vildu kanna til hlítar alla goða hylji til að hrygna í, til að syngja í, til að veita í.

Allt um það,  söngurinn má aldrei hljóðna. Hann er eins og eldurinn sem við geymum áfram, árhundruð eftir árhundruð.  Og það er eldur í jörðu. Og jörðin mun veita okkur kraft. Eldlegan kraft til að skilja. Spurðu bara þann sem safnar fuglasögnum. Ég gerði það og nú leita ég söng milli trjánna og veiði hann í litla nær ósýnilega netið mitt.

Mín ljósfagra dís, söngadísin í vestrinu. Hér læddist bara um götur gomul kerling með gigt og gláku og svefnpillu og vonar að þér gangi allt að sólu. Hana langar að hitta þig einhvern daginn egar vel viðrar til söngs og  kraftgefandi samtala.

Gala (IP-tala skráð) 1.10.2008 kl. 01:41

11 Smámynd: Linda litla

Frábær færsla, þú ert snilldarpenni.

Bestu kveðjur til þín.

Linda litla, 1.10.2008 kl. 23:18

12 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Takk...takk... takk...! Ótrúlega gaman og gefandi að fá alltaf svona falleg og jákvæð komment!!!Þið eruð öll frábær!!!

Ég er nett forvitin...hver ertu Gala???? Þegar ég klikka á þig kemur upp Glitnir????What??? Ef þú þekkir mig þá veistu að ég verð friðlaus þar til ég kemst að hinu sanna....!!!!Nennirðu að segja mér HVER þú ert krúttið mitt????

Bergljót Hreinsdóttir, 1.10.2008 kl. 23:56

13 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Frábær pistill og pælingar ef þú finnur út úr þessu með tilganginn, viltu þá láta mig vita

Hakuna matata

Ragnhildur Jónsdóttir, 3.10.2008 kl. 17:24

14 identicon

Æ, þetta var bara ég, hún Galverður, kæra Begga mín... yfir sig syfjuð og beið eftir að svefnpillan tæki að virka...

Gala (IP-tala skráð) 3.10.2008 kl. 21:49

15 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Elska Galverðu rmín!

Mikið er ég óendanlega glöð að heyra frá þér, hef saknað þín mikið og vonast eftir að heyra frá þér...kastaníubrúnhærða kona...úr Kastala Vestursins....

Vona að svefnpillan hafi gert sitt gagn...en að þú sért nú glaðvakandi og glöð og kannski tilbúin að taka upp tólið ellegar nýta þér enn nýrri tækni... tölvupóstinn...eða msn... 

Þá gætum við sannlega hafið upp raust og sungið saman ella spjallað eins og hér áður fyrr með appelsíni og súkkulaðirúsínum...og krufið málin sem enginn væri morgundagurinn....

Bergljót Hreinsdóttir, 3.10.2008 kl. 23:43

16 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Sæl það er hollt og gott að lesa það sem þú skrifar, eins og einn góður sálfræðitími!

kveðja frá danaveldi

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 5.10.2008 kl. 20:36

17 Smámynd: Sigrún Óskars

Ljóðið er frábært og góður pistill - takk

Sigrún Óskars, 5.10.2008 kl. 22:12

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband