...HRAKFALLABÁLKAR.IS....BARA GÓÐIR Í SUMARLOK...

 

Ó þú dýrmæti tími...hvert ertu að æða??? Það verða komin jól áður en maður veit af!!! Kannski eins gott að setja bara upp skrautið núna svo það verði örugglega búið að hanga aðeins áður en jólin eru öll!!!! 

Sumarið senn á enda og hversdagsrútínan hafin á nýjan leik...og allir bara mjög sáttir.

 Hrakfallasumarið mikla liðið og familían farin að hlæja að öllu saman...enda svosem ekki annað hægt! Og ekki eins og við séum ekki búin að liggja í kasti...Ó mæ gooood!!! Ég á eftir að ljúka ferðasögunni...en sem betur fer er síðasti hlutinn ekki eins krassandi...enda kominn tími á að við fengjum smá breik...en bara smá!!! Síðasta frívika Maggans var nýtt til að slaka á í Akurgerði í Ölfusi... hmm...kannski ekki alveg til að slaka á...en allavega...breyta um umhverfi.... 

 

 

Vorum reyndar bara fjögur fyrsta sólarhringinn...Elstimann og Kærastan hans fóru norður á Mærudaga og voru hjá hennar fólki þá viku.

 

Við hin stormuðum í bústaðinn...með fullan bíl af þægindum... og góðum fyrirheitum....

 

Það var samt aðeins að trufla mig að jarðskjálftaspáin vofði yfir og ég var ekki alveg róleg...fannst eins og ég hefði átt að hlusta betur...en ekki vera svona hipp og kúl og þykjast ekki láta hana hafa áhrif....því mér var sko langt í frá sama...

 

 

Stoppaði meira að segja í VeraHvegi og keypti Vikuna....til að lesa þetta ein og sjálf...og hún var meira að segja uppselt í Mærunni...en fékkst á N1.

 

Gaurinn sem var að afgreiða í Mærunni hló þegar ég spurði um blaðið... fannst ég nett galin...eins og reyndar þorri íbúa bæjarins....fannst þetta bara rugl og ekkert til að vera að stressa sig yfir...hann hefði sko ekki verið hræddur í stóra skjálftanum...OFURgaurinn...

 

Ég drakk í mig greinina um jarðskjálftann yfirvofandi og fann hjartsláttinn örvast og blóðið þrýstast gegnum hjartalokurnar...obbobobb...af hverju tók ég ekki draslið niður úr hillunum????

 

Við komum okkur vel fyrir þarna við rætur Ingólfsfjalls...og ég þurfti ekki annað en líta út um gluggana...til að vera minnt á afrek síðustu jarðhræringa....þvílíka hetjan...en þetta er annar tveggja bústaða sem eyfa hunda...svo....valið er ekki feitt...

 Við grilluðum...spiluðum og kúrðum saman í pottinum...tjöttuðum saman... bulluðum og fífluðumst...hlógum eins og vitleysingar  og höfðum það ógó gott. Þegar hinir lögðust til hvílu lagðist ég útaf með bók í hönd og hætti ekki fyrr en ég var búin með hana...“Á ég að gæta systur minnar“???? Það runnu ófá tár og ég var pínu geðveikisleg í útliti með rauð og þrútin augu þegar ég fór loks að sofa....OF ósátt með endinn.....

 

 

Bóndinn í Akurgerði dró nú ekkert úr sínum lýsingum á ástandinu þarna 29.mai 2008 og var iðinn að segja okkur frá hamaganginum og látunum þann dag...og þetta átti upptök sín 500 metra frá blessuðum bústaðnum OKKAR!! Hann var mjög ræðinn...þessi elska...enda eins gott...því hann þurfti nokkrum sinnum að koma við og laga nokkra hluti sem ekki voru í lagi....og leiddist það sko ekki....

 

Á sunnudeginum kom svo Reykásengið í hús og svo voru náttla grannar okkar í VeraHvergi ekki langt undan...og kíktu nokkrum sinnum....sem og margir fleiri góðir....bara gaman....

 

Verst að Mömmukrúttið mitt og pabbalingur fundu ekki kofann!!!!

 

Og nú geri ég smá játningu: Eftir allar lýsingar Herra Bónda runnu á mig tvær grímur....rauð og svört...og ég rúllaði ásamt Magganum í bæinn til að GERA RÁÐSTAFANIR.... nákvæmlega.... 27. júlí 2009. Og hann lét þetta eftir mér..og hló sig vitlausan að mér þar sem ég þrammaði um alla íbúð...færandihluti úr stað...tæmdi allar hillur og setti hluti undir sófa og borð...tæmdi allt sem ég var nýbúin að setja upp eftir nýafstaðna flutninga...og endaði á að víra saman eldhússkápana...bara svona til að sleppa mögulega við glerbrot og leiðindi...minnug þess sem ég sá hjá ættingjunum og vinunum hérna forðum daga....sko...þetta er í raun bara leti...ég nenni ekki að þrífa meira en ég nauðsynlega þarf...og ef ég kemst hjá því...þá er ég game!!!!

 

Já...hlæið bara...ég glotti líka...en mér fannst bara svo klikkað að gera ekkert EF......þetta OFURöfluga EF.....og sjá svo eftir því síðar....

 

Núna er til dæmis allt komið á sinn stað og svona...voða fínt....

 

Stundum er tilgangur með hlutum...og ég held svosem ekki að neitt í okkar lífi sé tilviljanir...en þarna kom sér vel að við skruppum í bæinn því á leið okkar út úr bænum...með viðkomu á stað sem við förum annars ALDREI á...sáum við mann sem við þekktum vel...og leist ekkert á útlitið...

 

Við stoppuðum því og fórum út og það kom á daginn að hann hafði verið að fá fréttir sem komu honum verulega úr jafnvægi,....og okkur reyndar líka.

 

Við gátum því staldrað hjá honum meðan hann var að jafna sig og verið honum styrkur um stund.

 

Við vorum verulega slegin því fréttin snérist um mág minn og það að hann hafði verið að greinast með æxli í heiladingli þennan dag.

 

Við fórum reyndar þangað en hann var aftur á móti kominn í bústaðinn og beið okkar þar....

 

Þrátt fyrir að vera verulega sjokkeruð sáum við samt marga ljósa punkta...m.a hversu fljótt þetta uppgötvaðist og að meðferðin gat hafist samdægurs og fólst ekki í krabbameinsmeðferð heldur hormónameðferð.... mun skárri kostur af tveimur slæmum....

 

Við reyndum að sjá allt það jákvæða og góða við þennan ófögnuð og þó það hljómi kannski asnalega þá voru margir ljósir punktar og við ákváðum að nýta þann hæfileika sem við eigum og vera jákvæð og trúa því að þetta verði lagað á skjótan og öruggan máta...enda öll merki um slíka möguleika....og málin strax komin í farveg....

 

Og við...kvikindin...sáum líka spaugilega hluti...m.a þótti okkur frekar fyndið að einn fylgikvilli lyfjanna er spilafíkn...og við búin að spila póker og blöffpóker í allt heila sumar!!!! Verðum greinilega að vera virk í vetur líka!!! Ekki vesen!!!!

 

En einn fylgikvillinn var ekki eins fyndinn...hann var sá að „kallinn“ var sífellt að detta...og það var sjokkerandi...það leið bara yfir hann sísvona...í miðri setningu...og var svo nokkuð fljótt að ganga yfir...hann var komin í gang aftur eftir smá stund....óhugnalegt!!!

 

Sem betur fer gekk það yfir á viku....og núna er líðanin bara ágæt eftir því sem mér skilst...guði sé lof fyrir það!!!

 

Það þarf svosem ekkert að tíunda það að á mánudagskvöld sátum við svo...alle í húbba....og BIÐUM.....allavega svona í aðra röndina...þó við þættumst horfa á mynd og vera að spila ....en það kom enginn skjálfti...ekki þetta kvöld.....

 

Vikan var bara fín...við skemmtum okkur... nutum þess að vera í fríi og reyndum líka að vera hjálpleg og styrkjandi....og ég held bara að okkur hafi tekist það þokkalega....

 

Við fengum það líka staðfest að næsta sumar keyrum við á OFSAhraða gegnum Búðardal...sem heitir núna KLÚÐURDALUR...því ofan á allar okkar hrakfarir þar datt systir Rutar af hestbaki þarna í grenndinni og hryggbrotnaði takk kærlega...svo við erum að tala um að koma okkur bara mjög fljótt þar í gegn og ná Vestfjörðunum ÁN áfalla....

 

Elstimann og Kærastan komu í bæinn á miðvikudagskvöld og nenntu ekki í strætó yfir heiðina...svo þau fengu leyfi til að vera heima...en með þeim skilyrðum að amma Fríða myndi kíkja á þau um níuleytið...amma Vallý um hálftólf....svona áður en hún færi að sofa...amma Fríða kæmi svo við um tvöleytið þegar hún væri búin að horfa á myndina sem hana langaði að sjá...og amma Vallý myndi svo kíkja um fimm eða sexleytið til að sjá hvort allt væri nú í lagi....því hún vaknaði alltaf svo snemma... 

 

Elstimann var mjög ábyrgur og samþykkti allar þessar heimsóknir án mótmæla...og áttaði sig ekki á að mamma KVIKINDI var bara að djóka.....en hringdi áhyggjufullur um tólfleytið til að láta mig vita að ömmurnar hefðu bara ekkert komið....ha ha ha!!!

 

Mér er víst ekki við bjargandi...en börnin mín mega eiga það að þau taka þessum fíflaskap alltaf mjöööög vel...múhaha....

 

Um verslunarmannahelgina vorum við svo bara heima að kúldrast...og koma hlutunum fyrir á ný......enda skjálftavirkni með minnsta móti á klakanum í augnablikinu......

 

Núna er semsagt allt komið í fastar skorður...ormagormarnir byrjaðir í skólanum og rútínan farin að taka á sig fasta mynd....

 

Elstimann er kominn af stað í kokkinn í MK á nýjan leik...Miðormurinn á íþróttabraut í FG og Minnstan í níunda bekk í Hjallaskólanum.....

 

Litli blái krúttkofinn er orðinn stærri og litlu krílin mín voru næstum fullorðin þegar ég snéri aftur til vinnu eftir frí. Wów...hvað það var meiriháttar að koma aftur í vinnuna!!!! Móttökurnar konunglegar og fögnuðurinn æðislegur!!! Er hægt að biðja um betri vinnu?????

 

Núna erum við byrjaðar að aðlaga þau á nýja deild og senn fara ennþá minni angar að skrönglast um og læra að vera í leikskóla...án mömmu og pabba....litlu sætu krílakrúttin....

 

Það er bara galli hversu mikil drulla fylgir þessum stækkunum og viðgerðum á skólanum....ryk og óþverri endalaust...og deildin mín verulega mikil eyðieyja þessa stundina...enda eina deildin sem starfrækt er í gamla húsinu góða.....

 

En...þetta verður voða fínt þegar þessu líkur og því bara um að gera að vera kátur og léttur í lund....2010 er málið...eins og ég sagði allan tímann!!! Feis Marbakkakonur!!!!

 

Álfhólsvegsgengið semsagt bara í góðum gír....og algerlega búin að vera laus við öll veikindi...slappleika og flensufár....7-9-13....bara frísk og spræk og tilbúin að takast á við veturinn...

 

Valsararnir mínir hafa ekki alveg verið að meika það í sumar.,..kannski maður ætti að segja sem minnst hérna...en ég er búin að ákveða að gleyma bara  þessu sumri...þar sem allt fór einhvern vegin úrskeiðis...og hlakka til þess næsta....fara vestfirðina án vandræða..... og vinna nokkra titla í boltanum...því þá munu sko mínir menn brillera feitt!!! Ekki nokkur vafi!!!

 

MUNA: Ljúktu erfiðu viðfangsefnunum fyrst.þá mun þér reynast létt að ljúka deginum í góðum gír og þú verður betur undir morgundaginn búinn.

 

Tungan er eins og sverð eða töfrasproti; hún getur bæði sært og deytt, elskað eða læknað.

 - Það versta sem maður getur gert er að reyna ekki, að vita hvað maður vill en gera ekkert í því, að eyða árum saman í að velta því fyrir sér hvort eitthvað hefði getað orðið að veruleika, .....en vita það aldrei –    

 


HRAKFALLABÁLKAR.IS Á FERÐ - NÆSTI HLUTI.

                         

Við vorum ekki alveg hætt að áreita lækninn í Búðardal...neibb....þar sem við erum saman...þar er fjör og gaman....he he...og ein uppákoman varð þegar hann Unnar mætti geitungi sem var harðákveðinn í að stinga hann...og það í vörina...en drengurinn sá er með sögu um bráðaofnæmi...svo það var ekki laust við að honum brygði....

 Heppinn að eiga mömmu Rut...hjúkkuna góðu...sem gerði það sem henni fannst réttast....gaf honum ofnæmislyf....dró broddinn út úr vörinni og  fylgdist með hver áhrifin yrðu...með lækninn á eyranu...

Ofnæmisviðbrögðin voru hressileg...en bráðaofnæmi varð ekki raunin...og eftir nokkra tíma var vörin komin í nokkuð eðlilegt horf á ný....

 Við vorum svona rétt að jafna okkur á þessari uppákomu þegar næsta sjokk kom...það kom nebbla í ljós að hún Kristín Unnur var ekki með aukabirgðir af insúlíni....sem eru henni lífsnauðsynlegar þar sem hún er sykursjúk..Gelgjan hafði átt að sjá um að taka allt sitt hafurtask með...en hafði skilið insúlínflöskurnar eftir einhvers staðar á leiðinni um húsið...Þegar lagt var af stað var hún spurð um téðar flöskur sem og aðra hluti sem fylgja sykursýkinni...og fullyrti daman blákalt að allt væri með...

Vissi samt alveg að svo var ekki...en var kannski bara ekki að nenna að hlaupa inn og sækja þær....enda löngu búin að gleyma hvar hún hafði lagt þær frá sér....obbobobb....og nú voru sko góð ráð rándýr...

  

Diddi afi vildi bruna með hana í bæinn svo hún myndi skilja hversu alvarlegt þetta væri..ef maður er ekki samviskusamur og passar upp á hlutina...þá verður maður bara að missa af því sem er í gangi....en Elnan vildi fyrst kanna hvort einhver ráð væru til áður en til þess kæmi....þar sem hún var jú ábyrgi aðilinn og hefði kannski átt að hreinlega taka þessar flöskur sjálf með í ferðina....en ekki treysta unglingnum fyrir þeim....þar sem við vorum ekki alveg í kallfæri við heimahagana...

  

Rut og gemsinn fóru í gang...og þær stöllur brenndu af stað á hjúkrunarheimili sem staðsett er í Búðardal...þar sem vel gat verið að einhver sykursjúkur dveldi þar ...og til væru aukabirgðir af insúlíni...

  

Það reyndist ekki vera...en sveitungarnir ...og læknirinn...lögðust á eitt...og eftir hundrað og fimmtíu símtöl fundu þau út að það væri ein sykursjúk stúlka í sveitinni...sem átti reyndar insúlínskammt í apótekinu í Búðardal..

  

Læknar á Landspítalanum voru líka í símanum...bæði vakthafandi og bakvaktarlæknir..þeir urðu að staðfesta að daman væri sykursjúk og  staðfesta tegund insúlínsins...hvort það passaði og svoleiðis......svo þetta var ekkert smáræðis  batterí sem fór í gang til að redda Gelgjunni...

  

Já...þetta slapp fyrir horn...en ó mæ gooood hvað fólk er viljugt og tilbúið að hjálpa...allt lagt í sölurnar til að bjarga málum...takk fyrir það...

Daman fékk því sinn skammt...og var ekki send í bæinn...en vonandi lærði hún eitthvað af þessu öllu...það gerði mamman að minnsta kosti...og allir í hópnum...

    Já gott fólk....okkur þótti þessi skammtur orðinn ágætur  í bili...tvö löskuð tjöld...þrír laskaðir bílar...þrjú löskuð börn....og svo var náttla einn hundur í lamasessi....því Skugga tókst að skera sig illa á steini í ánni við tjaldstæðiðDjúpur skurður í loppunni var að hrjá hann illilega...ræfilinn....svo hann stökk um á þremur...með einn á lofti...og fann greinilega mikið til...

Hrakfallabálkar.is alveg í stuði sko.....

  En auðvitað var samt ógó gaman hjá okkur...mikið um að vera og allir hressir...grilluðum fullt af góðum mat og höfðum það svaðalega kósí...það vantaði sko ekki....

Krakkarnir léku mafíuleikinn fyrir allan peninginn...þar sem vinsælasta morðaðferðin var að frysta fólk og stinga á hol með tjaldhælum...he he...hljómar mjöööög uppeldislegt og barnvænt...en þetta ER furðulega skemmtilegur leikur....

  

Á mánudeginum var ákveðið að pakka saman og halda í suðurátt...geyma vestrið til betri tíma...og það var ekki laust við að spæling léti á sér kræla...

  

Brunuðum inn í Búðardal og hugðumst bíða eftir öxlinum sem Flytjandi átti að koma með úr bænum...en þegar við vorum búin að væflast þarna um góða stund...skila hækjunum og fá stimpla í Vegabréfin...tjilla og tjatta....komumst við að því að varahluturinn kæmi ekki í tánið fyrr en í fyrsta lagi um niuleytið um kvöldið...og klukkan var bara fjögur....

    Ákváðum þá að skilja bara Maggann og Jennann eftir með Molann en fara á hinum þremur bílunum ...með allt hafurtaskið...og finna tjaldstæði í Borgarfirðinum....

Skildum þá eftir á kaffihúsi bæjarins...skondruðumst að Baulu og fundum út að Fossatún væri málið....

  

Það þarf náttla ekki að spyrja að heppninni...þar var allt sneisafullt og svo var rokrassgat að plaga staðinn í ofanálag...sem heillaði okkur kjellurnar ekki baun....en krakkapjakkarnir strækuðu þar sem þarna var ógó flott leiksvæði og trampólín í ofanálag....biður nokkur um meira???? Þeim fannst við frekar þreytandi...

  

En...það var ekkert pláss..

  

Við bundum vonir við lítinn stað ekki langt frá...nefnist sá Selskógur... ótrúlega krúttlegur og vinalegur staður...með rjóðrum og kósíheitum...og logni að auki..

  

Þar var ekki mikið af sléttum flötum....og þar var ansi grýtt...svo við prófuðum hvernig væri að hæla niður þarna...og það reyndist algerlega ógjörningur....

  

Þegar betur var að gáð sáum við að þarna voru nærri bara hjólhýsi og fellihýsi...sáum bara tvö tjöld....þar sem fólkið hafði gefist upp á að hæla niður og sett bara grjóthnullunga á böndin til að fjúka ekki burt....

  

Við röltum um og leituðum af okkur allan grun...en það var hvergi grasflöt þar sem hægt væri að skella upp nokkrum tjöldum og einum tjaldvagni...án vandræða...

   

Við settumst inn í Rutar bíl til að leggja á ráðin...skoða kort og finna lausn á tjaldvandanum...

  

Krakkarnir skottuðust um svæðið og vonuðust til að við færum aftur of fyndum smá pláss í Fossatúni....það væru kannski mögulega einhverjir farnir þaðan???

  Sem við sátum þarna í bílnum og rýndum í tjaldstæðakort...vegahandbók og fleira í þeim dúr...komu Unnar og Miðormurinn að bílnum til að tékka á stöðunni...

Í sömu mund bar að heljarinnar jeppa...með einbýlishús í eftirdragi...við erum að tala um huge stórt hjólhýsi hérna...og hann sló hvergi af hraðanum...kom upp að hliðinni og rúllaði meðfram bílnum okkar...þrátt fyrir feyki nóg pláss hinu megin við okkur.

  Við stirðnuðum upp...hann var svooo nálægt okkur....og strákarnir á milli...og við görguðum á strákana að færa sig...Unnar var ekki alveg með á nótunum...en sem betur fer var Miðormurinn minn búinn að átta sig á aðstæðum og náði að toga Unnar meðfram bílnum og aftur fyrir hann...Speglarnir nánast snertust...og ef gormarnir okkar hefðu staðið þarna sekúndu lengur hefðu þeir klemmst hressilega milli bílanna...

Guð minn góður hvað fólk er EKKI að fylgjast með í kringum sig!!!

  Við vorum vægast sagt mjög sjokkeraðar og hálf lamaðar...en svo kom reiðin...Ásta varð fyrst til að hendast út og á eftir bílnum og spyrja manninn hvað í veröldinni hann hefði verið að pæla...hvort hann hafi ætlað að drepa krakkana???-Hvaða krakka? Spurði FÍFLIÐ og hafði ekki meiri áhyggjur af þessu aksturslagi sínu frekar en útrásarvíkingarnir 2007.

Bölvuð beyglan...vona að hann hafi lent í heljarinnar vandræðum með þetta hjólhýsi sitt...nei...segi bara svona...

  

Við tókum ákvörðun...ætluðum að kíkja í Borganes..og ef þar væri ekkert að hafa yrði skotist heim og lúllað í heimahúsum...en haldið aftur af stað daginn eftir og þá í austurátt....

  

Magginn og Jenninn náðu okkur þar...og það var ótrúlega notalegt að setjast aftur í Molann og vera komin með sjálfstæðið í hendurnar á nýjan leik....

    

Það var skítakuldi og rok í Borgarnesi...svo við skelltum nokkrum heimalöguðum samlokum í krakkana í Hyrnunni og héldum svo heim....

  Ásta og co komu heim með okkur og sváfu á dýnum í stofunni...þau nenntu ekki til Keflavíkur...enda lítið þangað að sækja.

Adam fór svo til pabba síns og ömmu næsta dag en við hin útréttuðum nokkra hluti...redduðum skemmdum súlum og löskuðum bílum og gerðum okkur klár í næsta holl...

  Á leiðinni í Ellingsen úti á Granda keyrðum við fram á sjúkrabíl sem hafði oltið í hressilegum árekstri við einkabíl.Stuttu seinna hrindi Elnan...hún og Rut og Inga...hjúkkubeibin í Föndurhópnum...höfðu setið á matsölustað og verið að borða saman þegar þessi ósköp gengu á og þær hlaupið út til að aðstoða en Elnan hringt í 112....

Sem betur fer var þetta nú ekki eins slæmt og það leit út fyrir að vera og maður andar alltaf léttar þegar þannig er...

  Þegar leggja átti af stað...allar súlur heilar og búið að klassa alla bíla...varð Rut samt að fresta för til morguns þar sem heitavatnsleiðsla fór í sundur heima hjá henni...er þetta grín eða...???

Well...svona gerist stundum..og nota bene...ekki alltaf hjá mér...hmmmm???

  

Við hin brunuðum úr bænum og tókum stefnuna beint í Álfaskeið...tjaldstæði rétt utan við Flúðir....

    

Þar var rjómablíða...logn og stilla...og við vorum ekki lengi að skjóta upp fánum...nei tjöldum...og koma okkur vel fyrir...

  

Sólin vakti okkur snemma morguns og það var gjörsamlega frábært að liggja bara þarna úti....dorma...borða smá...tjatta og leika Mafíuleikinn...spila Kubb og láta Þingheim um allar áhyggjur af Icesave og ESB deilum....

  

Við nenntum varla að anda...okkur leið svo vel þarna...algerlega með sumarið í vasanum...kalt kók og fuglasöng í eyrunum allan sólarhringinn...

  

Heimasæturnar í Heiðarási og Reykási komu í dagsferð til okkar á fimmtudeginum og léku Kubb með okkur..fóru í Mafíuleikinn og grilluðu fuuullt af sykurpúðum...jammí.....

  Þær skelltu sér með okkur á Flúðir....og fóru í ísleiðangur meðan við smelltum okkur í sund.Okkar spilltu og ofdekruðu ormar kvörtuðu yfir því að laugin væri OF sóðaleg og skítug...þetta væri sko algerlega sundlaug sem sökkaði feitt....Samt skemmtu þau sér konunglega...án þess að vera með sirkussýningar og svoleiðis...eða þannig...

Áður höfðum við þó komið við í náttúrulaug að Hruna og hinir sömu krakkapjakkar baðað sig í volgri kindalaug...voða kósí...og ekki var kvartað yfir sóðaskap þá...

   Þegar við komum til baka var eitt tjaldið brunnið til ösku og matur á víð og dreif úr kæliboxunum...eitt grillið horfið og geitur farnar að narta í fortjaldið á tjaldvagninum...ó mæ gooood...!!!!...þarna náði ég ykkur...he he...þið trúðuð þessu!!!!

Nei grííín....varð að krydda smá...þetta var eitthvað svo OF ljúft eitthvað....

  Það var allt í lukkunnar velstandi...sól...hiti...allir hreinir og nýþvegnir...í heilu lagi og bæði hýbýli og farskjótar í fullkomnu lagi....

Þarf að ræða þetta eitthvað???

   

Á Föstudeginum pakkaði Rut tjaldinu...gemsanum og bíllyklunum í einu og sömu töskuna...he he...og þurfti að hringja nokkur símtöl til að finna þessa hluti...í vösum tjaldsins...samanpakkaða...snilld!!!

  Það tókst...svo hún komst í bæinn til að undirbúa næsta áfanga...en Inga og Auðunn mættu í staðinn með tvo af þremur sonum og fylltu í skarðið...bara gaman....Þau mættu líka með rigninguna...maður minn...það fór að rigna meðan þau voru að tjalda og það rigndi eldi og brennisteini....

Jarðvegurinn var svo skraufþurr að vatnið flaut ofan á og pollarnir stækkuðu og stækkuðu....og fótboltakapparnir urðu að játa sig sigraða þar sem svæðið breyttist í tjörn á einu andartaki...

  

Það hafði líka bæst í hópinn annars staðar á tjaldsvæðinu...hálfsystkini Ástu ásamt sínum pabba og fósturmömmu voru mætt á svæðið...og þar sem þau eru ágætis félagar ormanna minna...voru þau auðvitað bara með okkur...

  

Við sátum því sautján í fossandi rigningunni...inni í fortjaldinu okkar góðs... sötruðum kakó og lékum Mafíuna...eina ferðina enn....og enginn orðinn leiður...“það gerðist svolítið voðalegt í nótt.... „

  

Á laugardeginum var sólin aftur vöknuð til lífsins...og allt orðið brakandi þurrt á tjaldsvæðinu...hlýtt og notalegt...rjómalogn og stinningsblíða...

  Magginn og ég skelltum okkur á Flúðir þar sem familían var mætt á svæðið...og Bylgjulestin í banastuði á svæðinu...

Það var ágætis fjör þarna og gaman að hitta ættingjana...en óveðursskýin voru farin að hrannast upp og greinilegt að rigningin var á leiðinni.

  

Við þurftum að koma við á tjaldstæðinu..því förinni var heitið á Selfoss...þar sem Elna og Gummi og Inga og Auðunn voru farinn á undan okkur...til að versla aðeins meiri mat...

  Það komu hrikalegar þrumur...og eldingar....ó mæ ó mæ...ekki mín deild...en samt var ferlega spúkí að fylgjast með þessum veðraham.Möller familían kom á eftir okkur til að kíkja á staðinn...og við stóðum bara og horfðum á eldingarnar og hlustuðum á þrumurnar án þess að það kæmi dropi úr lofti

Þau héldu svo áfram för í Grímsnesið þar sem þau voru með bústað...en við hin brunuðum á Selfoss. Við keyrðum í gegnum hellidembur en alltaf kom sól á milli... Veðrið var ótrúlega köflótt og furðulegt.

    Beiluðum á sundinu en birgðum okkur upp af mat og gasi og fórum svo aftur til baka...á undan samferðamönnunum...til að tékka hvort ekki væri allt með felldu á tjaldstæðinu.

Ásta og Jenni höfðu pakkað og voru á heimleið þar sem Skuggi hafði fengið meðferð hjá dýralækni vegna ígerðar í meiddu loppunni...og var voða lasinn gryeið. Hann var kominn með nýjar umbúðir...skerm og svo dópaður að han hélt ekki haus...svo það var ekkert annað í stöðunni en koma honum heim.

  Við hin grilluðum ljúfmeti og nutum þess áfram að vera í útilegu.

Við sáum á veðurspánni að það átti að fara að auka í vindinn og kólna næstu daga svo okkur var ekki til setunnar boðið lengur...heldur pökkuðum og héldum heim á leið á sunnudeginum....

  Á Hellisheiðinni keyrðum við fram á slys...þar sem hestvagn hafði oltið...en sem betur fer var fólkið heilt á húfi...en um afdrif hestanna veit ég ekki.

Manni bregður samt alltaf þegar maður keyrir fram á slys...og ef þið spyrjið mig...þá gerist það aðeins of oft fyrir minn smekk...

  

Við komum þó heil heim og ótrúlega hress og glöð með viðburðarríka en skemmtilega útrás....get ekki annað en verið þakklát fyrir hversu vel allt leystist og hversu vel allt fór á endanum....

   

Næsti áfangi er svo sumarbústaðarferð í viku...og það hríslast um mann smá stress...því sá tuttugasti og sjöundi er í þeirri viku....nota bene á mánudaginn...og spurning hvort jörðin ætli sér að skjálfa hressilega þarna...eða hvort dagsetningin eigi ekki við nein rök að styðjast...

   

Ég er bara þannig að ef ég heyri svona hluti...þá á ég erfitt með að ýta þeim frá og láta sem ekkert sé....er alltof trúuð á forlögin..sem er stundum galli...og stundum kostur.....

  

http://bylgjan.is/lisalib/getfile.aspx?itemid=46852

  

Ég trúi samt að næsta vika verði björt og skemmtileg og að við komum heim úr bústaðnum full af orku...gleði og bjartsýni...tilbúin til að takast á við vetur Konung þegar þar að kemur...endurnærð eftir frábært frí...ekki spurning....

  

MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér. Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja…”  

  

„Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning,  skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást“  

Hafið það ógó gott og vonandi á sólin eftir að skína skært á okkur klakabúana.....bros og knús í hvert hús!!!!!


...HRAKFALLABÁLKAR.IS Á FERÐ...FYRSTI HLUTI....

             

Sumarið mallar áfram og ekki er nú hægt að kvarta yfir veðrinu....ó mæ gooood hvað það er búið að vera gott veður á klakanum kalda og helsærða...

Veit þetta á eitthvað??? Náttúran lætur sko ekki að sér hæða...og það fer að nálgast sumarbústaðaferð í Ölfusið....tata rata tammm!!!

   

Vestfjarðarplanið hrundi...það er svosem ekkert nýtt þegar Hrakfallabálkar.is eru annars vegar...en við erum ekki fólk sem gefst svo auðveldlega upp...svo við förum þá ferð bara næsta sumar...ekki spurning....

Við lögðum þó af stað með ákveðna áfangastaði í farteskinu og höfðum hugsað okkur að renna einn hring um vestfirðina....fimm bíla lest...byrja á Laugum í Sælingsdal, fara svo á Reykhóla og þaðan á Brjánslæk....dagsferð út með ströndinni... skoða fossinn Dynjanda...Rauðasand og jafnvel Látrabjarg....rúlla svo yfir á Þingeyri...Flateyri....Ísafjörð og í Dýrafjörðinn...Súðavík og Hólmavík...heilsa upp á drauga og forynjur...galdramenn og nornir...og snúa svo hypjunum heim eftir það....múhaha...!

Þetta var draumaplanið....

  

Reyndin varð hins vegar aðeins meira en allt önnur....he he...

   

Lögðum í ´ann úr bænum...ásamt Elnu og börnum...fimmtudaginn 9. júlí...og stefndum á Búðardal. Strumpastrætóinn stóð sig vel...hitnaði lítið sem ekkert...en við þorðum ekki annað en stoppa smástund og kæla greyið þegar við komum uppúr göngunum...og Molinn var líka aðeins farinn að kvarta...enda ekkert smá hlass að draga tjaldvagninn...plús okkur fimm innanborðs...auk alls sem okkur fylgir á ferðalögum....já sæææææll....

     

 

Ferðin gekk vel og við komum í Búðardal, kíktum í Búðina og rannsökuðum hátt og lágt....því þar fæst ALLT..og skemmtum okkur þar svolitla stund....en héldum svo áfram yfir að Laugum þar sem Ásta og co biðu okkar, en þau lögðu í´ann tveimur dögum fyrr....Það var pínu gjóla á Laugum...lognið fer víst soldið hratt þar...samt ekkert til að væla yfir...nokkuð hlýtt og sólin enn á leiðinni bak við fjöllin til að hvíla sig....

Vorum ekki lengi að henda upp náttstöðunum og koma okkur fyrir...grilla og njóta þess að vera komin af stað....

Diddi afi bættist svo í hópinn morguninn eftir og von var á Rut og hennar börnum fljótlega uppúr hádeginu...

Við skelltum okkur í sund...enda sólin hátt á lofti og ótrúlega gott veður þarna í vestrinu og hitinn yfir 20 stig....bara geggjað... 

Sundlaugin var fín og krakkarnir misstu sig aðeins...með Jenna í broddi fylkingar...og sáu um að skemmta sundlaugagestum með listilegum stökkum af stökkbrettum og ótrúlegri fimi í að hoppa á korkana sem ætlaðir eru litlu krílunum til að fljóta á....fljúga á vatninu og slæda...og það emjuðu allir af hlátri yfir þessum sirkusöpum....

   

 Magginn stökk heim í tjald til að sækja myndavél...en á meðan gerðist eitthvað...sem ekki átti að gerast....því bakkinn við sundlaugina brotnaði...og hver annar en Elstimann varð fyrir því að lenda í harðplastinu með fótinn...klemmast og skerast og guð veit hvað????? Eruð þið að spauga???Ég horfði á bólguna vaxa og blána og sá fyrir mér gifs í sex til átta vikur....ekki vesen...

Magginn kom aftur með myndavélina...smellti nokkrum myndum meðan sá slasaði klæddi sig og hentist svo út á tjaldsvæði til að sækja bílinn og koma gaurnum á heilsugæsluna í Búðardal...

 Nei...ekki halda að þetta hafi gengið OF vel...nei nei nei...ekki vaða!!!

Ég sat með sjúklingsræfilinn fyrir utan sundlaugina og beið og beið og beið...uns Diddi afi renndi í hlað og sagðist vera að sækja okkur...þar sem Molinn hefði bilað...líklega væri kúplingin farin!!! Fráááábært!!!! Við gátum ekki annað en hlegið...þetta var svooo típýskt!!!

  

Ég mokaði smá dópi í soninn og ákvað að bíða svolítið þar sem Rut hjúkka var á leiðinni...fannst best að biðja hana um kalt mat á fætinum áður en ég stormaði þessa tuttugu kílómetra inn í Búðardal.

  

Molinn stóð þarna í sólskininu...rauður og fallegur...en það hafði eitthvað klikkað í honum....greyinu....

  

Magginn og Jenninn stumruðu yfir honum meðan ég stumraði yfir Elstamanni....sem var frekar kvalinn...svo ég ákvað að fá Elnuna með mér í Búðardal og láta kíkja á kallinn...en vera ekkert að bíða eftir aðalhjúkkunni...

Heppnin var með okkur...NOT....því það hafði einmitt orðið slys...og læknirinn var í útkalli....

Hjúkkan á staðnum var ekki sérlega örugg...og kvaðst ekkert geta gert....en ég var ekki á sama máli...fannst bara ekkert ofverkið hennar að skoða krakkann...og binda kannski um löppina á honum...meta hvað henni fyndist...gefa honum verkjastillandi....vinna vinnuna sína!Koma svo!!!

Hún gerði það með semingi...var ekki viss um hvort hann væri ristarbrotinn eða ekki...vissi ekki hvort hún ætti að binda um hann eða hvort hún ætti jafnvel bara að henda okkur út og opna ekki aftur fyrr en læknirinn mætti á svæðið...og gæti þá tekið mynd...

Ég...frekjan...gaf mig ekki...og fékk gott pepp frá Elnunni...og loksins var gormurinn kominn með blátt teygjubindi um fótinn...verkjastillandi í mallann og tvær hækjur sem ég leigði handa honum svo hann gæti hreyft sig...þar sem við vorum jú í útilegu....

  

Læknirinn hitti gaurinn svo síðar um daginn og myndaði hann....komst að því að hann væri illa tognaður og skorinn...og ætti að hafa hækjurnar áfram til að hlífa fætinum.....jibbí!!!...ekki brotinn!!!

   

Á meðan læknirinn greindi fótinn...greindu Magginn og Jenninn Molann...ákváðu að þetta væri ekki kúplingin....giskuðu á pakkningu...rúlluðu svo yfir á ónýtan gírkassa en komust svo að raun um að öxullinn væri brotinn....já...úr nógu að velja svo ekki sé meira sagt....

Þar sem ég er svo heppin að vinna með ungri stúlku frá margtéðum Búðardal...þá notfærði ég mér það...enda pabbinn bifvélavirki...og eigandi að eina verkstæðinu á staðnum....

Hann var allur hinn liðlegasti og vildi allt fyrir okkur gera....fann að það var bara splitti sem var farið í öxlinum og það væri sko ekkert mál að laga það....en....þar sem Hrakfallabálkar.is áttu í hlut GAT þetta ekki verið svona einfalt...ekki lengi að minnsta kosti...enda brotnaði árans legan þegar hann setti öxulinn í pressu til að koma splittinu á sinn stað...og þá fóru nú málin að flækjast skemmtilega....

  

Við létum þetta svosem ekki stoppa okkur í að flakka um svæðið...enda með fleirum í för...sem betur fer...og fengum að dreifa okkur í bílana...og aka um Fellsströndina á laugardeginum....

  

Fyrsti áfangastaður var minnisvarði um Auði djúpúðgu...og röltum við upp að krossinum og settumst þar smástund...Elstimann hoppaði upp á hækjunum....fann samt ekki nærri eins mikið til og daginn áður og bar sig vel....

Næst var svo foss...ekki langt frá Staðarfelli....en við keyrðum niður vegslóða...röltum með á og komum að þessum svaðalega flotta stað...þar sem vatnið er heitt...og stökkpallar um allt bergið...og nú voru engir afslættir gefnir...því stökkþörfin varð gríðarleg...

Liðið hentist úr fötunum og fór að stökkva...hrikalegt...en samt svo spennandi!!! Ég var náttla með hjartað í buxunum...skíthrædd um fleiri slys og skrámur...en krakkapjakkarnir höfðu ekki svoleiðis áhyggjur...létu mig um þær...og hikuðu ekki við að láta sig gossa niður í hylinn... og Magginn og Jenninn voru ekki síðri......

Ofurhugarnir sögðu þetta magnað...nærri því betra en tívolí...og gleðin og hláturinn var endalaus...

  

Og það sem betra var....þessi hylur hafði lækningarmátt...því Elstamanni snarbatnaði í fætinum við tilhugsunina eina um að hoppa...og fór nokkrar ferðir útí....með blátt teygjubindi...án hækjanna....múhaha....

  

Hundarnir létu sig líka vaða þarna...nema Tanja ljónynja...henni fannst óþarfi að bleyta sig....við erum stundum dáldið líkar...

   

Við dvöldum þarna lengi vel...en svo fór Diddi afi að ókyrrast...enda margt að sjá á þessum hring....

  

Við sáum seli og álftir um allan sjó....kíktum að Ballará...og Dagverðanes og fundum út skyldleika Ólsaranna í hópnum....borðuðum nesti og skemmtum okkur við að horfa á labradorhund reyna að sjarma fyrir Birtu sætu...sem er Golden Retriver tík...og var ekki á þeim buxunum að láta einhvern ókunnugan abbast uppá sig....

Hún fékk mikinn stuðning í hópnum...því það voru jú fleiri hundar með í för og labradorinn Skuggi og Blandaði Rottweilerinn  Dímon voru sko heldur ekki til í að deila henni með þessum óboðna gesti...

Tanja lét hann líka finna það...enda ljónið í hópnum...svo greyið varð að láta í minni pokann og gefast upp...án þess þó að vera til í það....hann var svoooo ástfanginn!!!

  

Rut bað Jenna og Magga að kíkja á bílinn sinn...fannst hún heyra eitthvert aukahljóð...og þeir voru fljótir að greina stöðuna...ein lokan var farin í jeppanum svo þeir ráðlögðu henni að keyra í fjórhjóladrifinu svo ekki hlytust skemmdir af...já já...alltaf gaman í okkar bekk og svona....en jeppinn rúllaði og þetta var svosem allt í lagi....

     

Heimsóttum gamla verbúð og fórum í steinakastleik á bryggjunni þar....og kíktum í kaupfélagið í Skarðshlíð... þar sem við slöfruðum í okkur ís og skoðuðum gamla muni sem héngu þar um alla veggi....

  

Magginn og Jenninn hentust svo af stað í Borgarnes á móti Gummanum...sem kom færandi hendi..því Jenni hafði fundið notaðan öxul á partasölu og við sáum fram á að geta haldið förinni áfram næsta dag á Molanum....

  

Bjartsýnin er stundum alveg að drepa okkur...þeir komu til baka um miðnættið með skottið milli lappanna...því helv...öxullinn var of mjór...og passaði þar af leiðandi ekki...þrátt fyrir góðan vilja...

Það var rosa gott veður...sól og hiti...en vindur...og það var svo skrýtið að það komu strókar...svona alvöru hvirfilvindar ofan af heiðinni...og þeyttu hlutum í hringi um allt....

Þegar við komum til baka á tjaldstæðið var ein súlan í tjaldvagninum okkar brotin og tvær súlur í Rutar tjaldi....en hver segir að allt eigi alltaf að vera slétt og fellt???? Ég meina...það var ógó fyndið að sjá til dæmis dýnu fjúka í hringjum upp í fjall...eins og sjálfur Aladdín væri mættur á svæðið til að skemmta....he he...

Ákváðum að gera bara gott úr því þótt einn bíll væri óökufær og annar farinn að bila...op sá þriðji sífellt að hita sig...he he...og fórum í bíltúr út á Reykhóla á sunnudeginum.....með nesti og nýja skó....Renndum út á Stað...þaðan sem Eyjasiglingar eru farnar... og kíktum á kirkju sem stendur þarna í bæjarhlaðinu...ógó lítil og sæt....algert krútt...

Það var líka eina kirkjan sem var opin...aðrar kirkjur sem við vildum skoða voru allar læstar...m.a við Dagverðanes og á Reykhólum...spæling...

  

Prófuðum sundlaugina á Reykhólum og skemmtum okkur varlega...nutum sólarinnar...en það var hins vegar ótrúlega mikið rok....

  

Fundum okkur geggjaðan stað til að borða nesti...lítinn skógarlund í hlíðinni fyrir ofan Gilsfjörðinn...og þar var áð...með fullt af gúmmulaði...meðal annars nýbökuðum kökum...frá mér....og ég skellti meira að segja súkkíkreminu á eina þeirra þarna í skógarlundinum fagra...sólbökuðum og sætum....namminamm....

    

 

Þrátt fyrir allar hrakfarir var ekki hægt að kvarta yfir móralnum...allir hressir og glaðir og krakkapjakkarnir...níu stykki....alveg að fíla þetta....njótandi þessa frelsis og leikandi sér út í það óendanlega...Og hækjurnar urðu brátt óþarfar þar sem Elstimann var fljótur að jafna sig....Það var svo gaman að sjá hversu vel þessum hóp samdi...þrátt fyrir að aldursbilið væri nokkuð mikið...sá yngsti átta ára og þau elstu sautján...Ég er svoooo glöð og þakka fyrir hvert ár sem þau nenna að flækjast um með okkur foreldrunum....og þau smita mann svo af lífsgleðinni...fíflagangurinn ótrúlegur...bara fyndinn....

Eiginlega ætti Elstimann að skella sér í leiklistarskólann frekar en kokkinn...hann er þvílíkur leikari og spaugari að það hálfa væri hellingur....og getur látið alla veltast um af hlátri....

  

Magginn og ég vorum ekkert of sátt við að geta ekki haldið áfram í vesturátt...eins og okkur hafði dreymt um í langan tíma....en svona var þetta bara...og það kemur svosem sumar eftir þetta...ekki málið....

   

Framhald næst....svona ykkar vegna....

 

MUNA: Vera dugleg að sjá það fallega og jákvæða og vera ekkert að velta sér uppúr því sem maður fær ekki...

  Afrekum hefur aldrei verið náð með því að aðhafast ekki neitt”„Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér - og til að horfa á alstirndan himininn.“  

Njótið sumarsins elskulega fólk og eigið ótrúlega góða daga!!!!! 


...VÁ HVAÐ SUMARIÐ ER GEGGJAÐUR TÍMI!!!....

                

Jæja fólk...það er gaman að lífinu svo ekki sé meira sagt...he he...meina sko...það er alltaf eitthvað skemmtilegt að gerast...og þrátt fyrir alla svartsýnina og dökkar framtíðarhorfur okkar ástsæla klaka...þá er svo margt að gleðjast yfir...og hlæja að...og njóta.... Við erum til dæmis í sumarfríi...og njótum þess hverja einustu sekúndu... enda ekki slæmt að geta bara slakað á og hreyft sig eftir eigin geðþótta...án þess að eiga að vera einhvers staðar á einhverjum stað á einhverjum ákveðnum tíma...obbobobboboj oboj...þetta er lífið eins og það getur gerst best...  

 

 

Vakna í fríi: Fara frammúr eftir að hafa legið og spáð í lífið og tilveruna...labba fram...pikka Moggann uppúr gólfinu...rölta með hann inn í eldhús...fá sér jarðaberjasúrmjólk og músli með súkkulaði....lesa það sem maður nennir að lesa...kveikja á tölvunni...kíkja á fésið...renna yfir fréttir af vinum...ráfa um netið....tjilla...fara í sturtu...syngja og tralla...njóta lífsins...leggja á ráðin um hvað skuli gert í dag...kannski ákveðið að gera sem minnst...kannski ákveðið að renna í bíltúr með myndavélina og fanga flott augnablik...kannski ákveðið að fara í ferðalag...og byrja þá að tína saman ting og tang...fara...vera...gera ekkert...eða gera eitthvað..ahhhh....sumarið er tíminn.....uhmmmmm.... 

Skelltum okkur í Reykjaskóg í síðustu viku og vorum með Gummanum og Elnunni....og afkvæmunum þeirra...

 

Fengum fullt af gestum og héldum upp á afmæli Didda afa með vöfflum og rjóma...og grilluðum lambalærum....kíktum á Gullfoss og Geysi...Selfoss og Minni Borg...og fengum alls konar veður...en það var heitt og bjart allan tímann.....

 Og fólk ætti bara að vita hvað það var sem við spiluðum nánast ALLAN tímann...já...spil sem passar vel á þessum síðustu og verstu....nebbla...póker!!! Og Blöffpóker!!! Já, og krakkagenginu fannst þetta bara geggjað!!! Enda búið að hlæja út í það óendanlega..og skemmta sér í botn....

 

 

Erum núna að plana Vesturferð...verður samt að koma í ljós hvernig henni verður háttað... en draumurinn er að heimsækja Súðavík og Flateyri...Þingeyri og Dýrafjörð...Ísafjörð og fleiri staði....skoða Dynjanda og kíkja á Galdrasafn....Planið var að Diddi afi yrði leiðsögumaðurinn okkar...en líklega verður hann bara með í hluta af ferðinni þar sem hann er á leið í langan göngutúr...átta daga eða svo...en...við látum það ekki aftra okkur...verst hvað bensínið er að rjúka upp úr öllu valdi...bara rugl verð á þessari nauðsynjavöru...

 

Komum í bæinn á fimmtudag til að gráta með Hlíðarendapiltunum...þetta var ein mesta hörmung sem ég hef upplifað...en ég hef enn trú á mínum mönnum...og veðja hér og nú að Atli muni stýra þeim á toppinn í lok sumars...já...hlæið bara...spyrjum bara að leikslokum....

 Tvíburakrúttin urðu sex ára síðasta fimmtudag og buðu til veislu í dag...og fengum við sko súkkulaðiköku og alls kyns gúmmulaði í Húrígúrí í dag... Þetta með sex árin er náttla bara djók...þau eru nýfædd!!! Well...skólaganga að hefjast á hausti komanda og litlustu krílin bara fullorðin...ó mæ god!!! 

Vikuna fyrir Versló ætlum við svo að vera á Suðurlandinu....en ég er nú samt aðeins farin að efast um þá áætlun...þar sem ég var að rekast á eftirfarandi grein:

  Lét Veðurstofuna vita af Suðurlandsskjálftanum 2008

með 10 daga fyrirvara:

 
Lára Ólafsdóttir, miðill á Selfossi lét jarðfræðinga á Veðurstofu Íslands vita með 10. daga fyrirvara að Suðurlandsskjálftinn myndi verða fimmtudaginn 29. maí 2008. Þetta staðfesti hún við blaðið. Hún segist líka hafa séð skjálftana fyrirfram sem urðu 17. júní 2000 á Suðurlandi og látið Veðurstofuna líka vita af þeim.


Annar skjálfti í lok júlí:


Lára segist vera búin að fá skilaboð um að það verði stór skjálfti við Krísuvík í lok júlí núna í sumar. Hún er búin að láta Veðurstofuna vita af því.
„Já, það er rétt, Lára hefur verið í sambandi við okkur og látið vita þegar hún finnur eitthvað á sér varðandi jarðhræringar. Ég get þó ekki staðfest að hún hafi látið okkur vita með 10 daga fyrirvara fyrir skjálftann 29. maí á síðasta ári en það getur vel verið að hún hafi hringt á Veðurstofuna og látið vita þó ég og mitt fólk vitum ekki af því. Núna er hún að tala um stóran skjálfta 27. júlí við Krísuvík en við getum að sjálfsögðu ekki gefið út neina viðvörun eða neitt slíkt vegna þess, við tökum svona upplýsingum hæfilega alvarlega. Við hlustum hins vegar á hvað hún hefur fram að færa eins og aðra miðla sem hafa samband við okkur og punktum það niður hjá okkur en getum ekki gert meira“, sagði Steinunn S. Jakobsdóttir, jarðeðlisfræðingur hjá Veðurstofunni í samtali við blaðið.
Blaðið hafði einnig samband við Ragnar Stefánsson, jarðskjálftasérfræðing til að bera  orð Láru undir hann. „Já, ég kannast vel við Láru, hún hefur oft spjallað við mig í síma. Ég hlusta alltaf á fólk eins og Láru en það er algjörlega ómögulegt að segja til um hvenær stórir skjálftar verða eins og við Krísuvík, það gæti gerst á morgun eða eftir 10 ár“, sagði Ragnar.
MHH

Tekið af vef prentmets:  http://www.prentmet.is/media/files/1997.pdf

 

Já sæææææll...gott fólk...hvernig líst ykkur á þetta???

 

Það eru margir búnir að kíma þegar ég hef sagt að Völvan spáði stórum skjálfta í ár...fólki finnst ég óttaleg skræfa og kannski soldið mikið trúgjörn...en...ég er sannfærð um að þessi leiðinda skjálftabjáni MUN koma í sumar...bara efast ekki í eina sekúndu...

 

En...það stoppar mig ekkert í að vakna sæl og glöð á morgnana og fagna því að hafa heilan dag til umráða...og hafa hann eins og ég vil!!!

   

 

SMÁ HÚMÖR.... 

EF þú vilt einhvern sem borðar allt sem þú setur á borð fyrir hann og segir aldrei að þetta sé nú ekki jafn gott og hjá mömmu; ....



.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem fer út með þér hvenær sem þú vilt, hvenær sem er og eins lengi og þú vilt ...

 
.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem aldrei snertir fjarstýringuna, er sama um enska boltann og vill alveg sitja hjá þér á meðan þú ert að horfa á rómantískar bíómyndir ...


.......fáðu þér hund.



Ef þú vilt einhvern sem nægir að fara í rúmið með þér til að hlýja þér á fótunum og þú getur ýtt niður á gólf ef hann hrýtur ...

 
....... fáðu þér hund!



Ef þú vilt einhvern sem gagnrýnir þig aldrei, er slétt sama um hversu lagleg, feit, grönn, gömul eða ung þú ert og virðist hlusta af athygli á hvert orð sem þú segir; og elskar þig skilyrðislaust ...


.......fáðu þér hund.




Hins vegar!  Ef þú vilt einhvern sem gegnir þér aldrei, tekur varla eftir því þegar þú kemur heim, skilur óhreinindi eftir sig út um allt, kúgar þig gjörsamlega, er úti langt fram á nótt, kemur heim rétt til að borða og sofa og virðist sannfærður um að þú hafir einungis verið sköpuð til að gera honum til geðs ...

 
....... þá skaltu fá þér kött!   

 

 

Ha ha ha!!!   

 

 

Ég er að hugsa um að passa mig núna að hafa þetta ekki of langt hérna...sko það er nebbla svo skrýtið...það er hringt og kvartað ef ég blogga ekki...en svo eru margir í vanda með tímann sem fer í að lesa þetta bull mitt!! Gaman að því...sorrí fólks!!!  Fer inn í vikuna með sól í hjarta....pabbalingurinn minn á afmæli á morgun og ég ætla sko að kíkja á hann...en fyrst á leikinn á Hlíðarendann...þar sem Valsararnir mæta KA mönnum....

Það verður örugglega mun skárri upplifun en síðast...ekki spurning...og ég er spennt að sjá hvernig Atli á eftir að virka á Hlíðarendanum góða...þó ég hefði alveg kosið að Willum kláraði verkefnið fram á haust....

Atli var alltaf einn af mínum uppáhalds...og hann og Toggi ættu sko alveg að geta kýlt upp stemmuna og móralinn....sjáum bara hvað setur.....

 

Og svo vona ég að vesturferðin verði að veruleika....og hlakka alveg geggjað mikið til að koma þangað...enda laaaangt síðan ég var á Skjaldfönn í sveit...

   

 

MUNA: Hverjum degi fylgir ný áskorun.Til að halda ferskleikanum og lifandi anda þarf að eiga sér stað breyting.Finndu nýjar leiðir, aðferðir og starfshætti sem eiga við í dag, annars geturðu dregist aftur úr og fallið í gleymsku.- Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust  

  

 Love U!!!


...NÝTT UPPHAF Á NÝJUM STAÐ...ER ÞAÐ EKKI MÁLIÐ???...

 

Já...það fer lítið fyrir bloggi þessa dagana..vikurnar....mánuðina...he he...en ég er samt ekki hætt....hætti ALDREI...múhaha....!!!

  

En það er margt búið að gerast í lífi okkar fyrrum Trönuhjallatöffara...og nú erum við orðin Álfhólsvegsgengið...eða kannski bara Álfar á hól....???

  

Við sem sagt fluttum úr fjörinu í Trönuhjallanum yfir í rólegheitin hér á Álfhólsvegi...og munurinn!!! Höfum ekki sofið svona djúpum og þægilegum svefni í hundrað ár! Hérna vaknar enginn á næturnar lengur með eyrun spennt...lamandi hjartslátt og kvíðasprengjur í mallanum....við einhver högg...öskur...dynki eða brothljóð...ónei...hér syngja fuglarnir okkur í svefn og kyrrðin er dásamleg!!!! Varla hægt að lýsa breytingunni á andlegu ástandi heimilisfólks og afslappaðri stemmningunni sem hér ríkir....

  

Við vorum búin að undirbúa flutninginn vel...fara með helling af kössum og raða í skápa og skúffur...tæma alla skápa og skúffur í Trönuhjallanum og mættum svo bara á þriðjudagskvöldið annan júní með trukkinn góða og fluttum stóru hlutina.

 

Meðan við vorum að athafna okkur mættu dópistarnir á svæðið...þessi þrjú sem við erum farin að þekkja aðeins of vel...og sögðust bara vera að koma til að sækja hjólin sín....Hjólin???? Við vorum nú ekki alveg að kaupa það að þau ættu þrjú hjól í hjólageymslunni...en þau voru með lykil...og fóru bara inn...náðu í þessi þrjú hjól sem þau sögðust eiga...og skelltu þeim inn í sinn fagurbláa jeppa...og hurfu út í kvöldið...skökk og útúrsýrð af ógeði...

Við stóðum þarna 17 manna flutningalið.....og vorum fullviss um að það væri nú eitthvað bogið við þetta...en höfðum svosem ekkert í höndunum sem sannaði það....annað en að þetta lið er ekki alveg það heiðarlegasta í heimi...

Og komumst að því fljótlega að grunur okkar reyndist réttur...þau áttu ekkert í þessum hjólum...bara stálu þeim fyrir framan augun á okkur!!!!Og...við komumst að fleiru...því hjólið hans Elstamanns hafði horfið fyrr í vetur..og þrátt fyrir að hann og Miðormurinn stæðu á því fastar en fótunum að það hefði bara horfið...þá vildum við foreldrarnir meina að annar hvor þeirra hefði örugglega skilið það eftir heima hjá einhverjum...En þessi „einhver“ fannst aldrei....svo líklega hafa „vinir“ okkar bara hirt það á einhverjum tímapunkti....

 

Og þau hafa nú ekkert setið aðgerðarlaus í þessu greni sínu því ýmislegt annað hefur horfið af eigum okkar...Sárast finnst mér að í flutningunum uppgötvaði ég að þau hafa hirt ALLT plötusafnið mitt úr geymslunni...nærri þrjú hundruð vínylplötur sem ég geymdi í tveimur stórum kössum...Þar sem svo margt var í kössum meðan við bjuggum þarna tímabundið...þá uppgötvaði ég þetta ekki fyrr en þarna...buhu...ég er EKKI sátt...enda alltaf ætlað að hafa herbergi með plötuspilara og plötum þegar tækifæri gæfist...sem er til dæmis einmitt núna....nóg pláss...en engar plötur...

Ég safnaði þessum dýrgripum frá barnæsku og það voru margir gullmolar þarna innan um....Arrrrrrrrrgh!Þó yngri kynslóðinni finnist þetta kannski frekar fáránlegt...þá finnst mér það alls ekki....En kvikindin hafa líklega komið þessu safni mínu í verð einhversstaðar...Ég held samt að þær séu allar merktar mér...Begga s. 42072....Fæ þær samt örugglega aldrei aftur....#$%&$#&/()/&%)Ö%#$%$#!!!

 

Svoleiðis er það nú bara....

  

En – við erum búin að vera að koma okkur fyrir hérna í rólegheitunum..og ég held að okkur eigi bara eftir að liða vel í þessu ágæta húsi....

 

  

Við erum búin að hafa ótrúlega margt fyrir stafni undanfarið....fara í garðpartý og nokkur afmæli....á alla Valsleikina og í brúðkaup Ástunnar og Jennans....og taka þátt í þeim undirbúningi fyrir allan peninginn...

  

Brúðkaupið fór fram í litlu kirkjunni að Odda á Rangárvöllum en veislan var í gullfallegum sal í Hótel Smáratúni í Fljótshlíð.

 Brúðurin hrelldi prestinn með því að mæta „aðeins“ of seint í kirkjuna...eða „bara“ 33 mínútum of seint...hmmmm....en þó ég og mamma brúðgumans hafi reynt að stríða honum...þá tók hann ekkert mark á okkur...vildi alls ekki meina að brúðurin væri hætt við...heldur vissi upp á sig skömmina...hann hafði gefið hárgreiðsludömunni upp vitlausan tíma...lét hana mæta klukkan TVÖ og athöfnin í kirkjunni..átján kílómetrum frá...átti að byrja ÞRJÚ!!!

 

 

Mér fannst presturinn ekki alveg haf nógu mikinn húmor fyrir þessu...en við hin skemmtum okkur pínu vel á hennar kostnað...já...skammastín addna Beggita með þinn kúkahúmor...!!

  

En – loks birtust þau þarna í fjarskanum...brúðurin og father of the Bright...sem var sko Magginn....hárgreiðsludaman og förðunarpían... bílstjórinn og hirðfólkið allt....og allir svo fínir og glæsilegir...

  

Það var skrýtin...en ótrúlega falleg stund...að sjá Maggann labba upp að altarinu með sína glæsilegu dóttur upp á arminn...í brúðarklæðum...geislandi af hamingju og gleði...og auðvitað trilluðu tárin niður...nema hvað? Sem betur fer voru nú fleiri þarna inni með tár á hvarmi...enda stundin einhvern vegin svo snertanleg....

  

Athöfnin var mjög fín...en presturinn kannski aðeins að drífa þetta af...og mér fannst vanta pínu að hún sýndi smá innileika...það vantaði alla tilfinningu í orðin þó þau væru vel upp sett og fín....en kannski  var henni bara misboðið að athöfninni skyldi seinka svona mikið...ég sem hélt að tíminn stælæði kyrr í sveitinni????

 

  

Magginn og Doddinn fóru svo með parið í myndatöku út ínáttúruna...en við hin stormuðum á hótelið til að leggja síðustu hönd á veisluna....

Það var fordrykkur frammi í lobbýinu þar til brúðhjónin birtust...en þá var boðið í salinn og veislan hófst. Doddinn var veislustjóri og fórst það vel úr hendi...alveg fæddur í þetta... Ég var búin að láta hann hafa smá efni til að flytja ef hann vantaði...og hann ar sjálfur með alls konar brandara og sögur og svo voru nokkrar ræður haldnar...m.a af Magganum mínum....

Maturinn var mjög góður og veislan öll hin veglegasta...og endaði með dansi og flottheitum....Unglingarnir voru nú alveg að fíla það...en fengu ekki að vera alveg allan tímann...voru sendir yfir í bústaðinn þegar líða tók á nóttina...en við vorum svosem ekkert mikið lengur...allir þreyttir og mikið spennufall....enda ALLT búið ð fara úrskeiðis í undirbúningnum sem mögulega GAT farið úrskeiðis...

Nægir að nefna að brúðguminn missti einmitt vinnuna sína rétt áður...sem setti náttla talsvert strik í reikninginn...

  

En – þau eru nú hjón...og vonandi verður framtíðin björt og gæfurík...nóg búið að ganga á í þeirra lífi hingað til...

 

 

Í fyrradag byrjaði ég svo langþráð sumarfrí...er alveg að njóta þess í botn að hafa allan þennan tíma....fyrir mig og mína...og vera bara heima....losa kassa...raða hlutum...sortera það sem ég vil eiga og það sem ég ætla að láta fara...og gera heimilislegt hjá okkur....

Magginn var í fríi í síðustu viku en vinnur þessa...fer svo í fjögurra vikna frí með mér...og við ætlum að haf það ÓGEÐ GOTT!!!

 

 

Unglingarnir á heimilinu eru í vinnu hjá bænum...en fá smá frí til að koma með okkur út á land einhvern part af fríinu...en það er alltaf svolítið skrýtin tilfinning að sitja heima í fríi en sjá liðið hendast af stað í vinnu...eitthvað svolítið öfugsnúið...en eitthvað sem venst alveg....enda svooo gott að búa í Kópavogi...he he...

 

Ég upplifði mjög merkilegan en skrýtinn hlut um daginn...ætla svosem ekki að fara út í smáatriðin hér...en ég fór og lét dáleiða mig...hef verið svo þjökuð af mígreini...var til í hvað sem er til að losna undan því,,,og valdi þessa leið....Ég er að segja það...þetta var ótrúlega merkileg upplifun....virkilega lærdómsrík og tilfinningin meiriháttar! Ég er ekki í vafa að þetta virkar...hef ekki liði svona vel líkamlega mjöööög lengi....

Ég tók líka á kvíðanum sem ég er snillingur í að safna upp og næra...og fór í gegnum hlutina sem hafa verið að valda honum...og hnúturinn er FARINN!!!Mér er alveg sama hvað öðrum finnst...þetta virkar NÚNA...ef þetta kemur aftur þá vinn ég með það...en það sem skiptir mig mestu er NÚIÐ...og NÚNA líður mér hrikalega vel...kvíðalaus og höfuðverkjalaus...ÓMG..hvílika snilldin!!!Er á meðan er...og ég ætla að njóta þess...!!!Ég ætla líka að njóta þess að vera sjálfs míns herra þessa fallegu sumrdaga sem framundan eru...og hlakka svoooo til að fá smá sól í kroppinn...en þeir lofa hitabylgju um helgina!!!

Pant njóta!!!!

 

MUNA: Afdrifaríkustu stundir lífsins – frá fæðingu til stærstu viðburðalífsins – eru baráttu háðar.Árangur okkar í dag felst í hinum miklu sigrum sem vð höfum unnið og munum vinna

ef við höldum baráttunni áfram. Kærleikur er ekki valkostur, hann er skylda.

  - Hundrað sinnum á dag minni ég sjálfan mig á, að bæði hið innra og ytra líf mitt byggist á því sem aðrir, lifandi og liðnir, hafa skapað. Þess vegna verð ég að leggja mig allan fram við að gefa í sama og ég hef þegið - 

Sjálfsvirðing er lykill að hamingjunni.

  Lovjú tú píses kæra fólk!!!

...ÖRLÍTIÐ LJÓÐ...UM FEGURÐINA...

 

Smá blogg svona rétt fyrir svefninn....

  

Við í Trönuhjallanum erum í óða önn að pakka...það fer að líða að flutningi og við erum farin að hlakka helling til...

  

Hér í húsinu hefur ríkt ró og friður...það hefur ekki bólað á ófriðarseggjunum aftur og því allir farnir að anda léttar....úff...þetta er heimur sem engan „heilbrigðan“ langar að þekkja eða upplifa...

  

En...það er margt skemmtilegt búið að drífa á daga okkar hérna þennan mánuðinn og verður sagt frá síðar....mig langaði bara að skella inn einu litlu ljóði...svona til gamans...aþþí lífið er svo fallegt...og landið okkar svo yndislegt...þrátt fyrir sukkið og viðbjóðinn sem hefur verið að saurga mannorð þess síðustu misseri...

     

 

 

FEGURÐ.

  

Er sólarlagið litum skrýðir heiðan himininn

 

og litadýrðin tekið hefur völd

 

til ótrúlegrar gleði ég í hjarta mínu finn

 

að lifa svona fagurt sumarkvöld.

  

Þótt húmið sé að leggjast yfir land og úfið haf

 

þá ljós í sálu minni logar bjart

 

með lotningu ég þakka það sem móðir jörð mér gaf

 

landið mitt með allt sitt litaskart.

  

Nú nóttin vefur örmum sínum Ísalandið blítt

 

og næturljóðin kveður ljúft og rótt

 

á morgun er við vöknum vekur sólin okkur hlýtt

 

og dagur bjartur burtu rekur nótt.

 

BH 2008.

 

 

  

MUNA:  Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis,eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim tl hins betra.

 

Hugsanir þínar leiða þig að örlögum þínum.Ef þú hugsar alltaf það sama, lendirðu alltaf á sama staðnum. Hugsaðu á nýjan hátt og þú munt verða ný manneskja.

 

Lífið er eins og rós...og engin er rós án þyrna.

 

Eigið bjartan og fallegan dag elskurnar mínar allar og horfið björtum augum til framtíðar....

 

BLÁKALDUR VERULEIKI...SANNLEIKURINN SJÁLFUR....

        

Enn einn rigningardagurinn og frekar napurt um að lítast úti...en þá er alveg yndislegt að koma inn í hlýjuna og vita að maður þarf ekkert að fara út fyrir hússins dyr frekar en maður vill....

Og svo er kannski bara ágætt að klára þessa úrkomu bara núna...og fá þurrt og sólríkt sumarfrí í staðinn...he he....

  

Trönuhjallatöffarar bara í góðum málum núna...allt á betri leið og svo erum við náttla bara alveg um það bil að flytja héðan...það eru bara nokkrir dagar..svona eins og sirka 27 eða svo....íha...!!!

  

En vááá hvað við erum búin að upplifa margt undarlegt á síðustu dögum og vikum...

Við vissum svosem af því að það væri kona á annarri hæð með einhvers konar geðtruflanir og þunglyndi...en við urðum aldrei vör við hana...ég held ég hafi séð hana kannski einu sinni eða tvisvar á síðasta eina og hálfa ári sem ég hef búið hér....

Við vissum líka að hún misnotaði efni og lyf...en það truflaði okkur ekkert persónulega og við vorum salíróleg....

  Rétt fyrir jólin byrjaði hins vegar ballið...sem endaði svo með ósköpum eina ágæta aprílnótt....  Bróðir konunnar flutti inn til hennar og sá um að skaffa henni það sem hana „vantaði“...í formi lyfja og dóps...En honum fylgdu ansi skrautlegar skrúfur....alls konar náungar sem rápuðu hér inn og út...seljandi...kaupandi...neytandi...berjandi...bölvandi og öskrandi....dag sem dimma nátt...

Stundum var þeim hleypt inn...stundum ekki...en þeir komust alltaf inn...með góðu eða illu...

  

Íbúar hússins tóku höndum saman um að hleypa engum ókunnugum inn...hvort sem dinglað var að degi eða kvöldi...nóttu eða morgni...og það fór soldið fyrir brjóstið á sumum....

Þá var bara hamast á hurðunum...gluggunum...svölunum eða veggjunum...Bjallan hringdi um alla blokk og formælingar...öskur og hótanir svifu hér yfir vötnum...

Stundum...eftir mikil læti...var skárra að hleypa bara mannskapnum inn...taka sénsinn á að þeir myndu bara koma sér inn í tiltekna íbúð og vera til friðs...og þannig var það oftast...en ekki alveg alltaf...

Stundum var þeim kastað öfugum út aftur...af þeim sem voru fyrir í íbúðinni...greninu...og þá sást alveg blika á hnífa skal ég segja ykkur....

Löggan var farin að þekkja andlitin á okkur...íbúunum...sem hringdum óttaslegin og skjálfandi á laganna verði til að biðja um hjálp... öryggi... og vernd á erfiðum stundum...og þeir brugðust alltaf vel við...komu um hæl...og fjarlægðu þá sem verst létu....

Það versta er samt..að löggan hefur engin ráð...önnur en koma mönnum út úr húsi...sleppa þeim svo...og vona að þeir verði til friðs...allavega smástund....

  

Börnin í húsinu voru að tapa sér...sem von er...enda sumir vopnaðir hnífum sem fóru um ganginn og stigana...og eitt skiptið...eftir að löggan hafði verið kölluð til....réðust nokkrir náungar inn í íbúð einnar fjölskyldunnar og hótuðu þeim...með hnífum og bareflum....en löggan var nógu snögg á staðinn til að koma í veg fyrir líkamsmeiðingar...

Fyrir stuttu sat ég í makindum á rúminu mínu og braut saman þvott...talaði í síma og fylgdist um leið með mannaferðum um bílaplanið...svona eins og gengur og gerist á venjulegum degi...Löggan var skyndilega komin...fjórir fílefldir náungar hringdu hjá mér og var að sjálfsögðu hleypt inn...en ég hafði ekki orðið vör við nein læti að þessu sinni...ekkert svona óeðlilega mikið neitt...og það hvarflaði rétt sem snöggvast að mér að eitthvað hefði komið fyrir Elstamann...sem var...að ég hélt...nýfarinn út...

Annar íbúi hafði hins vegar heyrt torkennileg hljóð...og ekki þorað annað en hringja og láta kanna málið...

  

Stuttu síðar yfirgáfu laganna verðir þó húsið og voru einir á ferð...

Litlu seinna kom parið sem hafði hringt...út úr húsinu...á leið á fimleikasýningu dóttur sinnar...Þá létu nokkrir aðilar til skarar skríða...réðust á þau og kýldu...börðu og hrintu...hentu til og frá...öskrandi og hótandi öllu illu...Ég fraus...þetta var einum of mikill raunveruleiki...og ég mundi ekkert símanúmer...en Miðormurinn mundi það...112....!!!Elstimann var líka heima...hann hafði heyrt læti frammi og ákveðið að bíða með að fara út...og við stóðum þarna við gluggann og horfðum á þessar aðfarir...án þess að geta gert neitt...annað en kalla á aðstoð...Skyndilega stökk parið inn í bílinn sinn og hugðist flýja en þá brást einn árásarmannanna þannig við að hann stökk inn í sinn bíl og keyrði á þau...Sem betur fer kom löggan áður en flótti brast á...enda skelfilegt...í svona rólegu hverfi...börn á leið úr skóla og fólk að koma úr vinnu...allsstaðar eitthvert líf...

Það þarf svosem ekki að tíunda það að parið er farið héðan og búið að finna sér annað húsaskjól......

Við sátum hins vegar uppi með óþjóðalýðinn...sem reykti undarleg efni í stigaganginum og undir gluggunum hjá okkur...ræddi sölu og verð á ýmsum efnum...spjallaði um áhrif nýrra efna og skipulagði sölu og dreifingu...

Og þetta hlustuðu blessaðir unglingarnir mínir á....og voru mjöööög hneykslaðir á þessu öllu saman...en líka skelfilega hræddir...

  

Löggan tók skýrslu...og liðinu var sleppt...

Eftir lætin á planinu kom konan...sem er húsráðandi í téðri íbúð...út...rölti upp á planið og fór að skríða um...eins og væri hún að leita að einhverju....Hún kíkti í bíldekk og þreifaði sig áfram...rölti upp að girðingu og að þvottahúsinngangi...en virtist ekki finna það sem hún leitaði að...

Við stóðum stjörf fyrir innan gluggann og fundum óskaplega mikið til með henni...en vorum ekki alveg að skilja þessa undarlegu hegðun...sem svo endaði á að hún fór aftur inn.....og sást ekki lengi vel....

  

Ennþá héldu lætin og hamagangurinn og ennþá voru allir hengdir upp á þráð....

Ég er sú eina sem nota þvottahúsið...allir aðrir hafa vélarnar inni hjá sér...og nota ekki þurrkarana sína eða snúrurnar...en ég fór aldrei niður öðruvísi en einhver vissi af mér...eða kæmi bara hreinlega með mér....Eitt skiptið stóð maður á einum skó og berfættur við hurðina og barði og lamdi....reyndi að klifra upp hurðina og gerði ótrúlega furðulegar hundakúnstir...hlandblautur og illa girtur...öskrandi og grenjandi....og ég vissi ekkert hvað ég ætti að gera...vildi ekki að hann sæi mig...en varð að fara framhjá hurðinni til að komast í íbúðina mína...sem betur fer kom Magginn niður og labbaði með mér upp...Aumingjans maðurinn þarna úti var á einhverjum ofskynjunarlyfjum greinilega...og vissi ekkert hvar hann var eða hvert hann ætlaði...

Löggan hirti hann...en þurfti að setja plast í sætin hjá sér til að geta látið hann setjast inn...

  

Fyrir stuttu keyrði svo um þverbak...daginn fyrir sumardaginn fyrsta....

  Þá nötraði allt og skalf af öskrum...formælingum...hurðaskellum og það glumdi í járni og tré....

Og svo kom „Krulli“ eins og við köllum einn þessara náunga...hlaupandi út...rauk inn í bíl...rauk svo aftur upp og kom svo stuttu seinna enn og aftur út...og ég heyrði hann grenja í símann...eitthvað um að einhver eða einhverjir ættu að koma...nefndi staðinn og íbúðina...og við sáum fram á að þarna væri einhvers konar bardagi í uppsiglingu....og hjörtun fóru heljarstökk í kroppunum áokkur...

 Svo kom löggan...eina ferðina enn...og ég stökk blátt áfram að þessum tveimur „vinum“ okkar og sagði í mikilli geðshræringu að þeir yrðu bara að vera hérna...þetta væri bara ekki hægt...íbúarnir væru alveg að tapa sér...allir að bilast úr hræðslu!!!Þeir svartklæddu sögðust nú ekki vera komnir í því erindi að vera varðmenn á staðnum...heldur hefði verið kallað í þá eftir hjálp og að sjúkrabíll væri rétt ókominn...

Ég sendi þá upp...þangað sem konugarmurinn býr...og þeir sögðu að það hefði verið hringt út af of stórum lyfjaskammti...en voru svo í vafa um hvort líkamsárás væri jafnvel líka með í dæminu...En þeir komust ekki inn til frauku...hún röflaði einhverja steypu innan úr íbúðinni og sagðist ekki geta opnað...hún lægi á gólfinu og gæti ekki hreyft sig...Sjúkraflutningamennirnir voru nú búnir að bætast í hópinn og löggan ákvað að reyna að berja upp hurðina...en ég sýndi þeim svalainngönguna og einn þeirra kleif inn og gat þannig opnað fyrir aðstoðinni...

Daman hafði sem sagt óverdúsað...vildi ekki lifa lengur og var búin að fá nóg af lífinu...skelfilega sorglegur veruleiki sem nísti mann inn að hjartarótum....Það var dælt upp úr henni...án hennar vilja...en samt var hún nokkuð brött þegar hún fór í sjúkrabílinn...og daðraði pínu við einn sjúkraflutningamanninn..

Við vorum alveg í mínus eftir þessa reynslu og fengum húsnæðisfulltrúa bæjarins...sem á íbúð konunnar...til að koma og hann varð vitni að þessu öllu saman...

  

Við bjuggumst við meiri látum...en sem betur fer var allt hljótt það sem eftir lifði nætur...

  

Frökenin kom svo galvösk aftur heim og liðið mætti...eflaust til að fagna lífinu með henni...og sigrinum yfir því...

Um ellefu kvöldið eftir dinglaði hún og bað okkur um að kalla í sjúkrabíl... sagðist aftur hafa óverdúsað...og vildi hjálp...

Okkur dauðbrá...áttum síst von á þessari uppákomu....en ég settist með henni fram í gang og Magginn hringdi á sjúkró. Krulli var á vappi bakvið hús á meðan ég sinnti kellu...en kom ekki inn á meðan...

Ég reyndi að tala við ræfils konuna og ég hef aldrei séð jafn órólega og illa tengda manneskju...sem virtist þó njóta þess að fá þessa athygli og var öll hin einkennilegasta...svaraði þó spurningunum mínum og spjallaði heilmikið...En henni finnst ekkert skemmtilegt...á engin áhugamál...langar ekkert...vill ekkert...

Nema kannski flytja til Danmerkur....það væri þá helst það...

Þegar sjúkró kom var hún voða upprifin og var sko alveg með á tæru hvað hún hafði étið og hversu mikið...og að sjálfsögðu sinntu þeir sinni borgaralegu skyldu og fóru með hana upp á slysó...

Hún daðraði aftur smá...

  

Enn sátum við...furðu lostin...og vorum ekki að botna þessa konu. Og Krulli...kjagaði beint inn...var með lykil og allt...og skondraðist inn í íbúðina...sem hann alls ekki mátti....samkvæmt reglum bæjarins...

  

Klukkan tvö um nóttina kom svo konukindin blaðskellandi heim...skutlað af löggunni...voða hress og kát og kjaftaði á henni hver tuska...því hún og Krulli mættust við innganginn...rétt við svefnherbergisgluggann okkar...þvílíkt surprise...!!!

Nú var eins og sjálfur djöfsi gengi laus...dynkir...hróp...skellir... högg...brak...öskur...hurðaskellir...bílar að fara og koma og guð veit hvað ekki var í gangi þarna utan við hurðina okkar...og fjölskyldan hímdi vakandi og lömuð af hræðslu..tilbúin að takast á við innrás eða eitthvað þaðan af verra...með hamar uppivið....ef ske kynni...Sama var upp á teningnum hjá hinum íbúunum...það er að segja þessum fáu sem enn eru eftir...enginn þorði að hiksta eða hósta...allir sátu stjarfir bak við luktar dyr og þannig leið nóttin..

Klukkan sex fór síðasti bíllin...og það datt á dauðaþögn. Við vissum ekkert hvort einhver væri í íbúðinni..lífs eða liðinn...en það þorði enginn fram fyrr en um áttaleytið. Sem betur fer átti ég frí þennan dag...og ég hringdi í skóla barnanna og fékk frí fyrir þau...því þau voru jú nýsofnuð og Minnstan reyndar veik í ofanálag...

  

Loks laumuðumst við fram til að skoða hvort einhver verksummerki sæjust...og það blasti við frekar skelfileg sjón... eyðilegging... glerbrot... spýtnabrak...sígarettustubbar og ógeðslegur fnykur svo maður kúgaðist...

  

Millihurðin í ganginum var löskuð og glerið þar brotið í mél. Hurðin inn í títtnefnda íbúð var í henglum...og spýturnar út um allt. Og lyktin sem barst fram..Ó mæ gooood!!!

Ég hringdi í húsnæðisfulltrúann og hann kom ásamt smið til að líta á eyðilegginguna. Það þorði enginn íbúanna að kíkja inn til að athuga hvort fólk væri þarna inni. En við sáum inn..úff...kattaskítur...hlandpollar...skítug föt og skór...drasl allsstaðar...brotnar mubblur og guð má vita hvað þetta var alltsaman...Löggan kom og fór inn með húsnæðisfulltrúanum...og þarna inni lágu konan góða og Krulli...útúrspíttuð og ógeðsleg...og vissu ekkert í þennan heim eða annan...Sjúkró kom til að kanna ástandið...en sem betur fer þá var þetta víst bara eðlilegt ástand fíkla....og það náðist að vekja þau.

Og þeim ver endanlega hent út.

  

Mikið ofbóðslega fann ég til með þessum vesalingum sem löbbuðu bara út...sísvona...eigandi ekkert athvarf...engan stað til að búa á...bara í fötunum sem þau stóðu...en þau hlógu og fífluðust og fannst þetta bara fyndið.

  „Þau finna sér annað greni“ sagði lögreglumaðurinn sem kom þarna...sá hinn sami og hafði keyrt hana heim af slysó um nóttina....

„Það er nóg af þessum holum út um allt...“

  

Við bjuggumst við eftirmála...en sem betur fer bólaði ekki á neinum...og það hefur ríkt ró og friður í blokkinni okkar síðan....langþráður og kærkominn friður.

Það mætti sveit manna í hvítum samfestingum með grímur fyrir vitunum til að taka til í íbúðinni...setja eigur konunnar í gám og fjarlægja...hreinsa til og þrífa...íbúðin er fokheld núna....  

Þeir fundu hluti í okkar eigu í íbúðinni....sem við vildum ekkert sjá aftur...en eitt af því sem fannst á gólfinu var gamalt bankaskírteini frá Kreditkassen í Noregi...með bankareikningsnúmerinu mínu á og nafni. Það er okkur algerlega hulin ráðgáta hvernig þetta komst þarna inn...???

En...maður hafði sko ekki geð í sér að sjá eða snerta á hlutunum sem þarna voru innanbúðar..oj barasta...

  

Vá hvað þetta er skrýtið...þessi heimur er svo hulinn manni...sem betur fer...maður þekkir þetta ekki...maður skilur þetta ekki...og maður prísar sig sælan að tilheyra honum ekki.

  

Og vonandi er þessi reynsla börnunum mínum viti til varnaðar...

  

Mikið sem maður finnur til með fólki í þessari stöðu í lífinu...en samt svo ömurlegt að það vilji ekki hjálpina sem því býðst...fíknin virðist lífsviljanum bara svo miklu yfirsterkari.....

  

Ég ákvað að deila þessu með ykkur hérna á blogginu..bara svona til að gefa smá innsýn inn í það hversu flest okkar hafa það bara ótrúlega gott...við sem höfum valið „heilbrigðu“ hliðina á lífinu...hamingjusöm og þakklát fyrir það sem við höfum.

  

Þrátt fyrir kreppu...þrátt fyrir erfiðleika...þrátt fyrir að þurfa að takast á við lífið á einhvern hátt í einhvern tíma...þá höfum við það bara alveg ótrúlega gott...er það ekki bara ????

MUNA: -Ég er ákveðin í að vera jákvæð og hamingjusöm, hverjar sem aðstæðurnar eru, því ég hef lært af eigin reynslu að stór hluti af hamingju okkar og að sama skapi vansæld okkar byggist á viðhorfi okkar en ekki kringumstæðum 

-Sjálfsmat byggist á því hvernig ég raunverulega met sjálfan mig. Aðrir munu síðan meta mig í samræmi við mitt eigið sjálfsmat.

-Ég trú því að ef þú eltir drauminn sem þú átt, þá mun hann rætast.  

 

 

Lovjú mikið….


...ÉG VERÐ AÐ SEGJA YKKUR.....

          

Ég má til með að segja smá sögu hérna...aþþí hún er svo ógó krúttleg....

Í gærkveldi...eftir ótrúlega magnaðan fótboltaleik...ákváðum við hjónakornin að fara bara í bíltúr...róa taugarnar og taka myndavélina með....

Minnstan slóst í hópinn og við rúntuðum hingað og þangað... 

Við stífluna í Ártúnsholti vildi Magginn mynda einhvern foss sem hann sagði vera þarna í grenndinni og Minnstan skokkaði með...

Ég ákvað hins vegar að sitja eftir í bílnum og hlusta á Mugison og Hemma Gunn...og pára nokkur orð á blað...kannski ljóð eða eitthvað....

  

Það var myrkvað þarna...en í skiminu frá einum götuvitanna sá ég þokkalega til að skrifa....og hafði meira að segja soldið fyrir því sko...

Ég sökkti mér í verkefnið...en skyndilega...var bankað á bílrúðuna....obbobobb hvað mér brá!!!Ég horfði í augun á ókunnum manni...með hjálm...og skrúfaði ofurvarlega niður rúðuna...og bauð gott kvöld...með hjartað á tvöhundruðogtuttugu...Honum virtist létt...en spurði hvort það væri í lagi með mig...hvort ég væri ókei??? Já...ég hélt það mú...???

Hann sagðist hafa hjólað framhjá...fannst bíllinn standa á furðulegums stað...og sá bara einhverja hrúgu í ankannalegri???....stellingu...eða svo virtist honum allavega....

  

Ég sannfærði hann um að allt væri í fínu lagi...ég hefði það bara mjög gott...en mér fannst frábært að hann skyldi tékka....en ekki bara hjóla framhjá...án þess að vita hvort eitthvað voveiflegt væri á seyði....alvöru samferðamaður...sem lét sig aðra varða....

Ég meina...ég hefði getað verið dauð...eða slösuð...undir einhvers konar áhrifum...eða hvað það nú er sem hent getur fólk....og hann athugaði máli...en hjólaði ekki bara áfram...veltandi fyrir sér því sem hann sá...

  

Mér finnst ég einhvern vegin ekki hafa þakkað þessum manni nógsamlega...var eiginlega bara of hissa...svo ef þið þekkið hann...þá skiliði kæru þakklæti....frá mér....

    

Í BÍLNUM VIÐ STÍFLUNA....

  

Sit í bíl og skrifa orð á blað

 

sit og gleymi alveg stund og stað

 

orðin renna frá mér ótt og títt

 

á blaðsíðunum skapa eitthvað nýtt

 

hugurinn á heljarinnar ferð

 

heltekinn af minni ljóðagerð

 

ég húki ein í myrkum bíl við veg

 

og tilveran er alveg yndisleg.

  

Myrkrið grúfir yfir bílinn minn

 

og fyrir utan velkist heimurinn

 

ég sökkvi mér í orðagjálfrið eitt

 

og eftir öðrum hlutum tek ei neitt

 

en skyndilega þögnin rofin er

 

það bankað er á rúðuna hjá mér

 

þótt hrokkið hafi við þá er ég góð

 

í augu ókunns manns ég horfi hljóð.

  

Hann hugðist bara hjóla þennan veg

 

en fannst mín staða eitthvað undarleg

 

bíllinn þarna einn og ljósalaus

 

og veran inn í honum hengdi haus

 

af hugulsemi sýndi kærleik sinn

 

að staðnæmast við dimman bílinn minn

 

og kanna hvort þar eitthvað væri að

 

hvort eitthvað gruggugt hefði átt sér stað.

 

Við horfumst svo í augu augnablik

 

og á hann sé ég koma soldið hik

 

spyr samt hvort mér líði ekki vel

 

ég sé að honum er ekki um sel

 

En hugga strax og skýri róleg frá

 

veru minni þarna, þar og þá

 

segi honum að ég sé ekki ein

 

og enginn hafi unnið mér neitt mein.

   

Hann anda varpar léttar er hann fer

 

með þakklæti og kveðjusöng frá mér.

 

ég sit og horfi á hann hjóla burt

 

af hugulsemi hafði hann mig spurt

 

hvort væri allt í lagi konu hjá

 

sem þakkar það og gleðst yfir að sjá

 

að Miskunnsamur samverji fer um

 

á Íslandi á krepputímunum.

 

BH 2009.

      

 

 MUNA: Betra er að ljúka smáverkinu en skilja stórvirkið eftir ólokið.

-Stígðu í fyrsta þrepið í góðri trú.  Þú þarft ekki að sjá allann stigann. Stígðu fyrsta skrefið -

-Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér..…og til að horfa á alstirndan himininn…

ES: Vitiði hvað Magginn sagði þegar ég sagði honum frá þessari óvæntu heimsókn???"...Ógó praktískur: Af hverju kveiktirðu ekki ljósið í bílnum?????

Döhhhhh.....


...JIBBÍ JEI...JIBBÍ JIBBÍ JIBBÍ JEI....!!!

        

Ég fann tíma til að setjast niður og blogga...jess!!!

  

Ég er sko ekki hætt og þó það hafi fækkað heimsóknum hingað inn þá held ég samt áfram...enda slétt sama hvað öðrum finnst...he he...

  

Páskahelgin á enda runnin og ég get svo svarið það...ég hefði gefið mikið fyrir framlengingu á því...allavega svona fimm daga...svo ljúft og gott var það að slaka á með fólkinu sínu...njóta þess og hafa gaman...

  

En fyrir páska ...nánar tiltekið þann 5. apríl vöknuðum við Trönuhjallatöffarar óvenju snemma...

  

Minnstan var rifin á fætur og strax klukkan átta var Matthildur Björg...ofurfrænka...farin að flétta dömuna og krulla og gera ógó fína...enda fermingardagurinn runninn upp....

  

Mikill undirbúningur að baki og dagurinn loksins kominn...bara gaman...

  

Við vorum þegar á föstudag búin að skreyta salinn hátt og lágt með dyggri aðstoð Elnu...Ástu og Jenna og var þemað í ár bleikur...nema hvað????

  

Ég var búin að ákveða alla hluti og var því bara verkstjórinn...stjórnaði öllum hægri vinstri og var mjööög ánægð með árangurinn....

Laugardagurinn fór í að elda matinn og gera allt klárt fyrir veisluna...við vorum með hamborgarhrygg og Roast Beef...Lambakjötspottrétt fjölskyldunnar og kjúklingapastasdallat...hrísgrjón og kartöflusallat a la Elna...sósu og remolaði...steiktan lauk og kartöflustrá og Litli bróðir og flottasta mágkonan mín bökuðu brauðið...lurkana góðu sem familían blátt áfram elskar...

Og svo var kransakaka og Rice Chrispieskaka...konfekt og Qality Street með kaffinu...bara dásamlegt allt saman...

Þegar svo daman var tilbúin var öll fjölskyldan í startholunum og því ekki eftir neinu að bíða...svo við brenndum upp í Hjallakirkju.

 

Athöfnin var frábær....prestarnir líflegir og skemmtilegir...kórinn hress og vel syngjandi og allt voða afslappað og skemmtilega lifandi...

Ömmurnar og afarnir mættu í kirkjuna með okkur, Biddý frænka og Ásta og Jenni auk Adams Inga og Péturs svo daman fékk aldeilis athyglina og samfylgd upp að altarinu....

 

Þetta var samt ótrúlega skrýtin tilfinning...að horfa á eftir Minnstunni sinni inn í fullorðinna manna tölu...litla skottan...sem manni finnst alltaf eiga að vera Minnstan...bara orðin „fullorðin“...svo ótrúlega falleg og yndisleg á alla kanta...

Ég hef reyndar þá trú...að þrátt fyrir að vera langminnst þarna í fermingarhópnum...þá á þessi stelpuskotta eftir að verða með hávaxnari stelpunum síðar á unglingsárunum....bíðum bara róleg...

Bæði Elstimann og Miðormurinn voru minnstir í sínum fermingum...en eru nú orðnir verulega hávaxnir...og löngu vaxnir upp fyrir foreldrana...he he....

  

Eftir ljúfa stund í kirkjunni var svo skondrast heim í Trönuhjallann til að gúffa í sig smá hádegismat og svo var strikið tekið í salinn góða þar sem allur undirbúningur fyrir gestakomuna fór á fullt....

  

Veislan gekk svo súper vel og það var vel borðað...sem hlýtur að teljast hrós....

  

 

Daman ljómaði allan tímann og var virkilega að njóta dagsins....enda allt gert til að hafa hann sem fullkomnastan...

  

 

Skvísan fékk flottar gjafir og fullt af peningum og ég er að segja það...það þurrkaðist ekki af henni brosið allan daginn...og langt framá nótt....

  

Svo...nú á ég bara fullorðin börn...he he....

    

Samt ekki svooo fullorðin...allavega yngdust þau helling daginn fyrir páska....og linntu ekki látum við mömmuna sína fyrr en þau fengu hana til að  útbúa ratleik...þar sem páskaeggin voru falin í vísum og gátum....Ekki það að minni leiðist það...ónei...minni finnst það ógó gaman...en ég hélt samt að ungahópurinn væri vaxinn upp úr þannig leik....nennti þessu ekki...En þannig var það barasta ekki...   

Það tók þau 52. mínútur að finna eggin...en það er algjört skilyrði að eggjanna er ekki leitað...það er alveg bannað að opna skápa eða kíkja á staði sem ekki eru tilgreindir í vísbendingunum.....heldur verður að leita vísbendinganna og finna hverja og eina í réttri röð til að finna eggin góðu....

  

Leikurinn heppnaðist vel...en það er af sem áður var að liðið sé vaknað klukkan sex eða sjö á páskadag....he he...það var sko ekki farið á fætur fyrr en um hádegi svo hópurinn rétt náði að leita og finna eggin áður en við áttum að mæta í páskaboð í Funalindina....til pabbalings og mömmukrúttsins...

  

Og ungunum mínum barst liðsauki...því kærasta Elstamanns var hér þessa páska og hún tók þátt í leitinni með þeim....

    

 

Já...það er að fjölga í Trönuhjallanum...svona öðru hvoru allavega...þegar hún er í heimsókn....og fær að gista....obbobobb...en ekkert umfram það...ekki vaða hérna....

  

Magginn og eg erum oft að pæla í hvenær það verði þannig að í stað þriggja ormagorma verði sex stykki í húsinu...vonandi samt ekki alveg strax...íbúðin er kannski aðeins of lítil fyrir það....Miðormurinn sefur í holinu...undir tölvuborðinu þegar daman gistir hjá Elstamanni...thí hí...

  

En sem sagt...fermingin var yndisleg og páskarnir komu sem kallaðir....því þreytan var orðin töluverð....mikið álag heima og í vinnu og það er náttla ekkert smáræði að ferma einn ungling sko...afrek út af fyrir sig...

  

Við fórum einn rúnt um Reykjanesið með myndavélina góðu á Skírdag...og tókum fullt af flottum og skemmtilegum myndum og svo tjilluðum við alveg fyrir peninginn...

  

 

Magginn fór þó að vinna á laugardag...en Minnstan og ég skelltum okkur í Reykásinn með albúm og skrapp og skröppuðum með heimavarnarliðinu þar á bæ allan daginn....

 

  

Ekki spilltu góðir fótbolta og körfuboltaleikir...og þrátt fyrir að vera eldrauðir Valsarar gátum við ekki annað en fylgst með körfuboltaeinvígi KR-inga og Grindvíkinga...en héldum náttla ekki endilega með neinum...nema kannski Jakobi...EKKI KR...BARA Jakobi...en BARA af því hann er að vinna í litla bláa krúttkofanum og var þar líka sem barn....

  

Leikirnir voru náttla bara tær snilld og maður sá takta sem eru sjaldséðir hér á klakanum kalda og góða...en síðasti leikurinn var samt nærri búin að sprengja blóðþrýstingsmörk margra aðdáenda liðanna...

  

Ótrúlega notaleg helgi að baki og mikið af stuttum og góðum fríum framundan..það er ekki leiðinlegt....

  

Læt páskaleikinn fljóta með hérna inn og vona að höfundaréttur sé virtur...ef einhver vill nota leikinn er það í góðu lagi...svo fremi sem það komi fram að hann er mín hugarsmíði..

  

Og talandi um það...nú er ég bara að bíða eftir viðbrögðum útgefanda við bókinni minni...ógó spennandi...og vonandi er hún útgáfuhæf....7-9-13....

   

Æ...sorrý...verð að láta þennan flakka....

   

Kynmök,dáleiðsla ætli þetta sé rétt?

   

Kona ein kom heim til sín og sagði við eiginmanninn; “Veistu að höfuðverkjakösin sem ég hef verið að fá undanfarin ár eru alveg horfin”. “Hvað segiru, hvað gerðist?” spurði maðurinn.

 

“Hún Magga ráðlagði mér að fara til dáleiðara og hann sagði mér að standa fyrir framan spegil, stara á sjálfa mig og endurtaka; Ég hef ekki hausverk, ég hef ekki hausverk. Og ég hef ekki fengið höfuðverk síðan. Þetta virkaði svona æðislega vel.”

 

“Þetta er frábært, þetta er æðislegur árangur.” Sagði maðurinn. Þá sagði eiginkonan; “Þú hefur ekki verið neinn orkubolti í rúminu síðustu árin. Af hverju drífur þú þig ekki til dáleiðarans og athugar hvort hann geti ekki gert eitthvað fyrir þig svo þetta lagist?” Eiginmaðurinn samþykkti að prófa og eftir heimsókn til dáleiðarans kom hann heim og þreif konuna í fangið, reif hana úr fötunum og bar hana inní svefnherbergi, lagði hana í rúmið og sagði “Bíddu smá, ég verð enga stund”. Svo fór hann inná baðherbergi og kom til baka stuttu seinna og seinni ástarleikurinn með konunni var enn betri en sá fyrri og annað eins hafði eiginkonan ekki upplifað árum saman.

 

Konan settist upp í rúminu en eiginmaðurinn sagði þá; “ Ekki hreyfa þig, ég kem eftir smá” og svo dreif hann sig aftur inná baðherbergið. Konan var forvitin og læddist á eftir honum og sá að hann stóð fyrir framan spegilinn og endurtók í sífellu, “Hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín, hún er ekki konan mín.

 

” Jarðarför hans fer fram næsta föstudag.

    

Ég brjálast!!! Ha ha ha!!!

 

MUNA: Hafa gaman af lífinu og njóta alls þess sem það hefur upp á að bjóða...það er svo eeeendalaust margt til sem getur glatt mann og komið til að hlæja....“Til þess að fólk viti að þú elskir það þarftu að gefa því eitthvað af tíma þínum”   

 

Elskjú !!!! 


...AF OKKUR ER ÞETTA HELST:....

          

Úff...tek áskorununum og blogga smá....

  

Ekki eins og mér finnist það ekki gaman sko...það er bara þetta með tímann og mig...við erum stundum ekki alveg í takt....

  

Ferming heimasætunnar nálgast óðfluga og púslin eru nánast öll að smella á sinn stað....er að fara yfir fatamálin þessa stundina sem og gera innkaupalistann...er svo heppin að eiga einn til að miða við og því er málið nú ekki sérlega flókið....

Fæ salinn góða seinnipart föstudags og þá er bara að byrja að skreyta..jibbí!!!

Verður gaman að leika sér með bleika litinn...er nebbla sko búin að prófa bláan og limegrænan....

   

Við Minnstan erum búnar að vera duglegar að sanka að okkur hinu og þessu og erum hrikalega spenntar að sjá árangurinn....

  

Á laugardaginn fórum við í Reykásinn þar sem ég fékk hjálp við Rice Chrispies kökuna...miklu skemmtilegra að gera hana með Elnunni skiluru...og á meðan dundaði Matthildur við hárið á fermingarskvísunni og þær komust að mjög góðri niðurstöðu....

Magginn tók svo slatta af myndum af fermingardömunni í sparifötum og hversdagslegum fötum...og tókst mjög vel til...myndirnar ótrúlega skemmtilegar og flottar og daman alsæl...enda eeeelskar hún að pósa....

Veit ekki hvaðan hún hefur það....????

  

Undirbúningur sem sagt á lokastigi og allir farnir að hlakka til stóra dagsins...

  

Hugsa sér...ÞRIÐJA OG SÍÐASTA FERMINGIN...á FJÓRUM árum...þetta er náttla bara bilun...eða snilld...maður ryðgar ekki í veislufræðunum á meðan....hehe....

  

Alltaf gaman....

     

Trönuhjallatöffararnir annars bara frískir og sprækir og Elstimann alveg búinn að ná sér eftir slysið leiðinlega....

Nóg að gera í vinnunni hjá okkur Magganum og við ótrúlega þakklát og glöð að hafa vinnu á þessum síðustu og verstu....ekki allir svo heppnir...því miður....

Og þegar þessum stóra undirbúningi lýkur hefst annar stór...en við erum sem sagt búin að ákveða að flytja...koma okkur héðan burt...því þó Trönuhjallinn sé yndislegur...þá er ýmislegt á kreiki sem ekki hentar okkur að búa við...og svo erum við náttla komin með svo stóra strákapjakka að það er eiginlega ekki lengur hægt að bjóða þeim að búa í sama herbergi...þó það sé risastórt....

  

Og hver vill fá reykt gras inn um gluggann hjá sér alla daga...nei maður spyr sig...???..ekki það að maður sé ekki slakur sko...sofi vel og svona...nei grííín....!!!!

Yrði ekki hissa þó einhvers konar blómarækt yrði upprætt hérna einhvers staðar innanhúss...svei mér þá...enda klakabúar sumir hverjir afar iðnir við að rækta þessa iðagrænu blómategund....allavega miðað við fréttaflutning síðustu vikna....svo...af hverju ekki grannar vorir?????

Það er kannski alveg hægt að verða ríkur á þessum varningi...??? Kannski bara illa misskilinn fjárfestingaleið....???...nei...segi bara svona...

Eru ekki annars allir að reyna að finna sér einhvers konar sprota?????

     

Hey...tveir góðir:

  

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"



Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt. Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"



Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. "Nei, ætli það...ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

  

Ha ha ha!!!

     

 

 

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna,sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
-Heyrðu elskan...fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.




Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu.  Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !



Ég verð að játa að ég á skynsama konu! Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: 
-Ekki vandamálið...drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur...ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt túbusjónvarp!...eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi... 



Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

 

 

Thí hí...

 

 

   

Jæja…nóttin farina ð faðma okkur hérna á hjara eraldar…tunglið glottir og stjörnurnar kíkja forvitnar inn um gluggana til að dást að sofandi manneskjum sem hjúfra sig undir hlýjum sængum sem skýla þeim fyrir frostköldum vindinum sem nauðar þarna utan við gluggann…og dreyma um betri tíð með blóm í haga…sæta langa sumardaga….

  

MUNA: Það eru ekki einstöku, stóru verkin þín sem skipta sköpum um hver þú raunverulega ert heldur smáatriðin sem þú sinnir í daglega lífinu.

- Ef þú vilt vera hamingjusamur, settu þér þá markmið sem endurspeglar hugsanir þínar, leysir úr læðingi orkuna þína og lýsir vonum þínum og þrám. -

Það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað.

  

-Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfið en góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri. Réttu samferðarfólki þínu hönd vinátturnar.

Lovjú alltaf....

« Fyrri síða | Næsta síða »

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband