...HRAKFALLABÁLKAR.IS....BARA GÓÐIR Í SUMARLOK...

 

Ó þú dýrmæti tími...hvert ertu að æða??? Það verða komin jól áður en maður veit af!!! Kannski eins gott að setja bara upp skrautið núna svo það verði örugglega búið að hanga aðeins áður en jólin eru öll!!!! 

Sumarið senn á enda og hversdagsrútínan hafin á nýjan leik...og allir bara mjög sáttir.

 Hrakfallasumarið mikla liðið og familían farin að hlæja að öllu saman...enda svosem ekki annað hægt! Og ekki eins og við séum ekki búin að liggja í kasti...Ó mæ gooood!!! Ég á eftir að ljúka ferðasögunni...en sem betur fer er síðasti hlutinn ekki eins krassandi...enda kominn tími á að við fengjum smá breik...en bara smá!!! Síðasta frívika Maggans var nýtt til að slaka á í Akurgerði í Ölfusi... hmm...kannski ekki alveg til að slaka á...en allavega...breyta um umhverfi.... 

 

 

Vorum reyndar bara fjögur fyrsta sólarhringinn...Elstimann og Kærastan hans fóru norður á Mærudaga og voru hjá hennar fólki þá viku.

 

Við hin stormuðum í bústaðinn...með fullan bíl af þægindum... og góðum fyrirheitum....

 

Það var samt aðeins að trufla mig að jarðskjálftaspáin vofði yfir og ég var ekki alveg róleg...fannst eins og ég hefði átt að hlusta betur...en ekki vera svona hipp og kúl og þykjast ekki láta hana hafa áhrif....því mér var sko langt í frá sama...

 

 

Stoppaði meira að segja í VeraHvegi og keypti Vikuna....til að lesa þetta ein og sjálf...og hún var meira að segja uppselt í Mærunni...en fékkst á N1.

 

Gaurinn sem var að afgreiða í Mærunni hló þegar ég spurði um blaðið... fannst ég nett galin...eins og reyndar þorri íbúa bæjarins....fannst þetta bara rugl og ekkert til að vera að stressa sig yfir...hann hefði sko ekki verið hræddur í stóra skjálftanum...OFURgaurinn...

 

Ég drakk í mig greinina um jarðskjálftann yfirvofandi og fann hjartsláttinn örvast og blóðið þrýstast gegnum hjartalokurnar...obbobobb...af hverju tók ég ekki draslið niður úr hillunum????

 

Við komum okkur vel fyrir þarna við rætur Ingólfsfjalls...og ég þurfti ekki annað en líta út um gluggana...til að vera minnt á afrek síðustu jarðhræringa....þvílíka hetjan...en þetta er annar tveggja bústaða sem eyfa hunda...svo....valið er ekki feitt...

 Við grilluðum...spiluðum og kúrðum saman í pottinum...tjöttuðum saman... bulluðum og fífluðumst...hlógum eins og vitleysingar  og höfðum það ógó gott. Þegar hinir lögðust til hvílu lagðist ég útaf með bók í hönd og hætti ekki fyrr en ég var búin með hana...“Á ég að gæta systur minnar“???? Það runnu ófá tár og ég var pínu geðveikisleg í útliti með rauð og þrútin augu þegar ég fór loks að sofa....OF ósátt með endinn.....

 

 

Bóndinn í Akurgerði dró nú ekkert úr sínum lýsingum á ástandinu þarna 29.mai 2008 og var iðinn að segja okkur frá hamaganginum og látunum þann dag...og þetta átti upptök sín 500 metra frá blessuðum bústaðnum OKKAR!! Hann var mjög ræðinn...þessi elska...enda eins gott...því hann þurfti nokkrum sinnum að koma við og laga nokkra hluti sem ekki voru í lagi....og leiddist það sko ekki....

 

Á sunnudeginum kom svo Reykásengið í hús og svo voru náttla grannar okkar í VeraHvergi ekki langt undan...og kíktu nokkrum sinnum....sem og margir fleiri góðir....bara gaman....

 

Verst að Mömmukrúttið mitt og pabbalingur fundu ekki kofann!!!!

 

Og nú geri ég smá játningu: Eftir allar lýsingar Herra Bónda runnu á mig tvær grímur....rauð og svört...og ég rúllaði ásamt Magganum í bæinn til að GERA RÁÐSTAFANIR.... nákvæmlega.... 27. júlí 2009. Og hann lét þetta eftir mér..og hló sig vitlausan að mér þar sem ég þrammaði um alla íbúð...færandihluti úr stað...tæmdi allar hillur og setti hluti undir sófa og borð...tæmdi allt sem ég var nýbúin að setja upp eftir nýafstaðna flutninga...og endaði á að víra saman eldhússkápana...bara svona til að sleppa mögulega við glerbrot og leiðindi...minnug þess sem ég sá hjá ættingjunum og vinunum hérna forðum daga....sko...þetta er í raun bara leti...ég nenni ekki að þrífa meira en ég nauðsynlega þarf...og ef ég kemst hjá því...þá er ég game!!!!

 

Já...hlæið bara...ég glotti líka...en mér fannst bara svo klikkað að gera ekkert EF......þetta OFURöfluga EF.....og sjá svo eftir því síðar....

 

Núna er til dæmis allt komið á sinn stað og svona...voða fínt....

 

Stundum er tilgangur með hlutum...og ég held svosem ekki að neitt í okkar lífi sé tilviljanir...en þarna kom sér vel að við skruppum í bæinn því á leið okkar út úr bænum...með viðkomu á stað sem við förum annars ALDREI á...sáum við mann sem við þekktum vel...og leist ekkert á útlitið...

 

Við stoppuðum því og fórum út og það kom á daginn að hann hafði verið að fá fréttir sem komu honum verulega úr jafnvægi,....og okkur reyndar líka.

 

Við gátum því staldrað hjá honum meðan hann var að jafna sig og verið honum styrkur um stund.

 

Við vorum verulega slegin því fréttin snérist um mág minn og það að hann hafði verið að greinast með æxli í heiladingli þennan dag.

 

Við fórum reyndar þangað en hann var aftur á móti kominn í bústaðinn og beið okkar þar....

 

Þrátt fyrir að vera verulega sjokkeruð sáum við samt marga ljósa punkta...m.a hversu fljótt þetta uppgötvaðist og að meðferðin gat hafist samdægurs og fólst ekki í krabbameinsmeðferð heldur hormónameðferð.... mun skárri kostur af tveimur slæmum....

 

Við reyndum að sjá allt það jákvæða og góða við þennan ófögnuð og þó það hljómi kannski asnalega þá voru margir ljósir punktar og við ákváðum að nýta þann hæfileika sem við eigum og vera jákvæð og trúa því að þetta verði lagað á skjótan og öruggan máta...enda öll merki um slíka möguleika....og málin strax komin í farveg....

 

Og við...kvikindin...sáum líka spaugilega hluti...m.a þótti okkur frekar fyndið að einn fylgikvilli lyfjanna er spilafíkn...og við búin að spila póker og blöffpóker í allt heila sumar!!!! Verðum greinilega að vera virk í vetur líka!!! Ekki vesen!!!!

 

En einn fylgikvillinn var ekki eins fyndinn...hann var sá að „kallinn“ var sífellt að detta...og það var sjokkerandi...það leið bara yfir hann sísvona...í miðri setningu...og var svo nokkuð fljótt að ganga yfir...hann var komin í gang aftur eftir smá stund....óhugnalegt!!!

 

Sem betur fer gekk það yfir á viku....og núna er líðanin bara ágæt eftir því sem mér skilst...guði sé lof fyrir það!!!

 

Það þarf svosem ekkert að tíunda það að á mánudagskvöld sátum við svo...alle í húbba....og BIÐUM.....allavega svona í aðra röndina...þó við þættumst horfa á mynd og vera að spila ....en það kom enginn skjálfti...ekki þetta kvöld.....

 

Vikan var bara fín...við skemmtum okkur... nutum þess að vera í fríi og reyndum líka að vera hjálpleg og styrkjandi....og ég held bara að okkur hafi tekist það þokkalega....

 

Við fengum það líka staðfest að næsta sumar keyrum við á OFSAhraða gegnum Búðardal...sem heitir núna KLÚÐURDALUR...því ofan á allar okkar hrakfarir þar datt systir Rutar af hestbaki þarna í grenndinni og hryggbrotnaði takk kærlega...svo við erum að tala um að koma okkur bara mjög fljótt þar í gegn og ná Vestfjörðunum ÁN áfalla....

 

Elstimann og Kærastan komu í bæinn á miðvikudagskvöld og nenntu ekki í strætó yfir heiðina...svo þau fengu leyfi til að vera heima...en með þeim skilyrðum að amma Fríða myndi kíkja á þau um níuleytið...amma Vallý um hálftólf....svona áður en hún færi að sofa...amma Fríða kæmi svo við um tvöleytið þegar hún væri búin að horfa á myndina sem hana langaði að sjá...og amma Vallý myndi svo kíkja um fimm eða sexleytið til að sjá hvort allt væri nú í lagi....því hún vaknaði alltaf svo snemma... 

 

Elstimann var mjög ábyrgur og samþykkti allar þessar heimsóknir án mótmæla...og áttaði sig ekki á að mamma KVIKINDI var bara að djóka.....en hringdi áhyggjufullur um tólfleytið til að láta mig vita að ömmurnar hefðu bara ekkert komið....ha ha ha!!!

 

Mér er víst ekki við bjargandi...en börnin mín mega eiga það að þau taka þessum fíflaskap alltaf mjöööög vel...múhaha....

 

Um verslunarmannahelgina vorum við svo bara heima að kúldrast...og koma hlutunum fyrir á ný......enda skjálftavirkni með minnsta móti á klakanum í augnablikinu......

 

Núna er semsagt allt komið í fastar skorður...ormagormarnir byrjaðir í skólanum og rútínan farin að taka á sig fasta mynd....

 

Elstimann er kominn af stað í kokkinn í MK á nýjan leik...Miðormurinn á íþróttabraut í FG og Minnstan í níunda bekk í Hjallaskólanum.....

 

Litli blái krúttkofinn er orðinn stærri og litlu krílin mín voru næstum fullorðin þegar ég snéri aftur til vinnu eftir frí. Wów...hvað það var meiriháttar að koma aftur í vinnuna!!!! Móttökurnar konunglegar og fögnuðurinn æðislegur!!! Er hægt að biðja um betri vinnu?????

 

Núna erum við byrjaðar að aðlaga þau á nýja deild og senn fara ennþá minni angar að skrönglast um og læra að vera í leikskóla...án mömmu og pabba....litlu sætu krílakrúttin....

 

Það er bara galli hversu mikil drulla fylgir þessum stækkunum og viðgerðum á skólanum....ryk og óþverri endalaust...og deildin mín verulega mikil eyðieyja þessa stundina...enda eina deildin sem starfrækt er í gamla húsinu góða.....

 

En...þetta verður voða fínt þegar þessu líkur og því bara um að gera að vera kátur og léttur í lund....2010 er málið...eins og ég sagði allan tímann!!! Feis Marbakkakonur!!!!

 

Álfhólsvegsgengið semsagt bara í góðum gír....og algerlega búin að vera laus við öll veikindi...slappleika og flensufár....7-9-13....bara frísk og spræk og tilbúin að takast á við veturinn...

 

Valsararnir mínir hafa ekki alveg verið að meika það í sumar.,..kannski maður ætti að segja sem minnst hérna...en ég er búin að ákveða að gleyma bara  þessu sumri...þar sem allt fór einhvern vegin úrskeiðis...og hlakka til þess næsta....fara vestfirðina án vandræða..... og vinna nokkra titla í boltanum...því þá munu sko mínir menn brillera feitt!!! Ekki nokkur vafi!!!

 

MUNA: Ljúktu erfiðu viðfangsefnunum fyrst.þá mun þér reynast létt að ljúka deginum í góðum gír og þú verður betur undir morgundaginn búinn.

 

Tungan er eins og sverð eða töfrasproti; hún getur bæði sært og deytt, elskað eða læknað.

 - Það versta sem maður getur gert er að reyna ekki, að vita hvað maður vill en gera ekkert í því, að eyða árum saman í að velta því fyrir sér hvort eitthvað hefði getað orðið að veruleika, .....en vita það aldrei –    

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Takk fyrir mig  Alltaf jafn gaman að lesa skrifin þín

Sigrún Jónsdóttir, 26.8.2009 kl. 21:58

2 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar kveðjur :)

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 5.9.2009 kl. 15:08

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband