Bloggfærslur mánaðarins, janúar 2009
...Á TÍMUM BÚSÁHALDABYLTINGARINNAR...
31.1.2009 | 16:00
Það er kominn tími á blogg....
Nóg um að vera hér í Trönuhjallanum og ekki laust við að maginn í manni taki stundum góða vindingu eins og aflmikil þvottavél frá Whirlpool eða eitthvað....
Núna er Magginn nýviðgerður...var í aðgerð á öxl á fimmtudaginn...og ég sem ætlaði aldeilis að dekra hann til tunglsins...lá dauð...af mígreni...og gat ekkert gert aannað en hlaupið á klósettið og kastað upp milli þess sem ég kvaldist undir teppi...
Svo Miðormurinn tók hlutverkið að sér....eldaði matinn...hlúði að okkur og passaði uppá að okkur skorti ekki neitt...ógó duglegur...og krúttlegur...
Skellti sér svo í Húrígúrí í gær og ætlar að vera alla helgina...flottur strákur....
Elstimann tók þá ákvörðun að taka sér hlé í skóla...leita að vinnu...og reyna eitthvað nýtt....og þó mamman sé ekkert sérlega sátt með það..þá er hún samt alveg á því að kannski sé þetta ekkrt svo heimskulegt þar sem áhuginn er ekki til staðar...og því ekki mikills árangurs að vænta...þá er kannski bara betra að leggja áherslu á aðra hluti...þar til löngunin kviknar aftur...og skólinn verður áhugaverður á ný....
Við ætlum að virða hans val...og styðja hann í því sem hann vill gera....það er víst hlutverk foreldra...myndi ég halda....og hann Elstimann er flottur gaur...búinn að hugsa málið vandlega...svo ég trúi að hann finni sig fljótlega aftur...herðist og nái að setja sér markmið í lífinu....
Minnstan er bara alltaf jafn full af orku og endalaust dugleg...hamast í fimleikum og skilar flottum einkunnum úr skólanum...er lífsglöð og dugleg stelpa og ótrúlega viljug að hjálpa til heima...og nostra við Tönju hundastelpu...
Þó ég sé kraftmikil og hörkudugleg kona...he he...svona alla jafna...þá er stundum eins og ég lamist bara svona allt í einu....þegar allar þessar hugsanir um allt þetta ástand alls staðar verður svo yfirþyrmandi og öflugt....togar mig niður og ég skil ekki hvernig á að koma þessu öllu í farveg sem verður ásættanlegur... lífvænlegur....sanngjarn....ÓMG!!!!
Þjóðfélagið logar..búsáhaldabyltingin hefur skilað sínu og stjórnin er fallin...en það leið ekki nema korter áður en þeir... sem áður leiddu okkur áfram og töldu okkur trú um að þeir væru svoooo SAMstíga...SAMræmdir.....SAMmála...allir svoooo SAM...eitthvað....hófu að naga í SAMverjann....hvítþvo sig....hreinsa af öllu bullinu....skíta SAMstarfsaðilann út...bara strax og það varð ljóst að þessi SAMvinna var ekki lengur til staðar....
Þetta er eins og að hlusta á elstu börnin í leikskólanum...ÉG gerði það ekki!...HANN gerði það!...NEI! HÚN GERÐI ÞAÐ!!!...NEIIII!!!...HANN GERÐI MEIRA!!!! HÚN BYRJAÐI!...NEI HANN...ÞETTA ER EKKI MÉR AÐ KENNA...!!!!ú víst! Þú ætlaðir að gera það!!!...nei ég ætlaði það ekki!!!...Jú!.... Nei!Asni...ég ætla aldrei að leika við þig aftur!Mér er alveg sama...þú mátt heldur aldrei koma í afmælið mitt!!!
Buhu....!!!!
Það er eins og eitthvað losni úr læðingi...eðli manneskjunnar er bara einhvern veginn þannig að hafi hún gert mistök er betra að afneita þeim og útiloka en feisa bara og takast á við....
Og þetta endalausa baknag alltaf stöðugt....kemur um leið og einhver snýr baki við andstæðingi sínum...eða eins og hérna...SAMverja sínum....klínir öllu ógeðinu í bakið á honum...og telur sig svo ógeðslega æruhreinan á eftir...ullabjakk!!!!
Versta er að við erum jú öll að reyna að tjasla saman því sama...þessu eina Íslandi sem við eigum...koma skikki á þetta fokking hrun og gera landið aftur að friðsælum heimavelli.....þar sem lífið gengur sinn vanagang...fólk vinnur...étur og sefur....hittir vini og fjölskyldu þess á milli...karpar um krónuna og stjórnmálin....spjallar um daginn og veginn...ber saman uppeldisaðferðir og uppskriftir ...skiptist á skemmtilegum hugmyndum...og ákveður sjálft hvert skal stefna....hvað skal kaupa....uppá hvað skal skrifa....og getur TREYST því að allra hagur sé það sem stjórnvöld hugsa um....og að haldið sé vel um alla tauma.... fjármál...rafmagn...orku...fiskveiðar...heilbrigði landsmanna í öndvegi og bakhjarlinn sterkur og styrkur.... Nú er ég alveg að fara að æla...Þetta er nú meiri vitleysan....óþverrinn og vibbaskapurinn allt um kring...og enn situr Davíð og borar í nefið....hlær að okkur og skilur ekki hvað við erum vitlaus...því hann ÆTLAR EKKI að fara....aldrei...aldrei...aldrei....na na na bú bú....!
Maður prísar sig sælan að hafa vinnu...þakkar það á hverjum morgni að geta vaknað....komið sér á lappir og hlakkað til að knúsa krílin í skólanum....notið þess að eiga vinnufélaga og stressast pínu yfir hlutunum sem eru ekki alveg farnir að virka....bölvað pínu en brosað helling...hentst af stað....örlítið seinn....og verið fagnað af einhverjum sem er glaður að sjá mann...heilsað vinnufélögum og fíflast í þeim....verið í vinnunni og notið....án þess að óttast að missa hana...þetta er að verða eitthvað sem flokkast undir munað...pæliði í því!
En...ég finn samt fyrir svolitlum kvíða svona inn á milli....fyrir framtíð landsins okkar...börnunum okkar og barnabörnunum...hvernig þjóðfélagi munu þau búa í???Hvers konar hluti munu þau setja í forgang???Hvers konar landslag munu þau skapa fyrir líf sitt????
Munu þau læra af okkar kynslóð? Munu þau skilja spillinguna og vitfirrringuna sem hér tröllreið öllu í upphafi tuttugustuogfyrstu aldarinnari? Munu þau gæta þess að falla ekki í sama forarpyttinn??? Munu þau gefa skít í valdagræðgina.... peningafíknina...lýgina...óheiðarleikann...ljótleikann????Munu þau skilja...að til að lifa í sátt og samlyndi þurfa allir að vera heiðarlegir...koma hreint fram...vera þeir sjálfir..?...og umfram allt bera virðingu fyrir sjálfum sér og samferðafólkinu????
Ég er að reyna að trúa því. Horfi jákvæð til framtíðar...til nýs Íslands...til nýrra tíma....nýrra áherslna...nýrra sjónarhorna....Ég er að reyna að sjá fyrir mér lífið eftir...ja...sirka fimm ár...tíu... tuttuguogfimm....fimmtíu kannski....
Þetta verður allt annað líf.....
En...fyrt þarf að byrja hreingerningarnar...tiltektina....sjá hlutina í einni heildarmynd...og byrja að vinna okkur upp úr þessum skítahaug...koma hlutunum þannig fyrir að allir fái notið bernsku sinnar...æsku....unglingsára.... fullorðinsára....elliára....
Þá fyrst verður gott að búa á Íslandi.....
Skrýtið....
Ég hef aldrei talist pólitísk manneskja...eiginlega bara fundist þetta lið á Alþingi herfilega leiðinlegt allt upp til hópa....röflandi um alla hluti...þurfandi að taka marga fundi í að ákveða smotterí....aldrei smmála um nokkurn skapaðan hlut og eiginlega bara ósammála til að vera ósammála...Núna er ég allt í einu farin að hafa sterkar skoðanir...ekkert væl og vol hérna lengur takk...ef fólk vinnur ekki vinnuna sína...þá bara má það taka pookann sinn og fara...sársaukalaust af minni hálfu...hætt að finna til með þeim sem tapa...hætt að vorkenna þessum greyjum sem ekki fengu kosninguna í það eða það skiptið...meira að segja hætt að setja samasemmerki milli stjórnmálamannskins og persónunnar....
Í vinnunni stendur maður sig....ef maður er veikur eða treystir sér ekki til að vinna...þá fer maður heim....ekkert ææ og óó lengur....annað hvort er maður í vinnunni eða ekki....punktur og basta....
Ég vel sjálf hvort ég er veik í vinnunni eða fer heim...og ef ég vel að vera...þá verð ég bara að standa mína vakt...en ligg ekki í sófanum og ætlat til að hinir taki mín verkefni að sér....vorkenni mér...aumki sig yfir mig....ef ég vel að fara heim...þá er það í þeirra höndum að skipta milli sín verkefnunum....en þá er ekki stólað á mig...þá stólar fólk á sjálft sig...þá sem eru á staðnum...og ég verð að treysta þeim...hef í raun ekkert um málið að segja...Þannig hljóta hlutirnir að ganga fyrir sig allsstaðar....og ég er hætt að vorkenna þeim sem ekki taka ábyrgð á sjálfum sér...eða verkum sínum...alveg hætt....og það er stórt þroskamerki hjá mér...
Klöppum fyrir því....
Allir hafa sinn djöful að draga...
Ég finn til með þessum persónum sem nú glíma við erfið og þung veikindi...finn mjög mikið til með þeim...og vona sannarlega að þær komi heilar og sterkar út úr þeim...en hitt er svo annað....að það afsakar ekki ástandið eða tildrög þess...það gerir forystumennina ekkert betri...aumkunnarverðari eða heiðarlegri....þetta eru tveir aðskildir þættir sem fólk verður að passa að súrra ekki saman...Þetta er annað stórt þroskamerki hjá mér....
Djöh...hvað ég er að þroskast þessa dagana....he he...
Ég fór í bæinn...án búsáhalda þó...en ákvað að hætta mér inn á svæðið...finna hjartsláttinn...taka púlsinn á aðstæðunum...og ég fann að ég var partur af þessari heild....
Þó ég hafi ekki stormað á alla fundina...barið potta og pönnur...eða kveikt elda...þá var ég partur af heildinni...og það söng í hausnum á mér...og syngur enn...takturinn...rythminn...bomm bomm bomm...krafan um réttlæti á Íslandi....
Í fyrra skiptið var hatrið allsráðandi...stígandinn magnaður og hávaðinn ótrúlegur....og ég fékk í magann....var smeyk...tók nokkrar myndir og kom mér svo burt....en í seinna skiptið var allt annar andi....engin reiði...ekkert hatur...bara sterkur og ákveðinn vilji...kraftmikill og stöðugur...og þessi styrkur fólksins smitaði út frá sér....mér leið vel....fékk ekki í magann...gat brosað og hlegið og tekið fullt af myndum....og var stolt af að vera íslendingur...
Enn eitt þroskamerkið....
Í Trönuhjallanum erum við ekkert alltaf sammála um þessa blessuðu pólitík...verðum aldrei sammála um leiðirnar til árangurs...forystusauðina og flokkana....en það gerir ekkert til....það er lýðræði á heimilinu....enginn einn sem hefur rétt fyrir sér...ekkert eitt er endilega rétt...enginn einn sannleikur...það má...og það er virt...
Við erum bara jákvæð...og bjartsýn...bíðum frétta af nýrri stjórn...og vonum að Jóhanna nái að standa undir væntingum...þar sem hennar tími er jú greinilega kominn.......kannski það eigi við um okkur líka????
MUNA: Láttu óttann ekki ná tökum á þér - haltu honum frá þér.
Lífið er röð lexía sem maður verður að upplifa til að skilja
PS: Allir sem lesa verða að skilja eftir upplýsingar um skóstærð og uppáhalds drykk...svo ég fái smá nasaþef af því hverjir lesa bloggið mitt...bara svona smá forvitni skiljiði....koma svo...!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (13)
...JÁ, ÞAÐ ER FJÖR....
17.1.2009 | 21:33
Árið aðeins farið að rúlla af stað og mánuðurinn hálfnaður...þetta er náttúrulega bara bilun!!! Það voru jú áramót í gær....
Trönuhjallatöffarar eru í góðum gír og árið leggst ekkert voða illa í okkur hérna...finnst eiginlega óþarfi að verið sé að tönglast endalaust á hvað árið VERÐI erfitt...betra að leyfa því að koma og sjá svo til í árslok HVORT það var ekki bara alveg sæmilegt þrátt fyrir allt...allavega óþarfi að byggja upp kvíða og óöryggi fyrir einhverju sem við vitum ekki hvernig á eftir að þróast....kannski verða hlutirnir ekki eins svartir eftir allt???
Auðvitað erum við í djúpum skít...það er ekki spurningin....en við meigum ekki endalaust velta okkur upp úr þessum vibba...heldur reyna að lifa fyrir líðandi stund og reyna að einblína frekar á það góða og jákvæða sem er allt í kringum okkur...það er svoooo margt....
Auðvitað er skelfilegt að missa vinnuna...missa húsið sitt...missa fótfestuna...en ég get sagt það alveg hundrað prósent...maður lifir af....
Annars ætla ég nú ekkert að vera með einhverjar ræður hérna um ástandið...þetta helvítis fokking fokk eins og það er kallað...ég vil miklu frekar ýta þessu frá og gleyma stund og stund....
Hér í húsinu er búið að ganga á ýmsu vægast sagt og við erum að kynnast hlutum sem eru okkur alveg óþekktir...sem betur fer...en það er dópheimurinn...óreglan og vitleysan sem því fylgir....
Við erum búin að eiga erilsamar nætur þar sem í einni íbúðinni í blokkinni hefur sest að fólk sem hefur farið illa út af sporinu....
Hér er löggan liggur við daglegt brauð...og maður hikar ekki við að hringja í þá...láta þá koma og fjarlægja fólk sem er ekki alveg með fulle femm...vafrar um húsið....lemur og ber í hurðir og glugga...reynir að brjóta útidyrahurðina...klifrar upp á svalir til að reyna að komast einhvern veginn inn...og guð má vita hvað og hvað...
Löggan er sífellt kölluð út og alls konar vesalingar fjarlægðir vegna óspekta...árása og hávaða....og það er ekki laut við að íbúarnir séu óttaslegnir...jafnt börn sem fullorðnir...
Granninn á Hlíðarveginum var bara brandari borið saman við þetta rugl....he he...
Magginn og ég erum þegar farin af stað að leita að öðru húsnæði...þetta er ekki að virka lengur....börnin okkar eiga ekki að þurfa að lifa við þennan ósóma...sífellt hrædd og óörugg...þora ekki að vera ein heima og hrökkva upp á næturnar við öskur...barsmíðar...högg og hamagang...bölv og ragn...grát og hótanir ...
Og það er ekki eins og mann langi endilega að vera mikið á ferli hér í kring vitandi af dópsölum....árásargjörnum einstaklingum og óútreiknanlegum náungum hægri vinstri...svo Tanja fer bara stutta túra þessa dagana...bara út að gera stykkin og svo inn aftur...
Ég finn mikið til með fólki sem á svona bágt...hefur misst fótana og lætur dóp og vímuefni stjórna sér og sínu lífi...en ég get harla lítið gert til að hjálpa...hef reynt að aðstoða einn gaurinn hérna en það er alls ekki óhætt...sama kvöld sparkaði hann upp hurð inn í íbúð þar sem hann þekkti engann...en var trytlltur af pirringi og vildi kála öllu og öllum...með hníf...
Það er ekki grín að vita að nú sofa íbúar með hamra og kúbein við hlið sér til að verjast ef eitthvað óvænt gerist...
Þetta er bara alveg eins og í lélegri amerískri mynd...ussususu...
En jólin voru frábær og áramótin líka...við nutum þess að vera í fríi...fara í jólaboð og borða helling af alls konar gúmmulaði...jammí....
Við fengum fullt af flottum jólagjöfum og ánægja og gleðin skein úr hverju andliti....bara meiriháttar...
Vorum mikið með fjölskyldunni og fundum hvað það er frábært að eiga góða að...vera innanum fólkið sitt og bara tjatta og njóta þess að vera saman...
Krakkapjakkarnir voru alsælir og höfðu það verulega huggó...snéru náttla sólarhringnum alveg við og það tók svolítinn tíma að koma lífinu aftur í réttar skorður á ný þegar skólinn byrjaði....
Maður er sko bara strax farinn að hlakka til páskanna...he he...en fyrst verðum við þó að ferma heimasætuna á bænum....
Hugsa sér...ég er að fara að ferma í þriðja sinn á fjórum árum...obbobobb...ekki hugsaði maður þetta dæmi til enda þegar maður var að búa blessuð börnin til...múhaha....!!!
Bara gaman...
Einn nettur...:
Hjón nokkur voru stödd á jólahlaðborði.
Þegar eiginmanninum þótti konan vera búin að fara einu sinni of oft að
borðinu, hnippir hann í hana og hvíslar að henni:
-Heyrðu góða mín, þú ættir nú að fara varlega í kræsingarnar, þú ert farin
að líkjast heybindivél í vextinum svona mikil utanum þig!
Konunni sárnaði auðvitað sem von var en lét þó ekki á neinu bera.
Um kvöldið þegar hjónin eru komin upp í hjónasængina ætlar karluglan að fara
að gera sér dælt við betri helminginn og strýkur konu sinni lauslega um
axlir.
Hún snýr sér þá rólega við og segir: - Þér dettur þó ekki í hug að
maður fari að starta heilli heybindivél fyrir eitt lítið strá ????!!!
Thí hí hí...
Laugardagskvöld og rólegheitin alveg yndisleg...bara vonandi að þau endist eitthvað fram á nóttina...maður veit aldrei....er á meðan er...
En...einbeitum okkur að hvert öðru...verum hugulsöm og sýnum náungakærleik...komum fram við aðra eins og við viljum láta koma fram við okkur...það er lífsspeki sem maður ætti alltaf að fylgja....
MUNA: Sá sem setur sig í spor annarra er góður hlustandi.
Dýrmætustu gjafirnar sem þú getur gefið ástvinum þínum eru heiðarleiki, einlægni, falleg orð, samúð, fyrirgefning, skilningur, viðurkenning, þakklæti, áhugi, stuðningur og skilyrðislaus ást...
PS: Ég sé að ung stúlka sem hefur lent í hrikalegu einelti er farin að blogga um þessa reynslu sína. Mig langar að benda fólki á að lesa færslurnar hennar og reyna að setja sig aðeins í spor þeirra sem þurfa að lifa við slíkan óþverra og viðbjóð...
Linkurinn inn á síðuna hennar er: www.http://holmfridurge.blog.is/blog/holmfridurge/
Endilega kíkið á þetta....
Knúúús!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:37 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)
...ANNÁLLINN 2008...SEINNI HLUTI...
10.1.2009 | 00:14
ÁRIÐ 2008 Í STUTTU MÁLI:
Það er svosem ekkert sem mun standa uppúr í sjálfu sér þegar þess verður minnst í framtíðinni...uuuu...nema kannski skemmtileg fjölskylduferð um vesturlandið verði það sem allir munu minnast með sérlegri hlýju og gleði....nokkrir ágætis leikir hjá Völsurunum mínum bestu...og líklega stærsti viðburður síðari ára: Silfurvinningurinn í Kína sem Óli Stefáns og félagar lönduðu....úff já...allt þetta OFURfrábæra Ólympíuleikamót...með allri þeirri spennu og eftirvæntingu...tárum og gleði sem þessum stórsigri fylgdi...stoltinu og gæsahúðini....við þá upplifun að vera íslendingur...
ORÐ ALDARINNAR: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli: Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."
...og að sjálfsögðu var svo Ólinn kjörinn íþróttamaður ársins....nema hvað???
Ágúst 2008: EF ÞESSI MAÐUR VERÐUR EKKI KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS..OG HELST LÍKA MAÐUR ÁRSINS...ÞÁ VERÐ ÉG ILLA SVIKIN...HANN Á ÞAÐ KLÁRLEGA MEST SKILIÐ.....án þess að á nokkurn annan sé hallað...ekki misskilja mig...Ég skora á íþróttafréttamenn og fjölmiðla að stuðla að því að hann verði kjörinn..
Það glittir líka í Árshátíð bæjarins...viðburðarríka vinnudaga...skemmtilega Nornafundi...hressileg föndurkvöld...endalausan hlátur og skondnar uppákomur... ógleymanlegar stundir með frábæru fólki og lífsfyllingin sem þeim fylgir....
Kannski rifjast líka upp seinna meir sjöunda aðgerðin á hné Maggans... æðahnútaviðgerðin á mér...útskrift Elstamanns úr tíunda bekk og upphaf Menntaskólagöngu hans...frænkuboðin góðu....vera Þýskalandsfaranna hér í ár...og bölvaður jarðskjálftinn þarna á Suðurlandinu.....endurreisn heimila ættingjanna í Húrígúrí....og gleðin og léttirinn yfir þv+í að ekki fór verr...
Mai 2008: Ég átti að vinna til hálfþrjú þennan fimmtudag...en það komu upp hlutir sem ekki voru fyrirséðir...svo ég vann lengur...Ég var að rabba við eina móðurina við sandkassann þegar ég heyrði þetta skrýtna hljóð...og fór að líta í kringum mig. Það virtist enginn taka eftir neinu...en svo byrjaði allt að titra og skjálfa...það kom bylgja...það kom högg...og ég hélt í alvöru að dótaskúrinn myndi hrynja þarna rétt við nefið á mér....
Börnin stöldruðu aðeins við...litu upp úr leikjum...nokkur spurðu...hvað var þetta?...en svo voru þau öll niðursokkin í leik á ný....enda vön svolitlu raski þessa dagana þar sem vinnuvélar eru að athafna sig bak við leikskólann...
Þeir sem voru inni að undirbúa útskrift elstu barna komu hlaupandi út....og þessi skjálfti var ógeð laaaangur.....ó mæ god...þetta er svooo óþægilegur andsk....
Mér varð hugsað austur til allra minna ættingja og vina...fyrst þessi var svona hressilegur hérna megin...hvernig var þá umhorfs hinum megin heiðarinnar?
Við stóðum þarna...starfsfólk og foreldrar...og svo allt í einu fórum við að hlæja...þetta var eitthvað svo geðveikt eitthvað...stóðum og hlógum...að skíta í okkur úr hræðslu....maður átti sko ekki von á þessu...brá svo...og þá er eins og eitthvað losni úr læðingi....í stað þess að öskra og hræða börnin...þá var farið að hlæja.....og allir urðu að tala um þessa óþægilegu upplifun...
Mér fannst ég verða að vita hvar liðið mitt væri og fór inn á deild að hringja...en þá gall gemsinn minn úr töskunni og auðvitað var Magginn að tékka á kellu sinni...veit hvað hún er hamfara og veðurhrædd manneskja...svo hann varð að kanna hvort ég væri nokkuð búin að tapa mér....en ég var bara nokkuð góð sko....Það svaraði enginn heima svo þá vissi ég að krakkapjakkarnir væru líklega útivið...en aumingja litla hundastelpan var hins vegar ein heima....æ..æ...
Fékk svo fréttir af skjálftasvæðinu sjálfu þar sem útlitið var mjög svart og heimilin í klessu.....allt brotið og bramlað og þetta leit sko ekki vel út....
Magginn vildi að við færum austur eftir vinnu að hjálpa...en svo komu skilaboð um að vera ekki að fara inn í húsin...svo fólkið okkar kom bara í bæinn....allir skelkaðir...en mjög rólegir og yfirvegaðir....og sögurnar...díses!!!....
Fall bankanna gleymist náttla aldrei...hryðjuverkalög Bretanna og mannorð heillar þjóðar sem var lagt í rúst á einni nóttu...sært stolt íslendinga...endalaus og óbætanleg tjón þeirra sem síst skyldi... óráðsían og ruglið sem hefur tekið völdin hér og allt þetta ömurlega....sem maður grefur sem fyrst í gröf gleymskunnar og horfir björtum augum...hress og afslappaður...til framtíðar....Þetta verður bara eitthvert BÍBBminninganna....
Oktober 2008: En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....
Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Og....
...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert....."
Þetta verður kannski í mínum huga ár hinna miklu pælinga...naflaskoðuunar og tilrauna til að skilja þetta hugtak sem við nefnum LÍF....og hlutverk okkar mannfólksins á jörðinni...og þá sérstaklega tilganginn með mér sjálfri...
September 2008: En ég er svooo mikið að spá í þetta dæmi...HVER ER ÉG...HVERS VEGNA ER ÉG HÉR...HVER ER TILGANGURINN MEÐ MÉR HÉR...OG HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ VERA AÐ LÆRA HÉRNA Í ÞESSU LÍFI...???
Ég er þeirrar trúar að við deyjum í rauninni aldrei...heldur flytjumst bara á milli lífa...þegar við erum búin að klára það sem við lögðum upp með í einu lífi..þá förum við héðan...með reynsluna og þekkinguna sem við vorum að nema ... til að geta nýtt okkur í því næsta...Ég trúi því að við eigum öll fjöldamörg líf að baki...og örugglega ágætis slatta eftir...
Og við veljum okkur líf...tímann...staðinn...verkefnið...hlutverkið....
Verkefni okkar er að læra, að nálgast guðdóminn gegnum þekkingu. Við vitum svo lítið.Með þekkingunni nálgumst við Guð og svo getum við hvílst. Svo komum við til baka og hjálpum öðrum... (Brian L.Weiss.)Ég held að ég sé að læra þolinmæði og jákvæðni í þessu lífi.
Ég tel mig þó mjög þolinmóða og jákvæða manneskju að eðlisfari...en auðvitað á ég óþolinmæði og neikvæðni til...sérstaklega gagnvart þessum dauðu...ómerkilegu hlutum...sem skipta samt svo déskoti miklu máli í daglega lífinu...Ég hef litla þolinmæði gagnvart peningum og svoleiðis leiðinlegheitum...vil bara eiga fyrir hlutunum...borga þá og eiga svo afgang til að brauðfæra börnin mín...Mér finnst bara að hlutirnir eigi að smella...áreynslulaust...en það eru þeir svo sannarlega ekki að gera...Og ég hef litla þolinmæði gagnvart heimskulegum hlutum eins og ofbeldi... misnotkun...valdagræðgi og lygum hægri vinstri...Skil ekki af hverju við lærum aldrei neitt af sjálfum okkur og því vonda og ljóta sem við erum búin að vera að gera líf eftir líf eftir líf....(he he..ég á ljóð um þetta...)
Ég er ekki upptekin af lífsgæðakapphlaupinu sem slíku....mér er alveg sama þó ég eigi ekki mikið af flottum eða dýrum hlutum...þeir nýtast mér hvort sem er ekki þegar ég fer héðan....Maggin og ég höfum stundum verið að hlæja og gera grín að því að við erum hálfgerðir Góðir hirðar...enda höfum við erft þá hluti sem hiinir í familíunni eru hættir að nota...en það hefur sannarlega komið sér vel...og við erum bara nokkuð sátt....
Kannski finnst einhverjunm við metnaðarlítil???...þá það...
Hins vegar mættu hlutirnir stundum vera aðeins einfaldari og auðveldari...svona ef einhver spyr mig...svo við gætum kannski slakað aðeins á og hnútarnir í magaræflunum okkar leystst upp...
Mér finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera búin að læra eitthvað sem ég er greinilega ekki að ná að gera...og þess vegna sé sífelld endurtekning á hinum ýmsustu óförum og óvæntu uppákomum í mínu lífi...en HVAÐ það er...er mér hulin ráðgáta...
Það er einhvern veginn sama hvernig við reynum að forðast það að lenda í þessum gildrum...við erum alltaf að flækjast einhvern veginn í þeim... Við reynum að vera jákvæð og bjartsýn...skilja tilgang hvers hlutar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir...gera gott úr öllu og taka á því sem okkur ber að taka á...Horfa fram á við...Hakuna Matata....
Svo koma alveg tímabil sem maður er ansi góður í að gera lítið úr sjálfum sér...missir einhvern veginn fótfestuna smástund...brýtur sig niður og sér ekkert jákvætt eða gleðilegt við sig....eða hlutina það augnablikið.... Það er svosem líka á slíkum stundum sem tárin trilla niður kinnarnar og maður sér einhvern veginn ekki alveg fyrir endann....Samt er það svolítið merkilegt að við erum aldrei leið eða niðurbrotin bæði í einu...þegar annað er dapurt og svartsýnt er hitt okkar jákvætt og bjartsýnt...og getur styrkt og huggað...bent á það góða í lífinu og gert hlutina miklu fallegri en þeir eru þá stundina...
Þetta er náttla bara bestast....
Ágúst 2008:Mér finnst líka heimspekin sem Óli bíbb notar svo ógó flott....akkúrat eins og ég hugsa...og reyni að lifa eftir....
Reyni að sjá alltaf það góða og jákvæða í öllu og öllum...trúa að það sé eitthvað gott í öllum...trúa að hið ómögulega sé mögulegt og að með bjartsýni, jákvæðni og gleði geti ég sigrast á öllum erfiðleikum sem verða á vegi mínum...það er að segja..líta á vandamál og erfiðleika sem verkefni...sem eru lögð fyrir mig til að þroska mig og hjálpa mér að fá sem mest út úr lífinu mínu.....
Og trúið mér...ég veit alveg hvað mótlæti er....Ég nenni samt ekki að velta mér uppúr vandamálunum...heldur geri mitt besta til að leysa þau....stundum tekst það...stundum ekki....En þannig lærir maður og þroskast...Bíbb erfitt...en bíbb þess virði...he he...
Stundum er maður alveg að gefast upp...en þá neyðist maður til að staldra við og spyrja sig erfiðra og krefjandi spurninga....og niðurstaðan er undantekningalaust sú að maður velur að halda áfram....sjá það jákvæða og trúa að eitthvað betra bíði manns handan hornsins....
Kannski var þetta bara ágætis ár eftir allt saman...!
En...nýtt ár er hafið...2009 hefur heilsað og varað í heila viku...viku sem var ein sú lengsta í manna minnum...en jafnframt áminning um hversu hratt tíminn flýgur...því mani finnst eiginlega eins og áramótin hafi verið í gær....
GLEÐILEGT ÁR ALLIR MÍNIR BLOGGVINIR OG LESENDUR ÞESSARAR SÍÐU...ÉG ER STOLT AÐ EINHVER NENNI AÐ KÍKJA HINGAÐ INN...nenni að lesa bullið í mér og pælingarnar...pæla jafnvel með mér....já æææææll.... ég ELSKA að fá komment...finna nálægð ykkar og njóta þess að geta kannski gefið einhverjum eitthvað...þótt lítið sé!!!
Ég veit ég er óttalegur bubblemouth...en mér finnst bara svo gaman að skrifa....svo þið fyrirgefið langlokurnar...þær eru bara svo mikið ég....
Verið dugleg að láta frá ykkur heyra...ég verð áfram hér...því þótt fésbókin sé skemmtileg þá finnst mér bloggið betra....ekki spurning....
Eigið gott og gæfuríkt ár !!!!
MUNA: Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.Lífið er ekki þeir dagar sem liðnir eru, heldur þeir dagar sem við munum eftir .
Elskjú....ALLTAF...
Bloggar | Breytt 11.1.2009 kl. 14:42 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
...ANNÁLL 2008...FYRRI HLUTI...
10.1.2009 | 00:00
Þá er það nú á enda runnið...blessað árið 2008...og verður ekki grátið sérstaklega svona ef þið spyrjið mig....
En það er einhvern veginn þannig að þegar svona tímamót renna upp...þá fer allt af stað í kollinum á manni...því við vitum svo vel hvað við höfðum...en höfum ekki hugmynd um gvað við fáum...
Heimilislífið var í góðum gír þetta ár...enginn lagður í einelti..enginn slasaðis...7 9 13...allir hressir og sprækir...tóm gleði og hamingja...svo þá er maður nú ekkert að væla neitt...
Fjármálin voru meira að segja bara nokkuð sæmileg þetta árið...já sæææælll....enda við búin að fara í gegnum hreinsunareldinn...og komin á þokkalega lygnan sjó...Hefðum svosem viljað hafa meira...fá smá smakk af góðærinu...nokkra mola úr veislunni miklu...en við erum svosem ekket að gráta Gvend...hann er hvort sem er löngu dauður...he he...
Ég var samt að rifja það upp með sjálfri mér um daginn...og gat ekki annað en glott hressilega...þegar við bjuggum á Dallanum forðum daga...sirka eitt fermingarbarn síðan...ég með laun leikskólakennarans og Magginn með ræfils námslán...Íbúðin í bænum átti að borga sig sjálf á meðan við þ.ereyttum þorrann og Góuna norðan heiða...en leigjendurnir voru ekki alveg í takt við okkur....þó það sé nú önnur saga....
Allavega...ég fékk útborgað einu sinni í mánuði eins og lög gera ráð fyrir...en þau laun voru oft töff...og það kom nokkrum sinnum fyrir að þegar búið var að draga af mér húsaleiguna...leikskólagjöldin og hitaveituna...þá kom ég út í mínus...og haldið ykkur fast...ég fékk MÍNUS laun á bankabókina mína...ha ha ha!!!Já...það er ekki lýgi...nokkrum sinnum kom það óvart fyrir að á bankabókinni voru-12.645,- kall eða -8.879,-....Þau í Sparisjóði Svarfdæla skildu reyndar aldrei þessa útreikninga hjá launadeildinni..Klóruðu sér gjarnan í hausnum og vissu ekki hvernig átti að bakfæra þennan mínus...en þar sem ekki er djúpt á hornin og halann þá sat ég...púkinn...og hló að þessu öllu saman...múhaha....!!!!
Í ár hafa launin þó haldist nokkuð stöðug...stundum farið aðeins upp...en aldrei niður....sem betur fer...enda ekki af miklu að taka...laun eru samt alltaf laun og maður verður bara að lifa í samræmi við þau...fyrri aldur og skóstærð...Ég er náttla bara sátt...
Húsnæðismálin eru bara í ágæta gírnum...en við erum svona aðeins farin að horfa til nánustu fraamtíðar...langar að fara í aðeins stærra húsnæði og geta treyst á okkur sjálf á nýjan leik...það er ekki spennandi að vera þiggjandi...og alls ekki gaman að vera upp á aðra kominn...Nýtt ár verður samt að skera úr um hvaða stefnu þessi mál taka...við erum að minnsta kosti þakklát fyrir það sem við höfum...og ef svo fer að við verðum að bíða betra færis...þá bíðum við...
Krakkapjakkarnir eru sáttir og glaðir...og það er það besta í heiminum...glöð og hamingjusöm börn...sátt við sitt...njóta þess sem er og taka því sem kemur....algjör snlld...
Þrátt fyrir þetta skelfilega ástand sem skall á okkur á haustmánuðum þá eru nú ekki miklar breytingar á okkar bæ...við erum þegar búin að takast á við slík áföll og getum miðlað af reynslunni ef einhvern vantar ráð...ef það er eitthvað sem ekki skortir í okkar líf...þá er það reynslan...he he...
Ekki áttum við nú digra sjóði í peningabréfum eða bankahólfum og vorum því alveg róleg þegar bankarnir féllu...höfðum meiri áhyggjur af okkar fólki...bæði starfsmönnum banka sem og þeim sem áttu bakland í sjóðum til elliárannna....Það er gjörsamlega ömurlegt til þess að vita að þeir sem geymdu sér gull til mögru áranna standi allt í einu uppi slippir og snauðir...í stað þess að hafa bara getað notið þess að eyða þessum aurum sínum og njóta þeirra sjálir...en hvern hefði grunað að heilir þrír bankar myndu falla á einni viku...allir stærstu og grónustu bankar landsins????
Ég man samt að rétt eftir að ég flutti aftur heim frá Noregi...þá var Viðbótarlífeyrissparnaðurinn eitthvað alveg nýtt að byrja og við í leikskólanum fengum heimsókn í kaffistofuna...
Þangað mættu tvær uppábúnar konur...óskaplega fínar og vel til hafðar og sögðu okkur allt um þessa nýju leið til bættrar og betri framtíðar...Við sátum þarna allar og drukkum í okkur fróðleikinn...spurðum um allt sem var óljóst og fengum greinargóð svör...Ég var samt eitthvað efins...vildi vita hvað myndi gerast EF bankinn...sem í þessu tilfelli var Landsbankinn...færi á hausinn??? Myndum við þá tapa þessum sparnaði???
Kaffistofan nötraði...því bæði dömurnar tvær og samstarfsmenn mínir BILUÐUST úr hlátri....Bankinn fer ekki á hausinn...það er eiginlega það eina örugga í þessu lífi sagði önnur þeirra og vorkenndi mér örugglega að spyrja svona heimskulegrar spurningar...Ég var samt ekkert alveg örugg...en ákvað að fylgja fordæmi hinna og skrá mig í þennan sparnað...En ég vildi vita hvað væri öruggast...???Þær hlógu smá en sögðu svo að ef ég væri svona hrædd um þetta þá væri til leið sem héti lífeyrisbók...hún væri nú ekki með eins háa vexti...en hún væri tryggð...og örugg...Og ég valdi hana...Til að kóróna efann þá ætlaði Magginn líka í þennan sparnað...svo ég bað hann að fara í SPK...ekki hafa öll eggin í sömu körfunni...sem hann og gerði....
Hugsa sér...þetta hvarflaði að manni....en var samt einhvern veginn eitthvað sem manni fannst auðvitað ekki getað gerst...þar sem Landsbankinn hefur jú alltaf verið til....
Þrátt fyrir allt þetta hrun...allt þetta tap og allt þetta erfiða sem nú fer í hönd...þá held ég að þetta sé ekki eins slæmt og það lítur út fyrir...Auðvitað á eftir að koma hellingur af ógeði upp á yfirborðið...fullt af spillingu...lygum...peningaþvætti og þess háttar vibba...en mikið rosalega verður klakinn okkar hreinn og ómengaður þegar búið verður að þrífa þennan ósóma...koma hlutunum í lag...og heiðarleikinn fer aftur að verða orð sem mark er á takandi...
FRAMHALD.....
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:05 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)