Bloggfærslur mánaðarins, september 2008

...SOLDIÐ DJÚP....

            

Það er alveg með ólíkindum hvað það getur rignt endalaust á klakanum þessa annars ágætu haustdaga sem hafa heilsað okkur þetta árið...

  

Mér finnst eins pg það ahfi rignt í meira en mánuð...kannski ekki alveg hvern dag...en nánast sundurlaust að kalla....og mér finnst það frekar þreytandi.

  

Í mínum huga á haustið að vera ferskt...svolítið kalt...þurrt og hressandi...þannig að mann laaaangi út í göngutúr...til að upplifa alla fegurðina...litbrigði náttúrunnar...ferskleikann og lyktina sem er svo ótrúlega sértök og yndisleg....

  

En það er alltaf rigning....bleyta og slagveður...

                        

Reyndar er mjög gaman að leika úti í rigningu...sulla...drullumalla og búa til fossa...vötn og læki....gera stíflur og fara í sturtu undir ónýtum þakrennum...verða blautur og kaldur og þegar maður hefur fengið nóg...fara inn...í þurr föt...fá heitt kakó og kringlur....og verða hlýtt aftur....

En...það eru nú takmörk fyrir öllu...

Þegar ég labba heim verð ég rennandi hundblaut og það sullar og bullar í skónum mínum...og það er ekki sérlega skemmtilegt ALLA daga...þó það sé fyndið svona einn og einn dag...

 

Og krakkapjakkarnir líka...sískiptandi um föt og skó...því það er ekki INN að vera í stígvélum sko...allavega ekki hjá unglingsstrákum með dífæ og læti....

  

Og á vellinum...var maður blautur og niðurrigndur...reynandi að hrópa hvatningarorð til sinna manna...sem spóla í blautu grasinu...detta...og eiga erfitt með að fóta sig almennilega....

Leiktíðin er liðin...og þrátt fyrir miklar og stórar væntingar varð ekki allt eins og maður hefði kosið...en það voru líka ansi margir þætir sem komu þar við sögu...sem ég ætla ekki að þreyta neinn á hér...

 

Mínir menn enduðu sumarið í fimmta sæti...grátlegt..en blaáköld staðreynd...óásættanlegt...en ekkert sem hægt er að breyta héðan af...

.  

En ég finn samt meira til með Keflvíkingunum...sem voru svo gott sem orðnir Íslandsmeistarar...en misstu af titlinum á síðasta augnablikinu....aumingjans kallarnir...

Þið...krúttin mín í Mafíunni...sæta sys og fjölskylda...erfitt að segja það...en TIL HAMINGJU með þennan snilldarárangur ykkar...áttuð þetta skilið...enda lokaspretturinn ótrúlegur...Getum við ekki bara gert díl?...þið núna..við næst..við svo..við aftur ..???

Múhaha....

                        

Nú er Númakrúttið mitt voða ánægt og glatt....enda kemur ekkert til greina hjá þessum snillingi annað en að VINNA BIKAR....

 

Verð að segja smá sögu af þessum litls snillingi...sem er bara þriggja ára...en samt farinn að æfa á fullu með Fimleikafélagi Hafnarfjarðar....

Hann var beðinn að koma og leiða FH-ing inn á völlinn þegar þeir léku gegn Aston Villa á Laugardalsvelli fyrr í haust...og hann horfði stórum augum á mömmu sína...spurði: Ha?...akkuru þarf að leiða þá???...vita þeir ekki hvert þeir eiga að fara eða hvað????

He he...bara flottastur!!

                       

  

Ég er annars búin að vera svoooo mikið að hugsa og pæla....soldið djúp á þessum síðustu og verstu....

  

En ég er svooo mikið að spá í þetta dæmi...HVER ER ÉG...HVERS VEGNA ER ÉG HÉR...HVER ER TILGANGURINN MEÐ MÉR HÉR...OG HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ VERA AÐ LÆRA HÉRNA Í ÞESSU LÍFI...???

  

Ég er þeirrar trúar að við deyjum í rauninni aldrei...heldur flytjumst bara á milli lífa...þegar við erum búin að klára það sem við lögðum upp með í einu lífi..þá förum við héðan...með reynsluna og þekkinguna sem við vorum að nema ... til að geta nýtt okkur í því næsta...

Ég trúi því að við eigum öll fjöldamörg líf að baki...og örugglega ágætis slatta eftir...

Og við veljum okkur líf...tímann...staðinn...verkefnið...hlutverkið....

  

„Verkefni okkar er að læra, að nálgast guðdóminn gegnum þekkingu. Við vitum svo lítið.Með þekkingunni nálgumst við Guð og svo getum við hvílst. Svo komum við til baka og hjálpum öðrum...“ (Brian L.Weiss.)

Ég held að ég sé að læra þolinmæði og jákvæðni í þessu lífi.

Ég tel mig þó mjög þolinmóða og jákvæða manneskju að eðlisfari...en auðvitað á ég óþolinmæði og neikvæðni til...sérstaklega gagnvart þessum dauðu...ómerkilegu hlutum...sem skipta samt svo déskoti miklu máli í daglega lífinu...

Ég hef litla þolinmæði gagnvart peningum og svoleiðis leiðinlegheitum...vil bara eiga fyrir hlutunum...borga þá og eiga svo afgang til að brauðfæra börnin mín...

Mér finnst bara að hlutirnir eigi að smella...áreynslulaust...en það eru þeir svo sannarlega ekki að gera...

Og ég hef litla þolinmæði gagnvart heimskulegum hlutum eins og ofbeldi... misnotkun...valdagræðgi og lygum hægri vinstri...

Skil ekki af hverju við lærum aldrei neitt af sjálfum okkur og því vonda og ljóta sem við erum búin að vera að gera líf eftir líf eftir líf....(he he..ég á ljóð um þetta...) 

  

Ég er ekki upptekin af lífsgæðakapphlaupinu sem slíku....mér er alveg sama þó ég eigi ekki mikið af flottum eða dýrum hlutum...þeir nýtast mér hvort sem er ekki þegar ég fer héðan....

                       

 

Maggin og ég höfum stundum verið að hlæja og gera grín að því að við erum hálfgerðir Góðir hirðar...enda höfum við erft þá hluti sem hiinir í familíunni eru hættir að nota...en það hefur sannarlega komið sér vel...og við erum bara nokkuð sátt....

  

Kannski finnst einhverjunm við metnaðarlítil???...þá það...

  

Hins vegar mættu hlutirnir stundum vera aðeins einfaldari og auðveldari...svona ef einhver spyr mig...svo við gætum kannski slakað aðeins á og hnútarnir í magaræflunum okkar leystst upp...

Mér finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera búin að læra eitthvað sem ég er greinilega ekki að ná að gera...og þess vegna sé sífelld endurtekning á hinum ýmsustu óförum og óvæntu uppákomum í mínu lífi...en HVAÐ það er...er mér hulin ráðgáta...

 

Það er einhvern veginn sama hvernig við reynum að forðast það að lenda í þessum gildrum...við erum alltaf að flækjast einhvern veginn í þeim...

  Við reynum að vera jákvæð og bjartsýn...skilja tilgang hvers hlutar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir...gera gott úr öllu og taka á því sem okkur ber að taka á...

Horfa fram á við...Hakuna Matata....

                  

Svo koma alveg tímabil sem maður er ansi góður í að gera lítið úr sjálfum sér...missir einhvern veginn fótfestuna smástund...brýtur sig niður og sér ekkert jákvætt eða gleðilegt við sig....eða hlutina það augnablikið....

Það er svosem líka á slíkum stundum sem tárin trilla niður kinnarnar og maður sér einhvern veginn ekki alveg fyrir endann....

Samt er það svolítið merkilegt að við erum aldrei leið eða niðurbrotin bæði í einu...þegar annað er dapurt og svartsýnt er hitt okkar jákvætt og bjartsýnt...og getur styrkt og huggað...bent á það góða í lífinu og gert hlutina miklu fallegri en þeir eru þá stundina...

Þetta er náttla bara bestast....

 

Og það líður aldrei langur tími þar til við erum bæði farin að skellihlæja og sjá dapurleikann og erfiðleikana á fyndinn hátt.....

  

Herra Bækli vill til dæmis krukka í öxlina á Magganum...þar sem sinar og taugar hafa klemmst og gróið inn í vöðva þegar hann datt og braut á sér olnbogann þarna í flutningunum forðum daga....og Magganum óar við að fara í áttunda sinn í svæfingu...munandi alltof vel vanlíðanina sem þessu brölti fylgir og baslið í kringum þetta allt....verkir...skortur á hreyfigetu og það að vera frá vinnu...enn einu sinni...

  

Ég á að fara í smá viðhaldsaðgerð þar sem æðarnar í fótunum á mér eru ekki til friðs...og við vorum að grínast með að gera þetta kannski bara á sama tíma svo við hefðum félagsskap hvort af öðru ..gætum spilað eða eitthvað...he he...tveir BÆKLINGAR...saman...

  

Það verður þó ekki þar sem Magginn ætlar nú ekki út í þennan bissniss fyrr en jólavertíðinni góðu lýkur....enda nauðsynlegt að hafa alla starfsmenn klára í það fjör....og ég ætla að drífa mig svo ég verði komin á gott skrið þegar jólaundirbúningurinn hefat...því ég eeeelska jólin!!!

Húsnæðismálin eru svo einn hausverkur...enda krónan í frjálsu falli og allt að far til andsk....En við verðum þó Trönuhjallatöffarar fram á vor að minnsta kosti...

Vonandi verða þá launahækkanirnar orðnar verulegar...krónan orðin öflug og sterk og bankarnir tilbúnir að lána aurana „sína“....

                    

  En...hver er eiginlega tilgangurinn með þessu öllu saman???? Hvað er ég eiginlega búin að afreka eða á eftir að afreka í lífsins skóla sem nýtist mér áfram....hefur þroskað mig og getur fylgt mér inn í  næsta líf????

Tjah...þegar stórt er spurt...

  „Þolinmæði og rétt tímasetning....allt kemur sem á að koma. Það er ekki hægt að flýta lífi, það er ekki hægt að reka líf eftir stundaskrá eins og svo margt fólk vill. Við verðum að taka á móti því sem til okkar kemur á hverjum tíma og biðja ekki um neitt annað. En lífið er endalaust og því deyjum við aldrei, við fæddumst aldrei í raun og veru. Við göngum aðeins í gegnum mismunandi stig.Það er enginn endir. Mannverur búa yfir mörgum víddum. En tíminn er ekki eins og við sjáum hann. Tíminn er fremur þær lexíur sem lærast.“ (Brian L.Weiss.)  

 

Aðeins of djúp????

  

Well..svona er ég bara ...það er bara ekkert flóknara en það...

Og nú er ný vika hafin...með rigningarsudda og pollum hér og þar...allsstaðar...En ég hef á tilfinningunni að hún verði góð...ekki spurning....Hugsa bara eins og Bubbinn....og þakka fyrir það á morgnana að maður er hvorki geðveikur né dauður....   

                                      


AÐ VAKNA AÐ MORGNI.... 



Ég hef stundum hugleitt hve heppin ég er


að vakna hvern einasta dag.


Svo eldhress og stálslegin frammúr ég fer


og uni því vel mínum hag. 

 



Það er ekki gefið að heilsan sé góð


þó oftast það daglegt sé brauð.


Við ættum að þakka í sál okkar hljóð


að við hvork´erum  geðveik né dauð!.  

 

BH 2006.

                       

 

 

MUNA: Vertu þakklátur fyrir það sem þú hefur, en ekki óánægður með það sem þú hefur ekki. Mistök eru tækifæri til að byrja uppá nýtt, á skynsamari hátt.        


.....EKKI SVO SLÆMT...

     

Vá hvað það var gaman að sjá sólina í dag....allt varð eitthvað svo bjart og fallegt og ég er ekki frá því að fólk hafi bara verið léttara í skapi...svei mér þá....

Litlu krílin skríktu af kæti að komast út að leika og það var hressandi að anda að sér fersku útiloftinu á Marbakkanum.... September mjakar sér í átt að oktober og það er sko sannarlega komið haust.... Trönuhjallatöffarar eru svosem í góða gírnum...lífið gengur sinn vanagang...með skini og skúrum....en svona heilt á litið...þá erum við bara góð sko.... 

 

Ég get nú ekki annað en verið bara pínu upp með mér þegar ég les kommentin á ljóðin mín...og er alltaf jafn hissa á að einhverjum öðrum en þeim sem þekkja mig og þora ekki annað en segja að ég sé frábær textahöfundur, finnist ég bara svona nokkuð ágæt bara...he he.

Ég er ekki svo löngu búin að uppgötva að það eru víst ekki allir sem geta „leirað“ eða skáldað....og að þetta sé sennilega bara hæfileiki...já sæll....og kannski bara alveg ágætuur sem slíkur....

Gaman að því....

                           

 

Það er nóg að gera í litla bláa krúttkofanum mínum góða....litlu krílin að aðlagast hægt og rólega og þessi krútt eru svo ógeð dugleg....vilja koma í leikskólann og vera þar...þó þau þekki ekki neinn....borða matinn, fá bleyju og lúlla með ókunnugu fólki án þess að mótmæla....þvílíkar hetjur...!!!

Spáið í það...ef maður mætti nú í nýja vinnu og ætti að leggja sig með einhverju fólki...samstarfsfélögum og yfirmönnum....leggjast bara niður á ókunnugum stað og fara að sofa...!!!  Ég er hrædd um að maður yrði nú ekki beysinn...allir kæmust að þvi að maður hryti og allt!!!!

En snúllurnar mínar láta sig hafa þetta allt...og eru bara sáttar....megakrúttin!!!

                      

 

 

Haustflensan og streptokokkarnir hafa líka aðeins kíkt við hjá okkur og lagt smáa og stóra í bælið...en ég held ég sé orðin ónæm....7 9.13.....fékk þessa kokkavibba síðast 2001 að mig minnir...en ég fékk þá líka hressilega sko....

Samt ekki eins skemmtilega illa og þegar ég bjó á Dallanum...og var búin að liggja og slefa í bleyju heila nótt...gat alls ekki kyngt....en fannst alveg óþarfi að fara til læknis...

Druslaðist samt með Magganum á endanum og þegar doksi sá upp í mig sagði hann ekki eitt einasta orð...gekk bara hratt að símanum og tilkynnti einhverjum lækni á Akureyri að ung kona væri á leiðinni til þeirra í innlögn...akút....

Ég reyndi að mótmæla...sagðist ekki geta farið núna....hefði engan til að passa krakkapjakkana mína...en doksi fór bara að hlæja og sagði svo ósköp rólega að ef ég færi ekki strax væri ekki víst að ég myndi ná að lifa nóttina af...hálsinn væri um það bil að lokast og ég myndi einfaldlega kafna bara...!!!

Þá ákvað ég nú að skjótast sem snöggvast inneftir...

 

Ég var í fimm daga þarna á FSA og það voru ekki skemmtilegustu dagar ævinnar...en ég get líklega þakkað þessum ágætu aðilum sem þar starfa að ég sé enn á lífi í dag...

 Þetta var ekki heppilegur tími...það er jú aldrei heppilegur tími skiljiði....en þetta var samt rétt fyrir jólin....miður desember og Magginn í prófum....

Krílin voru eins árs...þriggja og fjögurra ára....og skildu ekkert í henni mömmu sinni að liggja bara þarna í rúminu langt í burtu frá þeim og vera ekki búin að baka piparkökurnar....

 Það vildi til að mamman náði sér nokkuð vel korter í jól og í sameiningu náðist að láta alla hluti smella saman...jólagjafir...bakstur...mat og þrif....

Og svo fórum við náttla suður til mömmsunnar og pabbalingsins á jóladag...

 

Já, þeir eru ekki sérlega skemmtilegir þessir streptokokkar...en ég lærði allavega að maður GERIR eitthvað í málinu...þeir læknast ekki að sjálfu sér....og eru víst bara mjöööög hættulegir...bölvaðir...það þýðir ekkert að deila við þá...

                     

 

 

Minnstan er að fara í réttir á morgun með skólanum sínum...verður burtu í sólarhring...örugglega mega gaman að fara með áttunda bekk í réttarferð... sérstaklega fyrir kennarnann....meeeee...Nei...þetta verður bara gaman...réttir...kvöldvaka og læti.....gelgjurnar alveg að missa sig í fjörinu...og gaurarnir ekki skárri....

Eiginlega dáist ég að kennaranum að leggja í þetta dæmi....

                           

 

 

Miðormurinn hefur verið ógeð duglegur síðustu vikur...á fullu í tíunda bekk...á fótboltaæfingum og að vinna í Krónunni....en er samt ekki hættur í Nóatúni....

Hann var lasarus í gær og í dag...en hresstist svo um hádegi og fór að vinna....hefur alltf tekið veikindi frekar létt meðan Elstimann verður pissveikur....

                             

 

Elstimann er búinn að vera soldið týndur í stóra skólanum...en með aðstoð ráðgjafa...gamla kennarans míns nota bene...held ég að hann sé búinn að finna sig aftur og ætlar að skipta um gír....fara á Kokkabrautina og prófa sig þar....er mjög spenntur fyrir því...

 Verður ekki slæmt að koma heim og kokkurinn búinn að elda...baka og þrífa.... tilbúinn að þjóna okkur..bara kúl...je....Ætti samt að taka generalprufu á herberginu sínu... Sem sagt...hlutirnir bara í þokkalegum farvegi....eftir að leysa nokkra hnúta...og þá má veturinn koma.... 

               

 

ÚR FÉLAGSBALÐI UMF. BALDURS, FYRIR LÖÖÖÖNGU…… 



KEÐJUBRÉF:

Þætti ekki öllum eiginkonum upplífgandi að fá svona keðjubréf?

Kæra vinkona!


Upphaf þessarar keðju er hugsjón um að færa öllum eiginmönnum ævarandi sáluhjálp og hamingju.


Ólíkt flestum öðrum keðjum kostar þetta ekkert þ.e.a.s. enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi til vinkvenna þinna (giftra) sem sitja í sömu súpunni og þú.


Síðan pakkarðu manninum þínum inn og sendir hann til þeirrar konu sem er efst á listanum og setur þitt nafn neðst. Þegar þitt nafn er komið efst á listann, þá munt þú fá 500 karlmenn heim til þín og sumir munu verða algert ÆÐI!
Þú verður að hafa trú á keðjunni ... ein kona rauf keðjuna og hún fékk manninn sinn sendan til baka! - Láttu það ekki henda þig!


Þegar þetta bréf er ritað hafði ein vinkvenna minna fengið 377 karlmenn í heimsókn. Hún var jarðsett í gær og það tók 7 líksnyrtimenn 36 klst. að ná brosinu af andlitinu á henni! (Athugaðu það!)


Með vinkonukveðju.

P.S. Ég ítreka ... þú verður að hafa trú á keðjunni!

Gangi þér vel!!!     

Thí hí hí....!!!!

 

Þetta er líka nokkuð skondið:

                                                          

 

Skýring á "Markaðssetningu."

Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:



Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.

Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir; "Hæ, ég er frábær í rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.


Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann: "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.


Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.

Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er tækniaðstoð.


Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær í rúminu:" Þetta er ruslpóstur.

Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger. Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru Bandaríkin.  

Múhaha.....

                      

 

Einn að lokum....

Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!"
hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður,þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn...
Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?"   Guð svaraði: "Heilinn, Eva... heilinn.."  


Ha ha ha!!!!!! 

 
  MUNA: - Fáein hvatningarorð, þegar allt gengur á afturfótunum, eru meira virði en klukkustundar langt hrós að loknu vel heppnuðu verki....

Lovjú...elskjú....

...TIL UMHUGSUNAR Í TILEFNI AF LANDSSÖFNUN MÆNUSKAÐASTOFNUNAR OG STÖÐVAR TVÖ....

 

 

 

AF HVERJU, GUÐ?????

Ég get víst bara grátið það sem eftir lifi ég
því tilveran er hrunin , hún er alveg hræðileg
Hér áður brosti lífið við mér, allt var ljúft og gott
og framtíðin hún virtist vera spennandi og flott.



Í menntaskóla hef ég verið tvö svo indæl ár
allt námið hefur gengið vel ég þótt hef ansi klár
Í félagslífi þátttakandi af fullu líf ´og sál
að vera virk í félagsmálum er sko ekkert mál.



Við fórum fjórar vinkonur í gönguferð og sund
því ein af okkur á svo sætan kavalíer hund
Eftir þessa göngu vorum orðnar alveg glor
við ákváðum að bæt´úr því en deyja ekk´úr hor.



Við fórum því á bílnum til að finna eitthvað ætt
fundum stað sem okkar þörfum virtist geta mætt
fórum síðan rúntinn á, við ókum ekki greitt
hvað gerðist svo,í huga mínum rennur út í eitt.



Ég man að einhver öskraði og óhljóðið var slíkt
í bremsum ákaft iskraði það virtist engu líkt
Síðan man ég sársaukann sem um mig alla skreið
svo varð allt svart og tíminn hvarf í fát og ringulreið.



Ég man að einhver grét og annar sagði falleg orð
ókunn rödd svo æst og reið oft nefndi orðið morð
Ég man að ljósin blikkuðu og allt var blátt og kalt
Ég fann að vindsins vængjatak var orðið rakt og svalt.



Svo vaknaði ég upp við það að elsku mamma grét
og umhverfis mig alla flæktist skrýtið víranet
ég áttaði mig smátt og smátt á því að tengd ég var
við alls kyns mæla, tæk´og tól sem héngu hér og þar.



 

Ég reyndi strax að spyrja hvað á seyði væri hér
og mamma hentist strax til mín og faðmaði að sér
Það dreif að hvítklætt fólk sem horfði á mig vorkunn með   

ég fékk að vita hvað þarna um kvöldið hafði skeð.  

  

Ég gleymi aldrei sorginni sem nísti hjarta mitt
er skildi ég þann sannleika sem kostað hafði sitt
Vinkonurnar saman aftur aldreigi á ný
Þær höfðu allar látið lífið þessu slysi í.



Ég neitaði að trúa því og vildi vita það
af hverju ég þá væri ekki lík´á sama stað.
Af hverju var ég á lífi, af hverju ég ein?
Aldrei höfðu hinar nokkrum öðrum gert neitt mein.

  

Ég var að verða vitstola og grét og bað um grið
vildi ekki lifa nei ég vildi bara frið
Ég ákallaði almættið og óskaði þess heitt
að ég og mínar vinkonur ei farið hefðum neitt.



Ég fékk víst sprautur, svaf og mókti daginn út og inn
Ég vildi ekki vaka því að veruleiki minn
Var algerlega í einni rúst og allt svo dimmt og svart
og þó að mamma og pabbi kæmu var samt ekkert bjart.



Ennþá meira áfall var að uppgötva þá vá
að líkaminn var lamaður og enga von að fá
Því mænan fór í sundur þegar áreksturinn varð
ekkert hér í lífi getur fyllt í þetta skarð.



Að vita það að frjáls ég hlaupi aldrei aftur um
og geti ekki hjólað eða synt með krökkunum
Einmana og yfirgefin svipt þeim verðmætum
sem vinkonurnar bestu voru mér í heiminum



Ég veit að það er eigingirni að óska dauða síns
bregðast þannig ást og trausti mömmu og pabba míns 
systkinin og ættingjarnir elska mig svo heitt
en tóminu sem innra býr fær enginn msður eytt.



Ég sakna svo að hitta þær sem hurfu þetta kvöld
hugsa oft um stundirnar er gleðin var við völd.
Ég veit að aldrei nokkurn tímann kemst ég yfir það
sem henti líf mitt kvöldið sem að slys átti sér stað.



Oft ég hugsa til þeirra sem okkur keyrðu á
annar er á lífi og mun fullum bata ná.
En hinn sem var í bílnum hefur sofið síðan þá
hvort vaknað geti aftur verður tíminn um að sjá. 



Þeir voru víst á djamminu og höfðu djúsað grimmt
drukkið frá sér allt sitt vit en þóttust geta skrimmt
Tóku séns sem kostað hefur sársauka og kvöl
séns sem aðeins leiddi af sér hörmungar og böl.



Ég veit að það sem bíður mín er gata þyrnum stráð
ég veit ég get í framtíðinni aldrei mætti náð
Ég verð að byrja upp á nýtt og lif´á annan hátt
ég veit ei hvort ég verði nokkurn tímann við það sátt.

 

 

 Ég verð að þrauka þó mig langi ekki til þess neitt  

verð að berjast áfram þótt ég geti engu breytt     

 Berjast fyrir lífi því sem mér er ætlað hér
berjast fyrir mig og þá sem hafa ást á mér.
B H 2006.

 

 


 

MUNA: Lífið er skóli.Þeir sem láta kærleika og hjálpsemi stjórna sér útskrifast með sóma. Góðvild í orðum skapar sjálfstraust. Góðvild í hugsun skapar innsæi. Góðvild í gjöfum skapar ást.

 Vona að allir eigi góðan og gleðiríkan dag í dag....  InLove

 


...NÚ HAUSTAR AÐ...OG HÚMAR Í SKÓG...

 

Fallegur dagur að kveldi kominn og haustið fór bara mildum höndum um landann í dag....

Náttúran skartar öllu sínu fegursta þessa dagana....það er algjör unun að labba um og finna lyktina af haustinu...heyra hljóðin...og sjá öll þau litbrigði sem haustið hefur uppá að bjóða...

 

Maður verður einhvern veginn svo meyr og bljúgur...finnur smá söknuð eftir sumrinu en tilhlökkun til vetrarins...jólanna og skammdegismyrkursins með öllum kertaljósunum og fallegu seríunum...ohhh...uhmmmm....

Trönuhjallatöffarar bara nokkuð góðir þessa dagana þrátt fyrir allt...og lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang.

Elstimann er kominn á fullt í MK og er að fíla það í tætlur...er samt búinn að vera óheppinn með heilsuna...endaði á að heimsækja doktorinn á heilsugæslustöðinni í síðustu viku og leist doktornum illa á kauða...enda með lungnabólgu, ljótan, hósta, bullandi astma og eyrnabólgur...og geri aðrir betur á einu bretti....

Fékk þó lyf og púst og er hinn hressasti núna...hóstar enn en að öðru leyti mun hraustlegri að sjá....

Hann er ánægður í skólanum, búinn að taka busavígslu og birtist í fréttum faðmandi tré og játandi því ást sína hátt og skýrt....heppinn að vera ógeð góður leikari og þora að láta vaða þrátt fyrir mikla feimni...

Miðormurinn er bara hress að eigin sögn...alltaf í boltanum og svona og er ógeð mikill töffari....lét sko klippa sig og er flottasti gæinn í skólanum þessa dagana...með dífæ og læti....

Elstimann segir að Miðormurinn sé algjör „hnakki“...ég veit svosem ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt...en mér finnst hann bara ógó mikið krútt...alltaf....með og án dífæ...

Minnstan er að verða pínu gelgja...samt mjög þægileg gelgja...en hún hefur svosem alltaf haft ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni svo það eru bara orðnar meiri áherslur á sum atriði meðan önnur skipta ekki máli...

 

Hún er alltaf svaka dugleg og samviskusöm...og það fer svosem ekki mikið fyrir henni ef hún fær að vera hún sjálf...

 

 

Magginn...EKKI mOgginn...eins og sumir halda...he he...er ekki búinn að sættast við hendina eftir handleggsbrotið ljóta í nóvember síðastliðnum og á að fara í skoðun hjá doktor Bækla í næstu viku þar sem hann fær þá að vita hvort eitthvað sé hægt að gera til að hressa upp á rýrnaða vöðva...beyglaða hendi og máttleysi...auk allra skemmtilegu verkjanna sem þessu fylgja....

Við erum bara bjartsýn á að þessu verði kippt í lag...smá viðgerð og hendin verður eins og ný...ekki spurning...

Við erum grenilega bara að komast á þennan svokallaða viðhaldsaldur...það er svona eitt og annað að bila en sem betur fer er nú flest hægt að laga...þetta er náttla bara veðurfarið...eða...kannski aldurinn...og gerir okkur...þegar upp er staðið...bara flottari og betri og lengir lífaldurinn um að minnsta kosti helming....

Þó ég sé nú litgreind sem vetur í kokkabókum Heiðars Jónssonar snyrtis...æ muniði æðið einu sinni...það fóru ALLIR í litgreiningu til hans...þá játa ég það nú að ég kvíði pínu fyrir vetrinum þetta árið...en ekki vegna hans sjálfs heldur tímans sem er framundan...en ég ELSKA veturinn sjálfan sem slíkan...það er svo margt óljóst í pípunum...og það pirrar mig að vita ekki hvernig málin munu þróast í nánustu framtíð...ekkert óþolinmóð neitt...vill bara hafa allt á hreinu svona persónulega...

En svo veit ég að það er náttla bara þannig að hver dagur kemur með ný tækifæri og það sem maður er að búa sér til kvíða yfir er búið að leysast áður en maður nær að verða alvarlega áhyggjufullur....

 

 

Það er enn svolítið óljóst með mönnunina í leikskólanum í vetur...það er enginn að sækja um þetta vellaunaða og mikilsmetna starf...he he....en bærinn heldur samt áfram að byggja leikskóla...það vantar ekki...þrír nýjir á teikniborðinu auk þess sem það er verið að stækka litla krúttkofann minn...en ég vona að þeir þarna í hæstu hæðum teikni þá nokkra flotta leikskólakennara í leiðinni.....gæti hentað ágætlega að hafa þá karlkyns...það gefur stéttinni aukna von um betri laun og kannski einhverja viðhorfsbreytingu ráðamanna til starfsins...í framtíðinni...það er ekki heppilegt að vera kvennastétt á þessum síðustu og verstu...sérstaklega ekki ef maður er í umönnunar eða heilbrigðisgeiranum...samanber ljósmæðurnar okkar....það getur enginn án þessara starfsgreina verið...en við erum bara eitthvað sem er þarna...hefur alltaf verið...og verður alltaf...ómissandi...en kannski aldrei metnar að verðleikum...nema börn framtíðarinnar breyti viðhorfi og gildismati þjóðfélagsins og setji koonur og þeirra störf á hærra plan...hver veit???

Talandi um ljósmæður...þá varð mér hugsað til þess um daginn egar ég var að eiga börnin mín...

Ég var með svaka plön í kringum fæðingu Elstamanns....búin að ákveða allt varðandi fæðinguna...deyfingar...umhverfi...og bara nefnið það... og velja tónlistina líka...það átti að hafa svo góð áhrif á móðurina verðandi að hafa sína eigin tónlist í eyrunum þegar þessi stóra stund myndi renna upp...

Ég valdi Jean-Mikael-Jarre...ógó flotta tónlist með náttúruhljóðum og fíneríi...en þar sem það tók ekki nema 36 klukkutíma að koma blessuðu barninu í heiminn....þa var ég búin að fá nett ÓGEÐ á diskdruslunni og var að pæla í að taka hann ekki með mér heim....eins og þetta átti að hafa góð áhrif...well...það var ekki að gera sig í þetta skipti...meira að segja staffið þolinmóða..læknar.. ljósmóðir... svæfingalæknir...skurðlæknir...nemar og hjúkkur voru farin að skima í allr áttir...til að átta sig á hvaðan þessi óhljóð bárust....farin að ókyrrast aðeins yfir þessari síbylju öldugangs...fuglagargs...hvalavæls...fiskablúbbs og guð má vita hvaða óhljóð þetta voru...

 

Þegar ég átti Miðorminn ákvað ég að láta útvarpið á spítalanum nægja....fæða af fingrum fram...og skipta mér ekkert af tónlistinni...láta bara ráðast hvort ég heyrði í einhverju slíku eður ei...

Þegar ég var á síðustu metrunum með að koma blessuðu barninu út glumdi hins vegar hinn mikli MeatLoaf í hátalarakerfi fæðingastofunnar...I will do anything for love... ..I will do anything for love...but i wan´t do that....thí hí...og á mínútunni sjö þennan morgun kvað við öskur ungabarnsins í bland við...Útvarp Reylkavík .. Útvarp Reykjavík...Góðan dag...klukkan er sjö....!!!

Við fáum alltaf smá kast þegar við heyrum þetta lag...finnst það ennþá mega flott og ég get alveg hlustað á það...

 

Þegar Minnstan mætti til leiks var ekkert útvarp og mér var slétt sama....tók ekki eftir því þar sem þessi fæðing gekk hratt og vel...en þegar við mæðgur lágum og dormuðum þarna inni á hvíldarstofu var búið að kveikja á útvarpi og við kúrðum þarna tvær aleinar í heiminum og hlustuðum með öðru eyranu á söguna af Tuma Þumal...með Gylfa Ægis og co...og Magginn var að hlusta á sömu rás á leiðinni heim til Dalvíkur...nýbakaður pabbinn með brosið fast á fésinu...raulandi með barnaefninu...svo spenntur að segja litlum guttum frá lítilli systur...að hann hafði ekki einu sinni hugsun á að skipta á aðra rás....

Og þegar maður spáir í það..þá tengir maður sum lög mjööög mikið við ákveðna atburði...fólk ...eða ástand...tónlistin nær inn í innsta hring tilfinninga og maður staldrar ósjálfrátt við...og hugsar til baka...með blöndu af einhverskonar trega og broti tengdu líðan manns þegar maður heyrði lagið...það er einhver snerting í hugskotinu sem hreyfir við minningunum...ótrúlega merkilegt...og ótrúlega satt...held að allir geti verið sammála um það...

Og ýmist fer maður ósjáfrátt að brosa...nú eða nokkur tár laumst niður vangana...

Jæja...kominn góður skammtur af væmni hérna....

  

 

:Læt þrjá góða flakka: 

 

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
 "Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?" spurði
sonurinn  allt í einu.
 "Þær eru þrjár, sonur sæll. Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
 brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn. Á fertugs- og
fimmtugsaldrinum  eru þau eins og perur, enn falleg en farin að lafa svolítið. Þegar að konan
 er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka." "Lauka ?"

 Já, þú horfir og þú grætur !
 Smáþögn.

 "Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til
?"spurði dóttirin.
 Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:" Maðurinn gengur í
 gegnum þrjú stig. Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins
og eik, öflugur og harður. Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins og
 birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt
 má líkja honum við jólatré!"
 " HA, jólatré ?"
 " Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts! "

Múhaha...

 

Glæsileg ung kona með rautt hár hitti lækninn sinn og tjáði honum að alveg sama hvar hún snerti líkama sinn þá væri það mjög sársaukafullt.
“Athyglisvert!” sagði læknirinn. “Sýndu mér!”
Sú rauðhærða setti út fingurinn, þrýsti á vinstri ristina og öskraði, síðan þrýsti hún á olnbogann og orgaði enn meira. 
Hvar sem hún snerti sig þá argaði hún af sársauka.
Læknirinn sagði: ”Þú ert ekki rauðhærð í alvörunni?”
“Nei”, sagði hún, “ég er ljóska.”
“Þetta vissi ég,” sagði læknirinn, “þú ert fingurbrotin!” 
Ha..ha..ha...!


...Og konan í Bónus….. 

Kona nokkur var að versla í Bónusverslun í hverfinu.
Hún var búin að setja 1 lítra af léttmjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréf af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega:
"Þú ert örugglega einhleyp"!
Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp.
Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði:
" Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??"
Drukkni maðurinn svaraði:
" Af því að þú ert ljót!"

Ojojoj……. 

 

MUNA: Sólin kemur alltaf upp, sama hvað gerist á næturnar....um að gera að vera bara bjartsýnn og glaður og BROSA...því eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt........

 Knúsist og kyssist endalaust elskurnar mínar...Love you!!!!!

...HA HA HA...BARA FYNDIN..!!!!

 

Dagar og nætur renna saman í eitt og tíminn flýgur áfram...þetta er sko alveg með ólíkindum og mér finnst mér ekkert verða úr verki...

Við erum bara nokkuð hress...Trönuhjallatöffararnir...svolítill mótvindur þessa daga...en það sem ekki drepur mann gerir mann sterkan...

Annars ætla ég ekkert að vera með neina ræðu í dag...set bara inn hérna nokkra ÓGEÐ fyndna brandara og hlæ manna hæst sjálf.....Ha ha ha...!!!  

 

 

  

 

 

Óborganlegar tilvitnanir í minningargreinar: 

" Hann giftist eftirlifandi eiginkonu sinni og átu þau tvö börn". 

"Gönguferðin þeirra varð styttri en menn vonuðu. Banvænn sjúkdómur beið hennar bak við stein og sló hana fljótt til jarðar". 

"Hún hafði það sterka skapgerð að smá rigningarsuddi setti hana ekki úr jafnvægi". 

"Hann var sannur Íslendingur og dó á 17. júní". 

"Þrátt fyrir góða greind gekk hún aldrei í kvenfélag". 

Það er löngu vitað mál að bestu og skemmtilegustu vinina eignast maður í lúðrasveitum". 

"Hann skrapp úr vinnunni til að fara í þrekpróf hjá Hjartavernd, en kom þaðan liðið lík". 

"Ég bið þann sem lífið gaf að hugga, styrkja og bæta aðstandendum skaðann". 

"Tók hann fráfall konu sinnar mjög nærri sér vegna barnanna". 

"...þar voru m.a. María Rögnvaldsdóttir og Guðrún Sigurðardóttir frá Folafæti. Enda þótt María væri þá hálfslæm í fæti lék hún við hvern sinni fingur". 

"Helga lést þennan dag kl 16. Helga hafði ætlað að eyða deginum í annað". 

"Í dag kveðjum við kæran samstarfsmann og félaga. Hann tók sér tveggja daga frí til að kveðja þennan heim". 

"Og má segja að hún setti ekki svo skál af tvíbökum á borð að ekki stafaði af því mýkt og listfengi". 

"Orð þessi eru skrifuð til að bera Sveini (líkinu) kveðju og þakkir frá tengdafólki hans og ekki síður frá tengdamóður hans þótt nú nálgist 20.árið frá fráfalli hennar". 

"Hún bjó manni sínum gott heimili og ól honum 9 hraust börn, þar af tvö á sjómannadaginn". 

"Ágústa giftist ekki og eignaðist ekki börn í venjulegum skilningi þess orðs". 

"Á þessum fjölbreytta lífstíl sínum kynntist Guðjón mörgum mönnum af ýmsum þjóðernum, þ.á.m. Indjánum og Kínverjum. Hann lærði tungumál þeirra að minna eða meira leyti, einkum ensku og norðurlandamálin". 

"Persónulega, góði vinur, þakka ég og konan mín þér fyrir innileg samskipti á umliðnum árum. Guð varðveiti þig. Vertu sæll, ég kem bráðum..." 

"Bréf barst að heiman, það færði mér fréttina: Tóti frændi er dáinn. Það hlýtur að hafa verið gott að vera kind í fjárhúsunum hans Tóta frænda." 

"Drottinn minn gefðu dánum ró og hinum líkin sem lifa."

"Nú á morgun, þegar Júlíus tekur tösku sína fulla af góðum fyrirbænum og þakklæti og hefur sig til flugs af brautinni, rísum við samstarfsmenn úr sætum og veifum til hans og þökkum samverustundirnar." 

"Þeir sem guðirnir elska deyja ungir. Þessi orð koma mér í huga þegar ég minnist afa. Hann var 93 ára þegar hann lést.“ 

Ha ha ha...gaman að þessu...

 

Einn vinur minn er lýtalæknir og er að sjálfsögðu bundinn trúnaði við sjúklingana alveg fram á 10da glas..... 

Kona kom og vildi fá hann til að minnka skapabarmana því þeir voru orðnir stórir og slappir. En hann mátti alls ekki segja neinum frá þessu. Allt í lagi, og aðgerðin fer fram.Þegar konan vaknar eru þrjár rauðar rósir í vasa við rúmið. Hún reiddist og spurði vininn hvort hún hafi ekki tekið fram að enginn mætti vita?Jú segir læknirinn. En ein rósin er frá mér, mér fannst bara að þú værir svo dugleg að standa í þessu ein.Önnur er frá hjúkkunni sem hefur líka gengið í gegn um þetta. Og þessi síðasta er frá manni uppi á brunadeild til að þakka þér fyrir nýju eyrun....... 

Ha ha ha.... 



Annar...pínu dirty...

Það voru einu sinni hjón sem fóru á hótel til að halda upp á 50 ára brúðkaupsafmælið sitt. Fengu þau sér gott að borða og fóru svo upp í rúm til að endurupplifa brúðkaupsnóttina. Eitthvað fannst þeim gamli vinurinn vera slappur og linur, svo hann laumaðist afsíðis og batt við hann reglustiku. Fór hann við svo búið upp í rúm til sinnar gömlu og sinnti sínu hlutverki og var konan hæstánægð með gamla sinn. Daginn eftir synti annar eggjastokkurinn til hins og sagði: "Já, margir hafa nú komið við hér um dagana en aldrei hafa þeir fyrr komið á líkbörum!"
 

 Thí hí hí.... 

Og einn til...

Einu sinni fóru hjón til læknis vegna þess að þau gátu ekki stundað
kynlíf. Læknirinn sagðist vera með nýja leið, sem hann skyldi prófa á
þeim. Að setja segul í typpið á kallinum og stál í konuna, þannig að þau
myndu bara smella saman.
Allt þetta gekk vel, og svo var komið að endurkomu, en þá kemur konan
bara ein.
Læknirinn verður mjög hissa og spyr... 'hva ? hvar er maðurinn þinn ?'
og svarar þá konan, 'nú hann situr í fangelsi' og svarar þá læknirinn '?
ha nú hversvegna ?'
'já við fórum sko í sund og þar var strákur með spangir...'

Múha ha ha....

MUNA: Þú nærð ekki raunverulegum árangri í lífinu nema þér líki það sem þú ert að gera.

Eigið góða helgi og skemmtilega....og njótið þess að vera til rýjurnar mínar....

 


...ER ÞAÐ EKKI EINMITT SVONA SEM...???

 

 

 

Mamma og pabbi sátu við sjónvarpið...

Mamma sagði: Ég er þreytt, og klukkan orðin margt.
Ég ætla að fara upp í rúm.
Hún fór inn í eldhús og útbjó nesti fyrir börnin, tæmdi poppkornsskálina, tók kjöt úr frysti fyrir næsta dag, gáði hvað væri eftir af kornfleksinu í pakkanum, fyllti á sykurkarið, setti sykur og skeiðar á borðið og gerði kaffikönnuna tilbúna.

Svo setti hún nokkur föt í þurrkarann, setti þvottavélina af stað, straujaði eina skyrtu og festi eina tölu.
Hún tók saman dagblöðin sem lágu á gólfinu.

Hún safnaði saman nokkrum leikföngum sem lágu á borðinu, og setti símaskrána niður í skúffu, svo vökvaði hún blómin, tók úr uppþvottavélinni og hengdi eitt handklæði upp svo það myndi þorna.

Hún stoppaði við skrifborðið og skrifaði miða fyrir skólann, setti peninga á borðið fyrir börnin og tók upp eina bók sem lá undir stól.
Hún skrifaði eitt afmæliskort til vinkonu sinnar, setti frímerki á.
Svo skrifaði hún minnismiða og lagði við hliðina á dagbókinni sinni.

Svo fór hún að þvo sér, setti á sig næturkrem, burstaði tennurnar og greiddi sér.

Pabbin hrópaði úr stofunni; Ég helt að þú værir að fara að sofa.!???

Já sagði hún, og hellti vatni í hundadallinn, og setti köttinn út.
Gekk svo úr skugga um að dyrnar væru læstar.
Loks kíkti hún á börnin og talaði við eitt þeirra sem enn var að læra. Í svefnherbergi sínu stillti hún vekjaraklukkuna, tók til föt fyrir morgundaginn, tók rúmteppið af rúminu.
Enn skrifaði hún 3 atriði á minnismiðann.

Á sama tíma slökkti pabbinn á sjónvarpinu og sagði við sjálfan sig; Nei, þetta gengur ekki, nú fer ég að sofa - og það gerði hann.

Kannski soldið tippicale kvöld...????


Úff, ég er að verða þreytt….best að fara að kíkja á þvottinn, uppþvottavélina, stundaskrána, nestið, eldhúsið, minnismiðana, morgundaginn....……

 

 MUNA: Að við erum öll englar, hvert á sinn hátt….við erum hér hvert fyrir annað og þegar einhvern vantar hjálp eða mann langar að gleðja einhvern þá á maður bara að skella sér í það…ekki málið….það er svoooo nærandi og gefandi...fyrir alla...……..
“Það sem þú hefur óskað þér,dreymt um og vonað að væri til getur orðið að veruleika í hinni fögru paradís óendanleikans……”
 Love you!!!!!!

 


...ÚBBS...ÉG VAR KLUKKUÐ...EKKI KLIKKUÐ...

 

ÚBBS...ég var klukkuð...hmmm.....Erfitt að takmarka sumt við fjögur svör....en geri mitt besta eins og landsliðið..... 

 

  

 

Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:

-Unglingavinnan

-Kjötvinnsla SS– hamborgaradeild 

-Göngudeild krabbameinslækninga

-Leikskólakennari...og er enn....

   

 

Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:  

-Les Miserables

-Forrest Gump 

-Titanic

-Mamma Mia

   

 

Fjórir staðir sem ég hef búið á: 

-Kópavogur

-Hafnarfjörður

-Dalvík

-Fredrikstad

  

 

Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:

-Dog whisper

-A Haunting

-Medium

-Næturvaktin...

  

 

Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:

-Washington 

-New York 

-Stokkhólmur

-Kaupmannahöfn

..og fleira og fleira...

  

 

Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:

-Mbl.is 

-Barnanet.is/bol/ 

-Valur.is

-Rithringur.is

  

Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:

 

-Pollyanna (he he...)

-Samræður við Guð

-Mikael Handbókin

-Gömlu bækurnar hennar mömmu, Krilla, Tataratelpan, Blómakarfan...

 

-Og svo hef ég lesið Depil og Stubbana að minnsta kosti fjórtánhunruð sinnum....

 

 

Fjórir bloggarar sem ég klukka...:

-Arna Stjarna,,, 

-VandeKamp,,,

-Danaveldi,,,

-Valaben,,,

 

Koma svo...þið sem eruð klukk....!!!.

 Smá fyndið með....:       

Vantar einhvern gott ráð til að öðlast innri frið?



Þetta virkaði svo asskoti vel fyrir mig....he he.... og af því að í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið segi ég þetta:  
Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las í Cosmo, hef ég loksins fundið innri frið.

Þetta stóð í greininni:

"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".

Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað....


Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að virka....
Endilega segðu frá þessu ef það er einhver þarna úti sem þú heldur að þurfi á innri frið að halda.......... 
( stolið....he he....)

  

Eigið góðan dag....á morgun....

MUNA: Mistök eru tækifæri til að byrja uppá nýtt, á skynsamari hátt-  

 

 

 


Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband