...TIL UMHUGSUNAR Í TILEFNI AF LANDSSÖFNUN MÆNUSKAÐASTOFNUNAR OG STÖÐVAR TVÖ....

 

 

 

AF HVERJU, GUÐ?????

Ég get víst bara grátið það sem eftir lifi ég
því tilveran er hrunin , hún er alveg hræðileg
Hér áður brosti lífið við mér, allt var ljúft og gott
og framtíðin hún virtist vera spennandi og flott.



Í menntaskóla hef ég verið tvö svo indæl ár
allt námið hefur gengið vel ég þótt hef ansi klár
Í félagslífi þátttakandi af fullu líf ´og sál
að vera virk í félagsmálum er sko ekkert mál.



Við fórum fjórar vinkonur í gönguferð og sund
því ein af okkur á svo sætan kavalíer hund
Eftir þessa göngu vorum orðnar alveg glor
við ákváðum að bæt´úr því en deyja ekk´úr hor.



Við fórum því á bílnum til að finna eitthvað ætt
fundum stað sem okkar þörfum virtist geta mætt
fórum síðan rúntinn á, við ókum ekki greitt
hvað gerðist svo,í huga mínum rennur út í eitt.



Ég man að einhver öskraði og óhljóðið var slíkt
í bremsum ákaft iskraði það virtist engu líkt
Síðan man ég sársaukann sem um mig alla skreið
svo varð allt svart og tíminn hvarf í fát og ringulreið.



Ég man að einhver grét og annar sagði falleg orð
ókunn rödd svo æst og reið oft nefndi orðið morð
Ég man að ljósin blikkuðu og allt var blátt og kalt
Ég fann að vindsins vængjatak var orðið rakt og svalt.



Svo vaknaði ég upp við það að elsku mamma grét
og umhverfis mig alla flæktist skrýtið víranet
ég áttaði mig smátt og smátt á því að tengd ég var
við alls kyns mæla, tæk´og tól sem héngu hér og þar.



 

Ég reyndi strax að spyrja hvað á seyði væri hér
og mamma hentist strax til mín og faðmaði að sér
Það dreif að hvítklætt fólk sem horfði á mig vorkunn með   

ég fékk að vita hvað þarna um kvöldið hafði skeð.  

  

Ég gleymi aldrei sorginni sem nísti hjarta mitt
er skildi ég þann sannleika sem kostað hafði sitt
Vinkonurnar saman aftur aldreigi á ný
Þær höfðu allar látið lífið þessu slysi í.



Ég neitaði að trúa því og vildi vita það
af hverju ég þá væri ekki lík´á sama stað.
Af hverju var ég á lífi, af hverju ég ein?
Aldrei höfðu hinar nokkrum öðrum gert neitt mein.

  

Ég var að verða vitstola og grét og bað um grið
vildi ekki lifa nei ég vildi bara frið
Ég ákallaði almættið og óskaði þess heitt
að ég og mínar vinkonur ei farið hefðum neitt.



Ég fékk víst sprautur, svaf og mókti daginn út og inn
Ég vildi ekki vaka því að veruleiki minn
Var algerlega í einni rúst og allt svo dimmt og svart
og þó að mamma og pabbi kæmu var samt ekkert bjart.



Ennþá meira áfall var að uppgötva þá vá
að líkaminn var lamaður og enga von að fá
Því mænan fór í sundur þegar áreksturinn varð
ekkert hér í lífi getur fyllt í þetta skarð.



Að vita það að frjáls ég hlaupi aldrei aftur um
og geti ekki hjólað eða synt með krökkunum
Einmana og yfirgefin svipt þeim verðmætum
sem vinkonurnar bestu voru mér í heiminum



Ég veit að það er eigingirni að óska dauða síns
bregðast þannig ást og trausti mömmu og pabba míns 
systkinin og ættingjarnir elska mig svo heitt
en tóminu sem innra býr fær enginn msður eytt.



Ég sakna svo að hitta þær sem hurfu þetta kvöld
hugsa oft um stundirnar er gleðin var við völd.
Ég veit að aldrei nokkurn tímann kemst ég yfir það
sem henti líf mitt kvöldið sem að slys átti sér stað.



Oft ég hugsa til þeirra sem okkur keyrðu á
annar er á lífi og mun fullum bata ná.
En hinn sem var í bílnum hefur sofið síðan þá
hvort vaknað geti aftur verður tíminn um að sjá. 



Þeir voru víst á djamminu og höfðu djúsað grimmt
drukkið frá sér allt sitt vit en þóttust geta skrimmt
Tóku séns sem kostað hefur sársauka og kvöl
séns sem aðeins leiddi af sér hörmungar og böl.



Ég veit að það sem bíður mín er gata þyrnum stráð
ég veit ég get í framtíðinni aldrei mætti náð
Ég verð að byrja upp á nýtt og lif´á annan hátt
ég veit ei hvort ég verði nokkurn tímann við það sátt.

 

 

 Ég verð að þrauka þó mig langi ekki til þess neitt  

verð að berjast áfram þótt ég geti engu breytt     

 Berjast fyrir lífi því sem mér er ætlað hér
berjast fyrir mig og þá sem hafa ást á mér.
B H 2006.

 

 


 

MUNA: Lífið er skóli.Þeir sem láta kærleika og hjálpsemi stjórna sér útskrifast með sóma. Góðvild í orðum skapar sjálfstraust. Góðvild í hugsun skapar innsæi. Góðvild í gjöfum skapar ást.

 Vona að allir eigi góðan og gleðiríkan dag í dag....  InLove

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hólmdís Hjartardóttir

Hólmdís Hjartardóttir, 19.9.2008 kl. 01:55

2 Smámynd: Linda litla

Linda litla, 19.9.2008 kl. 08:35

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég sit með gæsahúð! Þú kannt þetta sko alveg stelpa!

Ég vil fá ljóðin þín í bók - svo ég geti lesið eitt á dag!  

Hrönn Sigurðardóttir, 19.9.2008 kl. 11:08

4 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Yndislegt, ortir þú??

Sigrún Jónsdóttir, 19.9.2008 kl. 13:34

5 Smámynd: Vilborg Auðuns

Þú ert stórkostleg, frábært ljóð skáld ég fékk gæsahúð og allan pakkan.

Kærleiksknús til þín.

Kveðjan Vibba

Vilborg Auðuns, 20.9.2008 kl. 00:22

6 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þú átt að fá einhvern til að gera lög við textana þína.  Þeir eru of góðir til að nota þá ekki. 

Anna Einarsdóttir, 20.9.2008 kl. 11:01

7 identicon

Þú ert alveg yndisleg Begga mín.  Ég man þegar ég las þetta fyrst eftir þig þá fór alveg um mig gæsahúðin og mér vöknaði um augun.  Áhrifin voru ekki mikið minni nú þegar ég las þetta aftur.  Þú ert ótrúleg

Elskjú honí

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 20.9.2008 kl. 17:37

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og góðar ljúfar kveðjur.

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 20.9.2008 kl. 21:59

9 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

'Eg fékk gæsahúð við að lesa þennan texta,þú ert snillingur

Knús inn í nýja viku

Anna Margrét Bragadóttir, 21.9.2008 kl. 09:03

10 identicon

mjög svo fallegt ljóð fallega frænka:)

diljá (IP-tala skráð) 21.9.2008 kl. 20:20

11 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hefur einhvern tíma verið gefið út ljóð eftir þig? ég meina, það er þá kominn tími til þess

Ragnhildur Jónsdóttir, 24.9.2008 kl. 09:15

12 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Þetta er alveg ótrúlega magnað, ég er með svo mikla gæsahúð að það jaðrar við strútshúð :):) takk fyrir þetta elskuleg og hafðu það sem best.

Ásdís Sigurðardóttir, 24.9.2008 kl. 14:10

13 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Bestu þakkir fyrir allt hrósið kæru bloggvinir....

Ljóðabók hef ég nú aldrei gert...en kannski er það ekki svo slæm hugmynd....hmmm...???

Annars ætlaði ég mér aldrei að verða ljóðskáld sko....bara rithöfundur og bókaskrifari....og búa til mega haug af barnaefni....

Ég hef hins vegar búið til góðan slatta af alls kyns vísum og ljóðum handa hinum og þessum og líka tekið að mér að semja texta fyrir fólk...en það er nú bara af því mér finnst það svoooo gaman...!!!

En ef þið þekkið lagahöfund.....

Bergljót Hreinsdóttir, 24.9.2008 kl. 18:14

14 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Mér datt strax í hug að þetta væri tilvalinn texti við lag. Ekki síst vegna þess að nú er nýafstaðin fjáröflun vegna mænuskaddaðra. Þessi texti myndi sóma sér vel sem einhvers konar baráttulag fyrir hönd samtakanna.

Framkallaði svo sannarlega gæsahúð hjá mér.

Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2008 kl. 01:29

15 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Sæl þú ert alger snilld ekki annað orð yfir þig hvort það sem það eru skrif um ykkur fjölskylduna, brandarar eða ljóð. Haldu áfram það er svo gaman að lesa allt eftir þig.

Knús frá danaveldi erla

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 27.9.2008 kl. 19:10

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband