Bloggfærslur mánaðarins, febrúar 2008
FULLKOMIÐ LÍF...????
26.2.2008 | 02:12
Neinei...ég er EKKI hætt að blogga...eins og margir hafa haldið...bara voða bissí alltaf og hef því ekki haft tíma....líma...síma...gríma....
Er sem sagt búin að vera á fullu í félagslífinu og á fundum hægri vinstri en það er bara einn planaður fundur í þessari viku svo maður ætti að hafa smá speis...æji...má sletta smá.....
Síðasta vika var sem sagt ansi hraðskreið en ég tók mér þó frí í vinnunni á föstudaginn þar sem ég sá ekki fram á að ná að komast af stað í THE föndurferð nema taka daginn í að klára undirbúning....ÞOLI ekki hvað ég er skipulögð en brenn svo inni á síðustu metrunum AF UTANAÐKOMANDI ástæðum...JÁ, alltaf gott að kenna einhverjum öðrum um...ekki að maður gæti hafa gefið sér meiri tíma...neibb....döh....
En þessi blessaði dagur var ekki alveg sá mesti happa ever.....ónei....ÞAÐ FÓR ALLT ÚRSKEIÐIS SEM GAT FARIÐ ÚRSKEIÐIS...já SÆLL...þarf að ræða það eitthvað???
Vakti nú grísina þrjá á sómasamlegum tíma og sendi í skólann...ætlaði svo að halla mér litla stund áður en ég færi í sjúkraþjálfunina en að sjálfsögðu missti ég bara algerlega meðvitund...gleymdi að endurstilla klukkuskrímslið og SVAF yfir mig eins og hver annar unglingur...og Magginn hraut alveg í takt við hliðina á mér....við erum að tala um að mæta klukkan tíu gott fólk...ekki hálfátta eða átta sem ég geri daglega....
Rankaði við mér um tíu...OF sein...og ákvað þá að vera bara slök....og hefja lokaundirbúning.....geta svo bara tjillað... bloggað...lesið blöð....fram að brottför.... Kláraði að pakka því sem ég átti eftir af fötum...allt orðið þurrt og fínt og tilbúið til pökkunar...og svo var brunað í Smáralindina að ná í MYNDIRNAR sem átti að skrappa...en þær fór ég með á miðvikudag og hélt að ég gæti fengið samdægurs...enda lykill bara settur í samband við tölvu og myndirnar komnar á skjáinn....ekki vesen....bara ýta á print og málið dautt ... eða...NOT....
!Það tók TVO daga að koma þessum myndum á pappír....og mín var ekki alveg að kyngja því....TVO HEILA daga...svo ég mátti koma á mánudag að sækja......en það hentaði minni ekki alveg enda að fara út úr bænum að skrappa ekki seinna en á slaginu fjögur á föstudag....svo Herra Pedersen aumkaði sig yfir æpandi fljóðið og lofaði að bunkinn yrði klár klukkan tíu á föstudegi....frábært!!!!
En-í Smáralindinni fannst EIN mynd á kortinu sem maður framvísar til að fá myndirnar sínar...EIN mynd og af algerlega ókunnum strákormi...svo mín nærri snappaði....enda ekki lengi að skrappa eina skitna mynd...hvað þá af einhverjum óþekktum aðila....Herra Pedersen ákvað að redda málunum...enda fundust myndir á mínu nafni í tölvunni...óframkallaðar....en ég mátti renna við á laugavegi um þrjú og hirða upp herlegheitin....
Ég fór því að byrgja mig upp af einhverju smáræði til að éta...EF ég fengi nú ekki nóg af sameiginlega matnum....og keypti svolítið handa heimilisfólkinu líka sem var frekar spælt að fá ekki að fara með í bústað....sjálfa Júróvísjónhelgina...og konudags....
Magginn fór í vinnuna og ég kláraði að koma matnum í töskuna.....föndurdótið var þegar klárt...enda mín SKIPULAGÐA búin að finna pappír og pakka öllu sem átti að vera með...ekki málið....og tryggja nægar límbirgðir...því það vill engin almennileg skrappkona verða uppiskroppa með lím í föndurferð...neineinei....
Er samt búin að leita dauðaleit að albúminu sem á að hýsa fermingarmyndir Miðormsins.....en þrátt fyrir góðan vilja er þetta blessaða albúm algerlega týnt og tröllum gefið.... Þar sem ég var nú búin að öllu...fara í bað og sjæna mig alla....ákvað ég að gera eina tilraun enn....og leita að þessu blessaða albúmi...enda mundi ég eftir einum kassa í geymslunni sem ég átti eftir að kíkja í....
Svo mín stormaði niður...og smeygði sér inn í alltof fulla geymsluna....nebbla svoddan kríli skiljiði...já...ég smeygði mér inn og lokaði á eftir mér...og teygði mig í þennan kassa sem ég hugðist rannsaka og var svo innilega farin að trúa að geymdi albúmið góða....en þá gerðist hlutur sem ég VISSI að myndi gerast en TRÚÐI EKKI að gæti gerst....því kassadj.....var þá svona mikill lykilkassi að þegar ég kippti honum út úr hillunni HRUNDI ALLT heila klabbið yfir mig....HVER EINASTI kassi fór á flug og mín stóð bara þarna og reyndi að forðast að fá kassa í hausinn...eða aðra lauslega hluti....stóð þarna eins og asni og hló móðursýkislega....föst í haug af kössum og í soldið vondum málum...lalla lalla la.....
Á þessu augnabliki upphófst hugsanaÞEYTINGUR í hausnum á mér....ég var ein heima...enginn að sakna mín fyrr en ég yrði sótt í ferðina góðu.....enginn gemsi í geymslunni...enginn á ferðinni á geymsluganginum og líklega bara enginn heima í húsinu...obbosí....
En maður dettur nú ekki dauður niður úr ráðaleysi...svo míns fór að hamast við að koma þessum leiðindakassa á sinn stað og rétta við hilludruslurnar.....og blaðrandi út í eitt náði míns að koma öllu draslinu aftur á sinn stað...losna tístandi úr prísundinni og þramma hlæjandi af skömm upp stigann og inn til mín...með ekkert albúm....
Well...Róm var ekki byggð á hverjum degi...svo míns ákvað að gefa upp vonina...enda margra daga leit afstaðin...og fara bara ekkert með þetta helv..albúm út úr bænum....en vinna það bara á lausum blöðum og setja svo inn þegar það ákveður að skríða fram í dagsljósið.... Náði sem sagt að gera allt...nema blogga....og var voða lukkuleg þegar Elnan renndi í hlað og ferðin hófst.....jibbí!
En...ekki mátti nú gleyma að koma við hjá Herra Pedersen og kippa upp fína myndabunkanum....svo þangað var brennt og átti að taka STUTTA stund.... Herra Pedersen og hans fólk var að renna síðustu myndunum í gegn svo míns ákvað bara að borga sem snöggvast...en þá kom nú babb í litla sæta bátinn....því Pedersen gamli heimtaði tíuþúsundkall fyrir fíneríið....eða helmingi meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætluninni....
Missti mig EKKI en spurði afar köld hvort væri mögulegt að þeir væru óvart að prenta tvisvar það sama...en það reyndist ekki vera.....Bað þá um að fá að sjá útprentaðan lista yfir framkallaðar myndir....og sá að stóð ferming....ferming.... ferming...a.m.k tvöhubdruð sinnum...en svo kom nýr texti.... Marbakki... Marbakki...Marbakki....og þarna lá þá hundræfillinn grafinn... !!!
Stelpugerpið sem afgreiddi mig og setti lyklana tvo í tölvuna....með fyrirmælum um að framkalla TVÆR FERMINGAR...hafði líklega bara ekki merkt neitt við...svo allt innihald lykilsins var bara sett í framköllun.... en..tú..tre....
Míns tók ekki í mál að taka við þessum fjallháu bunkum af myndunum fjögurhundruð og veit ekkihvað...en samdi um að leysa út fermingarnar og skoða svo málið í rólegheitum á mánudag.... Þetta var sem sagt FJÓRÐA ruglið þennan daginn...fyrst svaf ég...svo voru ekki myndir...svo fékk ég geymsluna í hausinn og loks óumbeðinn OFURskammt af framkölluðum myndum.... HJÁLP...HERRE GUD Í HIMMELEN...HVOR I ALVERDEN ER DU??????
Obbobobb....var að íhuga að hætta við ferðina af ótta við fleiri áföll og að koma samferðamönnum í klandur...en vinkonur mínar elskulegar bökkuðu mig upp...allt þegar þrennt er og fjórða fullkomnað......svo ég fór með....og við vorum á Áætlun!!!!!Alger snilld....
Komum í ískaldasta bústað sem sögur fara af...en þar sem við erum óvenju ástríkar...hlýjar og yndislegar konur...náðum við að hita hann svo vel upp að liðið var bara á hlýrabolum alla dagana....
Það þarf náttla ekki að tíunda það að ferðin sjálf var tær snilld og allar fínu myndirnar voru límdar á sinn stað....og dekrað við sig...mikið...mikið....STUNA....
Þetta var sko ALVÖRU föndurferð...full af mat...sem meistarakokkurinn Inga beib sá um að malla...og við hinar skutum inn einum og einum rétti svona til að vera memm....
Það er ekki ofsagt að kílóin bættust aðeins við þessi fáu aukakíló sem fyrir voru...og það stefnir nú ekki í að míns verði neitt megabeib á næstu dögum...þarf aðeins að bremsa og taka til í kroppnum...til að eiga svo mikið sem tilkall í þess háttar nafnbót...he he...
Míns nennir samt ekki á neitt Herbalife kjaftæði eða Hydroxycutdæmi....en ætlar að vera duglegust að labba heim úr vinnunni á daginn...sem er góður klukkutími og afar hressandi á svona köldum vetrardögum....
Móttökunefndin á heimilinu...skipuð af grísunum þremur aðallega....var svo búin að gera allt voða hreint og fínt....taka til....ryksuga og skúra...sortera þvott og þurrka af ryk...og skreyta ganginn og útihurðina með alls konar seríum í öllum litum...og semja ljóð handa mömmunni sinni.....bara sætust!!!
Og á koddanum lá líka bréf....sniff sniff...svoooo sætt...eins og maður hafi verið að heiman í ár og öld.....er annað hægt en knúsa gengið í klessu?????
Maður bara klökknar og finnur tárin þrýstast fram á svona fallegum og hreinum stundum...þar sem maður fær ALLT sem hægt er að fá....í hjartað sitt....ENDALAUST TAKK KRÚTTIN MÍN BESTU!!!
Fór í mína heittelskuðu vinnu í dag og fannst ekki slæmt að knúsa krílin mín...eftir allt þetta frí....litlu snúðarnir mínir....
Kíktum á Kristnibrautina smástund og renndum svo í Reykásinn að sækja skíði fyrir Minnstuna sem ætlar að vera í Bláfjöllum með skólanum á morgun....og meika það....
Það eru náttla allir lukkulegir með Júróbandið...enda stóðu þau sig best þetta kvöld....og því öllum vinum og ættingjum skipað að kjósa ÞAU....
Elsku stelputryppið í Mercedes Club var ekki alveg að gera sig þetta kvöld...átti slæma innkomu og náði sér aldrei...enda ung og óreynd...sem hentar kannski ekki heldur í langtburtistann..... kemur bara betri og reyndari næst....með trukki og dýfu...og tveimur vaxtaræktartröllum...vel tönuðum....úllala....
En Friðrik Ómar og Regína Ósk eru flott og eiga örugglega eftir að gera pottþétta hluti þarna úti í keppninni...tala nú ekki um þegar sjálfur PALLINN er á staðnum líka....og lóðsar þau í gegnum alla dramatíkina....wów....!!!
Haldið þið að nóttin hafi ekki læðst hérna aftan að mér án þess að ég tæki eftir og læst svörtum krumlum í mig...svo ég neyðist til að láta undan þrýstingi og hefja hrotur.....zzz...
MUNA: Jafnvel þótt þú hafir farið illa út úr lífinu getur þú komist í gegnum það með hjálp trúar og hugrekkis.
( neineinei...ég samdi þetta ekki....)
STÓRT KNÚÚÚS!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:45 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
....NA NA NA BÚ BÚ...EN ÞÚ?????
18.2.2008 | 15:45
Sunnudagur...enn einn slíkur að kvöldi kominn og ný vika í startholunum...pottþétt full af skemmtilegum uppákomum og viðburðum...þannig er það alltaf...
Og ég á flottasta hund á Íslandi...sem heitir Tanja...og er að brosa til þín núna....na na na bú bú......
En....
Vikan sem leið var fín...og flaug í gegn...
Í leikskólanum misstum við okkur nett í geggjaðri innkaupaferð... keyptum fuuuult af flottu dóti og ELDRAUÐAN leðursófa á deildina og ég er að tala um TÖFF sófa...bjútífúl....við erum svo montnar af honum og öllu fíneríinu að það hálfa væri nóg...
Og börnin voru svoooo glöð...nýtt dót og ný rennibraut!!!! (sá rauði..) bara truflað!
Þurfum kannski að fara að baka kleinur og selja klósettpappír fyrir þessu ...en skítt með það...ekki málið....nei grííín...við áttum péééning og máttum alveg missa okkur....eða...????
Notuðum skipulagsdaginn á miðvikudag til að koma öllu fyrir... henda drasli og ónýtu dóti...og gera deildina mest krúttaða....og það gekk bara vel...ætluðum varla að tíma að fara heim...það var sko alveg endalaust hægt að nota þennan tíma....Alltaf gaman....
Væri ekki leiðinlegt að mega missa sig svona hérna heima líka...kaupa húsgögn og innanstokksmuni og henda bara gamla draslinu...yngja upp pleisið og verða INN....panta svo eina góða utanlandsferð fyrir sumarið og kaupa jeppa fyrir afganginn ... döh...
Æi, þetta drasl skiptir ekki neinu máli...aðalatriði er að líða vel og vera sáttur...og það erum við svo sannarlega....
Minstan er meira að segja farin að sofa á næturnar og orðin sátt við draugana sem fylgja okkur...farin að venjast þeim og hætt að láta þá trufla sig...he he....þökk sé elskulegri Bíbí....
Nornahópurinn er kominn á fullt og nú er það allt saman að detta í fínasta skipulag....hlutirnir í röð og reglu...ekkert vesen.... Sigrún mætt...sæll....komin plön og vinnuskipulag...Verður alltaf meira og meira spennandi....get varla beðið eftir næsta fundi...múhaha....
Tengdapabbi átti afmæli í gær...TIL HAMINGJU ELSKU BJÖSSI AFI !!!!
Heiðruðum hann að sjálfsögðu með nærveru okkar....fengum kökur og læti...og áttum kósí dag í Hafnarfirðinum...
En - það vantaði litlu tvíburakrúttin mín sem eru að slást við hana Flensu Frekju...oj bara...sú ljóta drusla er að gera þeim lífið leitt...þau eru með hita og kvef og hausverk og magaverk og það er sko hundleiðinlegt þegar maður er bara fjögurra ára og afi manns á afmæli....Iss..missa af kökunni...og fá ekki að fara í kjólinn og skyrtuna...ógeðslega fúlt...BANNAÐ AÐ SEGJA ÓGEÐSLEGA....thí hí....
Við enduðum afmælið á því að fara Í HÓPFERÐ á Hróa hött og slafra í okkur hambó og pizzum fyrir peninginn....laaaangt síðan við höfum komið þarna....og það voru sko ekki margir aðrir en við á staðnum...hmmm...af hverju????
Sæll...þarf að ræða það eitthvað....?????
Nú fer að líða að þessari blessuðu úrslitakeppni í Júróvísjón þeirra RÚV manna og þar sem ég var víst valinn kosningastjóri" fyrir Júróbandið í minni sveit þá segi ég ykkur hér mað að kjósa Friðrik Ómar og Regínu...Já, kjósið þau!...því þau eru með rétta lagið og rétta andann...hann frá Dallanum góða og hún mágkona hennar frænku minnar...já...kjósa þau pípúl...verðið ekki fyrir vonbrigðum með þennan dúett..hmmmm...þau eru sko algerlega klár í slaginn....ættu alveg að geta meikað það í Langtburtistann og ekki skemmir fyrir að Pallinn er búinn að komast í textann og enskuvæða...þetta er bara töff....
Mér finnst reyndar hey hey hey lagið líka töff...en það vantar kraftmeiri söngkonu í það lag að mínu mati...hittið er kúl og Partý Hans og Gilzenegger eru flottir á sviðinu...en daman í forgrunni er ekki að gera neitt fyrir lagið...svo ég mæli enn og aftur með Frikkanum og Regínunni....KOMA SVO!!! Nota gemsann á laugardaginn!!!!! X - Júróbandið....
Verð samt að játa að ég hef ekki heyrt fleiri lög....he he.....
Ef þið heyrðuð í Hemma Gunn í dag þá var náttla Júróbandið í banastuði hjá honum....ógó góð...og ef þau eru alltaf svona þá er þetta náttla ekki nein spurning...þau fara bara í Júróvísjón og meika það...og málið er dautt....
Hlustið bara. http://www.myspace.com/fridriksings
Fyndið...það er búið að draga þessa undanúrslitakeppni svo á langinn...margir mánuðir síðan fyrstu laugardagslögin fóru að hljóma....og allir eiginlega orðnir leiðir á þessari langloku.... maður spyr sig hvort þetta eigi kannski að vera svar RÚV við Idolinu og X-factornum...keppni um áhorf og svoleiðis...nei...segi bara svona...en þetta er alla vega ekki að gera sig ef það er málið...og þó????
Stöð 2 svarar með Bandinu hans Bubba...he he...verður nett áhugavert að fylgjast með kónginum og vali hans á söngvara fyrir bandið!!! Sterkir aðilar komnir í úrslitinn og ekki létt verk að vinna sig út úr þessum snillingum....Veit ekki alveg á hvern ég veðja...en finnst bæði Eyþór frá Dallanum og Hanna úr Álverinu ógeð góð......
Takið eftir hvað Dallinn er sterkur....Mattinn flotti...Friðrik Ómar...Tjarnarkvartettinn....Hundur í óskilum...Eyþór....wów...
Fékk þessa pælingu senda á meilinu:
Í hverju ætli sé best að fjárfesta í dag ?????
Hér fyrir neðan eru smá pælingar um hlutabréfamarkaðinn, og í hvaða hluti væri skynsamlegast að eyða ef maður ætlaði að fjárfesta fyrir 1000 kall...
Ef þú hefðir keypt hlutabréf í Nortel fyrir þúsund kall fyrir ári síðan, þá væru þau 49 kr. virði í dag.
Ef þú hefðir valið Enron þá væru bréfin þín 16,5 kr. virði miðað við að höfuðstóllinn hefði verið 1000 kr.
Ef WorldCom hefði orðið fyrir valinu væru aumar 5 kr eftir.
Ef þú hefðir eytt 1000 kalli í Delta Air Lines væri verðmæti þeirra 49 kr.í dag.
En, ef þú hefðir bara farið í Ríkið og eitt þúsund kalli í bjór í dós, drukkið hann, farið svo með dósirnar í endurvinnslu, þá ættir þú 54 krónur.
Þetta eru skilaboð sem ein vinkona fékk send frá manninum sínum með þeim fyrirmælum að koma við í Ríkinu á leiðinni heim og kaupa fyrir hann bjór...
Hvernig getur maður neitað svona skynsemi?
Ha ha ha...
Förum hress og kát inn í nýja viku...látum ekki veðurófétið trufla geðheilsuna...hlæjum frman í regnið og ullum á rokið....þetta endar einhvern tíma...verið viss...
MUNA: Vingjarnleg orð eru eins og sæti í flugvél.Þú getur komist á áfangastaðinn án þeirra en með þeim er flugið miklu þægilegra.
Lovjú!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (2)
..MUNNRÆPAN OG HIN RÆPAN....
10.2.2008 | 03:12
Jæja...þetta hafðist allt...svei mér þá....bollurnar...saltkétið og þessi líka fína súpa..varð að gumssúpu/graut sem rann ljúflega niður...ekki svona baunabomba eins og í fyrra sem þurfti að tyggja vandlega..nú..og öskudagurinn flaug bara framhjá... ekkert vesen þar...
Minnstunni var skutlað í Reykásinn...hún var Púlari þetta árið og græddi extra á því á nokkrum nammistöðum....sem hún fór með Kristínu og Kristjáni að heimsækja, en Elnan sæta skutlaði þeim á milli staða þennan morguninn...namminamminamm....
Miðormurinn bjó sig einnig út..sá Elsti líka...en ég reyndi að segja þeim að þrátt fyrir að nammi freisti...þá séu takmörk fyrir öllu...þeir væru hreinlega orðnir of gamlir og hefðu lítið í búðarráp að gera...sönglandi og gaulandi...gætu bara keypt sitt gotterí sjálfir...vinnandi mennirnir...
Elstimann var ekki á því en eftir fyrstu heimsókn komst hann að því að þarna hafði nú mamma gamla rétt fyrir sér..þetta var frekar hallærislegt...svo hann sleppti gaulinu....laumaði sér bara burt og fór í heimsókn til góðs vinar....he he.....
Sjálf varð ég að klæðast búning þetta árið...dagur leikskólanna og allir í búning...obbobbobb...mín er ekki alveg sú mest spennta...en ég lét mig hafa það og mætti í Kleopötrumúnderingu og var flottasta prinsessan á svæðinu...með allt þetta gull....úllala...
Þar sem ég var í blessaðri öskudagsnefnd þurfti ég að poppa slatta af poppi til að setja í tunnuna" sem kötturinn á náttla að vera í samkvæmt hefðinni...og svo var ég DJ Kleopatra og tjúnaði liðið upp í dúndrandi hopp og hí og skemmti mér konunglega...það voru allir með...tóku allir þátt...Súpermenn og Spidermenn, Íþróttaálfar og turtlesar misstu sig alveg í dansinum ásamt Sollunum...prinsessunum...böngsunum og kanínunum..og þarna var líka einn kafari.... galdranorn... nunna...Tommi og Jenni í fullri stærð....býfluga og Zorró og guð má vita hvað þetta heitir allt saman...Fjölbreytileikinn í öllu sínu veldi og allir brosandi og glaðir....
En ég væri að ljúga ef ég segði ekki guð sé lof að þessi dagur er búinn og heilt ár í næsta....nei nei...vera heiðarleg....
Ég fékk nærri áfall á fimmtudagsmorguninn þegar ég sá veðrið úti og færðina...ó mæ god..hvernig í veröldinni átti ég að komast til að opna leikskólann????
Magginn haltraði út á plan og fór að moka af bílnum...ásamt fleirum....Þrír voru fastir og einn fór bara að moka tröppurnar til að gera eitthvað...Ég reyndi að ná í einhvern til að opna en það gekk ekki...en sem betur fer komst sú sem á að opna með mér á endanum á svæðið og tók á móti fyrsta barninu....
Þegar ég kom aftur út var Magginn horfinn...ég skimaði í allar áttir og sá þá að hann var búinn að koma sér út á veg...við erum að tala um þennan sem á EKKI að vera úti þegar svona viðrar...haltrandi á Einari" og má ekki við neinni ójöfnu...hvað þá að renna eða hrasa....díses!!!!
Hann sat þarna pollrólegur og beið...hva...ert´ekk´að koma?????
Ég komst því í vinnuna aðeins korteri of seint....geri aðrir betur á svona stundum....
Og það skiluðu sér nærri allir...nema þessir sem voru veikir....og dagurinn gekk snuðrulaust fyrir sig....
Hins vegar tók ég ekki í mál að Magginn færi aftur af stað út í þennan veðurvibba og tók strætó heim....hélt reyndar að þessir gulu væru ekkert að ganga en svo birtist einn slíkur loks úti í hríðarkófinu og ég varð ógeð glöð...enda alveg að breytast í snjóbolta þarna úti....
Verslaði í Okurbúllunni Tikk Takk því hún er alveg í leiðinni og fannst ég bara helv...góð að halda kallinum heima...nema hvað hann herra Órólegur VARÐ aðeins að skreppa.....úúút...döh....
Hann er sko nebbla dottinn í ljósmyndaæði...keyrir um og leitar að flottu myndefni..fer í öllum veðrum..haltrar kringum bílinn og skýtur flasssi í allar áttir....kominn með alvöru hobbý....
Við fórum saman í sjúkraþjálfum á föstudaginn...spræku hjónin...he he...
Hjóluðum hlið við hlið...voða rómó...og gerðum alls konar æfingar...obbobobb ekki þannig æfingar...meira svona þjálfunar skiljiði...ekkert húbbahúbba neitt...og hann vildi náttla ekki vera minni maður en ég...en varð að gefast upp á endanum...og leggjast í bylgjur....á meðan ég hélt áfram að gera HNÉæfingar og hjóla meira...
Þetta er svoooo skrýtið....ég hef svo oft verið í ræktinni þar sem maður er í stanslausri keppni við sig og aðra...er í sífelldri áskorun og ætlar sér stóra hluti...Þarna MÁ það ekki...bara gera allt rosa rólega...hætta ef maður finnur til...fara varlega og ekki ofgera sér....úbbs...ég kann það ekki...get ekki bara tjillað svona....óþekktargemsi...
Var farin að skora á næsta mann á hjólinu....þyngja pedalana og auka hraðann....en hann sagði mér strax að ég myndi örugglega rúlla honum upp..stór og kraftmikill maður....rétt lullaði þetta í hægaganginum...æji...þá mundi ég að þetta er SJÚKRA þjálfun....og varð voða stillt...
Besta við þetta er að ég er í þjálfun út af hnjánum...en ég hamaðist svo á hjólinu að ég lá bakk allan seinnipartinn með dj...verki í HÁLSINUM og HAUSNUM....gott á mig...þarf svo lítið til að koma af stað mígreni....endaði á að taka eina svona dúndurtöflu og sofa í hausinn á mér...
Rankaði við mér um hálfátta...þá var komið klikkað veður og tvö barnanna ekki heima!!!! Við fórum því á stúfana...út í óveðrið og fukum innan um alls konar lausamuni niður í Smáralind til að pikka upp Elstamann....
Ég var mest hissa hvað það var mikið af krökkum þarna inni...og vona að einhver hafi komið þeim heim....get ekki séð þessi kríli fjúkandi milli stauranna með hálfsmíðaða turnana ruggandi í verstu kviðunum....
Minnstan var hjá vinkonu sinni og ég varð að halda í hana svo hún fyki ekki út í veður og vind...litla fisið....
Við hreiðruðum svo um okkur fyrir framan Bandið hans Bubba og Stelpurnar...og Dvd mynd sem heitir Timeline....en Elstimann fékk hana í jólagöf....
Þarna sem ég kúrði undir hlýju teppinu og japlaði á æðisbita fann ég að það var verið að horfa á mig....leit við og sá þessi líka biðjandi augu mæna á mig...ohhhh....voffakrútt...AF HVERJU þarftu alltaf að pissa og kúka á kvöldin????
Og hvað gerir maður?
Skreiðist undan hlýjunni...mjakar sér í hlífðarfötin og dröslast af stað út í ÓGEÐSveðrið...með hundinn í ól....valhoppandi og glaðan...ÞANGAÐ til hann fer að fjúka.....obbosí...þá er ekki eins gaman....
Fyrst maður er kominn út á annað borð, þá er bara eins gott að þessi ræfill geri stykkin sín...það er sko ekki á dagskrá að endurtaka leikinn oftar þetta kvöldið....svo hvuttakrúttið skreiðist undir tré á endanum og sleppir því sem sleppa þarf....og dregur mig svo fast og ákveðið heim í öryggið...og við erum báðar rennandi blautar og kaldar.....svona er þetta hundalíf.....
Dagurinn í dag er búinn að vera MINN dagur að mestu leyti.... Magginn fór í tölvuviðgerðir og tók tvo yngri grísina með sér OG hundspottið...en Elstimann fór til vinar síns....
Ég var því ALein....og fannst það ekki leiðinlegt....
Tók pínu til...það var samt ekkert drasl...setti í vélar og skúraði eina umferð....hlammaði mér svo niður með blöð og tímarit og hvarf inn í annarra heima....hlustaði á tónlist og naut þess að slaka bara á....í friði....
Þó við séum brjálaðar félagsverur þá þurfum við stundum að finna eigin hjartslátt....ekki satt?????
Ætlaði svo í Bónus.is en misreiknaði opnunartímann...var því aðeins of sein...en Krónan bjargaði mér...skutlaði kjúllaborgurum og frönskum í mannskapinn....var með einn auka...því .Anton vildi VeraHér en ekki VeraHvergi svo það var fjör í kotinu...
Þóra og Dóri duttu óvænt inn og ég var frekar undrandi þar sem drengurinn mátti jú gista....en skýringin var sú að þau höfðu verið í bíó og lögðu ekki í heiðina sökum leiðinda þæfings og hálku....Skildu því bílinn eftir en fengu far með Sigrúnu systur" á jeppanum í gegnum óbyggðirnar.....
Þau koma svo í bæinn á morgun að sækja bílinn og kippa þá líklega stráknum með í leiðinni....he he.....
Nóttin farin að fjúka hér um allar sveitir og Magginn kominn aftur inn úr hurðinni eftir smá skrepp út í myrkrið að flassa"..thí hí...sko með myndavélinni....hvernig hugsið þið???!!!!
Ég verð að láta þennan lista fylgja þessari færslu...get ekki annað...ég er búin að hlæja mig nærri dauða af þessu...kúkahúmorinn algerlega í hámarki....sá þetta á blogggsíðu Jónu Á. Gísladóttur...og er líka búin að fá NOKKRA pósta með þessu á meilinu....
Kúkabrandararnir eru ennþá alveg að gera sig. Ég er nú ekki þroskaðri en þetta....
Þetta er ekki fyrir klígjugjarna eða viðkvæma. Þó ber að hafa í huga... we have all been there, right?
Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum.
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa.
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert iss um að hann er á leiðinni út þversum.
Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.
Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel.
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.
Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina)
Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.
Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...
Ég VARÐ að kommenta þetta fyrirbæri og það hljóðaði svona:
Að skilgreina sinn eigin skít
er skondið uppátæki
nafnalistann næst ég lít
nú málin ekkert flæki
bossapappír saman brýt
í kúkalabbann kræki....
BH 2008.
Ha ha ha....ÉG BRJÁLAST!!!
Kannski maður lendi í könnun þar sem maður er beðinn um að tilgreina sinn uppáhalds....?????
Wów...ég skiiiil ekki af hverju ég tala alltaf svona mikið...nei blogga meina ég....tek ALDREI eftir hvað veður á mér fyrr en ég vista bölvað skjalið....
Ein spurning út í óvissuna:
Hvort er betra að vra á bloggar.is eða blog.is?????
Get ekki valið...blogga á báðum...þó enginn viti það...er það eðlilegt????
Heimta komment...koma svo!!!! Þið þarna úti...svara mér NÚNA....!!!!
MUNA: Gefðu þeim sem eru þurfandi. Það getur verið að þú lendir í sömu sporum og þurfir á hjálp að halda.
Lovjú krúttin mín!!!!
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)
....VIKAN SEM VEIT.....
6.2.2008 | 00:14
Nú er HÚN...þessi vika sem setur manni fyrir hvað skuli gera hvern dag og hvernig...Bolludagur...bolla bolla...baka bollur...skreyta bollur...éta bollur...éta margs konar bollur...verða bollur....og svo...meðan rjóminn gúffast um innri ganga bleytum við baunir...sjóðum saltkjöt... kartöfflur.... gulrætur... rófur.... étum eins og svín...verðum eins og svín... afvelta geltir og gyltur..rymjandi... stynjandi... dæsandi... ropandi og prumpandi...og dauðsjáum eftir öllu saman þegar saltkjörið og rjóminn takast á þarna innra með okkur...en það eru engir afslættir gefnir...Öskudagurinn (sem betur fer EKKI FLÖSKUdagurinn..hikk hikk...)..er næsta porsjón og þá skal gramsað og grafið....gruflað og pælt...því eitthvað verða menn að vera...á sjálfan Öskudaginn verða allir að vera eitthvað... vakna svo á undan sjálfum tímanum....paufast í myrkrinu...koma sér í fílíng....og hendast afskræmdur og illa ryðgaður út í svartann kuldann með tösku um öxl...því nú er það nammið.... namminamminammið...slurp..slurp....hamast við að hamstra sem mest...gúffa í sig og gleypa....smjatta smá og syngja með....ramba milli staða...finna töskuna þyngjast...röddina hverfa og tærnar kala.....skríða þá heim og setja myndir í tækið meðan gotteríið sameinast saltkjöti og rjóma....
Svo er það bara pasta og súpa næstu viku...vikur...jafnvel mánuði...eða ár..úff!!!!
Ég á ennþá bollur...finnst svo gaman að baka....og eldaði saltkjöt oní heila herdeild...á örugglega afgang fram að páskum...íha...
Ætli megi frysta þetta????..Nei djók...það KOM heil herdeild glorhungraðra unglinga svo þetta er ekkert sérlega stórt áhyggjuefni...
Trönuhjallatöffarar bara í ágætis formi...fyrir utan nokkur aukakíló af bollum og saltkéti...látum brátt til skarar skríða og skerum upp herör...förum í gönguferðir fyrir peninginn...og ræktina...þegar sjúkraþjálfarinn leyfir....þá verður tekið á því....burt með óæskilegar skvapkenndar fyllingar sem flæða undan buxnastreng og bol...ojbara....ullabjakk....gerumst fitt og flott...með skinnið strekkt og vöðvana stífa....je right!!!!
Húsbóndinn...sem er eiginlega ekki einhentur lengur...frekar svona beyglaður á hendi og....ekki alveg einfætti heldur...bara soldið haltur.....er allur að koma til og þó batinn sé hægur þá er hann að gerast....klöppum fyrir því....og svo átti félaginn afmæli á laugardaginn...TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ ELSKU KRÚTTKALLINN MINN BESTI!!!! Elska þig náttla mest!!!
Og hún Bergþóra átti afmæli sama dag...TIL LUKKU MEÐ ÞAÐ BERGÞÓRA MÍN!!!
Það var náttla blásið til kaffisamsætis í tilefni dagsins þarna á laugardaginn og komu margir við í Trönuhjallanum til að fagna mað Magganum mínum....TAKK fyrir það öll!!!!
Við erum vön að fara og borða einhvers staðar á þessum afmælisdögum okkar...en við gerðum ráð fyrir að gestkvæmt yrði langt fram á nótt...svo við höfðum ákveðið að draga þá ferð fram á sunnudagskvöld.....alltaf skynsöm....
Það var voða kósí að sofa út á sunnudagsmorguninn og vera ekkert að flýta sér eitt eða neitt....en um kaffileytið var þó brennt til mömmsunnar og pabbalings til að háma í sig bollur...jammí....
Mynd úr eldhúsi ættmóðurinnar...
Ó mæ god..mamma er eins og ég..eða ég eins og mamman mín..greinilega aldrei klár á hversu margir fjölkskyldumeðlimirnir eru...það voru sko bollur fyrir hálfan bæinn og alla sveitina þarna á boðstólnum...sá varla högg á vatni þegar stórfjölskyldan yfirgaf ættmóðurina og föðurinn...sem líklega hafa þurft að leita á náðir óskyldra aðila til að klára nammilaðið...farið á einhvern góðann stað með afganga....líklega sópað saman leikfimihópnum heim til sín í EFTIRbollur....Þetta er ættgengur andskoti...að halda að maður sé aldrei með nóg....en sitja svo uppi með matarbirgðir fram á næsta ár eða lengur...
Fékk reyndar bæði horn og hala þarna í stofunni hjá þessum elskum...og falsaði nokkur nöfn í gestabókina...svo henni fyndist hún ekki alltaf vera að misreikna sig...ég er svoooo nasty stundum...og svo á eg ALLTAF samsærismenn...
Og svo misstum við okkur þegar pabbalingur fór að TELJA...thí hí....algerir vitleysingar....
Well...útþanin af bollum reyndum við að brenna þeim hratt í huganum því American Style var staður kvöldsins og slóst Reykásliðið í för með okkur...sem var bara gaman því við elskum að vera í kompaníi með fleirum en okkur sjálfum....
Stællinn klikkaði náttla ekki en það var heldur enginn farinn að huga að mat fyrr en um kaffileytið á mánudag...he he.... Og þá fengu allir BOLLUR.....
Heppni að þessi dagur er bara einu sinni á ári..annars væri sko stríðsástand á litla sæta klakanum.... bolla...bolla... FEITAbolla...
Ormagormarnir eru í vetrarfríi þessa skrýtnu étistöffdaga og njóta þess í botn að sofa út...vaka frameftir...leika sér og tjilla...en Elstimann og Miðormurinn hafa þó verið að vinna svolítið í bland við annað.....
Miðormurinn fór reyndar út einn síns liðs í gær að safna vinningum fyrir Öskudagsskemmtun sem 9. bekkingar eiga að hafa veg og vanda að...og kom heim með þvílíka magnið af flottum hlutum....Fjársjóð aldarinnar...alveg með ólíkindum hvað verslunareigendur og apótek eru rausnaleg við þessa krakkapjakka...en markið er jú sett hátt..Danmörk í níu daga á vordögum...alveg þess virði að leggja eitthvað á sig fyrir slíka ævintýraför....hver gerir það ekki????
Sæll...klukkan er farin að skríða í ellefu og ég sem ætlaði að setja inn blogg á skikkanlegum tíma...vera komin inn um sjöleytið eða eitthvað...afsanna að ég sé ALLTAF vakandi á nóttinni...þó ég sé það svosem oftast..er svo mikill nátthrafn...en ég stekk líka á fætur á hverjum morgni...eldhress..svona yfirleitt...hlýt því að teljast meiri svona AB-BA manneskja en A EÐA B...Maður kemst bara yfir svo mikið ef maður NOTAR tímann....
Er búin að afreka margt bara á meðan ég er að blogga þetta..m.a kaupa í matinn...græja matinn...elda matinn...leggja á borð... setja í þurrkara...tala í símann( !!!...EKKI allan tímann...)...bera fram matinn...borða matinn...setja í uppþvottavélina... starta uppþvottavél...gefa hundspottinu að éta...finna Öskudagskassann... hjálpa til við að setja saman búninga....búa til klappstýrudót...labba út með Tönju.. taka úr þurrkara og setja í þvottavél...góla nokkrar uppeldislegar áminningar til unglingaveikinnar þarna inni í herbergi og kíkja á myndir hjá Magganum....sem hann er að nostra við fyrir síðuna sína...Ágætis afrek á fimm tímum eða svo??? Gleymi örugglega einhverju....
Hjá lækninum
85 ára gamall maður fór til læknisins til að láta taka sáðprufu.
Læknirinn lét manninn hafa glas með sér heim og bað hann um að koma tilbaka daginnn eftir með prufuna.
Næsta dag kemur sá gamli til læknisins og lét lækninn hafa tómt glasið eins og hann fékk það deginum áður.Læknirinn spurði karlinn þá hverju sætti og bað hann um útskýringar.
"Já doksi, þetta gerðist svona - fyrst reyndi ég með hægri hendinni og svo reyndi ég vinstri en ekkert gerðist.
Þá bað ég konuna að hjálpa mér.Hún reyndi fyrst með hægri og síðan vinstri hendinni eins og ég hafði gert en án árangurs.
Hún reyndi einnig með munninum,fyrst án tanna og svo með tönnunum en ekkert gerðist.
Við ákváðum þá að tala við nágrannann hana Önnu ,hún reyndi þetta líka fyrst með báðum höndum í einu og svo reyndi hún meira að segja líka að kreysta á milli hnjánna en ekkert gerðist. Lækninum var mjög brugðið "Spurðir þú virkilega nágrannann ?"
"Jebb" svaraði sá gamli. Og sama hvað við reyndum tókst okkur ekki að opna glasið!
Ha Ha - Hvað hugsaðir þú? Oj...ertu svona????
MUNA: "Að deila með öðrum því sem liðið er, það er ljóðið í dagsins önn...."
Farið vel með ykkur honníbonní...
Lovjú....
Bloggar | Slóð | Facebook | Athugasemdir (0)