FULLKOMIÐ LÍF...????

 

 

 

Neinei...ég er EKKI hætt að blogga...eins og margir hafa haldið...bara voða bissí alltaf og hef því ekki haft tíma....líma...síma...gríma....
 

Er sem sagt búin að vera á fullu í félagslífinu og á fundum hægri vinstri en það er bara einn planaður fundur í þessari viku svo maður ætti að hafa smá speis...æji...má sletta smá.....
 



Síðasta vika var sem sagt ansi hraðskreið en ég tók mér þó frí í vinnunni á föstudaginn þar sem ég sá ekki fram á að ná að komast af stað í THE föndurferð nema taka daginn í að klára undirbúning....ÞOLI ekki hvað ég er skipulögð en brenn svo inni á síðustu metrunum AF UTANAÐKOMANDI ástæðum...JÁ, alltaf gott að kenna einhverjum öðrum um...ekki að maður gæti hafa gefið sér meiri tíma...neibb....döh....
 

En þessi blessaði dagur var ekki alveg sá mesti happa ever.....ónei....ÞAÐ FÓR ALLT ÚRSKEIÐIS SEM GAT FARIÐ ÚRSKEIÐIS...já SÆLL...þarf að ræða það eitthvað???
 

Vakti nú grísina þrjá á sómasamlegum tíma og sendi í skólann...ætlaði svo að halla mér litla stund áður en ég færi í sjúkraþjálfunina en að sjálfsögðu missti ég bara algerlega meðvitund...gleymdi að endurstilla klukkuskrímslið og SVAF yfir mig eins og hver annar unglingur...og Magginn hraut alveg í takt við hliðina á mér....við erum að tala um að mæta klukkan tíu gott fólk...ekki hálfátta eða átta sem ég geri daglega....
 

Rankaði við mér um tíu...OF sein...og ákvað þá að vera bara slök....og hefja lokaundirbúning.....geta svo bara tjillað... bloggað...lesið blöð....fram að brottför....
 Kláraði að pakka því sem ég átti eftir af fötum...allt orðið þurrt og fínt og tilbúið til pökkunar...og svo var brunað í Smáralindina að ná í MYNDIRNAR sem átti að skrappa...en þær fór ég með á miðvikudag og hélt að ég gæti fengið samdægurs...enda lykill bara settur í samband við tölvu og myndirnar komnar á skjáinn....ekki vesen....bara ýta á print og málið dautt ... eða...NOT....

!
Það tók TVO daga að koma þessum myndum á pappír....og mín var ekki alveg að kyngja því....TVO HEILA daga...svo ég mátti koma á mánudag að sækja......en það hentaði minni ekki alveg enda að fara út úr bænum að skrappa ekki seinna en á slaginu fjögur á föstudag....svo Herra Pedersen aumkaði sig yfir æpandi fljóðið og lofaði að bunkinn yrði klár klukkan tíu á föstudegi....frábært!!!!
 

En-í Smáralindinni fannst EIN mynd á kortinu sem maður framvísar til að fá myndirnar sínar...EIN mynd og af algerlega ókunnum strákormi...svo mín nærri snappaði....enda ekki lengi að skrappa eina skitna mynd...hvað þá af einhverjum óþekktum aðila....
Herra Pedersen ákvað að redda málunum...enda fundust myndir á mínu nafni í tölvunni...óframkallaðar....en ég mátti renna við á laugavegi um þrjú og hirða upp herlegheitin.... 

Ég fór því að byrgja mig upp af einhverju smáræði til að éta...EF ég fengi nú ekki nóg af sameiginlega matnum....og keypti svolítið handa heimilisfólkinu líka sem var frekar spælt að fá ekki að fara með í bústað....sjálfa Júróvísjónhelgina...og konudags....
 

Magginn fór í vinnuna og ég kláraði að koma matnum í töskuna.....föndurdótið var þegar klárt...enda mín SKIPULAGÐA búin að finna pappír og pakka öllu sem átti að vera með...ekki málið....og tryggja nægar límbirgðir...því það vill engin almennileg skrappkona verða uppiskroppa með lím í föndurferð...neineinei....
 


 
Er samt búin að leita dauðaleit að albúminu sem á að hýsa fermingarmyndir Miðormsins.....en þrátt fyrir góðan vilja er þetta blessaða albúm algerlega týnt og tröllum gefið....
 Þar sem ég var nú búin að öllu...fara í bað og sjæna mig alla....ákvað ég að gera eina tilraun enn....og leita að þessu blessaða albúmi...enda mundi ég eftir einum kassa í geymslunni sem ég átti eftir að kíkja í....

Svo mín stormaði niður...og smeygði sér inn í alltof fulla geymsluna....nebbla svoddan kríli skiljiði...já...ég smeygði mér inn og lokaði á eftir mér...og teygði mig í þennan kassa sem ég hugðist rannsaka og var svo innilega farin að trúa að geymdi albúmið góða....en þá gerðist hlutur sem ég VISSI að myndi gerast en TRÚÐI EKKI að gæti gerst....því kassadj.....var þá svona mikill lykilkassi að þegar ég kippti honum út úr hillunni HRUNDI ALLT heila klabbið yfir mig....HVER EINASTI kassi fór á flug og mín stóð bara þarna og reyndi að forðast að fá kassa í hausinn...eða aðra lauslega hluti....stóð þarna eins og asni og hló móðursýkislega....föst í haug af kössum og í soldið vondum málum...lalla lalla la.....
 

Á þessu augnabliki upphófst hugsanaÞEYTINGUR í hausnum á mér....ég var ein heima...enginn að sakna mín fyrr en ég yrði sótt í ferðina góðu.....enginn gemsi í geymslunni...enginn á ferðinni á geymsluganginum og líklega bara enginn heima í húsinu...obbosí....
 

En maður dettur nú ekki dauður niður úr ráðaleysi...svo míns fór að hamast við að koma þessum leiðindakassa á sinn stað og rétta við hilludruslurnar.....og blaðrandi út í eitt náði míns að koma öllu draslinu aftur á sinn stað...losna tístandi úr prísundinni og þramma hlæjandi af skömm upp stigann og inn til mín...með ekkert albúm....
 

Well...Róm var ekki byggð á hverjum degi...svo míns ákvað að gefa upp vonina...enda margra daga leit afstaðin...og fara bara ekkert með þetta helv..albúm út úr bænum....en vinna það bara á lausum blöðum og setja svo inn þegar það ákveður að skríða fram í dagsljósið....
 Náði sem sagt að gera allt...nema blogga....og var voða lukkuleg þegar Elnan renndi í hlað og ferðin hófst.....jibbí!

  

En...ekki mátti nú gleyma að koma við hjá Herra Pedersen og kippa upp fína myndabunkanum....svo þangað var brennt og átti að taka STUTTA stund....
 Herra Pedersen og hans fólk var að renna síðustu myndunum í gegn svo míns ákvað bara að borga sem snöggvast...en þá kom nú babb í litla sæta bátinn....því Pedersen gamli heimtaði tíuþúsundkall fyrir fíneríið....eða helmingi meira en gert hafði verið ráð fyrir í fjárhagsáætluninni.... 

Missti mig EKKI en spurði afar köld hvort væri mögulegt að þeir væru óvart að prenta tvisvar það sama...en það reyndist ekki vera.....
Bað þá um að fá að sjá útprentaðan lista yfir framkallaðar myndir....og sá að stóð ferming....ferming.... ferming...a.m.k tvöhubdruð sinnum...en svo kom nýr texti.... Marbakki... Marbakki...Marbakki....og þarna lá þá hundræfillinn grafinn... !!!

Stelpugerpið sem afgreiddi mig og setti lyklana tvo í tölvuna....með fyrirmælum um að framkalla TVÆR FERMINGAR...hafði líklega bara ekki merkt neitt við...svo allt innihald lykilsins var bara sett í framköllun.... en..tú..tre....
 

Míns tók ekki í mál að taka við þessum fjallháu bunkum af myndunum fjögurhundruð og veit ekkihvað...en samdi um að leysa út fermingarnar og skoða svo málið í rólegheitum á mánudag....
 Þetta var sem sagt FJÓRÐA ruglið þennan daginn...fyrst svaf ég...svo voru ekki myndir...svo fékk ég geymsluna í hausinn og loks óumbeðinn OFURskammt af framkölluðum myndum.... HJÁLP...HERRE GUD Í HIMMELEN...HVOR I ALVERDEN ER DU?????? 

Obbobobb....var að íhuga að hætta við ferðina af ótta við fleiri áföll og að koma samferðamönnum í klandur...en vinkonur mínar elskulegar bökkuðu mig upp...allt þegar þrennt er og fjórða fullkomnað......svo ég fór með....og við vorum á Áætlun!!!!!
Alger snilld.... 



Komum í ískaldasta bústað sem sögur fara af...en þar sem við erum óvenju ástríkar...hlýjar og yndislegar konur...náðum við að hita hann svo vel upp að liðið var bara á hlýrabolum alla dagana....
 

Það þarf náttla ekki að tíunda það að ferðin sjálf var tær snilld og allar fínu myndirnar voru límdar á sinn stað....og dekrað við sig...mikið...mikið....STUNA....
 

Þetta var sko ALVÖRU föndurferð...full af mat...sem meistarakokkurinn Inga beib sá um að malla...og við hinar skutum inn einum og einum rétti svona til að vera memm....
 



Það er ekki ofsagt að kílóin bættust aðeins við þessi fáu aukakíló sem fyrir voru...og það stefnir nú ekki í að míns verði neitt megabeib á næstu dögum...þarf aðeins að bremsa og taka til í kroppnum...til að eiga svo mikið sem tilkall í þess háttar nafnbót...he he...
 

Míns nennir samt ekki á neitt Herbalife kjaftæði eða Hydroxycutdæmi....en ætlar að vera duglegust að labba heim úr vinnunni á daginn...sem er góður klukkutími og afar hressandi á svona köldum vetrardögum....
 

Móttökunefndin á heimilinu...skipuð af grísunum þremur aðallega....var svo búin að gera allt voða hreint og fínt....taka til....ryksuga og skúra...sortera þvott og þurrka af ryk...og skreyta ganginn og útihurðina með alls konar seríum í öllum litum...og semja ljóð handa mömmunni sinni.....bara sætust!!!
Og á koddanum lá líka bréf....sniff sniff...svoooo sætt...eins og maður hafi verið að heiman í ár og öld.....er annað hægt en knúsa gengið í klessu????? 
Maður bara klökknar og finnur tárin þrýstast fram á svona fallegum og hreinum stundum...þar sem maður fær ALLT sem hægt er að fá....í hjartað sitt....ENDALAUST TAKK KRÚTTIN MÍN BESTU!!! 
 

Fór í mína heittelskuðu vinnu í dag og fannst ekki slæmt að knúsa krílin mín...eftir allt þetta frí....litlu snúðarnir mínir....
 

Kíktum á Kristnibrautina smástund og renndum svo í Reykásinn að sækja skíði fyrir Minnstuna sem ætlar að vera í Bláfjöllum með skólanum á morgun....og meika það....
 

Það eru náttla allir lukkulegir með Júróbandið...enda stóðu þau sig best þetta kvöld....og því öllum vinum og ættingjum skipað að kjósa ÞAU....
 

Elsku stelputryppið í Mercedes Club var ekki alveg að gera sig þetta kvöld...átti slæma innkomu og náði sér aldrei...enda ung og óreynd...sem hentar kannski ekki heldur í langtburtistann..... kemur bara betri og reyndari næst....með trukki og dýfu...og tveimur vaxtaræktartröllum...vel tönuðum....úllala....
 

En Friðrik Ómar og Regína Ósk eru flott og eiga örugglega eftir að gera pottþétta hluti þarna úti í keppninni...tala nú ekki um þegar sjálfur PALLINN er á staðnum líka....og lóðsar þau í gegnum alla dramatíkina....wów....!!!
 

Haldið þið að nóttin hafi ekki læðst hérna aftan að mér án þess að ég tæki eftir og læst svörtum krumlum í mig...svo ég neyðist til að láta undan þrýstingi og hefja hrotur.....zzz...
 



MUNA:
Jafnvel þótt þú hafir farið illa út úr lífinu getur þú komist í gegnum það með hjálp trúar og hugrekkis.
( neineinei...ég samdi þetta ekki....)
 

STÓRT KNÚÚÚS!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Það er nú sjaldan lognmollan í kringum þig Begga mín.  Það þarf ekki einu sinni að vera fólk í kringum þig til þess að þú takir stjörnutaktana í nefið!!!  DJö sem þetta var fyndið!   En velkomin heim til yndislegu fjölskyldunnar þinnar  Við kíktum aðeins við á sunnudaginn og það var vægast sagt skrítið að þú værir ekki heima.  Hriiiiikalega tómlegt, þó svo að Magginn og börnin væru heima, þá VANTAÐI ÞIG   Frábært að helgin hafi verið svona góð hjá þér.  Þú áttir þetta sko inni.  Knús í Kópavoginn dúlludúskurinn minn

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.2.2008 kl. 22:34

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband