..MUNNRÆPAN OG HIN RÆPAN....

                                                    

Jæja...þetta hafðist allt...svei mér þá....bollurnar...saltkétið og þessi líka fína súpa..varð að gumssúpu/graut sem rann ljúflega niður...ekki svona baunabomba eins og í fyrra sem þurfti að tyggja vandlega..nú..og öskudagurinn flaug bara framhjá... ekkert vesen þar...

Minnstunni var skutlað í Reykásinn...hún var Púlari þetta árið og græddi extra á því á nokkrum nammistöðum....sem hún fór með Kristínu og Kristjáni að heimsækja, en Elnan sæta skutlaði þeim á milli staða þennan morguninn...namminamminamm....

Miðormurinn bjó sig einnig út..sá Elsti líka...en ég reyndi að segja þeim að þrátt fyrir að nammi freisti...þá séu takmörk fyrir öllu...þeir væru hreinlega orðnir of gamlir og hefðu lítið í búðarráp að gera...sönglandi og gaulandi...gætu bara keypt sitt gotterí sjálfir...vinnandi mennirnir...
Elstimann var ekki á því en eftir fyrstu heimsókn komst hann að því að þarna hafði nú mamma gamla rétt fyrir sér..þetta var frekar hallærislegt...svo hann sleppti gaulinu....laumaði sér bara burt og fór í heimsókn til góðs vinar....he he.....

Sjálf varð ég að klæðast búning þetta árið...dagur leikskólanna og allir í búning...obbobbobb...mín er ekki alveg sú mest spennta...en ég lét mig hafa það og mætti í Kleopötrumúnderingu og var flottasta prinsessan á svæðinu...með allt þetta gull....úllala...

Þar sem ég var í blessaðri öskudagsnefnd þurfti ég að poppa slatta af poppi til að setja í „tunnuna" sem kötturinn á náttla að vera í samkvæmt hefðinni...og svo var ég DJ Kleopatra og tjúnaði liðið upp í dúndrandi hopp og hí og skemmti mér konunglega...það voru allir með...tóku allir þátt...Súpermenn og Spidermenn, Íþróttaálfar og turtlesar misstu sig alveg í dansinum ásamt Sollunum...prinsessunum...böngsunum og kanínunum..og þarna var líka einn kafari.... galdranorn... nunna...Tommi og Jenni í fullri stærð....býfluga og Zorró og guð má vita hvað þetta heitir allt saman...Fjölbreytileikinn í öllu sínu veldi og allir brosandi og glaðir....

En ég væri að ljúga ef ég segði ekki guð sé lof að þessi dagur er búinn og heilt ár í næsta....nei nei...vera heiðarleg....
                       
Ég fékk nærri áfall á fimmtudagsmorguninn þegar ég sá veðrið úti og færðina...ó mæ god..hvernig í veröldinni átti ég að komast til að opna leikskólann????
Magginn haltraði út á plan og fór að moka af bílnum...ásamt fleirum....Þrír voru fastir og einn fór bara að moka tröppurnar til að gera eitthvað...
Ég reyndi að ná í einhvern til að opna en það gekk ekki...en sem betur fer komst sú sem á að opna með mér á endanum á svæðið og tók á móti fyrsta barninu....
Þegar ég kom aftur út var Magginn horfinn...ég skimaði í allar áttir og sá þá að hann var búinn að koma sér út á veg...við erum að tala um þennan sem á EKKI að vera úti þegar svona viðrar...haltrandi á „Einari" og má ekki við neinni ójöfnu...hvað þá að renna eða hrasa....díses!!!!

Hann sat þarna pollrólegur og beið...hva...ert´ekk´að koma?????

Ég komst því í vinnuna aðeins korteri of seint....geri aðrir betur á svona stundum....

Og það skiluðu sér nærri allir...nema þessir sem voru veikir....og dagurinn gekk snuðrulaust fyrir sig....
                      
Hins vegar tók ég ekki í mál að Magginn færi aftur af stað út í þennan veðurvibba og tók strætó heim....hélt reyndar að þessir gulu væru ekkert að ganga en svo birtist einn slíkur loks úti í hríðarkófinu og ég varð ógeð glöð...enda alveg að breytast í snjóbolta þarna úti....
Verslaði í Okurbúllunni Tikk Takk því hún er alveg í leiðinni og fannst ég bara helv...góð að halda kallinum heima...nema hvað hann herra Órólegur VARÐ aðeins að skreppa.....úúút...döh....

Hann er sko nebbla dottinn í ljósmyndaæði...keyrir um og leitar að flottu myndefni..fer í öllum veðrum..haltrar kringum bílinn og skýtur flasssi í allar áttir....kominn með alvöru hobbý....

Við fórum saman í sjúkraþjálfum á föstudaginn...spræku hjónin...he he...
                      
Hjóluðum hlið við hlið...voða rómó...og gerðum alls konar æfingar...obbobobb ekki þannig æfingar...meira svona þjálfunar skiljiði...ekkert húbbahúbba neitt...og hann vildi náttla ekki vera minni maður en ég...en varð að gefast upp á endanum...og leggjast í bylgjur....á meðan ég hélt áfram að gera HNÉæfingar og hjóla meira...

Þetta er svoooo skrýtið....ég hef svo oft verið í ræktinni þar sem maður er í stanslausri keppni við sig og aðra...er í sífelldri áskorun og ætlar sér stóra hluti...Þarna MÁ það ekki...bara gera allt rosa rólega...hætta ef maður finnur til...fara varlega og ekki ofgera sér....úbbs...ég kann það ekki...get ekki bara tjillað svona....óþekktargemsi...
Var farin að skora á næsta mann á hjólinu....þyngja pedalana og auka hraðann....en hann sagði mér strax að ég myndi örugglega rúlla honum upp..stór og kraftmikill maður....rétt lullaði þetta í hægaganginum...æji...þá mundi ég að þetta er SJÚKRA þjálfun....og varð voða stillt...

Besta við þetta er að ég er í þjálfun út af hnjánum...en ég hamaðist svo á hjólinu að ég lá bakk allan seinnipartinn með dj...verki í HÁLSINUM og HAUSNUM....gott á mig...þarf svo lítið til að koma af stað mígreni....endaði á að taka eina svona dúndurtöflu og sofa í hausinn á mér...

Rankaði við mér um hálfátta...þá var komið klikkað veður og tvö barnanna ekki heima!!!! Við fórum því á stúfana...út í óveðrið og fukum innan um alls konar lausamuni niður í Smáralind til að pikka upp Elstamann....
                        
É
g var mest hissa hvað það var mikið af krökkum þarna inni...og vona að einhver hafi komið þeim heim....get ekki séð þessi kríli fjúkandi milli stauranna með hálfsmíðaða turnana ruggandi í verstu kviðunum....
Minnstan var hjá vinkonu sinni og ég varð að halda í hana svo hún fyki ekki út í veður og vind...litla fisið....

Við hreiðruðum svo um okkur fyrir framan Bandið hans Bubba og Stelpurnar...og Dvd mynd sem heitir Timeline....en Elstimann fékk hana í jólagöf....

Þarna sem ég kúrði undir hlýju teppinu og japlaði á æðisbita fann ég að það var verið að horfa á mig....leit við og sá þessi líka biðjandi augu mæna á mig...ohhhh....voffakrútt...AF HVERJU þarftu alltaf að pissa og kúka á kvöldin????

Og hvað gerir maður?
                         
Skreiðist undan hlýjunni...mjakar sér í hlífðarfötin og dröslast af stað út í ÓGEÐSveðrið...með hundinn í ól....valhoppandi og glaðan...ÞANGAÐ til hann fer að fjúka.....obbosí...þá er ekki eins gaman....

Fyrst maður er kominn út á annað borð, þá er bara eins gott að þessi ræfill geri stykkin sín...það er sko ekki á dagskrá að endurtaka leikinn oftar þetta kvöldið....svo hvuttakrúttið skreiðist undir tré á endanum og sleppir því sem sleppa þarf....og dregur mig svo fast og ákveðið heim í öryggið...og við erum báðar rennandi blautar og kaldar.....svona er þetta hundalíf.....

Dagurinn í dag er búinn að vera MINN dagur að mestu leyti.... Magginn fór í tölvuviðgerðir og tók tvo yngri grísina með sér OG hundspottið...en Elstimann fór til vinar síns....
Ég var því ALein....og fannst það ekki leiðinlegt....

Tók pínu til...það var samt ekkert drasl...setti í vélar og skúraði eina umferð....hlammaði mér svo niður með blöð og tímarit og hvarf inn í annarra heima....hlustaði á tónlist og naut þess að slaka bara á....í friði....
Þó við séum brjálaðar félagsverur þá þurfum við stundum að finna eigin hjartslátt....ekki satt?????

Ætlaði svo í Bónus.is en misreiknaði opnunartímann...var því aðeins of sein...en Krónan bjargaði mér...skutlaði kjúllaborgurum og frönskum í mannskapinn....var með einn auka...því .
Anton vildi VeraHér en ekki VeraHvergi svo það var fjör í kotinu...

Þóra og Dóri duttu óvænt inn og ég var frekar undrandi þar sem drengurinn mátti jú gista....en skýringin var sú að þau höfðu verið í bíó og lögðu ekki í heiðina sökum leiðinda þæfings og hálku....Skildu því bílinn eftir en fengu far með Sigrúnu „systur" á jeppanum í gegnum óbyggðirnar.....
Þau koma svo í bæinn á morgun að sækja bílinn og kippa þá líklega stráknum með í leiðinni....he he.....

Nóttin farin að fjúka hér um allar sveitir og Magginn kominn aftur inn úr hurðinni eftir smá skrepp út í myrkrið að „flassa"..thí hí...sko með myndavélinni....hvernig hugsið þið???!!!!

Ég verð að láta þennan lista fylgja þessari færslu...get ekki annað...ég er búin að hlæja mig nærri dauða af þessu...kúkahúmorinn algerlega í hámarki....sá þetta á blogggsíðu Jónu Á. Gísladóttur...og er líka búin að fá NOKKRA pósta með þessu á meilinu....

Kúkabrandararnir eru ennþá alveg að gera sig. Ég er nú ekki þroskaðri en þetta....


Þetta er ekki fyrir klígjugjarna eða viðkvæma. Þó ber að hafa í huga... we have all been there, right?

Draugadrjóli: Þú finnur hann koma út en það er enginn kúkur í klóinu þegar þú kíkir.
 
 Hreinn skítur: Sá sem þú skítur og sérð í skálinni en það er ekkert á skeinipappírnum. 
 
Eltikúkur: Þegar þú ert búin að kúka og búin að girða hálfa leið upp um þig og fattar að þú þarft að kúka meira.  
Sprengja-æð-í-enninu hnulli: Sá sem þú þarft að hafa svo mikið fyrir að koma frá þér að þú færð næstum slag.  
Dauðadrumbur: Svo ógeðslega stór að þú þorir ekki að sturta án þess að búta hann í sundur með blýanti.  
Loftpressukúkur: Kemur með svo miklum látum að allir í kallfæri flissa. 
Þynnkuskita: Kemur eftir fyllerí. Helsta einkenni hans eru bremsuförin í skálinni.  
Maískúkur: Skýrir sig sjálfur.  
Ohh-ég-vildi-að-ég-gæti-kúkað kúkur: Þú þarft að kúka en situr bara á dollunni og fretar.  
Mænustunguskítur: Þessi er svo brjálæðislega sársaukafullur að þú ert iss um að hann er á leiðinni út þversum. 

Rasskinnableytuþrumari (Orkuþrumari):Fer út á svo miklum hraða að afturendinn á þér rennbleytist af klósettvatni.  

Fljótandi drulla: Gulbrúnn vökvi frussast út um alla skál og jafnvel útá rasskinnar í leiðinni . Hér kæmi þvottapoki sér betur en skeinipappír.  
Háklassakúkur: Kúkur sem lyktar ekki.  
Óvæntur kúkur: Þú ert ekki einu sinni á klóinu því þú hélst að þú þyrftir bara að prumpa en... úps, sparð. (þessa gerð vil ég kalla "frúk (þú ætlar að FReta en það kemur óvart kÚKur)  
Slórskítur: Kúkurinn losnar ekki frá rassgatinu á þér þó þú sért búin að kúka fyrr en þú hristir þig vel. 
Atómsprengja: Þig svíður undan þessum á leiðinni út og svíður enn í marga klukkutíma á eftir.  
Skopparakúkur: Hörð spörð sem fara eins og skopparaboltar um alla skálina (kosturinn er að þarf lítið að skeina) 

 Mikilmennskukúkur: þú rembist og rembist og svo kemur eitt pínulítið lambasparð.  
Íþróttaálfurinn: kemur ca. klukkutíma eftir leikfimina.

Klippikúkur: sem er svo langur að þú þarft að kúka - klippa - kúka - klippa...

Ég VARÐ að kommenta þetta fyrirbæri og það hljóðaði svona:
                      
              Að skilgreina sinn eigin skít
              er skondið uppátæki
              nafnalistann næst ég lít
              nú málin ekkert flæki
              bossapappír saman brýt
              í kúkalabbann kræki....
                             BH 2008.

Ha ha ha....ÉG BRJÁLAST!!! 

Kannski maður lendi í könnun þar sem maður er beðinn um að tilgreina sinn uppáhalds....?????

Wów...ég skiiiil ekki af hverju ég tala alltaf svona mikið...nei blogga meina ég....tek ALDREI eftir hvað veður á mér fyrr en ég vista bölvað skjalið....

Ein spurning út í óvissuna:
                  
Hvort er betra að vra á bloggar.is eða blog.is?????

Get ekki valið...blogga á báðum...þó enginn viti það...er það eðlilegt????

Heimta komment...koma svo!!!! Þið þarna úti...svara mér NÚNA....!!!!

MUNA: Gefðu þeim sem eru þurfandi. Það getur verið að þú lendir í sömu sporum og þurfir á hjálp að halda.

 Lovjú krúttin m
ín!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband