...ÉG VERÐ AÐ SEGJA YKKUR.....
22.4.2009 | 23:12
Ég má til með að segja smá sögu hérna...aþþí hún er svo ógó krúttleg....
Í gærkveldi...eftir ótrúlega magnaðan fótboltaleik...ákváðum við hjónakornin að fara bara í bíltúr...róa taugarnar og taka myndavélina með....
Minnstan slóst í hópinn og við rúntuðum hingað og þangað...
Við stífluna í Ártúnsholti vildi Magginn mynda einhvern foss sem hann sagði vera þarna í grenndinni og Minnstan skokkaði með...
Ég ákvað hins vegar að sitja eftir í bílnum og hlusta á Mugison og Hemma Gunn...og pára nokkur orð á blað...kannski ljóð eða eitthvað....
Það var myrkvað þarna...en í skiminu frá einum götuvitanna sá ég þokkalega til að skrifa....og hafði meira að segja soldið fyrir því sko...
Ég sökkti mér í verkefnið...en skyndilega...var bankað á bílrúðuna....obbobobb hvað mér brá!!!Ég horfði í augun á ókunnum manni...með hjálm...og skrúfaði ofurvarlega niður rúðuna...og bauð gott kvöld...með hjartað á tvöhundruðogtuttugu...Honum virtist létt...en spurði hvort það væri í lagi með mig...hvort ég væri ókei??? Já...ég hélt það mú...???
Hann sagðist hafa hjólað framhjá...fannst bíllinn standa á furðulegums stað...og sá bara einhverja hrúgu í ankannalegri???....stellingu...eða svo virtist honum allavega....
Ég sannfærði hann um að allt væri í fínu lagi...ég hefði það bara mjög gott...en mér fannst frábært að hann skyldi tékka....en ekki bara hjóla framhjá...án þess að vita hvort eitthvað voveiflegt væri á seyði....alvöru samferðamaður...sem lét sig aðra varða....
Ég meina...ég hefði getað verið dauð...eða slösuð...undir einhvers konar áhrifum...eða hvað það nú er sem hent getur fólk....og hann athugaði máli...en hjólaði ekki bara áfram...veltandi fyrir sér því sem hann sá...
Mér finnst ég einhvern vegin ekki hafa þakkað þessum manni nógsamlega...var eiginlega bara of hissa...svo ef þið þekkið hann...þá skiliði kæru þakklæti....frá mér....
Í BÍLNUM VIÐ STÍFLUNA....
Sit í bíl og skrifa orð á blað
sit og gleymi alveg stund og stað
orðin renna frá mér ótt og títt
á blaðsíðunum skapa eitthvað nýtt
hugurinn á heljarinnar ferð
heltekinn af minni ljóðagerð
ég húki ein í myrkum bíl við veg
og tilveran er alveg yndisleg.
Myrkrið grúfir yfir bílinn minn
og fyrir utan velkist heimurinn
ég sökkvi mér í orðagjálfrið eitt
og eftir öðrum hlutum tek ei neitt
en skyndilega þögnin rofin er
það bankað er á rúðuna hjá mér
þótt hrokkið hafi við þá er ég góð
í augu ókunns manns ég horfi hljóð.
Hann hugðist bara hjóla þennan veg
en fannst mín staða eitthvað undarleg
bíllinn þarna einn og ljósalaus
og veran inn í honum hengdi haus
af hugulsemi sýndi kærleik sinn
að staðnæmast við dimman bílinn minn
og kanna hvort þar eitthvað væri að
hvort eitthvað gruggugt hefði átt sér stað.
Við horfumst svo í augu augnablik
og á hann sé ég koma soldið hik
spyr samt hvort mér líði ekki vel
ég sé að honum er ekki um sel
En hugga strax og skýri róleg frá
veru minni þarna, þar og þá
segi honum að ég sé ekki ein
og enginn hafi unnið mér neitt mein.
Hann anda varpar léttar er hann fer
með þakklæti og kveðjusöng frá mér.
ég sit og horfi á hann hjóla burt
af hugulsemi hafði hann mig spurt
hvort væri allt í lagi konu hjá
sem þakkar það og gleðst yfir að sjá
að Miskunnsamur samverji fer um
á Íslandi á krepputímunum.
BH 2009.
MUNA: Betra er að ljúka smáverkinu en skilja stórvirkið eftir ólokið.
-Stígðu í fyrsta þrepið í góðri trú. Þú þarft ekki að sjá allann stigann. Stígðu fyrsta skrefið -
-Gleðstu yfir lífinu því það gefur þér tækifæri til að elska, til að starfa og til að leika þér.. og til að horfa á alstirndan himininn
ES: Vitiði hvað Magginn sagði þegar ég sagði honum frá þessari óvæntu heimsókn???"...Ógó praktískur: Af hverju kveiktirðu ekki ljósið í bílnum?????
Döhhhhh.....
Athugasemdir
hehe Maggi góður!
Hrönn Sigurðardóttir, 22.4.2009 kl. 23:56
Skemmtilega saga og ljóð... var þetta eftir 4-4 leikinn?
Brattur, 23.4.2009 kl. 00:57
Magginn góður!
Gleðilegt sumar og takk fyrir þína yndislegu pistla
Sigrún Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 14:06
Frábært ljóð og gott að vita að hugulsemin hefur ekki gleymst á "þessum síðustu og verstu"
Ragnhildur Jónsdóttir, 23.4.2009 kl. 19:21
Knús knús og ljúfar kveðjur :0)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.4.2009 kl. 15:30
Þú ert frábær og flott ljóðið gott að einhver athugar ef hann heldur að eitthvað sé að svo margir sem eru svo afskipta lausir.Kveðja
gaddur, 25.4.2009 kl. 16:52
Magginn góður
Anna Margrét Bragadóttir, 26.4.2009 kl. 18:27
Gott að heyra svona góða sögu úr samtímanum. Maður er svo tilbúinn til að búa sig undir að manneskja vilji gera manni illt ef hún veitir manni athygli, sérstaklega ef dimmt er úti....
Knús á þig krúsan mín!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.4.2009 kl. 13:20
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.