.....HLÆJUM BARA INN Í HELGINA....

 

Enn einn föstudagurinn og enn ein helgin....

Það eru örugglega margir fegnir...en ég hlakka samt mest til að geta farið í vinnuna á mánudaginnn...jibbí kæ jei!!!!

Búin að fá nóg af heimaverunni..en er alveg að verða þokkaleg í fótunum bara...ég notaði tímann vel og tók smá flensu með þessu...hálsbólgu og hita....döhhh...svo ég ætti að vera góð fram á næsta haust allavegana...he he...

  

Annars allir kátir og hressir og ég ætla bara að setja inn brandara núna...búin að vera aðeins of alvarleg undanfarnar vikur.....

  

Ég er svo illa innrætt að ef mér gefst tækifæri á að stríða smá...gríp ég það...

Miðormurinn var að segja okkur að vinur hans væri svo slæmur í maganum...yrði oft illt af mat...það væri eitthvað að honum í RIFSKIRTLINUM...

 -Nú, segi ég voða alvarleg, það er ekki gott...-Ekki?, segir hann-Nei, það er slæmt...-Hvað gerir eiginlega þessi RIFSKIRTILL?-Æ, hann sér um að brjóta niður svona ber...segi ég lúmsk... jarðaber...vínber...rifsber...-Ó, er sér kirtill fyrir það?-Jájá...vissirðu það ekki?-Ha?...neeei...en...þetta eru samt ekkert endilega ber sem gera hann veikan í RIFSkirtlinum...líka alls konar annar matur.. hamborgarar og svona???-Láttu ekki mömmu þína plata þig, segir Magginn og fer að hlæja....-Mamma!!!

-Ókei...ég og var náttla byrjuð að grenja úr hlátri...þetta heitir BRISkirtill...EKKI RIFS....

  

Ha ha ha...hann er stórkostlega orðheppinn...eða...???

Nokkrir góðir:    Hjónin sátu og ræddu um lífið og dauðann. Þar kom að eiginmaðurinn sagði að hann vildi ekki að sér væri haldið lifandi með tækjum og fljótandi næringu.

Eiginkonan brást skjótt við og slökkti á sjónvarpinu og hellti niður bjórnum hans.

Ha ha ha....

    

 

Nonni litli opnaði dyrnar að hjónaherberginu og sá að pabbi lá á bakinu og mamma hossaði sér uppi á honum. Um leið og mamma kom auga á Nonna hætti hún, klæddi sig og fór fram. Þegar Nonni sá hana spurði hann “Hvað voruð þið pabbi eiginlega að gera?”
Mamman var mjög vandræðaleg og ekki tilbúinn að útskýra þetta fyrir Nonna.  “Heyrðu”, segir hún, “Þú veist hvað hann pabbi þinn hefur stóran maga… og ég þarf stundum að hjálpa honum við að fletja hann niður!”
“Það er algjör tímasóun hjá þér”, sagði Nonni litli, -alltaf þegar þú ferð í Kringluna á fimmtudögum þá kemur konan í næsta húsi, fer niður á hnén og blæs pabba upp aftur!”

Thí hí....

  

Verkamaður hringir sig inn veikan, en yfirmaður hans er ekki par sáttur við það og segir:”Þegar ég er veikur, þá ríð ég konunni minni og þá lagast ég. Þú ættir að prófa það.” Tveimur tímum síðar mætir verkamaður galvaskur:”Þetta svínvirkaði, þú átt ekkert smá flott hús!”

Obbosssííí....

 

Það var einu sinni maður sem var ekkert sérlega ánægður með að typpið á honum var svo lítið.

Hann leitar aðstoðar vinar síns sem segir honum að hann hafi farið út í skóg, þar hafi hann hitt frosk, hann hefði beðið froskinn að giftast sér og typpið á sér hafi stækkað um 10 cm, þegar froskurinn hafi sagt nei.

Maðurinn fór því út í skóginn og hitti froskinn, hann bað hann um að giftast sér, froskurinn sagði nei og typpið stækkaði um 10 cm.

Þegar heim var komið var hann ekki alveg nógu ánægður enn og ákvað að fara aftur og púff, hann stækkaði aftur um 10 cm.

Nú var hann orðinn mjög ánægður, en samt gældi hann við þá hugmynd að typpið á honum stækkaði aðeins meira.  Hann ákvað því að fara enn eina ferðina út í skóginn, þar hitti hann froskinn og bað hann um að giftast sér.

Froskurinn brást núna hinn versti við og sagði:”Þú hlýtur að vera annað hvort heimskur eða heyrnalaus. Ég sagði nei, nei, nei og hundrað sinnum nei.”

Jááá...sææææll....


Ella var á golfæfingu dag einn er hún hitti illa við átjándu holu og golfkúlan lenti beint inni í runna.
Þegar hún ætlaði að fara að skríða eftir henni sá hún hvar lítill sætur froskur var fastur í gildru , um leið og hún losaði hann sagði froskurinn: Nú færð þú þrjár óskir uppfylltar en ég verð að segja þér frá því að það sem þú óskar þér fær maðurinn þinn tífalt meira af. Ella sem var mjög glöð og hugsaði með sér að það yrði allt í lagi. Fyrsta ósk hennar var að hún yrði fallegasta kona heims. Froskurinn varaði hana við og sagði henni að þá yrði maðurinn hennar einning fallegasi maður heims. Ella hugsaði með sér að það yrði fínt, hún væri hvort sem er fallegasta konan og að maðurinn hennar hefði ekki augun af henni. KAZAM..... og hún varð að fallegustu konu heims.
Annari ósk sinni varði hún í að biðja um að verða ríkasta kona heims. Þá sagði froskurinn : Þá mun maðurinn þinn verða 10 sinnum ríkari en þú. Ella svaraði : það er allt í lagi , allt hans er mitt og allt mitt er hans. KAZAM..... og hún varð ríkasta kona heims.
Þá sagði froskurinn: Jæja þá áttu aðeins eina ósk eftir, hver er hún ?
Ella svaraði: Ég vil fá vægt hjartaáfall....

 

Múhaha...

   Þrír menn voru á gangi þegar þeir komu allt í einu að djúpri, straumharðri og vatnsmikilli á.  Þeir urðu að komast yfir á hinn bakkann en vissu ekki hvernig þeir ættu að fara að því. Sá fyrsti bað til Guðs "Kæri Guð veittu mér styrk til að komast yfir ána!" Og búmm! Guð haf honum sterka vöðva svo hann gat synt yfir ána.  Þetta þrekvirki tók þetta hann tvo klukkutíma og hann var nokkrum sinnum nær dauða en lífi. Þá sagði sá næsti "Kæri Guð, gefðu mér styrk og verkfæri til að ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gaf hónum árabát og hann var um klukkustund að róa yfir á hinn bakann. Oft var báturinn mjög nærri því að velta. Sá þriðji hafði fylgst með svaðilför hinna og lagðist á bæn.  "Kæri Guð, gefðu mer styrk, verkfæri og gáfur svo ég geti komist yfir ána" Og búmm! Guð gerði mannin að konu.  Hún skoðaði kortið, gekk upp með ánni nokkur hundruð metra og fór svo yfir brúna. 

Ha ha ha ha ha Ha ha ha ha ha Ha ha ha....

  MUNA: “Málverkið er málað mörgum ólíkum litum, öllum jafnþörfum og mikilvægum.Berðu framar öllu virðingu fyrir sjálfum þér „-Eitt af því sem veitir mikla ánægju í lífinu er að framkvæma það sem aðrir segja að við ráðum ekki við.... -

 

Eigið öll góða helgi og verið bara róleg í rjómanum...þetta hefst allt...við gefumst aldrei upp muniði....

Knúúús....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Hafðu það sem allra, allra best um helgina kæra bloggvinkona.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 7.11.2008 kl. 20:56

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Skemmtilegir brandarar,ég vildi að ég væri svona góð í að muna brandara,ég gleymi þeim jafnharðan aftur ;)

Góða helgi Begga mín ;+)

Anna Margrét Bragadóttir, 7.11.2008 kl. 21:29

3 Smámynd: Erla Stefanía Magnúsdóttir

Hæ þú ert alltaf jafn skemmtileg og hér sit ég ein í danveldi og skellihlæ að vitleysunni í þér

Bið að heilsa öllum í marbakkanum.

Erla Stefanía Magnúsdóttir, 10.11.2008 kl. 17:40

4 Smámynd: Dísa Dóra

hahaha takk fyrir þessa brandara

Eigðu góða helgi

Dísa Dóra, 14.11.2008 kl. 14:35

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Hrikalega fyndið!

Kveðja.

Þórdís Guðmundsdóttir, 15.11.2008 kl. 14:47

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband