....AÐGÁT SKAL HÖFÐ....
28.10.2008 | 00:58
Ljón: Himintunglin blessa þig í dag með því að draga úr athyglissýki þinni. Notaðu tækifærið og vertu ein í friði með góðri bók - og nokkrum súkkulaðibitum..
Læt þetta fylgja með svona til að skýra af hverju ég er að háma í mig PIPP...uhmmm...ég fer alltaf eftir stjörnuspánni....það er að segja ef hún er að henta mér...thí hí...og í dag segir HÚN MÉR AÐ BORÐA SÚKKULAÐI....OG ÉG SEGI NÁTTLA EKKI NEITAKK VIÐ ÞVÍ...
Annars er bara allt fínt að frétta af Trönuhjallatöffurum...allir hressir og kátir og merkilega slakir miðað við ástand þjóðarbúsins...og allar þessar nýju skuldir sem við erum komin með...fimm manna familían....eru ekki sirka tíu millur á mann....Iss...fimmtíu millur...pís of keik...audda öxlum við ábyrgðina....sem okkur ber...
Það er einhvern veginn þannig að þó allt sé í fokki og fjölmiðlarnir að missa sig yfir þessum látum öllum...sem er jú þeirra hlutverk...þá erum vð svo vön að basla og hafa fyrir hlutunum að við sjáum ekkert svartnætti framundan...erum bara jafn bjartsýn og venjulega og trúum að þetta eigi allt eftir að verða til góðs þegar fram líða stundir....
Og við erum alltaf að þroskast..
Mín er meira að segja búin að lesa sér til um kosti og galla þess að ganga í ESB og það segir nú meira en mörg orð...því ég er nú ekki vön að hafa sterkar pólitískar skoðanir...eins ópólitísk og ég er...en ó mæ goooood...ég er komin með skoðun á málinu...já sæll....
Ef það sem ég var að lesa stenst þá eigum við náttla ekki að hika við að ganga í ESB og það ekki seinna en í gær....og taka upp evru...eða mynttengja krónuna við evruna....því þessi blessaða ÍSkróna er ekki að gera neitt fyrir okkur annað en vera til vandræða...óstabíl og í algjöru rugli....Við erum samt sjálfstæðisríki þótt við gefum þessa blessuðu krónu eftir... kommon...Hættum að harda og GERUM eitthvað.....
(harda = hanga og bíða...)
Og nú er ég sem sagt búin að lita bloggið mitt örlítið með pólitík....en það var bara þetta...verður ekki meira í bili...NEMA mér blöskri alveg til tunglsins og aftur til baka....
En ég hef hins vegar gríðarlegar áhyggjur af öllum litlu eyrunum sem heyra svo mikið þessa dagana...meira en þeim er eiginlega hollt...og orðin eru svo myndræn og óhugnaleg...og valda litlum eigendum sínum ómældum áhyggjum....martröðum og endalausum ótta....
Þegar maður er lítill...og stundum vex maður ekki upp úr því...þá sér maður hlutina nákvæmlega í því samhengi sem þeir eru sagðir..
Ísland er að sökkva...hvað sér maður???Jú...það sem sekkur kemur ekki upp aftur...það sem er lifandi og sekkur...kemur ekki lifandi upp...heldur dautt.Ef Ísland er að sökkva...eru þá allir Íslendingar að deyja???
Og fyrirsögnin Ísland er dautt...hvað er átt við með því???...Flytjum við þá burt???
Að missa allt sitt...eigum við þá ekki dótið okkar lengur??? Kemur einhver og tekur ALLT...húsið...bílinn...sjónvarpið...tölvuna og leikina... köttinn... hundinn.... leikföngin okkar...fötin... útigrillið... trampólínið... og jafnvel trén og blómin okkar.
Ef Ísland er orðin fátæk þjóð...sveltum við þá eins og börnin i Afríku?
Þurfum við að sitja úti á götu og betla peninga og mat...og kannski deyja úr hungri og sjúkdómum eins og þau????
Bankarnir hrundu..bíddu...þeir standa þarna allir...sko....
maður þekkir nú merkin...og það er fólk INNI í þeim...geta þeir þá hrunið ofan á fólkið????
Þjóðarbúið er rjúkandi rúst...hvaða bú?....hvar eru þessar rústir...er búið að slökkva eldinn...getum við skoða þær?
Davíð Seðlabankastjóri kúkaði upp á bak í sjónvarpinu...oj..hann er fullorðinn kall...ojjj!!
Ráðamennirnir eru með allt niður um sig...svakalegir kjánar eru þetta...girða svona niðrum sig fyrir framan alla...oj..
Sigla þjóðarskútunni í strand...ó...strandaði skip???
Róa lífróður til að Bjarga því sem bjargað verður....hverjum þarf að bjarga???
Fjármálaglæponar...fara ekki ALLIR glæpókallar í fangelsi???..akkuru meiga þeir þá koma í sjónvarpið og tala og tala og tala????
Við erum öll sek....en mamma og pabbi gerðu ekkert??? er það annars??
Banki á silfurfati???.Vááá?....fékk kallinn bankann á svona silfurfati í alvöru???..Stórt fat maður...
Bretarnir segja að við séum Hryðjuverkamenn???...ó mæ god...eins og Osama Bin Laden???...Naujts...það er enginn búinn að sprengja neinn turn...er það nokkuð???...mamma...ætlar einhvr að sprengja turnana okkar á Íslandi????
Heimilin skulda...hver Íslendingur skuldar...ha!!!...skulda ég ?
peninga???...akkuru???...ég keypti ekkert sko....???
Allir tóku þátt í neyslufylleríinu...eru ekki bara dópistar í neyslu...ha????
Fólk missir vinnuna...en...pabbi og mamma eru ALLTAF í vinnunni...þau geta ekki misst vinnuna...allir þurfa að vinna...til að fá mat og borga reikninga...verðum við þá fátæk????...missum við ALLT????
Úff...þvílíkar hremmingar sem barnshugurinn er að fara í gegnum þessa dagana...
Það sem ég er að reyna að segja hérna er að sama hvað gengur á í okkar róstursama þjóðfélagi...þá VERÐUM við að PASSA orðin...passa HVERNIG við segjum hlutina...HVAR...HVENÆR og HVERS VEGNA...
Börnin heyra...hlusta og fylgjast með...en skilja ekki hvað um er að vera....átta sig engan veginn á því sem er að gerast...og þá fer hugmyndaflugið af stað...
Og þeirra hugmyndir eru ekki endilega þær sömu og hinna fullorðnu...þeirra skilningur nær einfaldlega ekki yfir allar orðlíkingarnar og myndrænu lýsingarorðin sem hinir fullorðnu nota óspart til að tjá mikilfenleika orðanna....
Ég man til dæmis þegar það gaus í Vestmannaeyjum...ég var þá lítil skólastelpa með ímyndunarafl á við heilan her....sá allt fyrir mér í myndum og allar mínar hugsanir voru myndrænar....
Ég man að ég fékk næstum taugaáfall þegar mamma vakti mig að morgni 23 janúar 1973, afmælisdegi ömmu. Hún kom inn að vekja mig og systur mína...dró gardínurnar frá og sagði: Það er farið að gjósa í Vestmannaeyjum!Við systur settumst upp með galopin augu og spurðum hræðslulega: Hvað er Vestmannaeyjar???
Og mamma útskýrði í rólegheitum fyrir okkur að Vestmaannaeyjar væru íslenskar eyjar rétt fyrir utan suðurlandið....maður gæti séð þær frá Kömbunum í góðu veðri...Og býr einhver þar...vildum við vita...?...Verður þá ekki afmæli hjá ömmu í kvöld???
Já, sagði mamma....það er fullt af fólki sem býr þar og það þurftu allir að yfirgefa heimilin sín í nótt og fara með skipum og bátum í land ...og amma hefur örugglega afmælisveislu...
Ég fékk taugaáfall...úff...fólk sem bjó á eyju sem var soldið langt í burtu oen samt rétt hjá Íslandi..eða við hliðina á Íslandi...og var íslensk...þar var núna eldgos!!!...þetta var eins og í einhverri sögu...eða ævintýri...ekki góðu....
Og ég var að tapa mér úr ótta....Getur gosið komið hingað til okkar í Kópavog???Deyr maður í eldgosi? Er hættulegt að horfa í eldgos???
Ég skoðaði sjónvarpskjáinn á hverjum degi til að gá hvort gosið breyttist eitthvað...og ég SÁ það að heiman...það var reykjarmökkur þarna í fjarskanum og ég labbaði AFTURÁBAK í skólann til að vera viss um að það kæmi ekki og tæki mig...
Ég stóð á skólalóðinni og fylgdist með...til öryggis...ef ég þyrfti að hlaupa....
Ég hjálpaði mömmu að tína saman föt til að gefa af okkur systkinunum...til aumingja Vestmannaeyjakrakkanna sem þurftu að hlaupa út um nótt og gátu ekkert tekið með sér...ekki einu sinni dótið sitt...
Ég eignaðist vinkonur frá Vestmannaeyjum...og fannst þær skemmtilegar og skrýtnar...en ég vorkenndi þeim svooo...
Samt var ein skotta....aðeins yngri en ég...sem tók þessu nú bara með jafnaðargeði....en kenndi mér fulllt af Vestmannaeyjalögum..Við sungum saman...Bróðir minn Sveinn og Baldur...Bjarni sá andskoti...
Já...það MÁTTI segja ANDSKOTI...!!!
Pabbi minn varð ósýnilegur meðan á gosinu stóð.... tryggingamaðurinn í Samvinnutryggingum...fór að vinna hjá Villa frænda (Viðlagasjóð)
Hann fór margar ferðir til eyja að meta tjón...bjarga dóti og skoða skemmd hús...
Hann fór líka um allt land að hitta Vestmannaeyinga til að hugga þá...skoða dótið þeirra og láta þá hafa peninga til að kaupa nýtt dót...Pabbi minn er svooo góður kall...
Mamma var heima með okkur fimm....sá um allt...og okkur þótti sko alveg sjálfsagt að lána pabbann okkar til að hjálpa fólkinu....við höfðum mömmu...og afa og ömmu...og allt dótið okkar var í góðu lagi...
Verst með þetta gos...og þennan reyk sem sást svo vel frá Þinghólsbrautinni...
Ég fékk köku hjá Vestmannaeyingunum...vinum mínum...þegar gosinu lauk...og gos og hraun..
Ég fékk líka stóran hraunmola frá honum afa Gulla...sem bjó á móti mér....og mér þótti það afar merkilegt að eiga stein sem kom upp úr alvöru fjalli í alvöru eldgosi...vááá...
Mikið var ég ánægð þegar gosið var búið...saknaði samt eyjapistlanna sem ég hlustaði á á hverju kvöldi...og vina minna sem fluttu aftur heim...en ég skildi alveg að þau vildu fara heim til sín..samt...það gat alveg komið aftur gos?????
Þau þorðu samt....
Systir mín...krúttið mitt sæta...GRÆDDI á gosinu...því þó hún væri bara þrettán ára fann hún manninn sinn...sem hafði flúið upp á land...og þau eru ennþá hjón....sæt og flott hjón...hefðu kannski aldrei kynnst annars...og þá ætti ég nú ekki flottustu frændsystkin í heimi...og þá væri kannski ekkert Númakrútt!!!
Nei...get ekki hugsað það...svo líklega var eldgosið ekki það versta sem gat komið fyrir....
Já...svona er nú heimurinn skrýtinn og skemmtilegur...
Ég bara ítreka enn og aftur..og aftur og enn....við fullorðnu...pössum hvað við segjum í nærveru barnanna okkar....reynum að halda þeim frá neikvæðri umræðu...reynum að gera þetta aðeins mýkra og mannlegra fyrir þau...við getum spjallað þegar þau eru sofnuð....
Það er líka bara hollt og gott fyrir alla að draga sig aðeins út úr látunum...eiga griðland þar sem börnin okkar eru aðalatriðið og við njótum þess að vera með þeim..leika og spjalla um Latabæ og Sollu stirðu....Íþróttaálfinn og Dóru Explorer...Lottu óþekku og lífið og starfið í skólanum þeirra....fótbolta nn...körfuboltann...leikritið....vinina...hvað sem er...
Það er verulega afslappandi að dvelja í þeirra heimi um stund...og losna undan áhyggjum...erfiðleikum og streitu hvunndagsins...
Fyrir átta árum gerði ég lítið ljóð sem ég lét fylgja handarfari litlu krílanna á deildinni minni...smá áminning um hvvað tíminn líður hratt...hvað við eigum litlu krílin okkar stutt...og ég tileinkaði það mömmunum....en auðvitað á þetta líka alveg eins við um pabbana....
TIL MÖMMU:
Þú verður stundum vansæl
víst er ég ósköp lítill
set merki um mig út um allt
þig þreytir vaskur trítill.
En einn dag verð ég eldri
já einn dag er ég stór
því tíminn líður skelfing hratt
þú undrast hvernig fór.
Hér minnismerki færðu
þá mannstu vel og skilur
hve litlar hendur hafði ég
þau ár sem ég var smár.
BH 2000
Besti arfur sem foreldrar geta gefið börnum sínum eru nokkrar mínútur af tíma sínum á hverjum degi...
MUNA: Snúðu andliti þinu í birtuna og myrkrið mun aldrei ná að umlykja þig.
Einn af leyndardómum langs og hamingjuríks lífs er sá hæfileiki að geta fyrirgefið öllum allt áður en maður fer að hátta á kvöldin.
Ástarkveðja frá mér!!!!
PS....TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU DAÐAKRÚTTIÐ OKKAR...kallinn bara fimmtán....hvort sem þið trúið þvi eða ekki....
kossar og knús elsku Daði Már...Miðormur!!!! ELSKUM ÞIG EEEENDALAUST MIKIÐ!!!!
Athugasemdir
Til hamingju með Daðakrúttið!
Og góður pistill hjá þér
Hrönn Sigurðardóttir, 28.10.2008 kl. 08:53
Elsku Beggalínan okkar. Innilega til hamingju með Daðalinginn vonandi að þið náið að hafa það kósí í tilefni dagsins. Ég verð nú bara að segja þér að þetta er ein af betri færslum sem þú hefur skrifað kellan mín og hitti beint í mark hjá mér og mínum skólavinkonum (að sjálfsögðu er ég búin að segja þeim að skoða). Þau litlu orð sem okkur finnst ekki skipta miklu máli í þessu ástandi geta valdið miklu hugarangri hjá dúllunum okkar. Ég er alveg hjartanlega sammála þér í því að þeir sem hafa virkilega þurft að hafa fyrir lífinu finna kannski ekki eins mikið fyrir þessari blessuðu kreppu eins og aðrir og kunna þar af leiðandi að vinna betur úr hlutunum. Mér finnst allavegana skipta meira máli að hafa börnin mín heilbrigð og hafa hugsun þeirra rólega en að pirra mig yfir því sem er að gerast í þjóðfélaginu og því neyslufylleríi sem ég gat ekki tekið þátt í og er að koma í bakið á okkur núna, þakka guði fyrir það. Verð að segja þér svona í lokin að Gingi er nú ekkert alveg að fíla það að hafa ekki hana Beggi sína hjá sér í hvíldinni, talar um það á hverjum degi að hún Begga sín er heima og Gingi lúlla ekki hjá Beggu, Begga heima . Er stundum eins og rispuð plata tuðar um þetta út í eitt líkt og túttutuðið . Óborganlegur. Hlökkum til að fá þig aftur á Marbakkan. Klísturskossar til þín.
Kv,
Ingunn og Gingi.
Ingunn og Guðmundur Ingi (IP-tala skráð) 28.10.2008 kl. 09:50
Veistu systir að Laufey frá Vestmannaeyjum vinnur núna á Menntasviði Reykjavíkurborgar og ég hef fundað með nokkrum sinnum, hún er bara hress.
Hreinn Hreinsson, 28.10.2008 kl. 13:31
Knús knús og ljúfar kveðjur:)
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.10.2008 kl. 16:29
Jahérna, það klikkar aldrei að kíkja á færslurnar þínar Begga, það var gaman að lesa þetta eins og endranær:)
Pálína Ásbjörnsdóttir, 28.10.2008 kl. 17:12
... skemmtilegt hjá þér... sérstaklega þetta;
ha!!!...skulda ég ? peninga‘???...akkuru???...ég keypti ekkert sko....???
Brattur, 28.10.2008 kl. 21:37
Elsku Begga til hamingju með Daðakrúttið
Það veitir sko ekki af að hafa börnin í huga áður en talað er.
Gott að lesa hjá þér eins og alltaf
Anna Margrét Bragadóttir, 29.10.2008 kl. 18:27
Loksins "gaf" ég mér tíma til að lesa pistilinn þinn. Ég vil nefnilega gefa mér tíma til að njóta.
Frábær er hann að venju boðskapurinn þinn og svo yndislega vel og fallega settur á blað/blogg. Takk kærlega fyrir mig
Til hamingju með soninn.
Sigrún Jónsdóttir, 30.10.2008 kl. 19:52
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.