....TRAUSTUR VINUR...GETUR GERT...KRAFTAVERK....
13.10.2008 | 23:36
Dagurinn liðinn og nóttin farin að búa menn undir átök morgundagsins.
Það er nú meira hvað búið er að ganga á í henni veröld...maður er bara ekki alveg að skilja hvernig í ósköpunum þessar aðstæður náðu að skapast....Þetta gerðist svo fyrirvaralaust....en ég held þó að fagmenn hafi verið búnir að greina hættumerkin.....
Og Völva vikunnar var þegar búin að segja sitt, sagði m.a þetta um síðustu áramót:
Fjármálakreppa er fram undan á Íslandi, eins og við höfum séð undanfarið, og blaðran er að springa. Það verður hrun á peningamarkaði og það syrtir í álinn hjá fólki aðeins meir en nú er. Við þurfum að ná botninum til að ná jafnvægi aftur. Það verður hrun hjá sumum og nýtt upphaf hjá öðrum ...
... Mikið tap verður hjá stóru fjármálafyrirtækjunum og ýmsar sviptingar og neikvæðar breytingar hjá bönkunum líka. Það á eftir að næða eitthvað um Seðlabankann, ég sé stríð í kringum Davíð og fjármálamenn, mér finnst líka hluti ríkisstjórnar blandast í það.
Við....eða frekar þeir sem áttu að skynja hættuna...hlustuðu bara ekki á eitt eða neitt.....óðu bara áfram...og unnu ekki vinnuna sína samviskusamlega.....vildu bara græða meira og meira og meira....
VIÐ SOFNUÐUM Á VERÐINUM....
Nú vandi steðjar okkur að og virðist endalaus
velmegunin orðin slík að fjandinn sleppur laus
krepputalið allsstaðar að æra sérhvern mann
og klúðrið alveg skelfilegt í kringum óhroðann.
Dimmir skuggar dansa yfir sjokkeraðri þjóð
sem fyrir nokkrum dögum þótti snjöll og ráðagóð
útrásina miklu studdi hún svo trú og dygg
fjármál landsins virtust vera örugg öll og trygg
En hættan lá í leyni og við gleymdum okkur öll
við það að eyða peningum og virkja ár og fjöll
kaupa allt sem hugur girntist bæði hér og þar
kaupa merkjaverslanir já heilu keðjurnar.
Kaupa jeppa, kaupa hús og verða rík og flott
Kaupa höll með garðhýsi og kaupa heitan pott
Kaupa líf sem gæti virst svo fullkomið og smart
Kaupa álit annarra en njóta þess þó vart.
Verðbólgan að sliga allt en við svo rosa klár
Nastaq þetta, Össur hitt og Dow Jones algjört fár
Vildum sýna veröldinni þó við séum smá
við gætum reddað heiminum ef þannig stæði á.
Nú stoltið sært og dapurlegt og þjóðin öll í sorg
sársaukann og vonbrigðin má sjá í bæ og borg
Bakland það sem fólkið taldi tryggja efri ár
tekið verður upp í skuld, en skilur eftir sár.
Þó það sé þyngr´en tárum tak´ að sættast þetta við
tilfinningar splundraðar og dapurt ástandið
þá saman öflug getum verið, ákveðin og sterk
fámenn þjóð með styrk sem getur gert mörg kraftaverk.
Upp með ermar, upp með bros og allir saman nú
aldrei meigum gefast upp né glata okkar trú
knúsumst bara þéttingsfast og hefjumst handa við
að bæta það sem bæta má og efla mannlífið.
BH 2008.
En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....
Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Knúsvikan mikla 13.-20 okt 2008
ÁSKORUN FRÁ JÚLLA Á DALLANUM:
Ég held að það skipti mestu fyrir okkur að halda ró okkar og huga að því sem að skiptir máli mannfólkið sjálft. hÉR http://www.julli.is/knus.htm er að finna upplýsingar um Knúsvikuna miklu og ég skora á alla að taka þátt með einum eða öðrum hætti. Til þess að Knúsvikan verði að veruleika bið ég alla að segja frá henni, breiða út knúsboðskapinn og taka þátt með því að knúsa. Kíkið á http://www.julli.is/knus.htm og hefjumst síðan handa. Áfram Ísland!!!
Ég skora á alla að vera með...knúsast endalaust og hjálpast að við að byggja upp nýtt og betra líf...saman....
MUNA: "Þú getur valið hvort þú gefst upp þegar eitthvað fer úrskeiðis, eða nýtt þér ófarirnar og breytt þeim til hins betra. Staldraðu við, horfðu á alla demantana sem glitra allt í kringum þig. Börnin þín, makann, foreldra, vini, horfðu á trén svo falleg í haustlitunum, horfðu á allt þetta fallega í umhverfinu sem umlykur þig hvern dag. Sama hvernig ástandið er í þjóðfélaginu, þá eru þetta verðmætin sem skipta þig máli. Hugsaðu um það."
BROS OG KNÚÚÚS...Í HVERT HÚS!!!
Elskjú tú!!!!
Athugasemdir
Knús meðtekið og gefið til baka
Frábær kveðskapur og pistill sem endranær
Sigrún Jónsdóttir, 14.10.2008 kl. 00:39
Takk takk...frábær færsla...Risaknús til þín
Júlíus Garðar Júlíusson, 14.10.2008 kl. 08:31
Þú ert bara snillingur elsku frænka... ótrúlega flott ljóð hjá þér !!
STÓRT knús til ykkar allra
Bryndís Frænka (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 12:42
Takk, takk fyrir þetta já það veit engin betur en ég eftir síðustu 9 mánuði að vinur getur gert kraftaverk og engir peningar eða auðævi geta komið í staðin fyrir þennan eina og sanna vin!
Kveðja frá danaveldi sem finnst ekki gott að vera íslendingur í Köben núna þar umræðan um land og þjóð er vægast sagt MJÖG neikvæð.
Erla Stefanía Magnúsdóttir, 14.10.2008 kl. 15:58
Það er alltaf hægt að treysta góðu bloggi frá þér og frábærum kveðskap. Það er með ólíkindum hvað kemur endalaus safi út úr skáldasítrónunni þinni!!!
Knús á þig Beggan mín og ykkur öll í Trönuhjallanum
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 14.10.2008 kl. 17:28
Risa Knús á þig og þína ;)
Anna Margrét Bragadóttir, 14.10.2008 kl. 20:00
knús til þín
Dísa Dóra, 14.10.2008 kl. 20:11
knús á þig og eitt ljúft fallegt bros
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.10.2008 kl. 20:44
Vá meiriháttar færsla! Það er sko alveg satt að við erum sterk og dugleg þjóð, ótrúlega bjartsýn líka þegar á þarf að halda. "Við reddum þessu" og gerum okkur betra samfélag en nokkurn tíma fyrr
Stórt Knús á þig og þína
Ragnhildur Jónsdóttir, 15.10.2008 kl. 12:44
Yndisleg færsla hjá þér Begga (eins og svo oft áður).
Knús á þig og þína í Trönuhjallanum.
Linda litla, 16.10.2008 kl. 20:22
Knús á þig elsku Begga okkar. Vonum að aðgerðin hafi heppnast vel hjá þér .
Kv,
Ingunn og Ginginn.
Ingunn og Guðmundur Ingi (IP-tala skráð) 16.10.2008 kl. 21:30
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.