.....EKKI SVO SLÆMT...
24.9.2008 | 23:12
Vá hvað það var gaman að sjá sólina í dag....allt varð eitthvað svo bjart og fallegt og ég er ekki frá því að fólk hafi bara verið léttara í skapi...svei mér þá....
Litlu krílin skríktu af kæti að komast út að leika og það var hressandi að anda að sér fersku útiloftinu á Marbakkanum.... September mjakar sér í átt að oktober og það er sko sannarlega komið haust.... Trönuhjallatöffarar eru svosem í góða gírnum...lífið gengur sinn vanagang...með skini og skúrum....en svona heilt á litið...þá erum við bara góð sko....
Ég get nú ekki annað en verið bara pínu upp með mér þegar ég les kommentin á ljóðin mín...og er alltaf jafn hissa á að einhverjum öðrum en þeim sem þekkja mig og þora ekki annað en segja að ég sé frábær textahöfundur, finnist ég bara svona nokkuð ágæt bara...he he.
Ég er ekki svo löngu búin að uppgötva að það eru víst ekki allir sem geta leirað eða skáldað....og að þetta sé sennilega bara hæfileiki...já sæll....og kannski bara alveg ágætuur sem slíkur....
Gaman að því....
Það er nóg að gera í litla bláa krúttkofanum mínum góða....litlu krílin að aðlagast hægt og rólega og þessi krútt eru svo ógeð dugleg....vilja koma í leikskólann og vera þar...þó þau þekki ekki neinn....borða matinn, fá bleyju og lúlla með ókunnugu fólki án þess að mótmæla....þvílíkar hetjur...!!!
Spáið í það...ef maður mætti nú í nýja vinnu og ætti að leggja sig með einhverju fólki...samstarfsfélögum og yfirmönnum....leggjast bara niður á ókunnugum stað og fara að sofa...!!! Ég er hrædd um að maður yrði nú ekki beysinn...allir kæmust að þvi að maður hryti og allt!!!!
En snúllurnar mínar láta sig hafa þetta allt...og eru bara sáttar....megakrúttin!!!
Haustflensan og streptokokkarnir hafa líka aðeins kíkt við hjá okkur og lagt smáa og stóra í bælið...en ég held ég sé orðin ónæm....7 9.13.....fékk þessa kokkavibba síðast 2001 að mig minnir...en ég fékk þá líka hressilega sko....
Samt ekki eins skemmtilega illa og þegar ég bjó á Dallanum...og var búin að liggja og slefa í bleyju heila nótt...gat alls ekki kyngt....en fannst alveg óþarfi að fara til læknis...
Druslaðist samt með Magganum á endanum og þegar doksi sá upp í mig sagði hann ekki eitt einasta orð...gekk bara hratt að símanum og tilkynnti einhverjum lækni á Akureyri að ung kona væri á leiðinni til þeirra í innlögn...akút....
Ég reyndi að mótmæla...sagðist ekki geta farið núna....hefði engan til að passa krakkapjakkana mína...en doksi fór bara að hlæja og sagði svo ósköp rólega að ef ég færi ekki strax væri ekki víst að ég myndi ná að lifa nóttina af...hálsinn væri um það bil að lokast og ég myndi einfaldlega kafna bara...!!!
Þá ákvað ég nú að skjótast sem snöggvast inneftir...
Ég var í fimm daga þarna á FSA og það voru ekki skemmtilegustu dagar ævinnar...en ég get líklega þakkað þessum ágætu aðilum sem þar starfa að ég sé enn á lífi í dag...
Þetta var ekki heppilegur tími...það er jú aldrei heppilegur tími skiljiði....en þetta var samt rétt fyrir jólin....miður desember og Magginn í prófum....
Krílin voru eins árs...þriggja og fjögurra ára....og skildu ekkert í henni mömmu sinni að liggja bara þarna í rúminu langt í burtu frá þeim og vera ekki búin að baka piparkökurnar....
Það vildi til að mamman náði sér nokkuð vel korter í jól og í sameiningu náðist að láta alla hluti smella saman...jólagjafir...bakstur...mat og þrif....
Og svo fórum við náttla suður til mömmsunnar og pabbalingsins á jóladag...
Já, þeir eru ekki sérlega skemmtilegir þessir streptokokkar...en ég lærði allavega að maður GERIR eitthvað í málinu...þeir læknast ekki að sjálfu sér....og eru víst bara mjöööög hættulegir...bölvaðir...það þýðir ekkert að deila við þá...
Minnstan er að fara í réttir á morgun með skólanum sínum...verður burtu í sólarhring...örugglega mega gaman að fara með áttunda bekk í réttarferð... sérstaklega fyrir kennarnann....meeeee...Nei...þetta verður bara gaman...réttir...kvöldvaka og læti.....gelgjurnar alveg að missa sig í fjörinu...og gaurarnir ekki skárri....
Eiginlega dáist ég að kennaranum að leggja í þetta dæmi....
Miðormurinn hefur verið ógeð duglegur síðustu vikur...á fullu í tíunda bekk...á fótboltaæfingum og að vinna í Krónunni....en er samt ekki hættur í Nóatúni....
Hann var lasarus í gær og í dag...en hresstist svo um hádegi og fór að vinna....hefur alltf tekið veikindi frekar létt meðan Elstimann verður pissveikur....
Elstimann er búinn að vera soldið týndur í stóra skólanum...en með aðstoð ráðgjafa...gamla kennarans míns nota bene...held ég að hann sé búinn að finna sig aftur og ætlar að skipta um gír....fara á Kokkabrautina og prófa sig þar....er mjög spenntur fyrir því...
Verður ekki slæmt að koma heim og kokkurinn búinn að elda...baka og þrífa.... tilbúinn að þjóna okkur..bara kúl...je....Ætti samt að taka generalprufu á herberginu sínu... Sem sagt...hlutirnir bara í þokkalegum farvegi....eftir að leysa nokkra hnúta...og þá má veturinn koma....
ÚR FÉLAGSBALÐI UMF. BALDURS, FYRIR LÖÖÖÖNGU
KEÐJUBRÉF:
Þætti ekki öllum eiginkonum upplífgandi að fá svona keðjubréf?
Kæra vinkona!
Upphaf þessarar keðju er hugsjón um að færa öllum eiginmönnum ævarandi sáluhjálp og hamingju.
Ólíkt flestum öðrum keðjum kostar þetta ekkert þ.e.a.s. enga peninga. Þú sendir einfaldlega eintak af þessu bréfi til vinkvenna þinna (giftra) sem sitja í sömu súpunni og þú.
Síðan pakkarðu manninum þínum inn og sendir hann til þeirrar konu sem er efst á listanum og setur þitt nafn neðst. Þegar þitt nafn er komið efst á listann, þá munt þú fá 500 karlmenn heim til þín og sumir munu verða algert ÆÐI!
Þú verður að hafa trú á keðjunni ... ein kona rauf keðjuna og hún fékk manninn sinn sendan til baka! - Láttu það ekki henda þig!
Þegar þetta bréf er ritað hafði ein vinkvenna minna fengið 377 karlmenn í heimsókn. Hún var jarðsett í gær og það tók 7 líksnyrtimenn 36 klst. að ná brosinu af andlitinu á henni! (Athugaðu það!)
Með vinkonukveðju.
P.S. Ég ítreka ... þú verður að hafa trú á keðjunni!
Gangi þér vel!!!
Thí hí hí....!!!!
Þetta er líka nokkuð skondið:
Skýring á "Markaðssetningu."
Fólk biður oft um útskýringu á "markaðssetningu." Jæja hér kemur hún:
Þú ert kona og sérð flottan mann í partýi. Þú ferð upp að honum og segir: "Ég er frábær í rúminu." Þetta er bein markaðssetning.
Þú ert í partýi með fullt af vinum og sérð flottan mann. Einn af vinum þínum fer upp að honum, bendir á þig og segir: "hún er frábær í
rúminu."Þetta er auglýsing.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Þú labbar upp að honum, færð
símanúmerið hans, hringir í hann daginn eftir og segir; "Hæ, ég er frábær í rúminu." Þetta er símamarkaðsetning.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann, þú lagar til fötin þín, labbar upp að honum og réttir honum glasið þitt og segir við hann: "Fyrirgefðu, má ég?"
Lagar bindið hans, nuddar brjóstunum létt utan í hann og segir, "Ó á meðan ég man, ég er frábær í rúminu." Þetta eru almannatengsl.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann labbar upp að þér og segir,"Ég hef heyrt að þú sért frábær í rúminu." Þetta er þekkt vörumerki.
Þú ert í partýi og sérð flottan mann. Hann langar í þig en þú færð hann til að fara heim með vinkonu þinni. Þetta er söluorðspor.
Vinkona þín getur ekki fullnægt honum, svo hann hringir í þig. Þetta er tækniaðstoð.
Þú ert á leið í partý þegar þú uppgötvar að það gætu verið flottir menn í öllum þessum húsum sem þú ert að labba framhjá. Svo þú klifrar upp á þakið á einu af þessum húsum, sirka í miðjunni og öskrar úr þér lungun, Ég er frábær í rúminu:" Þetta er ruslpóstur.
Þú ert í partýi, þessi vel byggði massaði maður kemur til þín, káfar á brjóstunum á þér og klípur í rassinn. Þetta er Arnold Schwarzenegger. Þér finnst það gott, en 20 árum seinna ákveður lögfræðingurinn þinn að þetta hafi verið kynferðisleg áreitni og undirbýr lögsókn. Þetta eru Bandaríkin.
Múhaha.....
Einn að lokum....
Þegar Guð hafði skapað Adam og Evu sagði hann: "Nú á ég tvær gjafir eftir handa ykkur, kúnstina að pissa standandi og..".."Hana vil ég fá!"
hrópaði Adam. Eva kinkaði kolli játandi og Adam fékk gjöfina... Adam skríkti af kæti, hljóp um allan lystigarðinn, pissaði á trén upp og niður,þaut niður á strönd og pissaði allskyns munstur í sandinn...
Guð og Eva fylgdust kímin með hamingju Adams og Eva spurði "hver er hin gjöfin?" Guð svaraði: "Heilinn, Eva... heilinn.."
Ha ha ha!!!!!!
MUNA: - Fáein hvatningarorð, þegar allt gengur á afturfótunum, eru meira virði en klukkustundar langt hrós að loknu vel heppnuðu verki....
Lovjú...elskjú....
Athugasemdir
Ég er ofsalega þakklát fyrir þá vitneskju að jólin koma no matter what! það var nú gott að þú fékkst til að fresta piparkökubakstri til að halda lífi
Ruslpósturinn er bestur hehe
Jóna Á. Gísladóttir, 25.9.2008 kl. 01:22
"Þekkt vörumerki......."
Ég segi það enn og aftur! Ég vil fá ljóðin þín í bók. Þau eru massagóð
Hrönn Sigurðardóttir, 25.9.2008 kl. 08:52
Þú ert flottur penni. Takk fyrir mig
Sigrún Jónsdóttir, 25.9.2008 kl. 09:35
Já ég er sammála fyrri ræðumönnum.. Þú ert frábær Penni og átt að gefa meira út eftir þig skvísa
Van De Irps, 25.9.2008 kl. 17:49
Knús knús á þig elskulegust og góða nóttina
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 25.9.2008 kl. 21:43
Þú ert flottasti penninn og ég segi það ekki bara af því ég þekki þig addna! ÞÚ ERT flottasti penninn Svo ertu líka svo dásamleg manneskja. Elskjú tú
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 26.9.2008 kl. 01:26
Þú ert bara fræbær
Takk fyrir þennan pistil og góða helgi Begga mín
Anna Margrét Bragadóttir, 26.9.2008 kl. 08:14
Magnaður penni stelpa og hressandi og skemmtilegar færslur. Haltu áfram að semja og svo bara í bók með það allt saman. Hafðu það gott elskuleg og góða helgi
Ásdís Sigurðardóttir, 26.9.2008 kl. 15:21
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.