...ALLTAF GAMAN Í OKKAR BEKK....

                         

Þrátt fyrir að júlí sé ekki nema rétt hálfnaður er samt farið að skyggja þarna úti í rennblautri og guðsgrænni náttúrunni og það er einhver dulúð yfir þessu öllu saman....jörðin...nóttin og við.....   

 

Safnadagurinn mikili að kveldi kominn og við búin að næra sálina af menningu og listum fyrir peninginn....Kjarvalsstaðir...Árbæjarsafn....871 + - 2....og Sjóminjasafnið að baki en blessaður öðlingurinn hann Laxness verður að bíða um stund...en við komum kallinn minn...við komum...    

 

 

 Nema hvað...Trönuhjallatöffarar án Miðormsins sem varð að afgreiða hungraða í Nóatúni...brenndum af stað um hádegi og hittum Reykásbomburnar og fórum með þeim í safnaleiðangur....  

 

 Flottasta safnið að okkar mati er Landnámssafnið...871+ - 2....ekki spurning....en þangað fórum við í fyrsta skipti í dag...  

 

Við fengum leiðsögumann til að segja okkur söguna um setrið góða og hann  Sigurður var fús til þess...mjög skemmtilegur og fræðandi ungur maður sem kann sitt fag og vel það...gat svarað ótal spurningum og var mjög stoltur af þessu flotta safni....   

 

Krakkarnir nutu þess að hlusta á hann og ganga svo um safnið og skoða ... enda verulega skemmtilega upp sett og gert þannig að það grípur alla strax... 

Og meira að segja Unglingarnir okkar góðu voru að fíla sig þarna og skemmtu sér ógeð vel...enda eru þau náttla óeðlilega fyndin...geta algerlega drepið mann....það eru engin orð til að lýsa þeim...þyrfti vídeo til að gefa smá hugmynd....ha ha ha....!!!!    

 

   

 

Alllt útsýnið sem þessir landnemar höfðu....náttúran í öllu sínu veldi...lóan og fleiri fuglar syngjandi og kurrandi...lækir seytlandi....fossar flæðandi og sjórinn sönglandi...skógurinn breiðandi úr sér yfir allt höfuðborgarsvæðið... og fjallasýnin þvílík..allur hringurinn eins og hann leggur sig.... kúúúl... 

En....einmanalegt.... 

 Engin hús...engir bílar..ekkert mannlíf að ráði...engin menning....ekkert fjör....allt eitthvað svo OFURrólegt og dauðyflislegt...hverskonar líf var það??????

Þó mér þyki gaman að velta fyrir mér þessum fyrstu árum Íslandsbyggðar get ég seint fullþakkað mínum elskulegu foreldrum að hafa fætt mig á miðri tuttugustu öldinni.... 

Nema maður hafi verið uppi á þeim tímum í öðru lífi????... wów... smalastúlka....útvegsbóndi...vinnukona eða hreppstjóri????  

 

Náttúran er ágæt í hófi...falleg...friðsæl og yndisleg á allan hátt...en ég vil hafa gæði og líf....þar sem menningin er komin á hærra plan en moldargólf...hlaðnir veggir og torfþak...langeldar...kúkur og piss úti í horni....strokkað smjör og sjálfdauðar rollur í skítugum öskum til að gúffa í sig með þurrum og sprungnum höndum sem skarta sorgarröndum dauðans....blóðug klæði...táfýla...blaut föt og prumpandi vinnuhjú... fjölþreyfnir húsbændur og dauðþreyttar húsmæður....harðsvíraðir glæpahundar...flökkukellingar og hótandi húskarlar...drykkfelldir prestar og ósvífnir sýslumenn....

 

 

 

Ó mæ god....takk mamma og pabbi...takk...takk...takk...ég er tuttugustualdarbarn!!!!....takk og aftur takk!!!!  

 

En...ég mæli með þessu safni og endilega fá leiðsögumann...þetta er rosalega flott og vel unnið allt saman og hugmyndirnar tær snilld....  

 

 

Sjóminjasafnið á Grandagarði kom á óvart...verulega skemmtilegt og ekki spillti að þar var sögð DRAUGASAGA...múhaha....  

 

Unglingarnir misstu sig...en urðu samt engum til skammar...en þau eru svo snjöll að sjá það fyndna og skemmtilega í lífinu....  Þarna sér maður alveg hvernig sjómannslífið er og var á árum áður.... sjómannsheimilin....fatnaðurinn... lúkarinn...þröngar kojurnar....aðstaðan til þvotta...saltfiskverkunin.... v innuaðstaðan... .stjórnklefainn... höfnin... fraktarar...veiðiskip og varðskip...íslenska menningin og öll þessi vinna sem ligggur að baki og enn er stunduð grimmt....  

 

Það var líka í boði að skoða varðskipið Óðinn...hann er nú hluti af sýningunni og það var mjög gaman að fara um borð og láta eins og maður væri einn af áhöfninni....Hív og hoj...!!!...Lago með hlerana....!!!       

 

 

Þarna sprangaði maður um þrönga ganga...upp og niður bratta stiga...sá vélina sem knýr skipið áfram.... hásetakabyssurnar... eldhúsið... matsalinn... sjúkraherbergið (með líkinu í...) skipstjóraklefann...brúnna  og allt þetta sem skip á að innihalda...  

 

Þetta var tilvalinn dagur til þess að flækjast um og skoða söfn þar sem regnið buldi á þakinu og rokið reif í mann og vætti hressilega þegar maður hljóp á milli bílsins og áfangastaðar....   

 

En svo verður fólk líka voða svangt í svona ferðum...svo við stormuðum í bakaríið og svo upp í Reykás til að næra vömbina...en allar sálirnar voru náttla í verulega góðum málum....  

 

    

 

Við hittum Tengdó á Sjóminjasafninu...veit ekki hvort það var tilviljun...en við drógum þau með okkur í kaffi og meðlæti og það var mikið fjör og mikið spjallað um upplifanir dagsins....  

 

Stefnan var svo tekin í Gljúfrastein svona í lok dags...en þar sem ekki allir hugðust heiðra skáldið með nærveru sinni var ákveðið að fara á einum bíl...og varð Strumpastrætóinn fyrir valinu...hmmm...kannski ábending um að fara að skoða það farartæki eitthvað Gummi minn...því blessuð rútan bilaði á leiðinni upp í Mosó svo við komumst aldrei á áfangsastað...sorry Halldór...en við komum seinna....

    

 

Ég hef reyndar gerst svo fræg að koma í heimsókn í Gljúfrastein í boði skáldsins...það eru kannski svona tuttuguogfimm ár síðan...

Ég og vinkonur mínar áttum að skrifa ritgerð um Atómstöðina og þar sem ég hef aldrei verið mjög hefðbundin manneskja þá fannst mér tilvalið að spjalla við kallinn...rabba um bókina og skrif yfir höfuð...og fá hann svona til að svara nokkrum spurningum...  

 

Ég átti meir en klukkutíma símtal við hann þar sem ég var að reyna að sannfæra hann um það að ég YRÐI að skrifa um þessa bók...sama þótt honum þætti það ekki spennandi...búinn að skipta um skoðun og svona...en hann gaf sig ekki alveg...vildi að ég skrifaði um bókina Við Heygarðshornið...

Welll...eftir miklar og „fjörugar“ rökræður...hann var reyndar svolítið hægur í máli sko...þá sagði kallinn bara að hann langaði að hitta mig og vinkonur mínar...við skyldum þá sjá til með hvort hann fengist til að ræða þessa bók eitthvað nánar....en endilega komiði....    

 

   

 

Við stöllur...Anna og Hanna...elskulegar vinkonur mínar.með alla sína þolinmæði gagnvart dyntunum í mér...fengum Simma pabba Hönnu til að keyra okkur í sveitina (réttara sagt pantaði hann það og tók með bók til að fá áletraða) og svo var stormað í Hús skáldsins... Gljúfrastein...  

 

Það fór bara vel á með okkur svona til að fyrirbyggja allan misskilning...enda er ég ekki mikið fyrir rifrildi....og það var bara helv..gaman að spjalla við skáldið....skoða húsið og fá sér smá kaffisopa hjá Auði..konunni hans....  

 

Og við fengum Halldór til þess að svara spurningum UM Atómstöðina... ræddum um nýju bókina sem þá var Við Heygarðshornið....létum hann gefa okkur skriftarsýnishorn...sitja fyrir á myndum með okkur og vera bara hinn reffilegasti....og hann var mjög hress og skemmtilegur gestgjafi...   Þetta er eitthvað sem seint gleymist og er ómetanleg minning í mínu hugskoti....enda kallinn flottur penni og í miklu uppáhaldi hjá mér....

   

 

Ég var ekki nema sjö ára þegar ég mætti með ljóð eftir hann í skólann og las upp fyrir bekkinn....

Hann pabbi er skrýtinn og sköllóttur kall

 með skinnhúfu og tekur í nefið

Kolsvart kaffi og brennivín 

er það besta sem honum er gefið....   

 

Ég gleymi ALDREI svipnum á kennaranum...ha ha ha...!!!!  

 

Og ég gleymi heldur ekki svipnum á íslenskukennaranum í MK þegar hún fékk ritgerðina um Atómsstöðina í hendur...en ég hef löngum farið mínar leiðir í skriftum og öðru í þessu lífi.... 

 

  

 

Well...ég fer alltaf út fyrir endimörk alheimsins í þessu bloggi mínu....nema hvað Strumpastrætóinn...þessi sem ég var að tala um áðan...bilaði bara sísvona...ofhitnaði og lét ófriðlega...svo Gumminn varð að koma og bjarga okkur af Suðurlandsveginum og koma okkur í Reykásinn á ný....  

 

Borðuðum þá bara aðeins meira...en snérum svo hypjunum heim til að horfa á Landsbankadeildina í imbanum...FH-Fylkir...sem fór öðruvísi en menn áttu von á...en dáldið heppilega fyrir mína menn....sorry sæta sys..   

 

Í gær stormuðum við hjónakornin ásamt Elnu og Gumma og Ingu og Auðunni á stórmyndina MAMMA MIA og ég er að segja ykkur það...þetta er TÆR SNILLD!!!! 

 

Guð minn góður hvað ég skemmti mér ógeð vel á þessari mynd...með alla þessa flottu leikara og brjálæðislega flottu söngva...og ég hló mig vitlausa þarna í Laugarásbíó...og allur salurinn með....

ÞAÐ ER SKYLDA AÐ SJÁ ÞESSA MYND....UPP MEÐ ABBAFÍLINGINN!!!! ALLIR á MAMMA MIA!!!!! I have a dream...segi ekki meir....   

 

Að sjálfsögðu vorum við svo í Frostaskjólinu á fimmtudaginn til að horfa á okkar ástkæru snillinga rúlla KR upp...þetta var svoooo flottur leikur og verulega skemmtilegur...nú erum við sko að tala saman...tralla lalla la!!!   

 

 

 

 

 Fórum í rútu...tveggja hæða...syngjandi og trallandi...veifandi fánum og með klemmur á nefjum...þar sem það er víst svo mikill skítur á túnum í vesturbænum....höfðum það upp úr einhverju lesendabréfi...svo allur var nú varinn góður.....Whistling VIÐ ERUM VALUR....FRÁ HLÍÐARENDA...!!!!   Whistling

 

Fjölskyldan er alveg í góða gírnum og þó útilegurnar séu ekki margar...eða engar kannski enn...þá líður okkur verulega vel hérna heima og svo er bara skroppið hitt og þetta þegar stemman er þannig...og þannig er sumarfríið bara...skemmtilegt...óvænt og ljúft....  

 

Maður sefur...tjillar...rúntar um... labbar... flatmagar....syngur... málar....spilar....skrappar....fer í heimsókir...fer á leiki....söfn......  

 

     

 

Næsta vika er óskrifað blað...það verður gaman að sjá hvaða minningar hún fær að geyma....en ég er viss um að hún verður full af sól og skemmtilegum viðburðum....því þannig er jú lífið.....ekki spurning!!!!   

 

MUNA: „Það sem ég upplifi núna er afleiðing fortíðar; það sem ég upplifi í framtíðinni veltur á því hvað ég geri núna.“   

 

    

 

Njótið lífsins og látið ekkert eyðileggja gleðina ykkar!!!   

 

 Lovjú truflað mikið....     

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þið eruð dugleg að drífa ykkur í menninguna,eitt af því sem ég mætti vera duglegri við

Snilldarfærsla eins og alltaf 

Eigðu góðan dag í sumarfríinu þínu

Anna Margrét Bragadóttir, 14.7.2008 kl. 08:01

2 Smámynd: Dísa Dóra

Langar mikið á mamma mia enda ABBA verið uppáhald mitt frá því hún kom í Evró.  Málshátturinn í muna hjá þér er algjör snilld og segir sko nákvæmlega hvað karma er

Dísa Dóra, 14.7.2008 kl. 10:36

3 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Það er enginn smá menningarkraftur!

Velkomin í bloggvinahópinn

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.7.2008 kl. 10:45

4 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Dugnaður er þetta.  Ég tek stundum svona safnadaga og hef gaman af, en er eins og þú, endalaust þakklát fyrir að hafa fæðst um miðja síðustu öld og ekki fyrr. FInnst ég hafa upplifað allt það best í heimi hér.  Ég er svo fræg að Kiljan kyssti mig á ennið og klappaði mér á koll þegar ég var í sveit á Hótel Reykjahlíð 9 ára gömu. Mikið fannst mér kallinn hlægilegur.  Svo hringdi ég einu sinni í hann þegar ég var í Verslu og við vorum að skrifa ritgerð um eina af bókum hans, vantaði upplýsingar og hann var ekkert nema elskulegheitin.  Takk fyrir skemmtilegan pistil.

Ásdís Sigurðardóttir, 14.7.2008 kl. 12:06

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þér er ekki fisjað saman!  Skella sér sisvona í heimsókn til nóbelsgæjans!  Mamma Mia er ekki enn komin á aðgerðarlistann en við vinkonurnar vorum helteknar af Abba á sínum tíma svo það er skyldumæting!

Þórdís Guðmundsdóttir, 14.7.2008 kl. 13:17

6 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Ég og Gunnar minn fórum í gærkvöld í Smárabíó og sáum Mamma Miabara geggjuð mynd,við hlógum og sungum og brostum út í eitt, frábær mynd fyrir alla fjölskylduna

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 14.7.2008 kl. 13:39

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband