...LÍFIÐ ER EIN ÓVISSUFERÐ....

                           

                       

                    

Enn einn dagurinn að kveldi kominn og rólegheitin að leggjast yfir mannlífið....

Nóttin laumar sér inn um glugga og dyr og vefur hlýjum faðmi sínum þreyttar sálir sem sofna sætt og vært og dreymir nýjan dag.... 

Ég er kona mikilla pælinga...og dett oft niður í alls kyns hugsanir.... ýmist mínar eigin..eða annarra...   

Umferðin...hrðaksturinn og áfengis og dópneysla landsmanna hefur oft kveikt hjá mér ýmsar hugrenningar...mér finnst svoooo sárt hvað ótal margir þurfa að þjást vegna gáleysis einhvers...fljótfærni eða fífldirfsku....töffaragangs og hugsunarleysis...ÞAÐ ER EKKERT TÖFF AÐ VERA DAUÐUR....það er bara alveg klárlega staðreynd sem fólk ætti að spá í....

   

Ég...eins og margir....les blöðin og sé öll viðtölin sem gefa mér hugmyndir um sársaukann...kvölina og endalausu þolinmæðisvinnuna sem fórnarlömb slysa þurfa að búa við...veða aldrei aftur þau sömu....eru svift frelsinu...en verða að horfa á hvern dag sem sigur....

   

Ein lítil hreyfing...eitt lítið skref....

   

Og svo hinir sem misstu....

Þvílík sorg...þvílík takmarkalaus sorg sem slík slys skilja eftir sig....

Og endalausar spurningar...

   

Hvað EF...????

Af hverju þurfti einhver að vera á ferð á sömu stund og á sama stað og sá sem hugsaði ekki?????

Af hverju minn...þinn...hans...okkar...þeirra...hennar?????

Af hverju??????

   

Endalausar hugsanir...endalausar ásakanir...endalaust eirðarleysi...endalaus sársauki...endalaus sorg....

   

Ég sá einhvern tímann ljóð sem snerti mig afar djúpt...kom tárunum til að renna og hjartanu til að slá örar....og ég fann sársaukann hellast yfir mig þegar ég setti mig í spor þess sem talaði og þess sem orðunum var beint til...

   

Og ég fann löngun til að gera þessa túlkun á íslensku...án þess að vera með beina þýðingu....þetta bara kom.....

ÉG FÓR Í PARTÝIÐ......     

 

 

Ég fór í partýið,mamma  

 

þetta sem ég sagði þér frá

  

þú baðst mig að drekka ekki áfengi

  

vera allsgáð á bílnum mínum,mamma

  

svo ég sötraði bara kók light.

    

Ég var svo stolt af mér,mamma

  

leið svo vel líkt og þú sagðir mér.

  

fann að ég gerði þetta allt saman rétt

  

fór á bílnum og drakk ekki neitt,mamma

  

sumir sögðu það samt vera ókei.

    

Mér fannst ég sko flottust,mamma

  

heil og ótrúlega fullkomin

  

og þegar ég yfirgaf svo partýið

  

alveg edrú eins og þú baðst mig,mamma

  

gat ég alveg óhrædd ekið heim.

    

Ég fór mjög varlega,mamma

  

Og ég hugsaði sterkt heim til þín

  

örugg um að komast heil alla leið heim

  

því mig grunað sko alls ekki,mamma

  

að örlög mín væru svo grimm.   

Ég ligg á malbiki,mamma  

Heyri mann segja fjarlægum róm

  

að ungi maðurinn hafi verið drukkinn

  

hann hafði keyrt bílinn allt of hratt,mamma

  

og þess vegna er ég nú hér.

       

Það er blóð út um allt,mamma

  

ég reyni að gráta ekki neitt

  

langt í burtu heyri ég ókunna rödd

  

og hún hljómar svo dapurlega,mamma

  

segir „stelpan er að deyja“ .

     

Gaurinn vissi ekki ,mamma

  

hvaða áhættu hann tók í kvöld

  

er hann settist undir stýrið á bílnum

  

hann var svo drukkinn og ruglaður,mamma

  

hann drakk, en það er ég sem dey.

    

Því gerir fólk þetta,mamma?

vitandi að það kostar oft líf  

úff,sársaukinn flæðir um mig alla  

nístir og kvelur mig allsstaðar,mamma

  

þúsundir hnífa sem stingast í mig.

    

Segðu systu að gráta ei,mammai

  

segðu pabba að harka af sér

  

ég reyni að vera mjög sterk og dugleg

   

nú þegar ég nálgast himnahlið,mamma

  

settu „Pabbastelpa“ á steininn minn!

    

Hann hlýtur að vita það,mamma

að drukkinn ei aka skal neinn

  

maður tekur bara ekki þannig séns

  

hefðu foreldrar hans frætt hann betur,mamma

  

væri lífið að bíða mín.

    

Í nóttinni grætur hann,mamma

  

segist alls ekki muna hvað gerðist hér

  

hafi ekki keyrt hratt eða óvarlega

  

þeir segja hann sé ómeiddur,mamma

  

samt grætur hann meira en ég.

     

Æ, svo erfitt að anda,mamma

  

ég er svo skelfilega hrædd

  

ég vil ekki liggja á malbikinu

  

finn hvernig lífið mitt fjarar út,mamma

  

af hverju þarf ég að deyja?

    

Eg vildi að þú værir hér,mamma

  

að ég hvíldi í fanginu á þér

  

lægi ekki deyjandi ísköld og hrædd

  

þú veist ég elska þig endalaust,mamma

  

ég alls ekki tilbúin er.

    

Þú mátt ei gleyma mér,mamma

  

ég hefði átt að kyssa þig bless

  

ég flýtti mér svo í partýið góða

  

hefði átt að þrýsta þér að mér, mamma

  

í huganum faðma ég þig.

BH 2008.

    

Ég veit ekki hvort þetta ljóðkorn snertir þann sem það les...en það snertir mig.....

Kannski segir það einhverjum eitthvað...kannski ekki...

Kannski vekur það einhvern til umhugsunar og kemur jafnvel í veg fyrir slys....kannski ekki......

Kannski óskin mín um slysalaust land rætist...kannski ekki.....

 

 

     

MUNA: Hvatningarorð hressir sálina eins og svaladrykkur í steikjandi sólarhita. Ein getum við svo lítið en saman miklu meira!

   

Farið varlega elskurnar mínar allar…...

Lovjú til tunglsins og aftur til baka….        


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Þetta ljóð snertir mann svo sannarlega beint í hjartastað

Eigðu góðan dag mín kæra

Anna Margrét Bragadóttir, 16.7.2008 kl. 08:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Snerti mig...

Farðu vel með þig! 

Hrönn Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 08:41

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 16.7.2008 kl. 11:07

4 Smámynd: Dísa Dóra

Ég man hve mikið ég grét í fyrsta skiptið sem ég las þetta ljóð og enn í dag renna tárin ef ég les það.  Ótrúlega fallegt en á sama tíma svo óendanlega sorglegt

Dísa Dóra, 16.7.2008 kl. 12:25

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Snertir mig beint að innstu hjartarótum, enda þurft að lifa svona slys. Takk fyrir þetta, þetta er sérstaklega vel gert.

Ásdís Sigurðardóttir, 16.7.2008 kl. 20:56

6 Smámynd: Van De Irps

Úfff ég fékk nú bara tár í augun og gæsahúð af að lesa þetta...

Vona annars að þið hafið það OFURgott í fríinu.. Knús á ykkur héðan af pallinum á Kársnesbrautinni

Van De Irps, 17.7.2008 kl. 14:24

7 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Þetta er ljóð sem maður gleymir ekki aftur.... þ.e. innihaldinu.

Ofboðslega tilfinningaríkt.

Anna Einarsdóttir, 18.7.2008 kl. 21:57

8 identicon

Ég fæ bara tár í augun... Guð hvað maður verður reiður við að hugsa um þetta og hvað lífið getir verið sárt... Og hvað mömmuást er það fallegasta sem ég veit...

Þórdís Kolbrún (IP-tala skráð) 21.7.2008 kl. 14:18

9 Smámynd: Linda litla

Jú Begga, þetta snertir sko lesandann. Ég fékk tár í augun við að lesa þetta.

Linda litla, 21.7.2008 kl. 19:45

10 identicon

Ég fékk gæshúð við lesturinn, úff!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.7.2008 kl. 14:45

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband