....SÆLT ER AÐ EIGA SUMARFRÍ....

 

 

                               

Sumarið og sólin ....tralla lalla la...sumarfríið og kósíheitin allsráðandi...ohhh...hvað getur maður beðið um meira???? 

Ein og hálf vika búin af sumarfríinu og ég er sko búin að hafa það ógeð gott...

Hér á bæ eru allir frískir og fínir...búið að draga saumana úr haus Elstamanns og vonandi bara öllum hrakföruum lokið í bili.....

Fórum í „útilegu“ um síðustu helgi...eða þannig....gistum allavega í VeraHvergi og geri aðrar skræfur betur!

Ég þurfti að hugsa mig um...ég er að segja ykkur það...ég er skíthrædd við þessa fjárans skjálfta alltaf stöðugt og býst við hinu versta.....OG EKKI REYNA AÐ SEGJA MÉR AÐ ÞESSU SÉ LOKIÐ...jörðin er sko á stöðugu iði þarna í austrinu.....JÁ ÉG VEIT ÉG ER SKRÆFA.....þá það bara..... na na na bú bú....

Við gistum hjá Doddanum og Örnunni og ég gerði náttla herbergið lífhelt...nama hvað????.....lét Maggann fjarlægja sjónvarp og þunga hluti og setja niður á gólf....fjarlægði stóla og kassa og passaði upp á að komast út...hratt og örugglega...ef á þyrfti að halda.....he he....aldrei of varlega farið sko....tilbúin að bjarga hinum sem ekki eru á sama leveli og ég.... 

En...þrátt fyrir allt...þá var alvag yndislegt þarna í langtburtistann...sól og mikill hiti í sveitinni og tvíburakrúttin í banastuði...enda nýorðin fimm ára og að sjálfsögðu var sko haldið upp á það annan apríl....með ógó flottu afmælispartýi.....TIL HAMINGJU AFTUR OG AFTUR ELSKU KRÚTTLINGARNIR MÍNIR SÆTUSTU!!!!

Nema...þarna um helgina var sko veður til að busla í sundlauginni sem hann Aron stóribróðir gaf þeim...og Árni og Minnstan skemmtu sér konunglega þarna ofan í líka...enda ekkert smá stór laug.....og fullt af boltum til að leika með....og svo var náttla bestast að skvetta á okkur sem ekki vorum í sundfötunum.....

Tengdó höfðu skellt sér á Írska daga upp á Skaga...en þar var bæði þoka og skítakuldi....svo þau brunuðu á húsbílnum yfir heiðina og mættu í sólina og sæluna og sáu ekki eftir því.... 

Þau höfðu líklega misskilið eitthvað þarna uppfrá...höfðu séð götugrill auglýst og héldu því með tóma maga út á galeiðuna...eins og gert er á Fiskideginum mikla...nema hvað þarna var víst ætlast til að hver og einn kæmi með sinn mat á grillið....svo þau laumuðu sér skömmustuleg inn á hamborgarastað og fengu sér að borða.....

   

Við bættum þeim þennan misskilning með því að slá upp „götugrilli“ á pallinum hjá Þóru og Dóra....gerðum langborð og drösluðum grillinu hans Dodda á svæðið...svo þetta varð bara hið besta mál...ítalska fjölskyldustemman á suðupunkti og allir voða glaðir.... 

Enduðum svo kvöldið í heita pottinum á sama palli og það var sko ekki amalegt að kúra þar í hlýjunni meðan sólin var að tylla sér á hafflötinn...og nóttin breiddi ofan á sólbakaða sunnlendinga..... 

Játa það þó hér og nú að ég sofnaði ekki dúr....ekki að það hafi væst um mig...nei nei nei...bara gat ekki hætt að hugsa.....

Ég fór því fram þegar ég heyrði að litlu krílin voru komin á ról og skemmti mér með þeim þar til hinir röknuðu úr rotinu.... 

Sólin braust svo fram um hádegið og þá fórum við Trönuhjallatöffarar að hugsa okkur til hreyfings því stefnan þennan dag var tekin aðeins austar...eða í Grímsnesið...þar sem hann pabbalingur ætlaði að eyða afmælisdeginum sínum í sumarlandinu góða...sem heitir reyndar Nýlenda.....

Þar var sko líka sól og sæla...aðeins meiri gustur en í VeraHvergi.....en það truflaði ekki afmælishaldið og eyðilagði hvorki kökunart né Prins póló smjatt....TIL HAMINGJU ELSKU PABBINN MINN BESTI OG TAKK FYRIR OKKUR!!!! 

Nutum þess að vera þarna í vellystingum þar til okkur var ekki lengur til setunnar boðið.....leikur á Hlíðarenda og við misstum sko ekki af honum.... 

Þrátt fyrir að Valsarakrúttin mín séu búnir að vera eins og jarðskjálftamælar í sumar...þá nálgast þeir nú toppinn hægt og örugglega...og leikurinn á sunnudaginn var hreinasta augnakonfekt...bara tær snilld og hrikalega gamman að vera í Rauða liðinu þann daginn..... 

Það eina sem ég er ekki hress með er að verið sé að kaupa og selja leikmenn á miðju tímabili...það getur ekki verið gott fyrir neitt lið.... 

Og á morgunn....er THE leikur....Hlíðarendatröllin mæta Vesturbæjarljónunum... hó hó hó...þá verður gaman.....

       

 Elnan og ég stormuðum í Nauthólsvíkina í dag ásamt Rut og Ingu og fullt af krakkapjökkum....grilluðum og sleiktum sólina...tjöttuðum og nutum sumarsins....þar til sólin fékk nóg og fór í felur.....og það varð bara ískalt þarna á ilströndinni.....svo við pökkuðum saman og fórum heim... 

Magginn var að vinna smá fyrir afa Didda....breyta elshúsinnréttingunni hjá honum og kaupa fyrir hann ísskáp...svo nú er bara flottast hjá þeim gamla og hann alsæll..... 

Minstan er með ÞRJÁ næturgesti þessa stundina....Kristínuna, Elínuna og Hörpuna og þær tísta og hlæja endalaust þarna inni...fermingarfliss...eins og einn góður lkennari nefndi það svo skemmtilega....en Miðormurinn er líka snillingur að koma tístinu af stað...með skítugum sokkum og fleiru fíflalegu .. sem þeim finnst geggjað fyndið.....

Ég elska að hlusta á þetta....!!!!   

Ætla að gefa þessum skellibjöllum smá kvöldnasl og koma þeim í rúmið svo þær verði sprækar og hressar í sólina og fjörið í fyrramálið...kannski við skellum okkur bara í sund eða eitthvað....og svo er nú kominn tími á að dusta rykið af Kubbinu okkar góða...bara gaman að spila það....!

     

EINN NETTUR SVONA Í TILEFNI AF ÁSTANDINU Í HEILBRIGÐISKERFI LANDSINS....

 Fyrir nokkrum árum hélt læknir fram hjá konu sinni með hjúkrunarfræðingi.
Ekki leið á löngu þar til hjúkkan varð ófrísk.
Læknirinn gat ekki hugsað sér að upp kæmist um framhjáhaldið, lét hann því viðhaldið hafa fjárfúlgu og bað hana að fara til meginlands Evrópu og eiga barnið þar.
Hvernig get ég látið þig vita,þegar barnið fæðist?” spurði hjúkkan.
Sendu mér bara póstkort og skrifaðu “spaghetti” á það. Ég skal svo borga allan brúsann.”
Konan flaug til Ítalíu og segir ekki frekar af ferðum hennar.
En sex mánuðun seinna hringir eiginkona læknisins á stofuna til maka síns og segir: “Elskan, þú fékkst svo skrítið póstkort í dag. Það kemur frá Ítalíu, en ég fæ engan botn í það sem í því stendur.”
“Hafðu engar áhyggjur af því, ástin mín. Ég skoða kortið þegar ég kem heim.”
Læknirinn kom heim um kvöldmataleitið, las kortið og féll að því búnu í gólfið með hjartaslag.
Sjúkrabíll kom á staðinn og flutti lækninn með forgangi á spítala.
Eiginkonnunni varð að sjálfsögu mjög brugðið og einn úr áhöfn bílsins varð eftir til að hugga hana.
Hann spurði hana hvað gæti hafa orðið manni hennar um megn.
Konan tók upp póstkortið og las: “Spaghetti, spaghetti, spaghetti. Tvö með pylsu og kjötbollum og eitt án!

HA HA HA.....!!!!  

   

MUNA: Góðvild þín og gæska borgar sig og skilar sér margfalt til baka. Sælla er að gefa en þiggja. Viljir þú láta lánið leika við þig þarftu að skapa heppileg skilyrði. Tækifærin snúast ekki um heppni eða tilviljanir. Þau eru allstaðar. Þess vegna getur þú orðið þinnar gæfu smiður með því að skapa réttu aðstæðurnar.

  

Eigið öll góðan og sólríkan morgundag og njótið þess að það er sumar á klakanum okkar góða.....!!!!!

Lovjú endalaust.... 

 

 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Til hamingju með þitt lið.......... ;)

Hrönn Sigurðardóttir, 10.7.2008 kl. 22:11

2 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Til lukku með þetta allt.  Valsarar stóðu sig vel í gærkvöldi, jibbíííí.   Hér var skjálfti rétt um 10 í morgun, reyndar bara 2.0 en ég vaknaði, enda á 4 hæð í blokk.  Þetta er sko ekkert alveg hætt, því miður.  Eigðu ljúfa helgi og áfram Valur  

Ásdís Sigurðardóttir, 11.7.2008 kl. 12:53

3 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Ásdís: Æ, leitt að ég skyldi missa af að hitta þig í eigin persónu. En leist þér ekki vel á deildina mína og litlu Bólarakrúttin mín?????

Hrönn og Ásdís: Takk fyri að vera svona krúttlegar...já það er gaman að vera Vlsari og ekki verra þegar vel gengur. Þetta var magnað í gær og ólýsanæega skemmtilegt.....mikið sungið og trallað og mikið klappað og stappað....ÁFRAM VALUR...ALLTAF !!!!

Knús á ykkur, bloggvinkonur

Bergljót Hreinsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:33

4 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Vááá hvað ég er að flýta mér...er ekki í lagi heima hjá mér ????

 Svona á þetta að vera:

Ásdís: Æ, leitt að ég skyldi missa af að hitta þig í eigin persónu. En leist þér ekki vel á deildina mína og litlu Bólarakrúttin mín?????

Hrönn og Ásdís: Takk fyri að vera svona krúttlegar...já það er gaman að vera Valsari og ekki verra þegar vel gengur. Þetta var magnað í gær og ólýsanlega skemmtilegt.....mikið sungið og trallað og mikið klappað og stappað....ÁFRAM VALUR...ALLTAF !!!!

Knús á ykkur, bloggvinkonur

Bergljót Hreinsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:33

Bergljót Hreinsdóttir, 11.7.2008 kl. 16:44

5 identicon

Hæ hæ sæta mín. Bara kvitta fyrir okkur. Frábær skemmtun eins og alltaf að lesa bloggið þitt og ekki er nú verra að elsku Valsararnir séu að komast á beinu brautina í boltanum loooooksins. Sorglegt verður nú að sjá af honum Birki Má til Noregs en hann á örugglega eftir að standa sig rosalega vel þar eins og í öllu sem stráksi tekur sér fyrir hendur (gamall fjölskylduvinur ). Vonum að þið hafið það gott í fríinu ykkar, hlökkum til að sjá hana Beggu okkar aftur í ágúst. Knús og fullt af fingurkossum frá Ginga Pinga til Beggu sinnar.

Ingunn og Guðmundur Ingi (IP-tala skráð) 11.7.2008 kl. 22:59

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Mér finnst alltaf jafn æðislegt að lesa færslunar þínar

Langt síðan ég hef haft tíma til að fara bloggvinarúnt og kvitta fyrir mig,svo ég hef nóg að lesa í dag ;)

Góða helgi og knús á þig dúlla

Anna Margrét Bragadóttir, 12.7.2008 kl. 13:57

7 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Takk takk fyrir innlitið elsku Bergljót mín og takk takk fyrir lánið elsku ljúfan mín á þínu fallega yndislega ljóði.

Knús knús og bestu kveðjur Linda Linnet

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:32

8 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Maggi Möller,Doddi Möller og Þóra Möller þau eru öll systkyni ekki satt og þau ólust upp í Breiðholti ekki satt og þú ert hvað konan hans Maggalítill er heimurinn Bergljót mín,en þau þekkti ég þegar ég var yngriog mín besta besta vínkona er Marija systir Davors minns, hennar Birnu minnar sem er yndisleg yndisleg vinkona mín líkasvo núna getum við Birna mín brosað meira og meira og talað um hvað heimurinn okkar beggja er lítill.

Knús knús og yndislegar kveðjur

Ps ég er ekki neitt viss um að systkynin muni neitt eftir mér en alla vega bið ég vel að heilsa og það er yndislegt að sjá hvað bloggið færir okkur ný og gömul andlit upp á nýtt.

kveðja Linda Linnet

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 13.7.2008 kl. 23:45

9 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Hæ Linda...ekkert að þakka!!!

Já, Maggi, Gummi, Doddi og Þóra Möller eru systkini og bjuggu í Breiðholtinu á árunum 1974-1982 sirka... og Magginn er sem sagt kallinn minn og búinn að vera það síðustu sautján árin...eða reyndar tuttugu.....og býr í Kópavoginum núna...

Birnan er náttla bara yndisleg og hennar maður og börn líka....það eru bara allt of fáar stundirnar sem við höfum átt saman....en það stendur sko alltaf til bóta....

Heimurinn er sannarlega lítill....

Knús á þig kæra Linda

Bergljót Hreinsdóttir, 14.7.2008 kl. 00:55

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband