...AF HRAKFALLABÁLKI OG HRIKALEGUM HÚMÖRISTUM....

 

                                   

 

 

Ó mæ god...það er ekki lognmollunni fyrir að fara á þessum bæ...það er bara ekki VIÐ.....  

Ekki það að lífið sé ekki að lulla sinn gang og svona...það vantar ekki...en innihaldsríkt er það....og oftast bara býsna skemmtilegt....með alvarlegu ívafi í bland...he he...  

Hrakfallabálkur mánaðarins mun vera frumburðurinn og hjartaknúsarinn Elstimann...ta ra! Fyrir nokkrum dögum kom þessi ljúflingur heim með glott á fésinu og sagðist hafa dottið á strá...JÁ...á STRÁ...svona GRASSTRÁ....

Við náttla misstum okkur og hlógum eins og fífl....en hann sagði að þetta væri svo skrýtið...að þegar hann blési gegnum nefið...kæmi LOFT út um EYRAÐ....  

Við hlógum ennþá meira...fannst þetta bara fyndið...og bentum á að þar sem hann hefði haft rör hér á sínum yngri árum þá væri ekkert vitlaust að hafa bara strá núna...ha ha ha....ýkt fyndin!!!

Nema hvað...gormurinn fór í sund daginn eftir....og kom heim með vatnssuð í eyra og vondan höfuðverk...svo pabbinn stormaði með hann á læknavaktina þar sem í ljós kom að stráið hafði gert gat á hljóðhimnuna...og í sundi komst vatnið greiðlega inn í eyrað og olli sýkingu og bólgum.....  

Úbbs...hann þurfti pensilín og eyrnadropa...og fékk fyrirskipun um að halda sér rólegum.....

   

 

 Jæja....við vorum pínu sneypt...en hverjum datt í hug að eitt STRÁ gæti valdið slíkum skaða?????  

Gaurinn varð því að hanga heima og var frekar ósáttur við það...en maður deilir ekki við doktorinn....  

En...þegar maður er byrjaður...þá er maður nú ekki tilbúinn að hætta....  Hann koom heim á Þriðjudag um kvöldmatarleytið......blóðugur og vankaður....og þá brá okkur...hlógum ekkert (???)....en sáum að gatið á hausnum á honum var það djúpt að það yrði nú ekki límt eins og við höfum stundum gert við litlar skrámur og rifur....  

Svo pabbinn stormaði á slysavarðstofuna og þar fengu þeir feðgar að dúsa í fimm klukkustundir.....því guttinn var með heilahristing og læti...var settur í mónitor og sneiðmyndatökur...en sem betur fer var nú höfuðkúpan heil...og engin blæðing innvortis...   

Hann var því sendur heim með fjögur spor í hausnum....og þá fyrirskipun að halda sig við rúmið næstu tvo til þrjá daga og fara mjög varlega....og það þurfti ekkert að segja honum það....hélt varla haus..... 

En...þetta er að byrja að líta betur út...og það er aðeins að koma líf í andlitið á honum aftur.....  

 

Það sem gerðist var að hann var á hlaupahjóli...keyrði í lausamöl og endastakkst í gangstéttarbrún.....ááái.... !

Vona samt að orðatiltækið „allt er þegar þrennt er“ eigi ekki við hér...það er ekki sérlega spennandi fyrir hann að missa svona mikið úr vinnu....maður verður víst ekki ríkur á að liggja slasaður heima..... 

 

 Við hin erum spræk og hress og njótum sólarinnar og góðviðrisins í botn.... 

Minstan mætir með mér í leikskólann á morgnana og hjálpar þar til fyrir peninginn....er ótrúlega góð með litlu krílunum og þau elska hana ofurheitt...enda er hún líka svoooo mikil perla....  

Hún er mjög virk og dugleg á deildinni og fer líka stundum í eldhúsið að hjálpa Kiddý....enda þær miklar vinkonur.....og svo finnst henni ekki leiðinlegt að spjalla við hana Þorbjörgu "ömmu"....enda þekkt hana í sjö ár eða svo....  

Miðormurinn er MESTduglegur....sækir unglingavinnuna fjóra daga í viku og sjö tíma í senn og fer svo í Nóatún að afgreiða...bæði í Smáralind og Hamraborg....   

    

Hann var samt frekar móðgaður þegar hann kom heim með uppsagnarbréf um daginn...sagðist ekki skilja af hverju alltaf væri verið að hrósa honum...“og svo REKA ÞEIR MANN BARA!“

Ég varð að útskýra fyrir honum að það er ekki það sama að vera sagt upp ásamt öllum hinum eða vera rekinn.....það á nebbla að loka Nóatúni í Smáralindinni....  

Ussusussu...við fórum svooo illa með Miðorminn um daginn...og erum enn að hlæja að því...það var bara svo bilað fyndið....

     

Magginn..Gumminn...og ég vorum búin að sitja og horfa á leik í EM....og næsti dagskrárliður var afhending Grímunnar í Þjóðleikhúsinu... Við duttum inn í það og skemmtum okkur ágætlega....  

Miðormurinn kom heim akkúrat þegar verið var að fara í gegnum Minningar um látna leikara...   

Hann hlammaði sér niður hjá okkur og spurði á hvað við værum að horfa eiginlega...pínu hneykslaður....og pínu hissa.....???

Ég sagði að við værum að horfa á þátt þar sem verið væri að fara yfir alla þá sem hefðu dáið á Íslandi síðustu fjögur árin... 

-Ha????  sagði hann og var mjög hissa en samt dálítið vantrúa í röddinni.....

-Já, það er alltaf þannig, að ef þrettándi júní kemur upp á föstudegi, þá er allra látinna íslendinga minnst...sagði ég og var voða alvarleg...

-Í alvöru????

-Aha...og núna er akkúrat hlaupár og þá er föstudagurinn þrettándi júní.

-Og verður þetta í allt kvöld eða...?

-Já...og ekki bara í kvöld...heldur ALLA helgina....sagði ég alvarlega....

-Er það pabbi????

-Já....það eru svo margir búnir að deyja síðastliðin fjögur ár...svo það þarf alveg heila helgi til að fara í gegnum þetta....

-Ihi....þið eruð að djóka...???

-Nei...þetta er alveg satt...sagði ég....og varð að pína mig til að fara ekki að skellihlæja...

-Neeeei....á öllum stöðvunum????

-Já....öllum....

-Það er ekkert í sjónvarpinu alla helgina nema þetta...bætti Gummi við....

-Þð eruð að grínast...þetta getur ekki verið...sagði Miðormurinn minn alvarlega og var ekki skemmt...

-Nei...við erum ekki að grínast...sjáðu bara...núna er verið að taka fyrir alla leikara sem hafa dáið...sagði ég...svo taka þeir líklega söngvara næst....(úff...ég var alveg að missa mig sko....)

-...já....þetta er allt flokkað niður eftir því hvað þú gerðir í lífinu....sagði Gumminn glottandi...

-Ég trúi ykkur ekki...þetta getur ekki verið....hvað með EM?

 -Það verða engir leikir á meðan þessi dagskrá er...sagði Magginn... grafalvarlegur.... 

Elstimann og Minstan voru farin inn í herbergi í hláturskasti.... 

-Þið eruð að grínast!

Hann teygði sig í Dagskrána og fletti upp á þessum guðsvolaða föstudegi...

-Ihi...sko....hérna stendur klukkan ellefu....EM!!!..He he...!

-Já...sagði ég þá...EftirMinning...þetta heitir EftirMinning og er skammstafað EM.....

Miðormurinn starði á mig með opinn munninn...leit á pabba sinn og Gummann sem kinkuðu báðir samþykkjandi kolli.....

-Ég trúi ykkur ekki...þarf maður að horfa á þetta ALLA helgina á ÖLLUM stöðvum????

-Já...svona er þetta á fjögurra ára fresti... 

Ég vildi ÓSKA að ég gæti sýnt ykkur andlitið á krakkanum...það var svo fullt af hryllingi...hneyksli...vantrú...samt vottaði fyrir virðingu og samúð..... 

Við misstum okkur...héldum ekki feisinu lengur og biluðumst úr hlátri...ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja... 

 -Ég vissi það...þetta gat bara ekki verið.....sagði hann og honum var greinilega mikið létt...

-En þú trúðir okkur samt...???

 -Eh...jaaá....en samt....ég er svo fegin að þið voruð að ljúga....wów....ef þetta hefði verið svona alla helgina.... 

Æ...kallinn...illa farið með´ann.....  

En svona erum við....illa innrætt og full af svörtum gálgahúmör....með horn og hala.....og þetta VAAAAR geggjað fyndið.....thí hí....ógó erfitt að sitja á halanum sko...  

Jæja...sææææll...eigum við þá kannski að tala um súkkulaði????  

30 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf....úlla la... 

  1. Þú getur fengið súkkulaði.
  2. "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
  3. Súkkulaði fullnægir þó það sé orðið mjúkt.
  4. Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
  5. Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
  6. Þú getur fengið þér súkkulaði fyrir framan mömmu þína.
  7. Súkkulaði kvartar ekki þó þú bítir fast í hneturnar.
  8. Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði saman án þess að vera kallaðar klúrum nöfnum.
  9. Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
  10. Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélögunum í uppnám.
  11. Þú getur boðið ókunnugum súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera sleginn utanundir.
  12. Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
  13. Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
  14. Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
  15. Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
  16. Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
  17. Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
  18. Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
  19. Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.
  20. Það er allt í lagi að borga fyrir súkkulaði.
  21. Súkkulaði lítur jafn vel út þegar þú ert edrú.
  22. Þú færð ekki vandræðalegar sýkingar af súkkulaði.
  23. Súkkulaði er sama þó þú sofnir strax eftir að þú hefur fengið þér það.
  24. Þú færð ekki á þig rasistastimpil þó þér finnist ljóst súkkulaði betra en dökkt.
  25. Fólk fer ekki hjá sér þó þú fáir þér súkkulaði á almannafæri.
  26. Þó þú fáir þér súkkulaði með félögum þínum er ekki litið á þig sem saurlífissegg.
  27. Súkkulaði getur ekki krafið þig um meðlag.
  28. Súkkulaði er sama hvorum megin þú sefur í rúminu.
  29. Þú ert ekki kölluð drusla þó þú hafir prófað margar tegundir af súkkulaði.
  30. Enginn slúðrar um með hverjum þú hefur borðað súkkulaði. 

Einn góður:

Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerúsalem.
Þar andaðist eiginkonan.

Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.

Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.

Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
 

Jebb jebb...bara EINN vinnudagur og svo SUMARFRÍÍÍÍ.....jibbí!!!!! 

    

MUNA: VERÐSTRÍÐIÐ VIÐ OLÍUFÉLÖGIN TVÖ....ALLIR...!!!!

Hvatningarorð hressir sálina eins og svaladrykkur í steikjandi sólarhita.Ein getum við svo lítið en saman miklu meira!!!!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Skemmtileg færsla hjá þér stelpa.  Hafðu það sem best 

Ásdís Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:07

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Jiii hvað ég hefði verið til í að sjá á honum svipinn!!! Ég veltist um af hlátri bara við að sjá ykkur fyrir mér......

Þú er yndisleg. 

Hrönn Sigurðardóttir, 26.6.2008 kl. 18:14

3 identicon

HA HA HA HA HA HA  Illa farið með Daða greyið!!  Þið eruð ótrúleg að halda þetta svona út.....ég er í kasti hérna!  Bestu kveðjur á elstamann og vona að hann sé að jafna sig. 

Farin að leita mér að súkkulaði......

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.6.2008 kl. 17:45

4 Smámynd: Linda litla

Ég sit í kasti hérna..... ha ha ha

bk til þín Begga

Linda litla, 28.6.2008 kl. 23:45

5 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Þórdís Guðmundsdóttir, 1.7.2008 kl. 22:12

6 identicon

Ég bara verð að commentera á þetta:  Þetta er það fyndnasta sem ég hef heyrt í óra tíma........ ég bilaðist af hlátri...núna eru leikarar og síðan koma söngvarar..ó my god.....kveðja, Pálina (frænka Örnu)

Pálína (IP-tala skráð) 8.7.2008 kl. 23:53

7 identicon

Hæhæ:D

ertu bara hætt að blogga ?

ég er allavegana að bíða spennt eftir lokinum á bókinni;P láttu mig vita með það ;)

diljá (IP-tala skráð) 9.7.2008 kl. 23:15

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband