...SOLDIÐ JÚRÓUÐ...SOLDIÐ SPORTÝ OG SOLDIÐ DJÚP....

 

Þá er nú Júróið búið og allir glaðir og sáttir með framlag okkar Íslendinga þarna í Serbíu, en fyrir mitt leyti eru Frikkinn og Regínan sigurvegararnir...voru ógeð flott á sviðinu og geisluðu af heilbrigði og gleði og smituðu allt og alla með þessari ótrúlega fallegu útgeislun....HÚRRA fyrir þeim og öllum sem að baki þeim standa.

Við UNNUM líka Sænsku geimveruna, danska krúttið og finnsku rokkarana....það var bara Norska María sem laumaðist einhvern veginn bakdyramegin upp í fimmta sæti...án þess að nokkur tæki eftir því...he he...heija Norge.... Bara það að KOMAST í aðalkeppnina er KLÁRLEGA SIGUR...ekki satt?

TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ!!!!

  

Hér var að sjálfsögðu Júróstemma með tilheyrandi hamborgurum...snakki og nammi fyroir peninginn ...voða stuð og mikið hlegið og fíflast.....Vantaði kannski bara Pallann til að fullkomna júróvísjónið....en Sigmar kynnir bætti úr því...enda fantagóður og ógeð fyndinn... 

 

Það var nú ekki þynkunni fyrir að fara hér á Sunnudag...enda fólk ekki mikið fyrir sopann....en við mættum galvösk á okkar frábæra Vodafonevöll á Hlíðarenda og vorum í fantastuði....loksins komin HEIM..... 

   

 

Völlurinn bara flottur og Stuðararnir alsælir....Endurheimtum líka BongóBaldur og það er sko ekki hægt að líkja stemmningunni saman þegar hann er ekki... 

Leikurinn var hápunkturinn og þvílíka MEGAfjörið í stúkunni...wów....BARA gaman....og ekki spillti fyrir að við UNNUM leikinn og Helgi á fyrsta mark vallarins...svona formlega....bara flottastur! Og Pálmi Rafn vígði möskvana líka...GEGGJAÐUR!!!

  

Ég er búin að vera á námskeiði í Jákvæðri hugsun og það hentaði mér afar vel...svo ég ákvað að sækja meira þarna til þeirra í Lótushúsi og fór á námskeið í svonefndu Raija yoga..... 

Þetta er ótrúlega þægilegt og afslappandi og maður kemur endurnærður út eftir rúmlega eina klukkustund....mæli með þessu fyrir þá sem finnst gott að geta kúplað sig út í amstri dagsins...bara eina til tvær mínútur....og losna þannig við alla þessa þreytu sem áreitið í kringum okkur veldur...Það er enginn að segja að maður leggist á hnén og biðji bænir...þetta snýst bara um það að róa hugann...hvíla sig smá...því við hugsum hvorki fleiri né færri en 80.000 hugsanir á sólarhring....úff...maður verður þreyttur við tilhugsunina eina saman.... 

Viljiði pæla! ÁTTATÍUÞÚSUND hugsanir!

   

 

Það er hugsun á bak við ALLT sem við gerum og segjum...því ALLT byrjar með einni hugsun....Og hugsanirnar eru í raun tilfinningar okkar..sem segja okkur þá að við erum hugsanirnar....persónuleiki okkar skapast af því sem við hugsum....Hugsun er orka...ein sú vanmetnasta orka sem til er...en er þó öflugri en kjarnorka...pælið‘ í því...!

Verra er að af öllum þessum hugsunum okkar eru c.a 40 -50% NEIKVÆÐAR...og það er eitthvað sem sprettur úr uppeldi, umhverfi og öllu því áreiti sem við verðum fyrir.Pæliði hvað við myndum spara mikla orku ef við gætum sleppt þessum bneikvæðu hugsunum!Hugsanirnar getum við flokkað í fjóra hluta í rauninni, NAUÐSYNLEGAR HUGSANIR...ÓÞARFA HUGSANIR...NEIKVÆÐAR HUGSANIR...JÁKVÆÐAR HUGSANIR...

Þessar nauðsynlegu segja okkur þetta daglega... að vakna...bursta tennur... klæða okkur...vinna....Óþarfa hugsanir tengjast fortíð og framtíð...þetta endalausa EF...og HVAÐ VERÐUR....? Neikvæðu hugsanirnar leiða okkur út á brautir reiðinnar...hatursins...vonbrigðanna....éta okkur að innan og eru niðurbrjótandi og tortímandi....með því að LEYFA þær erum við að STYRKJA þær og það ætti maður náttla bara að forðast....Jákvæðu hugsanirnar byggja okkur hins vegar upp og styrkja okkur og eru svo öflugar að við finnum fyrir þeim.Maður skynjar orðin og tilfinningarnar og VEIT nákvæmlega hvort fólk meinar það sem það segir eða hvort það segi bara orðin....ALLT SEM VIÐ SENDUM FRÁ OKKUR FÁUM VIÐ TIL BAKA....

Það er af því að hver einstök hugsun sem við hugsum hefur afleiðingar...


 

   

 

Og ALLAR tilfinningar sem við þekkjum...mætum annars staðar...búa innra með okkur. Þess vegna verðum við stundum OFUR pirruð útí einhvern...það er af því okkur líður þannig innra með okkur....það er líðan sem við þekkjum...og þessi leiðindapúki sem pirrar mann er í raun að kenna manni að leita inn á við til að lagfæra þennan pirring í manni sjálfum.... 

Þegar við tökum eftir einhverju í fari annarra þá er það vegna þess að það á samhljóm í okkur sjálfum....Til þess að geta gefið öðrum eitthvað þá VERÐUR maður að eiga það sjálfur...þannig er það nú bara....

 

 

Í minni vinnu bý ég svo vel að geta farið í hvíld með litlu börnunum....hlustað á rólega tónlist og náð að gíra mig niður eftir erilsaman morgun....og litlu krílin blátt áfram ELSKA þessa stund...fá koddann sinn og teppið...dudduna og kósídýr og gleyma sér í einn til tvo tíma....Spáið ef þau myndu ekki sofa á daginn...verandi í biluðu áreiti í 8-9 klukkustundir...ó mæ god...ég biði ekki í skapið þeirra þá.... 

Bara það að liggja með lokuð augu og einbeita sér að því að hugsa um ekki neitt....kyrra hugann... gefur manni fullt af orku og krafti og það er ekkert mál að klára daginn...með brosi á vör....

  

Það er ekki vitlaust að spá svolítið í það hversu neikvæður eða jákvæður maður er og reyna að losa þessa neikvæðni og reyna að finna það jákvæða í staðinn...manni líður svo allt öðruvísi og maður finnur einhvern styrk...manni finnst maður frábær og mikilvægur og þannig á manni að líða...því allir eru frábærir og mikilvægir! 

EINN GÓÐUR: 

Pólverji nokkur þurfti að endurnýja ökuskírteinið sitt, þar sem það gamla
var útrunnið.
En fyrst þurfti hann að gangast undir augnskoðun hjá augnlækni, áður en
sýslumannsembættið léti Pólverjanum í té nýtt ökuskírteini.

Augnlæknirinn lét hann lesa á spjald með stöfunum

"C Z W I X N O S T A C Z".

"Getur þú lesið þetta?" Spurði augnlæknirinn.
"Lesið þetta?"  Endurtók Pólverjinn.  "Ég þekki manninn!".

OG LÍKA ÞESSI: 

Þrjár konur lentu í bílslysi, dóu og fóru til himna.

Þegar þær komu þangað sagði Lykla-Pétur við þær, “Það er aðeins ein regla á himnum: ekki stíga á endurnar!"

Þær fóru inn um hliðið og sáu að það voru ekkert nema endur út um allt. Það var eiginlega ómögulegt að stíga ekki á neina þeirra. Konurnar þrjár pössuðu sig á því að stíga ekki á neina önd, en því miður steig ein konan ofan á eina önd.

Um leið kom Lykla-Pétur með ljótasta mann sem hún hafði á ævi sinni séð.
Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman og sagði “Refsingin fyrir að stíga ofan á önd er að eyða ævinni, hlekkjuð við þennan ljóta mann!”Daginn eftir, steig önnur kona alveg óvart ofan á eina öndina. Lykla-Pétur mætti strax á svæðið með annan rosalega ljótan mann. Hann hlekkjaði þau saman eins og hann hafði gert við fyrstu konuna.

Þriðja konan sá þetta allt og vildi alls ekki eyða ævinni, hlekkjuð við ófríðan mann. Hún var því ofur varkár þegar hún steig niður fæti.

Mánuðir liðu og henni tókst að sleppa við að stíga ofan á önd. Einn dag kom Lykla-Pétur til hennar með myndarlegasta mann sem hún hafði nokkurn tíma séð. Hávaxinn, massaður, með löng augnhár og grannur.

Lykla-Pétur hlekkjaði þau saman án þess að segja orð

Hamingjusama konan sagði “Hvað ætli ég hafi gert til að verðskulda það að vera hlekkjuð við þig að eilífu?”

Myndarlegi maðurinn sagði “Ég veit ekki um þig, en ég steig ofaná önd!” HA HA HA!

Frábær vika að heilsa okkur og mai bráðum á enda...spáið í það...júní er bara þarna rétt handan við hornið...og það fer að styttast í SUMARFRÍ!! Jibbí!!!!

 

 

 

MUNA:  Hugsanir líkjast töfrateppi sem sálin svífur á um alla eilífð. Sálin hvílist þegar við leyfum aðeins hinum hreinustu hugsunum að leika um hugann – hugsunum fylltum jákvæðni og góðum óskum, okkur sjálfum og öllum öðrum til handa. Slíkar hugsanir hreinsa og endurnæra hugann og færa okkur aukinn kraft.

Því ef ég hugsa jákvæðar hugsanir til annarra, hver upplifir þær þá fyrst?

  

LOVJ‘U PÍPÚL!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Flott færsla.  Mikil pæling og mikil lesning.  Kær kveðja til þín.

Ásdís Sigurðardóttir, 26.5.2008 kl. 23:48

2 Smámynd: Gunnar Helgi Eysteinsson

Ég er búinn að lesa færsluna en hef ekkert að segja.

Gunnar Helgi Eysteinsson, 27.5.2008 kl. 08:29

3 identicon

Já það er sko heilmikið til í þessu öllu saman.  Silja vinkona sagði alltaf við mig í denn :"þú hefur bara pláss fyrir eina hugsun í einu.....hafðu hana jákvæða!"   Held að það sé mikið rétt hjá henni. 

Sendi þér knús inn í daginn dúllan mín

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 27.5.2008 kl. 08:57

4 Smámynd: Þórdís Guðmundsdóttir

Góð færsla. Kveðja,Þórdís

Þórdís Guðmundsdóttir, 29.5.2008 kl. 18:52

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband