...JÓLIN FRÁBÆR OG ENN EITT ÁR AÐ BAKI.....
8.1.2008 | 21:00
31. desember 2007 klukkan 15:36
Ó mæ god hvað maður er búinn að hafa það ótrúlega gott þessi jólin eins og reyndar öll önnur...úff..tóm gleði og hamingja út í eitt...endalaust.....!!!
Já, jólin komu og þau hafa verið yndisleg á allan hátt með öllum nýjum og gömlum hefðum...sei sei sei....Það var líka svo geggjað mikill tími sem við höfðum FYRIR jólin til að klára allt sem gera þurfti...legg til að jólin verði ALLTAF á mánudögum...wów....
Ég og pjakkarnir skottuðumst um bæinn og gerðum alla hluti klára meðan Magginn seldi nánast sálu sína í jólaösinni...maður minn hvað hægt er að kaupa...eeeendalaust.....
Hann meira að segja VANN Philips söluleikinn sem hann var svoooo hræddur um að hafa misst af að geta þegar handleggurinn brotnaði....en...með EINARI er ALLT hægt...he he....enda hausinn sem virkar best á sölustundum....
En....allur undirbúningur var á góðum tíma og jólin komu sko stundvíslega klukkan sex hér í Trönuhjallanum.
Við vorum með ömmu Fríðu og afa Bjössa í mat og það var ótrúlega hátíðlegt að heyra klukkurnar hringja inn jólin...kemur ALLTAF tárunum hjá mér af stað...þetta er eitthvað svo hrein og tær gleði....eða...veit ekki...get ekki skilgreint þetta...en ég hef líka ALLTAF átt ótrúlega GÓÐ og GLEÐILEG jól og ekkert sem hefur spillt því....og það veit ég að er ómetanlegt.....
Við borðuðum lax í forrétt og hamborgarhrygg í aðalrétt....og hann KIDDI klikkar sko ekki...dásamlegt kjöt og allt fyrsta flokks....bara frábært.En...það hafði enginn pláss fyrir ís...svo hann var bara látinn bíða betri tíma....ekkert að því....
Englarnir mínir þrír stóðu svo upp frá borðum og sögðu okkur fullorðna fólkinu að sitja á meðan þau GENGU FRÁ ÖLLU eftir matinn...og við erum að tala um FULLKOMINN frágang..þar sem afgangar fara ínn í ísskáp og allt er spikk and span....wów....TRUFLAÐ!!!!
Ég veit ekki hvort þessi OFURhjálpsemi sé tilkominn vegna þarfarinnar til að hjálpa til eða einfaldlega vegna pakkahrúgunnar sem lá þarna svo freistandi undir trénu...en sama hvað lá að baki....þetta var ljúfast.....
Og auðviað var þessi pakkastund vægast sagt frábær...mikil hátíð,..spenna...gleði og eftirvænting....og endalaust þakklæti fyrir alla þessa frábæru hluti sem leyndust þarna.... Það voru allir í skýjunum með gjafirnar sínar og augun ljómuðu í öllum..ólýsanlega fallegt....
Eftir að amman og afinn hurfu út í náttmyrkrið til að vitja fleiri barna sinna klæddum við okkur í yfirhafnir og brunuðum upp í Grafarholt í jólaboð til stóru sys....Það voru sem sagt Bryndísin mín og Himminn sem sáu um að halda þetta árlega boð þar sem amma Vallý og afi Hreinn voru þar þetta kvöld...í fyrsta sinn að heiman eftir örugglega fjörutíu ár eða meira....geri aðrir betur....og þau vor líka bara sæl með þetta fyrirkomulag...húrra!!!! Sötruðum heitt súkkulaði og smökkuðum á jólabakstrinum... tjöttuðum...hlógum og skemmtum okkur...allt eins og það á að vera..
.Það vantaði reyndar hundraðogeinn familíunna, en þau halda jól í Lundúnum þetta árið...söknuðum þeirra en viitum að þau hafa það geggjað í útlöndunum....
Númakrúttið stóð að sjálfsögðu fyrir mörgum hláturrokum enda þessi gormur fæddur fyndinn.....ekki nema þriggja en samt alveg farinn að ógna Ladda og Pétri Jóhanni....og öllum fyndnu gaurunum....alger snilld....
Jólanóttin var ljúf og notaleg og það skemmdi sko ekki að þessi fallegi jólasnjór skyldi sýna sig og gera jólin okkar hvít....Uhmmmm....
Jóladagurinn var svo eitt heljarinnar jólaboð...við vorum mætt um þrjú til tengdó og þar var allur skarinn langt fram á kvöld...tuttuguogáttamanns...takk kærlega....og allir í banastuði...
Skröngluðum svo heim um miðnætti..þreytt...pakksödd og sæl og hentum okkur í sófana góðu...settum imbann á...og nutum þess að vera bara......
Annan í jólum var svo náttfatadagur og við lásum...átum og slöppuðum af langt fram á nótt.
Ég fékk mína elskuðu BÍBÍ í jólagjöf...og að sjálfsögðu slafraði ég hana í mig með en gang...enda vön að KLÁRA það sem ég byrja á...
Við áttum líka frí á fimmtudeginum og notuðum hann til ýmissra hluta....m.a til að skila og skipta...en það var nú ekki margt sem þurfti að fara með...sem betur fer.....
Ég var svo mætt í Marbalkkann klukkan hálfátta á föstudag án þess að hafa sofið dúr þá nótt...það er svo margt á kreiki hérna og Minnstan mín er ekki alveg að höndla þessa drauga" en við erum að vinna í þessu öllu.....nætursvefninn þó enn hálf fátæklegur....en við sofum bara einhvern tímann seinna....
Það var líf og fjör í leikskólanum þrátt fyrir að fá börn nýttu sér þennan opnunartíma....en við höfðum popppartý þar sem tvö afmælisbörn voru á staðnum og svo var náttla bara reynt að hafa rólegt og skemmtilegt á staðnum....
Ég fór heim rúmlega tólf og var AFTUR komin í MEIRA jólafrí....bara geggjað.....
Helgin leið hjá með alls konar móti....Magginn fór náttla að vinna en síðan brenndum við austur í VERAHVERGI að sækja Miðorminn sem var búinn að vera þar í tvo sólarhringa i góðu yfirlæti...en kappinn var orðinn lasinn og búinn að æla úr sér öllum líffærum og því verulega til í að komast heim til mömmunnar sinnar...æ, hann er svo mikill krúttmundur þessi elska....
Það var verulega jólalegt í Blómabænum og Doddinn og Arnan búin að skreyta húsið voða flott og Dóri og Þóra líka...algerlega fyrir allan peninginn..bara dúddí....
Tvíburakrúttin voru í sjöunda himni með jólin og pakkana og ljósin og allt og voru syngjandi kát og glöð.....búin að búa til Snæfinn snjókarl í garðinum og allt...en hann var þó soldið þreyttur greyið og búinn að leggja sig aðeins....skrýtinn kall.....
Knúsuðum líka litlu Hildi Rós sem er ekkert að skilja öll þessi læti en brosir bara út að eyrum og finnst við öll ferlega fyndinn....algjör snúlla.....
Við fórum svo í jólaheimsókn til Ausunnar minnar og Rúnars í gær og það ver alveg meiriháttar kósí....það er svooooo gaman að hafa þau á klakanum...setjum þau bara á HOLD og BÖNNUM ÞEIM AÐ FARA AFTUR TIL Þýska lýðveldisins....BITTE SCHÖN....
OG ÞANN ÞRÍTUGASTA des átti hún Nanna mín stóra sys afmæli og heldur það suður á Tenerife...stórt knús til þín elskan mín og GÓÐA SKEMMTUN þarna í sól og sælu í LANGTBURTISTANN.....lovjú!!!!
Sígú kíkti í gærkveldi en þar sem Katan var innlyksa heima hjá sér stormuðum við í Blesugrófina til að koma í veg fyrir að hún yrði einmana....he he..og líka af því okkur laaangaði að hitta hana sko...og hefðum getað kjaftað í ALLA nótt....sem tókst talsvert vel bara...
Í dag er svo HINN stóri dagurinn...gamla árið að kveðja og nýtt að heilsa....úff...það er ekki laust við að maður verði pínu kvíðinn...þetta ár sem nú er að kveðja var sko TÖFF...svo ekk sé meira sagt...hvernig verður það næsta???? Hvað bíður okkar á næstu mánuðum?....Veit það einhver??????
Við vitum allavega að Magginn þarf að fara í sjúkraþjálfum og jafnvel þarf að skrapa eitthvað af olnbogabeininu til að losa hann við verki....ojojoj...og svo er hann að fara í aðgerð á hné þann sautjánda jan...þá sjöundu í röðinni takk kærlega.... SÆLL...þurfum við að ræða það eitthvað...eða...????
Og HVAÐ svo.....??????
Best að taka bara fyrir einn dag í einu....skemmta sér í dag og skjóta upp einhverju af rakettum þrátt fyrir leiðinda veðurspá...iss...við skjótum þá bara meiru á morgun..ekki vandamálið....og svo sjáum við bara hvað setur....ekkert stress eða neitt þannig....
Maður verður bara að takast á við hlutina eins og þeoir koma af kúnni...með Pollýönnuglotti og bjartsýnisbliki í auga....thí hí....
Óska öllum GLEÐILEGS ÁRS og þakka skemmtilegar stundir á árinu sem nú er að líða...þær hafa nú verið margar og ég veit þær verða fleiri.....bæði í Mannheimum og Bloggheimum....
MUNA: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.
Stórt áramótaknúúús til allra!!!!
ELSKA YKKUR ENNÞÁ MEIRA!!!!!
Ó mæ god hvað maður er búinn að hafa það ótrúlega gott þessi jólin eins og reyndar öll önnur...úff..tóm gleði og hamingja út í eitt...endalaust.....!!!
Já, jólin komu og þau hafa verið yndisleg á allan hátt með öllum nýjum og gömlum hefðum...sei sei sei....Það var líka svo geggjað mikill tími sem við höfðum FYRIR jólin til að klára allt sem gera þurfti...legg til að jólin verði ALLTAF á mánudögum...wów....
Ég og pjakkarnir skottuðumst um bæinn og gerðum alla hluti klára meðan Magginn seldi nánast sálu sína í jólaösinni...maður minn hvað hægt er að kaupa...eeeendalaust.....
Hann meira að segja VANN Philips söluleikinn sem hann var svoooo hræddur um að hafa misst af að geta þegar handleggurinn brotnaði....en...með EINARI er ALLT hægt...he he....enda hausinn sem virkar best á sölustundum....
En....allur undirbúningur var á góðum tíma og jólin komu sko stundvíslega klukkan sex hér í Trönuhjallanum.
Við vorum með ömmu Fríðu og afa Bjössa í mat og það var ótrúlega hátíðlegt að heyra klukkurnar hringja inn jólin...kemur ALLTAF tárunum hjá mér af stað...þetta er eitthvað svo hrein og tær gleði....eða...veit ekki...get ekki skilgreint þetta...en ég hef líka ALLTAF átt ótrúlega GÓÐ og GLEÐILEG jól og ekkert sem hefur spillt því....og það veit ég að er ómetanlegt.....
Við borðuðum lax í forrétt og hamborgarhrygg í aðalrétt....og hann KIDDI klikkar sko ekki...dásamlegt kjöt og allt fyrsta flokks....bara frábært.En...það hafði enginn pláss fyrir ís...svo hann var bara látinn bíða betri tíma....ekkert að því....
Englarnir mínir þrír stóðu svo upp frá borðum og sögðu okkur fullorðna fólkinu að sitja á meðan þau GENGU FRÁ ÖLLU eftir matinn...og við erum að tala um FULLKOMINN frágang..þar sem afgangar fara ínn í ísskáp og allt er spikk and span....wów....TRUFLAÐ!!!!
Ég veit ekki hvort þessi OFURhjálpsemi sé tilkominn vegna þarfarinnar til að hjálpa til eða einfaldlega vegna pakkahrúgunnar sem lá þarna svo freistandi undir trénu...en sama hvað lá að baki....þetta var ljúfast.....
Og auðviað var þessi pakkastund vægast sagt frábær...mikil hátíð,..spenna...gleði og eftirvænting....og endalaust þakklæti fyrir alla þessa frábæru hluti sem leyndust þarna.... Það voru allir í skýjunum með gjafirnar sínar og augun ljómuðu í öllum..ólýsanlega fallegt....
Eftir að amman og afinn hurfu út í náttmyrkrið til að vitja fleiri barna sinna klæddum við okkur í yfirhafnir og brunuðum upp í Grafarholt í jólaboð til stóru sys....Það voru sem sagt Bryndísin mín og Himminn sem sáu um að halda þetta árlega boð þar sem amma Vallý og afi Hreinn voru þar þetta kvöld...í fyrsta sinn að heiman eftir örugglega fjörutíu ár eða meira....geri aðrir betur....og þau vor líka bara sæl með þetta fyrirkomulag...húrra!!!! Sötruðum heitt súkkulaði og smökkuðum á jólabakstrinum... tjöttuðum...hlógum og skemmtum okkur...allt eins og það á að vera..
.Það vantaði reyndar hundraðogeinn familíunna, en þau halda jól í Lundúnum þetta árið...söknuðum þeirra en viitum að þau hafa það geggjað í útlöndunum....
Númakrúttið stóð að sjálfsögðu fyrir mörgum hláturrokum enda þessi gormur fæddur fyndinn.....ekki nema þriggja en samt alveg farinn að ógna Ladda og Pétri Jóhanni....og öllum fyndnu gaurunum....alger snilld....
Jólanóttin var ljúf og notaleg og það skemmdi sko ekki að þessi fallegi jólasnjór skyldi sýna sig og gera jólin okkar hvít....Uhmmmm....
Jóladagurinn var svo eitt heljarinnar jólaboð...við vorum mætt um þrjú til tengdó og þar var allur skarinn langt fram á kvöld...tuttuguogáttamanns...takk kærlega....og allir í banastuði...
Skröngluðum svo heim um miðnætti..þreytt...pakksödd og sæl og hentum okkur í sófana góðu...settum imbann á...og nutum þess að vera bara......
Annan í jólum var svo náttfatadagur og við lásum...átum og slöppuðum af langt fram á nótt.
Ég fékk mína elskuðu BÍBÍ í jólagjöf...og að sjálfsögðu slafraði ég hana í mig með en gang...enda vön að KLÁRA það sem ég byrja á...
Við áttum líka frí á fimmtudeginum og notuðum hann til ýmissra hluta....m.a til að skila og skipta...en það var nú ekki margt sem þurfti að fara með...sem betur fer.....
Ég var svo mætt í Marbalkkann klukkan hálfátta á föstudag án þess að hafa sofið dúr þá nótt...það er svo margt á kreiki hérna og Minnstan mín er ekki alveg að höndla þessa drauga" en við erum að vinna í þessu öllu.....nætursvefninn þó enn hálf fátæklegur....en við sofum bara einhvern tímann seinna....
Það var líf og fjör í leikskólanum þrátt fyrir að fá börn nýttu sér þennan opnunartíma....en við höfðum popppartý þar sem tvö afmælisbörn voru á staðnum og svo var náttla bara reynt að hafa rólegt og skemmtilegt á staðnum....
Ég fór heim rúmlega tólf og var AFTUR komin í MEIRA jólafrí....bara geggjað.....
Helgin leið hjá með alls konar móti....Magginn fór náttla að vinna en síðan brenndum við austur í VERAHVERGI að sækja Miðorminn sem var búinn að vera þar í tvo sólarhringa i góðu yfirlæti...en kappinn var orðinn lasinn og búinn að æla úr sér öllum líffærum og því verulega til í að komast heim til mömmunnar sinnar...æ, hann er svo mikill krúttmundur þessi elska....
Það var verulega jólalegt í Blómabænum og Doddinn og Arnan búin að skreyta húsið voða flott og Dóri og Þóra líka...algerlega fyrir allan peninginn..bara dúddí....
Tvíburakrúttin voru í sjöunda himni með jólin og pakkana og ljósin og allt og voru syngjandi kát og glöð.....búin að búa til Snæfinn snjókarl í garðinum og allt...en hann var þó soldið þreyttur greyið og búinn að leggja sig aðeins....skrýtinn kall.....
Knúsuðum líka litlu Hildi Rós sem er ekkert að skilja öll þessi læti en brosir bara út að eyrum og finnst við öll ferlega fyndinn....algjör snúlla.....
Við fórum svo í jólaheimsókn til Ausunnar minnar og Rúnars í gær og það ver alveg meiriháttar kósí....það er svooooo gaman að hafa þau á klakanum...setjum þau bara á HOLD og BÖNNUM ÞEIM AÐ FARA AFTUR TIL Þýska lýðveldisins....BITTE SCHÖN....
OG ÞANN ÞRÍTUGASTA des átti hún Nanna mín stóra sys afmæli og heldur það suður á Tenerife...stórt knús til þín elskan mín og GÓÐA SKEMMTUN þarna í sól og sælu í LANGTBURTISTANN.....lovjú!!!!
Sígú kíkti í gærkveldi en þar sem Katan var innlyksa heima hjá sér stormuðum við í Blesugrófina til að koma í veg fyrir að hún yrði einmana....he he..og líka af því okkur laaangaði að hitta hana sko...og hefðum getað kjaftað í ALLA nótt....sem tókst talsvert vel bara...
Í dag er svo HINN stóri dagurinn...gamla árið að kveðja og nýtt að heilsa....úff...það er ekki laust við að maður verði pínu kvíðinn...þetta ár sem nú er að kveðja var sko TÖFF...svo ekk sé meira sagt...hvernig verður það næsta???? Hvað bíður okkar á næstu mánuðum?....Veit það einhver??????
Við vitum allavega að Magginn þarf að fara í sjúkraþjálfum og jafnvel þarf að skrapa eitthvað af olnbogabeininu til að losa hann við verki....ojojoj...og svo er hann að fara í aðgerð á hné þann sautjánda jan...þá sjöundu í röðinni takk kærlega.... SÆLL...þurfum við að ræða það eitthvað...eða...????
Og HVAÐ svo.....??????
Best að taka bara fyrir einn dag í einu....skemmta sér í dag og skjóta upp einhverju af rakettum þrátt fyrir leiðinda veðurspá...iss...við skjótum þá bara meiru á morgun..ekki vandamálið....og svo sjáum við bara hvað setur....ekkert stress eða neitt þannig....
Maður verður bara að takast á við hlutina eins og þeoir koma af kúnni...með Pollýönnuglotti og bjartsýnisbliki í auga....thí hí....
Óska öllum GLEÐILEGS ÁRS og þakka skemmtilegar stundir á árinu sem nú er að líða...þær hafa nú verið margar og ég veit þær verða fleiri.....bæði í Mannheimum og Bloggheimum....
MUNA: Hugsaðu jákvæðar, hvetjandi og uppörvandi hugsanir og neikvæðu öflin munu fljótt hverfa á brott.
Stórt áramótaknúúús til allra!!!!
ELSKA YKKUR ENNÞÁ MEIRA!!!!!
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.