GLEÐILEG JÓL!

GLEÐILEG JÓL! 

Svo heillandi tími í hönd núna fer
þótt skammdegi umvefji dagana hér
Í myrkrinu kvikna svo ljós eitt og eitt
hve birtan frá þeim getur umhverfi breytt!
 

Húsin sem kúrðu hljóð, lifna nú öll
frá þeim berast söngvar og hlátranna sköll
Þar inni er verið að þrífa og þvo
Tandurhreint gera og skreyta allt svo.
 

Á götunum rauðklæddir karlar sjást nú
þótt sumir á þeim hafi misjafna trú
Til þeirra sem vita að þeir eru til
tipla með góðgæti, kerti og spil.
 

Iðandi mannlífið alls staðar er
að versla og útbúa jólin hjá sér.
Þótt stressið í loftinu liggi um stund
þá heilsast menn glaðlega, léttir í lund.
 

Er klukkurnar hringja inn hátíðarjól
hjörtu slá örar öll heimsins um ból.
Spennan og gleðin þá taka öll völd
 
Ógleymanlegt verður aðfangadagskvöld.
 

Svo leggst yfir friðsæl og stjörnubjört nótt
Seiðandi mögnuð og allt verður hljótt.
En englarnir verndandi vakta hvert ból
Gefa við eignumst öll gleðileg jól!
BH 2007.
   

Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband