....GLEÐILEGT NÝTT ÁR 2008!...

07. janúar 2008 klukkan 01:39                          Happy New Year            

                                  
Ji minn eini...það eru liðnir heilir SEX dagar af árinu án þess að maður hafi eiginlega tekið eftir því...spúkí.....
                          Sit Up
 
GLEÐILEGT ÁR annars og TAKK fyrir það gamla....


Í mínum huga er síðasta ár eiginlega bara þannig að ég er fegin að vera laus við það...thí hí...en samt er alltaf einhver nostalgía í gangi og á Gamlárskvöld fer hugurinn á þvílíka flakkið...maður verður eitthvað skrýtinn innan í sér (jæja..skrýtnARI) og fer að hugsa um allt sem hefur gengið á í lífinu á árinu sem er að fuðra upp í sprengjuregni....bæði gott og slæmt....
                        Step Aerobics
Flest er nú bara svona ágætt...gaman í vinnunni og margt afrekað þar...fjölskyldan bara í þokkalegri kantinum....ástin eins og hún á að vera.....heilsufarið svona bara alveg fínt og ágætt.... krakkaormarnir náttla bara ógó hressir og skemmtilegir með allri sinni gelgju og unglingaveiki..fullt af skemmtilegum föndurkvöldum...saumaklúbbskvöldum...vinkonukvöldum....tarrotkvöldum....kjaftakvöldum....skemmtikvöldum og alls konar kvöldum....fullt af frábærum fótboltaleikjum... göngutúrum... bíltúrum...ferðalögum og guð má vita hvað...og fullt af skemmtilegum stundum með tvíburakrúttunum okkar sem Doddinn og Arnan eru svo góð að lána okkur öðru hvoru....

 
En...við töpuðum líka þriggja ára málaferlum...töpuðum Ógeðshúsinu (hmmmm???) misstum undan okkur lappirnar og þurftum að stíga spor sem við hefðum kosið að þurfa ekki að stíga...Og við sáum á eftir dásamlegum englum sem urðu að hverfa héðan vegna veikinda sem enginn gat ráðið við að lækna...og það var erfiðast af öllu....
                          Barbell
 
En mótlætið þroskar mann, segir einhver mætur maður og við erum sko ekkert á því að vera að gefast upp neitt...förum bara inn í nýtt ár með brosið á fésinu og hjartað fullt af vonum um betri tíð með blóm í haga....
                          Eating Pizza
Og byrjunin er búin að vera alveg ágæt....við erum enn að japla á jólakrásum...sofa slatta...lesa helling...horfa á fullt af góðu sjónvarpsefni...knúsast mikið og svo erum við farin að vinna á fullu og krakkagormarnir byrja í skólanum á morgunn.... 

     
 
Magginn hamast á útsölunni allan daginn...alla daga vikunnar...selur og selur og skilur ekki hvaðan allt þetta fólk kemur sem er að versla ...hélt það hefði allt komið við í HT í desember....og auðvitað er gaman þegar nóg er að gera.....
                           
   
Aerobics   
Ég er búin að kíkja smá á útsölurnar en ekki hef ég nú verið að kaupa neitt...bara skoða og sjá hvað er á boðstólnum....hef nú ekki fallið fyrir neinu svo ég er bara góð sko....


 Í dag heyrði ég frétt sem rifjaði upp atvik sem átti sér stað fyrir sirka þremur árum síðan...í desember...viku fyrir jólin...
 
Fréttin var um mann sem datt á andlitið og slasaðist illa. Hann reyndi hvað eftir annað að ná athygli vegfarenda...rétt utan við Borgarnes...en það STOPPAÐI enginn í dágóðann tíma...Hugsa sér náungakærleikann...ertu að grínast!

                             Bouncy 4     
Í desember fyrir þremur árum gerðist það að strákormar úr Smáraskóla réðust á hóp af krökkum og átti ég þrjú barnanna í hópnum. Þau höfðu verið að renna sér í kirkjubrekkunni við Digraneskirkju en ákváðu að fara á bensínstöð við Smáralind til að láta pumpa í kútana eða snjóhringina sem þau voru að leika sér á.
Árásargaurarnir sigtuðu Elstamann út og eltu að Smáralindinni. Hann reyndi að hlaupa undan þeim en þeir náðu honum...fimm saman ...og tóku að sparka í hann og berja með klökum í höfuðið.
Hann gat ENGA björg sér veitt og mátti þola þessar barsmíðar dágóða stund. Loks tókst honum að komast undan og þeir eltu hann ekki. Hin í hópnum komu að honum og var hann þá mjög vankaður og skrýtinn. Þau reyndu að hjálpa honum heim en þegar þau komu að leikskólanum Smárahvammi gat hann ekki meira en datt í jörðina og var lamaður af höfuðverk og svima.Börnin reyndu að ná athygli vegfarenda en ALLIR sem komu til að SÆKJA börnin sín í leikskólann sögðust EKKI HAFA TÍMA...og að þau skyldu bara drífa sig með hann heim!!!! Loks náðu þau að fá lánaðan síma og hringdu í mig...

SEM BETUR FER var ég stödd í bíl með Elnu og við vorum ekki langt undan.
Við fórum strax á staðinn og sáum að það var eitthvað mikið að. Þar sem Kristján litli Elnusonur átti akkúrat að mæta í tíma hjá lækni í Glæsibæ ákváðum við að fá að smygla Elstamanni inn og láta líta á hann.Læknirinn var fljótur að sjá að það var eitthvað mikið að og sagði okkur að fara með hann beint á slysavarðstofuna. Magginn kom þangað líka og læknarnir settu drenginn strax í höfuðskanna  og sáu að það var mikil blæðing í höfðinu en SEM BETUR FER blæddi ekki inn á heilann. Og það er ekki þessum strákabjánum að þakka sem börðu hann svona illa.Höfuðið á Erlstamanni var ótrúlega skrýtið viðkomu í heilt ár á eftir...eins og það væri gel undir húðinni sem hægt var að hreyfa fram og tilbaka, alveg frá enni og aftur í hnakka....
  Wakka Wakka
Já, þetta fór mun betur en á horfðist en guð minn góður hvað ég er búin að vera BRJÁLUÐ út í allt þetta fullorðna fólk sem á sjálft börn en lætur ekki svo lítið að kíkja á krakkann svona til að tékka á hvort hann andaði eða eitthvað...NEI...fólk HAFÐI EKKI TÍMA....

Þetta varð auðvitað lögreglu og barnaverndarmál og gaurinn minn veit vel hverjir þarna voru að verki þó hann hafi elkki þekkt þá á þeim tíma....og hann passar sig sko að vera LAAAAngt frá þeim....

En...það alvarlegasta var að hann varð rosalega stressaður og hræddur í kjölfarið...og viðkvæmur....brást í grát upp úr þurru...og gat ekki sofið í nokkra sólarhringa...var alltaf að fá höfuðverkjaköst sem hann kallaði BYLGJUR...og svo varð hann allt í einu svo grimmur...eins og einhver annar persónuleiki.... grimmur og reiður strákur sem var alltaf hræddur og óöruggur og þar hefur líklega líka spilað inn í endurtekin upplifun á EINELTI sem hann varð fyrir og var oft laminn illa í nokkur ár...

                             Kid
En...guttinn minn er ákveðinn strákur og kann sko að fyrirgefa.
Hann er sem betur fer oftast léttur í skapi og þrátt fyrir erfitt tímabil náði hann að jafna sig og verða aftur glaður og kátur og blíður eins og hans karakter er og hann erfir hvorki þetta né neitt annað við neinn.....enda allir duglegir að ítreka við hann að þessi árás hafi af tilviljun beinst að honum og það hefði í raun getað verið hver sem er sem þeir lömdu í klessu þetta síðdegi....


NOTA BENE...er svo illa komið fyrir okkur að við HÖFUM EKKI TÍMA til að koma náunganum til hjálpar...stansa hjá slösuðum samferðamönnum og hlúa að þeim???? Hvar ER MISKUNNSAMI SAMVERJINN EIGINLEGA...HVAR ER NÁUNGAKÆRLEIKURINN OG UMHYGGJAN fyrir þeim sem þarfnast hjálpar í amstri hversdagsins?
                            Christmas Angel   
Við ættum að hugsa okkur vel um og skoða hlutina...GAMLI MAÐURINN hefði getað verið pabbi okkar eða afi...frændi eða nágranni.....Drengurinn minn hefði getað verið sonur ykkar... frændi eða sonur góðra vina...maður GETUR EKKI bara ætt frammhjá og látið eins og ekkert sé!!!!


Vá...ég finn ennþá nistandi sársaukann og reiðitilfinninguna þegar börnin mín sögðu mér grátandi frá því hvernig enginn vildi koma og hjálpa þeim..."Við spurðum ALLA sem komu en það sögðu ALLIR að þeir hefðu ekki tíma og við ættum bara að drífa okkur með hann heim til mömmu okkar"

TIL ALLRAR LUKKU komst gamli maðurinn í góðar hendur og sem betur fer fékk strákurinn minn þá hjálp sem þurfti....en það hefði getað orðið of seint....

Já, ein frétt getur aldeilis hreyft við manni og komið hugsununum í uppnám.....
                          Brushing
En...það er ný vinnuvika að sigla inn í sólarhringinn og því kannski best að fara að undirbúa það sem koma skal.... 

Verð samt að óska afmælisbörnum dagsins til hamingju með daginn.....en ANDRI sæti frændalingurinn minn er SEXTÁN í dag suður á Tenerife og ÁRNI ÞÓRÐUR frændakrútt er SJÖ ára..til hamingju elsku strákar!!!!

Og hún Guðrún mín Lilja átti líka afmæli um daginn...þann fjórða...en var LASIN á afmælisdaginn svo við eigum ennþá eftir að koma og éta kökurnar....TIL LUKKU DÚLLA!!!
Snow Day
 
MUNA: Ný tækifæri fást ekki aðeins í upphafi nýs árs heldur blasa þau við okkur á hverjum morgni þegar við vöknum.
Kisses
 
 LOVJÚ BEIBS!


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband