Bloggfærslur mánaðarins, júní 2008
...AF HRAKFALLABÁLKI OG HRIKALEGUM HÚMÖRISTUM....
26.6.2008 | 18:03
Ó mæ god...það er ekki lognmollunni fyrir að fara á þessum bæ...það er bara ekki VIÐ.....
Ekki það að lífið sé ekki að lulla sinn gang og svona...það vantar ekki...en innihaldsríkt er það....og oftast bara býsna skemmtilegt....með alvarlegu ívafi í bland...he he...
Hrakfallabálkur mánaðarins mun vera frumburðurinn og hjartaknúsarinn Elstimann...ta ra! Fyrir nokkrum dögum kom þessi ljúflingur heim með glott á fésinu og sagðist hafa dottið á strá...JÁ...á STRÁ...svona GRASSTRÁ....
Við náttla misstum okkur og hlógum eins og fífl....en hann sagði að þetta væri svo skrýtið...að þegar hann blési gegnum nefið...kæmi LOFT út um EYRAÐ....
Við hlógum ennþá meira...fannst þetta bara fyndið...og bentum á að þar sem hann hefði haft rör hér á sínum yngri árum þá væri ekkert vitlaust að hafa bara strá núna...ha ha ha....ýkt fyndin!!!
Nema hvað...gormurinn fór í sund daginn eftir....og kom heim með vatnssuð í eyra og vondan höfuðverk...svo pabbinn stormaði með hann á læknavaktina þar sem í ljós kom að stráið hafði gert gat á hljóðhimnuna...og í sundi komst vatnið greiðlega inn í eyrað og olli sýkingu og bólgum.....
Úbbs...hann þurfti pensilín og eyrnadropa...og fékk fyrirskipun um að halda sér rólegum.....
Jæja....við vorum pínu sneypt...en hverjum datt í hug að eitt STRÁ gæti valdið slíkum skaða?????
Gaurinn varð því að hanga heima og var frekar ósáttur við það...en maður deilir ekki við doktorinn....
En...þegar maður er byrjaður...þá er maður nú ekki tilbúinn að hætta.... Hann koom heim á Þriðjudag um kvöldmatarleytið......blóðugur og vankaður....og þá brá okkur...hlógum ekkert (???)....en sáum að gatið á hausnum á honum var það djúpt að það yrði nú ekki límt eins og við höfum stundum gert við litlar skrámur og rifur....
Svo pabbinn stormaði á slysavarðstofuna og þar fengu þeir feðgar að dúsa í fimm klukkustundir.....því guttinn var með heilahristing og læti...var settur í mónitor og sneiðmyndatökur...en sem betur fer var nú höfuðkúpan heil...og engin blæðing innvortis...
Hann var því sendur heim með fjögur spor í hausnum....og þá fyrirskipun að halda sig við rúmið næstu tvo til þrjá daga og fara mjög varlega....og það þurfti ekkert að segja honum það....hélt varla haus.....
En...þetta er að byrja að líta betur út...og það er aðeins að koma líf í andlitið á honum aftur.....
Það sem gerðist var að hann var á hlaupahjóli...keyrði í lausamöl og endastakkst í gangstéttarbrún.....ááái.... !
Vona samt að orðatiltækið allt er þegar þrennt er eigi ekki við hér...það er ekki sérlega spennandi fyrir hann að missa svona mikið úr vinnu....maður verður víst ekki ríkur á að liggja slasaður heima.....
Við hin erum spræk og hress og njótum sólarinnar og góðviðrisins í botn....
Minstan mætir með mér í leikskólann á morgnana og hjálpar þar til fyrir peninginn....er ótrúlega góð með litlu krílunum og þau elska hana ofurheitt...enda er hún líka svoooo mikil perla....
Hún er mjög virk og dugleg á deildinni og fer líka stundum í eldhúsið að hjálpa Kiddý....enda þær miklar vinkonur.....og svo finnst henni ekki leiðinlegt að spjalla við hana Þorbjörgu "ömmu"....enda þekkt hana í sjö ár eða svo....
Miðormurinn er MESTduglegur....sækir unglingavinnuna fjóra daga í viku og sjö tíma í senn og fer svo í Nóatún að afgreiða...bæði í Smáralind og Hamraborg....
Hann var samt frekar móðgaður þegar hann kom heim með uppsagnarbréf um daginn...sagðist ekki skilja af hverju alltaf væri verið að hrósa honum...og svo REKA ÞEIR MANN BARA!
Ég varð að útskýra fyrir honum að það er ekki það sama að vera sagt upp ásamt öllum hinum eða vera rekinn.....það á nebbla að loka Nóatúni í Smáralindinni....
Ussusussu...við fórum svooo illa með Miðorminn um daginn...og erum enn að hlæja að því...það var bara svo bilað fyndið....
Magginn..Gumminn...og ég vorum búin að sitja og horfa á leik í EM....og næsti dagskrárliður var afhending Grímunnar í Þjóðleikhúsinu... Við duttum inn í það og skemmtum okkur ágætlega....
Miðormurinn kom heim akkúrat þegar verið var að fara í gegnum Minningar um látna leikara...
Hann hlammaði sér niður hjá okkur og spurði á hvað við værum að horfa eiginlega...pínu hneykslaður....og pínu hissa.....???
Ég sagði að við værum að horfa á þátt þar sem verið væri að fara yfir alla þá sem hefðu dáið á Íslandi síðustu fjögur árin...
-Ha???? sagði hann og var mjög hissa en samt dálítið vantrúa í röddinni.....
-Já, það er alltaf þannig, að ef þrettándi júní kemur upp á föstudegi, þá er allra látinna íslendinga minnst...sagði ég og var voða alvarleg...
-Í alvöru????
-Aha...og núna er akkúrat hlaupár og þá er föstudagurinn þrettándi júní.
-Og verður þetta í allt kvöld eða...?
-Já...og ekki bara í kvöld...heldur ALLA helgina....sagði ég alvarlega....
-Er það pabbi????
-Já....það eru svo margir búnir að deyja síðastliðin fjögur ár...svo það þarf alveg heila helgi til að fara í gegnum þetta....
-Ihi....þið eruð að djóka...???
-Nei...þetta er alveg satt...sagði ég....og varð að pína mig til að fara ekki að skellihlæja...
-Neeeei....á öllum stöðvunum????
-Já....öllum....
-Það er ekkert í sjónvarpinu alla helgina nema þetta...bætti Gummi við....
-Þð eruð að grínast...þetta getur ekki verið...sagði Miðormurinn minn alvarlega og var ekki skemmt...
-Nei...við erum ekki að grínast...sjáðu bara...núna er verið að taka fyrir alla leikara sem hafa dáið...sagði ég...svo taka þeir líklega söngvara næst....(úff...ég var alveg að missa mig sko....)
-...já....þetta er allt flokkað niður eftir því hvað þú gerðir í lífinu....sagði Gumminn glottandi...
-Ég trúi ykkur ekki...þetta getur ekki verið....hvað með EM?
-Það verða engir leikir á meðan þessi dagskrá er...sagði Magginn... grafalvarlegur....
Elstimann og Minstan voru farin inn í herbergi í hláturskasti....
-Þið eruð að grínast!
Hann teygði sig í Dagskrána og fletti upp á þessum guðsvolaða föstudegi...
-Ihi...sko....hérna stendur klukkan ellefu....EM!!!..He he...!
-Já...sagði ég þá...EftirMinning...þetta heitir EftirMinning og er skammstafað EM.....
Miðormurinn starði á mig með opinn munninn...leit á pabba sinn og Gummann sem kinkuðu báðir samþykkjandi kolli.....
-Ég trúi ykkur ekki...þarf maður að horfa á þetta ALLA helgina á ÖLLUM stöðvum????
-Já...svona er þetta á fjögurra ára fresti...
Ég vildi ÓSKA að ég gæti sýnt ykkur andlitið á krakkanum...það var svo fullt af hryllingi...hneyksli...vantrú...samt vottaði fyrir virðingu og samúð.....
Við misstum okkur...héldum ekki feisinu lengur og biluðumst úr hlátri...ætluðum aldrei að geta hætt að hlæja...
-Ég vissi það...þetta gat bara ekki verið.....sagði hann og honum var greinilega mikið létt...
-En þú trúðir okkur samt...???
-Eh...jaaá....en samt....ég er svo fegin að þið voruð að ljúga....wów....ef þetta hefði verið svona alla helgina....
Æ...kallinn...illa farið með´ann.....
En svona erum við....illa innrætt og full af svörtum gálgahúmör....með horn og hala.....og þetta VAAAAR geggjað fyndið.....thí hí....ógó erfitt að sitja á halanum sko...
Jæja...sææææll...eigum við þá kannski að tala um súkkulaði????
30 ástæður fyrir því að súkkulaði er betra en kynlíf....úlla la...
- Þú getur fengið súkkulaði.
- "Ef þú elskar mig þá gleypirðu þetta" hefur raunverulega merkingu með súkkulaði.
- Súkkulaði fullnægir þó það sé orðið mjúkt.
- Þú getur hættulaust fengið þér súkkulaði meðan þú keyrir.
- Þú getur látið súkkulaði endast eins lengi og þú vilt.
- Þú getur fengið þér súkkulaði fyrir framan mömmu þína.
- Súkkulaði kvartar ekki þó þú bítir fast í hneturnar.
- Tvær manneskjur af sama kyni geta fengið sér súkkulaði saman án þess að vera kallaðar klúrum nöfnum.
- Orðið "skuldbinding" hræðir súkkulaði ekki í burtu.
- Þú getur fengið þér súkkulaði í vinnustólnum/við vinnuborðið á vinnutíma án þess að koma vinnufélögunum í uppnám.
- Þú getur boðið ókunnugum súkkulaði án þess að eiga það á hættu að vera sleginn utanundir.
- Þú færð ekki hár í munninn af súkkulaði.
- Með súkkulaði er engin þörf á að þykjast.
- Súkkulaði gerir þig ekki ólétta.
- Þú getur fengið þér súkkulaði á hvaða tíma mánaðarins sem er.
- Það er auðvelt að finna gott súkkulaði.
- Þú getur fengið þér eins margar tegundir af súkkulaði eins og þú ræður við.
- Þú ert aldrei of ungur eða of gamall til að fá þér súkkulaði.
- Þegar þú færð þér frábært súkkulaði þá heldur það ekki vöku fyrir nágrönnunum.
- Það er allt í lagi að borga fyrir súkkulaði.
- Súkkulaði lítur jafn vel út þegar þú ert edrú.
- Þú færð ekki vandræðalegar sýkingar af súkkulaði.
- Súkkulaði er sama þó þú sofnir strax eftir að þú hefur fengið þér það.
- Þú færð ekki á þig rasistastimpil þó þér finnist ljóst súkkulaði betra en dökkt.
- Fólk fer ekki hjá sér þó þú fáir þér súkkulaði á almannafæri.
- Þó þú fáir þér súkkulaði með félögum þínum er ekki litið á þig sem saurlífissegg.
- Súkkulaði getur ekki krafið þig um meðlag.
- Súkkulaði er sama hvorum megin þú sefur í rúminu.
- Þú ert ekki kölluð drusla þó þú hafir prófað margar tegundir af súkkulaði.
- Enginn slúðrar um með hverjum þú hefur borðað súkkulaði.
Einn góður:
Karlinn og sínöldrandi eiginkona hans, fóru í ferð til Jerúsalem.
Þar andaðist eiginkonan.
Útfararstjórinn bauð karlinum tvo kosti:
Það kostar 350.000 kr að senda hana heim og þá er athöfnin eftir,
en við getum grafið hana hér í Landinu helga fyrir 10.000 kr.
Karlinn velti þessu svolítið fyrir sér og sagðist svo vilja senda hana heim.
Af hverju ættir þú að sóa 350 þúsundum til þess að senda konuna heim.
Það væri bara indælt að henni væri búinn legstaður hér, auk þess sem
það kostar ekki nema 10 þúsund krónur.
Sá gamli svaraði:
"Fyrir löngu síðan lést hér maður, hann var grafinn hér,
en á þriðja degi þá reis hann upp frá dauðum.
Ég get bara ekki tekið þá áhættu."
Jebb jebb...bara EINN vinnudagur og svo SUMARFRÍÍÍÍ.....jibbí!!!!!
MUNA: VERÐSTRÍÐIÐ VIÐ OLÍUFÉLÖGIN TVÖ....ALLIR...!!!!
Hvatningarorð hressir sálina eins og svaladrykkur í steikjandi sólarhita.Ein getum við svo lítið en saman miklu meira!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:30 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (8)
.....JÁ...ÉG ER BÚIN AÐ KOMAST AÐ ÞESSU MEÐ HUNDINN....
20.6.2008 | 17:18
Ég var að komast að þessu með hundinn....ójá...og mér finnst það grafalvarlegt mál sko....því þetta snýst jú um framtíðina MÍNA...og annarra í sömu
sporum....Ég ætla að opinbera vanmátt minn....
Þegar ég kláraði Menntó var ég ekki alveg viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór....en frá blautu barnsbeini var þó alltaf planið að vinna eitthvað með börnum...klárlega...aldrei spurning....
Ég var bara níu ára þegar ég byrjaði að passa litla skottu sem var þá bara tveggja mánaða...þvílíka traustið sem borið var til mín!!!!
Ég var skæð í hverfinu...sat um fyrir öllum sem voru líklegir til að eiga börn...og bað um að fá að passa...já...notabene...þannig var þetta nú í þá daga....og ég ætlaðist aldrei til þess að fá peninga fyrir...því bónusinn var að FÁ að passa....
Og stundum varð ég að semja við vinkonur og litla bróa um að hjálpa mér smá...þá var ég kannski komin með þrjú eða fjögur börn til að gæta og vantaði einhvern til að ýta kerru eða vagni þar sem ég gat jú bara stjórnað einni í einu....þetta var hugsjón...og hún gaf mér endalaust mikið...
Ég var að spá í að verða ljósmóðir...og fór í Háskólann...varð samt að taka hjúkkuna fyrst í fjögur ár og svo kæmi ljósan í tvö....
Hugrakka ég....guggnaði svo á þessu námi þar sem ég prófaði að vinna á Lansanum...kannski ekki auðveldustu deildinni...var á Göngudeld krabbameinssjúklinga og felldi tár daglega vegna þessa ömurlega sjúkdóms....og svo fannst mér einhvern veginn ALLIR deyja....var niðurbrotin og skildi ekki af hverju læknarnir gátu ekki læknað þetta frábæra fólki...Og þegar ein af mínum bestu frænkum kvaddi þennan heim í janúar 1986...var minni allri lokið....brotnaði alveg og ákvað að hætta...Hjúkrun var ekki mín sterkasta hlið....
Ég skellti á eftir mér Háskólahurðinni og fór að vinna í litlum og krúttlegum leikskóla á meðan ég var að hugsa minn gang....
Og þarna fann ég mig....
Ég var í afleysingum í þessum skóla en var lokkuð burt í nýjan skóla sem átti að opna um vorið....
Ég var þar í fullu starfi þar til ég ákvað að skella mér í Fósturskólann, en til að missa ekki af neinu réði ég mig í hlutastöðu...kom og skilaði frá hálffjögur til hálfsjö....
Þetta var að sjálfsögðu Marbakkinn MINN besti og þarna er ég nú búin að vera meira og minna siðan...skrapp í ársleyfi til að prófa að búa úti á landi...ílentist í þrjú frábær ár á Dalvík...vann á Kríló krúttlega....og víkkaði svo sjóndeildarhringinn enn meira með því að flytja til Fredrikstad í Noregi og vera þar önnur þrjú....þar sem ég vann í tveimur skólum...Domkirken Menighetpleiers barnehage og Trollklubben barnehage....
Og Marbakkinn minn var svo eini skólinn sem kom til greina að vinna í þegar ég snéri hypjunum heim á ný....
Og nú fer ég að koma að þessu með hundinn....urr...
Hjá Kópavogsbæ hef ég sem sagt unnið meira og minna í 17.ár....þannig að auk þessara 6.ára sem ég starfaði utan bæjarins er ég búin að vera í þessu starfi samtals í 23. ár...(ekki halda samt að ég sé eitthvað gömul sko...ég er ekki deginum eldri en skapið í mér segir hverju sinni)
Sem fagaðili er ég sem sagt með 17.ár að baki....og þá mætti nú ætla að LAUNIN MÍN ættu að vera orðin nokkuð góð bara....
Já...LAUNIN...það segja margir:Þú valdir þetta....og ég skorast ekkert undan því...langt í frá...en ég var ein af öllum hinum sem TRÚÐI því að EFTIR sautján ár yrðu nú miklar breytingar búnar að eiga sér stað í þessu íslenska þjóðfélagi okkar og ég hafði ekki minnstu áhyggjur af því að ég myndi eiga í vandræðum með að lifa af þessum launum í framtíðinni .....
THAT WAS THEN...THIS IS NOW.....
Ég hef hins vegar alltaf haldið að með því að vera dugleg að sækja námskeið og ráðstefnur...passa að staðna ekki....fara í námsferðir til landa sem hafa verið að starfa á svipuðum nótum til að sækja hugmyndir og meiri þekkingu..og vera virk í starfinu...ÞÁ myndi ég uppskera það erfiði með því að hækka um nokkra launaflokka svona inn á milli.....og ná þannig að þvinga launin aðeins upp á við...
EN...VITIÐI HVAÐ!!!!!
ÉG ER ORÐIN SVOOOO GÖMUL SAMKVÆMT KJARASAMNINGUM KENNARA...AÐ ÉG GET EKKI HÆKKAÐ MEIRA!!!!!
GAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGH!!!
Já...sæll...ég er komin í hæsta flokk og hæsta þrep sem deildarstjóri með sautján ára starfsreynslu getur komist í!!!!
Er þetta heiðarlegt???Siðferðislega rétt???Eðlilegt????
Djöfull varð ég fúl...segji það og skrifa....og er enn....því EKKI einu sinni ímynda ykkur að ég sé að tala um einhverja fúlgu hérna....ég er að tala um að NÁ EKKI þrjúhundruðkallinum einu sinni....
Það er sama hversu vel ég sinni símenntun og gæti þess að innleiða nýjar stefnur og strauma inn í skólann minn...ég FÆ EKKERT fyrir það annað en ánægjuna....
Hvað get ég keypt marga lítra af mjólk fyrir hana????
Ég er EKKI tilbúin að fara af stað í rándýrt framhaldsnám til að fá einhverjar aukakrónur...ég er EKKI á þeim buxunum að fara að vinna annarsstaðar og taka að mér aðstoðarstjórahlutverk eða leikskólastjóra....ÉG VIL vinna í mínum skóla og halda utan um MÍNA deild....
Það er ekki verið að meta stöðugleika eða trúfestu hér...ónei...hér eru það bara skýr skilaboð:...ekki stoppa of lengi sem kennari eða deildarstjóri...heldur endilega fara í framhaldsnám...sem skilar svo kennurunum ekki inn í skólana aftur heldur leita þeir á annan vettvang...þar sem þeir fá sína menntun metna....enda geta ekki allir verið stjórar.....eða yfirmenn....
EKKI misskilja mig...ég hef ekkert á móti menntun...en ég VEIT hversu mikilvægt er að hafa stöðugleika í starfsmannahaldinu....ég sem deildarstjóri stend frammmi fyrir því árlega að vanta tvo til þrjá starfsmenn á mína deild....fá svo kornungar stelpur inn...sem eru bara svona að spá í hvaða stefnu þær eiga að taka í lífinu....þjálfa þær og kenna þeim í nokkrar vikur..mánuði eða jafnvel heilt ár...og svo eru þær farnar...
Og þar sem ég hef alltaf verið heppin með stelpur...stend ég eftir með tárin í augunum....sakna þeirra svooooo mikið...reyni að gleðjast yfir að þær ætli að halda skólagöngunni áfram...og svo tekur við óvissan um starfið næsta vetur...
Hvers konar starfsmi yrði ef það vantaði deildarstjóra annað hvert ár? Hvers konar starf er hægt að byggja upp þegar enginn hefur reynsluna...og getur miðlað sinni þekkingu til nýja fólksins....barnanna og foreldranna?Hvers konar þróun yrði í starfinu þá????Hvar stæðu leikskólarnir ef ALLIR stoppuðu stutt við...????
ÉG VALDI þetta starf....varði þremur árum í þessa menntun....og mun ALDREI sjá eftir því....það er ekki til betra eða skemmtilegra starf....En ég TRÚÐI alltaf að einn daginn myndu ráðamenn íslensku þjóðarinnar skilja mikilvægi starfsins....og meta það að verðleikum.....
Hvað ef ENGINN leikskólakennari myndi mæta til vinnu einn daginn? Hvað myndi það kosta þetta þjóðarbú okkar mikið?Það myndi ansi margt lamast á þessum klaka ef foreldrarnir hefðu ekki leikskólana til að annast um börnin þeirra....í öruggu og traustu umhverfi...Hvað myndi þá gerast????
Já...það er þetta með bölvaðan hundinn...þarna lá hann nebbla grafinn....
EINA VON MÍN ER að næstu kjarasamningar verði OFURgóðir.....því ég lifi tæplea á þessari hýru sem ég hef í dag....og MIG LANGAR EKKERT að vinna við neitt annað!!!!
En ég spyr mig...HVAÐA stefnu á ég að taka í lífinu ef þessi laun fara ekki að verða boðleg fólki?
Ef ég get ekki klifrað hærra í launastiganum hef ég ekki mikið að keppa að í framtíðinni...það er alveg klárt....
HVAÐ FINNST YKKUR sem þetta lesið????
Ég VERÐ að fá komment....er þetta rétt þróun í launamálum????Er þetta kannski eitthvað sem allar stéttir standa frammi fyrir????
AAAARRRRGGGGHHH....!!!!!!!
MUNA: Peningar eru félagsverur ef þú hefur einn í vasanum þá koma fleiri .WHAT?????
Bloggar | Breytt s.d. kl. 17:47 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
.....BÚN´AÐ VER´Í ÞESSUM BRANSA Í SAUTJÁN ÁR....
16.6.2008 | 01:45
Dagur að kveldi kominn og allir mínir komnir í hús....ilmandi nóttin að læðast aftan að okkur og bráðum verða allir komnir í draumalandið góða með honum Óla Lokbrá....
Helgin búin að þjóta hjá með öllum sínum ævintýrum og Trönuhjallatöffarar nokkuð sáttir bara....
Strákarnir fóru að heiman klukkan sjö í gærmorgun...þá mætti nebbla Doddinn á afataxa...búinn að keyra þá nótt og á leið í VeraHvergi....þangað sem peyjarnir áttu heimboð í Lyngheiðina...og Aroninn beið þeirra hress og sprækur....nú...og tvíburakrúttin að sjálfsögðu líka....
Það var sól og hiti og því var að sjálfsögðu stormað í fossin góða og stokkið fyrir peninginn...ALLAN daginn....
Eins gott að ég vissi minnst af því...með mína lífhræðslu....en þeir skemmtu sér auðvitað konunglega....enda strákar.....
Magginn og ég dunduðum hér heima ásamt Minnstunni.....kíktum svo til mömmsunnar og pabbalingsins þar sem tölvumálum var kippt í liðinn....tjattað og kjamsað á kökum og gúmmulaði...
Kristín kom svo í strætó og sótti Minnstuna...þær tjilluðu heima smá stund en vildu svo fara í Reykásinn á trampólínuna og það mátti ekki keyra þær...í strætó skyldu þær fara....
Og þá sátum við eftir ein og barnlaus...hjónakornin....en létum við okkur leiðast?....ónei...það kunnum við sko ekki......
Við ákváðum að fagna sautján ára brúðkaupsdeginum...fimmtánda júní...og grilluðum okkur gómsætt kjöt og opnuðum rauðvín....slurpi slurp!!!!
Ég rifjaði upp gamla skátaandann og setti súkkulaði inn í banana...en Magginn var aldrei skáti og kann því ekki gott að éta...nei ég meina meta....
Eftir matinn fórum við svo í göngutúr um dalinn og horfðum á sólsetrið...rómó....með hundspottið náttla....og það var svo geggjað veður að við tímdum varla að fara inn....
Höfðum það svo bara ógó kósí...hlustuðum á tónlist og átum kex og osta....og nutum þess að vera í rólegheitunum....bara tvö......
Hugsa sér....SAUTJÁN ÁR....sem hafa liðið svo ótrúlega hratt.....og gefið okkur svo mikið...
Fyrir sutján árum áttum við litla íbúð á Holtsgötunni í Hafnarfirði...ég...hinn mikli Kópavogsbúi...lét mig hafa það að flytja úr vöggu barna og blóma....allt fyrir ástina sko...og við höfðumþað ógó kósí þarna í gamla Suðurbænum....
Ég kláraði skólann þetta vor....útskrifaðist sem fóstra...en vinn sem leikskólakennari...og við áttum hana Píli pínu...litla hundastelpu sem við dýrkuðum....
Og við trúðum á lífið....draumana og það allt...en óraði aldrei fyrir öllu sem átti eftir að lita líf okkar....
Við giftum okkur í Kópavogskirkju...biskupinn gaf okkur saman...ég valdi sko kirkjuna en Magginn prestinn...og séra Ólafur Skúlason var hans prestur...en frændlingurinn minn...hann séra Árni....var ekki með í partýinu að þessu sinni....
Jónas Þórir...okkar góði vinur...sá um tónlistina og hún Anna Pálína söng eins og engill...um Rósina..."ást er líkt, við á í vexti..."og tárin streymdu.....
Karl Ágúst lánaði okkur texta úr Phantum of the Opera....texta sem hann samdi til sinnar konu....og Anna Pálína og ungur söngmaður úr söngskólanum sungu eins og englar...og gerðu þessa stund ógleymanlega....
Bryndísin mín var brúðarmeyja og Torfinn minn hringaberi....og þessi dagur var eitt allsherjar ævintýri....sem enginn gleymir....
Veislan var haldin í Costa Del Melgerði fjórtán....æskuheimili mínu...í tuttuguogsjö stiga hita og glampandi sól.....
Það voru borð og stólar um allan garð og stemman meiriháttar.....
Það var ekki hægt að biðja um betri dag.....og hann gaf fyrirheit um fallega og bjarta framtíð.....
Um kvöldið...áður en við fórum heim í drekkhlaðna íbúð af gjöfum....renndum við við á spítalanum hjá móðurömmunni minni...sem var veik af krabbameini...og hún varð svo glöð að fá að sjá okkur og knúsa....og taka þannig pínu þátt í deginum okkar stóra....og við kíktum líka á föðurömmuna sem lá líka á spítala...og gáfum henni líka part af deginum.....
Þegar við komum heim biðu nágrannar með gjafir...glös og kampavín...og það var bara flottast....Við skáluðum og svo fórum við að kíkja á gjafir og kort...en vorum svo þreytt að við ákváðum að geyma retina til morguns.....
Um áttaleytið hrukkum við upp við bjölluna...fórum til dyra...en þar var enginn...
Hinms vegar beið ar karfa með nýbökuðu brauði...rúnstykkjum..... sultu...ostum...kexi...súkkulaði og kampavíni....
Ég fattaði strax að þarna væru elskulegar vinkonur mínar með smá grallaraskap.....
Við settum körfuna inn í eldhús....og fórum bara aftur að sofa.....en nutum góðgerðanna síðar um morguninn.....
Í minningunni er þetta fallegasti dagur sem við höfum upplifað...fullur af sól og kærleik....ást og vináttu.....dásamlegum ættingjum og yndislegum
vinum....og við orðin hjón....
Váááá hvað við vorum hamingjusöm...og það erum við svo sannarlega enn....
Kannski hefði það skyggt örlítið á þennan bjarta og fallega dag ef við hefðum haft minnsta grun um það sm lífið ætlaði að bjóða okkur...en sem betur fer höfðum við ekki grun....og hlökkuðum ósvikið til framtíðarinnar.....
Og guð min góður...það er ekki eins og allt hafi verið alslæmt...ónei...þótt blásið hafi hressilega á móti...þá eru góðu hlutirnir svoooo margir.....bæta upp mótlætið....og við erum bara sátt....
Elstimann fæddist rétt tæplega níu mánuðum eftir brúðkaupið...úllala....ég gekk sko með hann framyfir....og þó það hafi tekið laaaaangan tíma að koma honum í heiminn...og hann hafið bjargað lífi sínu með því að taka bara fylgjuna með sér í heiminn....þá var þetta einn af fallegu dögunum....og hamingjuríkustu....
Miðormurinn kom átján mánuðum seinna...og það gekk miklu betur að koma honum í heiminn.....þvílík gleði sem við upplifðum þá....
Minnstan kom svo tuttugu mánuðum seinna....he he....lítið ljón með stórt skap....og enn einn gleðidagurinn varð okkar.....
Já...hlutirnir gerast hratt á sumum bæjum...en að eru sko ekki til neinar tilviljanir...og ef ég hefði eitthvað verið að bíða....og láta tímann líða....er ekki víst að ég ætti þrjú börn í dag...þannig er það bara....
En þessi þrjú...ætluðu til okkar...og fyrir það getum við aldrei þakkað nógsamlega...og ef fólk er að pæla í hversu stutt er á milli þeirra...þá mæli ég með þessu fyrirkomulagi...þetta er mjög þægilegt og skemmtilegt....
Við erum búin með ungbarnatímabilið... smábarnatímabilið.... leikskólatímabilið.....litlukrakkatímabilið....yngstastigstímabilið...
miðstigstímailið...og erum stödd á miðju unglingastigstímabili...allt mjög lærdómsríkt og krefjandi....en ótrúlega skemmtilegt og gefandi....eitthvað sem við hefðum aldrei viljað missa af....
Hvað er hægt að biðja um meira?????
Og ef mig langar inn á einhver af liðnum tímabilum...fæ ég bara lánuð börn....ekki málið....fyrir utan að vinna með þau átta til níu tíma á dag...sko þessi á smábarnatímabilsaldrinum....úff...það er svoooo gaman....!
Sautján ævintýraleg og mögnuð ár... og vonandi áttatíu í viðbót.... allavega....
Skál fyrir því!!!!!
Í dag var svo brennt af stað eftir hádegi að sækja Minnstuna og beint upp í keiluhöll í rútuna sem flutti okkur upp á Skaga....Það var nebbla leikur...Valur ÍA.....Leikurinn var svosem allt í lagi...en úrslitin ekki sérlega spennó...markalaust jafntefli...Ekki alveg að gera sig...EN...þetta kemur....
Mikið ótrúlega er mig farið að lengja eftir því að komast í sumarfrí...ohhh...það eru níu vinnudagar eftir.....verður bara meiriháttar....slappa af....gera allt og ekkert...mála...skrifa...tjilla...fara í útilegur....spila kubbið okkar góða...lesa...og vera frjáls og engum háður... þannig lagað....
Strákarnir eru reyndar að vinna júní og júlí í unglingavinnunni...en þeir vinna ekki á föstudögum svo við gætum skotist út úr bænum þá....og svo má nú alltaf taka sér einn og einn dag frí....
Frí...frí....frí....ég hlakka svoooo til!!!!! og svo eru náttla snillar sem hafa verið svo hugulsamir að tska saman viðráðanlegan bókalista í sumrbústaðinn tjaldið eða á pallinn....stuttar bækur, skiluru ..
LISTI YFIR STUTTAR OG AUÐLESNAR BÆKUR:
- Fölskvalaus iðrun - eftir Árna Johnsen
- Stjórnmálaflokkar sem ég á eftir að prófa - eftir Kristin H. Gunnarsson
- Tískuhandbók tölvunarfræðingsins
- Framfarir í mannréttindamálum í Kína
- Hlutir sem ég hef ekki efni á - eftir Björgúlf Thor Björgúlfsson
- Villtu árin - eftir Geir H. Haarde
- Hvernig halda skal formannssæti - Össur Skarphéðinsson
- Félagatal Framsóknarflokksins
- Kúnstin að vera krúttlegur - eftir Gunnar Birgisson
- Vinsælustu lögfræðingar landsins
- Hvernig á að bjóða útlendinga velkomna - eftir Jón Magnússon
- Úr fréttum inn á þing - eftir Ómar Ragnarsson
- Hafarnaruppskriftir - Náttúruverndarsamtök Íslands
- Þingmannsárin - eftir Jón Sigurðsson
- Það sem mér líkar vel í fari framsóknarmanna - eftir Steingrím J. Sigfússon
- Die Hard, the true story - eftir Björn Bjarnason
- History of the Icelandic Security Forces 2008-, - eftir Björn Bjarnason
- Svepparæktun eftir Steingrímur J Sigfússon
- Brunavarnir á heimilum - eftir Guðlaug Þór Þórðarson.
- Bændur munu berjast - Framsóknarflokkurinn
- Fjölskyldufriður - eftir Ingibjörgu Sólrúnu Gísladóttur og Össur Skarphéðinsson
- Draugagangur í Stjórnsýslunni- eftir Geir Haarde
- Sleggjukast fyrir byrjendur - eftir Kristinn H Gunnarsson
- Stýrivextir I og II - eftir Davíð Oddson
- Byggðarstofnun í nútíð og fortíð - eftir Kristinn H Gunnarsson
- Enska fyrir byrjendur Utanríkisráðuneytið
Með þetta safn ætti manni nú ekki að leiðast í fríinu ..eins og einhver hætta sé á því .he he ..
Það er reyndar mitt stærsta vandamál í lífinu að komast yfir allt sem ég ætla og mig langar að gera .tíminn virðist alltaf vera á hraðferð og skilur mig eftir í bullandi tímaskorti .en ég er að reyna að vera skipulögð og komast yfir sem mest á sem minnstum tíma .reyni að nýta sólarhringinn eins ítarlega og ég get hmmmm ..kannski mín heppni að litlu krúttin í leikskólanum sofa brot úr degi
En núna er tími til að tjilla og skemmta sér sumarið er jú TÍMINN eða það segir Bubbi kallinn, einn vinsælasti tónlistarflytjandi landsins og líklega sá tekjuhæsti ..
Ég er eitthvað alveg að rugla hérna .held mig bara á þeirri línu .
Segi ykkur raunir konu sem ætlaði að skella sér í vax... Þið eruð ekkert viðkvæm...er það nokkuð?????
Ég raka venjulegast á mér lappirnar því ég er bara of nísk til að fara reglulega í vax til að ráða við þennan frumskóg á löppunum á mér. Síðan fór ég í Hagkaup um helgina og sá eitthvað rosalega sniðugt vax, auðvelt í notkun, sársaukalaust og það besta að maður á að vera laus við hárin í 4-5 vikur..... og það var á tilboði! Þannig að ég skellti mér á það.
Ég svæfði börnin og fór síðan inn á bað til að byrja hreingerninguna, ætlunin var nefnilega að koma kallinum á óvart þegar hann kæmi heim úr ferðalaginu seinna um kvöldið. Ég tók vaxið upp úr kassanum, þetta var svona kaldir vaxrenningar sem átti að nudda á milli handanna til að hita áður en þeir væru settir á hárugu svæðin. Ég byrjaði að nudda renningana en sá fram á að það myndi taka alltof langan tíma og fékk því snilldarhugmynd.
Ég lagði þá bara á borðið við hliðina á vaskinum, náði í hárblásarann, setti hann í botn og var nákvæmlega enga stund að hita þá. Síðan setti ég þá á leggina á mér og....... þetta var.... heitt og alls. Ekki sársaukalaust!
En ég viðurkenni þó að ég átti von á meiri sársauka, kona sem hefur gengist undir tvennar deyfilausar fæðingar og rúmlega 30 spor í hvort sinn, þolir nú alveg að 100+ hár séu rifin upp með rótum með einum vaxstrimli. Þannig að ég hélt áfram, kláraði lappirnar og eina rauðvínsflösku í leiðinni.
Þá fékk ég aðra brilljant hugmynd, ákvað að koma kallinum virkilega á óvart og leyfa honum að kíkja á eina sköllótta, það myndi án efa leiða til ýmissa skemmtilegra "æfinga". Þannig að ég athugaði með börnin, þau voru enn sofandi, náði mér í aðra rauðvínsflösku, hitaði vaxrenning, setti annan fótinn upp á klósettið og skellti renningnum í klofið..... og reif af. Ó MÆ GOD!!! Ó JESÚS KRISTUR!!! ÉG SÉ EKKERT, ÉG ER BLIND, ÞVÍLÍKUR SÁRSAUKI!!!
Ég var blinduð af sársauka, sló niður hárblásarann og rauðvínsflöskuna áður en ég náði andanum aftur. Ég hélt ég hefði gelt sjálfa mig með því að rífa af mér hálfa píkuna! Ég þakkaði allavega fyrir að miðað við sársaukann þá gat ekki verið eitt stingandi strá eftir.
Ég leit á vaxrenninginn. FUCK! FUCK, SHIT, FUCK! Hann. var. tómur. Ekki eitt einasta hár á renningnum.... og ekki neitt vax heldur! HVAR VAR VAXIÐ??? Ég leit hægt niður, hrædd við sjónina sem beið mín..... allt vaxið af renningnum var í klofinu á mér.
Ég leit til himins. WHY? Og gjörsamlega miður mín tók ég fótinn niður af klósettinu! Mistök! ÞVÍLÍK MISTÖK! Ég gjörsamlega heyrði píkuna og rasskinnarnar límast saman!
Ég gekk um baðherbergisgólfið algjörlega í rusli og og hugsaði hvað til bragðs skyldi taka. Hvernig get ég losnað við vaxið? Ég prófaði að toga það af með puttunum. Ekki góð hugmynd. Ég yrði að láta það leysast upp, bræða það á einhvern máta. Hvað bræðir vax? Mér varð litið á hárblásarann en hvarf strax frá þeirri hugmynd þar sem mig langaði ekki til að útskýra brunasárin á brunadeildinni niður á Borgarspítala. Vatn! Vatn bræðir vax.
Ég lét vatn renna í baðið, svo heitt að Saddam Hussein hefði kosið að nota það til að pynda óvini sína, ég aftur á móti dró andann djúpt, gekkst undir pyntingar sjálfviljug og settist í baðkarið.
Ég komst að nokkru sem ég hafði ekki vitað áður. Vatn bræðir ekki vax!
Neibb, 60 gráðu heitt vatn bræðir ekki vax, aftur á móti var ég nú límd föst við baðbotninn! Heilinn fór í óverdræv, hvernig gat ég bjargað mér úr þessari klípu? Eftir ýmsar tilraunir sem allar mislukkuðust, náði ég í Lady rakvélina mína og ákvað að skafa vaxið af! Ef ykkur langar til að vita hvernig það var legg ég til að þið rakið ykkur með ársgamalli vel notaðri rakvél, notið ekki vatn né nokkurs konar sápu. Þá komist þið nálægt því!
Ég var að reyna að skafa vaxið af þegar ég kom loksins auga á bjargvættinn minn. Hallelújah, Praise the Lord. Það fylgdi nefnilega með í pakkanum svona vax remover. Ég hafði bara ekki tekið eftir því fyrr. Ég flýtti mér að ná í bómull, hella slatta í og nudda yfir vaxið. ÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁÁ! Klofið á mér brann! Það var eins og ég hefði hellt yfir það bensíni og kveikt í! En mér var sama því helvítis draslið virkaði. Því þoldi ég sársauka sem yfirgnæfði allan þann sársauka sem ég hafði upplifað við fæðingarnar og gerði mig 150% tilbúna í 10 fæðingar í viðbót.
Þegar ég var búin að hreinsa allt vaxið af skoðaði ég djásnið. Þrátt fyrir öll ósköpin hafði ekki. eitt. einasta. hár. horfið! Ekki. eitt. einasta!!!
Þegar maðurinn kom heim var ég búin að víggirða minn helming af rúminu.....
Ha ha ha!!!!
Jæja...ný vika komin í gang...sautjándinn á Hriðjudaginn og vonandi meiri sól og hiti til að kæta okkur klakabúa......
Farið glöð og kát inn í vikuna og njótið þess að sumarið er bara rétt að byrja!!!!
MUNA: Sigurvegarar í lífsins leik eru ekki þeir sem aldrei hafa misstigið sig í lífinu heldur þeir sem hafa aftur og aftur misstigið sig en aldrei gefist upp.
Sigurvegarar öðlast þroska við hver mistök og sjá þau eins og áfanga á leið til sigurs. - Að fyrirgefa er eins og að gefa fanga frelsi og uppgötva að fanginn ert þú sjálfur -
Lovjú til tunglsins og aftur heim .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 02:19 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
...ÉG ER SVOOOO STOLT....
10.6.2008 | 22:18
Vá hvað það er búið að vera flott veður hérna á klakanum undanfarna daga....sól og hiti fyrir peninginn...og börnin alsæl í útiverunni...
Þarf húfu?...nei nei...jess...við meigum vera úti á hárinu....!!!! Við erum í góðum gír hérna...Trönuhjallatöffararnir...skólinn búinn og Elstimann útskrifaður með stæl úr tíunda bekk.....
Að hugsa sér...litli kallinn minn er búinn með grunnskólann og sest á skólabekk i Menntaskóla í haust að öllu óbreyttu....
Ég gleymi aldrei tilfinningunni þegar ég fylgdi honum í skólann fyrsta daginn....sex ára gömlum pjakki....ég var gjörsamlega að springa úr stolti....litla barnið mitt að verða skólastrákur....hann svo spenntur og áhugasamur....farinn að lesa og skrifa svolítið...hafði gífurlegt hugmyndaflug og talaði íslensku...norsku...svolitla sænsku og töluvert í ensku....
Hann byrjaði skólagönguna í Kjölberg skole í Borge kommune í Fredrikstad.Hann var í fyrsta árgangi sem fór í sex ára bekk þar í landi...og þótti morsurunum þessi breyting afar stór og mikil og höfðu stórar áhyggjur af litlu börnunum sem nú skyldu verða förste klasse óg fara í skólann...yfirgefa leikskólann sem áður sá um forskolen fyrir sex ára krúttin.....
Og skólarnir í landinu ríka undirbjuggu komu þessa yngsta skólafólks mjög vel og mergir skólar byggðu við...sér hús fyrir litlu grislingana...því þau áttu bæði að geta verið þarna í kennslu og í gæslu eftir skóla....
Bekkurinn hét 1klasse...Blo gruppe...eða Blái hópur...og kennararnir voru tveir...Ingvild grunnskólakennari og Beinta leikskólakennari...og svo voru tveir skólaliðar og einn túlkur sem fylgdi barni frá Pakistan....allt voða vel mannað og allt pottþétt... Skólinn var rosalega vel skipulagður og mannaður og þrátt fyrir að vera stór og fjölmennur á íslenskan mælikvarða gekk skólastjórinn um leikvöll og ganga og heilsaði öllum með nafni...börnum...foreldrum...kennurum og starfsfólki... ótrúlega flottur gaur þar....
Elstimann blátt áfram ELSKAÐI að fara í skólann....og var mjög námsfús...Hann átti líka til að vera óttalegur grallari...trúður...og fannnst gaman að láta bekkjarfélagana hlæja...en það var alltaf á góðu nótunum og kennurunum fannst þessi gormur ógó skemmtilegur.... Fyrsta árið í skólanum var ótrúlega spennandi og skemmtilegt og uppfullt af frábærum upplifunum.....
Olveusaráætlunin var í hávegum höfð þar sem þess er vandlega gætt að ENGINN sé lagður í einelti....stóru krakkarnir gættu litlu krakkanna .... hvert barn átti sinnfedder eða vin í eldri bekkjunum sem sá um að þeim liði vel í skólanum...léku við í frímínútum og komu í heimsókn heim til að kynnast vinuum sínum betur....tengjast og byggja upp virðingu og traust....
Eftir skóla var svo fritidshjem og þá mátti leika sér eins og enginn væri morgundagurinn...fullt af krökkum og allir vinir.....
Þetta ár var alveg meiriháttar gott og guttinn blómstraði....var alveg að fíla að vea skólastrákur.....og svo varð hann 2.klasserer....og blo gruppe varð 2 klasse A.Elstimann elskaði að fara í skólann...átti fullt af vinum og átti líka frænda sem kom og kenndi íslensku börnunum íslensku einu sinni í viku...ekki leiðinlegt það....
Ekki spillti fyrir að Miðormurinn byrjaði í 1-klasse...grönn gruppe....og þeir bræður undu sér mjööög vel þarna.....nutu þess að vera litlir íslendingar í norskum skóla þar sem þeir voru jafningjar allra hinna barnanna....léku og lærðu...spiluðu á Marimba og Mbra...og fræddust um alls konar lönd og þjóðir...menningu og trúarhópa....sáu engan mun á svörtum og hvítum...gulum eða brúnum....því það voru allir jafnir þarna....
Við fluttum heim til Íslands um aldamótin....leigðum hús í Hafnarfirði meðan við vorum að selja úti og klára að ganga frá öllu þar....og þeir bræður fóru í Lækjarskóla....Það var mikil breyting...en samt ekki slæm....og Elstimann eignaðist mjög góða vini strax.....en saknaði sárlega félaganna í Noregi.... Við ákváðum að reyna að festa okkur húsnæði í Hafnarfirði en fengum ekki í Lækjarskólahverfinu. Elstimann fór því í þriðja bekk i Engidalsskóla.
Það er það allra allra versta sem komið hefur fyrir í lífi þessa drengs....
Við foreldrarnir...græningjar dauðans...héldum að allt væri í sóma....að pottormurinn væri ánægður og að allt væri eins og það átti að vera....héldum að hann ætti vini í bekknum og fannst ekkert athugavert að hann sækti í að fara að hitta vinina úr Lækjarskóla....
Svo eitt kvöldið...var guttinn að fara að sofa....en rak höfuðið í rúmbríkina og það brast stífla....táraflóðið og ekkasogin...guð minn góður.... Við áttuðum okkur strax á að gráturinn sem þarna fékk loks útrás tengdist þessum skelli ekkert....enda vinurinn vanur að harka af sér þegar eitthvað smáræði henti...en þennan grát munum við alltaf.....
Og við...foreldrarnir...fengum að heyra hvað hafði gengið á síðustu vikur.....og ég er að segja ykkur það...við vorum mjög sjokkeruð....og áttum bágt með að grenja ekki bara með guttanum okkar sem var búinn að þurfa að þola ótrúlega margt á skólalóðinni við Engidalsskóla....
Þetta var mjöööög erfitt kvöld og við vorum algerlega að tapa okkur. Og okkur þótti við bregðast Elstamanni....ásökuðum okkur endalaust....af hverju sáum við ekki merkin...hvers konar foreldrar vorum við??????
Þetta sem þarna var að gerast var ekkert skylt stríðni, þetta var pjúra einelti, þar sem pjakkurinn var gjörsamlega tekinn og laminn, barinn og honum hent um hraunið svo oft stórsá á honum. Hann hins vegar....sagði okkur aldrei neitt....sagðist hafa dottið og meitt sig og svoleiðis...kom heim með blóðnasir og tár í augum og sagðist hafa rekið sig á og sv.framvegis.....vildi semsagt, vildi hlífa mömmu og pabba. Okkur þótti þetta oft skrýtið....við vorum oft að furða okkur á ýmsum hlutum...en höfðum engan grun um hversu alvarlegir hlutirir voru.....
Næsta dag talaði ég við kennarnann. Hann kannaðist ekki við neitt. Sagði bara, að það hefði ALDREI verið einelti í þessum skóla og þess vegna þyrfti ekki eineltisteymi eða neitt slíkt.
Þær í gæslunni höfðu aðra sögu að segja. Þær vissu betur. Ein leikskólakennaranna hafði tekið eftir skrýtinni hegðun stráksa og farið að fylgjast með honum. Hún sá að hann var hræddur. Hann laumaðist um gangana, kíkti út um gluggana og þegar honum þótti leiðin fær, skaust hann út um hurðina og tók strikið heim. En það var setið fyrir honum og hann fékk vænt högg á andlitið og spark í sköflunginn.Hún náði ekki gerandanum.
Skólastjórinn hringdi í mig og sagði að best væri fyrir alla AÐ SETJA BARA DRENGINN MINN Á RITALIN!
Ekki einu sinni láta ykkur detta í hug að við höfum farið að hennar ráðum. Ónei, ég með mína leikskólakennaramenntun og miklu reynslu vissi betur. Það þarf ekki Ritalin til að laga einelti.
En hún stóð fastar á því en fótunum að þetta fyrirbæri þekktist ekki innan Engidalsskóla.
Rétt eftir þetta var foreldrafundur í skólanum. Þar var verið að fara yfir ýmis málefni. Fundarstjórinn í bekknum hjá mínum gutta stýrði umræðum og við vorum með punkta sem við áttum að fara í gegnum. Þegar kom að liðnum EINELTI fletti hann blaðsíðunni og sagði: Já, þetta þarf víst ekki að ræða, það er ekki einelti í Engidalsskóla....yeah wright.....
Ég bað hann aðeins að staldra við. Og ég fékk áheyrn margra sjokkeraðra foreldra. Og það fór að koma; Já, stelpan mín var eitthvað að tala um að þessi strákur ætti soldið bágt...já, minn strákur líka...og...og...og....Það hafði samt ENGINN hlustað....
Foreldrunum kom saman um að fara til síns heima og spyrja börnin sín út í líðan þeirra í skólanum, líðan annarra barna og hvort þau þekktu einhvrn sem liði illa.Og það kom á daginn að það voru mörg börn sem vissu um þetta dæmi, mörg börn sem allt í einu áttuðu sig á því að þau voru að taka þátt í því, ómeðvitað, að leggja skólafélaga í einelti.
Foreldrarnir í bekknum hittust aftur og við fórum í gegnum þessa óformlegu könnun og reyndum að finna leiðir til að leysa málin. Allir foreldrar fóru heim með það verkefni að tala við sín börn, fræða þau um alvarleika málsins og hvað væri hægt að gera til að öllum liði vel í skólanum.
Skólastjórinn frétti af þessum fundi og TAPAÐI sér. Hún hringdi í bekkjarráðið og tilkynnti að þar sem forráðamenn þessarar bekkjardeildar væru með SAMSÆRI gegn skólanum og að búa til VANDAMÁL, þá mættum við héðan í frá ALDREI AFTUR funda í skólanum!
Við vorum ráðþrota, vissum ekkert hvað gera skyldi en ákváðum að sjá hvað myndi gerast.Jú, flest barnanna hættu þessum ljóta leik, en þó ekki öll, ekki börnin sem áttu foreldrana sem ekki mættu á fundinn góða. Kennarinn sagðist því miður ekkert geta gert, því foreldrar þessara barna ættu við svo mikla erfiðleika að stríða að það myndi hreinlega skaða þau ef hún myndi kvarta.
Við leituðum til Skólaskrifstofunnar í bænum og fengum áheyrn frábærs sálfræðings, sem þekkti vel til Engidalsskóla. Að hlusta á hana tala við drenginn, guð minn góður, við vissum sko ekki helminginn af því sem hann var búinn að þola. Maður sat, í algeru sjokki og reyndi að fela tárin. Ömurlegt!
Maður ásakaði sig fyrir að hafa á annað borð sent barnið í skólann á hverjum degi....að hafa ekki vitað betur...að hafa ekki verið harðari við skólastjórann og maður var hreinlega kominn á það stig að ásaka sig fyrir að hafa flutt frá Noregi, þar sem barninu leið svo vel í skólanum, þar sem unnið var markvisst gegn einelti ,þar sem margir menningarheimar mættust, en engum var strítt. Þar voru allir jafn mikilvægir og frábærir.
Við fengum upphringingar frá blokkunum í kring, þar sem fólk varð vitni að ýmsu ljótu í hrauninu við skólann, hafði jafnvel hringt þangað og tilkynnt að verið væri að misþyrma barni, en það kom enginn út úr skólanum til að kanna málið.
Sálfræðingurinn lagði alls kyns próf fyrir drenginn og okkur, en hann var ekki ofvirkur, ekki með athyglisbrest, ekki misþroska og kom mjög vel út greindarfarslega.Hún reyndi að fá skólastjórann til að búa til teymi og taka á málunum, en sú sat enn fast við sinn keip. Það er ekki einelti í Engidalsskóla. Best væri bara að setja drenginn á Rítalín. Hann Sigurður Stefánsson mun gera það ef ég fer fram á það. Farið bara til hans.....Já...sæll!!!!
Við gerðum það sem foreldrum bekkjarfélaganna þótti óréttlátast, við fluttum burt.Þeim fannst ömurlegt að horfa upp á að fórnarlambið yrði að fara en gerendurnir sætu eftir og myndu þá finna sér annað fórnarlamb. Sem þeir að sjálfsögðu gerðu....
Við fluttum í Kópavoginn, en gormurinn okkar var illa brenndur af þessari reynslu og átti mjög erfitt með að komast inn í hópinn í nýja skólanum....treysti nauðvitað engum, skiljanlega....Hann eignaðist samt tvo góða vini og bauð með sér heim, en á skólalóðinni var hann alltaf á verði og fljótur að forða sér ef honum fannst stefna í óefni, krakkarnir umkringja hann eða að einhver ógnaði honum. Ég þurfti nokkrum sinnum að koma úr vinnunni og leita hans, þar sem hann hafði hlaupið burt til að forðast ógnandi hnefa....og hann þorði ekki heim, því hann vissi að kennararnir kæmu fyrst þangað....
Þarna átti að taka á málunum, skólinn setti sig í stellingar....en einhvern veginn byrjaði eitthvað sem síðan varð að engu.
Við höfðum samband við Regnbogabörn og bæði hann Jón Páll og Stefán Karl hittu guttann, og bjuggu til prógram. Þeir buðust til að koma í skólann, hitta krakkana í bekknum og alla nemendur á sal og fjalla ítarlega um einelti, en skólinn sagði nei takk, við reddum þessu sjálf. Samt gerðist ekkert...
Svo ég geri nú langa sögu "stutta", þá gekk þetta svona, þróaðist svo í einhvers konar doða þar sem einelti sems líkt var ekki á berandi en drengurinn leið fyrir hvern dag sem hann þurfti að vera í skólanum.
En hann fór samt alltaf í skólann. Viljiði spá í það....Myndi maður sjálfur mæta á vinnustað þar sem manni liði svona? Ónei...
Svo fór þetta að verða mjög skrýtið, allt í einu vorum við sífellt á fundum þar sem hann var orðinn eitthvert VANDAMÁL sem enginn vissi hvernig átti að meðhöndla????
Við vorum ekki sátt.
Hann var hjá skólasálfræðingnum sem sagðist ekki finna neitt að, sagði hann ljúfan og góðan, svolítið hræddan og með stóran marblett á sálinni.
Hann var sendur í fleiri próf og við fórum með hann á BUGL (?????) til að láta greina hann, reyna að finna af hverju hann væri svona stórt vandamál. Hann var búinn að fá ógeð á þessu öllu,fjórtán að verða fimmtán, löngu búinn að uppgötva að hann væri ekki æskilegur nemandi.....bara vandamál....snökt snökt....
Í alvöru, þetta er þokkalegasti námsmaður, rólegur og þægilegur, hlýðir okkur alltaf og fer eftir útivistarreglum, er góður við systkini sín og svona mætti lengi telja. Kennarinn hans í 4-7 bekk náði frábærum árangri með hann og allan bekkinn námslega...en félagslega var ekkert að gerast.
Það sem Elstimann hins vegar fór að gera seinni hluta áttunda bekkjar var að láta sig hverfa ef eitthvað var óþægikegt....það voru nokkrir kennarar sem voru óþægilegir að hans mati, töluðu niður til hans eða jafnvel öskruðu á hann....
Hann fór í smá "hvíld" frá skólanum...á stað sem heitir Ástún, en þar var okkur sagt að hann ætti ekkert erindi, hann væri ekki vandamál fyrir fimm aura, hann væri ljúfur og þægilegur, lærði samviskusamlega, kæmi vel út í öllum prófum sem var dembt á hann, mætti vel, væri aldrei með hortugheit eða kjaft og því engin ástæða til að hafa hann þarna.Hins vegar varð syni okkar tíðrætt um hvað honum liði vel þarna, fengi að vera í friði og það væri allt svo rólegt. Hefði kosið að vera lengur, en slíkt var náttla ekki í boði....
Þeir á Buglinu sögðu að það væri ekkert að þessu barni, það sem væri stærsta vandamálið væri skólinn sjálfur, þar væri ekki verið að sinna félagslega þættinum nægilega og að besta sem við gætum gert væri að skipta um skóla. Það gekk ekki eftir fyrr en í vetur.
Þá fór hann í Hjallaskóla og ég ætla ekki að reyna að lýsa breytingunni á stráksa. Hann er svo léttur og kátur, líður svoooo vel, finnst GAMAN í skólanum og fær hrós fyrir góða frammistöðu daglega!
Á foreldrafundinum fóru bara tárin að renna því ég trúði ekki mínum eigin eyrum þegar mér var sagt hversu frábær þessi strákur væri, duglegur og ljúfur...eitthvað sem maður hafði varla heyrt síðan í Lækjarskóla í öðrum bekk....
Ég sem var búin að brynja mig og búa mig undir einhver leiiðindi...þvílíkur munur! Þeir á skólaskrifstofunni hérna í bænum voru búnir að segja mér að félagslega væri skólinn sem drengurinn minn var í frekar illa staddur, en einkunnir á samræmdum prófum hins vegar alltaf til fyrirmyndar.Þeim fannst búið að brjóta svo mikið og illa á stráknum að ákveðið var á fundi að bjóða honum að sækja leiklistarnámskeið í Borgarleikhúsinu einn vetur og þeir borguðu það allt. Hann blómstraði þar og fannst mjög gaman, fékk mikið út úr þessum vetri og sjálfsöryggið fór að koma aftur. Hann tók þátt í leiksýningu fyrir foreldra og söng þar eins og engill, öruggur og með fulla trú á sjálfum sér.
Og nú er þessi hetja mín BÚIN að klára barnaskólakaflann...lét ekkert stoppa sig og hafði mikið fyrir því....
Hjallaskóla var slitið með pompi og prakt á fimmtudaginn var...með flutningi verkefna um morguninn og hátíðarkvöldverði um kvöldið...þar sem einkunnir voru afhentar ásamt lítilli bók með heilræðum Laxness...penna merktum skólanum og rauðri rós.....bara glæsilegt....
Svo voru kennararnir búnir að dekka borð og elda mat ofan í alla foreldra og nemendur og buðu upp á hamborgarhrygg....lambakjöt og meðlæti og ís með jarðaberjum,og marssósu á eftir....uhmmmm....
Váááá...hvað við vorum stolt þetta kvöld...og vááá hvað var gaman að sjá litla guttann okkar....sem nú er 1.81 á hæð....svona glaðan og hamingjusaman...því það er enginn smá sigur sm þessi ungi maður hefur unnið ....!!!!!
Jæja...löng færsla...búin að létta á mér...og ef einhver les þetta, sem er í sömu sporum þá er BANNAÐ að gefast upp....EKKI kyngja einhverjum lausnum sem eru ekki að virka. Standið á ykkar og leitaðu eftir hjálp, utanaðkomandi ef skólinn vill ekki vinna með ykkuur. Ekki láta einhvern segja að þetta sé allt í lagi, því það er sko alls ekki allt í lagi að börunum okkar líði illa eða að verið sé að brjóta á þeim stanslaust. Ykkar barn er ekkert minna virði en annarra...enginn á að líða einelti!!!!!
MUNA: Þeir lifa auðugu lífi sem láta ekki stjórnast af eigingirninni. - Það sem gefst best í lífinu er að gefast aldrei upp -
Lovjú povjú skovjú .
Bloggar | Breytt s.d. kl. 22:50 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (10)
...Í NÆSTA LÍFI....
10.6.2008 | 00:37
Þessi tími er alltaf á harðahlaupum frá mér...ég er alveg að fara að blogga eitthvað af viti....he he...en þá er klukkan orðin korter í nótt og ég verð að fara að huga að öðrum málum...ohhhh.....
En....
Í þessu lífi er ég kona.
Í næsta lífi vil ég verða skógarbjörn.
Ef þú ert björn færðu að leggjast í dvala, þú gerir ekkert annað en að sofa í sex mánuði.
Ég gæti lifað með því....
Áður en þú leggst í dvala áttu að troða þig út af mat þangað til þú stendur á gati.
Ég gæti líka lifað með því...
Ef þú ert kvenkyns björn þá fæðirðu ungana þína (sem eru á stærð við hnetur) á meðan þú sefur og þegar þú vaknar ertu komin með stálpuð sjálfbjarga bangsakrútt.
Ég gæti sko alveg lifað með því.....
Ef þú ert bjarnarmamma þá vita allir að þér er alvara.Þú abbast upp á þá sem abbast upp á ungana þína og ef ungarnir þínir eru eitthvað óþægir, þá abbastu upp á þá líka.
Ég gæti lifað með þessu.....
Ef þú ert birna þá BÝST maki þinn við því að þú vaknir urrandi og hann REIKNAR MEÐ því að þú sért loðin á leggjunum og með hátt hlutfall líkamsfitu.
Jebb, ég ætla að verða skógarbjörn!!!
Múhahahahaha....!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 00:43 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
.....FJÓLUBLÁR HATTUR...OG TÖFRASPEGILL....
7.6.2008 | 23:18
Fjólublár hattur!
3 ára:
Lítur í spegil og sér Drottningu!
8 ára: Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem Öskubusku/Þyrnirós!
15 ára: Lítur í spegil og sér sjálfa sig sem
Öskubusku/Þyrnirós/Klappstýru eða ef hún er á túr sér: Feit/Bólur/LJÓT (Mamma, ég fer ekki í skólann svona!)
20 ára: Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en ákveður að þetta verði að duga.
30 ára: Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir að hún hafi ekki tíma til að laga það og
lætur það duga.
40 ára: Lítur í spegil og sér: of feit/of mjó, of lítil/of stór, of
slétt hár/of krullað; en segir ;Ég er þó allavega hrein; og lætur það
duga.
50 ára: Lítur í spegil og sér ;Ég er; og gerir það sem hana langar til.
60 ára: Lítur í spegil og minnir sjálfa sig á það er til fólk á hennar
aldri sem getur ekki einu sinni séð sig í spegli lengur. Fer út og
sigrar heiminn.
70 ára: Lítur á sjálfa sig í spegli, sér visku, hlátur og möguleika.
Fer út og nýtur lífsins.
80 ára:
Hefur ekki fyrir því að líta í spegil. Setur bara upp fjólubláan
hatt, fer út og hefur gaman af lífinu.
Kannski ættum við allar að setja upp fjólubláa hattinn fyrr!
Nei... WÓW!!!! Hver selur þennan spegil eiginlega.....???? Halló...einhver...????
Knúúússsss!!!!
Bloggar | Breytt s.d. kl. 23:24 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (5)
.....HEILT ÁR....
4.6.2008 | 17:27
Fyrir heilu ári síðan kom ég heim á þessum tíma dags úr vinnunni...eða um hálffimm.Það er svosem ekki í frásögum færandi...nema ég var með ákveðin plön...settist við tölvuna og byrjaði á að opna póstinn minn.
Þar var m.a myndapóstur frá vinkonu minni þar sem sýnir afar sérstakan klett í Birmaniu...og ég ákvað strax að áframsenda þennan póst.
Klettur í sjó við Birmaniu.(skoðið vel)
Ég sendi póstinn til nokkurra mikilvægra persóna, m.a Lóunnar minnar fallegu...því ég vissi að hún kunni að meta slíkt...en planið hjá mér var einmitt að hringja í hana og heyra hvernig var fyrir vestan þessa daga sem hún var búin að vera þar...og spjalla um verkefnið okkar góða...
En...síminn varð fyrri til að hringja....og mér var tjáð að Blómarósin Lóa væri öll....
Þetta var afar erfitt símtal og ég fann vanmáttinn og reiðina flæða um mig alla.....því ég trúði því alltaf að þessi bévítans sjúkdómur myndi lúta í lægra haldi með tímanum....og Lóan fengi að lifa lengi og vel...
Það er ótrúlegt en satt...að heilt ár sé liðið....en ég held að varla líði sá dagur að nánustu ættingjar hugsi ekki til þessarar lífsglöðu, fallegu og stórkostlegu hetju sem gaf svo mikið...og var svo sterk...alltaf....
Ég varð að hringja þessa frétt áfram til fjölskyldunnar minnar....og sat svo og horfði á myndina sem ég hafði verið að senda...og fannst heimurinn ekki sérlega fallegur þetta augnablik....
En ég hef sem betur fer þann hæfileika að þegar mér líður illa og veit ekkert hvernig ég á að vera...eða hvað ég á að gera....þá fæ ég ríka þörf fyrir að skrifa sársaukann frá mér og þannig næ ég betri tökum á honum....
Og þarna sem ég sat með tárin og reiðina...þá kom texti:
FALLEGA LÓAN MÍN.
Þótt tárin mín renni og kinnarnar væti
og argað og gargað af vantrú ég gæti
þá ósanngjarnt lífið svo oft hérna er
og fljótt breytast veður og vindáttir hér.
Æ, Lóan mín ljúfust með saknaðarbrag
þú lagðir í ferðina hinstu í dag.
Mót ljósinu bjarta flaug sálin þín inn
í friðsælan, kyrrlátan himininn.
Svo fallegur engill nú bæst hefur við
herskara drottins við himnanna hlið.
Með brosið sitt blíða af bjartsýni full
blikandi ljósberi, fegursta gull.
Ég reyni að gleðjast því laus ertu við
sjúkdómsins böl, hefur fundið þinn frið
Með kertinu þínu sem kveikt hefi á
ég bið þess að sálarró munir þú fá.
Ég bið fyrir þér og ég bið fyrir þeim
sem bugaðir horfa á eftir þér heim.
Þín minnst verður ætið sem hetju á jörð
um minningu þína við stöndum öll vörð.
BH 2007.
Takk fyri allt sem þú kenndir mér elsku frænka mín, engillinn minn besti.
http://youtube.com/watch?v=AGqt4Om66NY
MUNA: Láttu ljós þitt skína í lífinu með því að lýsa öðrum. Mestu ánægjustundum lífsins er deilt með öðrum -
Bloggar | Breytt s.d. kl. 21:31 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (7)
....HÚN KOM ILLILEGA AFTAN AÐ OKKUR....SKÖMMIN...
3.6.2008 | 18:38
Hún gabbaði mig alveg, þessi blessaða fósturjörð okkar....ég hélt í alvöru að fyrst henni tókst að losa svona mikla spennu og skjálfa svona hressilega þarna um aldamótin, þá værum við nokkuð seif með stóra skjálfta næstu hundrað árin...
Ekki var það nú aldeilis...hún tók aðra roku og það ennþá hressilegri... bölvuð! Sem betur fer var ég innan um fólk en ekki ein heima hjá mér...því ég er svoooo hrædd við þennan hamagang og ég þoooli ekki að geta ekkert gert....
Ég átti að vinna til hálfþrjú þennan fimmtudag...en það komu upp hlutir sem ekki voru fyrirséðir...svo ég vann lengur...
Ég var að rabba við eina móðurina við sandkassann þegar ég heyrði þetta skrýtna hljóð...og fór að líta í kringum mig. Það virtist enginn taka eftir neinu...en svo byrjaði allt að titra og skjálfa...það kom bylgja...það kom högg...og ég hélt í alvöru að dótaskúrinn myndi hrynja þarna rétt við nefið á mér....
Börnin stöldruðu aðeins við...litu upp úr leikjum...nokkur spurðu...hvað var þetta?...en svo voru þau öll niðursokkin í leik á ný....enda vön svolitlu raski þessa dagana þar sem vinnuvélar eru að athafna sig bak við leikskólann...
Þeir sem voru inni að undirbúa útskrift elstu barna komu hlaupandi út....og þessi skjálfti var ógeð laaaangur.....ó mæ god...þetta er svooo óþægilegur andsk....
Mér varð hugsað austur til allra minna ættingja og vina...fyrst þessi var svona hressilegur hérna megin...hvernig var þá umhorfs hinum megin heiðarinnar?
Við stóðum þarna...starfsfólk og foreldrar...og svo allt í einu fórum við að hlæja...þetta var eitthvað svo geðveikt eitthvað...stóðum og hlógum...að skíta í okkur úr hræðslu....maður átti sko ekki von á þessu...brá svo...og þá er eins og eitthvað losni úr læðingi....í stað þess að öskra og hræða börnin...þá var farið að hlæja.....og allir urðu að tala um þessa óþægilegu upplifun...
Mér fannst ég verða að vita hvar liðið mitt væri og fór inn á deild að hringja...en þá gall gemsinn minn úr töskunni og auðvitað var Magginn að tékka á kellu sinni...veit hvað hún er hamfara og veðurhrædd manneskja...svo hann varð að kanna hvort ég væri nokkuð búin að tapa mér....en ég var bara nokkuð góð sko....
Það svaraði enginn heima svo þá vissi ég að krakkapjakkarnir væru líklega útivið...en aumingja litla hundastelpan var hins vegar ein heima....æ..æ...
Fékk svo fréttir af skjálftasvæðinu sjálfu þar sem útlitið var mjög svart og heimilin í klessu.....allt brotið og bramlað og þetta leit sko ekki vel út....
Magginn vildi að við færum austur eftir vinnu að hjálpa...en svo komu skilaboð um að vera ekki að fara inn í húsin...svo fólkið okkar kom bara í bæinn....allir skelkaðir...en mjög rólegir og yfirvegaðir....og sögurnar...díses....
Eftir vinnu á föstudag brunuðum við ásamt Reykásgenginu austur að taka til og þrífa....en gripum eiginlega í tómt....það var búið að ganga frá því mesta...og hitt látið bíða til seinni tíma...en reynt að slaka bara á...spjalla og reyna að átta sig á stöðunni.
Við Elna kíktum með Þóru á tengdaforeldra hennar og mágkonu og þar var ótrúlega ljót sjón sem blasti við okkur....margra daga eða vikna verk framundan...að sortera.,...mynda...skrá og taka til....
Eiginlega má segja að hjá mágkonunni...henni Sigrúnu...sé húsið fokhelt.....Sem betur fer var þó enginn heima þar nema vesalings hundurinn...en hann slapp við meiðsl... hjúkkett...
Ég held að nánast allt sem brotnað getur sé brotið þar...meira að segja huges stórt hornbaðkar losnaði og hentist frá vegg....þvílíkur hamagnagur sem þarna hefur átt sér stað...
Og jörðin hristist og skelfur þarna í sífellu...óróleikinn alger....og svo komu nú tveir hressir skjálftar á meðan við vorum að spjalla í eldhúsinu hjá Dodda og Örnu...þá var minni sko langt í frá sama....stóð í hurðaropinu til öryggis og alveg tilbúin að hlaupa út um opnar svaladyrnar og út á pallinn....
Þegar maður var að alast upp var oft rætt um þennan blessaða suðurlandssjálfta...og ég man að ég var alltaf skíthrædd við þetta orð...það ógnaði mér...eins og eldgos og snjóflóð...og mér fannst fáránlegt að fullorðið fólk léti mann búa í landi þar sem von væri á slíkum hamförum hvenær sem var....nánast.....
Það að búa á eldfjallaeyju....fannst mér ekki sérlega fyndið...hverjum datt það í hug?
Ég man eftir fyrstu upplifun af jarðskjálfta...þá var ég litil skrudda og var búin að hafa orð á því að mig langaði að vita hvernig það væri...voða hetja...en var fljót að skipta um skoðun þegar allt tók að hristast og skjálfa heima hjá mér á Þinghólsbrautinni....fór náttla bara að grenja og villdi að mamma og pabbi stoppuðu þessi læti....
Ég vona bara að allt þetta fólk sem var að upplifa þessar skelfingar fái þá hjálp sem þarf til að geta lifað eðlilegu lífi áfram...það verður sannarlega beðið fyrir því....
Um daginn...þegar við vorum í fermingarveislunni hans Arons Nökkva...var mér bent á tómt hús í Húrígúrí sem mér var sagt að biði eftir mér...yeah wright!...ég er EKKI að flytja þarna austur í Skjálftagerði ÞÓ þar sé bæði rólegt og fallegt...svona VENJULEGA...segi það og skrifa.....
Á laugardaginn fór ég að horfa á Minnstuna mína sýna á vorsýningu Gerplu og var það mjög gaman...sýningin flott og allir vel æfðir og glæsilegir.....bara geggjað....
Ætluðum svo að kíkja á mömmsuna mína og pabbalinginn en þau voru að sjálfsögðu ekki heima frekar en fyrri daginn...svo við trítluðum í smáralindina...enda þurfti að versla þrjár afmælisgjafir....
Doddinn varð 41. Árs þann 27. Mai og fórum við meira að segja í VeraHvergi til að fagna með honum það kvöld...og þá voru EKKI jarðhræringar þar...og Fríða tengdamamma á líka sama afmælisdag. TIL HAMINGJU MEÐ ÞAÐ BÆÐI TVÖ!
Anton Bjarni átti svo afmæli þennan téða laugardag...svo það var veisla í Dalshrauninu...þar sem amman og barnabarnið fögnuðu saman....TIL LUKKKU MEÐ DAGINN ANTON MINN!
Þegar Magginn var búinn að vinna og við að kaupa gjafir og pakka inn...var stormað í fjörðinn...í afmæli....
Talandi um afmæli þá á mín ástkæra mágkona afmæli í dag, 3.júní...TIL HAMINGJU MEÐ DAGINN ELSKU HALLDÓRUKRÚTTIÐ MITT!
Hafnarfjörður átti víst líka afmæli þessa helgi...svo krakkarnir kíktu á Víðistaðatúnið....þar voru hljómsveitir og læti....en mig langaði ekki þangað.... Þar vorum við stödd þann sautjánda júní árið 2000....þegar allt fór að skjálfa og nötra....
Þá heyrði ég líka þetta skrýtna hljóð sem kemur....og var farin að skima um svæðið....án þess að gruna hvaða fyrirboði þetta væri....og þá kom líka svona bylgja...og högg...ó mæ god hvað ég var glöð að vera úti....!
Já, sæll...þetta eru nú meiri lætin í iðrum okkar ástkæru fósturjarðar....en NÚNA hlýtur að vera kominn góður orkuskammtur...hún HLÝTUR að fara að róast og vera slök næstu áratugina....
Þessi ósköp ættu nú að duga til að vekja mína ástkæru Valsara líka upp af þessum dásvefni sem þeir virðast vera í...ó mæ god hvað það var ömurlegt á vellinum í gær....þeir áttu að vera komnir í 4:0 í fyrri hálfleik en voru bara með 1:0....og svo NENNI ég ekki að reyna að skilja seinni hálfleikinn ... sorry....
Núna er ég búin að rasa um hræðsluna og jarðskjálftana og lélegan fótboltaleik....og ef einhver er enn að lesa þá eru hér tveir svaðalega góðir:
Endur fyrir löngu, í landi langt langt í burtu, rakst falleg, sjálfstæð og sjálfsörugg prinsessa á frosk þar sem hún sat og velti vöngum yfir vistfræðilegum álitamálum við bakka ómengaðrar tjarnar á fagurgrænu engi nálægt kastalanum sínum.
Froskurinn stökk upp í kjöltu prinsessunnar og sagði: Fagra frú, ég var eitt sinn gjörvilegur prins en grimm norn lagði á mig álög.Ef þú smellir á mig einum kossi mun ég aftur verða að þeim snotra prinsi sem ég raunverulega er.Þá getum við, mín kæra, gifst og stofnað heimili í kastalanum þínum.Þú getur framreitt málsverði fyrir mig, þvegið klæði mín, alið börnin mín og fundið til þakklætis og hamingju um alla eilífð.
Sama kvöld sat prinsessan yfir málsverði sínum - léttsteiktum froskalöppum - og hló lágt með sjálfri sér: Ég held nú fokking síður........
Múúúha ha ha...!
Jóhanna var 93 ára gömul og var gríðarlega sorgmædd vegna þess að eiginmaður hennar, Jón var nýlátinn. Hún ákvað að binda sjálf enda á líf sitt og sameinast honum í dauðanum. Jóhönnu fannst best að gera þetta á hraðvirkan hátt og náði því í skammbyssu eiginmannsins og ákvað að skjóta sjálfa sig í hjartað þar sem hjartasorg hennar var hvort sem er svo mikil. Hún vildi þó ekki eiga það á hættu að skjóta framhjá þessu mikilvæga líffæri þannig að hún hringdi á spítalann og spurði lækni hvar hjartað væri nákvæmlega. Læknirinn svaraði því til að hjartað væri beint fyrir neðan vinstra brjóstið. Síðar um kvöldið var Jóhanna lögð inn á sjúkrahúsið illa særð með skotsár í náranum....
ÚPS...ha ha ....
Konan mín hringdi í mig og sagði að nú ætti hún skilið að ég færi með hana á virkilega dýran stað þegar við værum búin að vinna....hún ætti það bara svooo mikið skilið....
Svo ég fór með hana á bensínstöð....
Ha ha ha....
MUNA: Ef þig langar í eitthvað sem þú færð ekki, er líklegt að þú þarfnist þess ekki.
Lovjú guy´s
Bloggar | Breytt s.d. kl. 19:26 | Slóð | Facebook | Athugasemdir (3)