....SMÁ PÆLING BARA...

   

 

 

 

                                                      ....PÆLDU I ÞVÍ....  

Má raula við pípulag papanna...nú...eða bara búa til nýtt lag...

Á fallegri eyju í Atlandshafi er friðurinn úti nú

því frelsi þeirra sem þar búa og þeirra lýðræðistrú

var misnotuð og eyðilögð af útrásarvíkingum

sem sáu um að koma á hvolf öllum stærstu bönkunum

                                           

Og meðan stjórnin situr á fundum og veit ei hvað gera skal

er fólk að flýja umvörpum því það hefur ei annað val

burtu frá eyjunni elskulegu, burtu frá skuldunum

sem hlaðist hafa á örfáum vikum upp á heimilunum.

                                                  

Hinn almenni borgari situr í súpu sem pöntuð hér aldrei var

hann skrifaði aldrei undir Icesave eða hinar skuldirnar

heimilin eru að sökkva í fenið en björgunin engin er

því stjórnvöld vita ekkert hvernig þau eiga að hjálpa hér.

                                

Og þeir sem skulda lítið fá á eyjunni engan frið

en hinum sem skulda formúgur er verið að gefa grið

Þeir þjarma að þeim sem ekki borga á síðasta deginum

en afskrifa alla milljarðana hjá útrásarvíkingum.

                               

Í réttlátri reiði og örvæntingu með búsáhöldunum var

reynt að fá áheyrn þeirra sem stjórna en það kom aldrei svar

þó skipt var um stjórn sem svo settist á þingið og taldi sig geta breytt

áherslunum á eyjunni góðu en samt gerist ekki neitt.

                                   

Íslenska þjóðin er bæld og brotin og þess vegna ættum við

að flykkjast út á göturnar og neita að búa við

Verðbólgudrauga og válega vexti sem éta upp eignirnar

og verndina sem þeir einir fá sem að stofnuðu skuldirnar.

                        BH 2009.

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 identicon

Ekki að spyrja að því Begga. Það veltur upp úr þér frábærir textar og hugleiðingar. Kveðja í bæinn,  Halla.

Halla (IP-tala skráð) 14.9.2009 kl. 22:44

2 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Frábært að lesa hjá þér eins og alltaf

Hafðu það gott Begga mín

Anna Margrét Bragadóttir, 21.9.2009 kl. 23:58

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og ljúfar kveðjur......

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 28.9.2009 kl. 11:50

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband