...AF OKKUR ER ÞETTA HELST:....

          

Úff...tek áskorununum og blogga smá....

  

Ekki eins og mér finnist það ekki gaman sko...það er bara þetta með tímann og mig...við erum stundum ekki alveg í takt....

  

Ferming heimasætunnar nálgast óðfluga og púslin eru nánast öll að smella á sinn stað....er að fara yfir fatamálin þessa stundina sem og gera innkaupalistann...er svo heppin að eiga einn til að miða við og því er málið nú ekki sérlega flókið....

Fæ salinn góða seinnipart föstudags og þá er bara að byrja að skreyta..jibbí!!!

Verður gaman að leika sér með bleika litinn...er nebbla sko búin að prófa bláan og limegrænan....

   

Við Minnstan erum búnar að vera duglegar að sanka að okkur hinu og þessu og erum hrikalega spenntar að sjá árangurinn....

  

Á laugardaginn fórum við í Reykásinn þar sem ég fékk hjálp við Rice Chrispies kökuna...miklu skemmtilegra að gera hana með Elnunni skiluru...og á meðan dundaði Matthildur við hárið á fermingarskvísunni og þær komust að mjög góðri niðurstöðu....

Magginn tók svo slatta af myndum af fermingardömunni í sparifötum og hversdagslegum fötum...og tókst mjög vel til...myndirnar ótrúlega skemmtilegar og flottar og daman alsæl...enda eeeelskar hún að pósa....

Veit ekki hvaðan hún hefur það....????

  

Undirbúningur sem sagt á lokastigi og allir farnir að hlakka til stóra dagsins...

  

Hugsa sér...ÞRIÐJA OG SÍÐASTA FERMINGIN...á FJÓRUM árum...þetta er náttla bara bilun...eða snilld...maður ryðgar ekki í veislufræðunum á meðan....hehe....

  

Alltaf gaman....

     

Trönuhjallatöffararnir annars bara frískir og sprækir og Elstimann alveg búinn að ná sér eftir slysið leiðinlega....

Nóg að gera í vinnunni hjá okkur Magganum og við ótrúlega þakklát og glöð að hafa vinnu á þessum síðustu og verstu....ekki allir svo heppnir...því miður....

Og þegar þessum stóra undirbúningi lýkur hefst annar stór...en við erum sem sagt búin að ákveða að flytja...koma okkur héðan burt...því þó Trönuhjallinn sé yndislegur...þá er ýmislegt á kreiki sem ekki hentar okkur að búa við...og svo erum við náttla komin með svo stóra strákapjakka að það er eiginlega ekki lengur hægt að bjóða þeim að búa í sama herbergi...þó það sé risastórt....

  

Og hver vill fá reykt gras inn um gluggann hjá sér alla daga...nei maður spyr sig...???..ekki það að maður sé ekki slakur sko...sofi vel og svona...nei grííín....!!!!

Yrði ekki hissa þó einhvers konar blómarækt yrði upprætt hérna einhvers staðar innanhúss...svei mér þá...enda klakabúar sumir hverjir afar iðnir við að rækta þessa iðagrænu blómategund....allavega miðað við fréttaflutning síðustu vikna....svo...af hverju ekki grannar vorir?????

Það er kannski alveg hægt að verða ríkur á þessum varningi...??? Kannski bara illa misskilinn fjárfestingaleið....???...nei...segi bara svona...

Eru ekki annars allir að reyna að finna sér einhvers konar sprota?????

     

Hey...tveir góðir:

  

Blindur maður villist inn á kvennabar, finnur sér stól við barborðið og pantar sér glas. Þegar hann er búinn að sitja nokkra stund kallar hann á barþjóninn: "Heyrðu, á ég að segja þér ljóskubrandara?"



Á sömu stundu dettur allt í dúnalogn á barnum, þar til konan við hlið blinda mannsins segir við hann með lágri, dimmri rödd: "Áður en þú segir þennan brandara, góði minn, þá held ég að það sé réttast af því þú ert blindur, að ég fræði þig um fáein atriði:Barþjónninn er ljóshærð kona.
Útkastarinn er ljóshærð kona. Ég er 1,85 á hæð, 100 kíló og er með svarta beltið í karate, og ég er ljóshærð. Konan við hliðina á mér er ljóshærð og íslandsmeistari í lyftingum. Konan sem situr hinum megin við þig er ljóshærð og er íslandsmeistari í vaxtarækt. Hugsaðu þig vel um, vinur. Langar þig enn að segja þennan brandara þinn?"



Blindi maðurinn hugsar sig um andartak, hristir svo höfuðið. "Nei, ætli það...ekki ef ég þarf svo að útskýra hann fimm sinnum."

  

Ha ha ha!!!

     

 

 

Ég horfði gagnrýnum augum á konuna,sem ég hef verið giftur í 30 ár og sagði:
-Heyrðu elskan...fyrir 30 árum áttum við ódýra íbúð, ódýran bíl, við sváfum
á sófanum í stofunni, horfðum á 10 tommu svart/hvítt sjónvarp og á hverju
kvöldi iðkaði ég bólfarir með viljugri 25 ára stelpu.




Núna á ég 80 milljóna hús, 15 milljóna bíl, rúm á stærð við skeiðvöll og
50 tommu flatskjá – en þarf að sætta mig við það á hverju kvöldi, að fara í bólið með þreyttri 55 ára konu.  Ég fæ ekki séð að þú hafir haldið í við þróunina hér !



Ég verð að játa að ég á skynsama konu! Hún leit snöggvast á mig og sagði um leið: 
-Ekki vandamálið...drífðu þig bara út og finndu þér 25 ára viljuga stelpu !
Ég sé um að þú fáir hitt aftur...ódýra íbúð, bíldruslu og ódýrt svart/hvítt túbusjónvarp!...eftir þessi 30 ár, veistu að ég meina það sem ég segi... 



Er konan mín ekki frábær? Grái fiðringurinn hvarf á einu andartaki !!!

 

 

Thí hí...

 

 

   

Jæja…nóttin farina ð faðma okkur hérna á hjara eraldar…tunglið glottir og stjörnurnar kíkja forvitnar inn um gluggana til að dást að sofandi manneskjum sem hjúfra sig undir hlýjum sængum sem skýla þeim fyrir frostköldum vindinum sem nauðar þarna utan við gluggann…og dreyma um betri tíð með blóm í haga…sæta langa sumardaga….

  

MUNA: Það eru ekki einstöku, stóru verkin þín sem skipta sköpum um hver þú raunverulega ert heldur smáatriðin sem þú sinnir í daglega lífinu.

- Ef þú vilt vera hamingjusamur, settu þér þá markmið sem endurspeglar hugsanir þínar, leysir úr læðingi orkuna þína og lýsir vonum þínum og þrám. -

Það er alltaf hægt að vera þakklátur fyrir eitthvað.

  

-Vegferðin gegnum lífið getur stundum verið þreytandi og erfið en góður félagsskapur gerir ferðina miklu ánægjulegri. Réttu samferðarfólki þínu hönd vinátturnar.

Lovjú alltaf....

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Steingrímur Helgason

Alltaf ljúf, alltaf fyndin...

Steingrímur Helgason, 1.4.2009 kl. 00:46

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Alltaf góð

Hrönn Sigurðardóttir, 1.4.2009 kl. 15:52

3 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Alltaf gaman að lesa hér

Sigrún Jónsdóttir, 2.4.2009 kl. 12:34

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Innlitskvitt og ljúfar notalegar kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 2.4.2009 kl. 18:22

5 Smámynd: Linda litla

Það er alltaf gaman að koma við á þessari síðu, hef nú ekki gert mikið af því undanfarið að fletta bloggsíðum.

EN til hamingju með fermingarbarnið, vonandi gekk það allt vel og gangi ykkur svo vel að standa í flutningum, hvert á að svo að flytja ?? Ætlið þið kannski að skella ykkur til Hveragerðis ?? ;o)

Hafðu það gott mín kæra í faðmi fjölskyldunnar.

Linda litla, 14.4.2009 kl. 11:13

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband