...ANNÁLLINN 2008...SEINNI HLUTI...
10.1.2009 | 00:14
ÁRIÐ 2008 Í STUTTU MÁLI:
Það er svosem ekkert sem mun standa uppúr í sjálfu sér þegar þess verður minnst í framtíðinni...uuuu...nema kannski skemmtileg fjölskylduferð um vesturlandið verði það sem allir munu minnast með sérlegri hlýju og gleði....nokkrir ágætis leikir hjá Völsurunum mínum bestu...og líklega stærsti viðburður síðari ára: Silfurvinningurinn í Kína sem Óli Stefáns og félagar lönduðu....úff já...allt þetta OFURfrábæra Ólympíuleikamót...með allri þeirri spennu og eftirvæntingu...tárum og gleði sem þessum stórsigri fylgdi...stoltinu og gæsahúðini....við þá upplifun að vera íslendingur...
ORÐ ALDARINNAR: Það er ótrúleg gjöf að vera Íslendingur," sagði Ólafur Stefánsson, fyrirliði íslenska handboltalandsliðsins, þegar hann ávarpaði mannföldann á Arnarhóli: Það eru bara 300 þúsund manns, sem hafa fengið þá gjöf."
...og að sjálfsögðu var svo Ólinn kjörinn íþróttamaður ársins....nema hvað???
Ágúst 2008: EF ÞESSI MAÐUR VERÐUR EKKI KJÖRINN ÍÞRÓTTAMAÐUR ÁRSINS..OG HELST LÍKA MAÐUR ÁRSINS...ÞÁ VERÐ ÉG ILLA SVIKIN...HANN Á ÞAÐ KLÁRLEGA MEST SKILIÐ.....án þess að á nokkurn annan sé hallað...ekki misskilja mig...Ég skora á íþróttafréttamenn og fjölmiðla að stuðla að því að hann verði kjörinn..
Það glittir líka í Árshátíð bæjarins...viðburðarríka vinnudaga...skemmtilega Nornafundi...hressileg föndurkvöld...endalausan hlátur og skondnar uppákomur... ógleymanlegar stundir með frábæru fólki og lífsfyllingin sem þeim fylgir....
Kannski rifjast líka upp seinna meir sjöunda aðgerðin á hné Maggans... æðahnútaviðgerðin á mér...útskrift Elstamanns úr tíunda bekk og upphaf Menntaskólagöngu hans...frænkuboðin góðu....vera Þýskalandsfaranna hér í ár...og bölvaður jarðskjálftinn þarna á Suðurlandinu.....endurreisn heimila ættingjanna í Húrígúrí....og gleðin og léttirinn yfir þv+í að ekki fór verr...
Mai 2008: Ég átti að vinna til hálfþrjú þennan fimmtudag...en það komu upp hlutir sem ekki voru fyrirséðir...svo ég vann lengur...Ég var að rabba við eina móðurina við sandkassann þegar ég heyrði þetta skrýtna hljóð...og fór að líta í kringum mig. Það virtist enginn taka eftir neinu...en svo byrjaði allt að titra og skjálfa...það kom bylgja...það kom högg...og ég hélt í alvöru að dótaskúrinn myndi hrynja þarna rétt við nefið á mér....
Börnin stöldruðu aðeins við...litu upp úr leikjum...nokkur spurðu...hvað var þetta?...en svo voru þau öll niðursokkin í leik á ný....enda vön svolitlu raski þessa dagana þar sem vinnuvélar eru að athafna sig bak við leikskólann...
Þeir sem voru inni að undirbúa útskrift elstu barna komu hlaupandi út....og þessi skjálfti var ógeð laaaangur.....ó mæ god...þetta er svooo óþægilegur andsk....
Mér varð hugsað austur til allra minna ættingja og vina...fyrst þessi var svona hressilegur hérna megin...hvernig var þá umhorfs hinum megin heiðarinnar?
Við stóðum þarna...starfsfólk og foreldrar...og svo allt í einu fórum við að hlæja...þetta var eitthvað svo geðveikt eitthvað...stóðum og hlógum...að skíta í okkur úr hræðslu....maður átti sko ekki von á þessu...brá svo...og þá er eins og eitthvað losni úr læðingi....í stað þess að öskra og hræða börnin...þá var farið að hlæja.....og allir urðu að tala um þessa óþægilegu upplifun...
Mér fannst ég verða að vita hvar liðið mitt væri og fór inn á deild að hringja...en þá gall gemsinn minn úr töskunni og auðvitað var Magginn að tékka á kellu sinni...veit hvað hún er hamfara og veðurhrædd manneskja...svo hann varð að kanna hvort ég væri nokkuð búin að tapa mér....en ég var bara nokkuð góð sko....Það svaraði enginn heima svo þá vissi ég að krakkapjakkarnir væru líklega útivið...en aumingja litla hundastelpan var hins vegar ein heima....æ..æ...
Fékk svo fréttir af skjálftasvæðinu sjálfu þar sem útlitið var mjög svart og heimilin í klessu.....allt brotið og bramlað og þetta leit sko ekki vel út....
Magginn vildi að við færum austur eftir vinnu að hjálpa...en svo komu skilaboð um að vera ekki að fara inn í húsin...svo fólkið okkar kom bara í bæinn....allir skelkaðir...en mjög rólegir og yfirvegaðir....og sögurnar...díses!!!....
Fall bankanna gleymist náttla aldrei...hryðjuverkalög Bretanna og mannorð heillar þjóðar sem var lagt í rúst á einni nóttu...sært stolt íslendinga...endalaus og óbætanleg tjón þeirra sem síst skyldi... óráðsían og ruglið sem hefur tekið völdin hér og allt þetta ömurlega....sem maður grefur sem fyrst í gröf gleymskunnar og horfir björtum augum...hress og afslappaður...til framtíðar....Þetta verður bara eitthvert BÍBBminninganna....
Oktober 2008: En...núna er dagurinn í dag íslenskur veruleiki...og því skylda okkar fullorðnu að takast á við hann...með jákvæðni...bjartsýni og krafti...nýta orkuna sem við eigum..og byggja börnunum okkar og barnabörnum nýtt og betra þjóðfélag...breyta áherslunum...hlúa að og gefa hvert öðru tíma...njóta þess sem er...og hætta að hugsa um það sem við höfum ekki....
Við erum þjóð elds og ísa...hamfara og hremminga...baráttu og sigurvilja og við gefumst ALDREI upp....því við getum ALLT....
Og....
...við erum hér...baráttuglaðir og samstíga klakabúar sem ætlum að hreinsa til og gera þennan krúttklaka ennþá meira aðlaðandi og hreinni....koma spillingu og peningapúkum burt og fara að haga okkur eins og heiðarlegu fólki sæmir...með mannsæmandi laun og jafnari lífsstíl.....dusta rykið af mmenningunni og fara að skilja á milli íslenskrar menningar og ómenningar.....lesa bækur...sögur... ljóð.... heimsækja vini og vandamenn...leika við börnin okkar og vera til...í stað þess að æða um eins og vitfirringar og vita ekkert hvert....."
Þetta verður kannski í mínum huga ár hinna miklu pælinga...naflaskoðuunar og tilrauna til að skilja þetta hugtak sem við nefnum LÍF....og hlutverk okkar mannfólksins á jörðinni...og þá sérstaklega tilganginn með mér sjálfri...
September 2008: En ég er svooo mikið að spá í þetta dæmi...HVER ER ÉG...HVERS VEGNA ER ÉG HÉR...HVER ER TILGANGURINN MEÐ MÉR HÉR...OG HVAÐ ER ÞAÐ SEM ÉG Á AÐ VERA AÐ LÆRA HÉRNA Í ÞESSU LÍFI...???
Ég er þeirrar trúar að við deyjum í rauninni aldrei...heldur flytjumst bara á milli lífa...þegar við erum búin að klára það sem við lögðum upp með í einu lífi..þá förum við héðan...með reynsluna og þekkinguna sem við vorum að nema ... til að geta nýtt okkur í því næsta...Ég trúi því að við eigum öll fjöldamörg líf að baki...og örugglega ágætis slatta eftir...
Og við veljum okkur líf...tímann...staðinn...verkefnið...hlutverkið....
Verkefni okkar er að læra, að nálgast guðdóminn gegnum þekkingu. Við vitum svo lítið.Með þekkingunni nálgumst við Guð og svo getum við hvílst. Svo komum við til baka og hjálpum öðrum... (Brian L.Weiss.)Ég held að ég sé að læra þolinmæði og jákvæðni í þessu lífi.
Ég tel mig þó mjög þolinmóða og jákvæða manneskju að eðlisfari...en auðvitað á ég óþolinmæði og neikvæðni til...sérstaklega gagnvart þessum dauðu...ómerkilegu hlutum...sem skipta samt svo déskoti miklu máli í daglega lífinu...Ég hef litla þolinmæði gagnvart peningum og svoleiðis leiðinlegheitum...vil bara eiga fyrir hlutunum...borga þá og eiga svo afgang til að brauðfæra börnin mín...Mér finnst bara að hlutirnir eigi að smella...áreynslulaust...en það eru þeir svo sannarlega ekki að gera...Og ég hef litla þolinmæði gagnvart heimskulegum hlutum eins og ofbeldi... misnotkun...valdagræðgi og lygum hægri vinstri...Skil ekki af hverju við lærum aldrei neitt af sjálfum okkur og því vonda og ljóta sem við erum búin að vera að gera líf eftir líf eftir líf....(he he..ég á ljóð um þetta...)
Ég er ekki upptekin af lífsgæðakapphlaupinu sem slíku....mér er alveg sama þó ég eigi ekki mikið af flottum eða dýrum hlutum...þeir nýtast mér hvort sem er ekki þegar ég fer héðan....Maggin og ég höfum stundum verið að hlæja og gera grín að því að við erum hálfgerðir Góðir hirðar...enda höfum við erft þá hluti sem hiinir í familíunni eru hættir að nota...en það hefur sannarlega komið sér vel...og við erum bara nokkuð sátt....
Kannski finnst einhverjunm við metnaðarlítil???...þá það...
Hins vegar mættu hlutirnir stundum vera aðeins einfaldari og auðveldari...svona ef einhver spyr mig...svo við gætum kannski slakað aðeins á og hnútarnir í magaræflunum okkar leystst upp...
Mér finnst einhvern veginn eins og ég eigi að vera búin að læra eitthvað sem ég er greinilega ekki að ná að gera...og þess vegna sé sífelld endurtekning á hinum ýmsustu óförum og óvæntu uppákomum í mínu lífi...en HVAÐ það er...er mér hulin ráðgáta...
Það er einhvern veginn sama hvernig við reynum að forðast það að lenda í þessum gildrum...við erum alltaf að flækjast einhvern veginn í þeim... Við reynum að vera jákvæð og bjartsýn...skilja tilgang hvers hlutar eins og hann kemur okkur fyrir sjónir...gera gott úr öllu og taka á því sem okkur ber að taka á...Horfa fram á við...Hakuna Matata....
Svo koma alveg tímabil sem maður er ansi góður í að gera lítið úr sjálfum sér...missir einhvern veginn fótfestuna smástund...brýtur sig niður og sér ekkert jákvætt eða gleðilegt við sig....eða hlutina það augnablikið.... Það er svosem líka á slíkum stundum sem tárin trilla niður kinnarnar og maður sér einhvern veginn ekki alveg fyrir endann....Samt er það svolítið merkilegt að við erum aldrei leið eða niðurbrotin bæði í einu...þegar annað er dapurt og svartsýnt er hitt okkar jákvætt og bjartsýnt...og getur styrkt og huggað...bent á það góða í lífinu og gert hlutina miklu fallegri en þeir eru þá stundina...
Þetta er náttla bara bestast....
Ágúst 2008:Mér finnst líka heimspekin sem Óli bíbb notar svo ógó flott....akkúrat eins og ég hugsa...og reyni að lifa eftir....
Reyni að sjá alltaf það góða og jákvæða í öllu og öllum...trúa að það sé eitthvað gott í öllum...trúa að hið ómögulega sé mögulegt og að með bjartsýni, jákvæðni og gleði geti ég sigrast á öllum erfiðleikum sem verða á vegi mínum...það er að segja..líta á vandamál og erfiðleika sem verkefni...sem eru lögð fyrir mig til að þroska mig og hjálpa mér að fá sem mest út úr lífinu mínu.....
Og trúið mér...ég veit alveg hvað mótlæti er....Ég nenni samt ekki að velta mér uppúr vandamálunum...heldur geri mitt besta til að leysa þau....stundum tekst það...stundum ekki....En þannig lærir maður og þroskast...Bíbb erfitt...en bíbb þess virði...he he...
Stundum er maður alveg að gefast upp...en þá neyðist maður til að staldra við og spyrja sig erfiðra og krefjandi spurninga....og niðurstaðan er undantekningalaust sú að maður velur að halda áfram....sjá það jákvæða og trúa að eitthvað betra bíði manns handan hornsins....
Kannski var þetta bara ágætis ár eftir allt saman...!
En...nýtt ár er hafið...2009 hefur heilsað og varað í heila viku...viku sem var ein sú lengsta í manna minnum...en jafnframt áminning um hversu hratt tíminn flýgur...því mani finnst eiginlega eins og áramótin hafi verið í gær....
GLEÐILEGT ÁR ALLIR MÍNIR BLOGGVINIR OG LESENDUR ÞESSARAR SÍÐU...ÉG ER STOLT AÐ EINHVER NENNI AÐ KÍKJA HINGAÐ INN...nenni að lesa bullið í mér og pælingarnar...pæla jafnvel með mér....já æææææll.... ég ELSKA að fá komment...finna nálægð ykkar og njóta þess að geta kannski gefið einhverjum eitthvað...þótt lítið sé!!!
Ég veit ég er óttalegur bubblemouth...en mér finnst bara svo gaman að skrifa....svo þið fyrirgefið langlokurnar...þær eru bara svo mikið ég....
Verið dugleg að láta frá ykkur heyra...ég verð áfram hér...því þótt fésbókin sé skemmtileg þá finnst mér bloggið betra....ekki spurning....
Eigið gott og gæfuríkt ár !!!!
MUNA: Margt er hægt að fá fyrir peninga en hamingjan er ekki föl fyrir öll heimsins auðæfi.Lífið er ekki þeir dagar sem liðnir eru, heldur þeir dagar sem við munum eftir .
Elskjú....ALLTAF...
Athugasemdir
Góð lesning að vanda....þú ert frábær penni, jarðbundin og raunsæ
Sigrún Jónsdóttir, 10.1.2009 kl. 00:56
Alltaf gott að kíkja hér inn - fín lesning, en elskan mín það sést hve síðasta vika hefur verið strembin... ártölin eru e-ð skrítin.....
Hittumst á mánudaginn
Guðrún Lilja (IP-tala skráð) 10.1.2009 kl. 09:28
Knús á þig elskulegust og ljúfar kveðjur
Linda Linnet Hilmarsdóttir, 10.1.2009 kl. 22:11
Það er svo gaman að leza þig að það er bara fyndið að það sé frítt...
Steingrímur Helgason, 10.1.2009 kl. 22:36
Takk fyrir þesssar fallegu og skemmtileu athugasemdir...og...já Guðrún mín...líklega hef ég cverið soldið þreytt...en nú er ég búin að lagfæra þessar klaufalegu villur....komin til ársins 2008....
Og takk fyir að nenna að lesa mig...frítt...!!!!
Bergljót Hreinsdóttir, 11.1.2009 kl. 14:47
... held líka að við lifum aftur og aftur... en getum við ákveðið núna í þessu lífi hvað við viljum vera næst?... eða er manni bara hent í einhvern skrokk sem er á lausu... úff, vona að ég verði Íslendingur áfram og áfram eins og Óli...
Brattur, 11.1.2009 kl. 19:49
Ég vona að þú njótir ársins........ og skrifir barnabók.
Anna Einarsdóttir, 11.1.2009 kl. 22:18
Innlitskvitt og knús
Anna Margrét Bragadóttir, 15.1.2009 kl. 14:50
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.