...GAME BOY KYNSLÓÐIN OG FLEIRA ....ÞETTA REDDAST ALLTAF...
24.11.2008 | 00:55
Skemmtileg og frekar fjörug vika að baki og önnur spennandi framundan...ekki eins og það sé eitthvað leiðinlegt að vera ég...he he...
Familían er í fínum gír...allir hressir og sprækir...sumir með smá hósta...en við erum bara jákvæð og glöð svona á heildina litið...
Varð náttla að stríða Elstamanni fyrst ég fékk tækifæri til þess...thí hí...en hann kom heim þegar fréttatíminn var að klárast eitt kvöldið og ég var voða mædd þegar hann spurði: hæ...hvað segið þið???
Ég sagði að nú væri komið endanlega í ljós að hver íslendingur skuldaði fjóra og hálfa milljón og nú yrðum við bara að fara að boirga...
Hann::: Neeeei????
Ég: Jú kallinni minn...þú skuldar fjóra og hálfa millu eftir fíflaskap útrásarmannanna...
Hann...Nei....ert´ekk´að grínast????
Ég: Nei...þetta er ekki grín...
Hann: Djöh...maður....skulda ég?
Ég: Já, fjóra og hálfa...og fjölskyldan samanlagt tuttuguogtvær millur...ekkert smá flott...ha?
Hann: Ég trúi þessu ekki...hvernig á ég að borga... ég meina.... vááá.... ég...vááá...ógeðslega er þetta glatað...eru allir að skulda?´´´líka smábörn???
Ég: Já...
Hann...Allt út af einhverjum vitleysingjum...
Ég: Já...allt út af peningaflippi einhverra hálfvita sem taka svo ekki ábyrgð á sjálfum sér...
Hann: Ohhh...ég sem er að safna fyrir bílfprófinu...ohhh....djöhhhh...ég trúi þessu ekki...ohhh....!
Og þá sprakk mamman...
En...þetta er svosem ekki fjarri lagii....ef aðgerðaráætlunin okkar á að endurspeigla heimsku annarra landa þá náttla enda nú blessuð börnin okkar með þessar skuldir...sem er náttla algerlega fáránlegt...
Hins vegar hef ég þá trú að þessi Game Boy kynslóð sem er að vaxa upp núna...vön að fá alla hluti STRAX...svörin koma strax í næsta borði í tölvuleiknum og allt gerist svo hratt og auðveldlega...þessi kynslóð mun spjara sig...þessi kynslóð mun drífa þetta skuldadæmi af og koma klakanum í plús á stiuttum tíma...því þessi kynslóð hefur kjarkinn og þorið...og lætur ekkert stoppa sig...þau kunna ekki að bíða...og þess vegna láta þau verkin tala....milli letilúranna VERÐUR eitthvað að vera í gangi...eitthvað að gerast...
Þau hætta í vinnunni ef þeim finnst leiðinlegt...þau fara þegar þeim finnst kominn tími til...þau gera það sem þeim finnst réttast á því augnabliki...og þau munu örugglega komast í gegnum skuldirnar eins og að drekka vatn...
Og...kannski hafa þau líka olíuna til að markaðssetja...og endalaus sprotafyrirtæki sem þau þora að veðja á án þess að leggja fé eða áhættu í þau....þau hafa fiskinn og orkuna..álið og landbúnaðinn...og ég er viss um að þau hafa þegar lært af mistökum forveranna...
Þau munu leggja áherslu á að kjósa fólk en ekki flokka....enda flokkarnir að deyja út....þau munu setja á þjóðstjórn...ef hún verður ekki þegar komin... og lýðræðið mun verða mun áþreifanlegra en nú er...þau munu virða það og þau munu njóta þess....þau munu lifa lífinu í samhengi...vinna saman og gera vel...
Ég hef fulla trú á að mín elliár verði góð og að það sem ég hef lagt til í uppeldinu fái ég sannarlega til baka...mín kynslóð verður ekki geymd eða gleymd...næstum svelt...heldur fær að njóta þess að hvílast...áhyggjulaus og sátt...vitandi að öllu er óhætt...geta treyst...
Ég er sko alveg viss...
Ég held...að þó við berjumst við að ná stöðugleika í augnablikinu...koma hlutunum í lag og finna leiðir og lausnir...þá er framtíðin björt...ekki spurning...og við munum eiga eftir að þakka fyrir þessa kúvendingu...og koma heil og sterk út úr henni....
Jákvæð...bjartsýn og lífsglöð...því þetta er sko ekki neinn endir...nema kannski á kapitalimanum...flokkapólitíkinni og Davíðsheilkenninu....
Við fengum frábæran fyrirlesara til að koma til okkar í vinnuna á miðvikudaginn var...þar sem hann fjallaði um það að hafa GAMAN í vinnunni...
Valgeir Skagfjörð fór á kostum og við lágum í kasti allan tímann...sennilega aþþí það ER SVOOO gaman í vinnunni...he he..
Hann var með okkur í fjóra tíma og okkur leiddist ekki í mínútu...sem hlýtur að teljast meðmæli....en hlógum að minnsta kosti tvö aukaár ef ekki fleiri bara...
Og svo ÖSKRUÐUM við öll saman...til að losa um spennuna...
Ó mæ god....BARA gott....
Ég er reyndar búin að vera kvefuð og hás alla vikuna og átti svosem ekki mikið í öskrið...en lá þó ekki á liði mínu og lét vaða...hása ljónynjan lætur sko ekkert stoppa sig...múhaha..!!!!
Svo var frænkuuboð á fimmtudaginn...ógeð skemmtilegt...mikið talað og mikið hlegið...
Það ríkir bara bjartsýni í þeim hópi og við erum sko ekki hræddar við framtíðina...ónei....
En við komumst að einu...mikilvægu...
Ef einhver var að tala um að eitthvað kostaði... tja... fimmþúsundkall...eða tíu...þá var bara enginn með...vissum ekki hvað var verið að tala um...???En um leið og eitthvað fór að snúast um milljarða...þá vorum við sko að tala saman....
Maður er bara ekki að nenna að tala um klínk...
Föstudagurinn var pínu heví...eða þannig...
Það er verið að stækka skólann...á að bæta við tveimur deildum...svo það er mikið rask í húsinu....rafmagnið alltaf að fara af og alls konar hlutir í ólagi...
Á fimmtudaginn var svo rafmagnið bara tekið af eftir hádegi...og nýbyggingin tengd við þá gömlu...svo nú átti allt að vera komið í himnalag...
Nema...þegar við erum í kaffi að morgni föstudags...sjáum við að miðdeildinni slær út...
Það var dimmt...enda klukkan korter yfir níu að morgni...svo við vissum að þær myndu koma fram og slá inn rafmagninu aftur...en vorum soldið pirripú yfir þessu verklagi rafvirkjans...
Kokkurinn heyrði að við vorum að tala um að deildinni hefði slegið út...svo hún rölti sér inn í þvottahús til að slá rofann aftur inn...en viti menn...þá var bara þykkur reykur og læti þarna inni...taflan neistandi og lyktin sem barst fram skelfileg...það var semsagt að kvikna í...
Við ákváðum því að fara inn á deildarnar okkar og koma öllum út strax...
Við mátum hættuna þannig að við gætum klætt litla fólkið í galla og skó...og vorum ógeð snöggar að koma 45 börnum út í myrkur og kulda...
Og rafmagnið var náttla farið af öllu húsinu...
Slökkviliðið kom með látum...reykkafarar og alles...löggan og sjúkraflutningamenn...allir æá harðahlaupum... og börnin voru steinhissa á þessum látum enda höfðu þau enga hugmynd um hættuna sem hafði skapast í skólanum...
Elstu börnin voru þó alveg meðvituð...þau höfðu jú fengið slökkviliðið í heimsókn í síðustu viku og kunnu alveg að bregðast við..en sum vildu samt fara út með töskurnar sínar....sem þau urðu auðvitað að skilja eftir...
Þetta var ótrúlega yfirvegað allt saman...engin panikaði og allir voru með verkefnin á hreinu...
Slökkviliðsmennirnir kappkostuðu að segja okkur hversu vel við höfðum brugðist við...hversu flott þetta væri hjá okkur...og hversu frábærar við værum...og þar sem Valgeir Skagfjörð fyrirlesari og leikari var búinn að ítreka við okkur að TAKA hrósi með því að segja TAKK...í stað þess að koma með einhverja svona setningu eins og -æ..þetta var nú ekkert..-.þá vorum við bara mjög ánægðar og glaðar og þökkuðum hrósið kærlega...og fannst við alveg eiga það skilið...
Mogginn fór illa með okkur...setti inn frétt....og foreldrarnir sátu í vinnunni sinni og sáu allt í einu í tölvunni sinni að börnin þeirra væru stöddí miðjum eldsvoða...
Þar sem símarnir í skólanum detta út þegar rafmagnið fer...varð töluverð panik og margir komu hlaupandi til að sækja krúttmolana sína og koma þeim í öruggt skjól mömmu eða pabbafanngs...og margir fóru heim með krílin...
En sumir foreldrar komu á óvart...he he...mættu bara þarna í allt havaríið og kvöddu barnið sitt glaðlega. Alltaf fjör í leikskólanum...góða skemmtun í dag elskan mín!!!!Ég segi nú bara...þvílíkt traust sem borið er til okkar!!! Vááá!!!...ef maður vill túlka það þannig...
Ástæða uppákomunnar í rafmagnstöflunni reyndist svo vera sú að elskulegur rafvirkinn...úbbs...GLEYMDI að herða eina hosuna...svo þar fór að myndast óeðlilegur hiti....
Við fengum rafmagnið aftur á um hádegisbil og gátum tekið kalda og frostna krakkapjakka inn í skólann á ný...
Á minni deild fóru þó níu af þrettán börnum heim og var ég mjög fefin...ég var ekki alveg til í að fara að láta alla hersinguna leggja sig og sofa ef ske kynni....Það hafa líklega sjaldan eða aldrei verið svona margir karlmenn í skólanum í einu og voru þeir langt fram á dag að spá og spekúlera...skoða...rannsaka og finna orsakir á ýmsu sem kom í kjölfarið...svosem eins og öryggismálum sem ekki voru alveg að virka....
Mikil og góð lexía svona eftir á..enda fór allt vel...en vááá hvað adrenalínið var í miklu uppnámi EFTIR að allt fór að róast...úff!!!
Helgin er búin að vera með rólegasta móti...eiginlega bara sem betur fer...svo nú er maður búinn að endurhlaða batteríin og tilbúinn til að takast á við næstu viku...
Fórum í jólahlaðborð í Perlunni á laugardagskvöld og átum yfir okkur...og fórum svo heim til að leggjast á meltuna...úffpúff...namminamm....
Á miðvikudaginn er ég að fara úr landi...með slatta af milljörðum í tösku...til að semja við Svíana...athuga hvort þeir vilji kaupa Ískrónur í skiptum fyrir sænskar krónur og evrur..maður verður að leggja sitt af mörkum í kreppunni...eða...???
Í leiðinni ætla ég í Reggio Institudet til að stúdera starf með yngstu börnunum og fá nýjar og ferskar hugmyndir.. upplifa...skynja og rannsaka annarra upplifanir...tileinka mér það sem hentar mér og mínu starfi til að vinna með...enda alltaf gott að læra eitthvað nýtt og skemmtilegt....
Vona bara að litli blái krúttkofinn verði enn á sama stað þegar ég kem til baka...ég er jú orðin soldið mikið tengd þessu fyrirbæri... búin að vera þarna meira og minna síðustu tuttuguogtvö ár..með smá hléi...
Farin að venjast fullkomlega draugunum sem þar búa...Jakobi...Huldu og Óla litla...og meira að segja bara kann vel að meta þau öll....
Bara gaman....
Ein góð saga í restina...æ...sorrý hvað ég blogga alltaf langar færslur.... passa bara að láta líða góðan tíma á milli...þá er hægt að lesa þetta bull mitt sem framhaldssögu á kvöldin...he he...ef einhver nennir...trúið mér...ég er alveg að fíla þessa útrás sem ég fæ...bla bla bla...
ÞESSI ER GÓÐ:
Maðurinn hafði fundið aðra - svo hún átti að flytja út. Hún eyddi fyrsta deginum í að pakka öllu niður í kassa. Næsta dag kom flutningsbíllinn og sótti allt dótið. Þriðja daginn settist hún við fallega borðstofuborðið í síðasta skipti, kveikti á kertum, setti góða músik á og borðaði stóran skammt af rækjum, rússneskum kavíar og drakk flösku af Chardonnay.
Þegar hún hafði borðað, gekk hún hringinn í hvert einasta herbergi og tróð rækjurestum inn í endana á öllum gardinustöngunum!
Þar á eftir gerði hún eldhúsið hreint og yfirgaf húsið.
Þegar maðurinn kom tilbaka í húsið með nýju kærustuna sína, voru fyrstu dagarnir ekkert nema gleði og hamingja. En svo byrjaði húsið smám saman að lykta.
Þau prófuðu allt, ryksuguðu, þvoðu, loftuðu út.....
Loftræstingin var skoðuð gaumgæfilega, kannski voru þar dauðar mýs eða rottur? Teppin voru hreinsuð, og ilmpokum og loftfrískandi vörum var komið fyrir alls staðar.
Meindýraeyðir var kallaður til og húsið var "gasað" gegn lyktinni, það þýddi, að þetta hamingjusama par þurfti að flytja út í nokkra daga. Að lokum var allt veggfóður rifið af og húsið allt málað vel og vandlega. Ekkert hjálpaði. Vinirnir hættu að koma í heimsókn.
Iðnaðarmenn og aðrir starfskraftar gerðu allt til þess að þurfa ekki að vinna í húsinu. Húshjálpin sagði upp.
Á þessum tímapunkti gátu þau ekki heldur haldið fnykinn út lengur, svo þau ákváðu að selja. Mánuði seinna hafði húsið ekki selst, þrátt fyrir að verðið hafi lækkað um helming.
Sagan gekk, og fasteignasalinn hætti að svara hringingum þeirra. Að lokum voru þau neydd til að taka stórt bankalán til að kaupa nýtt hús.
Fyrrverandi - eiginkonan hringdi til mannsins og spurði hvernig gengi.
Hann sagði henni söguna um rotna húsið.
Hún hlustaði með mikilli umhyggju og sagði svo að hún saknaði gamla heimilis síns ógurlega mikið, og hún gæti vel hugsað sér að kaupa húsið aftur.
Maðurinn var viss um að, ex-ið vissi ekkert um hve málið væri slæmt, svo hann samdi við konuna að selja henni húsið á tíunda-hluta af markaðsverði, gegn því skilyrði að skrifað yrði undir samdægurs.
Hún samþykkti það.
Viku seinna stóðu maðurinn og kærastan í húsinu í síðasta sinn -
þau hlógu yfir sig hamingjusöm. Og þeim var létt þegar fluttningsbíllinn kom og sótti allt þeirra dót til að flytja það yfir í nýja húsið.
- þar á meðal gardínustangirnar...!!!! Ha ha ha....!!!
MUNA: Þeim tíma, sem þú nýtir til að hjálpa öðrum, er vel varið. Þú færð það endurgoldið þótt síðar verði.
- Það er auðvelt að segja nokkur hlýleg orð, en bergmál þeirra er svo sannarlega endalaust
Eigið frábæra viku.. knúsið og brosið ..verið bjartsýn og jákvæð og látið aðra vita að ykkur sé ekki sama um neinn.. það eru allir mikilvægir það skipta allir máli ..við erum öll frábær og yndisleg!!!!
Gleðjist og njótið!
Knúúús!
Athugasemdir
Mér varð einmitt hugsað til þín þegar ég sá þessa frétt í mogganum. Gott að allt fór vel.
Hrönn Sigurðardóttir, 24.11.2008 kl. 08:36
Takk fyrir mig, alltaf jafn gott og uppbyggjandi að lesa færslurnar þínar
Sigrún Jónsdóttir, 24.11.2008 kl. 09:45
Það er gott að allir eru heilir á húfi, að ekki fór verr.
Þú þarna púkinn þinn, að púkast svona í drengnum þínum. Hann hefur fengið sjokk að þurfa að nota bílprófspeningana í skuldir he he he
Hafðu það gott.
Linda litla, 24.11.2008 kl. 15:01
Þetta var lööööng færsla en góð.
Gunnar Helgi Eysteinsson, 29.11.2008 kl. 18:17
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.