...NÚ HAUSTAR AÐ...OG HÚMAR Í SKÓG...

 

Fallegur dagur að kveldi kominn og haustið fór bara mildum höndum um landann í dag....

Náttúran skartar öllu sínu fegursta þessa dagana....það er algjör unun að labba um og finna lyktina af haustinu...heyra hljóðin...og sjá öll þau litbrigði sem haustið hefur uppá að bjóða...

 

Maður verður einhvern veginn svo meyr og bljúgur...finnur smá söknuð eftir sumrinu en tilhlökkun til vetrarins...jólanna og skammdegismyrkursins með öllum kertaljósunum og fallegu seríunum...ohhh...uhmmmm....

Trönuhjallatöffarar bara nokkuð góðir þessa dagana þrátt fyrir allt...og lífið gengur nokkurn veginn sinn vanagang.

Elstimann er kominn á fullt í MK og er að fíla það í tætlur...er samt búinn að vera óheppinn með heilsuna...endaði á að heimsækja doktorinn á heilsugæslustöðinni í síðustu viku og leist doktornum illa á kauða...enda með lungnabólgu, ljótan, hósta, bullandi astma og eyrnabólgur...og geri aðrir betur á einu bretti....

Fékk þó lyf og púst og er hinn hressasti núna...hóstar enn en að öðru leyti mun hraustlegri að sjá....

Hann er ánægður í skólanum, búinn að taka busavígslu og birtist í fréttum faðmandi tré og játandi því ást sína hátt og skýrt....heppinn að vera ógeð góður leikari og þora að láta vaða þrátt fyrir mikla feimni...

Miðormurinn er bara hress að eigin sögn...alltaf í boltanum og svona og er ógeð mikill töffari....lét sko klippa sig og er flottasti gæinn í skólanum þessa dagana...með dífæ og læti....

Elstimann segir að Miðormurinn sé algjör „hnakki“...ég veit svosem ekki hvort það er jákvætt eða neikvætt...en mér finnst hann bara ógó mikið krútt...alltaf....með og án dífæ...

Minnstan er að verða pínu gelgja...samt mjög þægileg gelgja...en hún hefur svosem alltaf haft ákveðnar skoðanir á lífinu og tilverunni svo það eru bara orðnar meiri áherslur á sum atriði meðan önnur skipta ekki máli...

 

Hún er alltaf svaka dugleg og samviskusöm...og það fer svosem ekki mikið fyrir henni ef hún fær að vera hún sjálf...

 

 

Magginn...EKKI mOgginn...eins og sumir halda...he he...er ekki búinn að sættast við hendina eftir handleggsbrotið ljóta í nóvember síðastliðnum og á að fara í skoðun hjá doktor Bækla í næstu viku þar sem hann fær þá að vita hvort eitthvað sé hægt að gera til að hressa upp á rýrnaða vöðva...beyglaða hendi og máttleysi...auk allra skemmtilegu verkjanna sem þessu fylgja....

Við erum bara bjartsýn á að þessu verði kippt í lag...smá viðgerð og hendin verður eins og ný...ekki spurning...

Við erum grenilega bara að komast á þennan svokallaða viðhaldsaldur...það er svona eitt og annað að bila en sem betur fer er nú flest hægt að laga...þetta er náttla bara veðurfarið...eða...kannski aldurinn...og gerir okkur...þegar upp er staðið...bara flottari og betri og lengir lífaldurinn um að minnsta kosti helming....

Þó ég sé nú litgreind sem vetur í kokkabókum Heiðars Jónssonar snyrtis...æ muniði æðið einu sinni...það fóru ALLIR í litgreiningu til hans...þá játa ég það nú að ég kvíði pínu fyrir vetrinum þetta árið...en ekki vegna hans sjálfs heldur tímans sem er framundan...en ég ELSKA veturinn sjálfan sem slíkan...það er svo margt óljóst í pípunum...og það pirrar mig að vita ekki hvernig málin munu þróast í nánustu framtíð...ekkert óþolinmóð neitt...vill bara hafa allt á hreinu svona persónulega...

En svo veit ég að það er náttla bara þannig að hver dagur kemur með ný tækifæri og það sem maður er að búa sér til kvíða yfir er búið að leysast áður en maður nær að verða alvarlega áhyggjufullur....

 

 

Það er enn svolítið óljóst með mönnunina í leikskólanum í vetur...það er enginn að sækja um þetta vellaunaða og mikilsmetna starf...he he....en bærinn heldur samt áfram að byggja leikskóla...það vantar ekki...þrír nýjir á teikniborðinu auk þess sem það er verið að stækka litla krúttkofann minn...en ég vona að þeir þarna í hæstu hæðum teikni þá nokkra flotta leikskólakennara í leiðinni.....gæti hentað ágætlega að hafa þá karlkyns...það gefur stéttinni aukna von um betri laun og kannski einhverja viðhorfsbreytingu ráðamanna til starfsins...í framtíðinni...það er ekki heppilegt að vera kvennastétt á þessum síðustu og verstu...sérstaklega ekki ef maður er í umönnunar eða heilbrigðisgeiranum...samanber ljósmæðurnar okkar....það getur enginn án þessara starfsgreina verið...en við erum bara eitthvað sem er þarna...hefur alltaf verið...og verður alltaf...ómissandi...en kannski aldrei metnar að verðleikum...nema börn framtíðarinnar breyti viðhorfi og gildismati þjóðfélagsins og setji koonur og þeirra störf á hærra plan...hver veit???

Talandi um ljósmæður...þá varð mér hugsað til þess um daginn egar ég var að eiga börnin mín...

Ég var með svaka plön í kringum fæðingu Elstamanns....búin að ákveða allt varðandi fæðinguna...deyfingar...umhverfi...og bara nefnið það... og velja tónlistina líka...það átti að hafa svo góð áhrif á móðurina verðandi að hafa sína eigin tónlist í eyrunum þegar þessi stóra stund myndi renna upp...

Ég valdi Jean-Mikael-Jarre...ógó flotta tónlist með náttúruhljóðum og fíneríi...en þar sem það tók ekki nema 36 klukkutíma að koma blessuðu barninu í heiminn....þa var ég búin að fá nett ÓGEÐ á diskdruslunni og var að pæla í að taka hann ekki með mér heim....eins og þetta átti að hafa góð áhrif...well...það var ekki að gera sig í þetta skipti...meira að segja staffið þolinmóða..læknar.. ljósmóðir... svæfingalæknir...skurðlæknir...nemar og hjúkkur voru farin að skima í allr áttir...til að átta sig á hvaðan þessi óhljóð bárust....farin að ókyrrast aðeins yfir þessari síbylju öldugangs...fuglagargs...hvalavæls...fiskablúbbs og guð má vita hvaða óhljóð þetta voru...

 

Þegar ég átti Miðorminn ákvað ég að láta útvarpið á spítalanum nægja....fæða af fingrum fram...og skipta mér ekkert af tónlistinni...láta bara ráðast hvort ég heyrði í einhverju slíku eður ei...

Þegar ég var á síðustu metrunum með að koma blessuðu barninu út glumdi hins vegar hinn mikli MeatLoaf í hátalarakerfi fæðingastofunnar...I will do anything for love... ..I will do anything for love...but i wan´t do that....thí hí...og á mínútunni sjö þennan morgun kvað við öskur ungabarnsins í bland við...Útvarp Reylkavík .. Útvarp Reykjavík...Góðan dag...klukkan er sjö....!!!

Við fáum alltaf smá kast þegar við heyrum þetta lag...finnst það ennþá mega flott og ég get alveg hlustað á það...

 

Þegar Minnstan mætti til leiks var ekkert útvarp og mér var slétt sama....tók ekki eftir því þar sem þessi fæðing gekk hratt og vel...en þegar við mæðgur lágum og dormuðum þarna inni á hvíldarstofu var búið að kveikja á útvarpi og við kúrðum þarna tvær aleinar í heiminum og hlustuðum með öðru eyranu á söguna af Tuma Þumal...með Gylfa Ægis og co...og Magginn var að hlusta á sömu rás á leiðinni heim til Dalvíkur...nýbakaður pabbinn með brosið fast á fésinu...raulandi með barnaefninu...svo spenntur að segja litlum guttum frá lítilli systur...að hann hafði ekki einu sinni hugsun á að skipta á aðra rás....

Og þegar maður spáir í það..þá tengir maður sum lög mjööög mikið við ákveðna atburði...fólk ...eða ástand...tónlistin nær inn í innsta hring tilfinninga og maður staldrar ósjálfrátt við...og hugsar til baka...með blöndu af einhverskonar trega og broti tengdu líðan manns þegar maður heyrði lagið...það er einhver snerting í hugskotinu sem hreyfir við minningunum...ótrúlega merkilegt...og ótrúlega satt...held að allir geti verið sammála um það...

Og ýmist fer maður ósjáfrátt að brosa...nú eða nokkur tár laumst niður vangana...

Jæja...kominn góður skammtur af væmni hérna....

  

 

:Læt þrjá góða flakka: 

 

Fjölskyldan sat við matarborðið á sunnudagskvöldi.
 "Pabbi, hvað eru margar gerðir af kvenmannsbrjóstum til ?" spurði
sonurinn  allt í einu.
 "Þær eru þrjár, sonur sæll. Þegar að konan er á þrítugsaldri eru
 brjóst hennar eins og melónur, kringlótt og stinn. Á fertugs- og
fimmtugsaldrinum  eru þau eins og perur, enn falleg en farin að lafa svolítið. Þegar að konan
 er komin yfir fimmtugt þá má líkja brjóstum hennar við lauka." "Lauka ?"

 Já, þú horfir og þú grætur !
 Smáþögn.

 "Mamma, getur þú sagt mér hve margar tegundir ef tippum eru til
?"spurði dóttirin.
 Mamman brosti, leit á eiginmann sinn og sagði:" Maðurinn gengur í
 gegnum þrjú stig. Þegar að hann er á þrítugsaldri er limur hans eins
og eik, öflugur og harður. Á fertugs- og á fimmtugsaldri er hann eins og
 birki, sveigjanlegur en traustur og þegar að hann er kominn yfir
fimmtugt
 má líkja honum við jólatré!"
 " HA, jólatré ?"
 " Já hann þornar hratt upp og kúlurnar eru bara til skrauts! "

Múhaha...

 

Glæsileg ung kona með rautt hár hitti lækninn sinn og tjáði honum að alveg sama hvar hún snerti líkama sinn þá væri það mjög sársaukafullt.
“Athyglisvert!” sagði læknirinn. “Sýndu mér!”
Sú rauðhærða setti út fingurinn, þrýsti á vinstri ristina og öskraði, síðan þrýsti hún á olnbogann og orgaði enn meira. 
Hvar sem hún snerti sig þá argaði hún af sársauka.
Læknirinn sagði: ”Þú ert ekki rauðhærð í alvörunni?”
“Nei”, sagði hún, “ég er ljóska.”
“Þetta vissi ég,” sagði læknirinn, “þú ert fingurbrotin!” 
Ha..ha..ha...!


...Og konan í Bónus….. 

Kona nokkur var að versla í Bónusverslun í hverfinu.
Hún var búin að setja 1 lítra af léttmjólk í körfuna ásamt 1 eggjabakka með 10 eggjum, 1/2 lítra af appelsínusafa, 1 höfuð kínakál, kaffipakka og bréf af beikoni.
Ölvaður maður fyrir aftan hana í röðinni fylgdist með þegar hún raðaði þessum hlutum á færibandið við kassann. Þegar kassadaman tók til að lesa strikamerkin inn sagði drukkni maðurinn hæglátlega:
"Þú ert örugglega einhleyp"!
Konunni gramdist þessi ummæli drukkna mannsins en jafnframt fannst henni athugasemdin skondin þar sem það var vissulega rétt, hún var einhleyp.
Hún virti fyrir sér þessa sex hluti á bandinu og furðaði sig á hvernig í ósköpunum hann gæti komið með svona fullyrðingu af þessum ósköp venjulegu innkaupum. Forvitnin varð henni um megn svo hún sagði:
" Þetta er vissulega hárrétt hjá þér. Hvernig í ósköpunum geturðu séð það??"
Drukkni maðurinn svaraði:
" Af því að þú ert ljót!"

Ojojoj……. 

 

MUNA: Sólin kemur alltaf upp, sama hvað gerist á næturnar....um að gera að vera bara bjartsýnn og glaður og BROSA...því eitt lítið bros getur dimmu í dagsljós breytt........

 Knúsist og kyssist endalaust elskurnar mínar...Love you!!!!!

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Brattur

... það er rétt... vera jákvæður og vakna glaður og kátur...  það er gott viðhorf til lífsins...

Brattur, 11.9.2008 kl. 22:31

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Það er svo gott að hósta hraustlega...........

....með Mogganum

Megi morgundagurinn færa þér gleði og blessun

Hrönn Sigurðardóttir, 11.9.2008 kl. 22:38

3 Smámynd: Brynja skordal

Takk fyrir bloggvináttu Mikið var gaman að lesa þessa bloggfærslu þína hafðu ljúfa nótt elskuleg

Brynja skordal, 11.9.2008 kl. 22:53

4 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús kveðjur til þín

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 11.9.2008 kl. 22:57

5 Smámynd: Sigrún Jónsdóttir

Þetta var skemmtilegur og innihaldsríkur lestur frá A - Ö.

Takk fyrir bloggvinabón, hún er vel þegin

Sigrún Jónsdóttir, 11.9.2008 kl. 23:27

6 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Góð færsla að vanda.

Það er rétt hjá þér það er best að vera jákvæður,því þá vaknar maður örugglega glaður og tilbúin að taka við því sem nýr dagur hefur upp á að bjóða.

Hafðu það sem best kæra bloggvinkona ;)

Anna Margrét Bragadóttir, 11.9.2008 kl. 23:27

7 Smámynd: Dísa Dóra

ohhhh er alveg eins og þú og hlakka til vetrarins og jólalósanna og alls þess.  Er algjört jólabarn þrátt fyrir að vera Búddisti hehe - elska ljósin, jólasveinana og allt það. 

Knús til þín 

Dísa Dóra, 12.9.2008 kl. 10:06

8 identicon

Hæ skvísa. Óborganlegur brandarinn um ljóskuna verða að segja Gulla mínum þann brandara. Vildum bara þakka fyrir vikuna. Alveg satt það sem þú segir á bólarablogginu öll börn fara grátandi (náda= krúttið þitt að tala) heim til sín. Ég þarf allavegana að múta mínum að koma heim eða þá bara vera hræðilega vond (ekki láta þér bregða ef þú heyrir í Ginganum grátandi um fjögur, þá er hann bara að fara heim, hundfúll yfir að gamlan sé komin að sækja hann ). Hlökkum til að sjá þig í næstu viku.

Kv,

Ingunn og Guðmundur Ingi (Begga doddu heim , híhíhí krúttkallinn að tjá sig ).

Ingunn og Gingi (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 00:20

9 identicon

Hahahha........fulli maðurinn, hrikalega fyndið:)  Alltaf gott að lesa hjá þer Begga, færð mann alltaf til að hugsa um fallegu hlutina, takk fyrir það:) kv. Pálína

Pálína (IP-tala skráð) 13.9.2008 kl. 08:07

10 Smámynd: Einar Indriðason

Innlitskvitt

Einar Indriðason, 13.9.2008 kl. 09:27

11 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Knús til þín...skemmtileg færsla...gaman að lesa....

Fanney Björg Karlsdóttir, 14.9.2008 kl. 00:03

12 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Hvenær verða mikilvægustu störfin metin að verðleikum? Ég vona að það finnist fólk sem er tilbúið að vinna á leikskólunum, það er svo dásamlega skemmtilegt um leið og það fylgir því mikil ábyrgð.

Já, er ekki gott að átta sig á að sólin kemur alltaf upp, meira að segja þegar við sjáum hana ekki fyrir skýjum, þá er gott að vita að hún er þarna samt  og kemur fram fyrr en varir

Gleðin fylgi þér inn í veturinn kæra bloggvinkona

Ragnhildur Jónsdóttir, 14.9.2008 kl. 13:47

13 identicon

Elsku Beggan mín!  Alltaf er jafn dásamlegt að lesa bloggið þitt.  Þú hefur einstakt lag á að halda jákvæðni á lofti þrátt fyrir að hið gagnstæða væri mörgum eðlislægra.  En ekki þér!  Þú ert yndisleg

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 15.9.2008 kl. 14:04

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband