...ÚBBS...ÉG VAR KLUKKUÐ...EKKI KLIKKUÐ...
2.9.2008 | 23:39
ÚBBS...ég var klukkuð...hmmm.....Erfitt að takmarka sumt við fjögur svör....en geri mitt besta eins og landsliðið.....
Fjögur störf sem ég hef unnið um ævina:
-Unglingavinnan
-Kjötvinnsla SS hamborgaradeild
-Göngudeild krabbameinslækninga
-Leikskólakennari...og er enn....
Fjórar bíómyndir sem ég held upp á:
-Les Miserables
-Forrest Gump
-Titanic
-Mamma Mia
Fjórir staðir sem ég hef búið á:
-Kópavogur
-Hafnarfjörður
-Dalvík
-Fredrikstad
Fjórir sjónvarpsþættir sem mér líkar:
-Dog whisper
-A Haunting
-Medium
-Næturvaktin...
Fjórir staðir sem ég hef heimsótt í fríum:
-Washington
-New York
-Stokkhólmur
-Kaupmannahöfn
..og fleira og fleira...
Fjórar síður sem ég skoða daglega fyrir utan blogg:
-Mbl.is
-Barnanet.is/bol/
-Valur.is
-Rithringur.is
Fjórar bækur sem ég hef lesið oft:
-Pollyanna (he he...)
-Samræður við Guð
-Mikael Handbókin
-Gömlu bækurnar hennar mömmu, Krilla, Tataratelpan, Blómakarfan...
-Og svo hef ég lesið Depil og Stubbana að minnsta kosti fjórtánhunruð sinnum....
Fjórir bloggarar sem ég klukka...:
-Arna Stjarna,,,
-VandeKamp,,,
-Danaveldi,,,
-Valaben,,,
Koma svo...þið sem eruð klukk....!!!.
Smá fyndið með....:
Vantar einhvern gott ráð til að öðlast innri frið?
Þetta virkaði svo asskoti vel fyrir mig....he he.... og af því að í amstri hversdagsins þurfum við eitthvað til að viðhalda þessum innri frið segi ég þetta:
Með því að fylgja einföldu ráði sem ég las í Cosmo, hef ég loksins fundið innri frið.
Þetta stóð í greininni:
"Leiðin til að öðlast innri frið er að klára allt sem þú hefur byrjað á".
Ég horfði yfir íbúðina mína og sá allt það sem ég hafði byrjað á og ekki klárað....
Og áður en ég fór út í morgun kláraði ég flösku af rauðvíni, flösku af hvítvíni, eina hálffulla Bailey's, Kahlua og kalkúnasamloku, hálft bréf af Prozac, slatta af valium, hálfa ostaköku og box af súkkulaði.
Þú getur ekki ímyndað þér hvað mér líður hreint andskoti vel, þessi innri friður er alveg að virka....
Endilega segðu frá þessu ef það er einhver þarna úti sem þú heldur að þurfi á innri frið að halda..........
( stolið....he he....)
Eigið góðan dag....á morgun....
MUNA: Mistök eru tækifæri til að byrja uppá nýtt, á skynsamari hátt-
Athugasemdir
Mér líst eiginlega ekki á þessa hugmynd til þess að öðlast innri frið....
Góðan dag Begga mín.
Linda litla, 3.9.2008 kl. 08:06
Ómægooood! Var ég klukkuð? Gaman að þessu....best að fara að drífa sig í að skutla klukkinu inn....knús á þig!
Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 3.9.2008 kl. 15:40
Hikk........ ég kláraði líka allt.
Anna Einarsdóttir, 3.9.2008 kl. 22:25
oooo.... var ég of seinn... allt búið...
Brattur, 3.9.2008 kl. 22:37
Bæta við athugasemd [Innskráning]
Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.