ER HÆGT AÐ FÁ ALLT FYRIR PENINGA????

Sönn saga úr nútímanum....sem gerðist fyrir alltof stuttu síðan....   

      

 

Kynni þeirra hófust fyrir átta árum síðan, þau voru bæði að byggja sig upp og bæta heilsuna á til þess gerðum stað og þau náðu vel saman þrátt fyrir mikinn aldursmun.

Þau gátu talað um allt milli himins og jarðar og henni fannst hún geta sagt honum allt. Þetta var vinátta sem var hlý og einlæg og mjög gefandi fyrir báða aðila.

Eftir veruna þarna fóru þau í sitthvora áttina, hann heim á býlið sitt til konu og barna, hún heim til sonar síns og hélt áfram streði einstæðrar móður.

  Þau héldu sambandi, áfram á vináttunótunum og það var djúpur og einlægur skilningur sem ríkti í þessari vináttu. Hún taldi sig heppna að geta spjallað við sér eldri og lífsreyndari mann sem átti stundum ráð og var bæði upprörvandi og skemmtilegur í spjallinu.

Hún eignaðist mann og fleiri börn og þau fóru stundum í heimsókn til mannsins og fjölskyldu og áttu góðar stundir hjá þessum öðlingi í sveitinni.

Líf hennar var enginn dans á rósum, hún varð að takast á við alls kyns mótlæti eins og gengur, sinna uppeldinu, heimilinu og öllu sem því fylgir.Og hún þurfti að takast á við sjálfa sig og sína kvilla,meðal annars sjúkdóm sem er mikið þunglyndi.

Henni gekk ágætlega að finna taktinn í lífinu eftir að hún hafði farið djúpt niður á botn og það virtist sem lyfin væru að gera sitt gagn.

  

Hún átti og á enn fullt af góðum vinum og aðstandendum sem hafa alltaf staðið með henni og munu alltaf gera. Og hún gat alltaf bjallað í gamla vininn sem var svo uppörvandi og þægilegur áheyrandi, góður vinur.

Hann hafði samband við hana í vetur og kvaðst langa að hjálpa henni meira, sagðist vera að selja jörð og að hann væri bún að heita á hana...ef jörðin myndi seljast myndi hún ekki þurfa að hafa fjárhagsáhyggjur meir í þessu lífi.Hún, hógvær eins og alltaf, sagði þetta alveg óþarft, hann þyrfti nú ekkert að gefa henni neitt, hann væri góður vinur og hún væri þakklát fyrir það...en auðvitað var tilhugsunin um að losna við fjárhagsvandann ótrúlega lokkandi og ljúf.En, það hefur aldrei verið hennar stíll að væla eða kvarta, svo hún sagði enn og aftur að hann þyrfti nú ekkert að vera að heita á hana...

 

Hann hins vegar stóð fastar á því en fótunum, þegar jörðin myndi seljast myndi hann láta hana hafa áheitin og hún myndi algerlega losna við þessar áhyggjur, hún ætti það sannarlega skilið því hún væri algjör perla, sem hún svo sannarlega er. Skínandi og gullfalleg perla.

Hún heyrði frá honum af og til, jörðin seldist, kaupin gengu til baka, hann vonaði að ekki liði langur tími þar til hún myndi seljast aftur og kaupin standa. Loforðið um áheit hans stæði enn eins og stafur á bók.

Hún reyndi að hugsa ekkert um þessa aura, fannst þeir fjarlægir og ekkert erindi eiga til sín, en auðvitað laumuðust draumarnir inn bakdyrameigin... tilhugsunin um að losna við skuldahalann og geta staðið í skilum með allt sitt kítlaði og hún sá fyrir sér betri tíð með blóm í haga....

  

Og svo kom símtalið...komdu!....jörðin er seld og þú mátt sækja þinn hlut....við skulum ganga frá því strax!

Hún var ekki viss...en fékk alls staðar skilaboð um að taka bara við þessu...hann hefði heitið á hana og hún mætti til að taka við því.Maðurinn vildi henni vel og hún skyldi alls ekki vanmeta það.

 

Hún var efins...fannst þetta aðeins of gott til að geta verið satt...

Og hún fór...dreif sig í sveitina..svolítið kvíðn...en með væntingarnar í hjartanu...jibbí! þetta var að gerast...þetta var satt....!

Hún var ekki með neina upphæð í hausnum...en vissi að hann hafði fengið nokkra tugi milljóna svo....????

  

Hann var heima og þau hjónin fögnuðu henni eins og kærri dóttur. Hún var glöð og faðmaði þau að sér eins og henni einni er lagið...til að sýna vináttu sína og trúnað...

  

Hann bauð henni með sér í bíltúr til að spjalla og hún fór með honum...full eftirvæntingar og gleði.

  

En þetta var of gott til að geta verið satt...nákvæmlega eins og hún hafði óttast innst inni.

Hann sagðist hafa heitið henni þúsund krónum á milljón...auðreiknað dæmi...ekki sérlega há upphæð...langt frá hennar vonum og væntingum....upphæð sem myndi ekki breyta neinu fyrir hana í raun...En hún bar sig vel og þakkaði honum fyrir...bljúg og brosandi,,,með hjartslátt af vonbrigðum.

 

Hann fékk hana til að labba með sér upp að útihúsum sem tilheyra sveitinni hans...og gerðist æri nærgöngull....hann vildi sem sagt eitthvað fyrir sinn snúð...Henni dauðbrá..maðurinn var jú á áttræðisaldri og það hafði aldrei hvarflað að henni að hann gæti átt svona hlið...

 

Hún ýtti honum frá...algerlega eyðilögð og niðurbrotin...og fann reiðina hellast yfir sig...og vonbrigðin...og sársaukann....

Henni fannst hún algjört fíf..hvernig datt henni í hug að einhver kall úti í sveit vildi gefa henni eitthvað.... hvernig datt henni í hug að koma alla þessa leið og halda að þarna væri virkilega manneskja sem vildi henni svona mikið og vel?Hún hafði vitað það innst inni allan tímann að þetta væri of gott til að vera satt..en hún hafði ekki hlustað á sína innri rödd...Hvers vegna hafði hún ekki bara farið eftir innsæinu og látið hann leggja inn á reikninginn hennar ef hann virkilega ætlaði sér að gefa henni einhverja summu....?

 

Í stað þess að upplifa einlæga gleði og þakklæti var hún komin í þessar ömurlegu og niðurbrjótandi aðstæður...alein og hjálparvana...svo lítil...og ein....

  

Hann brást ekki vel við...hann hafði haft væntingar um að fá eitthvað frá henni....fjörutíu árum yngri manneskjunni....hann hafði haldið að hún myndi þekkjast hann og hans ógeðslegu væntingar...vitandi um konuna sína inni í bænum og manninn hennar marga kílómetra í burtu....

  

Hún náði að ýta honum frá og segja honum vilja sinn....hún vildi ekki að hann snerti sig...kyssti og káfaði á henni... og hann....fyrrverandi vinur hennar... var orðinn að hrukkóttu skrímsli....sem lúffaði og sagði henni að koma inn í bíl...konan hans væri með mat fyrir þau...

Hann sagði henni að láta sem ekkert væri....þiggja matinn og halda andlitinu...

Og hún hlýddi....fylgdi honum eins og hundur inn í bæ....þáði mat og reyndi að spjalla glaðlega við bóndakonuna yndislegu sem var bara hlý og nærgætin...eins og alltaf...

  

En hún grét inni í sér...langaði að öskra og æpa....segja konunni og öllum heiminum hvaða mann eiginmaðurinn hefði að geymna....en hún gerði það ekki.....var bara góða stelpan og lét eins og allt væri í himnalagi....

Hún varð feignari en orð fá lýst að komast burtu frá þessum viðbjóðslega bæ sem hún mun aldrei nokkurn tímann heimsækja aftur....en innra með henni háðu hið góða og illa mikið stríð....loks brast stíflan og hún keyrði grátandi áleiðis heim... 

Hún fékk taugaáfall...byrjaði að skjálfa og nötra og var svo lánsöm að komast til elskulegrar frænku sinnar sem tók henni opnum örmum og umvafði hana allri sinni ást og kærleka....talaði uppörvandi til hennar og reyndi að hjálpa henni eftir megni....

Eiginmaðurinn fékk líka áfall...og skildi ekki af hverju hann hafði leyft henni að fara einni í þessa óvissuferð...sem átti jú að verða hennar mesta gæfa....

Hver hefði trúað að málin myndu þróast á þennan veg???

Hún átti erfiða nótt og ennþá verri dag....ömurlegheitin helltust yfir hana og hún sökk beint á bólakaf í þunglyndi...sá enga framtíð...enga birtu....engan tilgang....ekkert ljós...

Hún bara grét og grét og grét...og fannst hún algerlega einskis virði....

  

Hún sá ekki brosin á andlitum barnanna sinna...ástina í augum eiginmannsins.... kærleikann í kringum sig...sólina á himninum og stjörnurnar sem blikuðu skært í sumarhúminu...hún sá ekkert nema sortann....

  

Hún ákvað að binda endi á þetta....komast burt frá þessu eymdarlífi og um leið losa heiminn við sig...

  

Besta mamma í heimi kom og gerði allt sem hún gat til að gera henni lífið bærilegra og betra....og þær ákváðu að hún myndi fara með henni heim þar sem þær gætu talað og grátið saman í næði.....því besta mamma skilur mann best....

  

Deginum sem hún lagði af stað gleymir hún aldrei...hún var alveg ákveðin.....ætlaði að finna sér stað á bjargbrúninni ofan við bæinn og keyra framaf...með ekkert belti....það hlyti að duga til að losa hana frá þessu helvíti sem heimurinn var þetta augnablik...

  

Áður en hún lagði af stað kom sonur hennar hlaupandi...með útbreiddan faðm og ætlaði aldrei að hætta að faðma hana...kyssa og segja henni hversu heitt hann elskaði hana.....eitthvað sem hann var ekki vanur að gera...eitthvað sem fékk hjarta hennar til að blæða...eitthvað sem kom hreyfingu á hugsanirnar....og hún yfirgaf heimilið sitt grátandi....

 

Hún var alveg ákveðin.....skimaði eftir heppilegum stað og ætlaði ekki að snúa aftur....alveg ákveðin...

  

Í útvarpinu var einhver rödd sem talaði í fjarlægð....um eitthvað sem hún skildi ekki og skynjaði ekki í gegnum hugsanirnar um endalokin...en skyndilega sagði röddin í tækinu: Þú skiptir máli.....

  

Hún hrökk við....orðin lömuðu hana eitt andartak og skyndilega rofaði til í hausnum á henni...hún sá son sinn fyrir sér ...augun sem tjáðu henni ást sína í fullri einlægni...einlægni barns sem kann ekki að ljúga....kann ekki að vera falskt...þekkir ekki enn heiminn nógu vel til að kunna að látast..... þykjast.... barns sem segir bara það sem er sannleikur...og meinar það sem það segir....frá innstu hjartarótum...hvert einasta orð...

  

Og hún þakkaði guði i huganum fyrir að hafa komið vitinu fyrir sig....hún fann að hún gat ekki farið...var of mikilvæg til þess að láta einhvern kall úti í sveit hafa svona mikil áhrif á sig....gamlan kallskratta sem hafði ekkert með hennar líf að gera....hún var einum vininum fátækari en heilu lífi ríkari....

  

Og það var svoooo gott að koma heim......

  

Vitiði...þetta er ekki skáldskapur...þetta er heilagur sannleikur úr íslenska hversdagslífinu.....og ég bara get ekki annað en grátið af skömm og niðurlægingu fyrir hönd hennar sem fyrir þessu varð...þvílíkur og annar eins viðbjóður...og ég spyr mig: Er hún sú eina...fyrsta...eða eru margar konur þarna úti sem bera ör eftir þennan karlskratta....?

  

Miðað við að hann segir henni að láta sem ekkert sé gagnvart konu sinni finnst mér eins og þetta sé ekki í fyrsta eða eina skiptið sem hann leikur þennan leik....

  

Þarna er ljótleikinn í allri sinni mynd...traðkað illilega á tilfinningum og heiðarleika...trúnaðartrausti og einlægri vináttu...

  

Hvernig á hún að geta treyst fólki eftir þessa reynslu?   

     

 

 

« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Úff.. segi ég bara. Helvítis karlfjandinn.

Jóna Á. Gísladóttir, 9.8.2008 kl. 02:19

2 Smámynd: Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir

Já, helvítis kallfjandinn, hefur sko ekki verið að gera þetta í fyrsta skiptið, allt þaulskipulagt og vel undirbúið. -

Gott hjá þér að skrifa um þetta, og segja frá þessu. -  Ég er alveg handviss um að það eru margir hans líkar úti í Þjóðfélaginu, bíðandi eins og úlfurinn eftir litlum saklausum Rauðhettum til að éta.  Eftir að vera búin að éta ömmuna og mömmuna jafnvel á undan.

Lilja Guðrún Þorvaldsdóttir, 9.8.2008 kl. 02:45

3 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Ég fékk gæsahúð! Rosalega var ég fegin að hún mundi eftir syni sínum og hætti við.......

Hrönn Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 10:17

4 Smámynd: Anna Einarsdóttir

Vá.... þú kannt að skrifa.

Þessi frásögn hélt mér fanginni frá A til Ö.  Það eru örugglega miklu fleiri "svona" menn en okkur getur órað fyrir.  Knúsaðu þessa konu frá mér og segðu henni að hún sé einstök. 

Anna Einarsdóttir, 9.8.2008 kl. 18:17

5 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Rosalegt, skildi helvítis kallinn hafa heitið á margar og heftur kannski rukkað inn marga "skuldina" í útihúsunum.?  Faðmlag til konunnar sem lenti í þessu.  Kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 9.8.2008 kl. 19:40

6 Smámynd: Dísa Dóra

úfffff þetta er að ég held því miður veruleiki svo allt of margra.  Ömurlegt að svona mannvonska sé til og enn ömurlegra í raun að þeir komist upp með slíkt.  Það er bara langt í frá auðvelt fyrir þá sem verða fyrir slíku að segja frá og hvað þá láta það fara lengra - fyrir nú utan að sönnunarbyrgðin er það sterk að í svona tilfelli er nær ómögulegt að sanna neitt þar sem sennilega yrði bara orð á móti orði. 

Knús til þessarar konu og takk fyrir að segja söguna á svo hrífandi hátt - hún er hetja sem valdi stærstu gjöfina = lífið. 

Dísa Dóra, 9.8.2008 kl. 20:17

7 Smámynd: Ragnhildur Jónsdóttir

Úff, Guð minn góður hvað fólk getur verið vont. Til allrar hamingju náði kærleikurinn til konunnar á örlagastund og Lífið sigraði. Hugg og knús til hennar.

Þú segir rosalega sterkt frá þessu, ég sit með tárin í augunum.  

Ragnhildur Jónsdóttir, 9.8.2008 kl. 22:42

8 Smámynd: Sigrún Óskars

Takk fyrir þessa sögu. Ætli þessi maður sé ennþá að? Sendi kærleik til konunnar sem í þessu lenti.

Sigrún Óskars, 9.8.2008 kl. 22:53

9 identicon

Vá Begga...... takk fyrir þessa frásögn, og hetjan er sú sem varð fyrir þessu að geta sagt frá þessu, því þögnin sem hefði getað orðið hjá viðkomandi, er dauðans alvara,  hræðilegt að vita til þess að til eru manneskjur, sem misnota, traðka og fótum troða, traust, einlægni og vináttu annars fólks, en því miður eru svona karlskrattar til víða og kerlingarskrattar líka ef út í það er farið.     Kærleik og knús til ykkar beggja, Kv. Pálina

Pálína (IP-tala skráð) 10.8.2008 kl. 17:56

10 Smámynd: Hugarfluga

Úff, en hræðileg saga úr raunveruleikanum. Vildi óska að hún væri uppspuni. Takk fyrir að deila henni með okkur og skilaðu kveðju til þessarar hugrökku konu og segðu henni að ég sé glöð að vita af henni á meðal okkar. Stolt af að vera hennar kynsystir!

Hugarfluga, 10.8.2008 kl. 20:14

11 Smámynd: Brattur

... þú segir vel frá... mikið rosalega getur fólk verið vont... þessi frásögn togar mann sundur og saman... gerir mann bæði reiðan og sorgmæddan...

... ótrúlegt hvað menn geta lagst lágt...

... það snart mig mikið þegar hún hugsaði til sonar síns og hætti við... það er fallega hliðin á sögunni...

Brattur, 10.8.2008 kl. 21:07

12 Smámynd: Ragnheiður

Hræðileg reynsla en þú kemur henni vel til skila, hér les enginn nema lesa alla leiðina niður.

Takk fyrir færsluna

Ragnheiður , 10.8.2008 kl. 23:04

13 Smámynd: Einar Indriðason

Argh!  Þú mátt senda henni innlitskvitt frá mér, vonandi með einhverjum jákvæðum straumum frá mér líka.  Alveg merkilegt hvernig svona viss atriði geta snúið lífinu við.  Atriði, sem dags daglega gætu flokkast sem smáatriði, en við svona kringumstæður... þá er þetta bara vendipunkturinn.  Ekkert flókið við þetta. 

Það að krakkinn skildi ná svona til hennar... og síðan þessi þrjú orð í gegnum suðið í útvarpinu:  "ÞÚ SKIPTIR MÁLI".  Þetta er það sem hún þurfti, greinilega.  Og, þetta hefur virkað.  Mjög gott að heyra þetta.  Mjög gott að heyra jákvæðan endi á svona sögu!

Einar Indriðason, 10.8.2008 kl. 23:13

14 Smámynd: Edda Agnarsdóttir

Lífsreynslusaga sem því miður eru alltof margar eins eða svipaðar. Takk fyrir vel skrifaða frásögn.

Edda Agnarsdóttir, 10.8.2008 kl. 23:43

15 Smámynd: Fanney Björg Karlsdóttir

Fanney Björg Karlsdóttir, 11.8.2008 kl. 00:10

16 Smámynd: Ingibjörg Friðriksdóttir

Maður verður hryggur eftri svona lesningu.  Karlskrattinn er því miður ekki sá eini sem misvirðir traust kvenna.

Bestu óskir til þolandans!

Ingibjörg Friðriksdóttir, 11.8.2008 kl. 14:51

17 Smámynd: Linda litla

Þetta er viðbjóður og karlhelv.... er ógeðslegt. Þetta er búið að vera fals út í gegn, eins og hann "reyndist"henni vel, djö.... karlhelv... afsakaðu orðbragð mitt. En fórnarlambið benti mér á að þú hefðir skrifað um þetta og best væri hreinlega að nafngreina viðbjóðinn.

Þú segir vel frá Begga og ég held að þú sért góða kona og vinkona, þó að ég þekki þig ekkert, þá væri ég alveg til í að kynnast þér.

Takk fyrir þessi skrif..... það eru alveg örugglega fullt af svona ógeðsköllum til, best væri að koma þeim fyrir kattarnef.

Farðu vel með þig.

Linda litla, 11.8.2008 kl. 19:32

18 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 12.8.2008 kl. 19:33

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband