...OG ÞAÐ VEÐUR Á MÉR EINS OG ALLTAF....

 

                                      

 

 

Jæja...tíminn alltaf að flýta sér og svona...sumarið flýgur áfram og júlímánuður á síðustu metrunum...en...ég er enn í fríi...ligga ligga lá....og er alveg að fíla það.... 

En það gerðist eitthvað með blessaða sólina....sem skein hér dag eftir dag og gladdi okkur klakabúa endalaust með nærveru sinni....

Ekki að rigning sé eitthvað slæm....sólin er bara einhvern veginn betri á þessum árstíma... Fólk í fríi lætur samt svona vætu ekkert á sig fá....

Við Trönuhjallatöffararnir erum bara góðir..... 

Við erum búin að fara í smá útilegu....tjölduðum við sumarbústað í Reykjaskógi þar sem Tengdó höfðu leigt sælureit í vikutíma....

   

 

Pökkuðum og gerðum klárt á föstudaginn...brugðum okkur svo á Hlíðarenda til að sjá Valsarana okkar etja kappi við Keflvíkingana og ÞAR VAR SÓL...ó mæ god...við vorum að kafna.....að ég tali nú ekki um spennuna sem var þarna....jibbí kæ jei...en leikurinn hefði mátt falla okkar megin að þessu sinni...það hefði verið sanngjarnt að fá þrjú stig en ekki eitt....

Og Pálminn okkar pottþétti sagði bless..snökt snökt...

Eitt er samt betra en ekki neitt eins og hún Pollýanna sagði alltaf svo við ákváðum að vera bara glöð og kát og stormuðum austur í Reykjaskóg strax að loknum leik... 

 

Sólin var í stuði og við líka...með MAMMA MÍA diskinn í botni og hele familien sönglandi frábæru ABBALÖGIN....OH...HONEY HONEY....!!

Verð að lauma því að í framhjáhaldi að við fórum nokkrar Gaggó skólasystur og sáum MAMMA MIA...og það var geggjað!!!!..aha...alveg þess virði að fara aftur....he he...    

 

   

 

Tjilluðum svo bara í sveitinni...fórum í pottinn og höfðum það voða gott...tjöttuðum við hana Kiddu okkar „ömmu“ sem krakkarnir kölluðu svo meðan við bjuggum í Noregi...en hún er jú afasystir og býr í Osló ásamt hinni „ömmunni“ sem er konan hennar og heitir Reidun....

 

Þetta var alltaf pínu spekulasjón hérna forðum...enda börnin lítil og skildu ekki alveg af hverju það væru TVÆR ömmur þarna í Ammerud Hellinga...en voru bara fullkomlega sátt við það þar sem þær dekruðu þau í klessu.... og þau elskuðu að fara í Ormablokkina til þeirra......

 

Og ég er að segja ykkur það...það er ekki langt síðan þau uppgötvuiðu að þær eru hjón....

   

 

Þóra og Dóri voru í brúðkaupi svo amman og afinn voru barnapíur...en litla Hildur Rós var sko ekki á því að láta þau stjórna sér...enda hún orðin eins árs og farin að hafa skoðanir á lífinu takk kærlega...

 

Sofa...?...why???...til hvers þegar allt þetta skemmtilega fólk er á staðnum og til í að horfa á aðal prinsessuna...syngja...dansa og klappa og leika endalsut með hana????..hvernig dettur fólki þá í hug að maður fari að sofa?????...tala nú ekki um þegar mamma og pabbi eru ekki á staðnum til að halda reglum á lofti...????

Ónei...litla daman volaði smá....öskraði pínu...mótmælti kröftuglega og amma sagði bara að það væri allt í lagi að hún væri vakandi..kannski væri hún með í eyrunum...æi....það er svo sárt að heyra hana gráta....amma getur ekki...mamman myndi bara svæfa litla stýrið þegar hún kæmi aftur!!!!

Jibbí!!!

Og amma og Tante Kidda sungu og trölluðu stanslaust í heila klukkustund...tóku vísur Stefáns Jónssonar með trukki og dýfu...og litla prinsessan var glöð og sæl...rauðeyg af þreytu en þrjóskari en allt....brosti sigurviss og dillaði sér af kæti....he he...hún ætlaði sko EKKI að fara að sofa....na na na bú bú.... 

En hún gleymdi að reikna með leikskólakennaranum sem er orðinn nokkuð sjóaður í grátandi grislingum...þekkir nokkuð vel muninn á frekju og alvvöru....og verður bara heppilega heyrnalaus þegar frekjutónarnir eru allsráðandi.... ohhh.... leiðinlegt..... 

Ég tók völdin....vafði dömunni í sæng...labbaði aðeins afsíðis með hana í fanginu...og hún gat ekki meir.....augun rúlluðu svo sást í hvítuna...augnlokin urðu þung og hausinn ruggaði nokkrum sinnum þegar litla daman reyndi árangurslaust að halda sér vakandi....en að lokum varð hún að láta undan Óla Lokbrá og Sigtryggur vann.....nema hvað?????

Magginn og ég tjölduðum svo okkar forna og góða hústjaldi sem hefur þjónað okkur síðustu þrettán árin eða svo...og það er alveg merkilega gott skal ég segja ykkur...allar súlur heilar og fastar saman á gormum og dúkurinn sterkur og fínn...en liturinn hefur aðeins dofnað með árunum....  

Við hreiðruðum svo um okkur þarna fimm í húbba plús litla ljónynjan...með teppi og sængur...en það var sko kaldara en hell þessa nótt og við hjúfruðum okkur saman eins og litlir hvolpar til að halda á okkur hita.....brrrrrr....það var ekki nema rétt þriggja gráðu hiti og við vorum ekki með prímus eða hitara... brrrrr....

Það jákvæða við þetta var þó að það kom enginn ísbjörn...thí hí....brrrr....

Samt sváfum við nú bara nokkuð vel svona þegar við hættum að nötra og skjálfa og vorum komin með hausana og nefin djúpt undir sængurnar...

Ég hélt svo að við myndum vakna í hitakófi og svitakasti en þannig varð það nú ekki.....það var bara notalegt og allir bara í góðum málum...... 

Veðrið var þó eitthvað að breytast og þegar leið á daginn fór að rigna... 

Doddinn og Arnan, Aroninn sæti og tvíburakrúttin bestu fóru um kaffileytið og þá tókum við niður tjaldið og þáðum að kúra inni í bústað...nóg pláss og allt í gúddí.... 

Það er nebbla svo skrýtið að þó Tengdó leigi bústað þá vilja þau samt alltaf sofa í sínum ágæta húsbíl...Birninum...geta ekki hugsað sér annað...svo við hin nutum góðs af rúmunum sem stóðu auð og ónotuð....

    

 

Það rigndi og rigndi en stytti upp inn á milli og bleytan spillti ekki neinu...hafði engin áhrif,,,nema við fórum ekkert í Kubbið okkar góða.... 

Á mánudag rúlluðum við svo í bæinn í grenjandi rigningu og komum Miðorminum í vinnuna í Nóatúni....Ég var komin með mígrenið mitt skemmtilega...NOT...og því fegin að koma heim í rúmið mitt..... 

Á þriðjudag ákváðu svo Magginn og grísirnir þrír að storma aftur austur því nú skyldi veitt....en svoleiðis hobbí er ekki fyrir mig...ég finn svo til með maðkinum og fiskræflunum að það er ekki vit að bjóða mér í svoleiðis partý....betra að kúra bara heima með mitt grimma mígreni en láta morðóðu fiskiæturnar fara bara ein... 

Þau hittu restina af sumrbústaðaliðinu í Árnesi og stefnan var síðan tekin upp að Þórisvatni.....Við Harauneyjarfoss var stoppað og áð...og þótti Magganum heillaráð að spyrja útí veginn upp að vatninu góða.Var þeim þá tjáð að það væri frekar illfært öðrum en stórum jeppum...  hjálparsveitin hefði þurft að koma og aðstoða fólk þarna daginn áður...svo veiðimennirnir tóku þá ákvörðun að vaða ekki í villu og svíma...en brenndu til baka og skelltu sér bara í Brúará....gott hjá þeim... 

Ég hætti að þrjóskast...fór út í apótek og náði í min fjandanum dýrari mígrenislyf og vááá...ég varð aftur ég sjálf!!!!

 

Taflan virkar í tuttuguogfjóra tíma svo ég var alla vega seif með þá...og er enn....

Ég fór svo bara í skemmtilegt frænkuboð og við áttum frábæra kvöldstund saman...frænkurnar góðu úr föðurættinni...

Það vantaði nokkrar...en við sjö sem vorum á staðnum áttum frábæra kvöldstund og erum strax farnar að hlakka til þeirrar næstu...Bara GAMAN....mæli með svona boðum.... Magginn skilaði sér heim um miðnættið en Minnstan varð eftir í sveitinni hjá ömmu og afa.....gaurarnir áttu að vinna í morgun.... 

Miðormurinn var beðinn um að vera boltsasækir á Hlíðarenda í kvöld og þótti honum það sko ekki leiðinlegt...hann er nebbla loksins búinn að koma sér aftur af stað eftir að hafa hætt æfingum þar sem hann var eitthvað ósáttur við þá grænu....það var eitthvað sem ekki var að gera sig í þeirra herbúðum...

Ormurinn minn var farinn að missa trúna á sjálfan sig og sína færni þrátt fyrir að kennararnir hans í Hjallaskóla hafi stöðugt sagt að hann mætti bara alls ekki hætta....hann væri svo góður...með svo mikla boltatækni....en hann gat ekki hugsað sér að fara aftur í grænu deildina.... 

Guttinn minn tók svo ákvörðun...flutti sig á Hliðarendann og blómstrar þar sem aldrei fyrr.... 

Það var Evrópuleikur í kvöld...UEFA bikarinn...óskaliðið náttla Liverpool...but...hmmm...Bate frá Hvíta Rússlandi var víst staðreynd....

Þrátt fyrir ágætis spil var ekki mikið að gerast í leiknum....þeir Rauðu hefðu alveg getað klárað dæmið...en Hvítrússarnir skoruðu strax á fyrstu sekúndu og það kæfði einhvern veginn allt....líka þeirra leik....

   

 

Ég sá á Slaugubloggi, www.http;//aslaugosk.blog.is, að einhver hafði vitnað í bloggið mitt þar sem ég skrifaði um eineltið sem Elstimann mátti þola í langan tíma...og varð eiginlega bæði hissa og glöð....  

 

Sjá hér: www.http;//beggita.blog.is/blog/beggita/entry/564833/ 

Ef okkar reynsla getur hjálpað einhverjum þá er ég meir en sátt....

Þetta er svo alvarlegt...og hryllilegt....og ég er enn að velta fyrir mér hvort guttinn minn sé búinn að vinna sig alveg út úr þessu eða hvort hann eigi eftir að gera það síðar á lífsleiðinni...og það hræðir mig. 

Hann er mjög léttur í lund og kátur strákur...opinn hér heima og ræðinn....finnst lífið skemmtilegt og hefur áhuga á fullt af hlutum...en ég vakta hann samt...er alltaf að fylgjast með...hvert hann fer...með hverjum hann er...hvað var verið að gera...hvað stendur til að gera....vera alltaf með símann...setja tímamörk á útivistartímann...spyrja um líðan... hugsanir...  pælingar... hugmyndir...áhugamálin....vinina...vinnuna.. umhverfið... aðstæðurnar.... 

Ræða um freistingarnar þarna úti í hinum stóra heimi...áfengi... fíkniefni...hætturnar...glæpina....ofbeldið....misnotkunina og viðbjóðinn sem leynist svo allt of víða....það er svo óendanlega margt sem þarf að passa sig á... 

Reyna samt að vera jákvæð...ekki gera hlutina of flókna...ekki hræða....því lífið er svo ótrúlega margbreytilegt og skemmtilegt og hefur endalausa möguleika uppá að bjóða.... 

Hlusta...skynja...rannsaka...vakta...vera stöðugt á tánum....hafa yfirsýn.... Hann er kominn á þann aldur að allt er svo viðkvæmt...ástarsorgin sem hann upplifði var mjög dramatísk þó hún gengi frekar hratt yfir....tilfinningarnar eru svo ýktar....og skilningurinn á sjálfinu frekar rýr....allt svo opið...óvarið...  óljóst...loðið...en hrikalega spennandi....jafnvel ógnandi???? 

Hvernig bregst barn sem hefur lent í einelti við aðstæðum eins og því að mistakast....geta ekki...skilja ekki....ráða ekki við þetta allt...orsakir og afleiðingar....???? 

Úff...ég fæ sko hnút í magann...finn að hjartað tekur kippi og ég svitna við tilhugsunina um þetta allt...sérstaklega í ljósi þeirra atburða sem hafa verið í fréttum undanfarið...og eru alveg örugglega langt í frá einsdæmi...Og ég finn svoooo til með aðstandendum þessa drengs sem gafst upp...gat ekki meir....náði aldrei að vinna úr þessari ömurlegu lífsreynslu.... 

Lífið getur verið svo skelfilega miskunnarlaust og grimmt...jafn ljótt eins og það getur verið fallegt...jafn ömurlegt eins og það getur verið yndislegt...jafn dapurlegt eins og það getur verið gleðiríkt.... 

Ég ætla samt að halda í þá von og þá trú að drengurinn minn eigi eftir að eiga litríka og fallega framtíð og að eineltið eigi ekki eftir að fylgja honum út í lífið....að hann sé búinn að yfirvinna sorgina...vantraustið og óttann við fjöldann...og að marbletturinn á sálinni sé farinn að dofna....

En ég ætlast ekki til að hann gleymi....frekar nýti sér reynsluna þó sár sé....til aukins þroska...

Hann segist sjálfur vera búinn að fyrirgefa öllum...að hann sé sáttur og að sér líði vel....hann er ekki reiður við neinn og vill ekki hefna sín á neinum...sér engan tilgang í að erfa þetta við einn eða neinn....og ég vona að þannig verði það alltaf.... 

Og ég vona líka svo sannarlega að með allri þessari umfjöllun og allri þessari þekkingu verði hægt að uppræta þennan viðbjóð...einelti...og koma í veg fyrir að börn framtíðarinnar þurfi að kynnast því á einn eða annan hátt....að allir fái að vera þeir sem þeir eru...eins og þeir eru...það þurfa ekki allir að vera eins....við erum sannarlega alls ekki eins og það er það sem gerir heiminn svo spennandi og áhugaverðan....skemmtilegan og forvitnilegan.....

Okkur var aldrei ætlað að vera eins...við erum öll sérstök og yndisleg hvert á sinn hátt...og heimurinn væri hræðilega einslitur og fátækur ef allir væru steyptir í sama mót....

  

 

Förum inn í nóttina með fallegar hugsamir....englana yfir og allt um kring...

og njótum þess að vera til!!!

MUNA: „Komdu fram við aðra eins og þú vilt að þeir komi fram við þig.Sýndu öðrum sömu virðingu og þú vilt að þeir sýni þér. Þú ert löngun þín.Hin dýpsta löngun þín er vilji þinn. Vilji þinn skapar verkin þín.

Verk þín skapa örlög þín…”

  

Lovjú krúttbomburnar mínar allar.... 

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Ásdís Sigurðardóttir

Góður pistill hjá þér stelpa.  Ég get ekki sofið svo ég ákvað að henda mér á bloggið.  Athyglivert sem þú skrifar um einelti, hrædd er ég um að það minnki ekki á næstunni. Sorglegt er að vita að þau börn sem leggja aðra í einelti hafa oft lært þetta heima hjá sér, eða að minnsta kosti eru að spegla á margan hátt umræður og tal um annað fólk sem þau heyra hjá foreldrum sínum.  Það læra börnin sem fyrir þeim er haft.  Ég varð fyrir mikilli stríðni, eins og það var kalla fyrir 40 árum, ég gat sem betur fer nýtt mér það til góðs og kom sterkari út fyrir vikið. Einelti í dag er miklu ljótara.  Hafðu það gott með familíunni, bestu stundirnar eru þær sem við eigum með börnunum og maka.  Kær kveðja

Ásdís Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 06:28

2 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Nóg að gera á stóru heimili.......;)

Veistu ég er bara nýbúin að átta mig á því að þú ert ekki gift MOGGANUM

Eigðu góðan dag ljúfust með DV

Hrönn Sigurðardóttir, 24.7.2008 kl. 09:25

3 Smámynd: Linda Linnet Hilmarsdóttir

Knús knús og bestu kveðjur

Linda Linnet Hilmarsdóttir, 24.7.2008 kl. 18:40

4 Smámynd: Anna Margrét Bragadóttir

Fjölskyldan þín hefur sko alltaf nóg að gera ;)

Áhugaverð og góð lesning ;)

Hafðu það sem best og góða helgi

Anna Margrét Bragadóttir, 24.7.2008 kl. 23:44

5 Smámynd: Linda litla

Skemmtileg færsla hjá þér eins og alltaf. Og það er líka alltaf nóg að gera hjá þinni fjölskyldu, sem er bara gaman og frábært.

Hafðu það gott mín kæra.

Linda litla, 30.7.2008 kl. 01:46

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband