.....JÁ...ÉG ER BÚIN AÐ KOMAST AÐ ÞESSU MEÐ HUNDINN....

 

                                                              

 

 

Ég var að komast að þessu með hundinn....ójá...og mér finnst það grafalvarlegt mál sko....því þetta snýst jú um framtíðina MÍNA...og annarra í sömu

sporum....  

Ég ætla að opinbera vanmátt minn....

  

Þegar ég kláraði Menntó var ég ekki alveg viss um hvað ég vildi verða þegar ég yrði stór....en frá blautu barnsbeini var þó alltaf planið að vinna eitthvað með börnum...klárlega...aldrei spurning....

  

Ég var bara níu ára þegar ég byrjaði að passa litla skottu sem var þá bara tveggja mánaða...þvílíka traustið sem borið var til mín!!!!

  

Ég var skæð í hverfinu...sat um fyrir öllum sem voru líklegir til að eiga börn...og bað um að fá að passa...já...notabene...þannig var þetta nú í þá daga....og ég ætlaðist aldrei til þess að fá peninga fyrir...því bónusinn var að FÁ að passa....

  

Og stundum varð ég að semja við vinkonur og litla bróa um að hjálpa mér smá...þá var ég kannski komin með þrjú eða fjögur börn til að gæta og vantaði  einhvern til að ýta kerru eða vagni þar sem ég gat jú bara stjórnað einni í einu....þetta var hugsjón...og hún gaf mér endalaust mikið...

  

Ég var að spá í að verða ljósmóðir...og fór í Háskólann...varð samt að taka hjúkkuna fyrst í fjögur ár og svo kæmi ljósan í tvö....

  Hugrakka ég....guggnaði svo á þessu námi þar sem ég prófaði að vinna á Lansanum...kannski ekki auðveldustu deildinni...var á Göngudeld krabbameinssjúklinga og felldi tár daglega vegna þessa ömurlega sjúkdóms....og svo fannst mér einhvern veginn ALLIR deyja....var niðurbrotin og skildi ekki af hverju læknarnir gátu ekki læknað þetta frábæra fólki...Og þegar ein af mínum bestu frænkum kvaddi þennan heim í janúar 1986...var minni allri lokið....brotnaði alveg og ákvað að hætta...

Hjúkrun var ekki mín sterkasta hlið....

  

Ég skellti á eftir mér Háskólahurðinni og fór að vinna í litlum og krúttlegum  leikskóla á meðan ég var að hugsa minn gang....

Og þarna fann ég mig.... 

 

Ég var í afleysingum í þessum skóla en var lokkuð burt í nýjan skóla sem átti að opna um vorið....

  

Ég var þar í fullu starfi þar til ég ákvað að skella mér í Fósturskólann, en til að missa ekki af neinu réði ég mig í hlutastöðu...kom og skilaði frá hálffjögur til hálfsjö....

  

Þetta var að sjálfsögðu Marbakkinn MINN besti og þarna er ég nú búin að vera meira og minna siðan...skrapp í ársleyfi til að prófa að búa úti á landi...ílentist í þrjú frábær ár á Dalvík...vann á Kríló krúttlega....og víkkaði svo sjóndeildarhringinn enn meira með því að flytja til Fredrikstad í Noregi og vera þar önnur þrjú....þar sem ég vann í tveimur skólum...Domkirken Menighetpleiers barnehage og Trollklubben barnehage....

Og Marbakkinn minn var svo eini skólinn sem kom til greina að vinna í þegar ég snéri hypjunum heim á ný....

   

Og nú fer ég að koma að þessu með hundinn....urr...

  

Hjá Kópavogsbæ hef ég sem sagt unnið meira og minna í 17.ár....þannig að auk þessara 6.ára sem ég starfaði utan bæjarins er ég búin að vera í þessu starfi samtals í 23. ár...(ekki halda samt að ég sé eitthvað gömul sko...ég er ekki deginum eldri en skapið í mér segir hverju sinni)

  

Sem fagaðili er ég sem sagt með 17.ár að baki....og þá mætti nú ætla að LAUNIN MÍN ættu að vera orðin nokkuð góð bara....

Já...LAUNIN...það segja margir:“Þú valdir þetta....“og ég skorast ekkert undan því...langt í frá...en ég var ein af öllum hinum sem TRÚÐI því að EFTIR sautján ár yrðu nú miklar breytingar búnar að eiga sér stað í þessu íslenska þjóðfélagi okkar og ég hafði ekki minnstu áhyggjur af því að ég myndi eiga í vandræðum með að lifa af þessum launum í framtíðinni .....

THAT WAS THEN...THIS IS NOW.....

 Ég hef hins vegar alltaf haldið að með því að vera dugleg að sækja námskeið og ráðstefnur...passa að staðna ekki....fara í námsferðir til landa sem hafa verið að starfa á svipuðum nótum til að sækja hugmyndir og meiri þekkingu..og vera virk í starfinu...ÞÁ myndi ég uppskera það erfiði með því að hækka um nokkra launaflokka svona inn á milli.....og ná þannig að þvinga launin aðeins upp á við...

EN...VITIÐI HVAÐ!!!!!

 

ÉG ER ORÐIN SVOOOO GÖMUL SAMKVÆMT KJARASAMNINGUM KENNARA...AÐ ÉG GET EKKI HÆKKAÐ MEIRA!!!!!

 

GAAAAAAAAAAAAAAAAARRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRRGGGGGGGGGGGGGH!!!

 Já...sæll...ég er komin í hæsta flokk og hæsta þrep sem deildarstjóri með sautján ára starfsreynslu getur komist í!!!!

Er þetta heiðarlegt???Siðferðislega rétt???Eðlilegt????

 

Djöfull varð ég fúl...segji það og skrifa....og er enn....því EKKI einu sinni ímynda ykkur að ég sé að tala um einhverja fúlgu hérna....ég er að tala um að NÁ EKKI þrjúhundruðkallinum einu sinni....

     

 

Það er sama hversu vel ég sinni símenntun og gæti þess að innleiða nýjar stefnur og strauma inn í skólann minn...ég FÆ EKKERT fyrir það annað en ánægjuna....

Hvað get ég keypt marga lítra af mjólk fyrir hana????

  

Ég er EKKI tilbúin að fara af stað í rándýrt framhaldsnám til að fá einhverjar aukakrónur...ég er EKKI á þeim buxunum að fara að vinna annarsstaðar og taka að mér aðstoðarstjórahlutverk eða leikskólastjóra....ÉG VIL vinna í mínum skóla og halda utan um MÍNA deild....

  

Það er ekki verið að meta stöðugleika eða trúfestu hér...ónei...hér eru það bara skýr skilaboð:...ekki stoppa of lengi sem kennari eða deildarstjóri...heldur endilega fara í framhaldsnám...sem skilar svo kennurunum ekki inn í skólana aftur heldur leita þeir á annan vettvang...þar sem þeir fá sína menntun metna....enda geta ekki allir verið stjórar.....eða yfirmenn....

       

EKKI misskilja mig...ég hef ekkert á móti menntun...en ég VEIT hversu mikilvægt er að hafa stöðugleika í starfsmannahaldinu....ég sem deildarstjóri stend frammmi fyrir því árlega að vanta tvo til þrjá starfsmenn á mína deild....fá svo kornungar stelpur inn...sem eru bara svona að spá í hvaða stefnu þær eiga að taka í lífinu....þjálfa þær og kenna þeim í nokkrar vikur..mánuði eða jafnvel heilt ár...og svo eru þær farnar...

  

Og þar sem ég hef alltaf verið heppin með stelpur...stend ég eftir með tárin í augunum....sakna þeirra svooooo mikið...reyni að gleðjast yfir að þær ætli að halda skólagöngunni áfram...og svo tekur við óvissan um starfið næsta vetur...

  Hvers konar starfsmi yrði ef það vantaði deildarstjóra annað hvert ár? Hvers konar starf er hægt að byggja upp þegar enginn hefur reynsluna...og getur miðlað sinni þekkingu til nýja fólksins....barnanna og foreldranna?Hvers konar þróun yrði í starfinu þá????

Hvar stæðu leikskólarnir ef ALLIR stoppuðu stutt við...????

  

ÉG VALDI þetta starf....varði þremur árum í þessa menntun....og mun ALDREI sjá eftir því....það er ekki til betra eða skemmtilegra starf....En ég TRÚÐI alltaf að einn daginn myndu ráðamenn íslensku þjóðarinnar skilja mikilvægi starfsins....og meta það að verðleikum.....

  Hvað ef ENGINN leikskólakennari myndi mæta til vinnu einn daginn? Hvað myndi það kosta þetta þjóðarbú okkar mikið?Það myndi ansi margt lamast á þessum klaka ef foreldrarnir hefðu ekki leikskólana til að annast um börnin þeirra....í öruggu og traustu umhverfi...

Hvað myndi þá gerast????

  

Já...það er þetta með bölvaðan hundinn...þarna lá hann nebbla grafinn....

   

EINA VON MÍN ER að næstu kjarasamningar verði OFURgóðir.....því ég lifi tæplea á þessari hýru sem ég hef í dag....og MIG LANGAR EKKERT að vinna við neitt annað!!!!

  

En ég spyr mig...HVAÐA stefnu á ég að taka í lífinu ef þessi laun fara ekki að verða boðleg fólki?

  

Ef ég get ekki klifrað hærra í launastiganum hef ég ekki mikið að keppa að í framtíðinni...það er alveg klárt....

  

HVAÐ FINNST YKKUR sem þetta lesið????

  Ég VERÐ að fá komment....er þetta rétt þróun í launamálum????

Er þetta kannski eitthvað sem allar stéttir standa frammi fyrir????

  

AAAARRRRGGGGHHH....!!!!!!!

MUNA: Peningar eru félagsverur – ef þú hefur einn í vasanum þá koma fleiri….WHAT?????  

 


« Síðasta færsla | Næsta færsla »

Athugasemdir

1 Smámynd: Sigríður Hafdís Þórðardóttir

Það er margt gott í þessu hjá þér ég er sammála með þetta þak sem við náum þegar við höfum náð ákveðnum aldri og búin með alla símenntunarflokka þá gerist ekki neitt en að sjálfsögðu er símenntunarkrafan áfram, svo sem allt gott með það að segja en það mætti alveg meta hana áfram. Þetta með að hafa stöðugan starfsmanna hóp er ómetanlegt og finnst mér það vanmeti hvers virði það er að hafa sama fólkið ár eftir ár sem viðheldur menningu og gildum sem eru til staðar í hverjum leikskóla. Þar fyrir utan er gott að það sé einhver hreifing svo ferskir vindar leiki um leikskólann líka þá erum við ekki að tala um þennann fjölda sem þú ert að tala um. Ég er sjálf komin með um 25 ára starfaldur í leikskóla og það er ljóst að kröfur til leikskólakennara hafa stöðugt verið að aukast síðustu 15 árin, mér finnst stundum eins og við þurfum að vera gæddar einhverjum ofur hæfileikum, til að geta mætt öllum þar sem þeir eru , börnum, foreldrum, samstarfólki og fræðingum sem við þurfum að hafa samskipti við. Ég læt hér staðarnumið núna. Það var fróðlegt að lesa reynslu þína með drenginn þinn og skólann.

Sigríður Hafdís Þórðardóttir, 20.6.2008 kl. 19:35

2 identicon

hey beib :D hey ég lofaði að skrifa þér hvað fundurinn væri um og ég ætla að standa við það :D

mér var boðist að vera hópstjóri og stjórna mínum eigin hóp :D mikil hækkun :D víííí mí happí :D

en um færsluna þína.. mér persónulega finnst þetta bull :S ég meina fólk þarf að lifa af á laununum sínum og það er ekki hægt á þessum launum :S

Jóhanna ;D (IP-tala skráð) 21.6.2008 kl. 20:50

3 identicon

Þetta þykir mér ansi mikið undarlegt, það að manneskja geti ekki fetað veginn lengra í starfi sínu og að það sé ekki metið meira að hafa verið á sama stað allan þennan tíma.  Þú ert þvílíki kletturinn og að þú sért ekki metin fyrir það gerir mig bilaða!!  Auðvitað á launaumslagið að endurspegla það sem lagt er til vinnunnar.  Þú hefur verið óþreytandi að sækja þér frekari þekkingu, hefur tekið vinnuna með þér heim ENDURGJALDSLAUST svo óteljandi sinnum, verið með þvílíka ástríðu gagnvart þessu starfi að maður á ekki til orð stundum OG SVONA ER ÞÉR ÞAKKAÐ FYRIR ÞAÐ.  ANDSKOTINN SJÁLFUR!!  Þetta gerir mig svoooo reiða Begga, svo reiða!  Ég hef áður talað um það, en ábyrgð ykkar á leikskólunum er svo mikil.  Ég meina, manstu þegar Fríða Dís gleypti steininn á sínum leikskóla.....þá fattaði ég hversu ofboðslega ábyrgðarfullt starfið þitt er.  Og mér er það óskiljanlegt að það sé ekki hægt að feta hærra upp stigann. Er verið að vinna að því leynt og ljóst að hæft starfsfólk snúi sér eitthvað annað? Þetta kallar bara á óánægju, plain and simple.  Ég ætla ekki einu sinni að fara út í það hvað launin eru fáránleg sko!! 

En hvað geturðu gert?  Geturðu á einhvern hátt haft áhrif í kjarasamningum?  Geturðu haft áhrif á það að þrepin eða flokkarnir verði fleiri?  Ég vona svo sannarlega að þú sért ekki hætt hér, að þú finnir í þér þann eldmóð og ástríðu sem þú hefur fyrir starfinu og notir það í baráttu við bætt launakjör.  Þú ert LJÓN, nú máttu öskra og sýna tennurnar!!

Guðrún Arna Möller (IP-tala skráð) 22.6.2008 kl. 01:45

4 Smámynd: Hrönn Sigurðardóttir

Rabbarbarapæ! ;)

Hér kemur uppskriftin eins og þruma úr heiðskíru lofti! En það var jú þrumuveður hjá mér í dag....... 

200 gr. mjúkt smjörlíki

200 gr. sykur

200 gr. hveiti.

100 gr. suðusúkkulaði, saxað.

Rabbarbari.

Hnoðið vel saman smjörlíki, sykri og hveiti. Ég set súkkulaðið í alveg síðast og læt það snúast síðustu hringina með. Setjið megnið af deiginu í form og þekið með niðurskornum rabbarbara. Setjið afganginn af deiginu ofan á og stráið kanilsykri yfir.

Bakið við 200°C þar til þetta er orðið fallega brúnt. Borðið með ís eða rjóma.

Verði þér og þínum að góðu

Hrönn Sigurðardóttir, 22.6.2008 kl. 22:30

5 Smámynd: Bergljót Hreinsdóttir

Sigríður:Takk fyrir gott innlegg... Ég hef sko ekkert á móti ferskum vindum inn í skólann og þess vegna sinni ég símenntuninni og tek alltaf nema.....og passa þannig að það verði ekki stöðnun....EN ég er hrædd um að ef maður hefur enga gulrót...ekkert launalega séð til að stefna að...þá fer hættan á stöðnun og sinnuleysi að aukast....það kemur inn eitthvert vonleysi....það er alla vega mín skoðun..... Jóhanna: Mér datt það í hug....Til hamingju! Ég held áfram að drekka þennan viðbjóð sem þú selur mér...í von um breytt og bætt líf..... Arna: Já, krúttið mitt....svona er hann Herra Heimur....það er einhvern veginn alltaf eitthvað sem reynir að spilla ánægjunni og gleðinni sem felst í starfinu með verðmætustu eign þjóðarinnar.....Ef við myndum setja litla sérsaumaða poka með einum gullklumpi í.á hvert barn...þá fyrst færu ráðamenn að átta sig á verðmætunum....Eins og skáldið‘ sagði...laun heimsins eru tómt vanþakklæti....En ég held náttla bara áfram að gefa....Knúúús á þig...skna þín og krúttbombanna mjööööög.... Hrönn: Vááá! Takk fyrir fljóta og góða þjónustu....ætla að prófa þetta nammilaði á fólkinu mínu....TAKK AFTUR!

Bergljót Hreinsdóttir, 22.6.2008 kl. 23:10

6 Smámynd: Linda litla

Þetta er alveg fáráðnlegt, það er eins og.... ok núna ertu búin með 17 ár hérna og kemst ekki hærra. Núna skaltu fá þér aðra vinnu, byrja á botninum og vinna þig upp aftur.... Fáráðnlegt.

Linda litla, 23.6.2008 kl. 01:56

7 Smámynd: Jóna Á. Gísladóttir

Ég veit nákvæmlega hvað þú ert að tala um og það er skömm að þessu öllu saman. Ég hef ekkert betra orð yfir það. Svo er verið að tala um að fella niður leikskólagjöld. Er ekki allt í lagi?!! Borgiði fyrst laun, þið háu herrar, og reynið að hunskast til að halda starfsfólki og þekkingu innan skóla/leikskóla!!!

Jóna Á. Gísladóttir, 29.6.2008 kl. 15:26

Bæta við athugasemd

Ekki er lengur hægt að skrifa athugasemdir við færsluna, þar sem tímamörk á athugasemdir eru liðin.

Innskráning

Ath. Vinsamlegast kveikið á Javascript til að hefja innskráningu.

Hafðu samband